text
stringlengths 208
650k
| edu_score
float64 0.28
4.44
|
|---|---|
Vilja fjölga ráðstefnugestum
„Okkar hlutverk er að stækka kökuna með því að fá sem flesta til að hugsa um Ísland sem heppilegan stað fyrir ráðstefnur, fundi og aðra viðburði,“ sagði Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavik.
Samstarfsvettvangurinn Meet in Reykjavik (Ráðstefnuborgin Reykjavík) var stofnaður 27. janúar síðastliðinn. Voru það Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús sem mynduðu kjölfestu fyrir nýjan samstarfsvettvang um markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu- funda- og viðburðaborg, ásamt breiðum hópi aðildarfélaga og má þá helst nefna Iceland Express, Exton, Bláa Lónið og Landsbankann. Harpa og Icelandair skuldbundu sig til að koma inn með 25 milljónir króna hvor aðili og Reykjavíkurborg leggur verkefninu til 45 milljónir króna á ári. Fleiri aðilar hafa verið að bætast við hópinn og má þar nefna Hótel Sögu og Grand Hótel.
Fjórir verkefnastjórar til starfa
Að sögn Þorsteins er vinnan komin á fullt en þar sem í sumum tilfellum getur tekið allt að fjögur ár til að fá ráðstefnuhaldara til að taka ákvörðun þá getur tekið nokkurn tíma þar til afrakstur verkefnisins sést. Á skrifstofunni starfa í dag fjórir verkefnastjórar, hver með sitt sérsvið.
Að sögn Þorsteins er hér um að ræða metnaðarfullt verkefni sem getur haft umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi ef vel tekst til. Stefna samtakanna er að auka vægi ráðstefnumarkaðarins í Reykjavík með markvissri markaðssetningu erlendis og nýta til þess samtakamátt þeirra er að verkinu standa. Stefnt er að uppbyggingu á víðtæku stuðningsneti innan íslensks atvinnu- og þekkingarsamfélags og virkja þannig áhuga Íslendinga í alþjóðasamskiptum á að halda ráðstefnur og fundi sinna fagfélaga hér á landi.
Það kom fram í máli Þorsteins að ýmsar upplýsingar vantaði um ferðavenjur og komur ferðamanna sem nauðsynlegt væri að bæta úr til að geta eflt markaðsstarf. Því sé nauðsynlegt að verja meira fé til rannsókna á sviði ferðaþjónustu.
Léttir á annarri ferðamennsku
Þorsteinn benti á að ferðaþjónustan hér á landi er komin að þolmörkum í nýtingu yfir sumarmánuðina og yfir vetrarmánuðina er nýting á hótelherbergjum mest um helgar. „Það liggja gríðarleg verðmæti í því að auka fjölda ráðstefnu-, funda- og viðburðagesta til Reykjavíkur þar sem þeir eru bæði arðbærari en hinn almenni ferðamaður og koma í mörgum tilfellum á hagkvæmasta tímanum hvort heldur litið er til ársins í heild eða innan vikunnar utan háannar,“ sagði Þorsteinn. Hann benti á að oft væri um það að ræða að ráðstefnugestir væru kæmu hingað í miðri viku sem bætti mjög nýtingu mannvirkja.
Ráðstefnu- og viðburðagestir í dag eru um 25.000 á ári og ef gert er ráð fyrir 20% aukningu, þá er verið að tala um 5000 - 6000 gesti árlega. Meðalkostnaður á hvern gest er áætlaður um 60.000 krónur á dag, meðaldvalartími er 3- 4 dagar.
Það er því mikilvægt að sækja á þennan markað og geta þannig myndað starfsgrundvöll allt árið fyrir mörg þjónustufyrirtæki sem eru að þjónusta beint og óbeint þennan markað. „Fyrir utan þau verðmæti sem eru að skapast í þjóðfélaginu um leið,“ sagði Þorsteinn.
Hann benti á að ráðstefnu og viðburðargestir eyði mun meiri fjármunum sem allir í ferðaþjónustunni nytu. Þeir væru í mörgum tilfellum að ferðast á kostnað annarra sem gerðu þeim kleyft að eyða meiru í innkaup, mat og drykk og aðra þjónustu.
En hve mikið er hægt að auka ferðir slíkra gesta? „Við slettum stundum og segjum „the sky is the limit“ en í raun eru gríðarleg tækifæri gagnvart slíkum gestum. Við teljum að Reykjavík hafi mikil tækifæri á þessu sviði. Tilkoma Hörpunnar sem ákveðins kennileitis hjálpar án efa til,“ sagði Þorsteinn.
| 3.03125
|
Skinney Þinganes gefur íbúum Hornafjarðar knatthús
Laugardaginn 22. desember, verður nýtt fjölnota knatthús á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins.
Á 60 ára afmæli fyrirtækisins árið 2006 ákváðu eigendur að leggja stórt framlag til íþróttamála og skilyrtu framlagið að byggt yrði knatthúss með gervigrasi.
Ljóst er að gífurlegur aðstöðumunur verður fyrir knattspyrnufólk að stunda æfingar og sömuleiðis fyrir alla sem vilja stunda holla hreyfingu í skjóli frá roki og rigningu. Nýja húsið er rúmlega 4.000 fermetrar og rúmlega 42.000 rúmmetrar.
Mikil stemming hefur skapast á Hornafirði fyrir húsinu og nafnasamkeppni sett af stað þar sem verðlaun eru gefin fyrir þann sem á vinningstillöguna, 190 tillögur bárust til nefndarinnar.
Sérstök athöfn verður á laugardaginn þar sem nafnbirtingin verður gerð kunn, ýmis skemmtiatriði, Big band, Karlakórinn Jökull og Harmonikkubræður. Víxla knatthússins fer formlega fram kl.12:00 með ávörpum frá fulltrúum Skinney Þinganes og sveitarfélagsins.
Þá verður hamborgarveisla og íbúar fá að taka þátt í knattleikjum fram eftir degi.
Allir eru velkomnir.
BB
| 1.835938
|
Opinn stjórnmálafundur á Sólheimum
Forstöðumenn Sólheima boðuðu til opins stjórnmálafundar, með fulltrúum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi, að Sólheimum 15. apríl s.l. Fyrirfram lágu fyrir almennar spurningar til fulltrúa stjórnmálaflokkanna um málefni fatlaðra en þar að auki lá fyrir ein spurning til fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er varðaði niðurskurð á fjárveitingum til Sólheima á síðustu fjárlögum. Athygli vakti að Sjálfstæðisflokkurinn virtist ekki hafa séð ástæðu til að senda fulltrúa sinn á fundinn til að svara fyrirliggjandi spurningum aðstandendum fundarins til nokkurar gremju. Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima sagði alveg ljóst hverjir þyrðu ekki að mæta til að svara þeirra spurningu sem fyrir þá var lagt, þetta væri dónaskapur við samfélagið á Sólheimum og viðkomandi aðilar ættu að skammast sín. Grétar Mar Jónsson var eini sitjandi þingmaðurinn sem sá sér fært að mæta en fulltrúar hinna framboðslistanna voru frambjóðendur sem ekki sitja á þingi.
| 1.8125
|
Hleðslutækin eru til. 3fasa rafmagn er í all flestum húsum á landinu, svo rafmagnskerfið er til staðar. það sem þarf eru innstungurnar í bílana. þau eru til, svo það sem orkuveitan þarf að gera er að kaupa þær í massavís, fá þau þannig á hagstæðu verði og selja á kostnaðarverði til notenda. í staðinn græðir orkuveitan á aukinni rafmagnsnotkun.
Vill fá að vita hverjir sáu um skipulagsmálin varðandi staðsetningu þessarar byggingar. Staðsetningin er algjörlega út úr Q. Ekkert á móti Bauhaus, er reyndar frekar spenntur yfir opnuninni. Ættla ekki að nefna hérna allt sem er að staðsetningunni læt hvern og einn um það en hvað var eiginlega í gangi við val á lóð? Væri tilvalið að bærinn hafði landslagsarkitekt á sínum snærum, geri ráð fyrir að svo sé ekki núna, legg þetta dæmi sem rök. :)
Merktir götuupplýsingarfulltrúar (eða hvað þeir nefnast) láta sjá sig um allan miðbæ og aðstoða þá sem eru í vanda. Þá hafa þeir aðilar þekkingu á bænum og kannski einhver bakrunn í sögu hans og þess háttar. Geta allavega leiðbeint fólki varðandi götuheiti, búðir, og atburði dagsins.
| 2.09375
|
Lögreglan notaði táragas í Aþenu í morgun til þess að koma í veg fyrir að mótmælendur ryddust inn í fjármálaráðuneytið. Einhver mótmæli voru fyrir utan þinghúsið í gærkvöldi.
Mótmælin í morgun komu í kjölfar fundar Papandreou, forsætisráðherra Grikklands með verkalýðsleiðtogum, þar sem hann kynnti fyrir þeim fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir. Verkalýðsfélögin hafa boðað til allsherjarverkfalls í Grikklandi hinn 5. maí n.k.
Skilaboðunum hefur verið komið til skila.
Eitt af því sem fylgdi umsókn Íslands um aðlögun að ESB, var að hér mætti ástunda flest það sem mögulegt væri til að auka stuðning við aðild. Athyglisvert er að íslensk stjórnvöld óskuðu sérstaklega eftir aðstoð við að sannfæra landsbúa um ágæti aðildar. Sem segir að stjórnvöld höfðu ekki trú á að þau „tækifæri“ sem fælust í aðild dygðu til að sannfæra landsmenn.
Í gærkvöldi og í morgun var kveikt í bílum í Stokkhólmi og ólæti breddust út til margra hverfa borgarinnar að því er fram kemur í Financial Times, sem segir að þetta hafi gerzt þrjá daga í röð. Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið einhverja og segir stöðuna flókna vegna fjölda hverfa en bendir á, að staðan sé rólegri í Husby, hverfi, þar sem margi innflytjendur eru saman komnir.
Milljónir Ítala hafa ekki efni á að hita upp heimili sín eða borða kjöt segir í nýrri skýrslu frá hagstofu Ítalíu, ISTAT. Efnahagslægð, sem staðið hefur í tvö ár hefur komið þungt niður á almennum borgurum, sem ganga meira og meira á sparnað sinn. Fjöldi þess fólks sem stendur svo höllum fæti, sem h...
Af fréttum Morgunblaðsins í dag má ráða að ný ríkisstjórn muni gera hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og að þær verði ekki teknar upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Evrópuvaktarinnar verður gerð úttekt á stöðu viðræðnanna eins og þær standa nú og stöðu mála innan Evrópusambandsins.
Þrír fyrrverandi framkvæmdastjórar Saab-bílasmiðjunnar í Svíþjóð hafa verið handteknir í Svíþjóð vegna gruns um bókhaldsbrot. Olof Sahlgren saksóknari telur að þremenningarnir hafi gerst sekir um alvarlegar tilraunir til að skjóta sér undan skattayfirvöldum.
| 1.953125
|
Stelpur, þið sjáið kannski að þessi síða er með lífsmark á við dauðan þorsk..
Ég vill bara benda ykkur á að við erum að ræða ýmis mál um utanlandsferðina og sooollleeis á mfl. kvk grúbbu á facebook (nýju tegundinni), ef þið teljið ykkur ekki vera í henni endilega spjallið við mig eða látið vita í kommentum..
- Iðunn Tara!
Jææja elskurnar mínar.
Ég er búin að borga staðfestingagjaldið fyrir 15 + þjálfara til Albir næstu páska
Verið duglegar að æfa og sjáumst um jólin
-Sandra
jæja, þá er komið að því að borga fyrsta staðfestingargjaldið (15.000)
þær sem eru búnar að leggja inná mig fyrir því eru
Hulda
Árdís
Iðunn
Sandra
Þórhildur
Sunna
Lejla
Kolbrún Birna
Heba Björg
Anna lind
Anna Mekkín
Þórdís
Kristey
Valdís og Karítas mættuð endilega drífa í því að leggja inná mig ef þær ætla ennþá með, og Sólveig ætlaðir þú ekki líka?
farið að koma með þetta stelpur. Langar að klára þetta helst í þessari viku
kt: 030690-2229
rkn: 0172-05-060016
-Sandra
Sæl Sandra Rán,
Takk fyrir póstinn.
Varðandi staðfestingargjaldið þá er það vanalega þetta 30.000 kr.- á manninn og þarf að greiðast við bókun, til að við getum greitt staðfestingu fyrir þá þjónustu sem við erum að bóka. Í ykkar tilfelli þá getum við skoðað staðfestingargreiðslu upp á 15 – 20.000 kr.- á mann núna sem allra fyrst og síðan það sem vantar upp á staðfestinguna 1. desember. Lokagreiðsla þarf svo að berast okkur 6 vikum fyrir brottför sem er þá 4. mars.
Varðandi það hvenær þarf að greiða í síðasta lagi þá virkar þetta þannig að fyrstur kemur fyrstur fær, við höfum nú verið að halda fráteknum fyrir ykkur 20 sætum á lægsta verði en næstu hópar eru að fá hærra verð þar sem þið eruð að fá ódýrustu flugsætin sem við erum með. En til að tryggja þau þurfum við að greiða staðfestingargjald til flugaðilans og því rukkum við staðfestingargjald strax við staðfestingu bókunnar, þannig að þetta er gert til að tryggja uppgefið verð.
Vonandi svarar þetta spurningum þínum. Endilega láttu mig vita hvernig þetta leggst í ykkur að skipta staðfestingargjaldinu í tvennt, 15-20.000 kr.- núna og svo 10-15.000 kr.- 1. Desember og svo eftirstöðvar 4. Mars (6 vikum fyrir brottför).
Eins ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.
Bestu kveðjur
Hannibal Hauksson
Æfing á mrg kl 18:00
*******
Fundur kl 20:00 í sindrahúsinu á mrg!!
lesa bloggið fyrir neðan..og koma með pening fyrir laugardeginum!
þurfum að kaupa verðlaun, snakk, gos og etc.. svo þetta eru 1000kr fyrir þær sem hafa aldur og þroska fyrir áfenga bollu en bara 500kr fyrir hinar. sjáumst hressar á mrg
Jæææja stelpur mínar
ef ég á að segja eins og er þá verð ég fyrir smá vonbrigðum af ykkur.
18+þjálfari sem sögðust ætla í æfingaferðina og af þeim eru bara 11 búnar að borga staðfestingargjaldið.
Hvað með ykkur hinar 7, ætlið þið ekki með ?
Til þess að komast til botns í þessu máli hef ég ákveðið að halda fund á morgun, föstudag, kl 20.00 í Sindrahúsinu. Fundardagskrá liggur nú þegar fyrir;
Setning fundar
Umræðuefni
- Æfingaferð
- Uppskeruhátíð
Önnur mál
Ég veit það er föstudagur og hugsanlega einhverjar með plön en þið verðið því miður að fresta þeim smá því að það er SKYLDUMÆTING fyrir eftirfarandi ;
1.Anna Lind
2.Anna Mekkín
3. Árdís
4. Heba
5. Hulda
6. Iðunn
7. Karen
8. Karítas
9. kolbrún
10. kristey
11. Lejla
12. Mist
13. Sandra
14. Sunna
15. Valdís
16. Þórhildur
17. Þórdís
18. Sólveig
Aðrar sem ætla að taka þátt á laugardeginum eru einnig hvattar til að mæta þar sem farið verður yfir það helsta varðandi dagskrána á laugardeginum.
Á fundinum vil ég fá að vita hvort þið ætlið með í æfingaferðina eða ekki.
Og með yngri stelpurnar þá þarf ég að hafa næst því sem skriflega staðfestingu frá foreldrum að þið megið fara með þar sem það eruð aðallega þið sem eigið eftir að borga. Og víst margir foreldrar sem vita ekkert um ferðina þótt ég hafi oft sagt ykkur að tala um hana við þau.
En allavega, sjáumst annað kvöld kl 20 og ég skal reyna að vera tilbúin með einhvern smá lista með helstu upplýsingum um ferðina sem þið getið þá tekið með ykkur heim. Vill endilega að þið segið foreldrum ykkar líka frá þessari síðu þar sem að hér birtast allar upplýsingar um það sem við gerum.
Sandra
P.S. í dagskránni önnur mál á fundinum munum við síðan taka fyrir lakk á áhuga yngri stelpna á starfi flokksins!! Við eldri teljum þetta vera mikið vandamál.
| 1.976563
|
Spurning:
Ég var að velta fyrir mér svolitlu...þannig standa málin, ég var greind þunglynd fyrir nokkrum árum og tók inn Zoloft í einhvern tíma man ekki hve lengi. En svo núna síðustu mánuði hef ég verið á fá þessi þunglyndiseinkenni aftur. Ég er orðin það neikvæð að fólk í kringum mig tekur eftir því án þess að ég geri það sjálf, ég er alltaf skapvond, vanlíðanin er mikil og fl. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé bara þetta skammtímaþunglyndi en það hreinlega getur ekki verið. Mér líður bara of illa til þess að þetta gæti verið eitthvað svona lítið. Mig langar að byrja á Zoloftinu aftur eða einhverju til að draga úr þessarri líðan minni því þetta er ömulegt en það tekur enginn mark á því sem ég segji. Er eitthvað sem ég get gert til þess að fá að fara á þessi lyf aftur??
Svar:
Sæl,
Þunglyndi er mjög fjölþætt og flókið vandamál sem getur verið mjög erfitt að takast á við. Oft vill svo þessi vandi taka sig upp á ný eftir að meðferð við honum er lokið og við orðin grandalaus og hin rólegustu. Þunglyndi getur verið af ýmsum toga og hættulegt að halda því fram að ein tegund þess sé léttvægari en önnur en þannig er skammdegisþunglyndi alvarlegt vandamál sem getur haft mjög slæm áhrif á þá sem af því þjást. Almennt er þunglyndi þannig að það veldur mikilli depurð og vonleysi sem svo vindur gjarnan upp á sig og orsakar að okkur líður afskaplega illa.
Nýjustu rannsóknir á þunglyndi hafa sýnt fram á það að umfram líffræðilegan erfðaþátt sem getur gert okkur viðkvæmari fyrir þunglyndi spila umhverfisþættir afar stórt hlutverk í mörgum afbrigðum þunglyndis. Vegna þessa miklu áhrifa umhverfisþátta í myndun og viðhaldi þunglyndis er afar mikilvægt að vinna á þeim hlutum þunglyndisins ef takast á að ráða niðurlögum þess. Af þessum sökum er ávallt mælt með að samhliða lyfjameðferð sé unnið á vandanum í samtalsmeðferð. Þannig hafa ýmis meðferðarform eins og til dæmis Hugræn Atferlismeðferð sýnt fram á góðan árangur í meðferð þunglyndis.
Í bréfi þínu tekur þú fram að þú hafir áður fengið þunglyndisgreiningu og tekið Zoloft en minnist ekki á hvort þú hafir fengið samtalsmeðferð samhliða því. Ég giska því á að þú hafir einungis tekið lyf en það getur útskýrt ýmislegt. Þannig er nefnilega að ef umhverfisþættir spila inn í þunglyndi og einungis eru tekin lyf myndast óeðlilegt jafnvægi þar sem forsendur vandans liggja enn óhreifðar. Þegar svo notkun lyfsins er hætt liggja sömu orsakir enn hjá einstaklingnum og orsaka það að vandinn tekur sig upp á ný. Ég myndi því hiklaust mæla með því að þú leitaðir þér aðstoðar sálfræðings sem getur hjálpað þér að takast á við vandann og þannig minnkað líkurnar á því að vandinn taki sig upp á ný. Ef þér finnst þú einnig þurfa lyf þarft þú að leita til geðlæknis sem myndi þá greina þig á ný og skrifa upp á lyf ef hann metur vandann þannig að þörf sé á slíku.
Vonandi hjálpar þetta svar þér eitthvað í leitinni að lausn en endilega hafðu samband ef þú hefur frekari spurningar eða vantar aðstoð við val á sálfræðingi.
Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur
| 3.203125
|
Ólafur Elíasson píanóleikari heldur tónleika í Nýheimum
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson heldur tónleika í Nýheimum þriðjudagskvöldið 4. júlí. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert og Debussy ásamt 7 píanóetýðum eftir Chopin, Liszt, Moszkowski og Schriabin. Etýðurnar (æfingarnar) eru á meðal erfiðustu verka píanóbókmenntanna og eru sumar jafnframt þekktustu píanóverk sögunnar svo sem La Campanella eftir Liszt og Byltingaretýðan eftir Chopin. Á tónleikunum mun Ólafur fjalla um verkin á léttum nótum og er þetta frábært tækifæri fyrir áhugamenn um sígilda tónlist til að kynnast heimi píanótónlistar. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar heitins en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis og leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni ,,London Chamber Group? og hafa þeir fengið frábæra dóma. Tónleikarnir í Nýheimum eru hluti af tónleikaferð Ólafs um Austurland en hann mun einnig halda tónleika á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Egilsstöðum og á Eiðum.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón en þeir hafa haldið fjölda tónleika m.a. í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington.
Tónleikarnir í Nýheimum hefjast kl. 20:30 og er aðgangseyrir kr. 1000.
| 2.65625
|
Himbar í Namibíu eru sérstakur ættbálkur sem lifir við erfið skilyrði á hrjóstrugum lendum. Nautgripir og menn þurfa vatn - og Íslendingar hafa styrkt gerð vatnsbóla svo byggðin megi haldast.
Náttúruundur, fegurð, hér eru myndirnar frá Botswana þar sem stófljótið rennur inn í Kalahari eyðimörkina og myndar óshólma áður en það gufar upp! Kemst aldrei til sjávar.
Lucius Banda er þekktasti baráttusöngvari Malaví. Hér syngur hann frelsissönginn fyrir það fólk sem myndirnar eru af.
Við heimsækjum vettvang þeirra verkefna sem Íslendingar styðja í Malaví.
Glæsilegur barnaskóli í héraðinu Mangochi þar sem helmingur 300 000 grunnskólabarna situr undir tré og lærir því fáar eru skólastofurnar. Hér eru stofurnar hreinar og bjartar og með húsgögnum sem ekki er alltaf raunin innan skólaveggja. Mikil gleði og gaman! Ræður ungmenna, söngur og dans og kennarar og foreldrar með.
Helgarinnkaupin eru með öðrum blæ í Malaví en á Íslandi. Fæstir fara í stórmarkað á okkar vísu, en flestir á stórmarkað götunnar þar sem skyndibitinn er í senn kunnuglegur og framandi, kjötkaupmaðurinn lætur steikina jarma framan í mann og kjúklingarnir fara í kippum í skottið - fjaðrir og allt!
Það þarf ekki mikið til að stofna hljómsveit og spila fyrir dansi! Ekta fjör með heimagerðum hljóðfærum og spriklandi dansar með tilheyrandi skellum.
Það er óneitanlega spennandi að ganga með leiðsögumanni og vopnuðum verði um villidýraslóðir í þjóðgarði í Zambíu. Við erum óboðnir gestir á fæti meðal dýranna, hittum fjölda fíla,apa, antilópur og flóðhesta... Gönguferðin hér tekur 10 mínútur.
Skrúðgöngur um allan bæ til að minnast frelsarans, en ekki er nú andblær hátíðahaldanna beint eins og Passíusálmunum. Malavar mæta snemma til kirkju föstudaginn langa og taka daginn í að fanga um bæinn þar til loks komið er með krossinn aftur til kirkju. Við skoðum þrjár göngur sem minnast krossfestingarinnar með mjög ólíkum hætti miðað við það sem gerist á Íslandi.
Þegar mikið stendur til í Malvaí er kallað á galdradansara. Þeir eru grímubúnir og klæddir skrautbúningum og eiga að minna á fornar vættir; hver hefur sína eiginleika. Hér er dansað til heiðurs Íslendingum og þakkað fyrir þróunarverkefni.
Uppskera nálgast! Vel hefur rignt, akrar í blóma og innan tíðar fá allir nóg að borða. Nokkur þrumuský hanga enn yfir landinu og boða ekkert nema gott, fólkið er glatt. Tónlistin er frá Super Mama Djambo og við segjum einfaldlega: Kaupið diskinn þeirra! Hann er frábær. Í þessu lagi syngur Egill Ólafsson með. (Mars 2009).
ICEiDA support projects for deaf in Namibia.
| 3.015625
|
Afurðir
Afurðir framleiddar í ríki Vatnajökuls eiga það margar sameiginlegt að hafa skírskotun í menningu, sögu eða náttúru svæðisins. Byggt er á gömlum hefðum í handverki og matvælaframleiðslu í bland við skapandi hugsun hönnuða og listamanna. Fjöldi nýrra afurða hefur orðið til og ánægjulegt hvað mikil gróska er í framleiðslu, hvort sem um er að ræða handverk eða matvörur. Þegar hefur verið framleiddur matarminjagripur, Lúra sem er til sölu á Jöklasýningu og í Handraðanum.
Í Ríki Vatnajökuls ertu sannarlega kominn í stóra matarkistu, með fjölbreyttum landbúnaði til sveita og öflugum sjávarútvegi á Höfn. Aðgengi að fersku hráefni er mjög gott og hefur svæðið skapað sér orðspor fyrir að vera sælkerahérað. Sumarið 2009 var opnuð Heimamarkaðsverslun á Höfn með afurðum úr ríki Vatnajökuls, sem framleiðendur hafa sjálfir fullunnið á svæðinu. Heimamarkaðsverslunin er í Pakkhúsinu við höfnina sem er gamalt hús með mikla sögu. Í því er einnig sjóminjasafn. Verslunin er opin alla daga yfir sumartímann en yfir veturinn er á laugardögum, opinn bænda- og fiskimarkaður í Pakkhúsinu.
Þessi merking vottar það að varan sé framleidd í ríki Vatnajökuls
| 1.984375
|
ISLEX
Íslensk-norrænar orðabækur á vefnum
ISLEX er orðabókarverk sem er unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier (LLE) við háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Gautaborgarháskóla. Orðabók milli íslensku, dönsku, norsku og sænsku var opnuð á vefnum í nóvember 2011. Fróðskaparsetur Føroya í Þórshöfn varð aðili að samstarfinu árið 2011 og stefnt er að því að opna íslensk-færeyska orðabók seint á árinu 2012.
Verkið hefur verið fjármagnað með opinberu fé í öllum þátttökulöndunum auk styrkja úr norrænum sjóðum.
Um verkið
ISLEX hefur að geyma um 50.000 íslensk uppflettiorð með þýðingum á sænsku, norsku og dönsku. Verkið endurspeglar íslenskt mál og málnotkun samtímans. Við ritstjórnina er notaður veftengdur gagnagrunnur sem er sérstaklega hannaður fyrir verkefnið og tryggir að vinna megi að orðabókinni í öllum fjórum löndunum samtímis. Í ISLEX eru kostir rafrænnar miðlunar látnir njóta sín og orðabókarlýsingin er studd myndefni, hreyfimyndum og hljóðdæmum (sem eru væntanleg 2012).
ISLEX-orðabókin er fyrsta rafræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim. Orðabókin lýsir íslensku nútímamáli þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytileg orðasambönd, fasta orðanotkun og dæmi með þýðingum á markmálin.
Við ritstjórnina er notaður veflægur gagnagrunnur sem er sérstaklega hannaður fyrir verkefnið. Höfundur og hönnuður gagnagrunnsins er Ragnar Hafstað. Hann hefur einnig séð um forritun fyrir verkefnið og önnur tæknileg mál. Eingöngu er notaður opinn hugbúnaður við ISLEX-verkefnið.
ISLEX hentar vel til að fá innsýn í samhengi íslensku við önnur Norðurlandamál. ISLEX er ætlað að þjóna þörfum ólíkra notendahópa. Sem íslensk-skandinavísk orðabók miðast hún annars vegar við þarfir sænskra, norskra og danskra notenda, m.a. vegna þýðinga úr íslensku og náms og kennslu í íslensku á Norðurlöndunum. Hins vegar nýtist hún íslenskum notendum sem vilja finna viðeigandi orðalag á tilteknu markmáli. ISLEX felur í sér mikilvægt framlag til þess að styrkja menningartengsl og efla málskilning á milli norðurlandaþjóðanna.
| 3.03125
|
Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð og Sigöldustöð. Búðarhálsvirkjun er í byggingu og verður gangsett í árslok 2013. Samanlagt afl þeirra er 850 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja virkjun á svæðinu, svo sem Krókslón, Sultartangalón, Bjarnarlón, Hrauneyjalón og Vatnsfellslón.
Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins, langstærsta miðlunin og mikilvægur hlekkur í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.
Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970- 1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Áin Kaldakvísl var stífluð við Sauðafell og veitt um skurð inn í norðanvert Þórisvatn. Við útfall Þórisvatns norðanmegin er Þórisóssstífla sem veitir Köldukvísl inn í vatnið.
| 3.09375
|
Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar komin í gang
Breytingar urðu í haust innan félagsmiðstöðvarinnar Miðgarðs, Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir sinnir nú starfi tómstundafulltrúa Hornafjarðar sem Helga Rún Guðjónsdóttir sinnti áður, en hún er í barneignarleyfi. Brynjar Þór Pétursson var með Helgu síðasta vetur og mun halda áfram og verður Fríðu til halds og trausts þennan veturinn líka.
Tómstundastarfið innan félagsmiðstöðvarinnar er komið á fullt og voru kosningar í síðustu viku þar sem kosið var bæði í nemendaráð og Miðgarðsráð. Síðan á haustfagnaði 8.-10. bekkjar voru tilkynnt úrslit kosninga. Miðgarðsráð hélt svo sinn fyrsta fund í lok síðustu viku og samanstendur ráðið af sex öflugum krökkum úr 8.-10. bekk.
Miðgarðsráð veturinn 2010-2011:
8.bekk: Hafþór Snorrason og Anna Birna Elvarsdóttir
9.bekk: Alexander Snær Stefánsson og Ragnar Magnús Þorsteinsson
10.bekk: Dóra Björg Björnsdóttir og Ingvi Þór Sigurðsson
Í vetur verður mikið lagt upp úr klúbbum og öflugu félagsstarfi fyrir krakkana og hefur samstarf milli skólans og félagsmiðstöðvarinnar verið aukið til muna. SAMAUST sem er undankeppni fyrir SAMFÉS, söngvakeppni félagsmiðstöðva á landinu, verður haldin hér á Hornafirði þetta árið og verður það einn af stóru viðburðunum vetrarins. Síðan verða viðburðir eins og sundstuð, innilega, Fjarðaball, stelpu- og strákakvöld og fleira, á sínum stað ásamt fullt af nýjungum. Núna á miðvikudaginn næsta 15. september, verða haldnir FÁRÁNLEIKAR á opnu húsi hjá 8.-10.bekk, kl.20:00-22:00. Þar verður keppt í fáránlegum greinum og svo verða veitt verðlaun fyrir fáránlegasta dressið.
Undanfarin ár hefur 6.-10. bekk staðið til boða að sækja félagsmiðstöðina, í ár ætlum við einnig að bjóða 5. bekk að koma einu sinni í viku.
Það stefnir allt í öflugan vetur í Miðgarði og verða sérviðburði auglýstir á í skólanum og á Skjávarpinu, svo það er um að gera að fylgjast vel með.
Einnig langar okkur að benda á að ef það eru einhverjar spurningar sem brenna á fólki sem og tillögur er hægt að hafa samband við Fríðu á netfanginu email@example.com og svo er líka alltaf hægt að kíkja í kaffi og spjall í félagsmiðstöðinni.
Við komum öflug til starfa og hlökkum mikið til vetrarins og þeirra ævintýra sem hann mun bera í skauti sér og vonumst til að sem flestir muni heimsækja okkur í félagsmiðstöðina í vetur, börn og fullorðnir.
Fríða og BrynjarStundatöflu félagsmiðstöðvarinnar má sjá hér (pdf)
| 1.984375
|
Kóróna Napóleons
Kóróna Napóleons var krýningarkóróna búin til fyrir hinn sjálfyfirlýsta keisara Frakklands, Napóleon I. Hann notaði hana við krýningu sína 2. desember 1804. Napóleon nefndi nýja kórónu sína Kórónu Karlamagnúsar, eftir hinni fornu krýningarkórónu Frakklands sem var eyðilögð í frönsku byltingunni. Þar með bar hann sig saman við hinn mikla miðaldakonung Franka og Heilaga rómverska keisarann, Karlamagnús.
| 2.84375
|
Hver er gáfaðastur í Þór ? Sveinn Leó Bogason er fáránlega klókur í kjaftinum og virkar mjög gáfaður, sérstaklega þegar hann setur upp gleddurnar.
Besti samherjinn, fyrr og síðar ? Margir snillingar sem koma til greina en ég vel Jóhann Hreiðarsson, fyrrum leikmann Dalvíkur/Reynis, og Inga Frey Hilmarsson.
Ertu ástfanginn ? Ég er kolfallinn fyrir einni…
Hvernig bíl áttu ? Geðveikan Skóda Octaviu, stundum kallaður Prins Lu.
Hver mun skara frammúr í sumar ? Ég hef trú á mínum manni Sigga Marinó, einnig tel ég að fólk ætti að fylgjast grant með Halldóri Orra (Dóra Skó).
Hver er stærstur í klefanum ? Steinar Logi Dillusonur gerir lítið úr mönnum og gnæfir yfir alla á öllum vígsstöðum þegar hann mætir á svæðið…enda algjör skepna.
Hver er mesti huzzlerinn ? Jóhann Helgi… Hann á samt kærustu.
Mjölnismenn eru ? Algjörir öðlingar sem færa liðið á hærra plan.
Í hvernig skóm spilaru ? Hef spilað í Adidas Predator undanfarin ár og líkar mjög vel.
Hápunktur á þínum ferli ? Allt síðasta sumar gekk mjög vel hjá mér persónulega og það var góð stund þegar D/R tryggði sér sæti í 2.deildinni. Ég vona samt að þessir hápunktar verði toppaðir í sumar.
Markmið sumarsins ? Þau eru skýr, upp um deild!
Trúiru á Jésu Krist ? Já og nei…
Hvað borðaru í morgunmat ? Hafragrautur og lýsi flesta morgna.
Gætir þú lógað hundi ? Efa það stórlega.
Ef þú mættr velja einn til að koma í Þór, hver væri það ? Atli Viðar Björnsson, FH.
Besti og versti dómarinn? Dóri Áskels aðstoðarþjálfari á báða þessa titla skuldlaust. Hann getur gert bæði lið brjáluð í skapi með einum dómi á æfingum
Hversu mikið hataru KA ? Ég mun elska það að vinna þá í sumar!
Hvað myndiru gera ef þú værir kona í einn dag? Njóta þess í botn, einn af mínum stærstu draumum.
Hvaða lið vinnur EM ? Holland.
Hvað ætlaru að eiga mörg börn ? Það er allt óákveðið…
Hver er síðastur útúr klefanum ? Ég kann að meta menn sem taka sér tíma í þetta. En Orra Sig og Krissa Rós leiðist pottþétt heima hjá sér því þeir eru alltaf síðastir
Með hvaða liði helduru með í ensku ? Vandræðalegt að segja það en ég styð víst Liverpool.
Hvort myndiru frekar spila með KA eða vera með sjáanlegt hor í ár ? Tæki horið á mig.
Hver er feimnastur í Þór ? Andri Albertsson, hann þarf ekki snaga inn í klefa. Ef hann mætir inn í klefa þá kemur hann klæddur og eftir æfingar er hann oftast fyrstur út. Hann á samt flottar gammósíur…
Hver er mesta egóið ? Ármann Pétur en hann hefur reyndar efni á því þar sem hann er bestur í öllu…óþolandi týpa
Hvernig myndiru fagna ef þú myndir skora á móti KA á 90 mín ? Ég myndi taka léttan trylling á þetta.
Með hvaða liði myndiru aldrei spila með ? Man. Utd…Þoli þá ekki.
Myndiru giftast fyrir peninga ? Nei.
Myndir þú deyja fyrir klúbbinn ? Ekki spurning!
Hvort myndir þú frekar vilja vera fastur á eyðieyju með Krilla eða engum ? Ég og Krilli myndum skemmta okkur konunglega saman. Hef heyrt að hann lumi á nokkrum góðum sögum af einhverjum píum sem hann hefur verið að hitta undanfarið, ég hef gaman af þannig sögum.
Hvaða lið vinnur Pepsi deildina ? Fimleikafélag Hafnafjarðar.
Toni málari er ? Væntanlega málari, því miður... Það hefði nefnilega verið snilld ef hann hefði verið pípari og gæti lagað sturturnar í klefanum okkar… Kannski hann gangi í málið?
Tweet
Hvađ er ţetta „Átján“ ?
Í ţennan reit skrifaru einfaldlega töluna átján, ţetta er til ađ koma í veg fyrir „spam“.
BB Code stuđningur er á -
Feitletrađ:
= [b]texti[/b]
Skáletrun:
= [i]texti[/i]
Undirlína:
= [u]texti[/u]
Linkur:
= [url=linkur]texti[/url]
| 1.273438
|
Á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar, www.safnahus.is er Skjalasafnið með fastan dálk þar sem leitað er eftir upplýsingum um gamlar myndir í eigu safnsins. Þessi mynd er ein þeirra og er spurt hvaða fólk sé á myndinni.
Einu upplýsingarnar sem fylgja myndinni eru að á bakhlið hennar stendur: „tekið við gamla hótelið“og að ljósmyndarinn er úr Vestmannaeyjum. Ekki er vitað hvaða hótel er átt við og ekki nöfnin á fólkinu.
Sá sem hefur einhverjar upplýsingar um myndina má gjarnan hafa samband í síma 430 7206 eða á netfangið firstname.lastname@example.org.
| 2.09375
|
Gerðu eitthvað fyrir plánetunni okkar, prenta þessa síðu ef þarf. Jafnvel lítil aðgerð getur gert mikla máli þegar milljónir manna að gera það!
Personal tools
For the public:
Ask your question
Press room
The EEA Web CMS works best with following browsers:
Internet Explorer is not recommended for the CMS area.
Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu, við getum sent þér nýjan.
Fara í aðalefni. |
Beint í leiðarkerfi vefsins
Subscribe to an always-updated RSS feed.
verkfræðingur við
EES Web Team
CMS Innskráning
Hugbúnaðaruppfærslur saga
Kóði fyrir hönnuði
Hressa þessa síðu
| 1.078125
|
Við aðstandendur erum oftar en ekki mjög upptekin að alkóhólistunum hvort þeir fari í meðferð, sæki AA fundi, fái sér trúnaðarmann, taki sporin o.s.fv. En við gleymum að líta í eigin barm, hvað gerum við þegar við komum í Al-Anon og fáum það einstaka tækifæri að vinna eftir Al-Anon leiðinni. Erum við að mæta á fundi í hverri viku, lesa, vinna og notfæra okkur; slagorðin, lesefnið, sporin, erfðavenjurnar, þjónustuhugtökin, taka að okkur þjónustu í deildinni eða fyrir samtökin o.s.fv.? Eða tökum við bara búta hér og þar en sinnum ekki til fullnustu öllum þáttunum?
Að vinna sporin er eitt og að tileinka sér þau er annað. Reynslan hefur sýnt að flestir félagar hafa byrjað á að vinna fyrstu þrjú sporin, helmingur þeirra sem hafa lokið við þau, heltast úr lestinni við fjórða til sjötta spor, einn þriðji heldur áfram við sjöunda til níunda spor og aðeins örfáir sem ljúka við tíunda og tólfta spor. Hver er ástæðan?
Í lesefni Al-Anon samtakanna er að finna margvíslegt efni um reynslusporin tólf og til að forðast misskilning þá nota Al-Anon félagar ekki lesefni AA samtakanna í sinni sporavinnu þó svo að Al-Anon samtökin hafi fengið sporin að láni frá AA samtökunum.
Í Leiðsögn til bata fæst einstakt tækifæri til að vinna ítarlega í 4. sporinu. Fáanleg á skrifstofunni og í deildum.
Hér er reynslusaga m.a. um heftið.
| 2.203125
|
Svíar ekki á HM í handbolta
Það dugði Svíum ekki að Kim Andersson ákvað að spila með þeim gegn Svartfellingum í dag
Sænska landsliðið í handknattleik tapaði í dag fyrir Svartfellingum með tveggja marka mun, 20-18, í síðari leik liðanna í umspili um sæti á HM á Spáni í janúar, en leikurinn fór fram í Podgorica.
Svartfellingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér þar með sæti á HM í fyrsta sinn. Svíar unnu fyrr leik liðanna í Svíþjóð um síðustu helgi með eins marks mun, 22-21, og því unnu Svartfellingar samanlagt með einu marki, 41-40. Það dugði ekki Svíum að stórstjarna þeirra, Kim Andersson, ákvað að spila með þeim í dag, en hann hafði ákveðið að sleppa báðum leikjunum. Eftir nauman sigur Svía í fyrr leiknum ákvað hann að gefa kost á sér í seinni leikinn, en Svartfellingar gættu hans vel.
Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á email@example.com
| 1.96875
|
Quest West End Serviced Apts er í Perth City Centre, Perth, Vestur-Ástralía, Ástralía
Ekki er boðið upp á aðgengi fyrir fatlaða á þessu hóteli. Vinsamlegast veldu annað hótel ef þú vilt bóka herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.
Verðið sem er sýnt hér er fyrir einn eða tvo í herbergi í eina nótt, eftir því hvað var valið. Vinsamlegast athugið að við innritun kann að vera krafist aukagjalds fyrir fleiri gesti, börn, aukarúm og annað tilfallandi.
Allt verð er birt með þeim fyrirvara að herbergin séu laus og hugsanlega leggur hótelið á einhverja skatta og gjöld sem eru ekki innifalin í verðinu. Í ákveðnum tilvikum gæti þurft að framvísa sérstökum skilríkjum til að fá tiltekið verð.
The country's fourth largest city and booming capital of Western Australia is sprawling, but downtown Perth proper is bounded by the Swan River and the Graham Farmer Freeway and easily covered on foot. Museums, galleries, shopping malls, and pedestrian precincts characterise the CBD, while parkland wanders along the riverfront. The downtown area also encompasses East Perth, a former industrial zone now converted to residential streets, and Northbridge, a restaurant and nightlife hotspot that is also home to Perth's Cultural Centre.sjá öll hótel í Perth
Meðaleinkunn í umsögnum um hótel á þessu svæði er 3,8. Frekari upplýsingar um umsagnir á Hotels.com er að finna á Algengar spurningar.
| 1.953125
|
Rafbókaútgáfan lestu.is stendur fyrir sýningu á þýsku kvikmyndinni Du darfst nicht länger schweigen í Bíó paradís. Sýningin hefst klukkan 20:00 sunnudaginn 20. nóvember, hægt er að nálgast miða á midi.is. Myndin er á þýsku með enskum texta. Hún er gerð eftir skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar, Morgunn lífsins, sem hefur nú verið endurútgefin allt í senn sem innbundin bók á prenti, sem rafbók hjá lestu.is og sem hljóðbók á hlusta.is. Inngang skrifar dr. Baldur Hafstað.
Du darfst nicht länger schweigen var frumsýnd 1955 í Þýskalandi og var jólamynd Gamla Bíós árið 1956, fékk hún góða dóma hér heima og erlendis. Það er óhætt að hvetja fólk til að sjá myndina, og ekki síður að kynna sér rithöfundinn Kristmann Guðmundsson, einkum og sér í lagi þegar verk hans eru gerð svo aðgengileg sem í tilviki þessarar þreföldu útgáfu lestu.is.
Back
| 1.929688
|
Góð leið til að eignast myndlist
Sumarleikur SafnaransTaktu þátt í sumarleik Safnarans og þú gætir eignast vegleg listaverk að kr. verðmæti 250.000,-
Meðal vinninga eru listaverk eftir:
Karólínu Lárusdóttur
Sigurjón Jóhannsson
Harald Bilson og
Sossu
Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig í Safnarann og greiða árgjaldið í safnarasjóðinn sem er kr. 12.000,-
Dregið verður á Menningarnótt 24. ágúst 2013.
Safnarinn er frábær leið til að eignast eigulega myndlist. Þú leggur inn 1000 kr. eða meira mánaðarlega í safnarasjóðinn og færð í staðinn eigulegt listaverk sem er að minnsta kosti virði þess sem lagt hefur verið inn á tímabilinu.
Einu sinni á ári eru nöfn hluta þátttakenda dregin út og þeir fá að velja verk úr sérstökum úrvalspotti Safnarans sem hefur að geyma mun dýrari verk. Nánari upplýsingar á www.safnarinn.is og hjá starfsfólki Gallerís Foldar.
Félagar í Safnarinn.is njóta einnig betri kjara hjá Galleríi Fold:
- 10% afsláttur á listaverkum í almennri sölu
- 15% afsláttur af innrömmun
- 20% afsláttur af verðmatsþjónustu
- Boðskort á sérstakar forsýningar
Fáðu upplýsingar hjá starfsfólki Gallerís Foldar um þessi frábæru kjör.
| 1.476563
|
Ég var að hlusta á þáttinn Rokkland í útvarpinu þar sem rætt var við þrjá meðlimi hljómsveitarinnar Gildrunnar frá Mosfellsbæ. Ólafur Páll stjórnandi kvartaði eitthvað yfir fjarveru Þórhalls bassaleikara og var honum þá bent á að Þórhallur væri búsettur austur á Eskifirði og lögregluvarðstjóri þar.
Upp í hugann kom slæmt mál frá því snemma árs 1997 að aðkomumaður að norðan gekk berserksgang á Eskifirði og ók meðal annars gaffallyftara á lögreglubíl með tveimur mönnum innanborðs og velti honum. Báðir lögreglumennirnir í bílnum slösuðust, annar þó mun meira og var einhverja mánuði frá vinnu af þeim sökum. Gárungarnir voru fljótir að taka við sér og voru lögreglumenn staðarins kallaðir gaffalbitar á eftir.
Nokkru eftir þetta var ég stödd á balli á Eskifirði og hitti þar Þórhall lögreglumann þar sem hann hélt uppi lögum og reglu á ballinu og spurði hann auðvitað hvað hann væri að gera þarna, hvort hann ætti ekki að liggja stórslasaður í rúminu heima?
”Nei nei, það er hinn gaffalbitinn sem liggur slasaður heima!”
sunnudagur, september 19, 2010
Ég var að hlusta á þáttinn Rokkland í útvarpinu þar sem rætt var við þrjá meðlimi hljómsveitarinnar Gildrunnar frá Mosfellsbæ. Ólafur Páll stjórnandi kvartaði eitthvað yfir fjarveru Þórhalls bassaleikara og var honum þá bent á að Þórhallur væri búsettur austur á Eskifirði og lögregluvarðstjóri þar.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 17:08
fimmtudagur, september 16, 2010
Ég var á ferð um Miklubrautina seinnipart fimmtudagsins. Það var þung umferð í báðar áttir og þegar ég nálgaðist gangbrautina við Skaftahlíð skipti yfir á rautt ljós fyrir umferðina til vesturs og ég stoppaði eins og lög gera ráð fyrir. Eftir það fóru fimm bílar framúr mér við gangbrautina og yfir á rauðu ljósi áður en sá sjötti staðnæmdist við hliðina á mér.
Það voru margir úti að aka í umferðinni í Reykjavík í dag!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 22:11
miðvikudagur, september 15, 2010
Nú er skýrsla Vistheimilanefndar um Reykjahlíð komin út. Ég efa það ekki að nefndin hafi unnið störf sín af kostgæfni og gert sitt besta til að sannleikurinn kæmi fram, en það er ekki alltaf nóg. Það er auðvelt að beita fólk þrýstingi svo ekki sé talað um að freista þess með mögulegum peningum. Í þessu ljósi verður að skoða skýrslur sumra þeirra aðila sem gáfu skýrslu fyrir Vistheimilanefnd, ekki síst þeirra aðila sem gáfu skýrslu eftir að farið var að tala um bætur í formi peninga.
Sjálf var ég á barnaheimilinu frá því snemma vors 1959 til hausts 1963 og átti þarna bestu stundir æsku minnar. Barnaheimilið að Reykjahlíð var heimili mitt á meðan ég ólst þar upp og þótt dvöl mín hafi ekki verið eilíf sæla, er ég sannfærð um að ævi mín hefði orðið öllu verri hefði ég alist upp hjá foreldrum mínum í sárri fátækt við vondar aðstæður í Reykjavík.
Þegar Rósa Svavarsdóttir kom fyrst fram í fjölmiðlum með ásakanir áhendur Sigríði Jónsdóttur og Ara Maronssyni (1911-1966) gaf hún mjög sterklega í skyn að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu og að hún og stöllur hennar hefðu orðið að festa sig við rúmstokkinn með beltum svo þeim yrði ekki rænt af Ara heitnum. Nú er ekki lengur talað um að festa sig við rúmstokkinn heldur er frásögnin orðin að belti og axlaböndum.
Reyndin er þessi. Stelpunum þótti Ari býsna stór og ruddalegur sem hann virkilega var. Og oft angaði hann af áfengi er hann kom í heimsókn þótt forstöðukonan byrjaði á að loka hann inni ef hann kom í þessu ástandi. Einn strákur á heimilinu sem er um sjö árum eldri en Rósa, skrökvaði því að stelpunum að Ari ætti það til að ræna litlum stelpum og stinga af með þær. Hann ráðlagði þeim því að festa sig með beltum við rúmstokkinn svo Ari gæti ekki náð þeim. Nú er þetta orðið að belti og axlaböndum.
Sjálfri fannst mér Ari leiðinlegur. Hann forðaðist krakkana, drykkfelldur og var fremur þumbaralegur í framkomu, ekki ósvipuð manngerð og Gunnar Huseby, en vei mér ef þessir menn hefðu nokkru sinni lagt hönd á börn. Nei, þeir voru frekar af þeirri gerðinni sem forðaði sér frá börnum.
Rósa hélt því fram í sjónvarpsviðtali að einhver sextán ára stelpa hefði verið send til vistunar í Reykjahlíð og sú hefði kennt henni að stela. Skrýtið! Ég var í Reykjahlíð á sama tíma og ég man ekki eftir neinni þjófóttri sextán ára stelpu sem hafði verið send þangað. Börn voru venjulega send í burtu þegar þau voru sextán ára, ekki öfugt. Einustu tilfellin sem börn voru á heimilinu eftir fimmtán ára aldur voru þegar börn ólust upp á barnaheimilinu og voru einfaldlega ekki farin þaðan. Á mínum tíma voru aðeins tvö börn þarna sem þetta átti við um, bæði strangheiðarleg og bindindissöm.
Allt tal Rósu um miða í rútuna sem hún hélt fram öðru sinni í sjónvarpi á miðvikudagskvöldið er bull. Krakkarnir í sveitinni notuðu enga miða í rútuna. Skólataskan var nægur farareyrir. Börn á leið í og úr skóla fóru einfaldlega í rútuna og fengu sér sæti.
Sigríður forstöðukona frá 1961 fær slæma dóma í skýrslunni. Nokkur börn eru neikvæð í hennar garð, þá helst Rósa Svavarsdóttir. Ég minnist hegðunar Sigríðar ekki sem harkalegt, heldur sem ákveðið. Hún lét ekkert vaða ofan í sig og þarf að svara fyrir það í dag hátt í hálfri öld síðar.
Ég ætla ekki að halda því fram að allt hafi verið fullkomið í Reykjahlíð, en það ágæta barnaheimili var eins fullkomið og efni og aðstæður gátu leyft því að vera.
Eftir að farið var að tala um bætur var auðvelt að fá fólk til að tala illa um æskuheimili mitt. Mitt í skýrslutökunum samþykkti Alþingi að greiða börnunum bætur. Þá var að vísu orðið of seint fyrir mig að sækja um bætur þar sem ég hafði tjáð mig opinberlega um heimilið áður, en ég hefði alveg getað hugsað mér að fá sex milljónir í bætur fyrir það ranglæti sem örlögin í formi foreldra sem þótti brennivínið gott, ollu mér.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:03
þriðjudagur, september 14, 2010
Ein ástæða þess hve illa hefur gengið að byggja upp Vestmannaeyjar að nýju eftir gosið 1973 eru samgöngurnar. Fólk sem var sífellt sjóveikt eða flughrætt átti mjög erfitt með að búa í Eyjum svo ekki sé talað um ef það leið sömuleiðis af innilokunarkennd á lítilli eyju þótt hátt sé til loft og glæsileg sýn til sjávar og fjalla. Ég er ekki viss um að þröng göng á sprungusvæði með hættu á eldgosum og jarðhræringum hefði hjálpað mikið upp á.
Með tilkomu Landeyjahafnar og þess mikla árangurs sem fyrstu vikurnar af Landeyjahöfn báru með sér, er ljóst að Landeyjahöfn er það sem koma skal. Með einungis rúmlega hálftíma ferð á milli lands og Eyja á Herjólfi ná þeir sem verst eru haldnir af sjóveiki vart að verða sjóveikir nema þá í haugabrælu.
Þessir byrjunarerfiðleikar sem há ferjusiglingum á milli lands og Eyja munu vonandi heyra sögunni til, kannski ekki strax, en alveg örugglega innan nokkurra ára. Sjálf er ég farin að hlakka til að geta skroppið dagsferð til Eyja þegar mér sýnist rétt eins og að skreppa vestur á Snæfellsnes eða á næsta fjall.
Það má vel vera að nauðsynlegt verði að lengja hafnargarðana eða gera einhverjar þær framkvæmdir sem koma í veg fyrir sandburð fyrir hafnargarðinn eins og hefur verið undanfarnar vikur, en til þess eru vandræðin að læra af þeim og gera betur næst.
Þá er ég sannfærð um að eftir að þessum byrjunarerfiðleikum lýkur, muni mannlífið í Eyjum blómstra sem aldrei fyrr og að Eyjamenn geti sannanlega haldið áfram að telja ”Norðurey” sem stærstu eyjuna í Vestmannaeyjum.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 22:53
mánudagur, september 13, 2010
Í eina tíð þótt ég ekkert betri en fjöldi annarra Íslendinga hvað fordóma varðar. Ég var sjálf uppfull af þeim og er kannski enn að einhverju leyti. Ég hefi þó lært ýmislegt, t.d. hætti ég með fordóma gagnvart hinsegin fólki þegar ég kom sjálf útúr skápnum og ég hefi aldrei getað skilið hvar eigi að setja mörk þess hvar eigi að setja mörkin þegar um kynþætti er að ræða, þ.e. ef setja á mörk á milli okkar og þeirra. Þess vegna er einfaldast að sleppa mörkunum og líta á alla sem jafningja.
Nú eru hafnar kynþáttaofsóknir á Íslandi. Íslenskir feðgar af kúbönskum uppruna eru flúnir land vegna aðgerða ofstækismanna. Ástandið er alvarlegt og ljóst að ef gerningsmönnunum verður ekki refsað af ítrustu hörku, en í samræmi við lagabókstafinn, munu kynþáttahatarar vaða uppi hér á landi í framtíðinni.
Bjóðum feðgunum aftur hingað aftur og stöndum vörð um þá og réttindi þeirra gegn hatursmönnum þeirra. Svo skulum við koma í veg fyrir fordómana og kennum þeim sem ala á fordómum, að skoðanir þeirra eru ekki æskilegar meðal siðaðs fólks.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 17:10
laugardagur, september 11, 2010
Nú hefur meirihluti þingmannanefndarinnar svokölluðu lagt til að fjórir fyrrum ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna brota í embætti í hruninu og að þeir verði dæmdir, ef ekki fyrir ráðherraábyrgð skv 4. gr laga um landsdóm, þá fyrir brot á 141. gr hegningarlaganna. Ég er þessu ósammála.
Það má vel vera að ég sé hlutdræg í málinu þar sem ég er málkunnug Björgvin Sigurðssyni en þekki Ingibjörgu Sólrúnu orðið sæmilega allt frá þeim tíma er hún stjórnaði Reykjavíkurborg með miklum sóma. Það breytir ekki því að ég tel málshöfðun fyrir landsdómi var mjög varhugaverðan kost í þessu tilfelli, ekki síst vegna þess að hrunið er afleiðing nýfrjálshyggjunnar og stjórnarstefnu ársins 2002 þegar bankarnir voru einkavinavæddir.
Það má vel vera að hægt verði að sakfella fjórmenningana fyrir landsdómi, en ég tel litlar líkur ef nokkrar á að slíkur dómur stæðist fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Þarna á að dæma fólk til refsingar fyrir einföldu dómstigi án möguleika á áfrýjun til æðra dómsstigs innanlands, en það er annað verra. Alþingi kærir ráðherrana, en skipar jafnframt meirihluta dómara í sama máli, en ég hélt að slíkur málatilbúningur væri ólöglegur með dómi mannréttindadómsstólsins fyrir tuttugu árum síðan.
Að ráðherrakærunum frátöldum er ég sammála niðurstöðu þingmannanefndarinnar að svo miklu leyti sem ég hefi lesið um málið.
P.s. Ætli fyrirsögn Moggans í kvöld hafi verið tilviljun eða gleymdi Mogginn Geir Haarde viljandi:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/11/alvarleg_vanraeksla_a_starfsskyldum/
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 21:32
föstudagur, september 10, 2010
Ég man eftir einum ágætum verkstjóra á næsta verkstæði við það sem ég var að vinna á fyrir einhverjum áratugum. Eitt sinn varð starfsmaður hjá honum fyrir því að klemmast alvarlega á hendi og úlnlið og leið hræðilega illa ef dæma mátti af sársaukaviðbrögðunum. Mikið fát greip verkstjórann og hann hóf að leita að einhverjum sem gæti keyrt hinn slasaða upp á slysadeild áður en einhver benti honum á að best væri að hringja beint í sjúkrabíl. Í framhaldi af kalli verkstjórans á sjúkrabíl komu fulltrúar frá lögreglu og Vinnueftirliti á staðinn og gerðu nauðsynlegar skoðanir og gerðu sína skýrslu.
Þetta atvik kom upp í hugann þegar ég heyrði af brunaslysi hjá veitingastofu KFC í Kópavogi á fimmtudagskvöldið.
Ekki ætla ég ásaka einn né neinn fyrir röngu viðbrögðin sem virðast hafa átt sér stað. Meginskýringin felst í ókunnugleika, ókunnugleika hverjum ber að tilkynna um slysið, en einnig ókunnugleika sem stafar af æfingaskorti. Hversu víða eru framkvæmdar neyðaræfingar á vinnustöðum á Íslandi? Hvernig hefðu vinnubrögðin orðið ef starfsfólkið á KFC hefði fengið nauðsynlega og rétta öryggisfræðslu er það hóf störf hjá fyrirtækinu? Hvað með öll hin fyrirtækin?
Hversu víða er til réttur búnaður á heimilum eða á vinnustöðum gegn brunaslysum, smáum eða stórum? Það eru vissulega víða til sjúkrakassar, en hversu víða eru til brunavarnarefni í sjúkrakössum, t.d. á veitingastöðum og annars staðar þar sem stöðugt er verið að bjástra með sjóðandi feiti og vatn?
Ég fullyrði að margir vinnustaðir og flest heimili séu án nauðsynlegs búnaðar gegn brunaslysum sem ættu þó að vera skylda á hverju heimili, sérstaklega þar sem börn eru. Þá er ég að tala um brunavarnarefni eins og BurnFree, BurnRelief og önnur slík efni og sem fást í flestum eða öllum apótekum.
Ég efast um að þessir fáu sem lesa bloggið mitt kíki í sjúkrakassann sinn og hlaupi svo út í apótek eftir nauðsynlegum efnum til að bæta öryggi barna sinna og annarra á heimilinu!
P.s. Það eru til ánægjulega undantekningar frá öryggisleysinu hjá nokkrum stórum vinnustöðum, t.d. hjá álverunum í Straumsvík og á Reyðarfirði auk OR og einhverra fleiri þar sem reynt er að minnka áhættuna eins og hægt er.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:19
miðvikudagur, september 08, 2010
Jón Gnarr er snillingur á sínu sviði. Það þarf ekki að grafa lengi til að sjá að hann var á réttri hillu sem leikari hvort heldur er í sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum og auglýsingagerðarmaður er hann af Guðs náð. Hver man ekki eftir Júdasi í frægum auglýsingum frá Símanum eða þá Lýð Oddssyni lottóverðlaunahafa? Þá má ekki gleyma Georg Bjarnfreðarsyni sem er með fimm háskólagráður frá Uppsala Universitet. Með öllum þessum hlutverkum hefur Jóni Gnarr tekist að ávinna sér sess í hjörtum íslensku þjóðarinnar svo eftir er tekið.
Það gerir ekki málin verri að Jón Gnarr var tengdasonur hins ágæta Jóhanns Gíslasonar, eins skemmtilegasta vélstjóra sem siglt hefur á skipum Eimskipafélags Íslands og var þar yfirvélstjóri í fjölda ára, en hann lést snögglega síðastliðið vor nokkru fyrir kosningarnar.
Nú má greina slæman afturkipp á íslenskum auglýsingamarkaði. Jón Gnarr hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi. Vafasamar auglýsingar hafa heltekið auglýsingatímana þar sem Steindi sýnir sínar verstu hliðar og Síminn lætur þekkta leikara drekka bensín af stút eins og sælgæti væri. Á sama tíma felst bætt hverfalýðræði í því að trésmiður í vesturbæ Reykjavíkur og fallkandídat í borgarstjórnarkosningum er gerður að formanni hverfarás Árbæjar og annar fallkandídat, sá úr Skerjafirðinum, er gerður að formanni hverfaráðs Kjalarness. Þá eru gjaldskrár borgarfyrirtækja miskunnarlaust hækkaðar af slíku miskunnarleysi undir stjórn Besta flokksins að verstu handrukkarar blikna í samanburði.
Af einhverjum ástæðum fæ ég á tilfinninguna að bæði íbúar Reykjavíkur og auglýsinga- og skemmtanamarkaðurinn hafi þurft að líða fyrir þessi vistaskipti Jóns Gnarr.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:17
þriðjudagur, september 07, 2010
Jenis av Rana er starfandi heimilislæknir í Færeyjum, formaður Miðflokksins á Straumey og áhrifamaður í sértrúarsöfnuði þar. Hann hefur nú gert okkur þann heiður að neita að sitja kvöldverðarboð til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar Jónínu Leósdóttur.
Þótt mér þyki miður að Jenis av Rana skuli hafa verið boðið í svo gott boð sem með þeim Jóhönnu og Jónínu, þá fagna ég því að hann skuli hafa afboðað sig við umrætt boð. Hann hefur ekki aðeins barist hatrammlega gegn mannréttindum í Færeyjum, heldur hefur hann og brotið gegn færeyskum barnaverndalögum sem kveða á um upplýsingaskyldu fólks sé brotið gegn þeim. Í því dæmi sem ég hefi heyrt um, ákvað hann að vernda söfnuð sinn gegn upplýsingaskyldunni er hann komst að því árið 2006 að fjölskyldufaðir hefði gert sig sekan um kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafði ekki samband við yfirvöld sem honum bar lögum samkvæmt að gera og stóð auk þess með föðurnum gegn kæru dótturinnar gegn honum.
Að slíkum viðbjóði af manneskju skuli vera boðið að sitja til borðs með forsætisráðherra okkar er móðgun við íslenska þjóð, en sem betur fer hafnaði hann sjálfur boðinu.
Daginn sem færeyska þjóðin losar sig við öfgamann sem Jenis av Rana úr sviðsljósi stjórnmálanna verður stór dagur fyrir mannréttindabaráttu fólks um allan heim.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:49
mánudagur, september 06, 2010
Þessa dagana er hvatt til þess á Facebook og víðar að fólk sameinist um að slá út lekaliðum sínum í fáeinar mínútur til að mótmæla verðhækkunum á rafmagni. Það að mótmæla með því að hætta að versla tiltekna vöru eða versla í tileknum verslunum er skiljanlegt, en þessi mótmæli eru samt öllu vafasamari.
Ef fjöldi fólks slær út lekaliðanum hjá sér í fáeinar mínútur verða áhrifin hverfandi, jafnvel þótt við ímyndum okkur að fimmtíu þúsund heimili á Reykjavíkursvæðinu slái út lekaliðanum hjá sér í hálftíma eða klukkutíma að kvöldi til. Einustu áhrifin sem það veldur eru að álagstoppurinn að kvöldi verður mun seinna en annars verður og því betri dreifing á sólarhringsnotkuninni fyrir dreifingaraðila rafmagnsins. Margir geta hinsvegar skapað sér vandræði, t.d. ef þeir gleyma að slökkva á borðtölvum og öðrum mjög viðkvæmum raftækjum áður en þeir slá út lekaliðanum svo ekki sé talað um blessaðar vekjaraklukkurnar sem margar fara í núllstillingu í hvert sinn sem rafmagnið fer af.
Það er einu sinni svo að hinir stóru notendur rafmagns eru miklu stærri í heildarnotkuninni en nokkrar ljósaperur. Um kvöldmatarleytið eru margar verksmiðjur og iðnfyrirtæki stopp en aðrar þar sem unnin er vaktavinna, munu ekki tefja framleiðsluna með slíku ótímabæru stoppi. Einn bræðsluofn í álveri er stærri en öll rafmagnsnotkun í Reykjavík og útsláttur á slíkum ofni hefur áhrif á rafkerfið, ekki aðeins í Reykjavík, heldur um land allt. Fáeinar ljósaperur segja ekkert í slíku sambandi, ekki einu sinni allar ljósaperur á Íslandi.
Því kostar það aðeins vandræði fyrir mótmælendur ætli þeir sér að mótmæla með því að slá út lekaliðanum. Það er því best að finna sér aðrar aðferðir til að mótmæla og sleppa lekaliðanum.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 15:19
sunnudagur, september 05, 2010
Gunnar Sigurjónsson prestur tjáði sig um starf biskups í sjónvarpsfréttum í kvöld, taldi orð hans klaufaleg en ekki svo að ástæða væri fyrir hann að segja af sér. Ég er sammála Gunnari um að biskup sé enginn sökudólgur í kynferðisbrotamálum meðal kirkjunnar þjóna. Klaufaskapur er hinsvegar réttlæting fyrir kröfu um afsögn.
Biskup tjáði sig ákaflega klaufalega í sjónvarpsviðtali um daginn um kynferðisbrotamál forvera síns í embætti og það er ekki nógu gott. Hann reyndi að sigla á milli skers og báru þegar nauðsynlegt var að taka skýra afstöðu gegn kynferðisafbrotum í þeim tilgangi að vernda látinn kollega sinn. Sá sem gegnir æðsta trúarlega embætti landsins verður að kunna skil á réttu og röngu og því brást biskup í þetta sinn. Það er um leið tæplega ástæða fyrir úrsögnum úr þjóðkirkjunni að fjölmiðlar hafi lagt kirkjuna í einelti eins og sá ágæti guðsmaður Örn Bárður Jónsson orðaði svo skemmtilega í messu sunnudagsins. Ástæðan er miklu fremur umræðan á Facebook og sú hjarðhegðun sem þar á sér stundum stað.
Eins og gefur að skilja var ekki búið að finna upp Facebook árið 1996 þegar síðustu fjöldaúrsagnir voru úr þjóðkirkjunni og sjálft netið reyndar enn að slíta barnsskónum. Þegar ofbeldisverk fyrrum biskups komust í hámæli öðru sinni fjórtán árum eftir hið fyrra hafði margt breyst í netheimum og auðvelt að kalla saman þjóðfund án atbeina fjölmiðla. Afleiðingin varð að fjöldaúrsögnum úr þjóðkirkjunni án þess að kirkja eða formlegir fjölmiðlar hefðu nokkuð um slíkt að segja.
Um það má svo deila hvort kirkjan verði nokkuð bættari með afsögn biskups þegar haft er í huga að einn þeirra sem stundum eru kallaðir svartstakkar er einmitt staðgengill biskups og vígslubiskup, séra Sigurður Sigurðsson í Skálholti.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 21:18
föstudagur, september 03, 2010
Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist fjölmiðlum frá Benedikt Jónssyni yfirmatreiðslumanni OR og birtist hér óbreytt:
Rangtúlkun fjölmiðla
Starfsfólk og aðbúnaður
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum þær fréttir að eldhús Orkuveitu Reykjavíkur sé ekkert nema bruðl og flottræfilsháttur. Starfsfólki eldhússins finnst nauðsynlegt að koma á framfæri leiðréttingu á þessari rangtúlkun. Hluti starfsfólksins hefur starfað í þessu eldhúsi frá því að það var sett á laggirnar í byrjun árs 2003 og veit því vel hvað þar hefur farið fram undanfarin ár.
Fyrst ber að leiðrétta að starfsmenn eldhússins eru samtalst 17 en ekki 31 eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Af þessum 17 eru 3 í hlutastarfi. Þessi starfsmannafjöldi skiptist á þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins sem eru Nesjavellir, Hellisheiði og Bæjarháls. Meðalfjöldi starfsmanna í hádegismat er 520.
Þegar ákveðið var að byggja eldhúsið á sínum tíma var haft að leiðarljósi að Orkuveitan myndi hætta að kaupa tilbúinn bakkamat en í staðinn skyldi allur matur eldaður á staðnum. Það yrði ódýrara, heilnæmara og auðveldara að stjórna gæðunum. Í eldhúsið voru keypt hefðbundin eldhústæki sem voru valin eftir opið útboð. Þau tæki sem urðu fyrir valinu eru ekki merkilegri en hver önnur eldhústæki í stóreldhúsum og sem dæmi eru ofnarnir hefðbundnir gufusteikingarofnar og eldavélin er orkusparandi spansuðuvél.
Í eldhúsinu er starfrækt vottað gæðakerfi þar sem öllum reglum er framfylgt og önnur sambærileg fyrirtæki hafa haft sem fyrirmynd. Það er því leiðinlegt að umræðan sé þannig að það sé kallað bruðl þegar aðeins er verið að framfylgja lögum um matvælaeftirlit og hollustuhætti. Fjöldi starfsmanna Orkuveitunnar vinnur við heitt og kalt vatn daglega og því mikilvægt að ekki komi upp matarsýking/eitrun sem gæti gert starfsmenn óhæfa við störf sín.
Mikill misskilningur er að þetta sé á einhvern hátt tölvustýrt eldhús. Ofnarnir eru tengdir við HACCP gæðakerfi sem skráir allar aðgerðir, mælir og geymir kjarnhitastig sem er mjög mikilvægt þegar verið er að steikja t.d. kjúkling sem þarf að ná ákveðnu hitastigi við eldun. Þeir sem ekki vita hvað HACCP merkir þá er það innra eftirlit með kerfisbundinni aðferð sem notuð er í þeim tilgangi að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla og að matvælin uppfylli að öðru leyti þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Innra eftirlit miðar að því koma í veg fyrir (þ.e. að fyrirbyggja) að matvæli skemmist eða mengist og geti þannig valdið heilsutjóni eins og matareitrun eða matarsýkingu.
Flestir ofnar hafa þennan möguleika á tölvutengingu en fáir matreiðslumenn hafa viljað tileinka sér þessa aðferð við skráningu mælinga og geymslu gagna, sem sagt enginn aukakostnaður við þetta aðeins hagræðing og meira öryggi við skráningu nauðsynlegra gagna. Í þessum ofnum er hægt að baka brauð eins og í flestum ofnum. Ekkert sérstakt bakarí er í eldhúsinu þó svo að öll brauð séu bökuð á staðnum og er það mikill sparnaður.
Myndbandið og leiðrétting á misfærslum
Myndbandið sem gert var um eldhúsið var að frumkvæði matreiðslumanna sem starfa í eldhúsinu. Mikill áhugi var á meðal fagfólks í matvælaiðnaði með að skoða aðstöðuna en erfitt þótti að sýna eldhúsið þar sem takmarkaður aðgangur var leyfður. Það má alveg deila um hvort það hafi verið nauðsynlegt eða ekki að gera myndbandið en tilgangurinn var sá að sýna öðrum fagmönnum hvernig eldhús OR var að gera hlutina. Kostnaður OR við myndbandið var 100 þús. kr og var vinna þess unnin að mestu í frítíma starfsmanna. Myndbandið hefur komið mörgum að góðum notum og álíka eldhús verið byggð á fyrirmynd þess, einkum vegna hagræðingar og góðra vinnuhátta.
Í myndbandinu er sýnt hvernig silungur er reyktur í hitaskáp. Þessi reykskápur er venjulegur hitaskápur sem ekkert stóreldhús getur verið án, þá má líka nota þessa skápa til þess að reykja fisk/kjöt ofl. Því er sú umræða um að keyptur hafi verið sérstakur reykskápur á villigötum.
Einnig hefur grænmetisþvottavélin fengið sinn skammt af gagnrýni. Það er grundvallarregla við meðhöndlun grænmetis og ávaxta að skola vel upp úr hreinu vatni áður en þess er neytt, minni eldhús geta notast við vask og handvirka salatvindu en í stóreldhúsum eru önnur lögmál. Þetta tæki hefur sparað mörg handtökin. Þeir vinnustaðir sem skola ekki sitt grænmeti bjóða hættunni heim vegna hættu á óæskilegum aðskotadýrum og örverum.
Í myndbandinu er sagt frá því að 15.000 gestir hafi þegið veitingar árið 2003. Stór hluti af þessum fjölda er tilkominn vegna vígslu höfuðstöðva fyrirtækisins árið 2003 þegar fyrirtækið var með opið hús fyrir almenning sem taldi 10.200 manns. Aðrir hópar gesta voru t.d grunnskólanemar, háskólanemar, eldri borgarar og fólk sem sótti vikulega deildarfundi. Árið 2009 var þessi fjöldi 3215 og árið 2010 er fjöldinn óverulegur.
Í kvöldfréttum stöðvar 2 þann 1. september var viðtal við matreiðslumann á veitingastað. Þar bar hann saman eldhúsið sitt við eldhús OR. Ekki er réttlátt að bera saman þessi tvö eldhús þar sem þau þjóna engan veginn sama tilgangi. Eldhús veitingastaða er allt annar flokkur eldhúsa en stór framleiðslueldhús og því á engan hátt hægt að bera saman þessi tvö eldhús vegna ólíkra aðferða.
Í sömu frétt er verið að bera saman eldhús OR við skólamötuneyti þar sem einn matreiðslumaður eldar fyrir 500 börn með ófullnægjandi aðstöðu. Vinnuumhverfið í eldhúsum skólanna ætti í raun frekar að vera fréttaefnið. Munurinn á eldhúsi OR og mörgum öðrum er fólgin í því að mikil áhersla er lögð á að maturinn er eldaður frá grunni á staðnum, engir tilbúnir réttir eru aðkeyptir, grænmetið er skorið og eldað á staðnum og áhersla lögð á hollustu og réttar matreiðsluaðferðir.
Starfsfólki eldhússins finnst afar dapurt að fjölmiðlar hafi dregið upp þá mynd af eldhúsinu að þar sé bruðlað í aðbúnaði og hráefni þegar meginmarkmið eldhússins hefur alltaf verið að fara eftir reglum um aðbúnað, hagkvæmni og aðferðir. Starfsfólkið telur að þessi góði vinnustaður hafi skaðast vegna rangs og óréttláts fréttaflutnings undanfarinna daga. Það er bæði rangt og óréttlátt að halda því fram að eldhúsið sé það sem mestu skiptir þegar rætt er um slæma fjárhagsstöðu Orkuveitunnar.
Fyrir hönd starfsfólks eldhúss Orkuveitu Reykjavíkur
Benedikt Jónsson
Yfirmatreiðslumeistari
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 21:19
fimmtudagur, september 02, 2010
Ég er ekki sátt. Kveðja Kristjáns Möller til handa landsmönnum síðustu mínutur sínar í ráðherraembætti er eins og hnífur í bak friðarsinna og kann ég honum engar þakkir fyrir. Það má vel vera að nýfrjálshyggjuþrjótarnir sem seldu útsæðið úr eigin garði á Suðurnesjum og eru nú á hvínandi kúpunni með stuðningi innfæddra fagni innilega komu þessa málaliðafyrirtækis til Suðurnesja, en þeir verða vonandi einir um það.
Reyndar grunar mig að ekki muni líða langur tími uns Suðurnesjamenn sjái einnig þvílíkan harmleik er verið að framkvæma með þessu glapræði og sjálf vona ég að jafnaðarmenn losi sig við fráfarandi samgönguráðherra úr liði sínu svo fljótt sem verða má eftir þessi svik við jafnaðarstefnuna og friðarvonir í heiminum.
Það er fleira sem gerir mig ósátta við ríkisstjórnina. Ég er ósátt við brotthvarf Rögnu Árnadóttur úr ríkisstjórn. Það má vera að einhverjum þyki sem sæti Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn sé málamiðlun svo hægt sé að skapa frið meðal VG. Þeir sem halda slíkt vaða villu og reyk. Fyrsta merki hins nýja klofnings meðal kattanna í VG er þingsályktunartillaga Ásmundar Einars gegn samningaviðræðunum um Evrópusambandið.
Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé í andarslitrunum nema til komi nýr stuðningur úr öðrum áttum en frá VG.
Því miður.
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 16:47
| 1.96875
|
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, fór í opinbera heimsókn til Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, þann 7. mars. Hann hitti einnig Jean Leonetti, evrópumálaráðherra, á vinnukvöldverði. Að auki hitti utanríkisráðherra Michel Rocard, en hann er sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna.
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið var eitt aðalumræðuefnið. Viðræðurnar hafa haldið áfram jafnt og þétt síðan þær hófust 26. júlí 2010, en þær byggja að mörgu leyti á aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Frakkland er jákvætt gagnvart aðild Íslands að ESB.
Málefni er snerta viðskiptatengsl landanna tveggja voru rædd, en þar má sérstaklega nefna Fransk-íslenska viðskiptaráðið. Ráðherrarnir sammæltust um að blása nýju lífi í þessi tengsl. Viðskiptaráðið verður endurvakið í næsta mánuði, með virku starfi bæði í Frakklandi og á Íslandi.
Ísland og Frakkland lýsa yfir vilja til að treysta samstarf sitt um málefni Norðurheimskautssvæðisins, sérstaklega þá rannsóknir á því sviði. Frakkland hefur komið sér upp sérþekkingu á sviðinu, sem á sér upphaf fyrir margt löngu og er víða viðurkennd. Fimm sameiginlegum verkefnum hefur verið ýtt úr vör:
Ráðstefna um Norðurheimskautssvæðið í París haustið 2012, undir formerkjum OECD, og samhliða ljósmyndasýning á verkum Ragnar Axelssonar.
Íslenskum vísindamönnum verður gert kleift að stunda rannsóknir á rannsóknarstöðvum Frakklands á Svalbarði og á Suðurskautslandinu.
Þátttaka franskra vísindamanna í rannsóknarverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins sem hýst eru á Íslandi (PAME - Protection of the Arctic Marine Environment working group og CAFF - Circumpolar Arctic Flora and Fauna). Einnig styrking samstarfsverkefna Frakklands og Íslands.
Viljayfirlýsing mun bráðlega vera undirrituð um samstarf milli Háskóla Akureyrar og Université Pierre et Marie Curie (UPCM).
Aðgengi íslenskra vísindamanna að stóru alþjóðlegu rannsóknarverkefni (ACCESS) í umsjá UPCM, fjármögnuðu af Evrópusambandinu, um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum.
Í málefnum Miðausturlanda voru ráðherrarnir að mestu leyti sammála, en þeir ræddu kjarnorkuáætlun Írana og ofbeldið sem almenningur verður fyrir af hálfu sýrlensku ríkisstjórnarinnar.
| 3.046875
|
Mikill áhugi á götuhokkí á Höfn
Skautadeild Sindra stendur nú fyrir götuhokkí æfingum og verða þær í Íþróttahúsi Heppuskóla. Ráðinn hefur verið þjálfari fyrir deildina og er það Snædís Bjarnadóttir sem hefur verið að spila íshokkí með Skautadeild Akureyrar. Snædís er Hornfirðingur, dóttir Bjarna Jónssonar starfsmans Ratsjárstofnunar og Jóönnu Sigurðardóttur. Síðasta vetur voru allt að 20 krakkar á aldrinum 10-14 ára að æfa hokkí hjá Skautadeild Sindra. Æfingar verða á miðviku- og mánudögum kl.15 í íþróttahúsinu en unnið er að því að finna framtíðarhúsnæði fyrir deildina. Götuhokkí er eins og íshokkí nema að í stað skauta eru notaðir hjólaskautar
Þeir sem hafa áhuga geta látið skrá sig í Íþróttahúsinu eða mæta á næstu æfingu sem verður miðvikudaginn í næstu viku kl.15. Þeir sem æfa þurfa að koma með kylfu og hjálm sem má vera hjólahjálmur.
| 2.53125
|
Fotis Kouvelis, leiđtogi Lýđrćđislega vinstrabandalagsins, sem er einn ţeirra ţriggja flokka, sem standa ađ ríkisstjórn Samaras, sagđi í viđtali viđ Skai-sjónvarpsstöđina í Grikkandi í morgun, ađ sú hćtta vćri ekki liđin hjá, ađ Grikkland yrđi ađ yfirgefa evrusvćđiđ. Kouvelis sagđi ađ Grikkir ţyrftu á ţví ađ halda ađ endursemja um lánaskilmála og lengingu á ţeim tíma, sem ţeir hafa fengiđ til ađ uppfylla skilyrđi lánveitenda. Hann sagđi jafnframt ađ ţetta yrđi ađ vinna međ samtölum viđ ađildarríkin en ekki ţríeykiđ, sem hann lýsti sem eins konar „milligöngu stofnun“.
Í gćr sagđi Guido Westerwelle, utanríkisráđherra Ţýzkalands hins vegar ađ frekari breytingar á lánaskilmálum kćmu ekki til greina og Wolfgang Schauble, fjármálaráđherra Ţýzkalands, sagđi í viđtali viđ franska dagblađiđ Le Figaro, ađ Grikkir ćttu ekki ađ víkja frá skuldbindingum sínum um kerfisbreytingar í Grikklandi.
Frá ţessu segir ekathimerini.
Skilabođunum hefur veriđ komiđ til skila.
Eitt af ţví sem fylgdi umsókn Íslands um ađlögun ađ ESB, var ađ hér mćtti ástunda flest ţađ sem mögulegt vćri til ađ auka stuđning viđ ađild. Athyglisvert er ađ íslensk stjórnvöld óskuđu sérstaklega eftir ađstođ viđ ađ sannfćra landsbúa um ágćti ađildar. Sem segir ađ stjórnvöld höfđu ekki trú á ađ ţau „tćkifćri“ sem fćlust í ađild dygđu til ađ sannfćra landsmenn.
Franskir tollverđir hafa gert upptćka 1,2 milljón skammta af gervi-aspiríni frá Kína.
Fyrrverandi menntamálaráđherra Grikklands, Anna Diamantopoulo, sem er úr PASOK, flokki sósíalista, sem stjórnađi Grikklandi í upphafi grísku kreppunnar, lýsti í gćr yfir áformum um ađ stofna nýjan flokk. Hún sagđi í viđtali viđ gríska ríkissjónvarpiđ ađ flokkur sósíalista vćri kominn ađ leiđarlokum. "
Michael D Higgins, forseti Írlands sagđi í gćr á alţjólegri ráđstefnu háskóla í Evrópu, sem haldin er í Háskóla Írlands (NUI Galway), ađ Evrópusambandiđ endurspegli ekki beztu hagsmuni fólksins í Evrópu. Hann gagnrýndi ESB fyrir ađ hafa of litla trú á vitsmunalegum hefđum (intellectual tradition) Evrópu.
Franskur dómstóll hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Christine Lagarde, forstjóri AGS og fyrrum fjármálaráđherra Frakklands skuli ekki hafa stöđu grunađs manns í hneykslismáli, sem varđar 400 milljón evra mútugreiđslur til stuđningsmann Nicholas Sarkozy, fyrrum forseta Frakklands. Ţetta kemur fram í Financial Times.
| 1.8125
|
Hvernig var dvölin á Brunnhóli?
Úr umsögnum "huldugesta" Better Business.
"Við fengum alla athygli og viðmót allt var mjög jákvætt og gott."
"Reyndar var herbergið miklu betra en ég átti von á. Það er e.t.v. vegna þess að í mínum huga stendur hugtakið "Gistiþjónusta bænda" fyrir þá þjónustu sem bændur veittu með því að bjóða ferðamönnum inná heimili sín. Þjónustan sem hér er í boði er mörgum "klössum" fyrri ofan það og því eru gæði herbergisins miklu meiri en væntingar okkar gerðu ráð fyrir."
"Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu mikið var af upplýsingum um þjónustuframboð annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðausturlandi. Vísbending um vilja til að starfa saman. Starfsmaður gaf sér góðan tíma til að fara yfir það sem er í boði á svæðinu, bæði nærsvæði og líka þjónustuframboð lengra í burtu."
"Allt var í góðu lagi og gestgjafinn mjög vinsamlegur og allt gert til að láta gestina finna sig velkomna."
"Hafði aldrei gist í bændagistingu en hafði heyrt eftir örðum gestum að það væri mjög notalegt. Við áttum mjög ánægjulega dvöl þarna og gætum vel hugsað okkur að koma aftur á þennan sama stað. Húsmóðirin var sú eina sem við hittum en áttum við hana ánægjulegar samræður um allt milli himins og jarðar. Hún er vel upplýst og er virk í sínu samfélagi sem og annars staðar."
| 1.992188
|
Tagline
A Comedy About the Journey Between Popping the Question and Tying the Knot.
Söguþráður
Þau Tom og Violet hafa ruglað saman reitum og ber ekki á öðru
en að þau eigi afar vel saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra
sé ólíkur. Að því kemur að Tom ákveður að biðja Violet að giftast
sér og hún þarf ekki að hugsa sig um áður en hún segir já. Þar
með eru þau trúlofuð.
En trúlofuninni fylgir sú pressa að allir, bæði vinir, fjölskylda og
aðrir ættingjar, vilja fá að vita hvenær sjálft brúðkaupið verður
haldið. Í fyrstu stefna þau Tom og Violet á að gifta sig innan árs
frá trúlofuninni en óvænt atvinnutilboð sem Violet fær frá fyrirtæki
í annarri borg framlengir þá áætlun í tvö ár.
Við fylgjumst síðan með hvernig þau Tom og Violet takast á við
nýjar aðstæður í nýrri borg undir stöðugri pressu frá frá vinum og
vandamönnum að ákveða brúðkaupsdaginn.
Þegar Violet býðst síðan að framlengja starfssamning sinn við
fyrirtækið sem hún vinnur hjá frestast brúðkaupsdagurinn enn
og aftur um óákveðinn tíma með óvæntum afleiðingum ...
Tengdar fréttir
13.05.2012Húmor og raunsæi í örlátri lengd
Er það einhvers staðar neglt niður í samningnum þegar Judd Apatow býr til bíómyndir að þær verði stöðugt að vera korteri til tuttugu mínútum lengri heldur en þær þurfa að vera? Án þess að gera lítið úr þeim merka manni og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann hefur haft á dramatískar gamanmyndir (og gamansamar dramamyndir) þá get ég hugsanlega talið upp svona þrjár...
10.05.2012Gangster Squad fær stiklu
Það er enginn smá leikhópur á ferðinni í glæpaepíkinni The Gangster Squad, en fyrsta stiklan fyrir myndina var að detta á netið. Berið kanónur á borð við Ryan Gosling, Sean Penn, Josh Brolin, Robert Patrick og Nick Nolte, að ógleymdri Emma Stone augum í henni hér fyrir neðan:
Myndin er byggð á viðamikli grein sem birt var í sjö hlutum í LA Times er fjallaði um...
Trailerar
Restricted trailer
Trailer
Umfjallanir
| 1.929688
|
86
skógmál Islands; hann hefir lagt góða undirstöðu, sem
framvegis verður bygt á; það var mikil hepni fyrir mál-
efnið að það varð hann sem átti að koma því i fram-
kvæmd.
Þegar slept er hinni persónulegu hlið skógmálsins,
þá er hin, sem snertir hlutinn sjálfan, og bendir hún til
fortíðarinnar. Þeir sem yrkja skóg, lifa bókstaflega á því,
sem fyrri tímarnir hafa afrekað; þeir eiga fortíðinni þökk
að gjalda. Reyndar verður skógyrkjumaðurinn oft að
hugsa um afglöp þau sem fortíðinni hafa orðið, en jafu-
framt verður hann að minnast þess, að það sem nú kem-
ur oss fyrir sjónir eins og afglöp, getur hafa haft sínar
orsakir, sem vér nú ekki þekkjum; þess vegna fer skóg-
fræðingurinn hægt og varlega i það að ásaka fortíðina.
Þegar maður er skógyrkjumaður, þá dugir ekki að horfa
aðgjörðalaust á fortíðina; skógmálið bcndir fram á við.
Með því að koma upp skógi vinnur maður fyrir framtíð-
ina. Þess vegna krefur skógarmálefnið þess, að menn
horfi út yfir ummörk þröngsýnnar eigingirni, að menn
hafi opið auga fyrir þörfum þjóðfélagsins. Sú þjóð, sem
á að hafa skógmál með höndum og vera þess megnug
að koma því áleiðis, hún verður að hafa náð vissu menn-
ingarstigi. Sagan sýnir, að þjóðin verði að vera töluvert
frjáls og að hún fyrir frelsið hafi náð almennum pólitisk-
um þroska, og að hún eigi sín á meðal menn, sem með
hlýjum huga bera alsherjargagn þjóðfélagsins fyrir brjósti.
Það verður að vera öflug þjóðfélagstilfinning, svo ekki sé
það regla, að einstaklingurinn reyni fyrst og fremst að ná
i svo mikið fé úr landssjóði sem frekast er unt. En það
er eitt skilyrðið enn fyrir því, að skógmál geti þróast
iram í þjóðfélagi. Það verður að hafa aðgang að sér-
þekkingu og kunna að færa sér hana í nyt. Um það
cinnig ber sagan vitni, að án sérþekkingar lendir skóg-
málið í stöðnun. Það má nú reyndar líka segja um
| 3.171875
|
Opnun áhugaljósmyndasýningar í Pakkhúsinu
Ljósmyndasýning áhugaljósmyndara í Pakkhúsinu
Í gær opnaði annað árið í röð glæsileg sýning áhugaljósmyndara í Pakkhúsinu. Ljósmyndararnir sem tóku þátt voru 41 talsins og eru yfir 400 myndir á sýningunni. 27 myndir frá 27 ljósmyndurum voru rammaðar inn og hanga á veggjum Pakkhússins, öðrum myndum er svo varpað upp á tjald. Sigurður Mar Halldórsson valdi inn myndir á sýninguna en þess má geta að um 600 myndir voru sendar inn. Um 40 mínútur tekur að skoða allar myndirnar sem varpað er upp með skjávarpa og inniheldur sú sýning 384 myndir. Þema sýningarinnar að þessu sinni er RÍKI VATNAJÖKULS. Upplýsingar og myndir af ljósmyndurum sem taka þátt er einnig hægt að sjá á sýningunni og er yngsti ljósmyndarinn 15 ára, en sá elsti 63 ára. Sýningin verður opin út mars mánuð alla daga nema laugardaga frá klukkan 16:00 til 19:00. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni.
| 1.820313
|
Háteigs-og Kelduskóli sigruðu
Sveitir Háteigs- og Kelduskóla báru sigur úr býtum á fyrra undanúrslitakvöldi Skrekks 2012, hæfileikakeppni grunnskólanna, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fulltrúar átta skóla öttu kappi, og var fimm manna dómnefnd á einu máli um að atriði þeirra hefðu öll verið með ágætum.
Sveit Kelduskóla fjallaði um vanda þeirra sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir, lið Háteigsskóla fjallaði um sálarmorð. Á morgun keppa fulltrúar átta annarra grunnskóla, en sjálf úrslitakeppnin verður mánudaginn 26. nóvember, eftir viku.
Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á firstname.lastname@example.org
| 1.03125
|
Hæ hæ skila kveðju til allra.
Til Halldórs Hermanssonar! Þú varst sá fyrsti af okkar árgangi (1934). Ég mun halda upp á mitt sjötugs afmæli 17 Júní. Kveðjur til Birgis Valdimarssonar, Ástvaldar Björnssonar og allra annara vina og kunningja. Jón S.
Gleðilegt ár öll sömul og vonandi hafið þið gott á nýju ári!:)
kvedja til allra å Isafirdi fæddir 60 tetta er fråbær sida
Fylgist reglulega með Vestfjörðum þó svo ekkert sé um að vera þarna fyrir utan einhver klögunarmál og ofstæki gegn köttum. Hvet ykkur til að skrifa í gestabók ofangreindar heimasíðu. Upp með ermarnar, þrykkið.
M.b.k, Snorri Blöndal, normal.
Það er alltaf jafn gaman að kíkja á heimaslóðir. BB er alveg frábært. Kærar kveðjur til allra, og þá alveg sérstaklega til 48 módelsins.
Gaman ad vera TIL.
Hie langadi bara ad senda kvedju frá Mexicosity. Gott ad hafa BB til ad fylgjast med. Kvedja Ásthildur.
Gleðilegt ár alle sammen
Sendi mínar bestu nýárskveðjur til allra vina og ættingja. Hafið það gott á nýja árinu. Kveðja, Jóna.
Skoða mánuð
| 1.210938
|
Ëska er eftir tilnefningum til SamfÚlagsverlauna FrÚttablasins 2011.
Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af m÷rkum til a bŠta Ýslenskt samfÚlag.
Skora er ß lesendur FrÚttablasins a senda inn tilnefningar um fˇlk og fÚlagasamt÷k sem eiga skili viringarvott fyrir verk sÝn.
Allir koma til greina, jafnt ˇ■ekktir einstaklingar sem vinna st÷rf sÝn Ý hljˇi, fÚlagasamt÷k ea ■jˇ■ekktir karlar og konur sem hafa
me gj÷rum sÝnum og framg÷ngu veri ÷rum fyrirmynd.
Skilafrestur er til minŠttis ■ann 21. febr˙ar.
SamfÚlagsverlaunin eru veitt Ý fimm flokkum:
Fylli ˙t formi hÚrna fyrir nean ea sendi tilnefningar me t÷lvupˇsti ß netfangi
email@example.com ea brÚfleiis merkt SamfÚlagsverlaun FrÚttablasins, SkaftahlÝ
24, 105 ReykjavÝk. Frestur til a skila inn tilnefningum rennur ˙t ß minŠtti ■ann 21. febr˙ar. Dˇmnefnd mun taka allar innsendar till÷gur til skounar.
SamfÚlagsverlaun FrÚttablasins vera veitt Ý aprÝl.
-
Hvunndagshetjan
Einstaklingur sem sřndi einstaka ˇeigingirni ea hugrekki, hvort sem ■a
var vi einn atbur ea me vinnu a ßkvenum mßlaflokki Ý lengri tÝma.
-
Frß kynslˇ til kynslˇar
HÚr koma til greina kennarar, leibeinendur, ■jßlfarar ea arir uppfrŠarar sem skara hafa fram ˙r ß einhvern hßtt. Einnig koma til greina fÚlagasamt÷k sem sinna b÷rnum af sÚrst÷kum metnai og al˙.
-
Til atl÷gu gegn fordˇmum
Einstaklingur ea fÚlagasamt÷k sem hafa unni ÷tullega a ■vÝ a eya fordˇmum Ý samfÚlaginu.
-
Heiursverlaun
Einstaklingur sem hefur helga lÝf sitt barßttu fyrir betra samfÚlagi.
-
SamfÚlagsverlaunin
FÚlagasamt÷k sem hafa unni fram˙rskarandi mann˙ar- ea nßtt˙ruverndarstarf og lagt sitt af
m÷rkum til a gera Ýslenskt samfÚlag betra fyrir okkur ÷ll. VerlaunafÚ fyrir sjßlf samfÚlagsverlaunin er ein milljˇn krˇna.
| 2.125
|
Septimius Severus
|Septimius Severus|
|Rómverskur keisari|
|Valdatími||193 – 211
með Caracalla (198 – 211),
með Geta (209 – 211)
|Fæddur||11. apríl 145|
|Fæðingarstaður||Leptis Magna|
|Dáinn||4. febrúar 211|
|Dánarstaður||Eboracum|
|Forveri||Didius Julianus|
|Eftirmaður||Caracalla og Geta|
|Maki/makar||Pacca Marciana,
Julia Domna
|Börn||Caracalla,
Geta
|Faðir||Publius Septimius Geta|
|Móðir||Fulvia Pia|
|Fæðingarnafn||Lucius Septimius Severus|
|Keisaranafn||Caesar Lucius Septimius Severus Pertinax Augustus|
|Ætt||Severíska ættin|
Lucius Septimius Severus (11. apríl 146 – 4. febrúar 211) var rómverskur herforingi og keisari frá 9. apríl 193 til 211. Hann var fæddur í Leptis Magna (á norðurströnd Líbíu) og var fyrsti keisarinn frá Norður-Afríku og fyrsti keisarinn af severísku ættinni.
Efnisyfirlit
Leiðin til valda[breyta]
Septimius Severus var fæddur í Leptis Magna á norðurströnd Afríku. Móðir hans var af ítölskum uppruna en faðir hans, Publius Septimius Geta, var af púnverskum uppruna og tilheyrði valdaætt af svæðinu. Fyrsta kona Severusar var einnig frá Leptis Magna og hét Pacca Marciana, þau giftust í kringum 175 en hún lést skömmu síðar. Annaðhvort árið 186 eða 187 giftist hann svo Juliu Domnu, sem var af valdaætt frá borginni Emesa í Syriu (Sýrlandi). Þau áttu saman tvo syni, Caracalla og Geta. Severus varð öldungaráðsmaður þegar Markús Árelíus var keisari og varð ræðismaður í valdatíð Commodusar. Árið 191 varð hann landstjóri í skattlandinu Pannoniu.
Ár keisaranna fimm[breyta]
Í mars 193 var Pertinax keisari drepinn af lífvarðasveitum sínum, eftir að hafa verið við völd í aðeins nokkra mánuði. Severus var þá fljótlega hylltur sem keisari af herdeildunum í Pannoniu, eða þann 9. apríl 193. Þrír aðrir menn voru þó einnig lýstir keisarar, á svipuðum tíma, víðs vegar í Rómaveldi; Didius Julianus í Róm, Percennius Niger í Syriu og Clodius Albinus í Brittanniu (Bretlandi). Árið 193 hefur af þessum sökum verið kallað ár keisaranna fimm. Severus byrjaði á því að bjóða Clodiusi Albinusi að ættleiða hann og gefa honum titilinn caesar (undirkeisari), sem Albinus samþykkti. Eftir það hélt hann til Rómar með herdeildir sínar. Didius Julianus hafði verið lýstur keisari af öldungaráðinu og lífvarðasveit keisarans í Róm og bjóst til að verja borgina gegn Severusi. Stuðningur við Julianus í borginni minnkaði þó jafnt og þétt og áður en langt um leið samþykkti öldungaráðið að lýsa Severus keisara og að dæma Julianus til dauða. Hermaður var sendur til keisarahallarinnar, þar sem hann fann Didius Julianus, yfirgefinn af stuðningsmönnum sínum, og drap hann. Þegar Severus kom til borgarinnar tók hann völdin því átakalaust.
Valdatími[breyta]
Átök við Percennius Niger[breyta]
Severus bætti nafninu Pertinax við opinbert keisaranfn sitt og hét þá fullu nafni Caesar Lucius Septimius Severus Pertinax Augustus. Einnig hefndi hann fyrir dauða Pertinax með því að láta drepa þá menn úr lífvarðasveit keisarans sem höfðu átt þátt í morðinu á honum. Eftir þetta hélt hann austur á bóginn til þess að mæta Percennius Niger. Hluti af herafla Severusar hóf árið 193 langt og blóðugt umsátur um borgina Býsantíum (núverandi Istanbul), sem var hliðholl Niger, og entist umsátrið í þrjú ár. Í mars árið 194 mættust Severus og Niger í bardaga við Issus í Anatólíu, þar sem Severus hafði um tvöfalt stærri her og bar sigurorð. Niger flúði bardagann en náðist nokkrum dögum síðar og var drepinn.
Eftir að hafa sigrað Niger hélt Severus austur til Efrat fljóts og réðst inn í lítið konungsríki sem hét Osrohene. Ástæðan var sú að ráðist hafði verið á borgina Nisibis við Efrat, sem Rómverjar réðu yfir. Severus innlimaði konungsríkið og gerði að skattlandinu Osrohena. Severus sneri aftur til Rómar árið 196 eftir að her hans hafði loks náð völdum í Býsantíum.
Átök við Clodius Albinus[breyta]
Severus hafði gert friðarsamning við Clodius Albinus, árið 193, á þeim forsendum að hann vantaði erfingja því synir hans væru of ungir. Árið 196 gerði Severus hins vegar elsta son sinn, Caracalla, að undirkeisara, og hafði þar með gert bandalagið við Albinus óþarft. Árið 197 hélt Severus með her gegn Albinusi og þeir mættust í bardaga við Lugdunum (núverandi Lyon). Bardaginn var harður og tvísýnn en á endanum sigraði Severus og tryggði sér þar með endanlega keisaratignina. Í kjölfarið sá Severus til þess að stuðningsmenn Nigers og Albinusar fengju að kenna á því og lét meðal annars taka 29 öldungaráðsmenn af lífi.
Stríð gegn Pörþum[breyta]
Sama ár hélt Severus í herferð gegn Pörþum þar sem þeir höfðu nú ráðist á borgina Nisibis. Severus náði borginni aftur á sitt vald og hélt þá inn í Parþíu og hertók höfuðborgina Ctesiphon í stuttan tíma. Borgin var rænd og talið er að um 100.000 íbúar hennar hafi verið hnepptir í þrældóm af rómverska hernum. Því næst hóf hann umsátur um borgina Hatra en hún stóðst umsátrið og Severus sneri því til baka inn á rómverskt landssvæði. Eftir þessa herferð var búið til nýtt skattland, sem fékk nafnið Mesopotamia og náði yfir lítið svæði austan Efrat fljótsins. Severus fór nú fyrst til Antiokkíu og ferðaðist svo um Palestínu og Egyptaland. Hann fór svo aftur til Rómar árið 202
Síðustu árin[breyta]
Árið 198 hafði Caracalla, sonur Severusar, verið gerður að með-keisara (augustus) og Severus hafði einnig fengið hann til þess að giftast dóttur lífvarðaforinga síns og helsta aðstoðarmanns, Publiu Fulviu Plautillu, dóttir, Gaiusar Fulviusar Plautianusar. Plautianus var mun valdameiri en aðstoðarmenn rómarkeisara voru almennt. Hann virðist t.d. hafa stjórnað að mestu hverjir fengu að hafa samskipti við keisarann. Einnig hafði hann orðið sér úti um mikil auðæfi, en hann var almennt ekki vel liðinn. Caracalla var aldrei ánægður með hjónabandið né tengdaföðurinn. Árið 205 ásakaði Caracalla Plautianus um að hafa verið að skipuleggja samsæri gegn Severusi. Hvort sem ásakanirnar voru sannar eða ekki trúði Severus þeim og Plautianus var tekinn af lífi.
Árið 208 var Severus orðinn rúmlega sextugur og veikburða af langvinnum veikindum. Engu að síður hélt hann í herferð til Caledoniu (Skotlands) með það að markmiði að leggja svæðið undir sitt vald. Báðir synir hans fylgdu honum í herferðinni. Árið 209 gerði Severus yngri son sinn, Geta, að með-keisara (augustus). Caracalla og Geta kom alls ekki saman en samt sem áður hafði Severus nú gert þá báða að erfingjum keisaratitilsins. Herferðin stóð yfir öll árin 209 og 210 en skilaði ekki tilsettum árangri. Septimius Severus lést svo í Eboracum (núverandi York) árið 211. Synir hans, Caracalla og Geta, tóku þá sameiginlega við stjórn ríkisins. Þeir blésu herferðina fljótlega af og héldu til Rómar.
Heimildir[breyta]
Scarre, Chris, Chronicle of the Roman Emperors, the Reign–by–Reign Record of the Rulers of Imperial Rome (London: Thames & Hudson, 1995).
|Fyrirrennari:
Didius Julianus
|Eftirmaður:
Caracalla og Geta
| 3.84375
|
- asdfgh
- Þriðjudagur, 10 Desember 2013 13:34
Af vef www.unric.org/is 10.desember 2013.
Navi Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna beinir spjótum sínum að rafrænum njósnum og drápum með mannleysum í yfirlýsingu á Mannréttindadaginn 10.desember.
“Við sjáum nú hvernig ný tækni greiðir fyrir mannréttindabrotum með skuggalegri skilvirkni 21.aldar. Umfangsmikið rafrænt eftirlit og söfnun upplýsinga er ógn við réttindi einstaklinga og frjálst og virkt borgaralegt samfélag” segir Navi Pillay Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
“Vopnuð mannleysum (drones) eru líka notuð, án eðlilegra lagalegrar málsmeðferðar til fjarstrýrðra árása á einstaklinga. Svo kallaðar “drápsvélar” –vopnakerfi sem geta valið skotmöðrk og gert árásir án mannlegrar íhlutunar eru ekki lengur vísindaskáldskapur heldur veruleiki.”
Mannréttindadagurinn er haldinn á ári hverju 10.desember til að minnast samþykktar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er einnig haldið upp á að tuttugu ár eru liðin frá Vínar-yfirlýsingunni og Aðgerðaáætlun hennar auk stofnunar embættis Mannréttindastjórans (OHCHR).
- asdfgh
- Mánudagur, 09 Desember 2013 15:40
Málþing í Þjóðminjasafni Íslands föstudaginn 13.desember
"Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum"
Kl.:13:30 - 16:00
Konur, Friður & Öryggi
Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa, Utanríkisráðuneytið, Rauði krossinn á Íslandi og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða til málþings þar sem veitt verður innsýn í störf aðila sem unnið hafa að jafnréttismálum, og þar af leiðandi friðaruppbyggingu, á stríðsátakasvæðum.
Fjórar konur sem unnið hafa erlendis á eigin vegum fyrir alþjóðastofnanir sem og á vegum Friðargæslu Íslands munu flytja erindi um störf sín. Einnig verða ræddar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttis- og friðarmála í þessu samhengi.
Málþingið er lokaþáttur 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi þetta árið.
Aðgangur ókeypis og öllum opinn.
- asdfgh
- Fimmtudagur, 05 Desember 2013 14:44
Globalis er gagnvirkur heimsatlas þar sem þú getur fengið kort og gröf að eigin óskum. Tilgangur Globalis er að bregða ljósi á hvað er líkt og ólíkt í samfélagi manna og hvernig við höfum áhrif á hnöttinn. Vefurinn er samvinnuverkefni Félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndunum.
Kynnið ykkur vefinn á slóðinni www.globalis.is
| 3.03125
|
Fréttaskýring: Hafa búið lengi við mjög kröpp kjör
„Í samanburði við önnur lönd stendur Ísland þó nokkuð vel, en við vitum að það er hér hópur sem stendur óskaplega illa og við þurfum að finna leiðir til að nálgast þann hóp því þessi almennu úrræði, þau duga ekki til,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi, evrópskra samtaka gegn fátækt.
Kreppan hefur nú varað í rúm þrjú ár og ljóst að margir búa við mjög kröpp kjör. Þegar líður að jólum bítur fátæktin jafnvel enn sárar en alla jafna enda má fjárhagurinn varla við þeim aukaútgjöldum sem felast í því að gera sér glaðan dag, hjá þeim sem minnst hafa milli handanna og eiga ekki upp á varasjóð að hlaupa.
Undirliggjandi skekkja í samfélaginu
Samkvæmt tölum sem OECD birti í október búa um 8,3% barna á Íslandi við fátækt, en undanfarin ár hefur barnafátækt mælst meiri en heildarfátækt hér á landi. Þeim sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fjölgað mjög frá hruni og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til einstaklinga hefur aukist um 62% frá 2006.
Á sama tíma fer þó ekki á milli mála að margir hafa það mjög gott þrátt fyrir kreppu, að minnsta kosti ef marka má aukna neyslu og jólagjafaverslunarferðir til útlanda sem dæmi. Aðspurð vill Vilborg ekki segja til um hvort gjáin í lífsgæðum almennings sé að breikka.
„Mín tilfinning er sú að það sé þarna hópur, sem var illa settur fyrir kreppu, og hann er verr settur í dag. Sumir hafa búið mjög lengi við kröpp kjör og stjórnvöld þurfa að beina úrræðum sérstaklega til þessa hóps.“ Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkur, er á sama máli. „Eftir hrunið hefur dregið svolítið saman með hópum á vissan máta, þannig að öfgarnar eru minni. En það sem er athyglisvert er að þetta er um það bil sami hópurinn fyrir hrun og eftir hrun sem við höfum einhvern veginn fastan í fátækt. Ég hallast að því að það sé einhver undirliggjandi skekkja í okkar samfélagi sem gerir það að verkum að í rauninni sé fátækt skipulögð, í þeim skilningi að við virðumst una því ágætlega sem þjóð að hafa lítinn hóp fátækan.“ Bjarni segir að þetta verði hins vegar að breytast. „Og við getum breytt þessu, vegna þess að við erum svo lánsöm að lifa í ríku samfélagi sem er yfirsjáanlegt. Við þekkjum hvert annað og fólkið sem lifir við skort á Íslandi er það fátt, nokkur þúsund manneskjur, að það er nánast hægt að banka upp á hjá þeim. Svo hvers vegna breytum við þessu ekki?“
Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir það árvissan atburð í desember að einstæðir foreldrar leiti til þeirra með áhyggjur af jólahaldinu. Það hafi aukist eftir hrun og fari síst minnkandi.
„Þetta er raunverulegur kvíði sem sækir að fólki og það er mjög erfitt því það getur smitast yfir á börnin. Ég held að núna hafi það verið strax í fyrri hluta október sem fór að bera á þessu, sem er óvenjusnemmt og sýnir bara að þetta hvílir þungt og lengi á fólki.“ Oktavía segir viðkvæmastan þann hóp sem búi við lágar tekjur og geti ekki sótt stuðning til ættingja.
Samfélagið vakir betur yfir þeim fátæku
Hjá sumum fari yfir helmingur teknanna í að hafa þak yfir höfuðið og þá sé lítið eftir til að mæta auknum útgjöldum. „Þó að einstæðir foreldrar fái húsaleigubætur þá er húsnæði samt svo dýrt. Það fæst engin þriggja herbergja íbúð á undir 150 þúsund kr. í dag og það er mjög erfitt fyrir fólk sem er með lægstu launin, á atvinnuleysisbótum eða framfærslu sveitarfélaga og þarf að sjá fyrir börnum.“
Þótt fátækt hafi dýpkað virðist kreppan þó hafa haft þær jákvæðu afleiðingar að opna á umræðuna og auka meðvitund fólks um fátækt, ef marka má reynsluna hjá Hjálparstarfi kirkjunar. Eftir að kreppan skall á held ég að samfélagið sé meira vakandi,“ segir Vilborg. „Núna má ræða þetta og það eru fleiri en áður sem vísa fólki til okkar, hringja fyrir fólk eða koma jafnvel með því. Ég held að það séu færri núna en áður sem við náum ekki til.“
Spurt&svarað
Hvað er fátækt?
Engin ein skilgreining er til á fátækt en í nútímasamfélagi er gjarnan talað um að fátækt felist í því að upplifa skort í samanburði við aðra. Fátækt stafi því ekki endilega af því að eitthvað vanti, heldur af því að samfélagslegum gæðum sé misskipt.
Við hvað er miðað?
Á Íslandi hafa ekki verið gerðar kerfisbundnar mælingar á fátækt, en Hagstofa Íslands notast við hugtakið lágtekjumörk og byggir á skilgreiningu Evrópusambandsins. Evrópusambandið reiknar fátækt þannig að einstaklingur skuli teljast fátækur ef tekjur hans eru lægri en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna landa hans. OECD miðar við 50%. Hagstofan áætlaði að árið 2010 lifðu 29.700 einstaklingar, eða 9,8% Íslendinga, undir lágtekjumörkum.
| 3.03125
|
This Is My Life Eurobandið
This is my life í flutningi Eurobandsins bar sigur úr býtum í Laugardagslögunumm, forkeppni Eurovision 2008. Höfundur lagsins er Örlygur Smári sem samdi m.a. Tell Me með Einari Ágústi og Telmu og Allt fyrir ástina með Páli Óskari en textinn við This Is My Life er eftir Pál.
| 2.046875
|
Þorgerður Einarsdóttir skrifar um andfemínistakvöld karlahópsins:
Karlahópur Femínistafélagsins hélt Hitt undir yfirskriftinni „Er í lagi að hata femínista?“ á Grand Rokk þriðjudagskvöldið 18. mars 2008. Erindi fluttu Katrín Oddsdóttir sérfræðingur í mannréttindum, Atli Gíslason alþingismaður og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi. Fundarstýra var Magga Pé.
Öll gerðu þau Katrín, Atli og Sóley neikvæða umræðu um femínisma aðumfjöllunarefni, ekki síst á netinu, og hvernig eigi að bregðast við. Katrín sagði að slíkt ofbeldistal, eða „hate speech“, væri ólöglegtsamkvæmt íslenskum lögum og alþjóðalögum og ætti aldrei rétt á sér. Hún sagði að ofbeldistalið virkaði, það hefði áhrif og mælti með því að það væri rakið og kært. Ef látið er óáreitt að fordæma femínista opnar það gluggann til að fordæma aðra hópa, sagði Katrín. Það var skondin tilviljun að sá fjandskapur sem var til umræðu minnti á sig í bókstaflegri merkingu á fundinum því Katrin var nokkrum sinnum trufluð í ræðu sinni af snyrtilegum og velklæddum herramanni, nokkuð við skál, sem var uppsigað við málflutning hennar. Hann hvarf fljótlega af vettvangi.
Bæði Atli og Sóley slógu á svipaða strengi og Katrín. Atli sagði að ógnanir um ofbeldi og líkamsárásir sem femínistar hafa fengið væru mjög alvarlegt mál og hvatti alla femínista til að tilkynna slíkt til lögreglu. Atli sagði hatursorðræðu í garð femínista merki um rökþrot gagnvart vinnandi málstað, það væri valdabarátta karla sem vilja halda í völd sín. Hann tók undir með Katrínu að barátta femínista ætti hliðstæður við barátta minnihlutahópa sem oft veldur andstöðu og fjandskap forréttindahópa, og nefndi sem dæmi eigin baráttu sem hersstöðvarandstæðings, friðarsinna og umhverfissinna. Atli lauk orðum sínum á að hatursumræðan væri í raun merki um árangur, hún væri vörn eða rökþrota örvænting tiltekinna hópa sem ekki geta mætt baráttunni meðrökum.
Sóley varpaði ljósi á orðræðuna um hinar meintu öfgar í femínismanum með sögum sem henni höfðu borist til eyrna af „þessari Sóleyju þarna…“ Í framhaldi af því spurði hún hvað væri svona öfgafullt við „þessa Sóleyju“? Er það heimasíðan hennar? Umræðan um kynbundið ofbeldi, launamun kynja, að karlar geti keypt konur? Umræðan um kynjakerfið? Þá rakti Sóley ýmis hollráð sem henni höfðu borist: „Það er ýmislegt til í því sem þú ert að segja, en ekki setja hlutina fram með svona miklu offorsi!“ Sóley taldi að öfgastimpillinn væri tæki til að þagga femínista og standa vörð um valdakerfi karla. Þann stimpil fá konur sem taka sér pláss og ögra valdakerfinu. Auðvitað hefur þetta áhrif, sagði Sóley, og hvatti til þess að femínistar héldu áfram að vera umdeildir, í því fælist ögrun sem hefði áhrif.
Líflegar umræður spunnust sem Magga Pé stjórnaði af röggsemi. Þar var víða komið við og margir tóku til máls. Mikið var rætt um skólakerfið og fræðslu um kynjamál til barna og unglinga, hvar innrætingin byrjar og hvaða leiðir séu færar til uppfræðslu. Baráttugleði sveif yfir vötnum og fullvissa um að hatursorðræðan láti undan síga rétt eins og hinn snyrtilegi holdgervingur kynjakerfisins sem hopaði og hvarf á braut í upphafi fundarins.
***
Smelltu hér til að skoða myndir frá kvöldinu
| 3.09375
|
Þú færð 1 ókeypis* nótt fyrir hverjar 10 gistinætur!
Staðsetning:
Rancho Banderas All Suite Resort Punta de Mita All Inclusive er við ströndina á svæði sem er kallað Riviera Nayarit í Cruz de Huanacaxtle. Í nágrenninu eru Destiladeras-ströndin og La Cruz torgið. Áhugaverðir staðir á svæðinu eru m. a. Riviera Nayarit bátahöfnin í La Cruz og Punta de Mita ströndin.
Kostir gististaðar.
Hægt er að panta á heildarverði, eða bara herbergið eitt og sér á staðnum sem er orlofssvæði með íbúðum. Inni í heildarverði eru máltíðir og drykkjarföng á veitingastöðum staðarins. Það kann að vera rukkað fyrir að snæða á ákveðnum veitingahúsum, fyrir sérstaka málsverði og rétti, suma drykki og aðra þjónustu.
Á Rancho Banderas All Suite Resort Punta de Mita All Inclusive eru útilaug, vatnsrennibraut og líkamsræktaraðstaða. Þráðlaus netaðgangur er í boði á almennum svæðum (gegn viðbótargjaldi) og aðgangur að interneti er til staðar. Staðurinn er orlofssvæði með íbúðum með öllu inniföldu og þar er bar við sundlaugarbakkann í boði. Í boði eru þjónusta gestastjóra, aðstoð við miða-/ferðakaup og brúðkaupsþjónusta ef gestir ráðfæra sig við starfsfólk. Á gististaðnum eru meðal annars verönd, fjöltyngt starfsfólk og gjafaverslun/sölustandur. Boðið er upp á ókeypis bílastæði.
Herbergi:
Í herbergjum eru svalir með húsgögnum með sjávarútsýni, útsýni að strönd eða útsýni að sundlaug. Á Rancho Banderas All Suite Resort Punta de Mita All Inclusive eru 49 herbergi með loftkælingu, í þeim eru geislaspilarar og öryggishólf. Gestir geta notað þráðlausa háhraðanettengingu fyrir aukagjald. Í herbergjum eru flatskjársjónvörp með úrvals kapalrásum og þessi sjónvörp eru með DVD-spilara. Á herbergjum eru skrifborð og símar. Þetta er 3,5 stjörnu orlofssvæði með íbúðum og í hverri einingu er eldhús með ísskápi í fullri stærð, örbylgjuofni, borðstofu og blandara. Til viðbótar eru í boði kaffivélar/tekatlar og hárblásarar. Auk þess er boðið upp á kvöldfrágang á hverju kvöldi, þrif eru í boði daglega og í boði er vakningarsímtal ef um það er beðið.
Mögulegt er að gjalds verði krafist fyrir aukagesti. Slíkt fer eftir stefnu hvers hótels fyrir sig.
Krafist er skilríkja með mynd og kreditkorts eða innborgunar við innritun vegna tilfallandi gjalda.
Það fer eftir framboði hverju sinni hvort hægt sé að verða við séróskum og þær gætu haft í för með sér aukagjald. Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við viðkomandi óskum.
Gestir geta bókað herbergi á Rancho Banderas All Suite Resort Punta de Mita All Inclusive á verði sem er annaðhvort fyrir herbergið stakt eða allt innifalið. Verð þar sem allt er innifalið eru hærri því að í þeim eru innifalin matur og drykkur á staðnum (sumar takmarkanir kunna að gilda).
Matur og drykkur
**Þessi þjónusta kann aðeins að vera í boði í sumum herbergjum eða einingum. Viðbótargjald kann að vera tekið fyrir tiltekna þjónustu.
Recreational amenities at the condominium resort include a waterslide and a health club.
Children under 11 years old are not allowed in the swimming pool without adult supervision.
The recreational activities listed below are available either on site or nearby; fees may apply.
Eftirfarandi gjöld og staðfestingargjöld eru innheimt af gististaðnum meðan á þjónustu stendur, við innritun eða útskráningu.
Listinn hér að ofan er e. t. v. ekki tæmandi. Gjöld og staðfestingargjöld geta verið gefin upp án skatts og geta verið breytingum háð.
Mögulegt er að gjalds verði krafist fyrir aukagesti. Slíkt fer eftir stefnu hvers hótels fyrir sig.
Krafist er skilríkja með mynd og kreditkorts eða innborgunar við innritun vegna tilfallandi gjalda.
Það fer eftir framboði hverju sinni hvort hægt sé að verða við séróskum og þær gætu haft í för með sér aukagjald. Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við viðkomandi óskum.
"Amazing place"
I highly recommend this place, my husband and I had an amazing time, food was great, service was amazing. We are planning on going back with the family!Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Hidden treasure with some surprises"
Rancho de Banderas is a modest hotel hidden away from the busy Puerto Vallarta life. My family and I were pleasantly surprised how far away it is from other hotels. Stay there will guarantee to give you serenity and break away from your daily life. If you're looking to party until morning and being able to get to the downtown in a matter of 10 minutes […] this will not be a good place for you. If you want to just be left alone, have a great time with your family and don't feel like being in a hotel that has it's on ZIP code, not be pestered and be a bit spoiled by the staff then get your room without looking for anything else. You simply won't find such place in close proximity (45min to airport, 30min to downtown) to life and yet feel lucky enough to feel hospitality of 150max people hotel. We sometimes felt like we were on a small island, no kidding, it's very safe and very quiet after 11:00pm. We'll definitely go back again. Lesa meiraÓsvikin umsögn gesta á Expedia
"Great views but that's about all"
The place has great views of the bay, but if you want good service you better stay somewhere else.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"last minute trip"
hotel was great, great for kids. My only complaint was that lunch took almost a hour after we ordered some pretty basic food. For a all inclusive package the food was really good, no buffets all cooked to ordered. I would go back here for a couple days for sureÓsvikin umsögn gests á Hotels.com
"Punta Mita Holiday"
We had a great time, beautiful beach, cool clear water, great hotel with friendly folks and good food. BTW they change the menu everyday so, you won't get bored.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
"Wonderful!"
Wonderful location. Staff fantastic. Only bad thing was the second bedroom only had two single beds.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
"Paradise"
Very relaxing hotel. We had an ocean view villa and would go back to this hotel anytime. We went all inclusive and do not regret it. Food and beverage very expensive. Loved service on the beach.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
"une magnifique découverte"
vous n'aimez pas les barres d'immeubles les sports aquatiques bruyants les buffets pantagruéliques venez ici. Entre bucerias et punta de mita a 20 minutes en taxi de puerto vallarta bus toutes les dix minutes une plage longue et magnifique un petit hotel charmant propre aux accents déco mexicains, un service impeccable et personnalisé, le pacifique […] a vos pieds, une piscine a trois niveaux, les chambres 40 m2 une grande terrasse sur mer pour admirer les lever coucher de soleil magnifiques et la chambre sur des jardins fleuris. literie, salle de bain, clim tout est parfait.2 tv et dvd que vous ne regarderez pas de toute façon. Une restauration par un chef inventif sur des valeurs culinaires traditionnelles avec des produits de grande qualité.un TRES grand moment.Allez y. Lesa meiraÓsvikin umsögn gests á Hotels.com
Me encanto el hotel, lo mejor fue reservar a través de hoteles.com. varios de mis amigos reservaron directamente con el hotel, pagaron lo mismo que yo, pero ellos no tenían todo incluido....Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Dos observaciones"
Solo agrego dos comentarios: te cobran por el uso de computadora-internet. Normalmente este servicio está incluido en un resort de 4 o 5 estrellas. Y la cama no es la más cómoda, amanecí con dolor de espalda. Por lo demás el staff tiene excelente actitud de servicio y esta en buena ubicación.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
Umsagnir og einkunnagjöf á þessari síðu eru huglægar skoðanir viðskiptavina og birgja, þær eru ekki kynning eða endurspeglun á afstöðu Hotels.com. Hvorki Hotels.com né þeir aðilar sem eiga hlut í því að láta í té umsagnir skulu teljast ábyrgir fyrir hvers konar skaða sem kann að hljótast af notkun þessara umsagna.
Við vöktum nú þetta hótel á ferðadögum þínum
( - )
| 1.664063
|
Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem var um margt mjög áhugaverð. Í ræðu sinni fór hv. þingmaður vel yfir hversu illa undirbúið og ruglingslegt ferlið væri varðandi stofnanir sem heyra undir þau ráðuneyti sem verið er að breyta og hringla með, hversu óskýr verkaskiptingin væri og óljóst hvar forræðið yfir þessum stofnunum og verkefnum þeirra yrði í framtíðinni. Hv. þingmaður nefndi sérstaklega Siglingamálastofnun og vandamálin varðandi hvar vista ætti norðurslóðaverkefnin, hvort þau ættu allt í einu að eiga heima undir utanríkisráðuneyti, ef ég skildi hv. þingmann rétt.
Það minnti mig á annað mál sem var pólitískt áherslumál annars ríkisstjórnarflokksins eins og þetta mál. Það var niðurlagning Varnarmálastofnunar og var haldið af stað í þann leiðangur með strax á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar. Ég og fleiri þingmenn gagnrýndum það verklag að stofnunin skyldi strax lögð niður með dynk og stæl og miklum hvelli og síðan tóku menn að undirbúa hvert þau blessuð verkefni sem stofnunin hafði á sínu borði ættu að fara. Í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um daginn var einmitt verið að ræða að það tímabundna samkomulag sem enn er á milli innanríkis- og utanríkisráðuneytanna hefði gengið ákaflega vel.
Því vildi ég spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála mér um að svo virðist vera í þessu máli sem og í svo mörgum að það snúi allt á hvolf, að slík séu vinnubrögðin hjá stjórnarflokkunum. Getur þingmaðurinn verið mér sammála um að það hefði kannski fyrst átt að byrja á því að hugsa um hvert þessi verkefni ættu að fara og ráðast svo (Forseti hringir.) í breytingarnar?
| 1.359375
|
Ágæta Íslandssól.
Einu sinni var þessi vefur vettvangur skoðanaskipta um allskonar málefni. Nú er hann orðinn vettvangur karla sem meira og minna stunda það að mæra hvern annan í misskilinni karlmennsku. Karlmennsku sem þeir telja að felist í því að tala niður til kvenna hver tilvist þeirra þeir telja að sé að þjóna karlkyninu, sama hvað.
Það eru undantekningar á vefnum sem ég virði mjög en ég hreinlega nenni alltaf minna og minna að ræða við þetta fólk. Það gerir mér svo innilega gramt í geði að fá á því staðfestingu hvað eftir annað hvað þessi hópur hér á vefnum er að meðatali hrikalega klikkaður.
Kæra Óradís.
Þegar viðmælandinn er ekki lengur sammála þýðir það ekki að hann er á móti, einfaldlega að hann er ekki sammála þeirri skoðun sem þú heldur. Á meðan við getum talað saman í bróðerni, erum við ennþá vinir, þó við höldum hver sinni skoðun.
Ég er oft gáttaður á þeirri heimsku sem ég tel mig sjá í skrifum málverja, og það er öruggt að sumum ykkar þykir það sama um mín skrif. En það er einmitt þessi mismunur í skoðunum okkar sem gefur okkur möguleika á að læra um annað fólk.
Vonandi er komið að þáttaskilum fyrir femínisma í heiminum; ég vona að við öll lítum vel í saumana á þeim staðhæfingum sem við heyrum úr þeim búðum (og öðrum) og gerum upp okkar eigin hug í stað þess að láta tilfinningaáróður feykja skoðunum okkar í andstæða átt við það sem við vitum er rétt.
Amen kæra Óradís, finnst einmitt sorglegt hvernig þessar karlómyndir hérna tala um konur og hvernig þeir réttlæta með eigin heimsku hamingjusömu hóruna.
Strákar jú hafa verið að selja sig engu síður en konur og þeir lýsa líka hvernig þetta "vændið" hafi eyðilagt líf þeirra,þeir eru að engu síður brotnar sálir eftir að hafa losað sig úr vændinu.Þeir upplifa skömm,sorg,niðurlægingu,vonleysi og viðbjóð alveg eins og konur gera þegar þær losa sig úr viðjum vændisins.
Til nokkura ára var ég hjákona gifts mann sem er fertugur það tók mig langan tíma að skilja það að þessi maður hafði aldrei verið hrifinn af mér og hvað þá líkað við mig.Allavega þá sagði hann aldrei neitt við mig sem gaf til kynna að honum þætti vænt um mig,ég var ekki til fyrir honum nema þegar honum hentaði að koma til að geraða.Sárt já það var það, hann afrekaði að giftast og eignast 2 börn meðan hann var með mér sem sagði mér meira en þúsund orð um hvað hann áleit mig vera,sárt já þegar maður var fallin í þessa gildru að vera hrifin af honum.En góðir tímar koma oft þegar maður hefur átt erfitt og ég veit að ég á eftir að kynnast manni sem kemur til með að virða mig og sjá mig sem sína konu.
Hrafnkell þessar giftu konur sem stunda vændi eru ekki að gera það vegna þess að þeim þykir gott að sofa hjá heldur eru þær að þessu til að fjármagna eigin neyslu,og þær eru að engu síður líka brotnar sálir.Konur í vændi segja að þær séu hamingjusamar og segjar vera sáttar en það er bara blekking og ekkert annað,þær segja það sem þær vilja að "karlar" heyri.....
Íslandsól
Hvers vegna heldur þú að afstaða þeirra sem “losa sig úr vændinu” sé skömm, sorg, niðurlægjing, vonleysi, og viðbjóður? Kanski af því að þú og aðrir hafið þetta viðhorf gagnvart vændisfólki. Ykkur þykir það skammarlegt, sorglegt, niðurlægjandi, vonlaust, viðbjóðslegt. Og á meðan það er afstaða þjóðfélagsinns til þessa þjóðfélagshóps, er einkennilegt að þeim líði þannig?
Þú er frelsispostulinn sem villt þrengja þínum þrönga móral á alla aðra og kallar þá “viðbjóðslega” ef þeir voga sér að hafa kynlífslanganir sem eru ekki “réttar”. Þú þykist þekkja hug allra og að enginn geti mögulega haft gaman eða gott af vændi vegna þess að þér þykir kynlíf gegn borgun ógeðslegt.
Jafnvel þegar þú sérð fólk (lesist konur) segja þér að þeim líki við vændistarfið, þá neitar þú samt og heldur því fram að vesalings konan sé svo mikill væskill að hún segi bara það sem karlar vilji heyra. Konur eru svo gersamlega viljalausar dúkkur að þær geta ekki sagt satt um vændi, nema þegar þær eru á móti því!
Það er sorglegt að þú hafir haft slæma reynslu af að deita giftann mann, en það gerir ekki kynlíf að einhverju böli, ekki heldur þegar greitt er fyrir það. Það hjálpar þér ekki að dröslast með biturð og sárindi úr fyrrverandi sambandi og nota það til að mæla og dæma heiminn. Við upplifum öll að vera særð og finnast við leidd á asnaeyrum, en ætti það að vera til þess að við hættum að elska? Hættum að treysta?
Ekki allar hórur eru í dópneyslu, fátækt, eða “mannsali”, og enn einu sinni:EF ÞETTA
(dópneysla, fátækt, mannsal) ERU ÁSTÆÐUR EINSTAKLINGS FYRIR AÐ STUNDA VÆNDI, ER NÆR AÐ TAKA Á VANDAMÁLINU, SEM ER FÁTÆKT, NEYSLA EÐA MANNSAL, Í STAÐ ÞESS AÐ SLÁTRA VIÐURVÆRI ÞESSA FÓLKS!
| 1.835938
|
News
VATNSMÝRI / 102 REYKJAVÍK - NIÐURSTÖÐUR ÚR HUGMYNDASAMKEPPNI- SÝNING - UPPBOÐ OG VIÐBURÐIR
Keppnin hófst í lok mars 2007 og var þátttaka heimil fagfólki í arkitektúr og skipulagi um allan heim. Mikill áhugi reyndist vera á keppninni enda óvenjulegt að kallað sé eftir hugmyndum um svo stórt svæði nálægt miðbæjarkjarna höfuðborgar. Alls bárust 136 tillögur víðs vegar að úr heiminum. Keppendur höfðu aðgang að umfangsmiklum gögnum um skipulagsforsendur svæðisins, ásamt skýrslum um samráð við borgarbúa og hagsmunaaðila um þá möguleika sem Vatnsmýri kynni að bjóða upp á. Í forsendum var ekki tekin afstaða til þess hvort flugvöllur væri áfram á svæðinu heldur kallað eftir hugmyndum um þróunarmöguleika.
Dómnefnd var skipuð þremur borgarfulltrúum og fjórum valinkunnum fagmönnum á sviði skipulags og uppbyggingar. Formaður dómnefndar var Dagur B. Eggertsson en auk hans sátu í dómnefnd borgarfulltrúarnir Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Aðrir í dómnefnd voru Joan Busquets, prófessor í borgarskipulagi við Harvard háskóla, fyrrum skipulagsstjóri í Barcelona og arkitektarnir Steve Christer, Reykjavík, Kees Kaan, Rotterdam og Hildebrand Machleidt, Berlín en Busquets og Machleidt hafa langa reynslu af skipulagi stórra borgarhluta, m.a. svæða þar sem flugvellir hafa vikið fyrir byggð.
Samhliða sýningunni er gefin út vegleg bók með öllum tillögum.
Í tengslum við sýninguna verða ýmsir viðburðir í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi.
Að kvöldi sýningaropnunardags, þann 14.febrúar kl. 20:00 verður opið “uppboð” á lóðum í Vatnsmýr með hliðsjón af vinningstillögu undir umsjón Guju Daggar Hauksdóttur arkitekts og sýningarstjóra.
Föstudaginn 15.febrúar kl. 16:00, munu verðlaunahafar kynna tillögur sínar og dómnefnd gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Að því búnu verður opnað fyrir umræður um framtíðarsýn og skipulag borgar í Vatnsmýrinni.
Laugardaginn 16.febrúar kl. 14:00 mun Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt og sýningarstjóri annast leiðsögn um sýninguna.
Sunnudaginn 17.febrúar kl. 14:00 mun Steve Christer arkitekt og dómnefndarmaður annast leiðsögn um sýninguna
Fimmtudaginn 21.febrúar kl. 17:00 mun Massimo Santanicchia arktitekt halda fyrirlestur um fagurfræði og tíðaranda í skipulagi borga.
Print Go back
Sýningin á tillögunum verður opin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 14-21 febrúar og eftir það í upplýsingaskála Skipulags-og byggingarsviðs, Borgartúni 3, á opnunartíma sviðsins.
| 2.078125
|
Allar þvottastöðvar lokaðar á Akureyri
Allar þvottastöðvar eru lokaðar á Akureyri vegna vatnsskorts. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Akureyringar verið beðnir að um spara kalda vatnið þar sem sem vatnsstaða í miðlunargeymum er komin niður fyrir öryggismörk. Samkvæmt upplýsingum frá Norðurorku hafa bæjarbúar svarað kallinu vel frá fyrirtækinu síðasta sólarhringinn og vatnsstaðan mun vera komin yfir öryggismörk.
Ekki er reiknað með að fara þurfi þá leið að skammta bæjarbúum vatn samkvæmt upplýsingum Norðurorku en hins vegar eru miklir þurrkar framundan og því allt óljóst. Þá er óvíst hvenær bæjarbúar geta skolað af bílum sínum á ný.
| 2.078125
|
“On the cover of the Rolling Stone”, skiljið þetta endilega sem yfirlýsingu um vilja minn til að víkka umræðusviðið hérna, bæði aftur í tíman eða út í það sem er kannski álitið soft-rock. Síðan er spurningin:“Hve hallærislegur verður þú álitin hafa verið í framtíðinni?” Vanmetnasta hljómsveit allra tíma: Duran Duran er að snúa aftur í upprunalegri mynd.
| 1.125
|
Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12009
Orkubúskapur Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi
Energy balance in Jökulsárlón at Breiðamerkursandur
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls. Þess varð fyrst vart á fjórða áratug síðustu aldar og er nú þegar orðið dýpsta stöðuvatn landsins og dýpkar stöðugt eftir því sem jökullinn hopar. Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi um skamman veg til sjávar. Sökum þess hversu stórt lónið er þá sest framburður úr jöklinum að stærstum hluta til þar, í stað þess að berast með ánni á haf út. Árframburðurinn nær því ekki að sporna við ágangi sjávar sem brýtur af strandlínunni og hefur hún rofist um mörg hundruð metra á síðustu öld. Landris hefur þó að hluta náð að vega upp á móti þessari þróun þannig að vegstæði hringvegarins, sem liggur á mjóu hafti milli lóns og sjávar, stafar ekki hætta af rofinu á allra næstu árum. Sjávarfalla gætir í Jökulsárlóni en á flóði streymir hlýr og saltur sjór inn í lónið eftir farvegi Jökulsár sem er einungis um nokkur hundruð metra langur. Síðan streymir kaldara vatn til sjávar úr lóninu. Á þennan hátt berst varmi til lónsins sem bræðir ís sem kelft hefur frá sporði Breiðamerkurjökuls. Aðeins stopular mælingar eru til um rennsli inn og út úr lóninu en með mælingum á hitastigi sjávar sem streymir inn í Jökulsárlón og hins vegar frárennslis út úr lóninu má meta hve mikil varmaorka fer í að bræða ís í lóninu, að gefnum forsendum um rennsli. Um þetta er fjallað í ritgerðinni og þannig lögð drög að frekari rannsóknum á varmabúskap lónsins.
Jökulsárlón at Breiðamerkursandur is a glacial lagoon at the terminus of Breiðamerkurjökull. It started to form in the 1930’s and has already become Iceland’s deepest lake. Jökulsárlón is constantly getting deeper as the glacier retreats. Jökulsá á Breiðamerkursandur runs from the lagoon over a short distance to sea. Most of the sediments from the glacier settle in the lagoon itself instead of being transported out to the ocean by the Jökulsá river. The sediment load can therefore not hinder the ongoing ocean erosion of the coastline, which has been eroded by hundreds of meters in the last century. Ongoing uplift of land due to glacier melting in the area has partly been able to slow down this process. Jökulsá river is only a few hundred meters long and during high tide, warm and salty seawater flows into the lagoon. Colder water flows out of the lagoon back to sea. The lagoon receives thermal energy this way that melts the icebergs that have calved from the terminus of Breiðamerkurjökull. No continuous measurements exist for the inflow and of the water flowing from the lagoon but by measuring the heat of the seawater flowing into Jökulsárlón and of the outflow water from it, it‘s possible to estimate how much thermal energy is present to melt the icebergs in the lagoon, according to an estimated inflow. This is the main subject of this thesis which makes a foundation to further research on the energy balance in the lagoon.
| 3.109375
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8635
Próffræðilegir eiginleikar BADS: Áhrif hreyfingar á þunglyndi og kvíða
Á síðustu árum hefur áhugi beinst í auknum mæli að áhrifum athafnasemismeðferðar við þunglyndi en sú meðferð felst í að auka almenna virkni og að brjóta upp neikvætt hegðunarmunstur. Tilgangur rannsóknarinnar var að safna próffræðilegum upplýsingum um íslenska þýðingu spurningalistans Athafnasemi í þunglyndi (Behavioral activation in depression, BADS) en þeim lista er ætlað að mæla breytingar í þeim þáttum sem athafnasemismeðferð beinist að. Próffræðilegir eiginleikar listans voru kannaðir í úrtaki 228 nemenda Háskóla Íslands auk þess sem tengsl BADS listans við aðrar hugsmíðar voru könnuð. Næmi listans fyrir breytingum í kjölfar inngrips sem eykur hreyfingu fólks, var kannað í úrtaki 54 þátttakenda í þremur líkamsræktarnámskeiðum í líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við niðurstöður rannsókna á áhrifum reglulegrar líkamsþjálfunar og hreyfingar á kvíða- og þunglyndiseinkenni, var gert ráð fyrir að þátttaka í líkamsræktarnámskeiðum myndi draga úr einkennum þunglyndis og kvíða. Einnig var gert ráð fyrir að skor á BADS spurningalistanum myndu hækka í kjölfar þátttöku í námskeiðunum. Niðurstöður þátttagreiningar BADS listans í úrtaki háskólanema, voru að mestu leyti í samræmi við upprunalegu útgáfu kvarðans og bentu til að fjórir þættir lýsi þáttabyggingu hans best. Niðurstöður studdu einnig hugtakaréttmæti listans þar sem heildarskor BADS og undirþættir höfðu m.a. sterka fylgni við spurningalista sem meta reynsluforðun, endurteknar neikvæðar hugsanir og lífsánægju í þá átt sem búist var við. Niðurstöður í úrtaki þátttakenda í líkamsræktarnámskeiðum sýndu að það dró úr kvíða- þunglyndis- og streitueinkennum og lífsánægja jókst þegar upphafsmælingar voru bornar saman við mælingar fjórum vikum seinna. Skor á BADS spurningalistanum höfðu einnig hækkað sem bendir til að BADS listinn kunni að vera næmur fyrir breytingum í hreyfingu og virkni fólks. Almennt benda þessar niðurstöður fyrstu rannsóknar á BADS listanum í íslenskri gerð til þess að próffræðilegir eiginleikar hans séu ágætir en þörf er á að endurskoða þýðingu einstakra atriða listans og kanna frekar eiginleika listans í stærri og fjölbreyttari úrtökum.
| 2.953125
|
Úthafssvæði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úthafssvæði skiptist í eftirfarandi flokka sem tengjast mest dýpt:
- Grunnsævi
- Frá sjávarmáli niður að u.þ.b. 200 m dýpi
- Hér er nægt ljós fyrir ljóstillífun og því safnast dýr og plöntur þar fyrir. Hér fyrirfinnst fiskur eins og túnfiskur og hákarl auk dýrasvifs eins og marglyttur.
- Rökkursvæðið
- Frá 200 m niður á 1.000 m.
- Eitthvað ljós nær niður á þetta dýpi en er ónægt til ljóstillífunar. Hér eiga dýr eins og sverðfiskar, kolkrabbar, steinbítur og nokkrar tegundir smokkfisks heimkynni sín.
- Myrkrasvæðið
- Frá 1.000 m niður á 4.000 m.
- Hér er sjórinn orðinn nær algerlega myrkur og ekkert nema einstaka lífljómun (t.d. frá laxsíld) lýsir hann upp. Engar plöntur lifa á þessu dýpi og flest dýr þrífast á regni grots sem fellur að ofan, eða eru rándýr (eins og Sternoptychinae). Hér lifa risasmokkfiskar (auk minni smokkfisks) og risakolgrabbar og dýfa búrhvalir sér niður til að veiða þá.
- Undirdjúpin
- Frá 4.000 m niður á botn.
- Ekkert ljós nær niður á þetta dýpi.
- Hadopelagic
- Haf í djúpdjúpsjávarrennum.
- Þetta svæði er að mestu óþekkt og vitað er um mjög fáar tegundir sem eiga heimkynni sín þar, þó margar lífverur lifi við neðansjávarhveri á þessu og öðrum svæðum. Sumir skilgreina haddopelagic lagið sem sævi fyrir neðan 6.000 m hvort sem það er í rennu eður ei.
| 3.21875
|
Fv. Einar Mathiesen, stjórnarformaður Þeistareykja ehf., Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís hf., Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.
Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hafa undirritað samninga við verkfræðistofurnar Mannvit hf. og Verkís hf um ráðgjafarþjónustu vegna fyrirhugaðra jarðhitavirkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum. Heildarfjárhæð samninga hljóðar uppá rúma 2,9 milljarða króna að meðtöldum virðisaukaskatti.
„Það er fagnaðarefni að nú skuli ákveðið að ráðast í gerð jarðhitavirkjana á Norðausturlandi og við erum stolt að hafa verið valin til að vinna að þessu þjóðþrifaverkefni,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. „Hér er um gífurlega mikilvægt verkefni að ræða fyrir sérfræðinga í jarðvarmavirkjunum því þar munu allt að 60 sérfræðingar starfa þegar mest verður,“ segir Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís en hann og Eyjólfur Árni undirrituðu samningana fyrir hönd fyrirtækjanna.
Verksamningurinn tekur til forhönnunar, gerð útboðsgagna auk verkhönnunar á allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum ásamt aðstoð við eftirlit með uppsetningu vél- og rafbúnaðar. Þegar verður hafist handa við að yfirfara forsendur og forhönnun en verkhönnun fyrir virkjanirnar mun síðan hefjast strax á næsta ári. Um 60 starfsmenn Mannvits og Verkís munu koma að verkefninu þegar mest verður. Að auki koma þrír undirverktakar að verkefninu: TARK, Landslag og Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar.
Ef allt gengur að óskum og öll tilskilin leyfi verða veitt er gert ráð fyrir að framkvæmdir við fyrra þrep Bjarnarflagsvirkjunar hefjist strax næsta sumar (45 MW) og að gangsetning fari fram í lok árs 2014. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Þeystareykjavirkjun hefjist seinni hluta árs 2012 og að fyrra þrep þeirrar virkjunar (45 MW) verði gangsett um mitt ár 2015 en seinna þrepið (45 MW) á seinni hluta árs 2015.
Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hafa á síðustu tíu árum varið um 12 milljörðum króna í rannsóknir á jarðhitasvæðunum á Norðausturlandi og byggt upp mikinn þekkingargrunn vegna undirbúnings jarðgufuvirkjana þar. Í vor var rannsóknum hraðað á jarðhitasvæðum Bjarnarflags og Þeistareykja til að mæta aukinni eftirspurn orkukaupenda á svæðinu og á Landsvirkjun nú í viðræðum við fimm mögulega kaupendur að orku á svæðinu. Mati á umhverfisáhrifum 90 MW virkjunar í Bjarnarflagi og 200 MW virkjunar á Þeistareykjum er lokið og búið er að afla gufu fyrir 45 MW á hvorum stað.
| 2.21875
|
Hótel: Ódýrt, London . Hotels.com býður upp á frábær tilboð alls staðar í heiminum − eitthvað fyrir alla.
Ódýrt: Við erum búin að tryggja frábæran sparnað á hótelum fyrir lengri dvalir á nokkrum af uppáhaldsáfangastöðum okkar. Vertu fljót(ur) til – öll tilboð eru háð því að herbergi séu laus og þau seljast hratt upp!
Starfsfólkið var frábært og vildi allt fyrir okkur gera. Nálægt bæði overgroundinu og strætóstoppustöð. Nálægt Victoria park og ca korters labb í krúttlegt hverfi með veitingastöðum og kaffihúsum. Vorum 5 nætur og skiptum 3x um herbergi (vegna þess við bókuðum bara fyrstu 2 næturnar og ákváðum svo að vera lengur) og öll herbergin voru mjög fín. Ekki hreinasta hótel sem við höfum verið á en mjög gott fyrir lítinn pening.
"Generator Hostelið í London-frábært í alla staði"
Metið af María Björk G frá "Reykjavík" þann
29. jún. 2011
Generator Hostelið er frábært í alla staði. Aðstaðan er mjög fín og er það mjög vel staðsett. Gæslan á kvöldin er mjög góð og er maður virkilega öruggur þarna. Gef þeim topp einkunn og mæli með að ungt fólk sem er að ferðast til London gisti þarna.
| 0.996094
|
SÚrfrŠingar nefndarinnar: BryndÝs Hl÷versdˇttir, deildarforseti lagadeildar Hßskˇlans ß Bifr÷st, dr. Ragnhildur Helgadˇttir, prˇfessor vi lagadeild Hßskˇlans Ý ReykjavÝk og Jˇnatan ١rmundsson prˇfessor.
Kosning ■ingmannanefndar um skřrslu rannsˇknarnefndar Al■ingis
Nefnd til a fjalla um skřrslu rannsˇknarnefndar Al■ingis
um bankahruni og mˇta till÷gur a vibr÷gum ■ingsins
vi niurst÷um hennar var kosin ß Al■ingi 30. desember 2009.
═ henni ßttu sŠti nÝu ■ingmenn
og ßttu allir ■ingflokkar fulltr˙a Ý nefndinni.
Reglur um st÷rf ■ingmannanefndarinnar
Almennar reglur ■ingskapa
um fastanefndir Al■ingis giltu um st÷rf ■ingmannanefndarinnar eftir ■vÝ sem vi ß
en auk ■ess setti nefndin sÚr sÚrstakar starfsreglur
. Nefndin hafi s÷mu heimildir og fastanefndir Al■ingis til boa gesti ß sinn fund, ˇska eftir skriflegum
ums÷gnum og halda opna nefndarfundi
.
Ůingmannanefndin fÚkk sÚrfrŠiasto frß starfsfˇlki skrifstofu Al■ingis og gat einnig leita til utanakomandi sÚrfrŠinga.
Verkefni ■ingmannanefndarinnar - vibr÷g Al■ingis
Skřrslu rannsˇknarnefndar Al■ingis er Štla a greina ßstŠur bankahrunsins og var skřrslan l÷g st÷rfum ■ingmannanefndarinnar til grundvallar.
Verkefni rannsˇknarnefndarinnar voru skilgreind Ý 1. gr. laga nr. 142/2008
og eru niurst÷ur hennar
og upplřsingar birtar Ý skřrslu nefndarinnar.
Me hlisjˇn af verkefnum rannsˇknarnefndarinnar voru verkefni ■ingmannanefndarinnar l÷g upp ß eftirfarandi hßtt:
- Almennt pˇlitÝskt uppgj÷r ß efnahagshruninu
Ůingmannanefndin mun taka afst÷u til ßlyktana Ý skřrslu
rannsˇknarnefndarinnar um ßstŠur efnahagsßfallanna og hvaa lŠrdˇm megi draga
af ■eim.
- Breytingar ß l÷gum og reglum
Ůingmannanefndin mun fylgja eftir ßbendingum
rannsˇknarnefndarinnar um Šskilegar breytingar ß l÷gum og reglum er mia a
■vÝ a hindra a efnahagsleg ßf÷ll endurtaki sig. Nefndin getur lagt fram
lagafrumv÷rp og ■ingsßlyktunartill÷gur ea vÝsa einst÷kum ßbendingum til
fastanefnda ■ingsins.
- Mat ß ßbyrg
═ skřrslu rannsˇknarnefndarinnar verur lagt mat ß ßbyrg ß hugsanlegum mist÷kum og vanrŠkslu stjˇrnvalda sem ßttu ■ßtt Ý hruninu. Gefi niurst÷ur rannsˇknarnefndarinnar tilefni til mun ■ingmannanefndin taka afst÷u til framg÷ngu rßherra Ý adraganda hrunsins.
Ůingmannanefndin mun einnig fjalla um eftirlit me fjßrmßlastarfsemi, starfsemi fj÷lmila, starfsemi fjßrmßlafyrirtŠkja og ara starfsemi Ý viskiptalÝfinu, starfshŠtti og siferi.
Ůingmannanefndin skilar till÷gum
Ůingmannanefndin geri grein fyrir till÷gum sÝnum Ý skřrslu
sem h˙n lagi fram fyrir lok 138. l÷ggjafar■ings.
| 3.203125
|
Ég og félagi minn skelltum okkur į veišikortiš og įkvįšum aš taka stutta ferš eftir vinnu ķ Hķtarvatniš. Viš brunušum śr Reykjavķk vestur ķ Hķtarvatniš og gręjušum stengurnar ķ rólegheitunum ca. nķu um kvöldiš. Viš vorum bįšir aš veiša žarna ķ fyrsta skipti en viš höfšum heyrt sögur af svęšinu. Žaš sem tók viš var alveg svakalega góš skemmtun sem stóš yfir ķ 4 tķma. Fiskurinn var allan tķmann į fullu ķ agninu, og viš löndušum samtals 16 fiskum į 4 klst. Viš höfšum ętlaš aš leggja af staš ķ bęinn fyrir mišnętti žar sem vinnan tók viš nęsta morgun en mašur hęttir seint žegar hann er ķ tökustuši. Žetta var frįbęr skemmtun og veišikortiš er bśiš aš opna nżjan möguleika. Viš vinirnir įttum žarna góša stund og žęr hafa veriš og munu verša fleiri žökk sé veišikortinu.
| 2
|
ann13003-is — Tilkynning
ESOcast 52: Stjörnuregn!
Annar hluti Chile Chill raðarinnar
15. janúar 2013
Milli 14. og 16. desember 2012 setti loftsteinadrífan Geminítar upp glæsilega sýningu yfir Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Á meðan loftsteinunum rigndi yfir stjörnustöðina tók Gianluca Lombardi, einn af ljósmyndurum ESO, myndir af sjónarspilinu í meira en 40 klukkustundir.
Geminítar er loftsteinadrífa sem virðist stefna frá stjörnumerkinu Tvíburunum. Drífan verður þegar jörðin plægir sig í gegnum slóð smástirnisins 3200 Phaethon en það gerist einu sinni á ári, í desember. Agnir úr rykslóðinni meðfram braut Phaethon brenna upp í lofthjúpnum svo úr verða skærar, hraðfleygar ljósrákir sem eru einkennandi fyrir loftsteinadrífur.
Þetta er annar hluti Chile Chill þáttaraðar ESOcast þar sem hugmyndin er að kalla fram rólegt andrúmsloft undir ótalsettu myndefni af næturhimninum yfir Chile og stjörnustöðvum ESO. Sjá má Very Large Telescope (VLT) í Paranal skjóta leysigeisla upp í himininn til að útbúa gervistjörnu sem hjálpar sjónaukanum að ná mjög skýrum myndum. Litlir loftsteinar sjást blikka á himninum og sumir skilja eftir sig langar slóðir. Auðvelt er að rugla þeim saman við stöku flugvélar sem fljúga inn á myndina og Alþjóðlegu geimstöðina sem svífur yfir himininn sem bjartur ljósblettur.
Tónlistin undir er eftir Toomas Erm.
Frekari upplýsingar
ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.
Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.
| 3.015625
|
á 45 sekúndna fresti deyr barn af völdum malaríu. Flugnanet til að koma í veg fyrir malaríu kostar aðeins 776 krónur.
Þú ert hér:
Hér finnur þú ýmsar áhugaverðar síður um Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eða Millenium Development Goals:
Aðalsíða Þúsaldarmarkmiðanna - www.un.org/millenniumgoals
Aðalsíða Þúsaldarmarkmiðanna á íslensku - www.2015.is
Greinar um Þúsaldarmarkmiðin á alþjóðasíðu UNICEF - www.unicef.org/media/media
Þúsaldarmarkmiðin á síðu Félags Sameinuðu þjóðanna - www.un.is/index/thusaldarmarkmid
Skýrslur um framgang markmiðanna - www.un.org/millenniumgoals/documents.html
Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005-2009 - www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/Stefnumid_ISL.pdf
Ísland og Sameinuðu þjóðirnar - www.utanrikisraduneyti.is/utanrikismal/IslandSth
| 1.960938
|
Á stjórnarfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið hvaða efni verða tekin fyrir í hádegisfyrirlestraröðum næsta vetrar. Tvo efni voru valin: Hvað er kynjasaga? og Hvað eru lög?
Miklar umræður urðu um hádegisfyrirlestraröðina á Gammabrekku og er vonast til að það skili sér í fjölda spennandi tillagna um erindi. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann félagsins, Val Frey Steinarsson, og taka fram titil erindis og umfjöllunarefni þess.
| 1.789063
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7906
Staða og framkvæmd EES-samningsins í íslenskum rétti
Markmið þessarar ritgerðar er að leiða í ljós hver staða og framkvæmd EES-samningsins er í íslensku réttarkerfi annars vegar í ljósi þeirra stjórnskipulegu fyrirvara er gerðir voru við
lögfestingu hans og hins vegar með hliðsjón af þeim fræðilegu viðhorfum er hér eru við lýði um tengsl þjóðaréttar og landsréttar og birtast í svonefndri tvíeðliskenningu. Í reynd eru áhrif EES-samningsins á íslenskan landsrétt mun víðtækari en ráðið verður af hinni formlegu stöðu þjóðréttarreglna sem kenningin um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar gengur út frá. Staðfestir slíkt þá þróun sem gætt hefur undanfarin ár, meðal annars í tengslum við skýringu og beitingu Mannréttindasáttmála Evrópu þá einkum fyrir lögfestingu hans, á þá leið að tvíeðliskenningin sé á undanhaldi í íslenskum rétti. Að sama skapi má segja að þær forsendur sem lagt var upp með við lögfestingu samningsins á þá leið að framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana væri að vissu marki heimilt enda væri það afmarkað, takmarkað og ekki verulega íþyngjandi séu
ekki lýsandi fyrir framkvæmdina í reynd. Í ljósi þess er vandkvæðum háð að sjá að þau áhrif sem EES-samningurinn hefur haft á löggjöf, lagaframkvæmd og valdheimildir innlendra
dómstóla rúmist innan stjórnskipulegra heimilda og í raun má segja að það sé ekki nokkrum vafa undirorpið að tímabært sé að setja ákvæði í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
sem heimilar framsal ríkisvalds að vissu marki. Slíkt ákvæði væri óneitanlega til þess fallið að eyða þeirri réttaróvissu er skapast hefur í tengslum við skýringu og beitingu EES-samningsins
í framkvæmd.
| 3.09375
|
Fulltrúar Frjálslynda flokksins hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.
Þeir sem hafa sótt fundina á vegum Frjálslynda flokksins eru m.a. Sigurjón Þórðarson, Ásta Hafberg, Grétar Mar Jónsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Helga Þórðardóttir. Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12, þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka. Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu.
Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:
| 2.03125
|
Þú færð 1 ókeypis* nótt fyrir hverjar 10 gistinætur!
Staðsetning:
Comfort Suites Greenwood er í Greenwood.
Kostir hótelsins:
Á Comfort Suites Greenwood eru innilaug og líkamsræktaraðstaða. Þráðlaus nettenging án endurgjalds á sameiginlegum svæðum. Þessi gististaður, sem er hótel, býður upp á viðskiptaþjónustu, þ. á m. eru viðskiptamiðstöð og fundarherbergi fyrir smærri hópa. Boðið er upp á ókeypis morgunverð. Á gististaðnum eru meðal annars þvottaaðstaða, úrval dagblaða gefins í andyri og stæði fyrir hjólhýsi og húsbíla. Bílastæði eru ókeypis fyrir gesti.
Herbergi:
Á Comfort Suites Greenwood eru 65 herbergi með loftkælingu, í þeim eru kaffivélar/tekatlar og hárblásarar. Gestir geta notað ókeypis þráðlausa háhraðanettengingu í herbergjum. Sjónvörp eru með kapalrásir. Á öllum herbergjum eru örbylgjuofnar og ísskápar.
Mögulegt er að gjalds verði krafist fyrir aukagesti. Slíkt fer eftir stefnu hvers hótels fyrir sig.
Krafist er skilríkja með mynd og kreditkorts eða innborgunar við innritun vegna tilfallandi gjalda.
Það fer eftir framboði hverju sinni hvort hægt sé að verða við séróskum og þær gætu haft í för með sér aukagjald. Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við viðkomandi óskum.
Ekki er boðið upp á aðgengi fyrir fatlaða á þessu hóteli. Vinsamlegast veldu annað hótel ef þú vilt bóka herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.
Recreational amenities at the hotel include an indoor pool and a fitness facility.
The recreational activities listed below are available either on site or nearby; fees may apply.
Krafist er skilríkja með mynd og kreditkorts eða innborgunar við innritun vegna tilfallandi gjalda.
Það fer eftir framboði hverju sinni hvort hægt sé að verða við séróskum og þær gætu haft í för með sér aukagjald. Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við viðkomandi óskum.
"great location"
Perfect hotel for an Ole Miss football gameÓsvikin umsögn gests á Hotels.com
"Walking distance to WalMart and other shopping"
This hotel is superior to many others in the surrounding area. I grew up in this area but moved away after college 30 years ago. I was back for a funeral and was pleasantly surprised to find such comfortable accommodations. I would stay here again.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Clean contemporary rooms with nice ammenities"
I was passing thru on my way to a customer meeting in Greenville MS. This is a recently opened hotel and so it is furnished very well, is very clean and well maintained. Morning breakfast was good; did not use the exercise room but looked well equipped. I got in late in the evening so just walked across the parking lot for a pizza. Most other restaurants […] were within a quick half mile or so drive. I would definitely stay here again. Lesa meiraÓsvikin umsögn gests á Hotels.com
"modern hotel"
This hotel is relatively new. Comfortable beds. Great complementary breakfast. Friendly & helpful front desk staff.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Convenient to Bikes, Blues & Bayous"
Nice, clean, fairly new, friendly staff.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Close to shopping and restaurants"
They ran out of towels several days. Didn't keep pool clean, had hair in it. Reported it several times to management. It was 95 degrees outside& kids wanted to swim after being outside for most of day. Customer service was friendly. They did keep all other facilities clean.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Great for a Business Stay"
My experience was great. The rooms were very nice, the gym had good equipment, and the breakfast had a good variety (great coffee!).Ósvikin umsögn gesta á Expedia
"Clean and pleasing"
This hotel is close to a strip shopping center and several fast food restaurants. There are comparable hotels across the highway from this highway, but at least you know you will get a microwave, refrigerator, sleeper sofa for the same price. I have stayed at this hotel several times while in the area and I haven't had a negative experience so far.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
"Was over charged by hotel"
Was over charged for 4 extra adults in 2 rooms. The breakfast was not well below average. The front desk was rude. Will pay triple the price of 129 before I stay there again. Hate to spend my money and get treated poorly.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"Great Stay"
My family and I booked a suite. The room was spacious and slept 5 people comfortably. There is a swiimng pool and fitness center. The location is convenient because it on the main highway. Walmart is across the street and there are restaurants nearby. The hotel staff were pleasant. The continental breakfast was nice. We enjoyed our stay.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
"IMpeccably clean"
The staff goes out of their way to be friendly and the room was impeccably clean.Ósvikin umsögn gesta á Expedia
Þessi gestur skildi ekki eftir umsögn.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
Þessi gestur skildi ekki eftir umsögn.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
Þessi gestur skildi ekki eftir umsögn.Ósvikin umsögn gests á Hotels.com
Umsagnir og einkunnagjöf á þessari síðu eru huglægar skoðanir viðskiptavina og birgja, þær eru ekki kynning eða endurspeglun á afstöðu Hotels.com. Hvorki Hotels.com né þeir aðilar sem eiga hlut í því að láta í té umsagnir skulu teljast ábyrgir fyrir hvers konar skaða sem kann að hljótast af notkun þessara umsagna.
Við vöktum nú þetta hótel á ferðadögum þínum
( - )
| 2.046875
|
Viðburðir í apríl
Viðburðir í apríl
17. Bókasafnsdagurinn - Lestur er bestur
17. Barnamenningarhátíð í Reykjavík sett. Sjá dagskrá Borgarbókasafns
19. Bókaverðlaun barnanna veitt
23. Síðasti dagur til að skila inn verkum í Myndasögusamkeppni Borgarbókasafns og Myndlistaskólans í Reykjavík
24. Opnun sýningar nemenda á myndlistabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
Fastir viðburðir á söfnunum
Í hverri viku
Fjölskyldumorgnar (september - maí)
Fjölskyldumorgnar eru ætlaðir fjölskyldum ungra barna. Þeir eru á miðvikudögum í Gerðubergssafni og á fimmtudögum í aðalsafni og hefjast kl. 10.30. Af og til er boðið upp á dagskrá sem tengist uppeldi og umönnun barna. Kaffi og te á boðstólum fyrir fullorðna og bækur og leikföng fyrir börnin.
Heilahristingur (september - maí)
Heilahristingur er heimanámsaðstoð fyrir börn og unglinga. Heilahristingurinn fer fram í aðalsafni, Gerðubergssafni og Kringlusafni. á þriðjudögum og fimmtudögum.
Kvöldgöngur úr Kvosinni (júni-ágúst)
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur bjóða upp á miðbæjargöngur með leiðsögn á fimmtudagskvöldum kl. 20. Lagt af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Lesum blöðin saman (september - maí)
Lesum blöðin saman“ er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í aðalsafni Borgarbókasafns og felst í því að starfsmaður bókasafnsins aðstoðar þátttakendur við að fara yfir helstu fréttir og bendir á það sem er í brennidepli hverju sinni. Við lesum blöðin saman alla fimmtudaga kl. 17.30.
Prjónakaffi í Ársafni (það er prjónað árið um kring í Ársafni)
Það er prjónað af miklu kappi í Ársafni alla þriðjudaga kl. 13-15. Boðið er upp á kaffi og eru allir velkomnir með handavinnuna.
Sunnudagar eru barnadagar (september - maí)
Það er alltaf eitthvað um að vera fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sunnudögum í aðalsafni og Gerðubergssafni yfir vetrartímann. Sögustundir, föndur, kvikmyndasýningar, leikrit og margt, margt fleira. Dagskráin hefst kl. 14 í Gerðubergssafni og kl. 15 í aðalsafni.
Í hverjum mánuði
Leshringir
Leshringir Borgarbókasafns verða fjórir í vetur. Tveir eru í aðalsafni, glæpasöguhringur og "gamalt og gott", í Ársafni er lesnar "konu- og karlabækur" og í Foldasafni eru teknar fyrir alls konar bækur.
Prjónakaffi í Sólheimasafni (september - maí)
Boðið er upp á prjónakaffi fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17-19. Allir velkomnir með handavinnuna, heitt á könnunni. Prjónakaffi haust 2011: 1. september, 6. október, 3. nóvember og 1. desember.
Söguhringur kvenna (september - maí)
Söguhringur kvenna er eitt fjölmenningarlegum verkefnum Borgarbókasafns en eins og önnur verkefni er söguhringurin opinn öllum. Söguhringurinn hittist fyrsta sunnudag í mánuði á 6. hæð í aðalsafni kl. 14.
Origami
Origami Ísland, sem er félag áhugafólks um origami, leiðbeinir við gerð origamis þriðja sunnudag í mánuði í aðalsafni. Origami er skemmtilegt og þroskandi tómstundagaman og er víða notað til kennslu.
Á hverju ári
Ljóðaslamm
Á safnanótt í febrúar stendur Borgarbókasafn fyrir ljóðaslammi þar sem ungt fólk kemur saman og etur kappi í orðlist. Frábær skemmtun fyrir alla.
Myndasögusamkeppni
Borgarbókasafnið stendur fyrir myndasögusamkeppni fyrir ungt fólk í apríl, maí ár hvert.
Árið um kring
Á Reykjavíkurtorgi aðalsafns eru sýningar allt árið um kring. Þar sýna listamenn sem eiga verk í Artótekinu auk fjölmargra annarra listmanna, nemenda, ljósmyndara og fleiri.
Kamesið
Kamesið er fjölnota rými á 5. hæð aðalsafns sem stendur almenningi til boða að nýta sér og þar er alltaf eitthvað um að vera allan ársins hring. Rýmið hentar undir viðburði af ýmsu tagi, s.s. sýningar á kvikmyndum og vídeóverkum, upplesturs, söguflutnings, kynninga, uppistands, leiksýninga, tónleika og fleiri uppákoma sem ekki þarfnast stórs rýmis.
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Uppfært 20.02.2012
Til baka
firstname.lastname@example.org
| 2.03125
|
Slysavarnir 3-5 ára
Börn á aldrinum 3-5 ára. Að læra um öryggi.
Geta barnsins
Börn á þessum aldri eiga sífellt auðveldara með samhæfingu hreyfinga og fínhreyfingar þeirra verða betri. Þau skilja nú betur afleiðingar gjörða sinna. Þau eru líklegri til þess að gleyma öllum ráðleggingum þegar þau eru annars hugar, þreytt, spennt eða æst, en hafa samt sem áður betra minni og eiga auðveldara með að einbeita sér. Þrátt fyrir þetta eiga þau enn erfitt með að skilja hvers vegna nauðsynlegt er að hafa ákveðnar reglur sem tryggja eiga öryggi þeirra.
Á þessum aldri eru börn mikið að reyna hvað þau geta og ögra sjálfum sér. Leikur þeirra einkennist enn af tilraunum og könnunum ásamt hlutverkaleikjum, eins og að vera læknir eða kennari. Þau eru mikið í ímyndunarleikjum og finnst gaman að þykjast vera t.d. dýr, teiknimyndahetjur, pabbi, mamma og fleira. Þau láta líka leikföng og aðra hversdagslega hluti verða að einhverju sem hönnuðurinn, framleiðandinn eða foreldrarnir hefðu aldrei nokkurn tímann dottið í hug eða getað ímyndað sér. Það skiptir máli að vera viðbúin því að börn geta stundum meira en maður heldur.
Ítreka þarf við foreldra í hverri heimsókn að BARN ER ALLTAF Á ÁBYRGÐ FORRÁÐAMANNA SINNA. Lítil börn eiga því aldrei að vera eftirlitslaus.
Algeng slys hjá þessum aldurshópi og gátlisti fyrir slysavarnir.
- Fall
- Köfnun
- Eitranir
- Hengingar
- Brunaslys
- Drukknun
- Skurðir og mar
- Þegar farið er út með barnið
- Eldvarnir
- Gátlisti
Fall
Niður stiga
Öryggishlið duga skammt fyrir þennan aldurshóp. Foreldrar verða því að kenna börnunum að fara varlega upp og niður stiga. Stigar ættu ekki að vera leiksvæði barna.
Slysavarnir
- Kennið barninu að fara upp og niður stiga og brýnið fyrir því að halda sér alltaf í handriðið á meðan.
- Leyfið barninu ekki að nota stigann sem leiksvæði.
- Brýnið fyrir barninu að skilja leikföng og aðra hluti ekki eftir í stiganum, slíkt getur aukið hættuna á falli barna og fullorðinna.
Út um glugga
Á þessum aldri hafa börn mikið ímyndunarafl og óraunhæfar væntingar um getu sína. Þau horfa t.d á Superman í sjónvarpinu fljúga út um glugga og trúa því að í réttum búningi geti þau gert hið sama. Til að fyrirbyggja slíkt þarf að setja öryggislæsingar á glugga sem leyfa einungis 9 cm. opnun sem hindrar að barnið geti dottið út um gluggann.
Slysavarnir
- Setjið öryggislæsingar, sem tryggja að glugginn opnist ekki meira en 9 cm, á alla glugga.
- Setjið ekki rúm, stóla eða borð undir glugga í barna- og leikherbergjum.
- Talið við barnið um hætturnar sem fylgja því að leika sér við glugga.
Niður af leiktækjum
Leiktæki eiga að uppfylla íslenska staðla, sem tryggja það t.d. að bil milli rimla sé öruggt og að allar festingar séu réttar. En þó að leiktækið sé öruggt og uppfylli staðla, getur það verið hættulegt ef það er ekki notað rétt. Lítil börn sem falla úr háu leiktæki geta slasast illa. Það er ómögulegt og óæskilegt að fjarlægja allar hættur leiktækja, en með því að tryggja að börnin noti einungis leiktæki sem henta aldri þeirra, stærð og getu, helst með öryggisundirlagi og eftirliti, er hægt að minnka hættuna á meiðslum.
Úr kojum
Þó að hlaðrúm (kojur) flokkist ekki sem leiktæki, eru þau oft notuð sem leiksvæði fyrir börn. Ekki má láta börn yngri en 6 ára sofa í efri koju. Flest alvarleg slys í kojum verða þegar lítil börn eru að leika sér í þeim og detta á höfuðið.
Ekki er æskilegt að láta börn yngri en 6 ára sofa í efri koju. Börn sem eru óróleg í svefni eða vakna á nóttunni til að fara úr rúmi ættu ekki að sofa í koju.
Slysavarnir
- Verið viss um að leiktækin henti aldri og þroska barnsins.
- Veljið leikvelli þar sem öryggisundirlag er undir og í kringum leiktæki.
- Bannið leiki í hlaðrúmum.
- Sýnið börnum hvernig nota á leiktækin rétt, en gerið ráð fyrir að þau noti þau á annan hátt.
Köfnun
Plastpokar valda mestri hættu á köfnun barna á þessum aldri. Það gerist samt sem betur fer afar sjaldan. Geymið því leikföng ekki í plastpoka né látið börn hafa plastpoka til þess að geyma hluti í. Blöðrur geta verið varasamar fyrir þennan aldur sérstaklega ef þær eru óuppblásnar eða sprungnar því þær geta festst í kokinu.
Slysavarnir
- Fjarlægið plastumbúðir og poka af öllu tagi og geymið þar sem börn ná ekki til.
- Látið börn ekki hafa óuppblásnar blöðrur og fleygið strax sprungnum blöðrum.
Aðskotahlutur í hálsi
Almennt eru börn sem orðin eru 3ja ára að mestu hætt að stinga öllu í munninn. Hins vegar þekkja foreldrar börnin sín best og ættu því að halda smáhlutum frá börnunum enn um sinn ef þau gera það enn. Meiri hætta er á að börn á þessum aldri kafni vegna fæðu eða sælgætis en slíkt er hægt að koma í veg fyrir með því að venja börnin á að sitja kyrr á meðan þau borða og að vera ávallt hjá þeim á meðan. Fæða sem er hörð og lítil, t.d. sælgæti, hnetur og ísmolar, geta skapað hættu og ætti því að forðast hana.
Slysavarnir
- Fylgist með barninu þegar það borðar.
- Brýnið fyrir barninu að sitja kyrrt á meðan það borðar. Leyfið því ekki að hlaupa um með mat í munninum.
- Gætið að því að smáhlutir séu þar sem barnið nær ekki til, ef það setur enn allt í munninn.
- Gefið börnum ekki hnetur og annað sem getur auðveldlega staðið í þeim.
Eitranir
Þrátt fyrir að vita betur hvað er ætilegt og hvað ekki, eru börn yngri en 5 ára enn í hættu á að verða fyrir eitrunum. Þau geta t.d. auðveldlega ruglast á lyfjum sem líkjast sælgæti. Geta barnanna til þess að „brjóta sér leið“ og „komast að“ því sem þau ætla sér er meiri. Foreldrar ættu því að finna einn góðan stað undir öll hættuleg efni, s.s. lyf, þar með talin vítamín og getnaðarvarnapillur, áfengi, hreinsiefni og tóbak, helst í herbergi þar sem umgengni er mikil svo minni hætta sé á að börnin séu lengi ein þar.
Athugið að á þessum aldri ná flest börn að opna öryggislæsingar á lyfjaglösum og hreinsiefnaflöskum, svo að það eitt og sér er ekki öruggt fyrir barnið.
Slysavarnir
- Geymið efni og lyf í læstum hirslum og á stað þar sem börn ná ekki til.
- Geymið öll efni í upphaflegum umbúðum til að fyrirbyggja misskilning.
- Geymið ekki lyf í handtöskum eða í náttborðinu.
- Brýnið fyrir börnunum að borða ekki ber eða annað sem þau finna utanhúss nema eftir að hafa sýnt fullorðnum einstaklingi það.
- Eitrunarmiðstöðin er opin allan sólarhringinn, sími 543-2222.
- Hafið númer Neyðarlínunnar 112 við öll símtæki á heimilinu.
Hengingar
Enn er smávægileg hætta á að börn á þessum aldri hengist vegna fatnaðar, aðallega þegar þau festast í einhverju, t.d. leiktækjum eða grindverki. Einnig getur hætta stafað af þvottasnúrum, sérstaklega snúningssnúrum, gardínusnúrum og öðrum snúrum og böndum.
Víða í Evrópu hafa verið settar reglur sem minnka hættu á slysum vegna barnafatnaðar. Ekki eru slíkar reglur í gildi hér á landi, en einhverjir framleiðendur barnafatnaðar hérlendis hafi tekið mið af þeim reglum sem eru í gildi í Evrópu. Mikilvægt er að upplýsa almenning um mögulegar hættur, því ekki er óalgengt að börn noti heimasaumuð og prjónuð föt. Hætta á hengingum er aðallega vegna reima í hettum og borða í hálsmálum.
Slysavarnir
- Fylgist vel með barninu í klifurleikjum. Gætið að því að hálsmál, hettur eða reimar festist ekki í leiktækjum.
- Gætið að því að barnið leiki sér ekki með snúrur, bönd og hangandi lykkjur.
- Verið viss um að föt barnsins þrengi ekki að hálsi þess.
- Fjarlægið reimar og bönd úr fatnaði.
- Stórar hettur, flaksandi treflar og hálsklútar geta valdið hengingum.
- Fylgist með að börn leiki sér ekki í þvottasnúrum.
Brunaslys
Börn á þessum aldri finnst gaman að hjálpa fullorðnum og að herma eftir þeim. Það getur orðið hættulegt t.d. þegar að því kemur að halda á heitum mat eða vökva, nota bakaraofninn, kveikjara o.s.frv. Flest börn skilja nú hugtökin „heitt, ekki koma við“, en það vill gleymast auðveldlega. Foreldrar og aðrir sem gæta barnanna verða að fara eftir eigin dómgreind og meta hvað þeir telja að barnið geti gert, en almennt séð er öruggast að láta börn undir fimm ára aldri ekki meðhöndla heita hluti eða vökva.
Vegna aukins fínhreyfiþroska geta börn á þessum aldri skrúfað frá krönum og snúið tökkum á bakaraofni og eldavél. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um þetta og gera viðeigandi ráðstafanir vegna þess.
Slysavarnir
- Athugið alltaf að hitastig baðvatnsins sé hæfilegt áður en barnið fer í bað (=37°C).
- Hitastýrð blöndunartæki eru æskilegasti kosturinn.
- Geymið straujárn þar sem barnið nær ekki til og forðist að strauja með barnið nálægt.
- Notið snúrustytti á þung og heit rafmagnstæki.
- Notið aftari hellurnar á eldavélinni, ef hægt er, og snúið handföngum á pottum inn á við.
- Geymið kveikjara og eldspýtur þar sem börn ná ekki til.
- Drekkið aldrei heita drykki með barn í fanginu.
- Notið sólarvörn sérstaklega ætlaða börnum. Setjið barnið í léttan fatnað sem hylur mikinn hluta líkamans. Setjið hatt á barnið sem skyggir á andlit þess og háls.
Drukknun
Á Ísland er mikið um vatn í umhverfi barna. Má nefna sjó, vötn, ár, mýrlendi, sundlaugar, setlaugar og tjarnir. Setlaugar og tjarnir í görðum, oft hjá nágrönnum, vinum og ættingjum, eiga einmitt sök á nokkrum drukknunum og nærdrukknunum barna hér á landi.
Þó að hætta á drukknun í baði eða í litlu vatni sé minni en hjá yngri börnum, þá eru börn á þessum aldri enn í hættu nálægt vatni. Þau eru ef til vill öruggari sjálf í vatni, en hætturnar eru enn til staðar. Tjarnir í görðum og setlaugar eru enn börnum hættulegar, eins og allir leikir nálægt vatni s.s. lækjum og skurðum, jafnvel þrátt fyrir eftirlit fullorðins einstaklings. Um 4ra ára aldur er í raun í lagi að fara að venja þau á að vera ein í baði í stutta stund, svo framalega sem barnið getur ekki lokað og læst hurðinni sjálft og að fullorðinn einstaklingur sé í kallfæri.
Slysavarnir
- Fylgist vel með börnum þar sem þau eru í vaðlaugum eða við leik nálægt vatni.
- Girðið af setlaugar og tjarnir.
- Læst öryggislok á alltaf að vera á setlaugum þegar þær eru ekki í notkun
- Öruggasti staðurinn til þess að synda eru almennings sundlaugar.
- Treystið ekki eingöngu á sundkennslubúnað, s.s. armakúta eða sundjakka.
Skurðir og mar
Nú er hægt að fara að kenna barninu hvernig á að nota einstaka hnífa og skæri á öruggan hátt. Þannig er hægt að leyfa þeim að nota smjörhnífa, sem ekki eru oddbeittir og að nota barnaskæri þegar þau föndra. Fínhreyfingar þeirra hafa þroskast mikið og segja má að með því að kenna þeim snemma að nota hnífa og skæri rétt er verið að ýta undir góða þjálfun. Alla beitta hluti, líka rakvélar og naglaþjalir, ætti enn að geyma þar sem börn ná ekki til. Plasthnífar geta líka verið ansi beittir, ef þeir brotna. Börn hafa einnig hlotið alvarleg sár á fingrum eftir að hafa skorið sig á gosdósum.
Allt gler sem er í hæð barna ætti að vera öryggisgler eða í það minnsta vera með öryggisfilmu, en ærslafullir leikir barna geta endað með því að börn detti á hurðir og glugga.
Slysavarnir
- Geymið beitta hnífa, skæri og rakhnífa þar sem barnið nær ekki til.
- Kennið barninu að nota smjörhnífa og þar til gerð barnaskæri.
- Setjið öryggisgler eða öryggisfilmu á gler í hurðum, borðum og fleiru sem er í hæð barnsins.
Þegar farið er út með barnið
Gangandi
Börn á þessum aldri ættu ekki að vera á gangi við götur nema í fylgd með fullorðnum. Þau hafa einfaldlega ekki skilning eða reynslu til þess að takast á við umferðina. Foreldrar þurfa að vera góð fyrirmynd og fara yfir umferðarreglurnar með börnunum, en mega alls ekki treysta því að þau skilji þær alveg og muni eftir þeim.
Slysavarnir
- Börn á þessum aldri eiga ekki að vera ein úti án eftirlits.
- Leiðið barnið við umferðargötur.
- Látið barnið ganga sem lengst frá götunni (þ.e. ekki við gangstéttarbrún).
- Kennið barninu umferðarreglurnar á meðan þið eruð á gangi.
- Verið góð fyrirmynd.
Á hjóli
Mörg börn byrja á þessum aldri að hjóla á þríhjólum og jafnvel sum á tvíhjóli. Þau ættu aldrei að fá að hjóla við götur t.d. vegna þess að þau kunna ekki að fara yfir þær. Allir hjólreiðamenn, óháð aldri þeirra, ættu að vera með hjólreiðahjálm. Samkvæmt umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að vera með hjólreiðahjálm við hjólreiðar. Foreldrar ættu að vera fyrirmynd barnanna og nota þá líka.
Slysavarnir
- Allir hjólreiðamenn, óháð aldri þeirra, ættu að vera með hjólreiðahjálm.
- Leyfið börnum ekki að hjóla við götur.
Eldvarnir
Eldsvoðar á heimilum fólks eru alltof tíðir og oft hefur litlu mátt muna að heimilisfólk hafi komist heilu og höldnu út. Flest dauðaslys í eldsvoðum verða vegna reykeitrunar frekar en brunasára. Smábörn hafa engan möguleika á að komast sjálf út og eru því í meiri hættu en aðrir. Til eru almennar leiðbeiningar um eldvarnir í heimahúsum sem allir ættu að kynna sér. Þessar leiðbeiningar eiga við um alla aldurshópa, börn sem fullorðna.
Slysavarnir
- Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Best er að fá ráðleggingar hjá fagmönnum um staðsetningu þeirra. Mikilvægt er að skipta um rafhlöður í þeim reglulega, ekki sjaldnar en einu sinni á ári.
- Slökkvitæki og eldvarnateppi eiga einnig að vera á öllum heimilum. Fáið ráðleggingar hjá fagmönnum um rétta staðsetningu.
- Hafið númer Neyðarlínunnar 112 við öll símtæki á heimilinu.
- Mikilvægt er að kunna rétt viðbrögð við eldsvoða. Kynnið ykkur almennar leiðbeiningar um eldvarnir.
- Setjið upp flóttaáætlun. Ekki geyma það þangað til það er orðið of seint.
- Kennið barninu hvernig það á að bregðast við ef það verður vart við eld.
- Gangið úr skugga um að ástand rafmagnsmála á heimilinu sé gott og standist lög um rafmagnsöryggi. Bilaðar rafmagnssnúrur og innstungur ætti að laga strax.
- Geymið eldspýtur og kveikjara þar sem börn ná ekki til.
- Skiljið ekki eftir logandi kerti í mannlausum herbergjum.
- Djúpsteikingarpottar hafa valdið mörgum húsbrunum og eru sérstaklega varasamir.
- Lítið aldrei af pottum og pönnum meðan eldavél er í gangi.
- Olíulampar geta verið stórhættulegir ef ekki er farið eftir leiðbeiningum framleiðanda við notkun þeirra.
Gátlisti fyrir slysavarnir
Til foreldra
Það getur verið erfitt fyrir foreldra að muna eftir því að þó að barnið þeirra sé farið að ganga, tala og hegða sér almennt eins og barn, en ekki ung- eða smábarn, þá er það ekki endilega tilbúið fyrir meiri ábyrgð. Á meðan þau læra meira og meira á hverjum degi, þurfa þau enn á eftirliti og ráðleggingum fullorðinna að halda.
Á hinn bóginn, þurfa foreldrar og aðrir sem gæta barna, að átta sig á því að börn á þessum aldri geta byrjað að læra grunn öryggisatriði og hvernig þau nýtast þeim. Það er undir foreldrum komið að meta getu og skilning barnsins. Það er alltaf kostur að kenna börnum að takast á við einfalda hluti eins og að nota hníf til þess að smyrja brauð eða skera ávexti í bita. Eftirlit með börnum er enn nauðsynlegt, en einnig það að leyfa börnunum að gera sjálft hluti sem eru öruggir og viðeigandi.
Það að hrósa barninu fyrir góða hegðun frekar en að skamma það fyrir slæma hegðun er góð regla sem eykur líka sjálfstraust þess og beinir athygli þess að því sem þau gera rétt og vel. Börn á þessum aldri eru áköf í að læra og þóknast þeim sem þau líta upp til, svo það er mikilvægt að vera jákvæður fyrir því sem þau gera og nota tímann vel til þess að fræða þau og leiðbeina eins mikið og mögulegt er.
- Ofmetið ekki getu barnsins.
- Kennið barninu að takast á við sumar hættulegar aðstæður.
- Hrósið barninu fyrir góða hegðun.
- Eftirlit er enn besta leiðin til þess að fyrirbyggja slys.
Fræðsla foreldra til barnsins
Þegar börn vaxa upp úr smábarnaskeiði er hæfileiki þeirra til að læra enn mikill. Nú er rétti tíminn til þess að byrja að útskýra fyrir barninu hvers vegna sumir hlutir eru hættulegir, í framhaldi af því að segja „ekki koma við“ eða „ekki fara þarna“. Við þetta getur barninu fundist það vera orðið „fullorðið“ og meiri líkur eru á að það bregðist jákvætt við. Það eru þó enn takmörk á skilningi þeirra og getu, svo haga verður fræðslu til þeirra eftir því og endurtaka hana reglulega.
Með því að kenna barninu almennar öryggisreglur er minni þeirra styrkt, ásamt því að barninu getur fundist það skemmtilegt. Foreldrar verða samt sem áður að gæta sín á því að ofmeta ekki getu barnsins. Á þessum tíma er því hjálp fullorðinna og leiðbeiningar enn mikilvægar og á meðan öðlast barnið sjálfstraust og lærir góðar venjur.
Þegar þau komast út úr „sjálfmiðuðu“ tímabili, fara börnin að skilja að hegðun þeirra getur haft afleiðingar fyrir aðra. Þau eru þó enn of ung til þess að taka ábyrgð á öðrum, en hægt er að kenna þeim að aðrir geti meiðst vegna einhvers sem þau gera, eins og að skilja eftir dót í stiganum eða gefa litlu barni smáhlut.
- Verið góð fyrirmynd og útskýrið hvað þið eruð að gera.
- Útskýrið fyrir barninu hvers vegna sumir hlutir eða gjörðir eru hættulegar.
- Gerið fræðslu um öryggi að skemmtilegri og jákvæðri reynslu.
- Kennið barninu að hegðun þeirra og gjörðir geti haft áhrif á aðra.
Ítreka þarf við foreldra í hverri heimsókn að BARN ER ALLTAF Á ÁBYRGÐ FORRÁÐAMANNA SINNA. Lítil börn eiga því aldrei að vera eftirlitslaus.
| 4.0625
|
Hægt er að fá tæknimenn Davíð & Golíat á staðin. Tæknimennirnir eru sérhæfðir í tölvuviðgerðum , netkerfum, tölvulögnum & símkerfum
Í bæklingnum má finna upplýsingar um flestar þær lausnir sem Davíð & Golíat býður upp á.
Í bæklingnum má finna upplýsingar um þær þjónustur sem Davíð & Golíat býður upp á.
Deila síðu:
Hér má sjá dæmi um viðskiptavini okkar á erlendis.
| 0.8125
|
|Metamorphoses|
29.12.06
( 8:35 PM ) Salvor
SÝbloggandi ß salvor.blog.is
╔g er ekki hŠtt a blogga, ■a er ÷ru nŠr. N˙na sÝasta mßnuinn hef Úg blogga grimmt ß heitasta reitnum Ý Ýslensku netsamfÚlagi sem er auvita moggabloggi.
Slˇin hjß mÚr er http://salvor.blog.is
Ůetta bloggsamfÚlag hefur haft ■au ßhrif a Úg er sÝbloggandi um merkilegar jafnt sem ˇmerkilegar frÚttir og tjßi mig grimmt um hneykslismßlin og dŠgurmßlin Ý Ýslensku samfÚlagi. HÚr er listi yfir bloggin undanfarin mßnu, hann er ˇhugnanlega langur. Ůa verur eitt af nřßrsheitunum Ý ßr a tempra moggabloggi.
10 ■˙sund třndar skopmyndir eftir Sigmund - Veit einhver um ■Šr?
Hver mß blogga hjß R┌V?
Fangelsi AmerÝka - topplistar hjß Time.
Bakslag? Getur ■a ori verra?
VargafÚlagi
Fann Úg ß fjalli fallega steina
═safold velur ═slending ßrsins
Upp ß hˇl stend Úg og kanna
Jˇlabo 2. Ý jˇlum - myndir
Jˇl Ý BolungarvÝk
Feralag keisaram÷rgŠsanna
┌u list
Jˇlamyndir - pakkaupptaka
Gleileg jˇl
Reykskynjarar, kerti og jˇlaskreytingar
Sendiherrann ß S˙fistanum
N˙lur ß Naustinu, engin skata
Neti er dřri
Heggur sß er hlÝfa skyldi
Kastljˇs fangavaranna
Vetrarsˇlhv÷rf og Afturelding
Klikka Kastljˇs
Siferi ß Netinu - A skjˇta fˇlk
Ëskar og ofsˇttir Framsˇknarmenn
Grafar■÷gn er gˇ
Mefer og skutl
Byrgi, Konukot, Vogur, braufŠtur og kvalalosti
Tr˙, vÝma og umburarlyndi
Drottningarvital vi sjßlfa mig sem mann ßrsins
F÷ndur dagsins - Framsˇknarlokkar
Keyri yfir umferareyju
Fagna me Framsˇkn
Aumastir allra - ËlafÝa og vŠndiskonurnar
Grřla ß Bolafjalli
Tˇm steypa hjß Orinu ß g÷tunni
Cult Shaker k˙lt˙r ß ═slandi
Bloggtoppur ßri 2007
Kona ßrsins
A drepa konu
Me jˇlal÷gum skal land byggja
Jˇlaskraut truflar netsamband Ý ■rßlausum heimi
Fr˙ Blair Ý blßum kjˇl, nakin
╔g ■ekki Grřlu, Úg hef hana sÚ..
Eitur Ý listsk÷pun
Skrauthnappar - lÝtil listaverk
Allir ß mˇti hlerunum... nema ■egar ■a kemur ■eim sjßlfum vel
Tjßningarfrelsi - Hver mß lřsa Ýslenskum veruleika?
Grřla Ëmars Ragnarssonar
Or dagsins er seimagna
Gur˙n Halldˇrs opnar dyr
Mynd mÝn af HallgrÝmi PÚturssyni
Mˇuharindi bernskunnar
OlÝumßlverk - Snerting, sjˇn og tjßning
AusturstrŠti, ys og lŠti...fßlkaŠti
HßvŠr umrŠa um hleranir
Hva er Fons?
Upplřsingal÷g, Myspace og kynferisafbrotamenn
OlÝumßlun - fyrsta myndin
Offita barna mest Ý Breiholti
Siblindir ß meal vor
ĂskulÝnan,Tr÷ , Alexander mikli, bÝlar og fÝlar
Framsˇkn MargrÚtar
Ekki frÚtt dagsins - Coldplay semur nř l÷g
Frjßlslynt nřtt afl - Einhvers staar vera vondir a vera
LÝfsřni og pabbi hans L˙vÝks
FÝnir kandidatar hjß Vinstri GrŠnum
Rˇsu Park dagurinn
┴rßsin ß Second Life og netßrßs al-Qaeda
Jˇlamoggablogg og jˇlaglŠpurinn
Fugl dagsins er margŠs
Dagsbr˙n var einu sinni verkalřsfÚlag...
Hannibal hleraur
Borgarastyrj÷ld Ý ═rak og ßbyrg hinna viljugu ■jˇa
Fj÷lskyldumyndir
Virkjanir kosta meira en peninga og heial÷nd
Or dagsins eru hacktivism og slacktivism
Kaupum ekkert dagurinn ß 66 norur
Menning heimsins er ritu Ý leir
Fyrrverandi ljˇska
VÝkindainnrßsin og West Ham
Or dagsins er PÝskirÝs
Kortakvart
A verja hagsmuni sÝna... fyrir sjßlfum sÚr
Kanah˙sin ß floti
Ăvisaga Hannesar
Myspace,netsamfÚl÷g og h÷fundarrÚttur
Er lÝf eftir Frontpage?
Sturla, Einar, Einar
Stafrˇfskveri - flott framtak hjß bˇkas÷fnunum
Konungsbˇk og eineygur k÷ttur
Bifrastarmßli - ■rj˙ atrii til umhugsunar: umbo, nafnlaus skrif, ßstarsamb÷nd nemenda/kennara
Ý augsřn er n˙ frelsi...
Runˇlfur ß Bifr÷st, ┴rni Ý Eyjum og Arnar Ý Rannsˇknarl÷greglu
Labpixies
Youtube uppfinning ßrsins samkvŠmt Time
Wikispaces fyrir kennara - skjßkennsla
Skrifa ß veggi Ý Barcelona
A skrifa greinar um fˇlk Ý Ýslensku wikipedia
Go open source
Jumpcut - Iceland 2006 #
11.11.06
( 12:25 PM ) Salvor
Mannval hjß Samfylkingunni
╔g held a ■a sÚu fßir flokkar sem geta stßta af eins miklu mannvali Ý prˇfkj÷rum eins og Samfylkingin Ý ReykjavÝk Ý prˇfkj÷rinu Ý dag. N˙na er Úg a skoa bl÷in og ■ar er miki um auglřsingar og myndir frß frambjˇendum og Úg held a ■etta sÚ einvala li, allt fˇlk sem Úg myndi treysta til a taka ßbyrga og vel Ýgrundaa afst÷u Ý mßlum og vinna a velfer allra en vera ekki mßlpÝpur ea talr÷r forrÚttindastÚtta. Ůetta segi Úg ■ˇ Úg sÚ ekki Ý Samfylkingunni.
Ůa er ßberandi hversu margir af ■eim sem eru Ý framboi hafa unni a jafnrÚttismßlum og řmis konar mannrÚttindamßlum. ╔g starfai me Ingibj÷rgu Sˇlr˙nu, Gur˙nu Ígmunds, Steinunni ValdÝsi og ١rhildi Ý Kvennalistanum og BryndÝsi ═sfold Ý rßi FemÝnistafÚlagsins. Kristr˙n Heimis hefur einnig starfa Ý FemÝnistafÚlaginu. Allt alveg frßbŠrar konur sem Úg hef fylgst lengi me treysti til allra gˇra verka.
Íssur og M÷rur eru skˇlabrŠur mÝnir ˙r MR og voru ■ar strax forustumenn Ý fÚlagslÝfinu. Íssur hefur n˙ veri Ý forustu sÝan Úg byrjai a fylgjast me fÚlagsmßlum, fyrst Ý MR, sÝan Ý st˙dentapˇlitÝkinni og svo ■jˇmßlunum. Jˇhanna hefur veri Ý eldlÝnu stjˇrnmßla Ý marga ßratugi og stai fyrir m÷rgum gˇum mßlum. ╔g man a ■egar h˙n var fÚlagsmßlarßherra var komi ß fyrir hennar tilstilli styrk ˙r rÝkissjˇi til atvinnumßla kvenna en um ■a leyti var verulegt atvinnuleysi meal kvenna og miklu meira en meal karla, sÚrstaklega ß landsbygginni. ╔g hugsa a ■a veri ekki fyrr en eftir marga ßratugi ■egar stjˇrnmßlasaga liinna ßratuga verur skrifu a menn ßtta sig ß ■vÝ hve miklir gerendur Íssur og Jˇhanna hafa veri Ý Ýslenskum stjˇrnmßlum og ■a ■rßtt fyrir a ■au hafi mestan sinn stjˇrnmßlaferil veri Ý stjˇrnarandst÷u.
╔g hef fylgst me verkum Helga Hj÷rvar Ý borgarstjˇrn og verkum ┴g˙sts Ëlafs ß ■ingi og ■eir hafa bßir stai sig afar vel og starfa a heilindum og dugnai a řmsum umbˇtamßlum. ╔g man a fyrir m÷rgum ßrum ■ß var Úg ß fundi hjß ofbeldisvarnarhˇpi FemÝnistafÚlagsins og ■ar voru fulltr˙ar stjˇrnmßlaflokkanna og ■ß var ┴g˙st Ëlafur ■ar mŠttur fyrir h÷nd Samfylkingarinnar. ╔g man a ■ß var t÷luvert sˇtt a honum af fundarm÷nnum - a mig minnir ˙t af ■vÝ a a ungir Samfylkingarmenn a mig minnir Ý ReykjavÝk h÷fu sporna ß mˇti ■vÝ a fß s˙ludansstaina og kj÷ltudansinn ˙trŠka ˙r ReykjavÝk og veri me einhverjar ßlyktanir ea skrif um ■a. ┴g˙st Ëlafur var ß ■essum fundi ekki ofsŠll af ■vÝ a ■urfa ■ar a verja sÝna samherja en sÝan ■ß hefur hann stai sjßlfur fyrir řmsum lagafrumv÷rpum sem taka ß kynbundnu ofbeldi og a rÚtta hlut fˇlks sem stendur h÷llum fŠti Ý samfÚlaginu.
┴sta Ragnheiur og Valgerur Bjarnadˇttir eru lÝka skeleggar barßttukonur um jafnrÚttismßl ■ˇ ■Šr hafi ekki veri Ý Kvennalistanum. Mig minnir reyndar a ┴sta Ragnheiur hafi veri Ý Rausokkuhreyfingunni. Ellert Scram hefur unni farsŠlt starf innan Ý■rˇttahreyfingarinnar og ■ar teki ■ßtt Ý a rÚtt hlut kvenna.
╔g veit n˙ reyndar ekkert um einn frambjˇandann Gl˙m anna en stendur ß heimasÝunni hans og ■a er n˙ ekkert sÚrstaklega a h÷fa til mÝn ■ˇ ■a sÚ fj÷rlegt og maurinn glŠsilegur. Ůa verur a segjast hreinskilnislega - ■a virkar bara ß mig sem innihaldslaust oragjßlfur ■a sem Úg er a lesa ■ar.
╔g vona a Kristr˙n Heimisdˇttir, BryndÝs ═sfold, ┴g˙st Ëlafur og Helgi Hj÷rvar veri framtÝarleitogar Ý Ýslenskum stjˇrnmßlum og mÚr finnst ■au ÷ll hafa sřnt me st÷rfum sÝnum a ■eim er treystandi til ■ess. ╔g vona a ■au fßi mikinn stuning Ý prˇfkj÷rinu svo ■a hvetji ■au til dßa og til a halda ßfram ß s÷mu braut.
╔g vona lÝka a reyndir ■ingmenn njˇti verka sinna Ý svona prˇfkj÷ri og fˇlk skoi verk ■eirra og leggi mat ß st÷rf ■eirra. ╔g ˇska n˙ sÚrstaklega fyrrum Kvennalistakonum og fÚlagsm÷nnum Ý FemÝnistafÚlaginu gˇs gengis og reyndar finnst mÚr hryggjarstykki Ý Samfylkingunni sem og fleiri stjˇrnmßla÷flum hafa vaxi upp ˙r jafnrÚttishreyfingum undanfarinna ßratuga.
Annars fyrst Úg er a mŠra svona Samfylkingarfˇlk ■ß er best a strß lofinu ß fleiri stjˇrnmßlaflokka sem Úg tilheyri ekki. ╔g var sÚrstaklega ßnŠg me a Grazyna M. Okuniewska komst ßfram Ý prˇfkj÷ri SjßlfstŠismanna Ý ReykjavÝk, Úg ■ekki Grazynu ßgŠtlega og veit a h˙n er mannvinur og bŠi heiarleg, greind og dugleg og verur ÷flugur og gˇur talsmaur nřb˙a hÚr. Grazyna er Šttu frß Pˇllandi eins og stˇr hluti af nřb˙um hÚrna. ╔g veit a h˙n brßst strax vi og skrifai blaagrein ß mˇti ■essari nřju lÝnu hjß Frjßlslynda flokknum. ╔g get n˙ ekki ausi lofi ß Frjßlslynda flokkinn fyrir ■etta nřja ˙tspil a gera ˙t ß ˙tlendingahatur en ■a var nßtt˙rulega bara tÝmaspursmßl, ■a eru alltaf hŠgrisinnair litlir flokkar sem taka svona dřfur og hÚr ß ═slandi hefi ■a ekki geta veri neinir nema Framsˇknarflokkurinn og Frjßlslyndi flokkurinn. Sem betur fer ■ß leggst minn flokkur Framsˇknarflokkurinn ekki svona lßgt og ■ar talar formaurinn um a flokkurinn um ■jˇhyggju en ekki ■jˇernishyggju vŠntanlega einmitt til a greina sig frß ˙tlendingahatursflokkum. ╔g velti n˙ lÝka fyrir mÚr hva pˇlskri eiginkonu formanns Frjßlslynda flokksins finnst um ■essa umrŠu. Reyndar var Úg bara ßnŠg me efsta fˇlk ß lista hjß SjßlfstŠisflokknum Ý ReykjavÝk, ■a er fˇlk sem Úg treysti ßgŠtlega ■ˇ mÚr finnist hlutur kvenna rřr ■arna en Úg held a Gufinna, ┴sta M÷ller og D÷gg og Grazyna veri ßgŠtir mßlsvarar mannrÚttinda. #
21.9.06
( 8:58 PM ) Salvor
Maur af erlendum uppruna
╔g hef reynt a slß inn Ý google Ý dag frasa eins og "how to blow up the world" og "how to get rich and make bombs without really trying" Ý veikri von um a draga a mÚr athygli hinnar ßrv÷kulu Ýslensku l÷gregluyfirvalda sem tÚkka ß ■vÝ a ■egnarnir sÚu ekki a skoa a ˇ■÷rfu alls konar ˇhollustu vefdrasl. Merkilegasta frÚtt dagsins er um manninn af erlenda upprunanum sem vafrar ß Netinu og heldur a hann komist upp me ■a.
Ůessi frÚtt var ß R˙v Ý dag:
"FrÚttablai greinir frß ■vÝ ß forsÝu Ý dag a l÷gregluyfirv÷ld hafi til rannsˇknar mßl sem vari ■jˇar÷ryggi. ┴bendingar hafi borist um a maur af erlendum uppruna liti oft ß vefsÝur sem fj÷lluu um sprengjuger. Jˇn H. Snorrason, yfirmaur efnahagsbrotadeildar rÝkisl÷greglustjˇrans, segir a embŠttinu berist řmsar ßbendingar um mßl t.d. frß borgurunum. Hann segir řmis mßl koma til rÝkisl÷greglustjˇrans og ■au sÚu k÷nnu og sÚu formlega ranns÷ku, sÚ tilefni til."
╔g er dauhrŠdd um a l÷gregluyfirv÷ld komist a ■vÝ a Úg hef sÚrstakan ßhuga ß vefsÝum sem fjalla um ramoringja og vefsÝum um Helf÷rina og vefsÝum um voaverk Ý strÝi og ■jˇarmor og ˙trřmingarherferir. Nei bÝddu vi... sennilega finnst engum ■a grunsamlegt... vi erum Ý samfÚlagi sem dřrkar ofbeldi og mor og ˇdŠisverk og ß hverjum einasta degi er dŠlt yfir okkur uppskriftum af morum og valdbeitingu, stundum eru ■essar uppskriftir kallaar frÚttir, stundum sakamßla■Šttir stundum klßmefni og stundum s÷gulegt efni.
En hinn frˇleiksf˙si maur af erlenda upprunanum sem skoar alls konar vefsÝur um sprengjur Štti kannski a beina frˇleiksfřsn sinni Ý arar ßttir. Kannski a byrja ß a kynna sÚr hvernig hann getur ferast um sporlaust Ý ˇravÝddum Internetsins. Ůa eru til verkfŠri til ■ess, t.d. Torpark frß Hacktivismo.
╔g veit ekki hvort ═sland er a breytast Ý l÷greglurÝki ea hvort ■a er ■egar ori l÷greglurÝki ea hvort ■a hefur kannski veri l÷greglurÝki sem njˇsnai um ■egnanna Ý marga ßratugi. Ůa er ekkert eins hŠttulegt fyrir lřrŠi og stjˇrnv÷ld sem telja ■egnana Ý eigin rÝki vera sÝna verstu ˇvini. #
19.9.06
( 9:09 AM ) Salvor
Gulast, guleysi, vÝsindahyggja og bˇkstafstr˙
H÷rmulegustu strÝin sem n˙ eru hß Ý heiminum eru ekki innblßsin tr˙arstrÝ og mesta ˇgn okkar er ekki brjßlair ofsatr˙arterroristar. Ůa stafar meiri ˇgn af stjˇrnv÷ldum sem nota hrŠslu vi tr˙arterrorisma sem ßtyllu og skßlkaskjˇl til a byggja upp l÷greglurÝki og eftirlits■jˇfÚlag. En tr˙in er lÝm sem lÝmir saman sundurleita hˇpa og getur veitt fˇlki sem fremur voaverk einhvers konar rÚttlŠtingu gj÷ra sinna.
Ůa eru ekki skřrar markalÝnur milli bˇkstafstr˙armanna Ý M˙slimal÷ndum og hinna frjßlslyndra Vesturlanda, ■a er jafnmikill uppgangur Ý bˇkstafstr˙ sums staar ß Vesturl÷ndum, sÚrstaklega Ý BandarÝkjunum ■ar sem n˙verandi stjˇrnv÷ld sŠkja reyndar fylgi sitt til slÝkra afla.
Ůetta er skrřtin heimsmynd, geysistˇrar fylkingar af sama meii - bßar vopnaar eldg÷mlum skrŠum biblÝunni og kˇraninum. ■a er alveg lygilegt hva margir eru tilb˙nir til a nota gagnrřnislaust gamlar bŠkur sem sitt leiarstef Ý lÝfinu.
HÚr eru tv÷ gˇ myndb÷nd um vÝsindahyggju versus bˇkstafstr˙. Ůar er bˇkstafstr˙ mßlu sem ˇvinurinn og andstŠa vi vÝsindahyggju. ╔g held hins vegar ekki a ■a sÚ einhver sk÷rp skil milli vÝsindahyggju og tr˙ar, vÝsindahugsun er ekki alltaf andstŠa vi gagnrřnislausa bˇkstafstr˙. VÝsindahugsun hefur ß řmsum tÝmum veri alveg eins og bˇkstafstr˙ loku inn Ý eigin kerfi og komist a furulegum niurst÷um me ■vÝ a nota viteknar aferir.
Reyndar finnst mÚr vÝsindamenn sem hafa komist niurst÷um sem vi n˙na teldum fßrßnlegar og skrřtnar vera mj÷g ßhugaverir. MÝnir eftirlŠtisvÝsindamenn eru Daninn Tyche Brahe sem gekk me gullnef og fŠri lŠr r÷k fyrir kenningu um a sˇlin snerist Ý kringum j÷rina og svo ═slendingurinn Finnur Magn˙sson sem var etatsrß og leyndarskjalav÷rur konungs og samdi geysilegar dorant um r˙nirnar Ý Runamo og las ˙t ˙r ■eim vÝsur ■ar sem arir sßu j÷kulristur.
Guleysinginn Richard Dawkins sem talar Ý myndb÷ndunum mŠlir fram ■au vÝsdˇmsor a "religion thrives on unsolved mystery" en hann setur ■a fram eins og eitthva slŠmt. Tr˙ar■÷rf er samofin hinu ˇkannaa, hinu ˇkunna, Ýmyndunaraflinu og tilfinningum, ■vÝ sem vi getur ekki sett inn Ý tilb˙in kerfi.
#
12.9.06
( 6:30 PM ) Salvor
Skjßkennsla
Ein sniug afer Ý fjarkennslu er a taka upp efni sem nemandinn getur spila - anna hvort Ý t÷lvunni hjß sÚr ea hlai inn Ý videˇ iPod. ╔g hef veri a taka upp ■a řmis konar sřnikennslu og setja ß vefinn, hÚr eru dŠmi um sřnikennslu um Wikimapia.org og um hugarkortsforriti Freemind. ╔g vista uppt÷kurnar sem flash formi og wma en set ■etta lÝka ß youtube ea google video ■ˇ ■a ■ři minni gŠi. Ůessi myndrŠmukerfi eru alltaf a vera betri og betri og youtube er eitt mest sˇtta vefsvŠi Ý heiminum Ý dag. Ůar er margt efni svo sem tˇnlistarmyndb÷nd sem eru sennilega ekki ■arna me sam■ykki h÷fundarrÚtthafa. Ůa er n˙na hŠgt a senda beint ˙t ß blogger frß bŠi youtube og google video ■annig a ■etta er einf÷ld lei til a gefa ˙t margmilunarefni. ╔g nota Camtasia til a taka upp sřnikennslu.
#
1.9.06
( 10:06 AM ) Salvor
Gender trouble Ý Pˇllandi
╔g er st÷dd Ý borginni Lodz Ý Pˇllandi, Úg er ■ar ß evrˇpskri kynjafrŠirßstefnu. RÚtt ßan var Úg a hlusta ß Judith Butler flytja fagnaarerindi sitt og mÚr heyrist h˙n ekki tala Ý neinum samhljˇmi me Bush forseta sÝnum fremur en arir bandarÝskir menntamenn. ╔g ß eina bˇk eftir Butler, bˇkina Gender Trouble en ver a viurkenna a Úg hef aldrei lesi hana. Reyndar er ■a svo a ■essi bˇk hefur ferast me mÚr vÝa, ■etta er svona kilja sem hentar a taka me sÚr Ý flugvÚlar. ╔g hafi Ý m÷rg ßr ■ann si a hafa me mÚr Ý handfarangri sem lestrarefni tvŠr bŠkur, ■a var bˇkin Gender Trouble eftir Judith Butler og bˇkin Metaphors We live By eftir George Lakoff og Mark Johnson. ╔g hef samt aldrei svo miki sem lesi fyrstu blasÝuna Ý ■essum bˇkum og ■a rann smßn saman upp fyrir mÚr a ■etta var einhvers konar rituall a pakka ■eim me Ý feral÷g. Svona eins og a pakka me biblÝunni ea einhverjum verndargripum me ristuum tßknum.
N˙ er Úg hŠtt a taka ■essar bŠkur me mÚr Ý flug. Ůa er samt Štlun mÝn a lesa ■Šr einhvern tÝma. Ůetta einhvern tÝma getur samt veri afar langt Ý burtu Ý tÝma. N˙na hef Úg nefnilega mestan ßhuga ß sakamßlas÷gum og ■ß helst sakamßlas÷gum ˙r Ýslenskum veruleik. Reyndar hef Úg svo mikinn ßhuga n˙na ß sakamßlas÷gum a mig langar til a skrifa sakamßlas÷gu. ╔g fÚkk ■ennan ßhuga nřlega ˙t af ■rennu. ═ fyrsta lagi ■ß hlustai ß heimildar■ßtt Ý danska sjˇnvarpinu um Blodgruppen sem er sŠnsk glŠpas÷gukvennamafÝa og um glŠpasagnah÷fundinn Lizu Marklund, ■a rann upp fyrir mÚr a sakamßlasaga er frßsagnarform sem hŠfir beittri samfÚlagsrřni og ■vÝ a segja s÷gu um k˙gun og vald. Heimildar■ßtturinn var "dokumentar om seks andre kvindelige svenske krimiforfattere, der m°des i "Blodgruppen" for at diskutere nye og anderledes metoder til at slň folk ihjel i deres romaner". ═ ÷ru lagi var Úg Ý Flatey Ý sumar og hitti ■ar glŠpasagnah÷fundinn Viktor Arnar Ingˇlfsson og hann sagi okkur frß bˇkinni sinni sem gerist Ý Flatey og svo Ý ■rija lagi hlustai Úg ß leiklesturinn ß TÝma nornarinnar eftir ┴rna ١rarinsson ß rßs 1 n˙na Ý sumar. ╔g er sem sagt b˙in a bŠta ■vÝ vi ß listann yfir markmi Ý lÝfinu a skrifa eina sakamßlas÷gu. Ůa kemur nŠst ß eftir markmiinu a vera skopmyndateiknari sem vÝlar ekki fyrir sÚr gulast. ╔g las ■vÝ Ý Flateyjargßtunni ß flugleiinni frß ═slandi, vonandi klßra Úg hana ß heimleiinni til ═slands. #
21.6.06
( 11:00 AM ) Salvor
SjˇrŠningjaflokkurinn
Ef Úg byggi Ý SvÝ■jˇ og hefi kosningarÚtt ■ar ■ß myndi ÷rugglega hvarfla a mÚr a kjˇsa nřja sŠnska FemÝnistaflokkinn . En svo mundi Úg upptendrast og Ša beint Ý SjˇrŠningjaflokkinn, ganga Ý ■ann flokk og starfa eins og Úg gŠti a barßttumßlunum. BŠi ■essi nřju sŠnsku stjˇrnmßla÷fl sn˙ast um brřn mannrÚttindamßl og Úg gŠti varla gert upp ß milli hvort er mÚr hugleiknara - a berjast fyrir rÚttindum kvenna og barna ea berjast fyrir tjßningarfrelsi og athafnafrelsi ß Internetinu og frjßlsu flŠi ■ekkingar. ╔g held hins vegar a akk˙rat n˙na magnist r÷dd femÝnista ekki neitt upp me a vera loku inn Ý einhverju einu stjˇrnmßlaafli. ╔g held a mßlstaur femÝnista eigi hljˇmgrunn hjß ÷llu hugsandi fˇlki og ■a sÚ mikilvŠgara a bergmßla r÷dd kvenfrelsis Ý ÷llum stjˇrnmßlaflokkum og vinna lÝka saman ■vert ß flokka.
Ůannig er ■a ekki me deilingu ß efni ß Netinu. FŠstir ■eirra sem n˙ stjˇrna og setja okkur l÷g og leikreglur hafa skilning ß ■vÝ hversu mikilvŠgt frjßlst flŠi ■ekkingar er fyrir mannrÚttindi og fyrir athafnalÝf ß upplřsinga÷ld. Almenningsßliti er ekki hlihollt netverjum, margir telja a vi sem deilum og skiptumst ß efni ß Netinu og setjum saman efni ˙r řmsum ßttum sÚum ribbaldalřur og glŠponar. Ůa fara fram ofsˇknir ß hendur netverjum Ý řmsum l÷ndum. Ef ■a gerist Ý KÝna ea Miausturl÷ndum ■ß hefur pressan ß Vesturl÷ndum skilning ß ■essu sem mannrÚttindabrotum en ef ■a gerist ß Vesturl÷ndum ■ß er frÚttaflutningur oft afar litaur og ori hakkari er nota sem heiti yfir einhvers konar hryjuverkastarfsemi ß Netinu og lßti lÝta ˙t fyrir a aalija netlřsins sÚ a hanga froufellandi yfir dreifingu ß klßmi. Margt af ■vÝ sem stjˇrnv÷ld og l÷ggjafar ahafast ß ■essu svii er ekki me hagsmuni almennings Ý huga heldur til a tryggja hagsmuni rÝkisvalds sem vill hafa eftirlit me ■egnunum og til a tryggja hagsmuni fj÷l■jˇlegra stˇrfyrirtŠkja. Allar leikreglur um h÷fundarrÚtt og hugverkarÚtt og bl÷ndun og dreifingu ß efni eru miaar vi veruleika sem er vÝs fjarri ■eim veruleika sem vi lifum vi Ý dag. Ůa er mj÷g erfitt fyrir marga ■eirra sem lifa og hrŠra Ý heimi ■ekkingar og sem hafa hloti skˇlun sÝna Ý heimi prentmila og mistřrrar ljˇsvakafj÷milunar a skilja a sß markasmekanismi sem vi b˙um vi Ý dag er alls ekkert a virka Ý ■essum nřja nettengda ■ekkingarheimi.
Nokkrar slˇir um SjˇrŠningjaflokkinn
Wikinews vital vi stofnanda SjˇrŠningjaflokksins 20. j˙nÝ
Upplřsingar ß ensku um SjˇrŠningjaflokkinn
Myndir af mˇtmŠlum sŠnskra sjˇrŠningja
Meiri myndir frß sŠnskum sjˇrŠningjum
Ef til vill eru sŠnski femÝnistaflokkurinn og sŠnski sjˇrŠningjaflokkurinn vÝsbending um ■rˇun stjˇrnmßla, ef til vill breytast stjˇrnmßla÷fl ˙r ■vÝ a vera gamlir flokkar og breifylkingar Ý a vera tÝmabundnar fylkingar fˇlks sem ■jappar sÚr Ý kringum mj÷g skřrt afmarkaan mßlsta - gjarnan mßlsta sem ori hefur ß einhvern hßtt ˙tundan en sem hefur samt ■unga undir÷ldu og er ß einhvern hßtt boberi nřrra tÝma. Kvennalistinn sßlugi og Frjßlslyndi flokkurinn eru slÝk dŠmi Ý Ýslenskum stjˇrnmßlum, flokkar sem stofnair voru Ý kringum kvenfrelsi og kvˇtakerfi. Vinstri GrŠnir eru lÝka okkar grŠningjaflokkur. ╔g velti fyrir mÚr hvort ea hvernig rˇtgrˇnir flokkar geta teki Ý sßtt femÝnista, grŠningja og sjˇrŠningja.
╔g ˇska eftir a komast Ý samband vi ■ß netverja sem hafa ßhuga ß a berjast fyrir ■vÝ sama hÚrlendis og sŠnsku sjˇrŠningjarnir. Vi gŠtum kannski komi ■essum mßlum eitthva inn Ý umrŠuna Ý nŠstu ■ingkosningum. Skrifi mÚr ß email@example.com #
19.6.06
( 12:20 PM ) Salvor
Myndir frß 19. j˙nÝ - FramtÝ lřrŠis
Hefur maur einhvern rÚtt til a vera sinnulaus um stjˇrnmßl? Ekki ß 19. j˙nÝ ■vÝ ■a er dagurinn ■ar sem Ýslenskir femÝnistar mßla bŠinn bleikan og minnast ■ess a ■ann dag ßri 1915 fengu Ýslenskar konur kosningarÚtt til Al■ingis. ╔g gekk um kvennaslˇir Ý dag, drakk kaffi ß Hallveigarst÷um og hlustai ß femÝniska tˇnleika ß Laugaveg 22. HÚr er myndaalb˙m me 72 myndum sem Úg tˇk, ■a er lÝka hŠgt a skoa ■Šr sem sjßlfkeyrandi myndasřningu.
En hefur maur einhvern rÚtt til a vera sinnulaus um stjˇrnmßl ß hversdagslegri d÷gum en 19. j˙nÝ? ╔g held a ■a sÚ skylda okkar a taka ■ßtt Ý stjˇrnmßlum og ■jˇfÚlagsumrŠu og reyna a hafa ßhrif ß samfÚlags■rˇun. Ůa eru ßgŠtir ■Šttir ß sunnud÷gum Rßs 1 n˙na Ý sumar um framtÝ lřrŠis og Ý gŠr 18. j˙nÝ var vital vi Atla Hararson heimspeking ■ar sem hann veltir einmitt upp spurningu um ßbyrg ■eirra sem sřna stjˇrnmßlum tˇmlŠti.
┌r ˙tvarps■Štti um framtÝ lřrŠis 18. j˙nÝ
LřrŠi gengur ˙t ß a ˇlÝkar skoanir takist ß og menn sÚu tilb˙nir til a hlusta ß ara og geti skipt um skoun ef r÷k andstŠinga eru nˇgu sannfŠrandi, lřrŠi snřst um umburarlyndi, tjßningarfrelsi og tr˙frelsi.
Atli fjallai um hvernig mialdamenn geru rß fyrir stigveldi, a mennirnir vŠru ekki jafnir og hin miklu umskipti Ý heimspeki vera ■egar menn hŠtta a gera rß fyrir a til sÚ einhver einn sannleikur og sß Šsti Ý stigveldi manna hefi eitthva betri agang a sannleika og ■ekkingu en arir lŠgra settir. ┴ sautjßndu ÷ld fara heimspekingar a gera rß fyrir a allir menn sÚu jafnir. Atli rŠddi um heimspekingana John Locke og Baruch Spinoza en ■eir voru uppreisnarmenn, ■eir settu fram hugmyndir ß tÝma ■ar sem ekki var til neitt lřrŠisrÝki, hugmyndir sem voru afar rˇttŠkar ß 17. ÷ld ß ÷ld sˇlkonungsins, ß ÷ld ■ar sem flestir Ý fararbroddi Ý samfÚlaginu ßlitu ■a framfaramßl a allir ■rŠir vŠru Ý hendi einvalds sem stjˇrnai me rßgj÷fum sÝnum og t÷ldu a ef skrÝll ea lřur rßi ■ß sÚ ekki stjˇrna af ■ekkingu.
Fyrstu skrefin Ý lřrŠisßtt voru tekin af ■eim sem ahylltust tr˙frelsi. Ef samfÚlag er skipulagt Ý kringum eina tr˙ og einn si og ■a er glŠpsamlegt a gagnrřna hana opinberlega ■ß verur ekki til ■a hugmyndatorg sem lřrŠi gengur ˙t ß. Konungur ßtti a hafa ■egi vald sitt beint frß gui. Locke notai efahyggjur÷k til a mŠla fyrir tr˙frelsi. Locke setti fram hugmynd um fulltr˙alřrŠi, Spinoza varpar fram ■eirri hugmynd a rÝki ■a sem skoanafrelsi og umburarlyndi rÝkir kunni a vera st÷ugra, Ý ■annig rÝki vŠri minni hŠtta ß blˇugum byltingum. Heimspekingurinn Rousseau ß mikil Ýt÷k Ý draumaheimi n˙tÝmans - ■eim draum a allir rßi rßum sÝnum Ý sameiningu og komist a sameiginlegri niurst÷u.
Atli rŠir um hve stjˇrnmßl njˇti lÝtillar viringar Ý dag og hŠttuna ß ■vÝ a vi t÷kum lřrŠi sem of sjßlfsagan hlut. Stjˇrnmßl sn˙ist um mßlefni ■ar sem fˇlk er Ý nßgrenni vi alls konar drullupolla, ■a er tekist ß um řmis konar hagsmuni og ■eir sem taka ■ßtt hljˇta ˇhjßkvŠmilega a fß ß sig einhverjar slettur. En til ■ess a lřrŠi virki ■ß ■urfa margir a taka ■ßtt og gefa kost ß sÚr, almennir kjˇsendur a hlusta ß hugmyndir og taka afst÷u til ■eirra ß yfirvegaan hßtt, kjˇsendur vera a taka stefnumßl flokkanna alvarlega og hlusta ß frambjˇendur. Annars er hŠtta ß a kosningar veri skrÝpaleikur, einhvers konar ˇmerkileg vinsŠldakosning ■ar sem frambjˇendur dŠla ˙t ßferarfallegum sjˇnvarpsauglřsingum ■ar sem řtt er ß einhverja takka Ý sßlinni ß fˇlki.
Meira um kosninga■ßttt÷ku Ýslenskra kvenna og 19. j˙nÝ
Ůann 19. j˙nÝ 1915 fengu konur sem voru 40 ßra og eldri kosningarÚtt til Al■ingis. Aldurstakmarki skyldi lŠkka um eitt ßr nŠstu 15 ßrin, ea ■ar til 25 ßra aldri vŠri nß en ■a voru ■au m÷rk sem almennur kosningarÚttur karla miaist vi. Sama dag fengu ■eir karlar sem voru vistrßin hj˙ kosningarÚtt me s÷mu skilyrum og konur. ┴stŠan fyrir aldurstakmarkinu var s˙ a stjˇrnv÷ld (karlar) t÷ldu hina nřju kjˇsendur ekki nŠgilega ■roskaa til a takast ß vi kosningarÚttinn og t÷ldu a ef ■eim yri ÷llum hleypt a kosningaborinu Ý einu gŠti ■a haft ˇfyrirsjßanleg ßhrif ß niurst÷ur kosninga.
Ůessar takmarkanir voru ß kosningarÚtt voru sÝar felldar niur og ßri 1920 vera karlar og konur j÷fn a l÷gum a ■vÝ er snertir kosningarÚtt og kj÷rgengi til Al■ingis.
┴ri 1908 sameinuust kvenfÚl÷gin Ý ReykjavÝk um fyrsta kvennaframboi ß ═slandi. Fjˇrar konur skipuu listann, ■ar ß meal BrÝet BjarnhÚinsdˇttir, og komust ■Šr allar Ý bŠjarstjˇrn - fyrstar kvenna hÚr ß landi. ┴ri 1922 hlaut Ingibj÷rg H. Bjarnason skˇlastřra kosningu til Al■ingis, fyrst kvenna.
HÚr er efni sem Úg setti ß vef frß 19. j˙nÝ 2003 og 2004.
19. j˙nÝ 2003
Bleiku steinarnir afhentir 2003
Kvennas÷guslˇir Ý kvosinni 19. j˙nÝ 2004
19. j˙nÝ 2004 ( myndir)
Borar ß vefsÝur
19. j˙nÝ 2006 myndaalb˙m me 72 myndum
19. j˙nÝ 2005 - Vi viljum
Videˇklipp frß ■ingvallahßtÝ (athuga, a til a spila vÝdeˇi getur ■urft a řta tvisvar ß myndina)
#
15.6.06
( 2:06 PM ) Salvor
FemÝniskt samkynhneigt samfÚlag
Eftirminnilegustu erindin ß rßstefnunni Tengslanet III- V÷ld til kvenna ß Bifr÷st 1. og 2. j˙nÝ voru gÝfuryraflˇi hjß Germaine Greer og sk÷rp greining hjß Ůˇrhildi Ůorleifsdˇttur ß hinu samkynhneiga karlmannasamfÚlagi sem vi lifum Ý og ßdrepa KatrÝnar Ínnu ■ar sem h˙n spyr hvort ■a sÚ kvenna verk a verja sŠmd karla. Ůetta var ÷flug rßstefna og d˙ndurpartř um kv÷ldi, svona stemming eins og ß landsfundum Kvennalistans ■egar barßttuglein var mest. ١rhildur talai um a vi ■yrftum femÝniskt samkynhneigt samfÚlag en hugmyndin hennar gekk ˙t ß a vi og fornmŠur okkar b˙um Ý samkynhneigu karlmannasamfÚlagi ■ar sem karlmenn elska ara karlmenn og ■ar sem konum er lÝka kennt a elska karlmenn, dß ■ß og vira. Eftir orrŠu ١rhildar ■ß hef Úg leita a merkjum um hi karlmannlega samkynhneiga samfÚlag og ■au blasa hvarvetna vi. Ekki sÝst ß ■essum HM tÝma. En merkin eru ekki bara Ý boltanum, ■au eru lÝka Ý bˇkmenntunum og ■au eru Ý ÷llum valdastr˙kt˙r samfÚlagsins.
┴ S˙fistanum Ý gŠr las Úg yfir kaffibolla fyrstu hlutann af bˇkinni Margs er a minnast eftir Jakob F. ┴sgeirsson en ■a eru minningarbrot ■ar sem Kristjßn Albertsson bregur um mynd af samferam÷nnum sÝnum. Kristjßn ■essi var hliv÷rur Ýslenskra bˇkmennta Ý marga ßratugi og ■a var hann sem uppg÷tvai ea bjˇ til me orrŠu sinni snilligßfu hins verandi nˇbelsskßlds en Kristjßn lofs÷ng Šskuverk Ýslenska bˇndasonarins Halldˇrs frß Laxnesi Ý frŠgum ritdˇmi Loksins, loksins. Ůessi minningabrot Kristjßns sem skrß eru eftir honum hß÷ldruum eru eins og kaflar ˙r rˇmantÝskum ßstars÷gum og ßstarjßtningum, mÚr fannst Úg vera a lesa Ý bˇkum Theresu Charles ea Barb÷ru Cartland ■egar Úg las hßstemmdar frßsagnir Kristjßns ß ■vÝ ■egar ÷rlaga■rŠir hans og skßldj÷fra spunnust saman. Kristjßn skrifai lÝka bˇk um Hannes Hafstein en ■a rit er ef til vill eitt besta dŠmi um hin samkynhneiga Ýslenska karlmannasamfÚlag. Um ■ß bˇk segir:
"Ăvisaga Hannesar eftir Kristjßn var strax umdeild bˇk en n˙ Ý dag ■ykir h˙n einna helst merkilegt fyrir ■ß gagnrřnislausu dřrkun ß Hannesi sem ■ar kemur fram. ═ s÷gunni er dregin upp mynd af honum sem nŠr gallalausum bjargvŠtti Ýslensku ■jˇarinnar. Mannkostir hans er tÝundair af svo miklum mˇ a menn hafa sagt a textinn nßlgist ■a a vera hˇmˇerˇtÝskur. " Kistugrein nr. 3412
╔g held a ritdˇmur um Vefarann sÚ lÝka hˇmˇerˇtÝskur og ■a eru lÝka margar s÷gur Halldˇrs, s÷gur sem upphefja karlmenn og lřsa andstygg ß konum og sjß konur sem fˇrnarl÷mb hinna mßttugu. Sagan Ëvinir eftir Isaac Bashevis Singer hefur alltaf stua mig ß sama hßtt og sumar s÷gur Halldˇrs Laxness og sumar s÷gur eftir Guberg Bergsson - svona s÷gur sem eru draumsřn og heimsřn karlmanna sem elska karlmenn og fyrirlÝta konur.
Ůa er kominn tÝmi til a steypa Hannesi Hafsteini af stalli - ekki me ■vÝ a sprengja upp styttur bŠjarins heldur me ■vÝ a vefja um ■Šr bleikum treflum og binda ß ■Šr bleik armb÷nd og endurskipa og endurraa sameiginlegum minningum me hlisjˇn ef ■vÝ a vi h÷fum hinga til b˙i vi samkynhneigt karlmannasamfÚlag Ý bˇkmenntum, stjˇrnmßlum og allri sameiginlegri vitund.
#
29.5.06
( 9:44 PM ) Salvor
ListrŠn form Ý nßtt˙runni
Lifandi verur og lifandi vefir taka ß sig falleg form ef maur skoar ■Šr frß ßkvenu sjˇnarhorni - ea břr til einhvers konar punkta og tengslakerfi til a lřsa verunni/vefnum. HÚr til vinstri en mynd af blogginu mÝnu Metamorphoses ■ann 28 maÝ 2006. Sum kerfi eru ˇsřnileg augum okkar en vi getum skoa ■au gegnum einhvers konar tŠkni og lřst ■eim me tßknrˇfi.
Einn n÷rdinn hefur b˙i til skemmtilegt kerfi til tjß vefsÝur ß myndrŠnan hßtt ■annig a tengsl vefsins vi ara vefi sjßist lÝka. MÚr finnst gaman af svona f÷ndri og ■a finnst m÷rgum Flickr notendum lÝka, ■a eru komnar meira en 400 tengslamyndir af vefsÝum ß Flicr. Ůessar venslamyndir eru eins og blˇm ea verur - eins og eitthva lifandi. Ůa vŠri flott ef hŠgt vŠri a b˙a til vensla- ea ferlamyndir af řmsu Ý lÝfinu. Mig hefur oft langa til a sjß GPS kort yfir ferir mÝnar gegnum lÝfi, hvar Úg hef b˙i og hvar Úg hef unni - ef til vill kemur eitthva mynstur Ý ljˇs - mynstur sem Úg sÚ ekki n˙na - ef til vill hringsˇlum vi alltaf Ý kringum einhverja miju. Ef til vill byggjast borgir alltaf upp ß sama hßtt ea eftir sama mynstri ea ferli.
Annars minna ■essar tengslamyndir af vefsÝum mig ß myndirnar Ý bˇkinni Kunstformen der Natur eftir Ernst Haeckel. Ernst ■essi skoai lÝfsferla og ■rˇun og hÚlt ■vÝ fram a ■roskaferill lÝfveru vŠri eins og ■rˇunarferli sem tegundin hefur gengi Ý gegnum og a kyn■Šttir ■roskuust eins og einstaklingar innan kyn■ßtta - ■annig vŠru sumir kyn■Šttir ■roskari og Šri en arir. Ůessi kenning var hent ß lofti af Nasistum og var hluti af hugmyndakerfi ■eirra. Ernst Haeckel er ■ekktur fyrir orin: "Politics is applied biology". #
26.5.06
( 8:51 AM ) Salvor
A toppa ß rÚttum tÝma
Ekki hefur SjßlfstŠisflokkurinn ea Samfylkingin sett mikinn lit ß ■essa kosningabarßttu, Úg hef n˙ lÝti sÚ til SjßlfstŠisflokksins nema einhverjar ˇljˇsar auglřsingar ■ar sem flokkurinn er n˙na Ý bleikingarleik og nřja Ýmyndin er a ■etta sÚ fÚlagshyggjuflokkur sem hl˙i sÚrstaklega a ÷ldruum. Samfylkingin er n˙ ekki ß neinu sÚrst÷ku flugi, Dagur eins og bilu grammˇfˇnplata sem segir Ý sÝfellu a Samfylkingin vilji vera kj÷lfestan Ý nřjum meirihluta og svo lŠtur hann Vilhjßlm etja sÚr ˙t Ý kapprŠur um hvort hann Štli a rukka fyrir bÝlastŠi. ╔g get n˙ ekki alveg sÚ dagsbirtuna nÚ ■a sem HallgrÝmur Helgason segir a sÚ hip og k˙l vi Samfylkinguna, HallgrÝmi er eigna slagori "Frekar Dagur en GŠrdagur" og vissulega eru dagheimili flottari en rˇluvellir en er ekki dßldil kyrrstaa Ý ■vÝ ■egar heitasti ßgreiningurinn Ý kosningabarßttu tveggja stŠrstu fylkinganna er eitthva ˙tfŠrsla ß ■vÝ hvar og hvernig menn megi parkera?
Ef ■a vŠru ekki litlu flokkarnir Framsˇkn, Vinstri-GrŠnir og Frjßlslyndir ■ß vŠri ■etta arfaleiinleg kosningabarßtta. Ůa er langmest a gerast hjß ■essum fylkingum og langsnaggaralegast og skřrast hva ■Šr standa fyrir. N˙na virist staan vera ■annig samkvŠmt skoanak÷nnunum Gallup a anna hvort fŠr SjßlfstŠisflokkurinn ßtta fulltr˙a og hreinan meirihluta ea Framsˇkn kemur inn manni og hindrar ■annig meirihluta SjßlfstŠisflokksins.
MÚr finnst ■a sÝnu betri kostur a Framsˇkn komi inn manni Ý borgarstjˇrn og barßtta Framsˇknar hefur veri heiarleg og skřr og efsti fulltr˙inn ■ar Bj÷rn Ingi stai sig vel alls staar. ═ einu fj÷lmilavitali sagi Dagur Eggerts a stjˇrnmßlabarßttan gengi ˙t ß a toppa ß rÚttum tÝma - og ■ß vŠntanlega ß kj÷rdag - inn Ý kj÷rklefanum. T÷luvert stˇr hluti kjˇsenda mun ßkvea sig ■ar. ╔g vona alla vega a Framsˇkn nßi inn manni, ■a getur ekki veri betra fyrir ReykvÝkinga a hafa hÚr svartblßan meirihluta sem mun kasta bleiku felulitaskikkjunni strax eftir kosningar. Ůa er rÚtt a rifja upp hvernig var fyrir sÝustu kosningar. ╔g skrifai ■etta ß blogg eftir kosningarnar 2002 um skrif harlÝnu frjßlshyggjunagga og ungra SjßlfstŠismanna:
Einkadansinn dunar
╔g held svo sannarlega a ■a ■urfi a setja kynjagleraugu ß sig fyrir kosningar en ■a er vÝst betra a hafa ■au gleraugu alltaf uppi ■vÝ ■a er ekki tr˙verugt ef stjˇrnmßla÷fl hafa bara ßhuga ß mj˙ku mßlunum rÚtt fyrir kosningar og vakna svo upp hardcore daginn eftir kosningar og vilja klßmtßn ReykjavÝk ßfram. Svona eins og daginn fyrir kosningar 24. maÝ birtist ■ar mßlefnaleg og alvarleg ßdeila ß andriki.is um bilista ß leikskˇlum Ý ReykjavÝk en strax eftir kosningar eru skrÝbentar blasins b˙nir a fella blŠjuna og vilja n˙na ˇlmir einkadans. Ůeir segja: "Svo lengi sem dansari og ßhorfandi ganga f˙sir og frjßlsir til leiks ■ß er ■a beinlÝnis skylda stjˇrnvalda a blanda sÚr ekki Ý leikinn."
MÚr finnst reyndar frekar leiinlegt hva kosningabarßttan gengur miki ˙t ß kannanir, vonandi vera ■a ekki kannanir sem b˙a til ˙rslitin. Ůa mß reyndar minna ß a ■a var k÷nnun sem ß sÝnum tÝma bjˇ til ReykjavÝkurlistann. Anna Kristinsdˇttir hefur bent ß a ■a er skynsamlegt a setja l÷g um a ekki megi birta skoanakannanir sÝustu daga fyrir kosningar. ╔g vona svo sannarlega a stjˇrnmßl ß ═slandi Ý dag sn˙ist samt um anna og meira en toppa ß rÚttum tÝma og rÝfast um parkeringar. #
24.5.06
( 11:01 AM ) Salvor
Hundra dollara fart÷lvan
═ gŠr var kynnt fyrsta starfshŠfa $100 fart÷lvan en 17. nˇvember nŠstkomandi verur kynnt nŠsta skref, h˙n verur ■ß tilb˙in Ý framleislu. Ůetta er nßmstŠki og verkfŠri sem verur sÚrstaklega snii fyrir b÷rn og unglinga Ý skˇlum. Ůetta er feikispennandi verkefni en aalmarkhˇpurinn er b÷rn Ý ■rˇunarl÷ndum. Markmii er ein fart÷lva ß hvert barn. Ůa er Nicolas Necroponte sem er driffj÷ur Ý ■essu verkefni, hann hefur miki skrifa um skˇlastarf Ý ■ekkingarsamfÚlagi, Úg fann vefpistill sem Úg skrifai ßri 1998 um hugmyndir Negroponte.
En n˙na seinustu ßr hefur Necroponte einbeitt sÚr a ˇdřru fart÷lvunni. HÚr er upptaka af fyrirlestri Necroponte (realmedia) nřlega. HÚr eru tŠknilegar upplřsingar um fart÷lvuna og fedora hugb˙nainn sem hannaur er fyrir hana. Fedora er opinn hugb˙naur fyrir framsetningu og vinnslu ß stafrŠnu efni, allt Ý Fedora er sett fram eins og vef■jˇnusta. #
19.5.06
( 7:00 AM ) Salvor
GOD 2.0 - tr˙arbr÷g nřrra tÝma
Sniug hugmynd a setja upp "open source" tr˙arbr÷g en binda sig ekki vi niurnj÷rvu og ˇbreytanleg m÷rg ■˙sund ßra skrif einhverra karla. BŠi biblÝan og kˇraninn eru tßkn hins lokaa prentheims - bŠkur sem tilheyra hinum ritstřra merkingarheimi ■ar sem einhverjir fßir hafa vali sig sem sÚrstaka sendiboa og t˙lkendur milli Gus og manna. ╔g var a lesa greinina New-time religion og umrŠuna um hana ß Digg.com ■ar sem sk÷punarsagan er endurritu Ý kˇa:
?
$CreateDate = strtotime(0);
$SawThatItWas = (light == true) ? "Good" : "Bad";
include("seas");
include("heavens");
require_once("birds");
require_once("fish_in_sea");
$mammal => "Human";
rest(86400);
?
Svo er BÝblÝan borin saman vi opin hugb˙na og kemur ekki allt of vel ˙t:
"Open source means you can add things to it, and fix the parts that are broken. Unless you're an eccumenical council, the Bible isn't really very much like open source. You're sort of stuck with the compiled version your particular leader hands you."
Ůa er ßkall frß leitandi sßlum meal linuxa :
"Give me the source code so I can compile my own religion. "
En ■a eru ■egar komin upp nokkur open source tr˙arbr÷g. MÚr lÝst bara nokku vel ß yoism sem er hŠgt a kynna sÚr hÚrna ß bara 30 sek˙ndum og ef manni sřnist svo ■ß er hŠgt anna hvort a taka ■ßtt Ý a skrifa tr˙arrit yoinista ß wiki n˙ ea bara b˙a til sÝn eigin tr˙arbr÷g. Ůetta er svo fyndi sumt a ■a jarar vi gulast. En svona "open source" Ý tr˙arbr÷gum er alls ekki slŠm hugmynd. ╔g hugsa a Úg vŠri ekki eins frßhverf ■vÝ a nota BiblÝuna sem mitt leiarstef Ý lÝfinu ef Úg gŠti fyrst teki ■ßtt Ý ■vÝ Ý samvinnu vi ara a leirÚtta og strika ˙t ■a sem mÚr finnst tˇmt bull n˙ og svo nßtt˙rulega skrifa inn Ý BiblÝuna nřja kafla sem sßrlega vantar. #
18.5.06
( 9:09 AM ) Salvor
Bloggandi borgarstjˇrnarkandidatar
╔g hef undanfarnar kosningar jafnan teki p˙lsinn ß vefnotkun Ý stjˇrnmßlabarßttunni og reynt a spß Ý hvort ea hvernig vefurinn og netumrŠan skipti mßli. ╔g held a enn■ß skipti Interneti ekki miklu mßli varandi ˙rslit kosninga - ■a eru enn■ß of fßir sem nota Neti sem sinn aalmiill til a fylgjast me og mynda sÚr skoun ß ■jˇfÚlagsmßlum. Ůa mun hins vegar breytast me tÝmanum. ╔g held a flestir stjˇrnmßlamenn hafi ekki enn■ß nß t÷kum ß ■essum nřja mili - nřr miill kallar ß nř vinnubr÷g og annars konar samband vi lesendur/hlustendur/adßendur. Ůa er ekki neitt sÚrstaklega sniugt hjß stjˇrnmßlam÷nnum a rikka upp flottum vef nokkrum vikum fyrir kosningar og halda honum svo ekkert vi ■ess ß milli. Ůeir stjˇrnmßlamenn sem bestum ßrangri hafa nß Ý a vekja athygli ß ■vÝ sem ■eir segja Ý vefmilum nota einhver konar bloggform, ■eir tjß sig reglulega um mßlefni lÝandi stundar og fˇlk getur flett Ý gegnum fyrri skrif ■eirra ß auveldan hßtt. Ůa eru ■eir stjˇrnmßlamenn sem fanga mesta athygli fj÷lmilafˇlks. ╔g nefni hÚrna bloggsÝur Sivjar Frileifsdˇttur heilbrigisrßherra og Bj÷rns Bjarnasonar dˇmsmßlarßherra. Ůa er reyndar flott hva margir rßherrar eru bloggarar, ■a eru fimm rßherra sem blogga, auk Sivjar og Bj÷rns ■ß eru ■a Einar Gufinnsson og Sturla B÷varsson og Valgerur Sverrisdˇttir.
Ůa er lÝka flott a sjß hva margir ■ingmenn Ý dreifbřlum kj÷rndŠmum eru me blogg sem greinilega eru fyrir fˇlki Ý ■eirra kj÷rdŠmum og hva ■ingmennirnir eru a vinna vi t.d. Kristinn Ý Vestfjarakj÷rdŠmi og Dagnř Ý Austfjarakj÷rdŠmi. Ůa er eins og ß ■essum misserum sÚ einhvers konar vitundarvakning meal stjˇrnmßlamanna varandi svona sÝbyljuskrif eins og blogg, margir eru farnir a skrifa reglulega og krassandi greinar eins og Íssur , ١runn , Ígmundur og M÷rur.
En hva skyldu margir af ■eim sem sŠkjast eftir a komast Ý borgarstjˇrn flytja okkur reglulega pistla af bloggsÝum? Nßnast allir frambjˇendur settu upp vefi rÚtt fyrir kosningar en mÚr sřnist ekki allir nota ■ß, kannski voru ■eir notair bara Ý prˇfkj÷rinu. ╔g set hÚr me tengingar Ý blogg sem Úg veit um Ý 2 efstu Ý litlu frambounum og 8 efstu Ý stˇru frambounum. ╔g tˇk ekki me vefi frambjˇenda sem virast ekkert hafa tjß sig eftir prˇfkj÷rin. Ůa eru ekki bloggarar. Ůannig virast bŠi GÝsli Marteinn og Stefßn Jˇn Hafstein ekki hafa sÚ ßstŠu til a tjß sig eftir prˇfkj÷rin. ╔g fann engin blogg hjß frjßlslyndum Ý ReykjavÝk, ■eir hafa bara hringitˇn og bara eitt hjß SjßlfstŠism÷nnum. Ůessi athugun bendir til a langmest ßhersla sÚ ß blogg hjß Framsˇkn, Samfylkingu og Vinstri GrŠnum og frambjˇendur ■ar virast lÝta ß persˇnulega tjßningu frambjˇenda sem mikilvŠgt innlegg Ý stjˇrnmßlastarfi. MÚr finnst ■a gˇs viti og ■a Šttu allir a huga a ■vÝ fyrir kosningar hvort frambjˇendur sem ■eir styja sÚu tilb˙nir til a bregast sn÷ggt vi astŠum Ý borgarmßlum og ■jˇmßlum og tjß sig reglulega. Ef vi fylgjumst me bloggsÝum frambjˇenda ■ß h÷fum vi miklu betri sřn yfir fyrir hva ■eir standa og hvernig ■eir eru lÝklegir til a bregast vi mßlum. Ůa er bara skrřti a finna bara eitt blogg hjß SjßlfstŠisflokknum.
en hÚr er sem sagt ˙ttektin, um ■a bil helmingurinn me blogg Ý heildina - Úg bŠti vi tengingum ef Úg finn fleiri blogg
Framsˇkn
16.5.06
( 6:49 AM ) Salvor
GrÝn og alvara Ý stjˇrnmßlabarßttu
Hugleiingar parkeringar, farartŠki og aksturslag Ý stjˇrnmßlum
Hßfuglarnir ß rvik.blogspot.com fß mig til a brosa af annars frekar litlausri kosningabarßttu fyrir borgarstjˇrnarkosningarnar. Reyndar er barßttan alls ekki litlaus hjß litlu frambounum Framsˇkn, Vinstri GrŠnum og Frjßlslyndum en Úg tek ekki enn■ß eftir neinni kosningabarßttu hjß SjßlfstŠisflokknum og Samfylkingunni.Kannski ■essi frambo telji a best sÚ a minna sem minnst ß sig ß mean litlu framboin hafa allt a vinna. Ůetta breytist n˙ sennilega n˙na ß lokasprettinum.
Hver eru barßttumßlin?
╔g er a spß Ý um hva ■essar kosningar sn˙ast Ý ßr - hver eru aalmßlin og hvernig skilur ß milli framboa? ═ ReykjavÝk eru stˇru mßlin infrastr˙kt˙rmßl eins og stasetning flugvallar og Sundabraut. En ■a virist sn˙ast fremur um leiir heldur en markmi - allir vilja fß meira byggingarland misvŠis Ý ReykjavÝk og allir vilja betri samg÷ngur Ý ReykjavÝk. En kannski kristallast kosningamßlin mest Ý ■vÝ hvers konar ■jˇnustu menn vilja niurgreia og fyrir hverja. SjßlfstŠismenn vÝa vilja lŠkka fasteignagj÷ld en arir svo sem Framsˇkn, Vinstri grŠnir og Samfylking vilja styrkja barnafj÷lskyldur t.d. me styrk vegna um÷nnunar ungra barna, hafa gjaldfrjßlsan leikskˇla (samfylking og VG) og greia niur frÝstundir barna.
TÝminn ■egar SjßlfstŠismenn parkeruu
Meira segja SjßlfstŠismenn leggja n˙na ßherslu ß leikskˇlamßlin, boa lŠkkun ß gjaldskrß og řmis framfaramßl Ý leikskˇlum. Verur ■ar a segjast a batnandi flokki er best a lifa og er ekki anna en gott um ■a a segja a SjßlfstŠisflokkurinn hafi loksins ßtta sig ß ■vÝ a ■etta eru brřn mßl - ■etta rifjar hins vegar upp fyrir mÚr ÷murlegan tÝma ■egar yngri dˇttir mÝn var ß leikskˇlaaldri og SjßlfstŠisflokkurinn rÚi ÷llu Ý borginni fyrir tÝma ReykjavÝkurlistans. Ůß var hrikalega b˙i a barnafˇlki og ˙tiloka a fß nema hßlfsdags leikskˇlaplßss og ■a fyrst eftir margra ßra bilista - ß ■eim tÝma var SjßlfstŠisflokkurinn Ý ReykjavÝk eins og steingert tr÷ll sem hafi daga uppi, algj÷rlega blint ß brřn samfÚlagsmßl. Mig minnir a ein helstu kosningamßlin hjß SjßlfstŠisflokknum ßri sem hann tapai fyrir ReykjavÝkurlistanum hafi veri a byggja og byggja glßs af bÝlastŠah˙sum. Ůetta var tßknrŠnt fyrir ßstandi ■ß - Ý stainn fyrir a greina vandamßlin og fylgjast me kalli tÝmans ■ß parkeruu SjßlfstŠismenn. Vonandi hefur langt tÝmabil Ý stjˇrnarandst÷u kennt ■eim a hlusta ß raddir borgarb˙a og koma sÚr inn Ý 21. ÷ldina.
Framfaraskei Ý ReykjavÝk - ReykjavÝkurlistinn
Ůa tÝmabil sem ReykjavÝkurlistinn hefur veri vi v÷ld Ý ReykjavÝk hefur veri miki framfaraskei. ReykjavÝk hefur breyst Ý blˇmlega h÷fuborg ■ar sem er gott a b˙a. Ůa var ReykjavÝkurlistasamstarfi sem var til a sß stjˇrnmßlaflokkur sem Úg tilheyri ■.e. Kvennalistinn lei undir lok - ea ÷llu fremur rann inn Ý Samfylkinguna. En ■a er ekki hŠgt anna en fagna ■vÝ hverju Kvennalistinn kom Ý verk inn Ý ReykjavÝkurlistanum og Úg stolt yfir ■eim tveimur borgarstjˇrum Ý ReykjavÝk sem komu frß Kvennalistanum, ■eim Ingibj÷rgu Sˇlr˙nu og Steinunni ValdÝsi og sem og af ÷llu ■vÝ starfi sem Kvennalistakonur unnu Ý borgarstjˇrn. Ůa er engin eftirsjß Ý Kvennalistanum, ■a var flott a enda me ■vÝ a komast til valda og a fß tŠkifŠri til a mˇta stefnu og framfylgja henni Ý stŠrsta sveitarfÚlaginu og einu stŠrsta atvinnufyrirtŠki ß landinu.
Engan hefi gruna a allir flokkar vŠru n˙ ßri 2006 me stefnu Ý fj÷lskyldumßlum sem hefu ■ˇtt třpiskar Kvennalistaßherslur ß ■eim tÝma sem SjßlfstŠisflokkurinn tapai fyrir ReykjavÝkurlistanum. En tÝmi ReykjavÝkurlistans virist vera liinn - ■a er sorglegt ■vÝ samstarfi hefur gengi alveg ßgŠtlega fyrir utan dj˙pstŠan ßgreining sem var um borgarstjˇra ■egar Ingibj÷rg Sˇlr˙n fˇr Ý frambo til al■ingis. BŠi Kvennalistinn og ReykjavÝkurlistinn voru frßbŠr umbˇta÷fl en hjˇl tÝmans halda ßfram a sn˙ast og ■a er ekkert vi ■vÝ a gera ■ˇ hreyfingar deyi ˙t. Upp ˙r sv÷rinum munu vaxa upp nřjar hreyfingar me nřjar ßherslur.
FarartŠki Ý kosningabarßttunni
┴ mean SjßlfstŠisflokkurinn er Ý huga mÝnum tengdur vi ˙rrŠaleysi og bÝlastŠah˙s og kyrrstŠa bÝla ■ß hefur Framsˇkn veri Ý nokkrum hremmingum vegna Hummer bÝls sem lßnaur (ea leigur, Úg veit ekki hvort) var Ý kosningabarßttuna. Gßrungar Ý Framsˇknarflokknum kalla n˙na hummerinn b÷mmerinn og hann hefur ori vifangsefni řmis konar spÚs og gagnrřnis. Ůa hefi ÷rugglega veri sniugra fyrir Framsˇkn a hafa fararskjˇta sem vekti upp ÷ru vÝsi hugrenningar, Úg held a ■a hefi veri snjallt a tengja Framsˇkn meira vi sveitina, ■a er nokku sama hva ■a eru fßir bŠndur ornir eftir Ý flokknum og vŠntanlega engir Ý ReykjavÝk, samt er uppruni Framsˇknar alltaf sem bŠndaflokkur og tßknmyndir fyrir flokkinn eru alltaf křr og b˙konur og sveitab˙skapur. MÚr finnst ■a reyndar stˇrfÝnt og finnst a ■a Štti bara a řta undir ■etta Ý Ýmyndarmßlum, ■etta er hvort sem er sterk Ýmynd fyrir. Ůß hefi kannski veri meira vieigandi a keyra um ß traktor ea g÷mlum landrover ea einhver konar vinnubÝl t.d. pallbÝl - jß til a undirstika a ■etta vŠri stjˇrnmßlaflokkur sem ynni Ý mßlunum.
╔g sty Framsˇknarflokkinn, mÚr finnst frambjˇendur Ý efstu sŠtunum ■au Bj÷rn Ingi, Ëskar, ┴sr˙n og Marsibil ÷ll vera frßbŠr Ý borgarmßlin. MÚr finnst reyndar lÝka ■rŠlfÝnir frambjˇendur hjß ÷rum flokkum, ekki sÝst frambjˇendurnir sem eru Ý ÷ru sŠti ß listunum Úg hef mikla tr˙ ß MargrÚti Sverrisdˇttur hjß Frjßlslyndum, ┴rna ١r hjß Vinstri grŠnum, Steinunni ValdÝsi hjß Samfylkingunni og H÷nnu Birnu hjß SjßlfstŠisflokknum. Ůa er reyndar umhugsunarverk a ■a eru karlmenn Ý fyrsta sŠti hjß ÷llum flokkum nema VG. Er ■a vegna ■ess a ■a var prˇfkj÷r Ý ÷llum flokkum nema VG en ■ar var ßkvei a ┴rni ١r vŠri Ý ÷ru sŠti ■ˇ hann hefi afar farsŠla reynslu Ý borgarstjˇrn og mesta reynslu Ý borgarstjˇrn til ■ess a kona vŠri Ý fyrsta sŠti?
╔g fylgdist best me prˇfkj÷rinu Ý Framsˇknarflokknum, ■ar b÷rust Bj÷rn Ingi, Ëskar og Anna um fyrsta sŠti. Anna stˇ sig mj÷g vel og lagi mj÷g miki undir Ý prˇfkj÷rsbarßttu, h˙n hins vegar var fyrir vonbrigum me ˙rslitin og tˇk ekki sŠti ß listanum. ╔g held a jafnvel ■ˇ a svona opin prˇfkj÷r nßi a vekja athygli ß stjˇrnmßlaflokk ■ß fylgja ■eim gÝfurleg ˙tgj÷ld og vinna fyrir ■ß sem eru Ý framboi og ■a sem verra er a svoleiis barßtta getur sprengt gjßr ß milli frambjˇenda. Ůa er alla vega ekki konum til framdrßttar Ý flokkum ef frambjˇendur eru valdir Ý svona prˇfkj÷rum.
Akstur ┴rborgarframbjˇandans
═ framhaldi af umrŠu um parkeringar og bÝlategundir ■ß enda Úg ■ennan pistil ß aksturlagi. Einn frambjˇanda keyri ÷lvaur ß staur. ╔g finn til me Ey■ˇri Ý ┴rborg sem n˙na hefur dregi sig ˙t ˙r kosningabarßttunni vegna ÷lvunaraksturs. Vonandi tekst Ey■ˇr vel a vinna ˙r sÝnum mßlum og vonandi ß hann eins og arir stuning vÝsan hjß samfÚlaginu ■egar hann hefur teki ˙t sÝna refsingu og vonandi verur hann ÷flugur mßlsvari ■ess a stilla neyslu vÝmuefna Ý hˇf. Fall hans er stˇrt og ■a hafa fßir sem teknir hafa veri vi ÷lvunarakstur ■urft a ■ola ■a a vera svona opinberlega afhj˙pair. Ey■ˇr var ein af skŠrustu stj÷rnum SjßlfstŠismanna og hans frambo var Ý bullandi siglingu. En vandamßl Ey■ˇrs er einn angi af ■vÝ samfÚlagsmeini sem er hva ÷murlegast Ý Ýslensku samfÚlagi. Ůa er vÝmuefnaneysla.
LeirÚtting
MÚr var bent ß ■a var prˇfkj÷r hjß Vinstri GrŠnum. Borgarfulltr˙ar ■eirra voru ┴rni ١r og Bj÷rk Vilhelmsdˇttir. Ůau hafa bŠi stai sig vel og eru vinsŠl meal borgarb˙a. Ůau halda bŠi ßfram Ý barßttunni en me sitt hverjum hŠtti. ┴rni ١r var oddviti Vinstri GrŠnna en ■a kom ß ˇvart a hann bau sig fram Ý anna sŠti og skv. reglum VG ■ß er flÚttulisti karla og kvenna Ý efstu sŠtunum. Bj÷rk Vilhelms tˇk ekki ■ßtt Ý prˇfkj÷rinu og fˇr ˙r Vinstri GrŠnum yfir Ý Samfylkinguna og er Ý 4. sŠti ß lista ■ar. Bj÷rk mun hafa veri ˇßnŠg me a VG voru ■a stjˇrnmßlaafl sem lagi kapp ß a splundra ReykjavÝkurlistanum. ═ Morgunblainu 1. september stendur ■etta um prˇfkj÷r Vinstri GrŠnna og ßkv÷run ┴rna ١rs:
"┴kv÷run ┴rna ١rs Sigurssonar, sem hann kynnti sl. ■rijudag, um a gefa kost ß sÚr Ý anna sŠti ß lista flokksins kom m÷rgum ß ˇvart og mß rßa af samt÷lum vi VG-fÚlaga a mikil ˇvissa er uppi um hverjir muni sŠkjast eftir efsta sŠtinu og leia listann Ý vor. ┴rni ١r hefur veri oddviti VG Ý borgarstjˇrn og nřtur vÝtŠks stunings. Er tali a ganga megi ˙t frß ■vÝ vÝsu a hann veri valinn Ý ■a sŠti sem hann sŠkist eftir Ý forvalinu. Boinn verur fram svonefndur flÚttulisti fyrir borgarstjˇrnarkosningarnar Ý vor ■ar sem konur og karlar skipa sŠtin ß vÝxl. Mß ■vÝ a ÷llum lÝkindum ganga ˙t frß ■vÝ a kona muni skipa fyrsta sŠti ß lista vinstri grŠnna Ý vor."
SvandÝs formaur VGR skipar fyrsta sŠti hjß Vinstri GrŠnum. Ůa er flott hjß VG a vera me eitt framboa me konu Ý fyrsta sŠti og ■a er umhugsunarvert a ■a gerist vegna ■ess ┴rni ١r sem veri hafi oddviti listans ßkveur sÚrstaklega a sŠkjast ekki eftir fyrsta sŠtinu og eftirlßta ■a konu. Ůa var hins vegar ekki flott hjß VG a hamast eins og ˇlmir vi a sundra ReykjavÝkurlistanum. #
| 2.875
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1984
Álfdís eignast vini : námsefni um vináttu fyrir yngsta stig grunnskóla
Það er mjög mikilvægt að finna að við skiptum máli og vinir okkar skipta miklu máli. Þegar við byrjum í skóla skiptir það mjög miklu máli fyrir sjálfsmynd okkar að eiga vin eða vini til að finna til öryggis. Vinir okkar skipta miklu meira máli fyrir líf okkar en margir gera sér grein fyrir. Í gegnum samskipti þroskumst við og þess vegna skiptir máli í hvernig samskiptum við eigum. Góð samskipti við aðra og það að eiga að minnsta kosti einn góðan vin getur haft mikil áhrif á skólagöngu barna og þess vegna er mikilvægt að öll börn fái tækifæri á að umgangast önnur börn og mynda með þeim vinatengsl. Ef börn eignast ekki vin og lenda utangarðs í félagahópnum þá verður félagshæfni þeirra minni, þau eiga erfiðara með að læra samskiptareglurnar sem gilda og því er erfitt fyrir þau að aðlagast hópi. Vegna þessa og þess hve stór partur skólinn er af lífi barna þurfa kennarar að fylgjast vel með þessari þróun og grípa inn í ef einhver lendir utangarðs. Höfundar þessa efnis telja nauðsynlegt að allir kennarar fjalli um vináttu með nemendum sínum að minnsta kosti einu sinni á skólaári og því yngri sem börnin eru því betra. Börn þurfa oft leiðsögn í samskiptum og þurfa að fá að sjá, heyra og læra hvað er rétt og röng hegðun. Námsefnið Álfdís eignast vini er ætlað að nýtast í þessu skini því er ætlað að opna augu nemenda fyrir mikilvægi vináttu og því að allir skipta máli, sama hverjir og hvernig þeir eru. Ótal leiðir er hægt að fara í kennslu til að taka á þessum þáttum og í handbókinni sem fylgir námsefninu Álfdís eignast vini er leitast við að setja fram fjölbreyttar kennsluhugmyndir sem kennarar geta notast við vilji þeir fjalla um vináttu með nemendum sínum.
Lykilorð: Handbók.
Grunnskólabraut
| 3.1875
|
Nikon skuldbindur sig til að nota þær upplýsingar sem þú gefur upp á þessu vefsvæði í samræmi við þessa yfirlýsingu um persónuvernd. Nikon safnar einungis persónulegum gögnum sem látin hafa verið í té af fúsum og frjálsum vilja eftir ýmsum leiðum, eins og við vöruskráningu á netinu, aðstoð í þjónustumiðstöðvum og viðgerð á skemmdum vörum. Nikon notar þau gögn sem fyrirtækið fær í hendur til að veita umbeðna þjónustu (t.d. til að gera við skemmda vöru) eða til að veita þér upplýsingar um vörur og þjónustu sem þú hefur beðið um. Þetta getur falið í sér að samband er haft við þig í tölvupósti, síma, með SMS eða bréfleiðis. Ef um kynningartilboð er að ræða getur það falið í sér staðfestingu á því hvort þú uppfyllir kröfur tilboðsins, eða tilkynningar sem eru stjórnunarlegs eðlis. Nikon gæti flutt persónulegar upplýsingar til tengdra fyrirtækja og/eða þriðju aðila sem Nikon ræður til að inna af hendi tilgreinda þjónustu, eins og viðgerð á vörum. Hvers kyns gögn sem flutt eru til við slíkar kringumstæður munu takmarkast við þá notkun sem tiltekin var þegar gögnunum var safnað og verða ekki notuð í öðrum tilgangi en þeim sem tilgreint er í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
Tilkynningar til þín um tilboð, þjónustu og vörur. Hafir þú gefið til kynna að þú viljir fá slíkar upplýsingar gæti Nikon, fyrirtæki tengt okkur eða þriðju aðilar sem eru samningsbundnir Nikon einnig haft samband við þig með tölvupósti eða á annan hátt (bréfleiðis eða í síma ef þær upplýsingar eru til staðar) til að kynna þér þjónustu, vörur, samkeppni eða tilboð sem tengjast beint Nikon eða Imaging-vörum þess og tengdri þjónustu. Ef þú vilt ekki lengur fá slíkar upplýsingar getur þú tilkynnt það með því að hafa samband við Nikon í gegnum evrópska þjónustuverið okkar á slóðinni www.europe-nikon.com/support, eða sent skriflega beiðni til CRM Manager, Nikon Europe B.V., Tripolis 100, Burgerweeshuispad 101, 1076 ER Amsterdam, Hollandi.
Nikon mun hugsanlega safna upplýsingum um notkun þína á vefsvæðinu. Slík upplýsingasöfnun er gerð með kökum. Kökur eru upplýsingabútar sem vafrinn sem þú notar geymir á hörðum diski tölvunnar þinnar. Þegar þú ferð aftur á vefsvæðið mun netþjónn okkar bera sjálfkrafa kennsl á kökuna og veita okkur upplýsingar um síðustu heimsókn þína. Flestir vafrar samþykkja kökur sjálfkrafa. Yfirleitt er hægt að breyta stillingum vafra þannig að hann hætti að samþykkja þær sjálfkrafa. Ef þú vilt ekki taka við kökum geturðu samt sem áður notað flesta þá eiginleika sem vefsvæði okkar býður upp á. Nikon kann einnig að vakta vefsvæðið til að meta vinsældir einstakra hluta þess og bæta umferð notenda um svæðið, en slíkar upplýsingar verða ekki tengdar við persónulegar upplýsingar þínar. Á þeim hluta vefsvæðisins sem ætlaður er fyrir skráða meðlimi Nikon eru kökur notaðar til að tryggja að kennsl séu borin á vafrann þinn og þig sem notanda á öllu svæðinu með því að geyma upplýsingar um meðlimanúmer þitt og lotunúmer í kökunni. Kakan sem notuð er í þessum tilgangi er tímabundin og er eytt úr vafranum þegar þú yfirgefur vefsvæðið. Þessi notkun á kökum tryggir að þú ert fljótari að fletta á milli síðna og getur notað alla eiginleika. Athugaðu að ef slökkt er á kökum á tölvunni er ekki víst að þú fáir aðgang að þeim hlutum vefsvæðisins sem reiða sig á kökur.
Nikon hefur gert öryggisráðstafanir til að tryggja verndun persónulegra upplýsinga þinna. Við notum dulritun þar sem það á við ásamt eldvegg til að koma í veg fyrir aðgang þriðja aðila að persónulegum upplýsingum þínum.
Til að geta uppfyllt viðeigandi lög og orðið við lögmætum stjórnvaldsbeiðnum áskilur Nikon sér rétt til að sækja og afhenda persónugreinanlegar upplýsingar til að geta rekið kerfi okkar með fullnægjandi hætti eða vernda viðskiptavini okkar og okkur sjálf. Nikon áskilur sér einnig rétt til að afhenda persónugreinanlegar upplýsingar til þriðju aðila ef kæra berst varðandi notkun þína á vefsvæðum okkar eða þjónustu.
Þú hefur rétt á því að fá aðgang að, leiðrétta, uppfæra og eyða gögnunum þínum með því að fá aðgang að tengli að upplýsingasíðu þinni eða með því að senda beiðni til evrópska þjónustuversins okkar á netinu á slóðinni www.europe-nikon.com/support eða senda skriflega beiðni til CRM Manager, Nikon Europe BV, 66 New Yorkstraat, 1175 RD Amsterdam, Hollandi. Athugaðu að ef þú vilt fá afrit af þessum upplýsingum munum við fara fram á auðkenningu. Nikon áskilur sér rétt til að innheimta lágt umsýslugjald í slíkum tilvikum.
Nikon geymir persónulegar upplýsingar um þig einungis í þann tíma sem þarf til að geta veitt þjónustu eða vörur sem þú hefur beðið um eða hvern þann viðbótartíma sem krafist er samkvæmt lögum.
Nikon áskilur sér rétt til að breyta af og til yfirlýsingunni um persónuvernd og mun láta þig vita af hvers kyns efnisbreytingum sem hafa áhrif á notkun okkar á persónulegum gögnum þínum.
Ákveðin úrvinnsla á persónulegum gögnum þínum gæti átt sér stað utan Evrópska efnahagssvæðisins, eingöngu í þeim tilgangi sem lýst er að ofan og vegna samstæðustýringar. Þetta felur í sér flutning á gögnum til staða utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nikon heitir því að ef slíkur flutningur á gögnum þínum á sér stað tryggir fyrirtækið að nauðsynlegar ráðstafanir og viðeigandi stýring verði til staðar til að verja trúnað og öryggi gagnanna þinna og að þetta verði gert í samræmi við lög og reglugerðir um gagnavernd.
Þetta vefsvæði er á vegum Nikon Europe BV, skráningarnúmer fyrirtækis: 34036589. Skráðar höfuðstöðvar: Nikon Europe B.V., Tripolis 100, Burgerweeshuispad 101, 1076 ER Amsterdam, Hollandi.
| 2.90625
|
Andleg vídd
DRA félögum er frjálst að túlka og leggja sinn skilning í reynslusporin tólf á þann hátt að mæti þörfum þeirra fyrir tvíþættan bata. Félögum er frjálst að þróa sína eigin trú og lífsstíl til að styðja við tvíþættan bata sinn.
Andlegar skoðanir: Sumir félagar í DRA flétta andlegum eða trúarlegum skoðunum inn í tólf spora vinnu sína. Þeir kunna að líta svo á að mynd þeirra af æðri mætti sé byggð á andlegum meginreglum. Þeir eru sáttir við hefðbundna nálgun að tvíþættum bata sem felur í sér bæn og hugleiðslu.
Aðrar skoðanir: Aðrir félagar hafa komist að þeirri niðurstöðu að annars konar nálgun henti betur fyrir þeirra tvíþætta bata. Þeir kunna að vera ósáttir við andlegar meginreglur og iðkun bænahalds og hugleiðslu.
Það kunna að vera nokkrar ástæður fyrir því að DRA félagi velji aðra nálgun:
DRA félögum er frjálst að þróa og fylgja ólíkum aðferðum við tólf spora bataáætlunina. Hugmyndin um æðri mátt getur innihaldið eitthvert eða öll eftirtalinna atriða:
DRA félagar þurfa ekki að takmarka sig við eina einstaka hjálpræðisuppsprettu. Það eru margar leiðir við að skilgreina æðri mátt eða mátt hjálpræðis. Sumir félagar nota hefðbundnar trúarskoðanir og aðrir ekki. Félagar kunna að líta á meðferðaraðila sinn, ráðgjafa, trúnaðarmann/trúnaðarkonu, DRA hóp og sérhverja aðra þá hjálpræðisuppsprettu sem þeir meta mikils sem sinn persónulega æðri mátt eða hjálpræðismátt. DRA félagar leggja ekki dóm á hvernig aðrir skilgreina æðri mátt, andlega reynslu eða andlega vakningu. Þessi hugtök eru háð skynjun og skilningi hvers og eins. Það er hins vegar mikilvægt að félagar velji sér æðri mátt eða hjálpræðismátt sem þeir treysta sem sinni persónulegu hjálpræðisuppsprettu – hugmynd sem þeir telja að minnsta kosti að eitthvað vit sé í og sjái þeim fyrir umhyggjusömum, jákvæðum stuðningi.
Að lokum þetta. Þó að í flest öllum bókum sem tólf spora samtök hafa gefið út, þar á meðal Dual Recovery Anonymous samtökin, sé að finna orðin "Guð" og "æðri máttur" gerum við okkur grein fyrir að sumir eru á móti þeim eða finna til óþæginda gagnvart þeim. Þú skalt óhikað setja í þeirra stað önnur hugtök sem virka fyrir þig í þínum persónulega bataferli. DRA tengist ekki neinum trúarbrögðum, né hefur skoðun á málefnum tengdum æðri veru. Tvíþætt bataáætlun okkar gundvallast á meginreglum persónufrelsis og valfrelsis.
Copyright © Dual Recovery Anonymous World Services Inc. P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208
| 2.625
|
Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður dagana 24. – 26. maí í Norræna húsinu og Öskju. Þar verður stefnt saman listamönnum og fræðimönnum og skoðaðir ýmsir fletir á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum.
Um 50 lista- og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína. Robin C. Hemley, sem stýrir ritsmiðju við Iowaháskóla, mun flytja opunarfyrirlestur á ráðstefnunni, en Iowa City er ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Aðrir lykilfyrirlesarar verða Abé Mark Nornes, prófessor í asískum kvikmyndafræðum við Michiganháskóla og Calum Colvin myndlistarmaður og prófessor frá Skotlandi. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp tvær myndlistarsýningar, á ljósmyndum Calums Colvin og á bókverkum myndlistarmanna. Ráðstefnan er öllum opin. Þeim sem vilja tryggja sér sæti er bent á að skrá sig en einnig er hægt að mæta á einstaka viðburði. Þess ber þó að geta að skráðir þátttakendur hafa forgang að öllum viðburðum.
Skráning fer fram á vefsvæði ráðstefnunnar, https://artintranslation.hi.is, og þar má einnig kynna sér á fjölbreytta dagskrá hennar. Einnig má sjá ýmsa fróðleiksmola um ráðstefnuna á síðunni http://www.facebook.com/artintranslation.iceland .
Ráðstefnan er skipulögð af Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna húsið, Háskólann í Manitoba, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Hugvísindastofnun HÍ, Þýðingasetur HÍ og Listahátíð í Reykjavík.
Til baka
| 2.09375
|
Náttúruverndaráætlun samþykkt
Alþingi samþykkti 2. febrúar 2010 tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Með ályktun Alþingis er lagt til að hafist verði handa um friðlýsingu tólf svæða sem ætlað er að stuðla að traustri verndun íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi.
Þessari stefnumótun þingsins verður nú hrint í framkvæmd innan Umhverfisstofnunar, í nánu samstarfi við heimamenn og sveitarfélög. Mun stofnunin gera drög að friðlýsingu svæðanna í samráði við landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta og í framhaldi af því gera tillögu um friðlýsingu til ráðherra.
| 1.828125
|
Dragonball
|Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu.
Aðalvandamál þessarar greinar: málfar
|Dragonball-Dragonball Z|
|Tegund||Hasar skáldsaga
Drama
Shonen
Ofurnáttúrurlegt
Dragonball og Dragonball Z segja sögu Goku. Sem er geimvera frá plánetunni Vegeta. Dragonball er þekkt fyrir að svokallaðir ofurmenn geta skotið rosalegum geislum frá höndum sínum og breytt sér í Super Saiyans. Ferlið eykur ekki aðeins krafta þeirra til muna, heldur litar það hár þeirra skærljóst.
| 2.0625
|
Skráargatið er opinbert merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.Lesa meira
Á dögunum stóð HSSA fyrir fyrirlestrinum: „Njóttu lífsins! Heilbrigð sál í hraustum líkama“ í Nýheimum.Lesa meira
Næstu þrjár vikurnar mun Katrín Stefanía Pálsdóttir 4.árs nemi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum Akureyri stunda klínískt nám á heilsugæslu HSSALesa meira
Nú er að hefjast nýtt ár, árið 2014 og við þau tímamót finnst mér við hæfi að minnast þess síðasta í nokkrum orðum. Það er margt sem hefur gerst á árinu sem er það fyrsta í starfi mínu sem framkvæmdastjóri HSSA.Lesa meira
Ritað var undir samning við ríkið þjónustusamningur vegna heilbrigðs- og öldrunarþjónustu hér á Hornafirði. Sveitarfélagið hefur samþætt heilbrigðis- og öldurnarþjónutu við önnur svið velferðar- og félagsmála sem það veitir. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er mjög góð.
| 1.828125
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8313
Silungsveiði í Hraunsvatni & fleiri sögur. Smásagnasafn
Tveir menn eru við silungsveiði í Hraunsvatni þegar undarlegir atburðir fara að gerast, ungur drengur er sendur í betrunarvist til ömmu sinnar en sumarið breytist fljótt í allsherjar fyllerí, tveir menn í blokkarhverfi tengjast dularfullum böndum í gegnum feigð og kött, og í litlu þorpi kemur flækingur sér fyrir á háalofti án þess að ábúandinn viti af honum.
Silungsveiði í Hraunsvatni – & fleiri sögur er safn átta smásagna. Á yfirborðinu er allt stillt og rólegt, en undir niðri kraumar eitthvað. Í sögunum togast á tregi og gleði, draumar og raunveruleiki, líf og dauði. Allar sögunar standa einar og sér en óljósar tengingar má greina á milli þeirra, bæði hvað varðar yrkisefni og persónur.
| 1.8125
|
Gerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Personal tools
For the public:
Ask your question
Press room
Vef-CMS EES virkar best með eftirfarandi vöfrum
Ekki er mælt með Internet Explorer fyrir CMS svæðið.
Ef þú hefur gleymt lykilorðinu, við getum sent þér nýja.
Fara beint í efni. |
Fara beint í leiðsögu.
Subscribe to an always-updated RSS feed.
hannað af
Vefteymi EEA
CMS innskráning
Saga hugbúnaðaruppfærslna
Kóði fyrir forritara
Endurhlaða síðuna
| 1.179688
|
24.10.2013 | 19:31
Það er mér í fersku minni þegar kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 24. október árið 1975. Þá höfðu Sameinuðu þjóðirnar helgað þann dag málefnum kvenna. Íslenskar konur komu saman á fundum um land allt en sá fjölmennasti var á Lækjartorgi í Reykjavík, en þann fund sóttu um 25 þúsund konur. Ég var þar á meðal þó ég byggi á Raufarhöfn þá. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og lamaðist atvinnulífið í landinu að mestu leyti.
Í þá daga átti ég mér tvær uppáhaldsfrænkur.
Önnur söng betur en allir aðrir en hin orti ljóð.
Báðar fannst mér þær svo miklar konur.
Önnur þeirra var föðursystir mín Rannveig Magnúsdóttir, fædd 16. júní 1912 í Skinnalóni á Melrakkasléttu
Hún orti svo í tilefni þessa dags.
Ljóðið birtist í riti um ljóð þingeyskra kvenna.
Undir björtum frelsisfána,
Freyjur mætum hér í dag,
ekki skulum blikna, blána
í baráttu um kvennafans,
ekki láta örbirgð granda,
ættarmæðrum þessa lands.
Því er mál að þreytu linni,
þöglar höfum öld frá öld,
þrælað bæði úti og inni.
engin hlotið þakkargjöld,
engu lengur veldi vægjum,
vökular nú höldum vörð,
misréttinu burtu bægjum,
búum paradís á jörð.
...........................................
Höldum merkjum þessara harðduglegu og vel gerðu kvenna hátt á lofti..
gleymum ekki þeim sem ruddu brautina.
Megi baráttan lifa í brjóstum okkar hinna.
8.7.2013 | 19:49
Það kann að vera að veðurfræðingar séu ekki sammála mér um það enda bara upplifun mín en engin vísindi á bak við það.
Þetta veður hefur haft heldur letjandi áhrif á golfiðkun mína. Þó hef ég farið nokkrum sinnum en þá í morgunsárið því auðvita er allt upptekið eftir vinnutíma, um leið og þeir spá smá uppstyttu.
Nú er fátt til ráða annað en að orna sér við upprifjun gamalla góðviðrisdaga og golfleiks síðustu ára.
Þær eru óteljandi ánægjustundirnar sem ég hef átt á golfvöllum hér heima og erlendis.
Meira að segja í miðju stússi í pólitíkinni 2007-2009 gafst stund milli stríða til að taka golfhringi með góðum félögum. Þetta rifjast upp þegar maður skoðar gamlar myndir.
Hér er mynd sem tekin var á Laugarvatni 2009 þar sem ég spilaði með Magnúsi Reyni framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og Guðmundi góða sem var í miðstjórn flokksins. Svo var einn sem ég man ekkert hvað heitir enda þekkti ég hann ekki neitt.
Núna fer ég í Hraunkot og Bása til að æfa mig, svo ég detti ekki úr þjálfun.
Svo er maður farinn að skoða möguleika á sumri eða sumarauka erlendis ... hmm aldrei að vita.
13.6.2013 | 21:26
Frá miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann.
Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þá þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.
Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag.
Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis.
Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis.
Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika:
1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við, þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs.
Þannig, hvort er það ?
Ef við skoðum staðhæfingu sem Guðrún bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: “Það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég sef hjá þér”, og ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar að hún svaf hjá mér í gær þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið.
Hin hliðin á þessari kenningu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi kallaði Guðrún hvað eftir annað “Ó guð, Ó guð”.
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A
22.5.2013 | 11:49
Særún Stefánsdóttir frá Raufarhöfn er látin. Útför hennar var gerð frá Bústaðakirkju 16. maí kl 13:00. Særún fæddist á Raufarhöfn 26.6. 1952 og ólst þar upp , en lést þann 26.4. s.l. á Landspítalanum.
Hún lætur eftir sig einn son, Stefán Jan Sverrisson, viðskiptastjóra hjá Símanum. Unnusta hans er Halla María Þorsteinsdóttir. Foreldrar hennar voru Kristjana Ósk Kristinsdóttir fiskverkakona og húsmóðir frá Hafnarfirði f. 03.06.1921 og Stefán Magnússon frá Skinnalóni á Melrakkasléttu f. 17.11.1924. Þau eru bæði látin. Systkini hennar eru: Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, dætur Birgitta og Brimrún Björgólfsdætur. Guðrún Stefánsdóttir starfsmaður hjá Tekjuvernd, börn Eva og Daníel Benediktsbörn, sambýlismaður er Guðni Walderhaug byggingaverkfræðingur. Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Marita-fræðslunnar á Íslandi og ráðgjafi. Kona hans er Kristín Rúnarsdóttir lífstílsráðgjafi og grunnskólakennari. Dætur Magnúsar og Erlu S. Ragnarsdóttur eru Milla Ósk og Vala Rún.
Það er ómögulegt að minnast Særúnar án þess að hugsa til æsku- og uppvaxtarára okkar á Raufarhöfn. Hún ólst upp í ærslum og gleði eins og við langflest á Raufarhöfn. Heilu kvöldin voru krakkar í slagbolta og í ýmsum útileikjum. Einnig voru baráttuleikir milli hverfa stundaðir og farið í kríueggjaleit og til berja.
Við vorum fjögur systkinin. Særún var fjörugur krakki og fór töluvert fyrir henni er hún komst á legg. Hún var athafnasöm og voguð. Hún var oft prílandi upp á húsþök í hverfinu og á hættuslóðum í kringum verksmiðjuhúsin og í mjölhúsinu.
Hún var prílandi í Höfðanum og hjólandi um allar bryggjur. Frjáls og hláturmild.
Þá hirti hún lítt um hróp mömmu, boð eða bönn.
Á okkar æskuheimili var mikið um söng og hún mjög söngelsk. Hún var lengi í hljómsveit með pabba og seinna með yngri systkinum sínum og frændum. Sú hljómsveitin hét Jenný og var nokkuð vinsæl með þær tvær systur sem söngkonur og starfaði í nokkur ár.
Seinna fluttu þau svo suður til Reykjavíkur, systkini mín og systursonur og var það mikil eftirsjá fyrir mig sem sat eftir vængbrotin að segja má. Seinna lærðu þær báðar, Guðrún og Særún, söng hjá Margréti Bóasdóttur og voru um hríð í Langholtskórnum. Á þeim árum vann hún hjá Verkfræðistofu Sigríðar Zoega og undi vel hag sínum. Seinna vann hún hjá Alþýðublaðinu sem setjari í mörg ár. Hún keypti sér íbúð og bjó sér og syni sínum þar heimili. Hjá henni var alltaf auðsótt gisting og hún var afar umhyggjusöm gagnvart sínum ættingjum.
Síðan liðu árin og Stefán Jan flutti nánast til Raufarhafnar til ömmu sinnar og afa í Brún 14 ára gamall. Særún var áfram fyrir sunnan og fór þá að bera á heilsubresti hjá henni. Hún bar sig ávallt vel en var þó alltaf meira og minna undir læknishendi og barðist við ýmsa sjúkdóma. Þar kom að hún gat ekki stundað vinnu lengur.
Hún flutti þá heim til Raufarhafnar. Þá tókust kynni með henni og Róberti Þorlákssyni og bjuggu þau saman í tíu ár. Á þeim árum náðu þær vel saman hún og Angela Ragnarsdóttir sem nú er látin og sungu þær mikið saman. Það gaf Særúnu mikið og var það því mikið áfall er Angela lést og þá lá leiðin aftur suður á bóginn.
Særún var mjög elsk að móður okkar, sérstaklega ljúf, blíð og umhyggjusöm og stóð við hlið hennar í blíðu og stríðu. Þegar hún veiktist flutti Særún aftur heim og sá um heimili fyrir pabba eftir að mamma varð að fara á hjúkrunarheimilið á Þórshöfn og heimsótti Særún hana eins oft og hún gat. Hún tók svo við heimili þeirra eftir þeirra dag.
Hún kom að stofnun Raufarhafnarfélagsins enda alltaf með hugann við þann stað.
Þar sem liggja þínar rætur,
þinn er himinn, land og dröfn.
Alla daga og allar nætur
er yndislegt á Raufarhöfn.
þessi vísa úr ljóði Aðalsteins Gíslasonar lýsa hennar viðhorfi til staðarins vel.
Hún er nú farinn í enn eitt ferðalagið og nú á vit alheimsvitundar og almættisins.
Hún er nú umvafin englum.
Sorgar og saknaðarkveðja frá stóru systir
Kolbrún Stefánsdóttir
20.4.2013 | 12:46
Nú styttist í Alþingiskosningar og allir ljósvakamiðlar undirlagðir af pólitík. Mjög er það nú misjafnt hversu skemmtilegt það er eða fróðlegt. Sumir þættir eru þó skemmtilegir.
Stundum þarf ég að passa mig að láta meðvirknina/samkenndina ekki taka yfir.
Ég nefni sem dæmi foringjaþáttinn á RÚV með Sturlu Jónssyni og Ylfu Mist Helgadóttur.
Svo eru aðrir sem voru mjög góðir eins og Guðmundur Franklín og Bjarni Benediktsson.
Svo voru sprettir í útvarpinu.
Ég heyrði gesti á Bylgjunni, Sóleyju Tómasdóttur og Gunnar Smára, takast á og það var bráðfyndið. Þar sagði Sóley að fylgishrun VG væri af því að þau hefðu ekki "haldið sér nógu vel saman" .
Sammála því og vona að þau taki nú upp þann ágæta sið í framtíðinni.
Já margt er skrýtið og skemmtilegt.
Það er þó ekki allt fyrirséð þegar fólk fer út í pólitík eins og þessi dæmi sýna:
Guðmundur Franklín stofnaði flokk- Hægri græna. Hann var í framboði en var svo bannað að kjósa.
Sturla Jónsson varð flokkur en bauð ekki fram í sínu kjördæmi og getur því ekki kosið sinn flokk.
Sjálf er ég ekki í framboði núna þar sem flokkurinn minn er dauður og því get ég ekki kosið hann.
Vona bara að við fáum nú ábyrga stjórn sem verði til gæfu fyrir land og þjóð.
24.3.2013 | 16:47
Nú styttist í vorið og grænar grundir.
Ég hlakka mikið til sumarsins og vona að mér gangi vel að bæta golfið mitt.
Nú er ég að gera mig klára fyrir Floridaferð og þar á að æfa og bæta fyrir afburða lélega ástundun í vetur hvað varðar golf, en blakið var það sem fékk athyglina í vetur.
Ég fór meira að segja í æfingatíma hjá Þrótti Reykjavík og eins hjá HK þriðju deild, en hef ekki ákveðið hvað ég geri næsta vetur. Ég klára alla vega með Víkingi á Öldungamótinu í vor.
Í sumar ætla ég að hafa annað markmið en undanfarin ár. Ég ætla að hugsa meira um að hafa gaman af leiknum en að vinna. Ég ætla heldur ekki að gleyma mér í pælingum um tæknileg atriði og skýringar á mistökum. Það stelur athygli frá leiknum.
Forgjafarmarkið verður þó óbreytt 10+.
Það hafa nokkrir aðilar skorað á mig og ég er komin með lista yfir aðila sem ég tek hring með í sumar og það er mjög skemmtileg tilhugsun.
Þar má nefna Arnþór Pálsson, Ágúst Húbertsson, Atla Ágústsson, Hjálmar Jónsson, Tómas Hallgrímsson, Lovísu Sigurðardóttur, Guðrúnu Stefánsdóttur, Stefán Jan, Ingimar Sigurðsson, Guðna Walderhaug og fleiri og fleiri. Ef ég verð heppin þá næ ég kannski að spila hring við golfdrottningarnar í GKG en það kemur bara í ljós.
Vona að fleiri bætist á listann því það er líka gaman að kynnast nýju fólki.
En Florida kallar og ég er á leiðinni....
Sjáumst á vellinum.
17.2.2013 | 18:50
Bindið á manninum var drullugt, andlitið allt út í rauðum varalit.
Hálffull ginflaska stóð út úr vasanum á rifna jakkanum hans.
Hann opnaði dagblað og byrjaði að lesa.
Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr "heyrðu faðir, hvað veldur liðagigt" ?.
"Herra minn, henni veldur of mikið næturlíf, að vera með ódýrum og rugluðum konum, of mikið alkahól og fyrirlitning á náunganum."
"Ég er svo aldeilis hissa" sagði hálffulli maðurinn og hélt síðan áfram að lesa dagbaðið.
Presturinn fór að hugsa um hvað hann hefði sagt við manninn og ákvað að biðjast fyrirgefningar.
"Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera ruddalegur, hvað hefurðu annars haft liðagigt lengi" spurði presturinn.
"Ég er ekki með liðagigt, ég var að lesa að páfinn hefði hana" svaraðu maðurinn.
2.1.2013 | 11:25
Nú árið er liðið og allt gott með það. Það er nú gangur lífsins. Mannfólkið samt við sig með sínar hefðir og kreddur og það á þá við mig líka. Það er t.d hefð hjá okkur, dætrum mínum og pabba þeirra, að fara saman í messu á aðfangadagskvöld, þó ekki alltaf í sömu kirkjuna.
Í ár fórum við í Bústaðakirkju. Þar fóru stórfrændur míns fyrrverandi á kostum, þeir séra Pálmi Matthíasson sem messaði og stórtenórinn Kristján Jóhannsson sem söng. Báðir brilleruðu.
Sr.Pálmi lagði einmitt út af hefðum í sínu ávarpi og hve það hefði haldist um aldir, að viðhalda því sem gott er og gagnlegt. Hann talaði líka um að láta ekki minnihlutann ráða með því að sitja sjálfur heima og hafast ekki að eða hafa ekki skoðun.
Á Gamlársdag fór ég ein í Bústaðakirkjuna og það var mjög góð messa. Sr. Pálmi gerði grín að stefnu " Besta flokksins " og jafnvel að litlu óháðu framboðunum sem ætluðu að breyta heiminum en breyttu engu. Hann talaði enn um þá óhæfu að láta örfáa einstaklinga með sérskoðanir ráða, t.d. því að annarra manna börn mættu ekki koma í kirkjuna og var þar líklega að vísa til nýlegrar "leikskólakrísu" um kirkjuferðir skólabarnanna. Hann gat þess að Eiríkur Jóhannsson frá Raufarhöfn, nú prestur í Hruna, myndi starfa í sókninni næstu 2 mán. meðan hann færi sjálfur til Ameríku í leyfi.
Sr. Pálmi virðist hafa breyst úr brosandi elskurríkum guðsmanni í harðan og ákveðinn baráttumann fyrir kirkjunni og óyggjandi valdi hennar. Einnig fyrir óbreyttu stjórnmálakerfi fjórflokksins og fastheldni á reglur og siði. Mér kom í hug hvort þetta væri lína nýja biskupsins.
Í dag, Nýársdag ,mætti ég enn á ný í þessa ágætu kirkju og nú til að hlýða á Óttar Guðmundsson lækni ræða um trúna og tilgang hennar, væri hann nokkur. Hann ræddi t.d. um forfeður okkar og vísaði til breytinga á viðhorfi til þeirra í gegnum tímans rás. Þetta var stórskemmtilegur fyrirlestur og ég sá að séra Eiríkur hló og skemmti sér við altarið eins og við hin í kirkjunni, en hann var svona " starfsmaður í þjálfun" áður en hann tekur við keflinu. Það var yndislegt að sjá hann í þessari fallegu kirkju og óska ég honum velfarnaðar í vandasömu starfi.
Eitt fannst mér þó heldur lakara en ég er vön en það er að engin messuskrá lá frammi. Það hefur viðgengist í Kópavogskirkju og sjálfsagt víðar, en það er mjög hvetjandi til að fólk taki þátt í söng og messusvörum eins og vera ber. Annars er ég mjög ánægð með andlegt fóður þessi jólin og þakka fyrir mig.
31.12.2012 | 17:06
Nú er farið yfir eitt og annað sem á dagana dreif á þessu ári sem senn er horfið á braut. Markmið voru sett og svona upp og ofan hvernig gekk að ná þeim.
Golfmarkmiðið fór ótrúlega úr böndunum. Ég náði nú að verja titilinn sem klúbbmeistari eldri kvenna í lægri forgjafarflokki en það var nú bara hundaheppni. Ég var að spila svo illa að ég hækkaði þrjá daga í röð í forgjöf.
En ef ég greini þetta þá var það þannig að þó ég væri að slá betur og beinna en oftast áður þá var það á kostnað lengdarinnar og munaði uþb 30-50 metrum á því sem ég hef verið að gera undanfarin ár. Það sem fór svona bölvanlega með forgjöfina voru púttin. Stutta spilið ágætt svo sem nema púttin. Oftast voru jafnmörg pútt og brautarhögg og stundum fleiri.
Þó ég væri ánægð með mig og mörg frábær högg, þá fór þetta mjög í taugarnar á mér. Ég get alveg viðurkennt , af því þetta er nú uppgjör, að ég fór allan geðvonskuhring golfarans og það nokkrum sinnum. Eins og sjá má á myndinni þá fann ég hann ekki upp heldur er þetta líklega eitthvað sem margir golfarar fara í gegnum af og til.
Ég var með ýmsar afsakanir eins og að ég þyrfti að :
Fara til kennara og æfa nýja sveiflu.
Fara að stunda nýtt sport.
Fá mér nýjar kylfur.
Ég væri að nota ónýta bolta.
Ég ætti bara að hætta og aldrei að spila framar.
En óðara bráði af mér og ég tilbúin í næsta leik.
Það eru ekki vandræði að setja sér markmið fyrir árið 2013 í golfinu. Gömlu markmiðin um 10 í forgjöf standa enn. Pínu vandamál að hafa ekki fastan makker til að spila við, upp á forgjafarskráningu, en það hlýtur að reddast.
Allavega ætla ég að eiga gott golfár, ef heilsan leyfir, en það er víst útilokað að nota hana sem afsökun " so far" . Ég hlakka svo til að byrja aftur.
Góðar stundir og sjáumst á golfvellinum, ágætu golfarar.
24.12.2012 | 13:36
Gleðileg jól ágætu bloggvinir og megi nýja árið færa okkur lausnir og leiki, gleði og gæfu, ást og árangur.
Trú.
Ég trúi á ást og yndi,
en ekki á myrkrið kalt,
ég trúi á leik í lyndi,
á lífið sem sigrar allt.
Ég trúi á okkar æsku,
og öldungsins viskubrunn,
ég trúi á tryggð og gæsku,
á traustan og sterkan grunn.
Ég trúi á mannsins mildi,
þann mátt sem svo fagur er,
ég trúi á göfug gildi,
hið góða sem býr í mér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 112158
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- gunnarwaage
- sjonsson
- duddi9
- eask
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- urval3bjorn
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- mbj
- ragnar73
- ziggi
- midborg
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
| 2.1875
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10368
Sjálflýsandi. Játningar Tracey Emin
Tracey Emin (1963-) er breskur listamaður sem hefur verið kennd við listhreyfinguna YBA, eða Young British Artists. Emin fór að vekja athygli á 10. áratugnum fyrir áleitin og ögrandi verk en öll byggja þau á stormasamri ævi hennar. Sú listaðferð sem Emin hefur tileinkað sér, þar sem minningar, reynsla, og upplifanir gegna lykilhlutverki, hefur verið kennd við játningalist (e. confessional art). Persónulegar afhjúpanir listamannsins eru einkennandi fyrir játningalist. Þar gefst áhorfendum tækifæri til þess að spegla sig í upplifunum listamannsins, samsama sig reynslu hans eða að upplifa eitthvað sem þeir hefðu annars ekki gert. Játningalistin fjallar um persónulega upplifun einstaklingsins sem felur í sér skírskotun til samfélagsins og gefur áhorfendum færi á því að tileinka sér nýtt sjónarhorn og nýja sýn á líf sitt og umhverfi. Sá listamaður sem talinn er hafa tileinkað sér játningalist fyrst er Louise Bourgeois (1911-2010) en hún var undir áhrifum framúrstefnunnar sem kom fram í upphafi 20. aldar. Nálgun Bourgeois á viðfangsefni játningalistarinnar er ólík þeirri sem Emin hefur tileinkað sér. Kynslóðabilið sem aðskilur þær hefur eflaust mikið um það að segja. Í ritgerðinni verður fjallað um Bourgeois og Emin, listsköpun þeirra og frásagnir og listræna úrvinnslu á einstökum verkum. Litið verður til þróun játningarinnar og hlutverks hennar í samtímanum.
| 2.96875
|
Því miður er ekki hægt að nota Welcome Rewards® nætur á þessu hóteli
Engar myndir eru til af þessu hóteli.
Super 8 Hotel Lianyungang Rail er í Lianyungang, Kína
- Hotel Year Built - 2006 Additional Property Description - Super 8 Hotel Lianyungang Railway Station Square is located at No. 7 of West Ren Min Road, Xinpu District, Lianyungang, Jiangsu Province, P.R China. The hotel have total of 56 sweetly and comfortable guest room. The Large meeting room can hold 150 people and the Small meeting rooms can accommodate 50 people. Free Parking. It is about 100 meters to lianyungang railway station.
Ekki er boðið upp á aðgengi fyrir fatlaða á þessu hóteli. Vinsamlegast veldu annað hótel ef þú vilt bóka herbergi með aðgengi fyrir fatlaða.
Verðið sem er sýnt hér er fyrir einn eða tvo í herbergi í eina nótt, eftir því hvað var valið. Vinsamlegast athugið að við innritun kann að vera krafist aukagjalds fyrir fleiri gesti, börn, aukarúm og annað tilfallandi.
Allt verð er birt með þeim fyrirvara að herbergin séu laus og hugsanlega leggur hótelið á einhverja skatta og gjöld sem eru ekki innifalin í verðinu. Í ákveðnum tilvikum gæti þurft að framvísa sérstökum skilríkjum til að fá tiltekið verð.
Öll gjöld sem hótelið hefur upplýst okkur um eru innifalin. Hins vegar geta gjöld verið breytileg og farið til dæmis eftir lengd dvalar eða herberginu sem þú bókar.
| 1.1875
|
Notandi:BiT
Baldur Blöndal er Íslendingur, sem býr á Íslandi og talar íslensku. Hver veit nema að hann tali ekki bara nokkur önnur tungumál líka. Hann er líka stjórnandi á íslensku Wikipediunni og á íslensku Wikiorðabókinni, sjá lista yfir stjórnendur.
Meira er að finna um þennann unga
(og myndarlega) dreng á íslensku Wikipedia síðunni.
Verk[breyta]
|Verk|
|Islandia||puella||ablativus|
|hora||nominativus||accusativus|
|genitivus||dativus||vocativus|
|eyja||svahílí||úrdú|
|English||Icelandic||Latin|
|Wikipedia||[[1]]||[[2]]||[[3]]|
|Wiktionary||[[4]]||[[5]]||[[6]]|
|Wikibooks||[[7]]||[[8]]||[[9]]|
|Commons||[[10]]||N/A||N/A|
| 2.015625
|
Sænska high street keðjan H&M gaf stóru tískuhúsunum ekkert eftir á H&M Paris Fashion Week sýningunni í gær. Þar voru margar glæsilegar flíkur í ódýrari kantinum til sýnis, ásamt nokkrum dýrari hlutum úr veglegum efnum sem mikið hefur verið lagt í. Sýningin var lífleg og skemmtileg, falleg og látlaus í senn og án mikils umbúnaðar en hún var haldin á Musée Rodin.
H&M virðist vera að færa sig upp í tískuheiminum en eins og margir tóku eftir var Helen Hunt í kjól frá H&M á Óskarnum. Kjóllinn fékk misjafnar undirtektir frá tískugúrúum, en engu að síður mikla umfjöllun.
Haustlína H&M er vel heppnuð og hefur fengið gríðarlega góða dóma. Aðal liturinn var svartur í bland við fallega haustliti settir fram á dramatískan hátt til dæmis með loðjökkum, bróderuðum skirtukjólum, fallegum cape-jökkum , oversized peysum og háum stígvélum.
Að sögn Ann-Sofie Johansson, yfirhönnuðar H&M, er hugsunin á bakvið línuna er að blanda saman „boyfriend“ og „ömmu“ stílnum svo að útkoman verði áreynslulaus og flott útlit.
| 1.875
|
Jorge Sampaio
Sampaio fæddist í Lissabon þann 18. september 1939 og er af gyðingaættum. Á meðan Sampaio var ungur bjó hann bæði í Bandaríkjunum og Englandi vegna starfa föður síns, sem var læknir. Sampaio hóf stjórnmálaferil sinn í lagaskóla Lissabon. Hann átti þátt í andófi gegn fasistastjórn landsins og var forseti stúdentasamtaka Lissabon milli 1960 og 1961.
| 2.390625
|
11.mar. 2014 - 21:50
Peter Lanza, faðir Adam Lanza, var í átakanlegu viðtali við the New Yorker nýlega en þetta var í fyrsta sinn sem hann ræddi við fjölmiðla eftir að sonur hans skaut 20 lítil skólabörn og 6 kennara til bana í Sandy Hook grunnskólanum.
11.mar. 2014 - 20:30
Á íslenskum netmiðlum hefur fólk að undanförnu verið að skemmta sér við að reyna að finna út hver hafi tekið fyrstu „selfie“ ljósmyndina af sjálfum sér.
11.mar. 2014 - 19:00
„Nú eru 10 ár frá því að ég greinist með IGA nýrnamein og bið eftir nýju líffæri tekur á og þá sérstaklega að vera fastur í nýrnavél þrjá daga í viku til að halda lífi,“ segir Kristján Kristjánsson og bætir við: „Meðferðin tekur á og er oftast án vandræða en getur líka verið sársaukafull og erfið“.
11.mar. 2014 - 18:30
Bjarndís Albertsdóttir vakti mikla athygli fyrir frásögn sína á Bleikt um drenginn sinn sem hefði getað látist ef hún hefði farið að ráðum læknis í Keflavík.
11.mar. 2014 - 17:52
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir upplýsingum frá almenningi vegna ráns sem var framið í Dalsnesti við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld, en tilkynning um ránið barst lögreglu kl. 21:12
11.mar. 2014 - 16:30
Nils Horner, fréttamaður Sænska ríkisútvarpsins, var myrtur í morgun. Hann var skotinn til bana. Hann hafði starfað lengi hjá Sænska ríkisútvarpinu og hafði farið víða um heim á þess vegum og flutt fréttir frá mörgum átaka- og hamfarasvæðum.
11.mar. 2014 - 15:15
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var gestur Zach Galifianakis í þættinum „Between two ferns“. Obama byrjaði viðtalið á því að lýsa því yfir að hann hafi orðið hissa þegar hann frétti að fólk horfi á þáttinn. Zack sussaði þá á forsetann og spurði síðar hvort það hafi verið Obama sem sendi körfuboltastjörnuna Dennis Rodman sem sendiherra til Norður Kóreu.
11.mar. 2014 - 14:53
Sigurður Elvar
Knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára.
11.mar. 2014 - 14:15
Þær sögðu engum að þær væru væntanlegar en sátu hæverskar aftast í dómsalnum á fyrsta degi réttarhaldanna. Þeim fannst þetta vera það rétt í stöðunni, styðja vin sinn sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Þetta eru þær Sigríður Hanna Jóhannesdóttir og dóttir hennar Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
11.mar. 2014 - 13:23
Björgvin G. Sigurðsson
Í dag eru 30 ár frá því að fyrsta lag og fyrsti smellur Cyndi Lauper, Girls just want to have fun, náði hæst á bandaríska vinsældarlistanum, 2. sæti. Þessi frumraun þrítugu söngkonunnar frá New York með sérstaka útlitið varð óhemjuvinsæl um allan heim. Lagið er í dag eitt af einkennislögum áratugarins og ávann Cindy heimsfrægð.
11.mar. 2014 - 12:00
Malasísk lögregluyfirvöld rannsaka enn ástæður hvarfs flugvélar Malasian Airlines, MH370. Flugrán, skemmdarverk og persónuleg eða sálræn vandamál farþega eru enn til skoðunar, en að sögn yfirvalda hafa engar útskýringar verið útilokaðar að svo stöddu.
11.mar. 2014 - 10:50
Lögmaður Seðlabankans í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum segist ekki hafa haft upplýsingar um að bankinn myndi standa straum af málskostnaði Más. Hann hafi lesið um málið fyrst í fjölmiðlum.
11.mar. 2014 - 10:00
Sigurður Elvar
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur um bronsverðlaunin á Algarve æfingamótinu sem fram fer á Portúgal eftir 1-0 sigur liðsins gegn Kína í gær.
11.mar. 2014 - 09:00
Nú er minna en mánuður þangað til hugbúnaðarrisinn Microsoft mun hætta uppfærslum á Windows XP stýrikerfinu. Fyrirtækið hvetur notendur til að skipta um stýrikerfi hið snarasta.
11.mar. 2014 - 08:10
Ítalska mafían kemur víða við og fátt virðist þessum alræmdu glæpasamtökum óviðkomandi. Mannrán, morð, mútur, yfirráð yfir sorphreinsun í stórborg með tilheyrandi vandamálum og ýmislegt fleira og nú hefur svolítið nýtt bæst á listann: Fjöldamorð á býflugum.
10.mar. 2014 - 21:15
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir varð þjóðþekkt fyrir hlutverk sitt sem Silvía Nótt, þá sló hún einnig í gegn með hljómsveitinni Ske. Fyrir frammistöðu sína í hlutverki Silvíu hlotnaðist Ágústu Evu tvær Eddur, en hún var valin sjónvarpsmaður ársins og þátturinn Sjáumst með Silvíu Nótt skemmtiþáttur ársins.
10.mar. 2014 - 20:15
Hitamet var slegið í Danmörku í dag en hitinn mældist 18,5 gráður í Kaupmannahöfn og hefur aldrei mælst hærri hiti í landinu svona snemma í mars. Blíðviðri er spáð næstu daga og fólk þarf því ekki að setja stuttbuxur og stuttermaboli inn í skáp alveg á næstunni.
10.mar. 2014 - 19:45
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur óskað eftir því að mál þriggja kólumbískra mæðgna fái flýtimeðferð hjá innanríkisráðuneytinu, en Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli hér á landi í síðustu viku og fór fram á að þeim verði vísað frá landinu eins fljótt og verða má. Ráðherrann kveðst vonast eftir sanngjarnri og færsælli niðurstöðu.
10.mar. 2014 - 19:08
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar björguðu í dag erlendum ferðamanni sem óskaði eftir aðstoð við Snæfellsjökul. Var hann þá staddur á þeim stað er GPS punktur sem hann sendi Neyðarlínu benti á, suðaustan við jökulinn.
10.mar. 2014 - 17:15
„29. janúar verður gleðidagur fyrir marga því á þeim degi eignuðust fimm einstaklingar nýtt líf vegna gjafa Skarphéðins Andra sem lést deginum áður. Í dag fengum við að vita aldur og kyn þeirra sem öðluðust nýtt líf þennan dag. Þetta veitti okkur mikla gleði og þá sérstaklega fyrir hönd þeirra fjölskyldna sem geta haldið áfram að vera með ástvinum sínum“, segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést eftir bílslys á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal.
10.mar. 2014 - 16:57
Það vakti töluverða athygli fyrr í dag þegar Barnaheill lýsti yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem bardagakappinn Gunnar Nelson gæti haft á æsku landsins. Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum sagði meðal annars í samtali við Vísi:
10.mar. 2014 - 14:37
Sigurður Elvar
Aron Kristjánsson tók við þjálfun danska handknattleiksliðsins KIF Kolding frá Kaupmannahöfn á dögunum og hann var ekki lengi að koma fyrsta titlinum í hús. Aron, sem er einnig þjálfari íslenska karlalandsliðsins, varð bikarmeistari um helgina eftir 28-24 sigur liðsins gegn Bjerringbro-Silkeborg. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill KIF Kolding en liðið varð til eftir að stórliðið AG varð gjaldþrota í byrjun árs 2012. Kolding varð bikarmeistari árið 2007.
10.mar. 2014 - 13:00
Konulík fannst nýlega í aftursæti Jeep Liberty bifreiðar og hafði líkið verið í bílnum í sex ár án þess að nokkur saknaði konunnar. Það var ekki fyrr en innistæðan á bankareikningi hennar var búin og ekki hægt að greiða reikninga sem farið var að óttast um konuna og athuga með hana.
10.mar. 2014 - 12:00
Víða er snjór og klaki en spáð er hlýnandi veðri í dag. Við slíkar aðstæður eykst hættan á vatnstjóni vegna stíflaðra niðurfalla, eða vegna þess að snjór eða klaki er á svölum eða við innganga kjallara.
10.mar. 2014 - 11:00
Þingfundir hefjast á ný í dag eftir nokkurt hlé. Búast má við áframhaldandi átökum um ESB-málið. Eftir kvöldfundi og langar ræður um skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ og fundarstjórn forseta náðu þingflokkar í þarsíðustu viku loks samkomulagi um framhald þingstarfa sem fólst í að umræðan um skýrsluna var kláruð og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fékk að mæla fyrir tillögu sinni um að draga aðildarumsóknina að ESB tilbaka.
10.mar. 2014 - 10:57
Sigurður Elvar
Sálfræðistríðið fyrir lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar er fyrir löngu hafið og þar leikur Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea stórt hlutverk. Mourinho kastaði boltanum í fangið á Manchester City eftir 4-0 sigur Chelsea gegn Tottenham um helgina.
10.mar. 2014 - 09:30
Horfur eru á suðaustanstormi í dag og allt að 25 m/s suðvestanlands. „Búast má við miklum sviptivindum m.a. við hærri byggingar“ segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni. „Óveðrið stafar af djúpri lægð sem fer hratt hjá fyrir vestan landið. Vindur verður í hámarki t.d. á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ á milli kl. 15 og 17 og gengur síðan yfir Snæfellsnesið.“
10.mar. 2014 - 09:23
Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun til að vekja athygli á vonskuveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag og fram á nótt.
10.mar. 2014 - 09:00
Umfangsmikil leit stendur yfir á stóru svæði á Suður-Kínahafi að ummerkjum um Boeing 777-200ER flugvél Malaysia Airlines sem hvarf aðfaranótt laugardagsins með 239 farþega um borð. Hvarf þotunnar þykir mjög dularfullt og enn hefur ekkert brak fundist úr henni.
10.mar. 2014 - 08:00
Aaron Paul er að finna fjölina í heimi kvikmyndanna eftir að Breaking bad þáttunum sleppti. Núna í mars verður frumsýnd ný mynd frá DreamWorks fyrirtæki Steven Spielbergs þar sem Aaron leikur aðalhlutverkið. Myndin er Need for speed, gerð eftir samnefndum tölvuleik.
09.mar. 2014 - 21:00
Fljótlega verður það ekki aðeins Jesús sem getur stært sig af að geta breytt vatni í vín því það ætti að verða gerlegt á flestum heimilum. Væntanleg er á markað vél sem gerir fólki kleift, á einfaldan hátt, að breyta vatni úr krananum í vín.
09.mar. 2014 - 20:00
Oft er talið að um það bil fimm prósent fólks sé samkynhneigt, sumir hallast reyndar að því að talan sé nokkru hærri, eða allt að tíu prósentum. En sé miðað við fimm prósent, þá ættu að minnsta kosti tveir forsetar Bandaríkjanna að hafa verið samkynhneigðir, en Barack Obama er 43ði maðurinn sem gegnt hefur því embætti.
09.mar. 2014 - 19:39
Stjórnarmaður í Heimssýn telur að formaður samtakanna, Vigdís Hauksdóttir, eigi að stíga til hliðar. Álitamál sé hvort hún geri samtökunum gagn með „niðrandi yfirlýsingum“ sínum.
09.mar. 2014 - 18:15
Innflutningur Kínverja á mjólkurvörum fer sívaxandi og það hefur þau áhrif að verðið á heimsmarkaði hefur farið síhækkandi. Nú er svo komið að innflutningur Kínverja á mjólkurvörum er tvisvar sinnum meiri en fyrir einu ári.
09.mar. 2014 - 17:00
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar ferðamenn við notkun snjallsímaforrita sem sérstaklega eru hönnuð til þess að nýtast í snjóflóðum. Getur það reynst sérstaklega varasamt að nota slík forrit ein og sér.
09.mar. 2014 - 16:01
„Af hverju ætti einhver kona að vilja innbyrða fylgjuna sína?“ er það fyrsta sem þú munt örugglega hugsa. Hér færðu alla vega svar frá mér, segir Elín Ásta Finnsdóttir sem er fylgjandi því að nýbakaðar mæður innbyrði fylgju sína eftir fæðingu barna sinna.
09.mar. 2014 - 15:05
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að sér hafi borið skylda til að stefna Seðlabankanum til að fá ógilta þá ákvörðun að laun hans skyldu lækkuð. Þetta hafi hann gert annars vegar af persónulegum ástæðum en hins vegar til að vernda sjálfstæði bankans.
09.mar. 2014 - 12:52
-
Gunnar Nelson fékk rúmlega 5 milljónir kr. í bónusgreiðslu fyrir sigurinn á Rússanum Omari Akhmedov í veltivigt í UFC bardaga sem fram fór í London í gær.
09.mar. 2014 - 10:30
Everest fjallið er hæsta fjall heims og á hverju ári reynir mikill fjöldi fjallgöngumanna að komast á topp þess. Öllum þessu fjölda fylgir mikið rusl, fólk þarf að hafa hægðir og svo látast sumir á fjallinu. Þetta er farið að valda miklum vanda því rusl, saur og mannslík eru farin að setja mark sitt á umhverfið á fjallinu.
09.mar. 2014 - 08:00
Rúmenskir afbrotamenn eru víða stórtækir í Evrópu og eru orðaðir við allt frá betli, vasaþjófnuðum, kreditkortasvindli, ránum, innbrotum og mansals með vændiskonur. Nú hefur nýtt vandamál tengt afbrotamönnum frá Rúmeníu skotið upp kollinum.
08.mar. 2014 - 21:23
Nú eru um tveir mánuðir í að úrslitakvöld Eurovision fari fram í Kaupmannahöfn og mörg lönd búin að velja framlög sín í keppnina, þar á meðal Íslendingar. Nú í kvöld völdu síðan gestgjafarnir framlag sitt í keppnina og frændur okkar í Svíþjóð gerðu það einnig en óvíða er meiri áhugi á Eurovision í Svíþjóð.
08.mar. 2014 - 20:32
Sigurður Elvar
Gunnar Nelson var stórkostlegur í UFC bardaganum gegn Rússanum Omari Akhmedov í veltivigt í kvöld. Íslenski afreksmaðurinn náði strax yfirburðastöðu gegn Akhmedov í fyrstu lotu af alls þremur – og greip dómarinn inn í atburðarásina þegar Akhmedovgaf merki um að hann hefði fengið nóg. Bardaginn var stöðvaður og Gunnar úrskurðaður sigurvegari.
08.mar. 2014 - 18:30
Hin frábæra „selfie“, sem fór eins og eldur í sinu um netheima á sunnudaginn, er dýrasta „selfie“ sögunnar því þrátt fyrir að þetta liti út fyrir að vera eitthvað sem gerðist upp úr þurru þá var þetta vel skipulögð auglýsing sem var hluti af verðlaunahátíðinni.
08.mar. 2014 - 16:00
Breskir glæpaþættir eru ein helsta skemmtun sjónvarpsáhorfenda á Íslandi eins og víðar, og sé eitthvað að marka þessa þætti virðast breskir bæir og sveitir vera ansi hættulegir staðir, hvarvetna eru morðingjar á kreiki.
08.mar. 2014 - 15:27
Óhætt er að segja að óvæntur og undursamlegur atburður hafi orðið í Hörpunni í gær, þegar fjölmargir núverandi og fyrrverandi nemendur og samstarfsmenn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra og tónlistarkennara komu saman og sungu óvænt henni til dýrðar í tilefni af sextugsafmæli hennar.
08.mar. 2014 - 15:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er bjartsýnn á að flokkurinn nái inn tveimur mönnum í borgarstjórn í kosningunum í vor.
08.mar. 2014 - 14:49
Ófært er frá Reykjavík um Mosfellsheiði að Þingvöllum og eru björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu að aðstoða ökumenn á því svæði.
08.mar. 2014 - 14:00
Bandaríski kjötframleiðandinn Oscar Mayer hefur nú búið til forrit fyrir iPhone sem getur vakið fólk með ljúfum beikonilmi snemma morguns. Þetta á örugglega eftir að vekja lukku enda ljúft að vakna við dásamlegan ilm af beikoni í staðinn fyrir pirrandi hringingu vekjaraklukkunnar.
08.mar. 2014 - 13:00
Rómarkeisarinn Konstantínus mikli stofnaði borgina Konstantínópel við Bosporus snemma á fjórðu öld eftir Krist. Þar hafði hafði raunar áður verið grísk borg sem hét Byzantium.
08.mar. 2014 - 11:00
Það verður sífellt algengara að fé sé safnað til ýmissa mála í gegnum svokallað Crowfunding þar sem netið er notað til að ná til sem flestra og þeir hvattir til að láta lítilræði af mörkum til að styrkja góðan málstað. Margt smátt gerir jú eitt stórt.
| 2.109375
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/960
Rætur leikskólastarfs á Egilsstöðum
Myndun Egilsstaða er sérstök vegna þess að Egilsstaðir eru ekki staðsettir við sjó og því er ekki þá björg að sækja þangað. Fólk flutti úr sveitunum og til þorpsins vegna þeirra breytinga sem urðu búsháttum í sveitum. Með aukinni tæknivæðingu í sveitum þurfti færri hendur til að vinna störfin. Á fyrri hluta 20 aldarinnar hófust þessar breytingar og fóru þær fyrst hægt af stað en hafa verið hraðari á síðari tímum.
Með auknum íbúafjölda á Egilsstöðum komu auknar kröfur um ýmsa þjónustu. Sem dæmi má nefna heilsugæslu og verslun. Þannig jókst líka atvinnuþátttaka kvenna. Til þess að konur gætu stundað vinnu utan heimilis þá þurfti vera hægt að fá gæslu fyrir börnin og tók það langan tíma að setja á fót slíka starfsemi á Egilsstöðum, því seint gekk og erfiðlega að fá hreppsnefndina til að viðurkenna nauðsyn þess að opna barnaleikvöll og dagheimili.
Því voru þær kvenfélagskonur í kvenfélaginu Bláklukku mikið búnar að berjast fyrir því að koma þessari þjónustu á. Stofnuðu þær því fyrsta barnaleikvöllinn á Egilsstöðum árið 1966. Þessi barnaleikvöllur varð mjög vinsæll og varð fljótt of lítill fyrir allt þorpið. Það var ekki fyrr en árið 1971 að hreppurinn tók við rekstri hans. Það sama var uppá teningnum er snýr að stofnun dagheimilis fyrir börnin. Konur sem unnu á heilsugæslunni stofnuðu fyrsta dagheimilið í Egilsstaðaþorpi fyrir börnin sín en þær vantaði gæslu fyrir þau.
Þegar aðrir þorpsbúar létu í sér heyra að þá vantaði líka barnagæslu fyrir sín börn ákvað hreppurinn að koma inn í reksturinn og leigði húsnæði undir starfsemina árið 1975. Sú starfsemi sprengdi fljótt það húsnæði utan af sér og var þá tekin sú ákvörðun af hreppsnefnd Egilsstaða að byggja hús undir dagheimilið. Það hús var tekið í notkun árið 1979 og fékk nafnið Tjarnarland. Tjarnarland varð þó fljótt of lítið og byggt var við það 1989. Þá var Tjarnarland orðið þriggja deilda leikskóli. Tjarnarland varð svo að leigja húsnæði undir fjórðu deilina árið 1999. Starfsemi leikskólans Tjarnarlands tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia þar eru í vistun 100 börn með misjafna vistunartíma og þar vinna 32 starfsmenn.
| 2.984375
|
Enter a term in the search box to find its definition.
Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).
|Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Donate|
Latest Posts
Ef vísindamenn geta ekki spáð fyrir um veðrið, hvernig geta þeir þá spáð fyrir um loftslag fram í tíman?
Það sem vísindin segja...
Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.
Þessi rök bera vott um þekkingaleysi á muninum á veðri - sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt - og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.
Loftslagsspár eru erfiðar og sífellt í þróun. Ýmislegt er erfitt að sjá fyrir, t.d. hvernig sólin mun hegða sér í framtíðinni. Einnig geta skammtímasveiflur orðið af völdum El Nino eða eldvirkni sem líkön ráða illa við. Þrátt fyrir það, þá hefur loftslagsfræðingum tekist hingað til að stilla loftslagslíkön þannig að þau ná yfir helstu þætti loftslags.
Hitaspá James Hansens frá árinu 1988
Árið 1988, gerði James Hansen hitaspá fram í tímann (Hansen 1988). Þessi spá sýnir merkilega góða samsvörun við það sem mælingar hafa sýnt fram til dagsins í dag (Hansen 2006). Hansen setti inn í spá sína kröftugt eldgos árið 1995 (til að prófa hvort líkanið hermdi eftir áhrifum vegna eldvirkni) en klikkaði á tímasetningunni um nokkur ár (góð tilraun samt).
Mynd 1: Útkoma úr líkani Hansen (grænt, blátt og fjólublátt) borið saman við mæliniðurstöður (rautt og svart).
Sviðsmynd B hjá Hansen (lýst sem líklegasta möguleikanum og eftir á að hyggja sá möguleiki þar sem miðað er við svipaða losun á CO2 og síðar varð) sýnir góða fylgni við mælt hitastig. Í raun þá ofáætlaði Hansen framtíðarlosun CO2 um 5-10%, þannig að ef sett væri inn í líkan hans rétt geislunarálag CO2, þá yrði spá hans enn nær lagi. Það eru sveiflur frá ári til árs, en við því er að búast. Sveiflur í veðri munu alltaf sjást í hitamælingum frá ári til árs, en heildarleitnin er fyrirsjáanleg.
Líkt eftir viðbrögðum loftslags við eldgosið í Mount Pinatubo
Þegar eldfjallið Mount Pinotubo gaus árið 1991, þá gafst mönnum tækifæri að sannreyna hversu vel líkön geta spá fyrir um viðbrögð loftslagsins við það að brennisteinsörður (súlfat SO4) dældust út í andrúmsloftið. Líkönin náðu að spá nákvæmlega fyrir kólnun um 0,5°C sem varð fljólega eftir eldgosið. Einnig sáu líkönin fyrir sér breytingar í inngeislun og vatnsgufu (Hansen 2007).
Mynd 3: Breytingar í hitastigi, mældar og niðurstöður líkanareikninga vegna eldgossins í Mount Pinatubo. Græn lína sýnir mæld gildi veðurstöðva. Blá lína hitastig sjávar og lands og rauð lína er meðaltal líkanareikninga (Hansen 2007).
Spá IPCC borin saman við mælingar
Spár IPCC (litaðar brotalínur) hafa verið bornar saman við mæliniðursöður frá HadCRUT (blá lína) og NASA GISS (rauð lína) (Rahmstoorf 2007). Þunnu línurnar er mælt árlegt meðaltal og þykku línurnar sýna langtímaleitni, sem eyða út skammtímasveiflur í veðri.
Mynd 3: Frá Tamino: Þykka bláa línan er leitnilína frá GISS og rauða línan frá HadCRU, brotalínur eru spár IPCC.
Það er ljóst að IPCC vanmat hitaaukninguna miðað við mælingar (þó innan óvissumarka). Í grein Rahmstoorf er velt upp möguleikunum á þessum mun. Einn möguleikinn er innri breytileiki veðurfars yfir svona stutt tímabil. Annar möguleiki er að geislunarálag frá örðum sem valda kólnun hafi verið minna en búist var við.
Þriðji möguleikinn er vanmat á jafnvægissvörun. IPCC gerir ráð fyrir að jafnvægissvörunin sé um 3°C, með óvissubil milli 1,7° - 4,2°C (sjá gráa svæðið á mynd 3). Einnig er töluvert af magnandi svörunum í loftslagskerfinu sem eru ekki fullkomlega ljós og því hafa þau ekki hátt gildi í IPCC líkönunum. Við það má bæta að óvissa í líkönum veldur hærri jafnvægissvörun. Líklegt má telja að hærri jafnvægissvörun útskýri þetta að hluta, en ekki allt. Lesa meira um spár IPCC frá 2001...
Aðrar niðurstöður sem líkön höfðu spáð fyrir
Translation by Hoskibui, . View original English version.
Smartphone Apps
|© Copyright 2014 John Cook|
|Home | Links | Translations | About Us | Contact Us|
| 3.921875
|
Kaktusar
- Um íslenska karlmannsnafnið, sjá Kaktus (mannsnafn).
|Kaktusar|
|Vísindaleg flokkun|
|Ættkvíslir|
Kaktusar eru safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae) og eru af hjartagrasbálknum. Kaktusar eru venjulega með þykkum, safaríkum og þyrnóttum stönglum. Sumar tegundir eru með skærlitum blómum, en allir eru þeir án laufblaða. Heimkynni þeirra eru í Ameríku, en ein undantekning á þeirri reglu er Rhipsalis baccifera sem á ættir sínar að rekja til Gamla heimsins. Kaktusar eru oftast notaðir til skrauts, en aðrar tegundir koma t.d. að notum sem nytjaplöntur.
Kaktusar eru óvenjulegar og auðkennandi plöntur sem finnast aðallega í hitabeltinu. Kaktusar halda vel vatni og stilkarnir á þeim eru safamiklir og ljóstillífandi. Kaktusar eru þekktir fyrir brodda sína, en þeir eru í raun laufblöð.
Kaktusar eru til í ólíkum stærðum og gerðum. Hæsta kaktustegundin er Pachycereus pringlei en hún getur náð allt að 19,2 m, en sú minnsta er Blossfeldia liliputana sem er fullvaxin um 1 cm að hæð. Blómin á kaktusum eru stór og flestar kakustegundir blómstra að næturlagi. Næturskordýr og lítil spendýr eins og mölflugur og leðurblökur fræva þessi blóm.
| 3.421875
|
IBM System/3X
IBM System/3X var miðtölvulína frá IBM sem var framleidd frá 1975 þar til AS/400-vélar tóku við árið 1988. Línan tók við af gataspjaldavélinni IBM System/3 og var markaðssett sem bókhaldsvélar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessar tölvur litu út eins og tæknivætt skrifborð og tóku svipað rými. Þær voru búnar skjá, hörðum diski og notuðu átta tommu disklinga sem ytri gagnageymslu í stað gataspjalda og segulbanda. Tölvurnar notuðu forritunarmálið IBM RPG (Report Program Generator) sem var upphaflega þróað fyrir System/3. Á System/32 vélinni var stýrikerfið kallað System Control Program en á System/34 og System/36-vélunum var System Support Program notað. Með System/38 kom Control Program Facility eða CPF sem var mun öflugra en SSP.
| 3.09375
|
Kyser Capo er nauðsynlegur fylgihlutur fyrir
kassagítarinn, mandólínið eða banjóið
Alpine MusicSafe heyrnartapparnir eru nauðsynlegir
öllum þeim sem vilja vernda heyrnina. MusicSafe
tapparnir eru hannaðir þannig að þeir hleypa í gegn
öllu tíðnisviðinu en lækka bara hávaðann.
DelayLab frá Vox er hreinlega stórkostleg græja
með 30 delay týpur og innbyggðum looper.
Sjáðu video hér.
Balance hljóðkortið frá Propellerhead hefur verið að fá frábæra dóma undanfarið, enda bæði flott hönnun og
ótrúlega þægilegt að vinna á gripinn. Ekki þykir skemma fyrir að með fylgir Reason Essentials forritið sem er smækkuð
útgáfa af Reason.
Sjáðu nokkrar umsagnir hér.
Skoða vídeó
| 1.992188
|
Leggja til að Snowden fái ríkisborgararétt
Þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, Helgi Hjörvar, Samfylkingu og Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafa lagt fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararétt þar sem lagt er til að Edward Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt.
Ögmundur vakti máls á máli Edwards Snowden við upphaf þingfundar í morgun. Hann beindi orðum sínum til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns allsherjarnefndar, og lagði til að Snowden yrði boðin landvist á Íslandi. „Alþingi Íslendinga og Íslendingar hafi forgöngu um það að bjóða þessum einstaklingi sem heimsbyggðin öll á skuld að gjalda landvist,“ sagði Ögmundur á þingi í morgun.
Unnur Brá upplýsti að umsókn um ríkisborgararétt hafi ekki komið frá Snowden og samkvæmt reglum verði umsækjandi að vera staddur á landinu.
Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á firstname.lastname@example.org
| 2.046875
|
17. kapítuli
Nefí er boðið að smíða skip—Bræður hans snúast gegn honum—Hann veitir þeim áminningu og segir þeim frá samskiptum Guðs við Ísrael—Nefí fyllist krafti Guðs—Bræðrum hans er meinað að snerta hann, ella muni þeir visna eins og þornað strá. Um 592–591 f.Kr.
1 En svo bar við, að við lögðum af stað í óbyggðunum enn á ný. Og eftir það héldum við nær beina stefnu í austur. Og við gengum gegnum miklar þrengingar í óbyggðunum, og eiginkonur okkar ólu börn í óbyggðunum.
2 En blessun Drottins hvíldi yfir okkur í svo ríkum mæli, að enda þótt við yrðum að nærast á hráu kjöti í óbyggðunum, höfðu eiginkonur okkar fyllilega nóg fyrir börn sín að sjúga, og þeim óx svo þrek, að þær urðu sem næst jafnokar karlmannanna og fóru að þola ferðalögin möglunarlaust.
3 Og þannig sjáum við, að boð Drottins hljóta að uppfyllast. Og haldi mannanna börn boðorð Drottins, veitir hann þeim næringu, styrk og forsjá til að gera það sem hann hefur boðið, og þess vegna veitti hann okkur forsjá, á meðan við dvöldumst í óbyggðunum.
5 Og við komum til landsins, sem við gáfum nafnið Nægtarbrunnur, vegna allra ávaxtanna þar og villihunangsins. Og Drottinn hafði búið allt þetta í haginn fyrir okkur svo að við skyldum ekki farast. Og við sáum sjóinn, sem við nefndum Irreantum, sem þýðir vötnin mörgu.
6 En svo bar við, að við reistum tjöld okkar við sjávarströndina, og þrátt fyrir allar þrengingarnar og erfiðleikana, sem við höfðum mátt þola, sem meiri voru en svo, að hægt sé að gefa hugmynd um í rituðu máli, fylltumst við áköfum fögnuði, þegar við komum á sjávarströndina. Og við gáfum staðnum nafnið Nægtarbrunnur vegna ríkulegra ávaxta, sem þar var að finna.
7 En svo bar við, að þegar ég, Nefí, hafði verið í Nægtarbrunni marga daga, barst rödd Drottins mér og sagði: Rís á fætur og gakk upp í fjallið. Og það varð, að ég reis á fætur og hélt upp í fjallið og tók að ákalla Drottin.
11 Og svo bar við, að ég, Nefí, gjörði úr dýrahúðum smiðjubelg, sem hægt var að blása með. Og þegar ég hafði lokið við smiðjubelginn, svo að ég hefði eitthvað milli handa til að blása í eldinn með, sló ég saman tveimur steinum til að kveikja eld.
13 Einnig mun ég vera ljós yðar í óbyggðunum, og ég mun greiða götu yðar, ef þér haldið boðorð mín. Þér munuð þess vegna verða leidd til fyrirheitna landsins, ef þér haldið boðorð mín. Og það skuluð þér vita, að það er ég, sem leiði yður.
14 Já, Drottinn sagði einnig: Eftir komu yðar til fyrirheitna landsins munuð þér vita, að ég, Drottinn, er Guð og að það var ég, Drottinn, sem bjargaði yður frá tortímingu; já, að ég leiddi yður burtu frá landi Jerúsalem.
17 En þegar bræður mínir sáu, að ég var um það bil að hefja skipasmíði, fóru þeir að mögla og segja: Bróðir okkar er heimskingi, því að hann heldur sig geta smíðað skip. Já, hann telur einnig, að hann geti komist yfir þessi miklu vötn.
19 Og nú bar svo við, að ég, Nefí, hryggðist mjög vegna hörkunnar í hjörtum þeirra. En þegar þeir sáu hryggð mína, glöddust þeir í hjarta sínu, og það hlakkaði í þeim, er þeir sögðu: Við vissum, að þú gætir ekki smíðað skip, enda ljóst, að dómgreind þinni væri ábótavant, og þess vegna getur þú ekki unnið svo mikið verk.
20 Og þú ert alveg eins og faðir okkar, sem lætur glepjast af heimskulegum ímyndunum hjarta síns. Já, hann leiddi okkur frá landi Jerúsalem, og við höfum nú reikað um óbyggðirnar í öll þessi ár. Og eiginkonur okkar hafa mátt strita, jafnvel komnar að falli. Og þær hafa alið börn sín í óbyggðunum og allt mátt þola nema dauðann. Og betur hefði farið, að þær hefðu orðið dauðanum að bráð, áður en þær fóru frá Jerúsalem, en verða að þola allar þessar þrengingar.
22 Og við vitum, að fólkið sem var í landi Jerúsalem var réttlátt fólk, því að það hélt í heiðri reglur og ákvæði Drottins og öll boð hans samkvæmt lögmáli Móse. Og þess vegna vitum við, að það er réttlátt fólk. En faðir okkar hefur fellt dóm yfir því og leitt okkur í burtu, því að við fórum að orðum hans. Já, og bróðir okkar er alveg eins og hann. Og með þessum orðum mögluðu bræður mínir og kvörtuðu.
30 Og þó að Drottinn Guð þeirra og lausnari leiddi þau, gengi á undan þeim og vísaði þeim veginn á daginn og lýsti hann upp á næturnar og gjörði allt fyrir þau, sem manninum er að gagni, hertu þau engu að síður hjörtu sín og blinduðu hug sinn og smáðu Móse og hinn eina sanna og lifanda Guð.
35 Sjá. Drottinn metur allt hold á einn og sama veg. Hinn réttláti nýtur náðar Guðs. En sjá. Þetta fólk hafði hafnað sérhverju orði Guðs og misgjörðir þess höfðu náð hámarki, og fylling hinnar heilögu reiði Guðs kom yfir það. Og Drottinn lagði bölvun á landið fyrir þetta fólk, en blessaði það feðrum okkar. Já, sú bölvun, sem hann lagði á landið, varð fólkinu til tortímingar, en sú blessun, sem hann veitti feðrum okkar, gaf þeim vald yfir því.
40 Og hann elskar þá, sem vilja hafa hann að Guði sínum. Sjá. Hann elskaði feður okkar og gjörði við þá sáttmála, já, við Abraham, Ísak og Jakob. Og hann mundi sáttmálana, sem hann hafði gjört, og þess vegna leiddi hann þá út úr landi Egypta.
41 Og hann rétti þá við í eyðimörkinni með refsisprota sínum, því að þeir höfðu hert hjörtu sín á sama hátt og þið hafið gjört. Og hann rétti þá við vegna misgjörða þeirra. Hann sendi eldspúandi, fljúgandi höggorma þeirra á meðal. Og þegar þeir höfðu orðið fyrir biti, sá hann svo um, að þeir mættu aftur heilir verða. Og það eina, sem þeim var ætlað að gjöra, var að líta, en vegna þess, hversu einfalt það var og auðvelt, fórust margir.
43 En nú eftir allt þetta er sú stund upp runnin, að þeir eru orðnir ranglátir, já, mælirinn er nærri fullur. Ég veit ekki nema tortímingin blasi við þeim nú þegar í dag. Hins vegar veit ég, að sá dagur hlýtur óhjákvæmilega að renna upp, að þeir verði tortímingunni að bráð að fáeinum undanskildum, sem færðir verða burt í ánauð.
44 Þess vegna bauð Drottinn föður mínum að halda út í óbyggðirnar. Og Gyðingarnir sóttust auk þess eftir lífi hans. En þið hafið einnig sóst eftir lífi hans, og þess vegna eruð þið morðingjar í hjörtum ykkar nákvæmlega eins og þeir.
45 Þið eruð fljótir til misgjörða, en seinir til að minnast Drottins, Guðs ykkar. Þið hafið séð engil, já, hann hefur talað til ykkar, og þið hafið heyrt rödd hans öðru hverju. Og hann hefur talað til ykkar lágri, hljóðlátri röddu, en þið voruð orðnir svo tilfinningalausir, að þið gátuð ekki skynjað orð hans. Þess vegna varð hann að tala til ykkar með þrumuraustu, sem skók jörðina rétt eins og hún væri að klofna.
46 Og þið vitið einnig, að í krafti síns almáttuga orðs getur hann látið jörðina hverfa. Og þið vitið, að orð hans getur fyllt hverja lægð og jafnað hverja hæð og sérhvern hól. Og hvernig getið þið þá verið svo forhertir í hjarta
47 Sjá. Sál mín er sundurtætt af angist ykkar vegna, og hjarta mitt fullt af sársauka. Ég óttast, að ykkur verði að eilífu vísað frá. Sjá, andi Guðs hefur gagntekið mig svo mjög, að líkami minn er algjörlega máttvana.
48 Og svo bar við, að þegar ég hafði mælt þessi orð, reiddust þeir mér og vildu helst kasta mér í djúp sjávar. En þegar þeir komu til að leggja hendur á mig, talaði ég til þeirra og mælti: Í nafni almáttugs Guðs skipa ég ykkur að snerta mig ekki, því að kraftur Guðs logar í mér af þvílíku afli, að hann nær brennir upp hold mitt, og hver sá, sem leggur á mig hendur, mun visna eins og þornað strá og að engu verða fyrir krafti Guðs, því að Guð mun ljósta hann.
52 Og svo bar við, að ég, Nefí, sagði bæði margt og mikið við bræður mína, svo mikið, að þeir urðu sneyptir og gátu ekki andmælt mér. Og þeir þorðu heldur ekki að leggja á mig hendur, ekki einu sinni að drepa á mig fingri dögum saman. Og slíkur var kyngikraftur Guðs anda, að þeir höfðu ekki kjark til þessa af hræðslu við að visna frammi fyrir mér. Og þannig urðu þeir fyrir áhrifum hans.
53 En svo bar við, að Drottinn sagði við mig: Réttu aftur bræðrum þínum hönd þína, og þeir munu ekki visna frammi fyrir þér. En ég mun skjóta þeim skelk í bringu, svo að þeir megi vita, að ég er Drottinn, Guð þeirra.
55 Og þá sögðu þeir: Nú vitum við með vissu, að Drottinn er með þér, því að við vitum, að það er kraftur Drottins, sem skelfdi okkur. Og þeir féllu til jarðar frammi fyrir mér og ætluðu að tilbiðja mig, en það vildi ég ekki leyfa, heldur sagði: Ég er einungis bróðir ykkar, já, meira að segja yngri bróðir, þess vegna skuluð þið tilbiðja Drottin, Guð ykkar, og heiðra föður ykkar og móður, svo að þið verðið langlífir í því landi, sem Drottinn Guð gefur ykkur.
| 3
|
Mjög gamlar stjörnur
Ákvörðun á aldri alheimsins
Stjörnufræðingar hafa gert einstakar mælingar með Very Large Telescope sem ryður brautina fyrir sjálfstæðri aðferð til ákvörðunnar á aldri alheimsins. Þeim tókst þá í fyrsta sinn að mæla magn geislavirku samsætunnar úraníums-238 í stjörnu sem varð til þegar Vetrarbrautin okkar var enn að myndast. Sjá fréttatilkynningu eso0106.
Þessi „úraníumklukka" getur sagt til um aldur stjörnunnar líkt og kolefni getur sagt til um aldur fornminja í fornleifafræði. Mælingarnar sýna að stjarnan er 12,5 milljarða ára gömul. Stjörnur geta ekki verið eldri en alheimurinn svo hann hlýtur að vera eldri en þetta. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður athugana í heimsfræði, sem segja að aldur alheimsins sé um 13,7 milljarðar ára. Stjarnan og Vetrarbrautin okkar hljóta því að hafa myndast tiltölulega skömmu eftir Miklahvell.
Önnur niðurstaða, fengin með því að nýta nútímatækni til hins ítrasta, varpar nýju ljósi á upphaf Vetrarbrautarinnar. Með því að mæla magn beryllíums í tveimur stjörnum í kúluþyrpingu rannsökuðu stjörnufræðingar fyrstu stigin í myndun fyrstu stjarna Vetrarbrautarinnar og stjarna kúluþyrpingarinnar. Þeir komust að því að fyrsta kynslóð stjarna í Vetrarbrautinni okkar varð til skömmu eftir lok hinna ~200 milljón ára löngu „myrku alda" sem fylgdu í kjölfar Miklahvells. Sjá fréttatilkynningu eso0425.
| 3.03125
|
Gagnagrunnsréttur
Gagnagrunnsréttur er hugverkavernd fyrir gagnagrunna. Gagnagrunnsréttur leiðir af höfundarétti (sem safnverk), af grannréttindum og af sérlögum og tilskipunum. Gagnagrunnsrétturinn nær til niðurröðunar efnis og er óháður höfundarétti þess efnis sem kann að vera geymt í gagnagrunninum.
Í íslenskum höfundalögum er í 50. grein fjallað um „skrár, töflur, eyðublöð, gagnagrunn eða svipuð verk sem hafa að geyma umtalsvert safn upplýsinga eða eru árangur verulegrar fjárfestingar“. Þessu ákvæði var bætt inn í lögin árið 2000 til að fullgilda Gagnagrunnstilskipun Evrópusambandsins frá 1996. Rétturinn gildir í 15 ár eftir að verk hefur birst almenningi í fyrsta sinn.
Gagnagrunnsréttur er ekki til í Bandaríkjunum þar sem gagnagrunnar teljast ekki uppfylla skilyrði um verkshæð sem byggast á frumleika. Í Evrópu hefur hins vegar verið stuðst við rökin um að hafa unnið eitthvað verk „í sveita síns andlits“ („veruleg fjárfesting“) sem grundvöll gagnagrunnsréttinda.
| 3.6875
|
Gosslóðirnar opnaðar aftur
Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð inn í Þórsmörk, en fólk er sérstaklega beðið um að hafa varann á sér þegar farið er yfir Hvanná þar sem aðstæður gætu breyst með skömmum fyrirvara, en hraun rennur nú efst í Hvannárgili.
Þetta er niðurstaða fundar Almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans í samráði við vísindamenn til að meta nýja stöðu í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi eftir að ný gossprunga opnaðist þar í gær.
Göngufólki frá Þórsmörk er heimilt að fara að Morinsheiði en bannað er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er gönguleiðin frá Skógum upp á Fimmvörðuháls opin á nýjan leik en umferð vélknúinna farartækja upp Skógaheiði er aðeins ætluð lögreglu og björgunarsveitum
Leiðin upp á Mýrdalsjökul frá Sólheimajökli er opin en hún er aðeins fær mikið breyttum jeppum. Sprungur eru í grennd við akstursleiðina upp jökulinn og þurfa ökumenn að vera meðvitaðir um það. Öll almenn umferð gangandi og vélknúinna faratækja er bönnuð í 1 km radíus frá eldstöðinni og nær það einnig til leiðarinnar að Hrunagili (við hraunfossinn) frá Fimmvörðuhálsi. Hættusvæði er áfram skilgreint í 5 km radíus frá eldstöðinni og þeir sem fara þar um gera það á eigin ábyrgð.
Almannavarnir minna á að mikilvægt sé að fólk sem er á ferð um svæðið virði lokanir og fari eftir fyrirmælum og leiðbeiningum frá lögreglu og björgunarsveitarfólki sem er á staðnum. Gripið er til þessa ráðstafana til þess að sem minnst hætta sé á að lífi og heilsu fólks sé ógnað en um leið að gefa áhugasömum kost á því að sjá eldstöðina.
| 2.859375
|
Hringadróttinssaga
Hringadróttinssaga (enska: The Lord of the Rings) er saga eftir J. R. R. Tolkien sem kom út í þremur bindum árin 1954 og 1955. Bindin heita Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim. Hvert bindi skiptist í tvær bækur og því samanstendur sagan af sex bókum alls. Hringadróttinssagan gerist í heimi sem Tolkien skapaði, og sá heimur er einnig bakgrunnur bókanna um Hobbitinn, Silmerillinn og fleiri. Þorsteinn Thorarensen þýddi allar bækurnar á íslensku.
Hringadrottinssaga hefur verið kvikmynduð þrisvar sinnum: ein teiknimynd hefur verið gerð, ein sjónvarpsmynd og nú síðast gerði nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson kvikmyndaþríleik sem kom út á árunum 2001 til 2004. Sagan fjallar, í stuttu máli, um hobbitann Fróða Bagga sem erfir dularfullan hring eftir frænda sinn og fóstra, Bilbó Bagga, þegar Bilbó bókstaflega hverfur á 111 ára afmælinu sínu. Seinna kemur í ljós að þessi hringur var sköpunarverk Saurons, sem tókst næstum því að ná undir sig öllum Miðgarði fyrir mörgum öldum, en þegar Sauron glataði hringnum missti hann allan mátt og flúði burt sem veikur skuggi og veldi hans hrundi til grunna. En nú er Sauron byrjaður að eflast aftur og Fróði þarf að fara ásamt garðyrkjumanni sínum Sóma og fleiri hobbitum til Mordor að eyða hringnum eina . En það eru fleiri að berjast gegn Sauroni, t.d. Aragorn sonur Araþorns, erfinginn að krúnu Gondors, Legolas sonur Þrændils, erfingi að krúnu Myrkviðar, áður Mikli-Græniskógur, Gimli sonur Glóins, hefði getað orðið erfingi að krúnunni í Moría og Gandalfur vitki, sem ber einn álfahringanna þriggja.
Hringkvæði úr sögunni er sérstaklega frægt (þýðing eftir Geir Kristjánsson):
- Þrjá fá kóngar Álfa í eyðiskóga geim,
- sjö fá Dverga í hamravíðum sal,
- níu fá dauðlegir Menn, þá hel sækir heim,
- einn fær sjálfur Myrkradróttinn á myrkanna stól
- í því landi Mordor sem magnar skugga sveim.
- Einn Hringur ræður þeim öllum, einn skal hann hina finna,
- einn skal safna þeim öllum og um sinn fjötur spinna
- í því landi Mordor, sem magnar skugga sveim.
Á frumtungunni er hringkvæðið svona:
- Three Rings for the Elven-kings under the sky,
- Seven for the Dwarf-lords in their halls of stone,
- Nine for Mortal Men doomed to die,
- One for the Dark Lord on his dark throne
- In the Land of Mordor where the Shadows lie.
- One Ring to rule them all, One Ring to find them,
- One Ring to bring them all and in the darkness bind them
- In the Land of Mordor where the Shadows lie.
| 3.9375
|
...flugsamgöngur námu um 43% af útfluttri þjónustu árið 2012
...íslenskir flugrekendur hafa heimild til að fljúga til 94 ríkja.
... Fastafulltrúi Íslands hjá SÞ leiðir við annan mann samningaumleitanir um umbætur á mannréttindakerfi SÞ að beiðni Ban Ki-moon
... 452 sérfræðingar á vegum Íslensku friðargæslunnar hafa starfað á vettvangi síðan árið 2002.
...872 einstaklingar frá þróunarlöndum hafa hlotið þjálfun hjá skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
...á hverju ári taka 450 Erasmus stúdentar hluta af námi sínu við íslenska háskóla
...árlega fara um 250 íslenskir stúdentar utan til náms á vegum Erasmus
...25 þúsund Íslendingar hafa verið á faraldsfæti á vegum samstarfsverkefna ESB undanfarin 20 ár
...í gegnum EES hefur Ísland fengið yfir 200 milljónir evra í styrki í gegnum samstarfsáætlanir ESB
...sendiráðin koma að framkvæmd hundruða viðburða ár hvert á öllum sviðum menningar og lista
...íslensk þróunarverkefni fækka konum sem deyja af barnsförum í Malaví
...íslensk þróunarverkefni auka verðmæti afla í fiskimannaþorpum í Úganda
...í miklum meirihluta þróunarverkefna sem Ísland styður eru kynjasjónarmið í forgrunni
...á Íslandi starfa fjórir skólar innan vébanda Háskóla Sameinuðu þjóðanna
...Ísland leiðir starf að þróun jarðhita í þrettán ríkjum í austur-afríska sigdalnum
...SOLVIT getur leyst vandamál ef reglum innri markaðarins er ekki beitt rétt
...Ísland er aðili að 26 fríverslunarsamningum sem ná til 35 ríkja og ríkjasambanda
...um 250 kjörræðismenn í 87 löndum aðstoða íslenska ríkisborgara ef nauðsyn krefur
...heildarútgjöld utanríkisráðuneytisins námu innan við 2% af ríkisútgjöldum árið 2013
...flutningsskyldir Íslendingar í sendiskrifstofum erlendis eru 54
...erlendir starfsmenn í sendiráðum erlendra ríkja á Íslandi eru 140
...verið er að skoða uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsmiðstöðvar á Íslandi
...Ísland er í formennsku norrænu ráðherranefndarinnar
| 2.5625
|
Kópavogsdagar í næstu viku
Kópavogsbær hefur um árabil stutt vel við menningu og listir í bænum. Markmið hátíðarinnar er ekki síst að gefa bæjarbúum kost á því að sjá afrakstur menningarstarfsins í bænum og hefur stundum verið talað um hátiðina sem uppskeruhátíð.
Menningarstofnanirnar á Torfunni munu leika lykilhlutverk á hátíðinni og í ár verður þar sérstaklega reynt að höfða til barna og ungmenna.
Nánari upplýsingar fást hjá Örnu Schram í netfanginu: arnaschram(hjá)kopavogur.is
| 1.210938
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3974
Fæðingarorlof: Samningaviðræður foreldra um ákvörðun á skiptingu orlofsins
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort samningaviðræður eigi sér stað milli foreldra á skiptingu þeirra þriggja sameiginlegu mánuða sem foreldrum býðst til fæðingarorlofs. Ennfremur var kannað hvernig samningaviðræðurnar áttu sér stað og þá helst, hvað ákvarðaði niðurstöðu skiptingarinnar. Síðara markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun foreldra út frá þeirri skiptingu sem átti sér stað í fæðingarorlofinu. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Útvegaði Fæðingarorlofssjóður þátttakendur í rannsóknina. Viðtöl voru tekin við fjögur pör, tvö pör þar sem mæður tóku sameiginlegu mánuðina og tvö pör þar sem feðurnir tóku þá.
Niðurstöður sýna að samningaviðræður milli foreldra eru mjög takmarkaðar. Var í raun frekar um að ræða samtöl á milli para þar sem fallist var á fyrirfram myndaðar skoðanir. Foreldrar eru mjög skilyrtir gagnvart þörfum barnsins í ákvörðun sinni. Má þá helst nefna þátt brjóstagjafar sem hefur mikil áhrif á skiptingu fæðingarorlofs foreldra. Annar stór þáttur sem kemur að ákvörðum skiptingarinnar eru tekjur heimilanna, en margir foreldrar reyna að skipta orlofinu með hámörkun tekna að leiðarljósi.
Athyglisvert þykir að þegar rætt var við pörin í sambandi við viðmót á vinnustað gagnvart orlofstöku greindu þau frá jákvæðri reynslu sinni en þegar farið var lengra inn í viðtalið mátti finna vísbendingar um að það sé erfiðara fyrir feðurnar að fá að taka allt orlofið í heild sinni.
Ályktað er að þörf sé á að fæðingarorlof lækki ekki tekjur heimilanna nema að litlu leyti og sé jafnframt í samræmi við hugmyndir heilbrigðisstétta um brjóstagjöf og þarfir ungbarna. Ennfremur þarf að taka tillit til foreldra og tryggja, að bæði geti tekið óskert orlof og staðið saman að umönnun barnsins.
| 3.0625
|
"Ekki skynsamlegt aš virkja nśna"
Posted 17 August 2008 - 15:20
Įsta segir aš OR hafi nęg verkefni. Žį verši aš greina į milli žeirra svęša sem eigi aš vernda og žeirra sem megi nżta. Bķša skuli meš framkvęmdir žar til fundin hafi veriš lausn į žeim vandamįlum sem fylgja jaršvarmavirkjunum.
Žaš er aš segja finna śt meš hvaša hętti skal ganga frį affalls vatninu žvķ žegar jaršhitavatniš kemur upp er žaš grķšarlega mengaš, žó žaš sé af nįttśrunnar völdum, og getur valdiš miklum skaša ķ vötnum og lękjum. Nś sé spurningin hvaš sé hęgt aš gera viš vatniš, og hversu langt žurfi aš dęla žvķ nišur aftur svo žaš skaši ekki nįttśruna. Einnig fylgir loftmengun jaršvarmavirkjunum vegna brennisteinsvetnis.
Įsta segir stjórn Orkuveituna hafa samžykkt ķ vor aš setja umtalsverša fjįrmuni ķ tilraunaverksmišju til aš finna lausn į mengun vegna brennisteinsvetnis. Brżnt sé aš ljśka žeim rannsóknum.
F-listinn hefur veriš andvķgur Bitruvirkjun. Ólafur F. Magnśsson, frįfarandi borgarstjóri, lżsti žvķ yfir ķ lok jślķ aš Bitruvirkjun hefši veriš slegin af til framtķšar. Ķ maķ žegar ljóst var aš Skipulagsstofnun legšist gegn Bitruvirkjun sagši Įsta ķ Śtvarpsfréttum aš virkjunin vęri óįsęttanleg į grundvelli umhverfissjónarmiša og žvķ komi hśn ekki til framkvęmda. En nśna segir Įsta aš hugsanlega verši einhvern tķmann aš virkja viš Bitru. Žį žurfti tęknin aš vera meš žeim hętti aš hśn valdi ekki skaša og sį tķmi geti komiš aš virkjunin verši naušsynleg."
Af ruv.is
Sem sagt:
1) Orkuveitan hefur nęg verkefni, eru t.d. enn meš ķ athugun Hverahlķšarvirkjun best ég veit
2) Mengunarmįl hįhitavirkjana žarf aš rannsaka og finna višunandi lausnir į
2) Orkuveitan er ķ žannig fjįrhagsstöšu nśna og lįnskjör erlendis slęm, aš žeir geta hvort eš er ekki bętt viš tug-milljarša framkvęmd
3) Hvergeršingar vilja ekki Bitruvirkjun ķ hįlsmįliš į sér
4) Skipulagsstofnun tali Bitruvirkjun ekki įsęttanlega
5) Nokkur žśsund athugasemdir bįrust stofnuninni ķ matsferli
Žannig aš yfirlżsingar Óskars um aš nś verši fariš af staš ķ Bitru eru pólitķsk vindhögg til aš skora stig hjį žeim sem óttast samdrįttinn og til aš fęra sig frį vinstra-"Saving Iceland"-VG lopapeysulišinu sem er į móti žvķ aš bjarga landinu frį yfirvofandi svelti og heimskreppu.
Posted 17 August 2008 - 16:16
Viš komumst aldrei hjį žvķ aš fį svona svęši žar sem virkjunin er stašsett.
Mér finnst svona svęši vel įsęttanlegt ef röskun į umhverfi annars stašar į svęšinu vęri lįgmörkuš.
Žegar virkjanir viš Kröflu, Svartsengi og į Nesjavöllum voru reistar heyršist nįnast ekkert um mengunarvandamįl vegna jaršvarmavirkjana. Menn töldu žį jaršvarmavirkjanir įhugaveršar vegna minni umhverfisįhrifa en vatnsaflsvirkjanir meš sķnum mišlunarlónum.
Svolķtil hveralykt var ekki talin mengun. Žetta hefur breyst mjög mikiš.
Ég vil taka undir žį skošun sem kemur fram frį Įstu ķ upphafsinnleggi aš mjög mikilvęgt sé aš lögš sé mikil įhersla į aš koma ķ veg fyrir aš brennisteinsvetni fari śt ķ andrśmsloftiš ķ žeim męli sem viršist vera raunin į Hellisheiši.
Einhvern vegin trśi ég ekki aš žaš sé flókiš mįl aš leysa žetta en žaš kostar aušvitaš talsverša fjįrmuni.
M.a. žess vegna er mikilvęgt aš žetta sé gert strax ž.a. sį kostnašur liggi fyrir įšur en menn setja raforkuna į śtsölu.
Vęri ekki Bitruvirkjun įsęttanleg ef reglurnar vęru aš engar pķpur sęust ofanjaršar og landinu skilaš ķ įsęttanlegu įstandi og śtblįstur yrši ekki mikiš meiri en hann var į svęšinu įšur en virkjun hófst.
Sķšan geta menn vališ blett fyrir svona netta "gręna" virkjun.
Posted 17 August 2008 - 16:17
Žetta er eldgömul mynd, allvegana 1,5 įrs gömul ef ekki eldri. Miklu fleiri byggingar og pķpur žarna nśna
Annars er samt frekar ósanngjarnt aš melda inn myndir į byggingarstiginu, en žetta į samt alltaf eftir aš vera hręšilegt lżti į nįttśrunni žarna. Sorglegt žvķ žetta var helvķti fallegt svęši.
Posted 17 August 2008 - 16:30
Annars er samt frekar ósanngjarnt aš melda inn myndir į byggingarstiginu, en žetta į samt alltaf eftir aš vera hręšilegt lżti į nįttśrunni žarna. Sorglegt žvķ žetta var helvķti fallegt svęši.
Óspillt nįttśra er ljót
vel hönnuš mannvirki gefa nįttśrunni gildi.
Posted 17 August 2008 - 16:43
Mér finnst svona svęši vel įsęttanlegt ef röskun į umhverfi annars stašar į svęšinu vęri lįgmörkuš.
[...]
Vęri ekki Bitruvirkjun įsęttanleg ef reglurnar vęru aš engar pķpur sęust ofanjaršar og landinu skilaš ķ įsęttanlegu įstandi og śtblįstur yrši ekki mikiš meiri en hann var į svęšinu įšur en virkjun hófst.
Sķšan geta menn vališ blett fyrir svona netta "gręna" virkjun.
Žaš er nefnilega mįliš. Ég og eflaust fleiri sem erum mótfallin Bitruvirkjun erum alls ekki alfariš į móti hįhitavirkjunum! Žetta er mjög spennandi valkostur. Nś žegar er OR aš styrkja rannsóknir į žvi hvernig draga megi śr menguninni. Sjón- og hljóšmengun er svo annaš mįl, og ólķkklegt aš hęgt sé aš fela virkjanirnar nešanjaršar.
Annaš mįl er svo aš žessar virkjanir skila mögulega ekki fullum afköstum nema ķ nokkra įratugi, eins og Fjalldrapi benti į meš krękju.
Žess vegna er algjör óžarfi og mesta firra aš ana śtķ aš gjörnżta allt Hengilssvęšiš meš 4-5 virkjunum og eyšileggja ķ leišinni sérstakt og vinsęlt śtivistarsvęši.
Orkufrekjur og "framfarasinnar", ž.m.t. Óskar Bergsson, hafa ekki komiš meš nein rök fyrir žvķ aš hundsa skuli įlit Skipulagsstofunnnar. Bitruvirkjun er ekkert į leišinni "aftur innį kortiš" į žessu kjörtķmabili aš minnsta kosti. Óskar getur svo gaspraš um žetta aš vild, eflaust fęr hann atkvęši einhverra fyrir vikiš, ekki kżs ég hann.
Posted 18 August 2008 - 08:01
Į Hellisheiši er ekkert veriš aš nżta heita vatniš til hitaveitu fyrir Reykvķkinga. Til žess žyrfti lķka aš dęla upp köldu grunnvatni til aš hita upp, žvķ hįhitavatn er ekki hęgt aš nota beint ķ hitaveitu eins og lįghitavatniš ķ Laugarnesi.
Žetta orš "affallsvatn" er villandi. Megniš af žvķ sem kemur upp śr hįhitaholunni er heitt rennandi vatn. Žaš er ašeins gufan sem nżtist til rafmagnsframleišslu. Sem sagt mjög lķtill hluti.
Žaš er hęgt aš sjį ķ hendi sér aš jaršhitavirkjanir fyrir stórišju, sem žarf gķfurlegt rafmagn ķ stórum stökkum, byggir į blóšmjólkun jaršhitageymanna og sóun.
Og skammtķmagręšgi eins og fyrri daginn.
0 user(s) are reading this topic
0 members, 0 guests, 0 anonymous users
| 2.6875
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11835
Opin í báða enda : leikföng sem skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið
Leikföng eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Hlutverk þeirra er líka margþætt og getur verið allt frá því að gleðja augað og til þess að hjálpa börnum að ná ákveðnum þroska. Mismunandi leikir og leikföng efla ólíka þætti í þroska barna. Hér fjalla ég um leikföng, leiki og hinar ýmsu hliðar þeirra og hversu misjöfnum og fjölbreyttum tilgangi þau þjóna. Það er í eðli manna að leika sér. Fyrsti leikur ungabarns er að reyna að grípa í fingur og hár þess sem heldur á því heldur. Leikur hjálpar mannfólki við að ná félagslegum og vitsmunalegum þroska. Spendýrum almennt er eðlislægt að leika sér, hjá þeim gegnir leikur því hlutverki að kenna þeim að bjarga sér, afla fæðu og læra að hegða sér meðal annarra dýra. Við höfum ekki alltaf haft leikföng í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, en samt hefur maðurinn alltaf fundið sér eitthvað til að leika sér með. Ég held að fólk í dag ætti einmitt að reyna að sjá leiki og leikföng út úr því sem er í náttúrunni. Leikur á að snúast um frelsi, sköpun og ímyndun. Hér á eftir verður lögð áhersla á leikföng sem leyfa ímyndunarafli barna að njóta sín og gefur þeim frelsi til að leika sér, hverju og einu á sinn einstaka hátt. Einng fjalla ég um hönnun og hönnuði leikfanga og stuttlega um öryggi og hvað þarf að hafa í huga við efnisval.
| 2.875
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8222
Sinn er siður í landi hverju. Samanburður á mansali barna í Afríku við sumardvöl íslenskra barna um miðja síðustu öld
Ritgerðin fjallar um mansal barna í Afríku, fósturbörn á Íslandi og dvöl íslenskra barna sem send voru í sveit um miðja síðustu öld og hverjar voru oft á tíðum ástæður þess að þau voru send í sveit. Einnig er fjallað um aðkomu vestrænna hjálparsamtaka að málefnum barna í Afríku og þann ágreining sem skapast hefur milli foreldra þeirra og hjálparsamtaka sem komið hafa að málum og sem telja að flutningur barnanna á milli landamæra vegna skólagöngu og hvernig þau vinni fyrir sér með betli sé flokkað sem mansal. Við gerð þessarar ritgerðar var unnið með rannsókn Jónínu Einarsdóttur ásamt öðrum sem gerð var í Afríku á árunum 2009 og 2010. Einnig studdist ég við gögn frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands varðandi sumardvöl íslenskra barna.
The thesis is about trafficking of children in Africa, foster children in Iceland and the stay of children who were sent to the countryside in the last century and also what the reasons for their stay were. Also, the thesis concerns the part Western charity organisations play in the matters of child trafficking and conflicts between the children´s parents and the charity organisations that consider the movement of children across state borders to be trafficking. By writing on this thesis I worked with the research of Dr. Jónína Einarsdóttir et. al., done in Africa during the years 2009 and 2010. Also, I used data from Þjóðháttadeild at the National Museum in Iceland concerning the summers stay of Icelandic children.
| 3.09375
|
Skarfakálið er tví- til fáær, hárlaus jurt með hvít, fjórdeild blóm í klösum á stöngulendunum. Krónublöðin eru spaðalaga, um 4 mm á lengd. Bikarblöðin eru grænleit eða rauðfjólublá, sporöskjulaga eða öfugegglaga, 2 mm á lengd. Fræflar eru sex með gulhvítar frjóhirslur. Ein hnöttótt fræva sem verður að stuttum, sítrónulaga eða nær hnöttóttum skálpi, sem fullþroskaður er 5-7 mm á lengd en 4-5 mm á breidd. Stöngulblöðin eru fá, tígullaga eða lensulaga með fáeinum grófum tönnum eða sepum, stilklaus eða stilkstutt. Stofnblöð eru mörg, blaðka stofnblaðanna er nýrlaga, hjartalaga eða kringlótt, gljáandi að ofan, á löngum stilk sem venjulega er margfaldur að lengd miðað við þvermál blöðkunnar. Blaðkan er heilrend, oftast um 2-4 sm í þvermál, en getur farið niður í 2 mm á smáum plöntum.
Engin einhlýt skýring hefur fengist á því hvernig á hinum dvergvöxnu skarfakálsplöntum stendur uppi á háfjölllum. Þessar plöntur eru oftast aðeins 1-3 sm í þvermál, með lítil kringlótt blöð og hnöttótta skálpa. Sumir telja líklegt að þetta sé sérstakur stofn, eða jafnvel önnur tegund sem kalla mætti fjallaskarfakál, en einnig gæti verið að hér sé um sömu tegund að ræða, vaxna upp af fræjum sem fuglar bera með sér frá strandklettum upp til fjalla.
Hér má sjá venjulegt skarfakál eins og það birtist í sjávarklettum. Myndin tekin undir Ólafsvíkurenni árið 1985.
Hér sjáum við hvernig skarfakálið kemur fyrir sjónir þar sem það birtist hátt til fjalla. Tekið í 1000 m hæð uppi á Gilsbakkafjalli í Skagafirði 3. ágúst 2008.
Hér er annað eintak uppi á Gilsbakkafjalli með þroskuðum skálpum.
| 3.0625
|
Maximilian I (HRR)
Maximilian I (22. mars 1459 í Wiener Neustadt – 12. janúar 1519 í Wels) var konungur þýska ríkisins (frá 1486), erkihertogi Austurríkis (frá 1493) og keisari þýska ríkisins (frá 1508). Maximilian erfði Búrgúnd og Niðurlönd í gegnum hjónaband sitt við Maríu, dóttur Karls djarfa. Með viturlegum hjónböndum barna sinna eignaðist Habsborgarættin einnig krúnu Spánar (þar með talin Ameríku) og síðar meir Ungverjalands og Bæheims.
Efnisyfirlit
Æviferill[breyta]
Erkihertogi af Austurríki[breyta]
Maximilian fæddist í Wiener Neustadt 1459. Foreldrar hans voru Friðrik III keisari og eiginkona hans Eleonora frá Portúgal. Strax við fæðingu hlaut Maximilian titilinn erkihertogi af Austurríki. Hann ólst hins vegar upp í Vín. Hann var enn aðeins fjögurra ára drengur þegar sló í brýnu milli föður hans, Friðriks III keisara, og föðurbróður hans Albrechts VI hertoga Austurríkis. Íbúar Vínar opnuðu hliðin fyrir Albrecht og aðstoðuðu hann í að einangra og skjóta á kastalahöllina þar sem Friðrik hafði byrgt sig inni. Friðrik hröklaðist að endingu frá, en hinn ungi Maximilian fyrirgaf Vínarbúum aldrei þennan gjörning. Mestan hluta ævinnar sat hann því í Wiener Neustadt eða Innsbruck, en kom sjaldan til Vínar. Móðir hans veitti honum hlýtt uppeldi og kenndi honum að sitja á hestbak og skjóta úr ör og boga. Hún lést er hann var einungis átta ára.
Hertogi af Búrgúnd[breyta]
Maximilian kvæntist Maríu af Búrgúnd 19. ágúst 1477 í belgísku borginni Gent. Hún var dóttir Karls djarfa, síðasta hertoga Búrgúnds. Karl lést á sama ári og erfði María öll lönd Búrgúnds, þar með talin Niðurlönd. María sjálf lést 1482 í veiðislysi og erfði Maximilian þá Búrgúnd og Niðurlönd. Þetta var upphafið að stjórn Habsborgar á Niðurlöndum. Frakkar hrifsuðu til sín kjarnaland Búrgúnd og reyndu að taka til sín fleiri aðliggjandi héruð. Í orrustunni við Guinegate í Norður-Frakklandi sigraði Maximilian Frakka og kom í veg fyrir frekara yfirgang Frakka á lendum Búrgúnds.
Konungur þýska ríkisins[breyta]
16. febrúar 1486 var Maximilian kjörinn til konungs þýska ríkisins í Frankfurt þrátt fyrir að Friðrik faðir hans væri enn á lífi. Friðrik stjórnaði þó enn sem keisari, en konungskjör Maximilians var eingöngu framkvæmt til að tryggja konungdóm hans eftir fráfall Friðriks. 9. apríl á sama ári var Maximilian svo vígður til keisara í borginni Aachen. Eftir þetta reið Maximilian ekki feitum hesti í útistöðum sínum við Frakka. Oft tapaði hann orrustum og náði að flýja á síðustu stundu. Íbúar Niðurlanda voru óánægðir með þetta og létu handtaka Maximilian. Hann sat í dýflissu í Bruges (Brügge) í Flandri frá janúar til maí 1488, þar til Friðrik faðir hans kom aðvífandi með her og frelsaði hann. Saman tókst þeim að ná stjórn á Niðurlöndum og halda Frökkum í skefjun. 1490 kvæntist Maximilian Önnu frá Bretagne án þess að vera viðstaddur. Hjónabandið var hins vegar leyst upp ári síðar. Friðrik keisari lést 1493 og tók Maximilian þá formlega við konungdóminum í þýska ríkinu. Ári síðar kvæntist Maximilian Biöncu Mariu Sforza frá Mílanó. Karl VIII Frakklandskonungur gerði tilkall til konungdómsins í Napólí og hertók borgina í einu vettvangi 1495. Í kjölfarið mynduðu Maximilian, hertoginn af Milano, lýðveldið Feneyjar, Alexander VI páfa og Ferdinand II af Aragóníu heilaga bandalagið gegn Frakklandi. Á sama tíma stóð Maximilian í að mynda hjónabönd tveggja barna sinna við erfingja spænsku krúnunnar, sem eftir það varð eign Habsborgar. Þetta var upphafið af aldalöngum erjum milli Frakklands og Habsborgar. Á ríkisþingingu í Worms 1495 kom Maxilian ýmsum mikilvægum málefnum í gegn. Það mikilvægasta var skattanýjung, sem Þjóðverjar kalla gjarnan Gemeiner Pfennig (merkir bæði venjulegur Pfennig og óréttlátur Pfennig).
Keisari[breyta]
Þrátt fyrir að erkibiskupinn í Aachen hafi þegar smurt Maximilian til keisara árið 1486, var ákveðið að leyfa Júlíusi II páfa að endurtaka vígsluna. Maximilian og Júlíus hittust í Trient þar sem páfi veitti Maximilian keisaratignina í dómkirkjunni 4. febrúar 1508. Gjörning þennan var ekki hægt að framkvæma í Róm (Vatíkaninu) þar sem Maximilian hafði fjandskapast við lýðveldið Feneyjar og gat því ekki ferðast um lönd þess. En Maximilian átti vinaleg samskipti við ríkin í austri. Hann hitti þjóðhöfðingja Póllands, Rússlands Ungverjalands og Bæheims. Með klókum hjónaböndum hlutu Habsborgarar krúnur Ungverjalands og Bæheims áratug seinna. Lönd þessi héldust í austurríska keisaradæminu allt til 1918. Áður hafði Maximilian erft Búrgúnd og Niðurlönd. Hann lagði því grunninn að hinu mikla Habsborgarveldi, þar með talda Ameríku, sem eftirmaður hans stjórnaði og skipti upp. Á leið sinni til ríkisþingsins í Linz veiktist keisari hastarlega og lagðist í rúm í kastalavirkinu í Wels í Efra Austurríki. Þar lést hann 12. janúar 1519 úr þarmakrabba að talið er. Hann var lagður í steinkistu og hvílir í Wiener Neustadt. Við ríkinu tók barnabarn hans, Karl V keisari, en á hans tíma náði Habsborgarveldið mestu útbreiðslu sinni.
Fjölskylda[breyta]
Maximilian keisari kvæntist þrisvar og átti nokkur börn:
- Fyrsta eiginkona: María af Búrgúnd (1457-1482). Þeirra börn:
- 1. Filippus I Spánarkonungur (kvæntist Jóhönnu hinni vitskertu af Kastilíu)
- 2. Margrét af Austurríki, giftist Jóhanni af Aragóníu og Kastilíu
- 3. Frans, lést ungur
- Þriðja eiginkona: Bianca Maria Sforza frá Mílanó (1472-1510). Litlir kærleikar voru milli þeirra og var þeim ekki barna auðið.
Heimildir[breyta]
- Höfer, Manfred. Die Kaiser und Könige der Deutschen, Bechtle 1994.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Maximilian I. (HRR)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. mars 2012.
|Fyrirrennari:
Friðrik III
|Eftirmaður:
Karl V
| 4.09375
|
Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8182
Innkaup ríkisins. Umfang, ráðstöfun, framkvæmd og eftirlit
Government Purchases. Scope, Expenditure, Execution and Control
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að gera heildstæða samantekt á innkaupum ríkisins og því regluverki sem er um framkvæmdina, úttekt á eftirliti með henni og tillögur að úrbótum.
Í fyrsta lagi er skoðað heildar umfang útgjalda ríkisins ársið 2009 og ráðstöfun eftir meginþáttum í samræmi við staðla Sameinuðu Þjóðanna og í samhengi við helstu þjóðhagsstærðir, að mestu byggt á upplýsingum úr ríkisreikningi og tölfræðiupplýsingum af vef Hagstofu Íslands.
Í öðru lagi er skoðuð framkvæmd innkaupanna. Fjallað er um þær reglur og leiðbeiningar sem löggjafarvaldið hefur sett um framkvæmdina og þá stefnu og verklagsreglur sem framkvæmdavaldið hefur sett sér. Jafnframt um þróun og forsögu þessa regluverks sem meðal annars er tilkomið vegna þátttöku og aðildar Íslands að: alþjóðaviðskiptasamningum (WTO), viðskiptasamböndum landa (EFTA) og innri markaði Evrópu eða á Evrópska efnahagssvæðinu. En þetta samstarf hefur leitt til samræmingar á löggjöf Íslands að þessu leyti við þær reglur sem Evrópu þingið og ráðið hefur sett Evrópusambandsríkjunum.
Í þriðja lagi er úttekt á eftirliti með framkvæmd innkaupa og hvaða aðilar koma þar að og hvaða hlutverki þeir hafa að gegna. Jafnframt er fjallað um helstu nýjungar og tilgang þeirra.
Að lokum er niðurstaða þar sem fjallað er um helstu atriði sem þarf að skoða og bæta úr. Sérstaklega er það mat höfundar að bæta þurfi alla rafræna umsýslu þannig að bæta megi kostnaðargreiningar. Upplýsingakerfi ríkisins þurfa að gefa betri mynd af innkaupum með flokkun eftir eðli innkaupa (jafnvel magnupplýsingum) og rekstri ríkisins með meiri aðgreiningu og rekstrarbókhaldi innan ríkisaðila eftir verkefnum og starfsemi. Jafnframt er mikilvægt að taka upp og innleiða rafrænt umsýslukerfi við framkvæmd útboða og verðsamkeppni um innkaupasamninga meðal ríkisaðila til að annast innkaup sín í meira mæli sjálfir undir eftirliti. Markmiðið með slíku kerfi væri einnig að tryggja jafnræði og gagnsæi í framkvæmd og hagnýta upplýsingagjöf um innkaupsamninga ríkisins.
| 3.078125
|
Stefna og skipurit
Stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að:
- Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda.
- Skapa öfluga innviði sem einkennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn
Nýsköpunarmiðstöðvar.
- Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra.
- Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisforskot.
- Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina.
Lög um Nýsköpunarmiðstöð Íslands er að finna hér
Skipurit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
| 1.84375
|
Dönsk
blöð á
alnetinu DÖNSKU stórblöðin hafa verið sein að taka við sér og þannig er ekki nema eitt þeirra komið inn á netið með annan fótinn, Jyllandsposten.
Danskt verkfræðitímarit er á netinu og þar má lesa stutta lýsingu á þvi sem hæst ber í tímaritinu hverju sinni. Þannig er nú sagt frá grein um saltaustur á vegum sem blaðið segir að kosti Dani tvo milljarða danskra króna á ári í auknum ryðskemmdum. Slóðin er: (http: //www.ingenioeren.dk).
Danska tölvublaðið Datatid er með heimasíðu á netinu og þar gefst meðal annars kostur á að lesa efni blaðsins fyrir ekki neitt, að minnsta kosti sem stendur. Slóðin er: (www.datatid.dk) .
Fyrsta staðarblaðið inn á netið, sem skýtur þannig stórblöðunum ref fyrir rass, er Folkebladet í Glostrup. Folkebladet er auglýsingablað sem dreift er ókeypis í 35.000 eintökum. Netútgáfan er enn í smíðum og því ekki mikið að hafa sem stendur. Slóðin er: (http://www.danadata.dk/folkebladet) .
Jyllands-Posten er með nokkuð öfluga heimasíðu á netinu. Auk þess sem lesa má fréttir er líka hægt að sækja deilihugbúnað í því sem þeir kalla Computerklubben. Slóðin er: (http: //www.jp.dk/) .
| 2.296875
|
Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11178
Kynferði og kynhegðun. Kynáttunarvandi, transfólk og aðrir jaðarhópar
Megin tilgangur þessarar ritgerðar er sá að kanna hvað transfólk er, en sá hópur spannar vítt og oft óljóst svið. Til eru einstaklingar sem eru fæddir kynlausir, aðrir kjósa að klæðast og lifa sem gagnstæða kynið í sínum menningarheimi, og svo eru til þeir sem þjást af kynáttunarvanda og upplifa sig fædda í líkama af röngu kyni og gangast undir kynleiðréttingu. Kynferðisvitund er skynjuð en ekki séð, persónuleg og huglæg. Fólk sem á erfitt með að sætta sig við eigið kyn kallast transfólk (e. transgender), en undir það hugtak falla bæði klæðskiptingar sem fara í hlutverk gagnstæða kynsins tímabundið og fólk með kynskiptihneigð (e. transsexual), sem og aðrir kynferðisfrábrugðnir (e. gender variant) einstaklingar. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar fengu orðin kyn (e. sex) og kynferði (e. gender) nýjar áherslur, sennilega vegna aukinnar vakningar á samkynhneigð, transsexual og intersexual einstaklingum. Kynhegðun og kynferði er hægt að nálgast út frá nokkrum kenningarlegum sjónarhornum. Samskiptakenningar skýra mótun kynferðisvitundar út frá félagslegum samskiptum, feminískar kenningar skýra kynferðisvitund út frá mismunandi valdastöðu og rétti einstaklingsins yfir eigin líkama og transgender kenningar eru tiltölulega nýjar og hafa helst það markmið að bæta réttindi transfólks. Ekki er langt síðan samkynhneigð var tekin úr greiningarhandbókum geðheilbrigðisfræða sem röskun, en í dag er transgender og kynáttunarvandi kominn í staðinn. Frumvarp til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) hefur verið lagt fram á Alþingi með það að markmiði að jafna lagalega stöðu á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi með nauðsynlegum úrbótum á löggjöf.
| 3.75
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.