text
stringlengths
11
395k
edu_score
float64
0.4
4.44
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranieburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði tvær bækur um dvöl sína í fangabúðunum sem nefndust: Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér?. Faðir hans var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1938 þegar hann var 17 ára og gekk í Otto teiders handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ## Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergöta 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. Leifur var svo færður til Grini fangelsisins 23. Janúar 1942. ## Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1942 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað. Sem var gott út af því að það var svo kalt og svo mikið óveður að þeir náðu ekki til Þýskalands. En svo var hann fluttur til Sachsenhausen 28. Júní 1943. ## Sachsenhausen Þegar Leifur kom til Sachsenhausen var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Sveinn. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.53125
# Prómill Prómíll er einn tíundi af prósenti eða einn hluti af þúsund, það er táknað með ‰ (U+2030 í Unicode). 5‰ = 5/1000 = 0,005 = 0,5%
4.03125
# Travis Scott Jacques Bermon Webster II (f. 30. apríl 1991), betur þekktur undir sviðsnafninu Travis Scott, er bandarískur rappari, söngvari og lagahöfundur. Hann hefur átt samtals fimm lög sem hafa náð fyrsta sæti á U.S. Billboard Hot 100-vinsældalistanum, en hann á alls yfir hundrað lög sem hafa komist á vinsældalista. Hann hefur verið tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og unnið til Latin Grammy-verðlauna, Billboard Music-verðlauna, MTV Video Music-verðlauna og nokkurra BET Hip Hop-verðlauna. Tónlistinni hans hefur verið lýst sem „blöndu af hefðbundinni hipphopptónlist og lágtæknitónlist“ og einkennist af þokulegri og atburðasnauðri raftónlist (ambient-tónlist), með áberandi áhrifum frá röppurunum Kanye West og Kid Cudi. Sviðsnafn hans er dregið af ekta nafni hins síðarnefnda, Scott Mescudi, ásamt nafni eins uppáhaldsfrænda síns.
2.703125
# Travis Scott Jacques Bermon Webster II (f. 30. apríl 1991), betur þekktur undir sviðsnafninu Travis Scott, er bandarískur rappari, söngvari og lagahöfundur. Hann hefur átt samtals fimm lög sem hafa náð fyrsta sæti á U.S. Billboard Hot 100-vinsældalistanum, en hann á alls yfir hundrað lög sem hafa komist á vinsældalista. Hann hefur verið tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og unnið til Latin Grammy-verðlauna, Billboard Music-verðlauna, MTV Video Music-verðlauna og nokkurra BET Hip Hop-verðlauna. Tónlistinni hans hefur verið lýst sem „blöndu af hefðbundinni hipphopptónlist og lágtæknitónlist“ og einkennist af þokulegri og atburðasnauðri raftónlist (ambient-tónlist), með áberandi áhrifum frá röppurunum Kanye West og Kid Cudi. Sviðsnafn hans er dregið af ekta nafni hins síðarnefnda, Scott Mescudi, ásamt nafni eins uppáhaldsfrænda síns.
2.703125
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.4375
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.484375
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.484375
# Forsætisráðherra Japans Forsætisráðherra Japans (japanska: 日本国内閣総理大臣 er ríkisstjórnarleiðtogi Japans. Forsætisráðherrann veitir ríkisstjórn Japans forystu og hefur vald til að velja og leysa ráðherra úr embætti. Forsætisráðherrann er jafnframt leiðtogi japanska hersins. Japanska þingið tilnefnir forsætisráðherrann (yfirleitt úr hópi þingmanna neðri deildar þingsins). Hann er síðan formlega skipaður af keisaranum. Forsætisráðherrann verður að njóta trausts meirihluta neðri deildar þingsins til að halda embætti. Forsætisráðherrann býr og starfar í Naikaku Sōri Daijin Kantei (opinberu aðsetri forsætisráðherra) í Nagatachō, Chiyoda, Tókýó, nálægt japanska þinghúsinu. Sextíu og fimm menn hafa gegnt embætti forsætisráðherra. Sá fyrsti var Itō Hirobumi, sem tók við embætti 22. desember 1885. Þaulsætnasti forsætisráðherrann var Shinzō Abe, sem sat í embætti í rúm átta ár, og sá sem sat skemmst var Naruhiko Higashikuni fursti, sem sat í 54 daga. Núverandi forsætisráðherra er Shigeru Ishiba, sem tók við af Fumio Kishida þann 1. október 2024 eftir leiðtogakjör innan Frjálslynda lýðræðisflokksins.
3.171875
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.484375
# Forsætisráðherra Japans Forsætisráðherra Japans (japanska: 日本国内閣総理大臣 er ríkisstjórnarleiðtogi Japans. Forsætisráðherrann veitir ríkisstjórn Japans forystu og hefur vald til að velja og leysa ráðherra úr embætti. Forsætisráðherrann er jafnframt leiðtogi japanska hersins. Japanska þingið tilnefnir forsætisráðherrann (yfirleitt úr hópi þingmanna neðri deildar þingsins). Hann er síðan formlega skipaður af keisaranum. Forsætisráðherrann verður að njóta trausts meirihluta neðri deildar þingsins til að halda embætti. Forsætisráðherrann býr og starfar í Naikaku Sōri Daijin Kantei (opinberu aðsetri forsætisráðherra) í Nagatachō, Chiyoda, Tókýó, nálægt japanska þinghúsinu. Sextíu og fimm menn hafa gegnt embætti forsætisráðherra. Sá fyrsti var Itō Hirobumi, sem tók við embætti 22. desember 1885. Þaulsætnasti forsætisráðherrann var Shinzō Abe, sem sat í embætti í rúm átta ár, og sá sem sat skemmst var Naruhiko Higashikuni fursti, sem sat í 54 daga. Núverandi forsætisráðherra er Shigeru Ishiba, sem tók við af Fumio Kishida þann 1. október 2024 eftir leiðtogakjör innan Frjálslynda lýðræðisflokksins.
3.171875
# Forsætisráðherra Japans Forsætisráðherra Japans (japanska: 日本国内閣総理大臣 er ríkisstjórnarleiðtogi Japans. Forsætisráðherrann veitir ríkisstjórn Japans forystu og hefur vald til að velja og leysa ráðherra úr embætti. Forsætisráðherrann er jafnframt leiðtogi japanska hersins. Japanska þingið tilnefnir forsætisráðherrann (yfirleitt úr hópi þingmanna neðri deildar þingsins). Hann er síðan formlega skipaður af keisaranum. Forsætisráðherrann verður að njóta trausts meirihluta neðri deildar þingsins til að halda embætti. Forsætisráðherrann býr og starfar í Naikaku Sōri Daijin Kantei (opinberu aðsetri forsætisráðherra) í Nagatachō, Chiyoda, Tókýó, nálægt japanska þinghúsinu. Sextíu og fimm menn hafa gegnt embætti forsætisráðherra. Sá fyrsti var Itō Hirobumi, sem tók við embætti 22. desember 1885. Þaulsætnasti forsætisráðherrann var Shinzō Abe, sem sat í embætti í rúm átta ár, og sá sem sat skemmst var Naruhiko Higashikuni fursti, sem sat í 54 daga. Núverandi forsætisráðherra er Shigeru Ishiba, sem tók við af Fumio Kishida þann 1. október 2024 eftir leiðtogakjör innan Frjálslynda lýðræðisflokksins.
3.171875
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.484375
# Oda Nobunaga Oda Nobunaga (japanska: 織田 信長; 23. júní 1534 – 21. júní 1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (japanska: 戦国時代) eða þriggja ríkja öldin, í sögu Japans. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. Sengoku-öldin einkenndist af blóðugum átökum borgarastyrjaldar. Nobunaga bar aðeins titilinn lénsherra en var þó valdameiri en bæði keisarinn og sjóguninn, sem var yfirmaður hersins. Ævi hans var undirlögð af bardögum og átökum við aðra valdamenn ríkisins. Flest öllum átökunum lauk með sigri Nobunaga en farsæld hans á bardagavellinum hjálpaði honum að leggja grunninn að sameiningu Japans undir eina stjórn. Sérviska hans og ráðsnilld hefur gert Nobunaga að einni þekktustu persónu japanskrar sögu. ## Æskuárin Nobunaga fæddist 23. júní árið 1534 í Nagoya-kastala. Hann var fyrsti sonur foreldra sinna og þar með arftaki Oda-ættarinnar. Faðir hans hét Nobuhide Oda og móðir hans Tsuchida Gozen. Aðeins tveggja ára að aldri var Nobunaga gerður að stjórnanda Nagoya-kastalans og fljótlega fór fólk að hafa orð á undarlegri hegðun hans. Það sem sætti mestri furðu var að hann lék sér stundum við önnur börn án þess að huga sérstaklega að stöðu sinni í samfélaginu. Sérstakur áhugi hans á skotvopnum varð til þess að hann fékk viðurnefnið Owari no Outsuke (japanska:尾張の大うつけ) eða „flónið af Owari-héraði“. Á þessum tíma voru skotvopn álitin villimannsleg enda þóttu þau skorta þá siðfágun og glæsileika sem einkenndu sverðfimi samúræjastéttarinnar. Oda Nobunaga varð lénsherra eftir andlát föður síns árið 1551, þá aðeins 17 ára. Sagan segir að Nobunaga hafi verið með alls kyns ólæti við jarðarför föður síns og meðal annars kastað reykelsum að altarinu. Uppeldisfaðir og lærimeistari Nobunaga fann fyrir svo mikilli skömm eftir þetta að hann framdi seppuku (sjálfsmorð). Skyndilegt brottfall lærimeistarans hefur eflaust verið talsvert áfall fyrir Nobunaga sem lét síðar byggja hof til heiðurs honum. Þrátt fyrir að Nobunaga væri erfingi að lénsherratitli föður síns, landi og eignum, þá skiptist Oda-ættin í ólíkar fylkingar sem allar höfðu augastað á stól ættföðurins. Andstæðingar Nobunaga fylktu sér ýmist að baki bróður hans, Nobuyuki, eða föðurbróður hans, Nobutomo. Nobunaga bar þó sigur úr býtum. Fyrst myrti hann frænda sinn Nobutomo og tók yfir Kiyoshi-kastala og gerði að höfuðsetri sínu næstu tíu árin. Bræðurnir Nobunaga og Nobuyuki tókust síðan á í bardaganum við Inó þar sem Nobunaga fór einnig með sigur af hólmi. Að beiðni móður þeirra hlífði Nobunaga lífi bróður síns. Skömmu seinna komst Nobunaga að því að Nobuyuki var að undirbúa aðra uppreisn. Nobunaga gerði sér þá upp veikindi og lét kalla á bróður sinn. Þegar Nobunyuki kom stakk Nobunaga bróður sinn til bana. Árið 1559 hafði Nobunaga barið niður alla andstöðu innan Oda-ættarinnar og fest sig í sessi sem lénsherra. ## Lénsherrann Nobunaga lét sér ekki nægja að takast á við ættmenni sín á þessum fyrstu árum sem lénsherra. Á sama tíma sýndi hann fádæma kænsku og innsýn í stjórnmál með því að ná valdi yfir shugo (nokkurs konar yfirmaður) lénsherranna í nágrenninu. Ákveðni og kraftur Nobunaga vakti reiði og afbrýðisemi margra annarra ættarhöfðingja. Hernaðarlegir yfirburðir Nobunaga komu svo í ljós í orrustunni við Okehazama. Í þeirri orrustu vann Nobunaga sigur á Yoshitomo Imagawa með um 1800 manna herliði en samkvæmt sögunni samanstóð herlið Imagawa-ættarinnar af tuttugu og fimm þúsund manns. Nobunaga kom upp búðum á orrustuvellinum og fyllti þær af strábrúðum og fánum svo það liti út fyrir að hermenn hans biðu átekta. Á meðan undirbúningurinn stóð yfir í herbúðum Imagawa-ættarinnar réðst Nobunaga á þá aftan frá og kom þeim algerlega í opna skjöldu. Bent hefur verið á að hernaðarlegir yfirburðir Nobunaga hafi stafað af breyttri efnahagsstjórn sem byggði á auknu verslunar- og viðskiptafrelsi. Þannig tókst Nobunaga til dæmis að sjá fyrir nægum birgðum fyrir hermenn sína. Úrslit orrustunnar við Okehazama ollu því að Imagawa-ættin missti nær öll sín völd í landinu. Oda-ættbálkurinn frá Owari ætlaði greinilega að láta til sín taka í innanríkismálum Japans þar sem Nobunaga fór fremstur í flokki. ## Djöflakóngurinn Ítök Oda Nobunaga jukust til muna eftir að hann gerði bandalag við Motoyasu Matsudaira (síðar þekktur sem Tokugawa Ieyasu) þrátt fyrir að ættirnar hefðu lengi eldað saman grátt silfur. Hann gifti systur sína inn í Asai-ættina í norðri og styrkti þar með stöðu sína í kringum höfuðborgina Kyoto. Eftir að hafa sigrað Sato-ættina og lagt undir sig Inabayama-kastala árið 1567 settist Nobunaga að í kastalanum með hirð sína. Hann endurnefndi kastalann og þorpið í kring, Gifu, og bjó til nýtt innsigli fyrir sjálfan sig sem á stóð Tenka Fubu (japanska:天下布武) sem mætti útleggja sem ‚himneskur hermáttur á jörðu‘. Þar með hafði Nobunaga opinberað ætlun sína um að sameina allt Japan undir sinni stjórn. Ári síðar leitaði Ashikaga Yoshiaki til Nobunaga eftir hernaðarlegri aðstoð við að ná völdum á Ashikaga-sjógunaþinginu. Nobunaga greip tækifærið og réðst með fullum hermætti inn í Kyoto og gerði Yoshiaki að sjógun landsins. Nobunaga var boðinn titillinn kanrei, sem er nokkurs konar ráðgjafi sjógunsins, en hann afþakkaði þar sem hann vildi frekar minnka völd sjógunsins og stjórna á bak við tjöldin. Í kjölfarið reiddist Yoshiaki og hófst handa við að safna liði gegn Nobunaga. Margir lénsherrar og héraðshöfðingjar réðust gegn Nobunaga og Oda-ættinni en með aðstoð Tokugawa Ieayasu (áður Motoyasu Matsudaira) tókst Nobunaga að halda stöðu sinni sem valdamesti maður Japans og binda enda á Ashikaga-sjógunastjórnina. Í orrustunni við Nagashino árið 1575 uppgötvaði Nobunaga hernaðarráð sem átti eftir að veita honum yfirburði í mörgum átökum. Gallinn við að nota skotvopn í bardaga var hversu langan tíma það tók að hlaða þau upp á nýtt. Nobunaga leysti þetta með því að raða skotliðinu upp í þrjár raðir þar sem ein röð hermanna skaut, á meðan hinar tvær beygðu sig niður og hlóðu rifflana. Andstæðingar Oda Nobunaga og Tokugawa Ieayasu áttu fá svör við þessari skyndilegu og öflugu innkomu skotvopna á vígvöllinn. Árið 1582 var Nobunaga búinn að tryggja völd sín í Kyoto og á Kanto-sléttunni. Árangur hans hafði hinsvegar kostað marga lífið. Nobunaga var orðinn þekktur fyrir að sýna litla samúð með andstæðingum sínum og hlífa fáum. Sá sem áður hafði verið nefndur „flónið af Owari“ varð nú þekktur sem Ma - O (japanska:魔王) eða „djöflakóngurinn“. Viðurnefnið fékk hann í kjölfar herferðar sinnar gegn búddamunkum Enrayaku-klaustursins á hinu helga Hei-fjalli í Kyoto. Klaustrið var álitið menningarlegt tákn á þessum tímum en Nobunaga lét sér fátt um finnast og brenndi það til grunna ásamt því að fyrirskipa líflát á 3-4 þúsund mönnum, konum og börnum. Jesúítinn Luis Frois lýsti Nobunaga sem trúlausum einræðisherra en Frois naut sérlegrar góðvildar við hirð Nobunaga, enda leit japanski lénsherrann svo á að kristin trú væru tækifæri til að losna við afskiptasama búddamunka. Á orrustuvellinum gaf Nobunaga engin grið og eru til margar grimmdarsögur af aðförum Oda-hersins á vígvellinum. Styrkur Nobunaga lá hinsvegar í þessari meintu grimmd og hefur verið bent á að hugsanlega sé mikið af þessum sögum uppspuni kominn frá Nobunaga sjálfum til að fylla óvini sína af ótta. Einnig á hann að hafa notað grimmdina til að aga samúræja úr yfirbuguðu herliði til hlýðni. Það gerði hann með því að segja þeim að traustir samúræjar fengju að ganga í lið hans en óhollir yrðu að fremja sepukku eða yrði grimmilega refsað. Hvað sem því líður þá hefur orðstír Nobunaga í seinni tíð verið meira í átt við fágaðan og yfirvegaðan samúræja frekar en harðstjóra. Bent hefur verið á að Nobunaga hafi ætlað að ná völdum yfir Japan með því að verða viðurkenndur sem menningarlegur valdhafi (japanska:文 ‘bun’) jafnt sem hernaðarlegur (japanska:武 ‘bu’). Á hann meðal annars að hafa notað japönsku teathöfnina sem menningarlegt vopn í þessum tilgangi. Seinni tíma frásagnir af persónu hans lýsa fágun frekar en grimmd eða harðneskju, eins og til dæmis í kowaka-leikritinu Atsumori þar sem Nobunaga dansar fyrir hermenn sína áður en þeir ráðast til atlögu gegn Imagawa-hernum, en atriðið er bein tilvísun í eina af frægustu forn-sögum Japans, Sagan um Heike (japanska:平家物語, ‘Heike monogatari). Í þjóðsögum er Nobunaga einnig lýst sem auðmjúkum manni líðandi stundar sem hafi meðal annars útbúið hrísgrjónin fyrir hermenn sína í orrustunni við Okehazama. Ferill Nobunaga náði hápunkti árið 1582, eftir að hann hafði lagt flesta andstæðinga sína af velli og var að undirbúa árás í eyjuna Shikoku. Sama ár var hann svikinn af herforingja sínum Mitsuhide Akechi sem kom Nobunaga að óvörum í Honno-ji-klaustrinu og neyddi hann til að fremja seppuku-sjálfsmorð. Ellefu dögum síðar var Mitsuhide Akechi myrtur í orrustunni við Yamazaki af Hashiba Hideyoshi. ## Sameining Japans Sagan segir að Toyotomi Hideyoshi (áður Hashiba), sá sem náði hefndum fyrir Nobunaga, hafi byrjað sem skósveinn en síðar orðið hershöfðingi. Bóndasonurinn sem varð að hershöfðingja hélt svo starfi Nobunaga áfram og sameinaði allt Japan árið 1590 með aðstoð Tokugawa Ieyasu. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa verið dyggir fylgjendur Nobunaga og stefnu hans um sameinað Japan. Eftir dauða Nobunaga steig Toyotomi Hideyoshi upp til valda og eru þau tímamót öllu jafnan talin marka upphafið af Azuchi-Momoyama-tímabilinu (1574-1600) í sögu Japans. Því tímabili lauk þegar Toyotomi lést og Ieyasu tók við og hófst þá Tokugawa-tímabilið. Þessir þrír félagar eru taldir eiga heiðurinn af því að sameina allt Japan undir einni stjórn. Eitt frægasta orðatiltæki Japans er á þessa leið: „Oda lamdi saman hrísgrjónaköku landans, Hideyoshi verkaði hana og Ieyasu settist niður og snæddi hana“. Landsvæði Nobunaga og Tokugawa í frásögnum af bardögum og hernaðarátökum Nobunaga fer ekki leynt að hann hefur verið grimmilegur harðstjóri sem brást illa við hverskyns mótlæti og hefur viðurnefni hans, djöflakóngur, eflaust verið réttlætanlegt á þessum tíma. Í því samhengi má ekki gleyma því að Nobunaga fæddist og ólst upp í borgarstyrjöld þar sem skortur á augljósum leiðtogum og yfirvaldi gerði stríðsherrum kleift að ríða um héruð og drepa mann og annan. Þrátt fyrir að hann gerði það á grimmilegan hátt þá batt Nobunaga enda á eitt blóðugasta tímabilið í sögu Japans fram að seinni heimsstyrjöld. Á þeim tíma sem hann var við völd afrekaði hann meðal annars að afnema stéttarkerfi sem hafði verið við lýði í þúsund ár frá Heian- og Nara-tímabilinu, minnkaði afskipti ríkisvalds af verslun og lagði grunninn að friðartímum næstu 300 ár og sameinuðu Japan. Nobunaga er því gjarnan minnst með virðingu og jafnvel þakklæti í japönskum þjóðsögum og menningu. Að lokum má minnast á að ein af aðalpersónum í kvikmyndinni Kagemusha eftir leikstjórann Akira Kurosawa er byggð á ævi Nobunaga.
3.9375
# Mohamed Salah Mohamed Salah Hamed Mahrous Ghaly (fæddur 15. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl. Í Evrópu spilaði Salah með FC Basel, Chelsea FC, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool. Hann hefur fjórvegis hlotið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni og er í 4. sæti yfir markahæstu menn allra tíma í deildinni. ## Liverpool 2017-2018 Salah varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að verða leikmaður mánaðarins þrisvar á tímabili. . Hann keppti við Harry Kane um að verða markakóngur tímabilsins og sló markametið í úrvalsdeildinni á einu tímabili; 32 mörk. Salah skoraði 4 mörk í leik gegn Watford í mars. Hann var valinn afríski leikmaður ársins 2017 og leikmaður tímabilsins af samtökum leikmanna (PFA) og leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Salah varð þriðji Liverpool leikmaðurinn sem hefur náð 40 mörkum á tímabili, ásamt Ian Rush og Roger Hunt. 2018-2019 Sumarið 2018 gerði Salah 5 ára samning við Liverpool. Hann varð í þriðja sæti yfir leikmann ársins 2018 í verðlaunum FIFA. Einnig átti hann mark ársins (gegn Everton). Salah skoraði 22 mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og deildi markakóngstitlinum með Sadio Mané og Pierre Emerick-Aubameyang. 2019-2020 Salah varð Englandsmeistari með Liverpool árið 2020 seint um sumarið á tímabili sem var seinkað vegna Covid-19. Hann varð fyrsti Liverpool leikmaðurinn til að skora 20 mörk í öllum keppnum 3 tímabil í röð síðan Michael Owen spilaði með félaginu. 2020-2021 Í desember 2020 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeild Evrópu þegar hann tók fram úr Steven Gerrard. 2021-2022 Salah varð fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrsta leik tímabils, fimm tímabil í röð. Hann komst í 100 úrvalsdeildarmörk og inn á topp 30 yfir markahæstu leikmenn í september 2021. Salah skoraði í 10 leikjum í röð og náði þrennu í 5:0 stórsigri Liverpool á Old Trafford. Hann var valinn leikmaður októbermánaðar. Salah skoraði sitt 150. mark fyrir félagið í febrúar og varð 10. markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Salah deildi markakóngstitlinum með Son Heung-min tímabilið 2021-2022. Hann var einnig stoðsendingahæstur. Kevin De Bruyne var þó valinn bestur á tímabilinu. Salah hlaut verðlaun blaðamanna sem besti leikmaðurinn. Liverpool vann báða deildarbikarana en var einu stigi á eftir Man City í baráttunni um englandsmeistaratitilinn. 2022-2023 Salah skrifaði undir nýjan 3 ára samning við Liverpool sumarið 2022. Honum gekk illa að skora í byrjun tímabils en skoraði hröðustu þrennu í Meistaradeild Evrópu á 6 mínútum. Í febrúar varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í evrópukeppnum. Í mars 2023 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni með 2 mörkum í 7-0 sigri á Manchester United. Í apríl varð hann sá leikmaður sem hafði oftast skorað með vinstri fæti þegar hann tók fram úr Robbie Fowler. 2023-2024 Í desember varð Salah fyrsti leikmaðurinn frá Afríku til að skora 150 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 200 mörk í öllum keppnum. Hann komst á topp 10 yfir þá markahæstu í deildinni. Auk þess skoraði hann yfir 20 mörk fyrir Liverpool sjöunda tímabilið í röð sem er met. 2024-2025 Fyrir áramót var Salah afkastamikill og átti hvort tveggja mörk og stoðsendingar yfir tug, nokkuð sem enginn hafði gert í úrvalsdeildinni. Salah ýjaði að því í janúar 2025 að þetta yrði hans síðasta tímabil með Liverpool. Hann náði hins vegar samningi við félagið í apríl og framlengdi um tvö ár. Salah varð markahæstur í úrvalsdeildinni á tímabilinu og var valinn leikmaður tímabilsins. Hann var með 29 mörk og einnig stoðsendingarhæstur með 18 talsins og jafnaði Thierry Henry með fjóra gullskó í deildinni. 2024-2025 Í upphafi tímabils hlaut Salah PFA-verðlaunin sem kosin eru af leikmönnum í þriðja skipti og hafði enginn hlotið þau svo oft. ## Egypska landsliðið Salah hefur spilað með landsliðinu síðan 2011 og er annar markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann spilaði stórt hlutverk þegar Egyptar komust á HM 2018. Hann skoraði 5 mörk í undankeppninni, þar á meðal 2 mörk í lokaleiknum gegn Kongó. Egyptar komust ekki í gegnum riðlakeppnina í lokakeppninni. Salah skoraði tvö mörk í keppninni. Í Afríkukeppninni 2022 mætti Egyptaland Senegal í úrslitum og mætti Salah því félaga sínum Sadio Mané úr Liverpool. Svo fór að Senegal vann í vítaspyrnukeppni en Salah fékk ekki að taka síðustu spyrnu Egypta þar sem lið hans hafði klúðrað 2 spyrnum og vann því Senegal 4-2. ## Tengill - Hver er sannleikurinn um Salah? - Umfjöllun RÚV
3.53125
# Enska úrvalsdeildin Enska úrvalsdeildin er efsta atvinnumannadeildin í knattspyrnu á Englandi (og Wales). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr ensku meistaradeildinni. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku Bundesliga. ## Söguágrip Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 af félögunum í gömlu fyrstu deildinni sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20. Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (Big four): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (Big six), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95. Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað Hinir ósigrandi (e. The invincibles) fjögur lið hafa unnið Meistaradeild Evrópu: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012), Manchester City (2023) Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: Manchester United (13), Arsenal (3), Manchester City (8), Chelsea FC (5) Blackburn Rovers (1), Liverpool FC (2) og Leicester City (1). Með flest mörk á einu tímabili er Erling Haaland með en hann sló metið tímabilið 2022-2023. Áður var Mohamed Salah með 32 mörk og með 31 mark deildu metinu Alan Shearer, Cristiano Ronaldo, Luis Suárez. Thierry Henry hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum. Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota VAR-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik. ### Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi | Leiktímabil | Sigurvegari | | ----------- | ------------------- | | 2024-25 | Liverpool FC | | 2023-24 | Manchester City | | 2022-23 | Manchester City | | 2021-22 | Manchester City | | 2020-21 | Manchester City | | 2019-20 | Liverpool FC | | 2018-19 | Manchester City | | 2017-18 | Manchester City | | 2016-17 | Chelsea F.C. | | 2015-16 | Leicester City F.C. | | 2014-15 | Chelsea F.C. | | 2013–14 | Manchester City | | 2012–13 | Manchester United | | 2011–12 | Manchester City | | 2010–11 | Manchester United | | 2009–10 | Chelsea | | 2008–09 | Manchester United | | 2006–07 | Manchester United | | 2005–06 | Chelsea | | 2004–05 | Chelsea | | 2003–04 | Arsenal | | 2002–03 | Manchester United | | 2001–02 | Arsenal | | 2000–01 | Manchester United | | 1999–00 | Manchester United | | 1998-99 | Manchester United | | 1997–98 | Arsenal | | 1996–97 | Manchester United | | 1995–96 | Manchester United | | 1994–95 | Blackburn Rovers | | 1993–94 | Manchester United | | 1992–93 | Manchester United | ## Lið tímabilið 2025-2026 | Félag | Hámarksfjöldi | Leikvangur | | ----------------------- | ------------- | --------------------------- | | Manchester United | 74.197 | Old Trafford | | Tottenham Hotspur | 62.850 | Tottenham Hotspur Stadium | | Liverpool | 61.276 | Anfield | | Arsenal | 60.704 | Emirates Stadium | | West Ham United | 62.500 | London Stadium | | Manchester City | 52.900 | Etihad Stadium | | Everton | 52.769 | Everton Stadium | | Newcastle United | 52.258 | St James' Park | | Sunderland | 49.000 | Stadium of Light | | Aston Villa | 42.918 | Villa Park | | Chelsea | 40.173 | Stamford Bridge | | Leeds United | 37.645 | Elland Road | | Nottingham Forest | 30.404 | City Ground | | Brighton & Hove Albion | 31.876 | Amex Stadium | | Wolverhampton Wanderers | 31.750 | Molineux Stadium | | Fulham F.C. | 29.589 | Craven Cottage | | Crystal Palace | 25.194 | Selhurst Park | | Burnley F.C. | 21.944 | Turf Moor | | Brentford FC | 17.250 | Brentford Community Stadium | | AFC Bournemouth | 11.307 | Dean Court | ## Tölfræði ### Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk) Uppfært 20.8. 2025. Feitletraðir leikmenn spila enn í PL. | Sæti | Leikmaður | Mörk | | ---- | ----------------------- | ---- | | 1 | Alan Shearer | 260 | | 2 | Harry Kane | 213 | | 3 | Wayne Rooney | 208 | | 4 | Andrew Cole | 187 | | 4 | Mohamed Salah | 187 | | 6 | Sergio Agüero | 184 | | 7 | Frank Lampard | 177 | | 8 | Thierry Henry | 175 | | 9 | Robbie Fowler | 163 | | 10 | Jermain Defoe | 162 | | 11 | Michael Owen | 150 | | 12 | Les Ferdinand | 149 | | 13 | Teddy Sheringham | 146 | | 14 | Jamie Vardy | 145 | | 15 | Robin van Persie | 144 | | 16 | Jimmy Floyd Hasselbaink | 127 | | 16 | Son Heung-min | 127 | | 17 | Robbie Keane | 126 | | 18 | Nicolas Anelka | 125 | | 20 | Dwight Yorke | 123 | | 20 | Raheem Sterling | 123 | | 21 | Romelu Lukaku | 121 | | 22 | Steven Gerrard | 120 | | 23 | Ian Wright | 113 | | 24 | Dion Dublin | 111 | | 24 | Sadio Mané | 111 | | 25 | Emile Heskey | 110 | | 26 | Ryan Giggs | 109 | | 27 | Peter Crouch | 108 | | 28 | Paul Scholes | 107 | | 29 | Darren Bent | 106 | | 30 | Didier Drogba | 104 | | 31 | Cristiano Ronaldo | 103 | | 32 | Matt Le Tissier | 100 | ### Stoðsendingar Leikmenn sem enn eru spilandi feitletraðir. Uppfært 20.5. 2025. | Röð | Nafn | Stoðsendingar | Leikir | Stoðsendingar á leik | Leikstaða | | --- | --------------- | ------------- | ------ | -------------------- | ---------- | | 1 | Ryan Giggs | 162 | 632 | 0.26 | Miðjumaður | | 2 | Kevin De Bruyne | 119 | 284 | 0.42 | Miðjumaður | | 3 | Cesc Fàbregas | 111 | 350 | 0.32 | Miðjumaður | | 4 | Wayne Rooney | 103 | 491 | 0.21 | Framherji | | 5 | Frank Lampard | 102 | 609 | 0.17 | Miðjumaður | | 6 | Dennis Bergkamp | 94 | 315 | 0.30 | Framherji | | 7 | David Silva | 93 | 304 | 0.30 | Miðjumaður | | 8 | Steven Gerrard | 92 | 504 | 0.18 | Miðjumaður | | 9 | James Milner | 89 | 637 | 0.14 | Miðjumaður | | 10 | Mohamed Salah | 86 | 296 | 0.29 | Miðjumaður | ### Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða Uppfært 1.2. 2025. | Sæti | Leikmaður | Leikir | | ---- | --------------- | ------ | | 1 | Gareth Barry | 653 | | 2 | James Milner | 637 | | 3 | Ryan Giggs | 632 | | 4 | Frank Lampard | 609 | | 5 | David James | 572 | | 6 | Gary Speed | 535 | | 7 | Emile Heskey | 516 | | 8 | Mark Schwarzer | 514 | | 9 | Jamie Carragher | 508 | | 10 | Phil Neville | 505 | | 11 | Steven Gerrard | 504 | | 12 | Rio Ferdinand | 504 | | 13 | Sol Campbell | 503 | ### Markmenn uppfært í jan. 2023 | Röð | Leikmaður | Hrein mörk | | --- | ----------------- | ---------- | | 1 | Petr Čech | 202 | | 2 | David James | 169 | | 3 | Mark Schwarzer | 151 | | 4 | David Seaman | 140 | | 5 | David de Gea | 138 | | 6 | Nigel Martyn | 137 | | 7 | Pepe Reina | 136 | | 8 | Edwin van der Sar | 132 | | 8 | Tim Howard | 132 | | 8 | Brad Friedel | 132 | | 9 | Peter Schmeichel | 128 | ### Mörk úr aukaspyrnum Uppfært í maí 2025. | Sæti | Nafn | Mörk | Leikir | Staða | | ---- | --------------------- | ---- | ------ | ----------- | | 1 | David Beckham | 18 | 265 | Miðherji | | 2 | James Ward-Prowse | 17 | 378 | Miðherji | | 3 | Gianfranco Zola | 12 | 229 | Framherji | | 3 | Thierry Henry | 12 | 258 | Framherji | | 3 | Cristiano Ronaldo | 12 | 222 | Framherji | | 6 | Laurent Robert | 11 | 150 | Framherji | | 6 | Sebastian Larsson | 11 | 282 | Miðherji | | 8 | Ian Harte | 10 | 237 | Varnarmaður | | 8 | Morten Gamst Pedersen | 10 | 260 | Miðherji | | 10 | James Maddison | 9 | 221 | Miðherji | | 10 | Jamie Redknapp | 9 | 295 | Miðherji | | 10 | Nolberto Solano | 9 | 302 | Miðherji | | 10 | Frank Lampard | 9 | 609 | Miðherji | ### Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni Uppfært 16/4 2021. | Sæti | Leikmaður | Mörk | | ------------------------------------------------------- | ------------------------ | ---- | | 1 | Gylfi Þór Sigurðsson | 67 | | 2 | Eiður Smári Guðjohnsen | 55 | | 3 | Heiðar Helguson | 28 | | 4 | Hermann Hreiðarsson | 14 | | 5 | Jóhann Berg Guðmundsson | 10 | | 6 | Guðni Bergsson | 8 | | 7 | Ívar Ingimarsson | 4 | | 8 | Grétar Rafn Steinsson | 4 | | 9 | Brynjar Björn Gunnarsson | 3 | | 10 | Arnar Gunnlaugsson | 3 | | 11 | Jóhannes Karl Guðjónsson | 2 | | 12 | Aron Einar Gunnarsson | 2 | | 13 | Þórður Guðjónsson | 1 | | 14 | Þorvaldur Örlygsson | 1 | | Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni | | | ### Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League Uppfært 20/5 2021. | Sæti | Leikmaður | Stoðsendingar | | ------------------------------------------------------- | ------------------------ | ------------- | | 1 | Gylfi Þór Sigurðsson | 50 | | 2 | Eiður Smári Guðjohnsen | 28 | | 3 | Jóhann Berg Guðmundsson | 17 | | 4 | Hermann Hreiðarsson | 15 | | 5 | Heiðar Helguson | 9 | | 6 | Grétar Rafn Steinsson | 8 | | 7 | Guðni Bergsson | 4 | | 8 | Aron Einar Gunnarsson | 3 | | 9 | Jóhannes Karl Guðjónsson | 2 | | 9 | Arnar Gunnlaugsson | 2 | | 10 | Ívar Ingimarsson | 1 | | 10 | Lárus Sigurðsson | 1 | | Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni | | |
3.359375
# Alice Cooper Vincent Damon Furnier (f. 4. febrúar 1948 í Detroit), þekktur undir sviðsnafninu Alice Cooper, er bandarískur rokksöngvari. Hann hefur verið kallaður guðfaðir sjokkrokksins og hefur dregið áhrif úr hryllingsmyndum ásamt því að hafa leikræna sviðstjáningu. Tónlist Coopers verið skilgreind sem sjokkrokk, harðrokk, glysrokk og þungarokk. Alice Cooper byggðist upphaflega hljómsveitinni Spiders sem stofnuð var árið 1964 í Phoenix, Arisóna. Árið 1968 var nafninu breytt í Alice Cooper. Sveitin starfaði til 1975 og gaf út 7 plötur frá 1969 til 1973. Hún skrifaði undir hjá plötuútgáfufyrirtæki Frank Zappa fyrir fyrstu þrjár plötur sínar. Upphaflega sveitin kom aftur saman árið 2025 og gaf svo út plötu. Árið 1972 kom út smáskífan School's Out sem fór á toppinn í Bretlandi. Samnefnd plata lenti í 2. sæti í Bandaríkjunum. Næsta plata Billion Dollar Babies, fór á toppinn í báðum löndum. Á tónleikum fyrir plötuna kom stundum fram galdramaðurinn James Randi. Undir lok 8. áratugarins leiddi Cooper átak til að bjarga Hollywoodskiltinu frá niðurníðslu. Cooper dvínaði í vinsældum eftir 8. áratuginn en endurvakti ferilinn með plötunni Trash (1989) sem innihélt smáskífuna Poison. Árið 2015 stofnaði Cooper sveitina Hollywood Vampires, með leikaranum Johnny Depp og Joe Perry, gítarleikara Aerosmith. - Árið 2005 hélt Cooper tónleika á Íslandi í Kaplakrika. [3] ## Útgáfur ### Alice Cooper-hljómsveitin - Pretties for You (1969) - Easy Action (1970) - Love It to Death (1971) - Killer (1971) - School's Out (1972) - Billion Dollar Babies (1973) - Muscle of Love (1973) - The Revenge of Alice Cooper (2025) ### Sólóskífur - Welcome to My Nightmare (1975) - Alice Cooper Goes to Hell (1976) - Lace and Whiskey (1977) - From the Inside (1978) - Flush the Fashion (1980) - Special Forces (1981) - Zipper Catches Skin (1982) - DaDa (1983) - Constrictor (1986) - Raise Your Fist and Yell (1987) - Trash (1989) - Hey Stoopid (1991) - The Last Temptation (1994) - Brutal Planet (2000) - Dragontown (2001) - The Eyes of Alice Cooper (2003) - Dirty Diamonds (2005) - Along Came a Spider (2008) - Welcome 2 My Nightmare (2011) - Paranormal (2017) - Detroit Stories (2021) - Road (2023)
3.046875
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1938 þegar hann var 17 ára og gekk í Otto teiders handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ## Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergöta 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. Leifur var svo færður til Grini fangelsisins 23. Janúar 1942. ## Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1942 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað. Sem var gott út af því að það var svo kalt og svo mikið óveður að þeir náðu ekki til Þýskalands. En svo var hann fluttur til Sachsenhausen 28. Júní 1943. ## Sachsenhausen Þegar Leifur kom til Sachsenhausen var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Sveinn. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.71875
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1938 þegar hann var 17 ára og gekk í Otto teiders handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergöta 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. Leifur var svo færður til Grini fangelsisins 23. Janúar 1942. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1942 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað. Sem var gott út af því að það var svo kalt og svo mikið óveður að þeir náðu ekki til Þýskalands. En svo var hann fluttur til Sachsenhausen 28. Júní 1943. ## Sachsenhausen Þegar Leifur kom til Sachsenhausen var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Sveinn. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.71875
# Masoud Pezeshkian Masoud Pezeshkian (persneska: مسعود پزشکیان; f. 29. september 1954) er íranskur hjartaskurðlæknir og umbótasinnaður stjórnmálamaður sem er núverandi forseti Írans. Pezeshkian sat áður á íranska þinginu fyrir kjördæmið Tabriz, Osku og Azarshahr og var jafnframt varaforseti þingsins frá 2016 til 2020. Hann var heilbrigðis- og læknanámsráðherra frá 2001 til 2005 í ríkisstjórn Mohammads Khatami. Pezeshkian var kjörinn sveitarstjóri sýslanna Piranshahr og Naghadeh í Vestur-Aserbaísjan-fylki á níunda áratugnum. Hann gaf kost á sér í forsetakosningum Írans árið 2013 en dró framboð sitt til baka, og aftur árið 2021 en hlaut ekki framboðsleyfi. Pezeshkian bauð sig aftur fram til forseta árið 2024, í kosningum sem haldnar voru eftir að forsetinn Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi. Í þetta sinn hlaut Pezeshkian leyfi stjórnvalda til að bjóða sig fram og var kjörinn forseti í seinni umferð þann 5. júlí. ## Æska og menntun Pezeshkian fæddist í Mahabad í Vestur-Aserbaísjan-fylki þann 29. september 1954 og er kominn af írönskum Aserum. Árið 1973 lauk hann stúdentsprófi og flutti til Zabol til að gegna herþjónustu. Á þessum tíma varð hann áhugasamur um læknisfræði. Hann sneri aftur til heimahéraðs síns eftir að hafa lokið herþjónustu og gekk í læknaskóla og útskrifaðist með gráðu í almennri læknisfræði. Á tíma stríðs Írans og Íraks (1980–1988) fór Pezeshkian oft fram á vígstöðvarnar, þar sem hann hafði umsjón með að senda læknateymi og vann sem hermaður og herlæknir. Pezeshkian hlaut starfsleyfi sem heimilislæknir árið 1985 og hóf að kenna lífeðlisfræði við læknaskólann. Auk persnesku talar Pezeshkian mörg tungumál, þar á meðal asersku, kúrdísku, arabísku og ensku. Pezeshkian hélt áfram námi eftir stríðið og sérhæfði sig í almennum skurðlækningum við Tabriz-læknisfræðiskólann. Árið 1993 hlaut hann undirsérgrein í hjartaskurðlækningum við Íranska læknisfræðiskólann. Hann varð síðar sérfræðingur í hjartaskurðlækningum og varð forseti Tabriz-læknisfræðiskólans árið 1994. Hann gegndi þeirri stöðu í fimm ár. ## Ferill Pezeshkian hóf feril í stjórnmálum þegar hann tók sæti í ríkisstjórn Mohammads Khatami sem aðstoðarheilbrigðisráðherra árið 1997. Hann var útnefndur heilbrigðisráðherra fjórum árum síðar og gegndi því embætti frá 2001 til 2005.[óvirkur tengill] Síðan þá hefur hann verið kjörinn á íranska þingið fimm sinnum fyrir kjördæmi í Tabriz, og var varaforseti þingsins frá 2016 til 2020. Þann 6. júlí 2024 var Pezeshkian kjörinn forseti Írans eftir að hafa unnið sigur í seinni umferð forsetakosninga daginn áður með 16,3 milljónum atkvæða (53,7%) gegn 13,5 milljónum (44,3%) sem Saeed Jalili hlaut. Pezeshkian er kórankennari og upplesari Nahj al-balagha, lykiltexta meðal sjíamúslima. ## Skoðanir ### Íslamska byltingarvarðliðið Pezeshkian er stuðningsmaður íslamska byltingarvarðliðsins og hefur sagt að í núverandi mynd sé það „frábrugðið því sem áður var“. Hann fordæmdi skilgreiningu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á byltingarvarðliðinu sem hryðjuverkasamtökum árið 2019. Eftir að Íranir skutu niður bandarískan dróna árið 2019 sakaði Pezeshkian ríkisstjórn Bandaríkjanna um hryðjuverk og lýsti ákvörðun byltingarvarðliðsins um að skjóta hann niður sem „sterku kjaftshöggi gegn glæpaleiðtogum Bandaríkjanna“. Pezeshkian klæddist einkennisbúningi byltingarvarðliðsins á háskólafundi til að svara gagnrýni og sagðist myndu klæðast honum aftur. ### Gagnrýni á íranska kerfið Pezeshkian hefur ítrekað gagnrýnt stjórnkerfi Írans. Á tíma mótmælanna í Íran árið 2009 flutti Pezeshkian ræðu þar sem hann gagnrýndi meðferð stjórnvalda á mótmælendum. Í ræðunni vitnaði hann til orða Alís, fyrsta imams sjíamúslima, til Maliks Ashtar um að ekki bæri að koma fram við fólk „eins og villidýr“. Pezeshkian kallaði viðbrögð íranskra stjórnvalda við mótmælunum 2018 „vísindalega og vitsmunalega röng“. Hann kenndi íranska kerfinu um mótmælin og sagði: „Við hefðum átt að gera betur“. Eftir mótmælin gegn dauða Möhsu Amini árið 2022 krafðist Pezeshkian þess að stofnað yrði sérstakt teymi til að meta og skýra atvikið. Þrátt fyrir að segjast telja að meðferð stjórnvalda á mótmælendunum og réttarhöldin gegn þeim stæðust ekki stjórnarskrá landsins, og krefjast þess að sakborningunum yrðu útvegaðir lögmenn, gaf hann síðar út yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi mótmælin og sagði þau ekki þjóna hagsmunum almennings. ### Viðhorf til þjóðernishópa Pezeshkian hefur lagt áherslu á réttindi þjóðernishópa eins og Asera, Kúrda og Balúka og segir að vernda beri réttindi allra þessara hópa. Hann styður að 15. gr. stjórnarskrár Írans verði innleidd fyrir alla þjóðernishópa. Í henni stendur: „Opinbert og sameiginlegt tungumál og stafróf fólksins í Íran er persneska. Skjöl, samskipti, opinber gögn og kennslubækur verða að vera á þessu máli en notkun staðbundinna tungumála og tungumála þjóðarbrota í fréttum og fjölmiðlum og kennsla á bókmenntum þeirra í skólum er frjáls, samhliða persneska tungumálinu.“ Pezeshkian segir að innleiðing þessarar meginreglu dragi úr hvöt aðskilnaðarsinna og andófsmanna. Pezeshkian styður jafnframt að aserska verði kennd í írönskum skólum. ## Einkahagir Eiginkona Pezeshkians var kvensjúkdómalæknir. Hún lést ásamt yngsta syni þeirra árið 1993 í bílslysi. Hann ól upp tvo eftirlifandi syni og dóttur sína einn og kvæntist aldrei aftur. Dóttir hans, Zahra, er með mastersgráðu í efnafræði frá Sharif-tækniháskólanum, og vann hjá undirdeild íranska olíufélagsins áður en stjórn Hassans Rouhani tók við völdum. Hún er gjarnan talin pólitískur ráðgjafi. Pezeshkian er aðdáandi fótboltaliðsins Tractor S.C. ## Almenningsímynd Heimildir telja fjölskyldu Pezeshkians vera langt frá stjórnmálalífi hans og hann er sjálfur talinn hafa flekklaust orðspor í efnahagsmálum. Pólitískir andstæðingar hans hafa hins vegar sakað hann um að vernda fólk sem er viðriðið spillingu.
4.0625
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto teiders handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergöta 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. Leifur var svo færður til Grini fangelsisins 23. Janúar 1942. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1942 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað. Sem var gott út af því að það var svo kalt og svo mikið óveður að þeir náðu ekki til Þýskalands. En svo var hann fluttur til Sachsenhausen 28. Júní 1943. ## Sachsenhausen Þegar Leifur kom til Sachsenhausen var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Sveinn. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.703125
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto teiders handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergöta 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. Leifur var svo færður til Grini fangelsisins 23. Janúar 1942. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað. Sem var gott út af því að það var svo kalt og svo mikið óveður að þeir náðu ekki til Þýskalands. En svo var hann fluttur til Sachsenhausen 28. Júní 1943. ## Sachsenhausen Þegar Leifur kom til Sachsenhausen var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Sveinn. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.6875
# Abiy Ahmed Abiy Ahmed Ali (amharíska: አብይ አህመድ አሊ) (f. 15. ágúst 1976) er eþíópískur stjórnmálamaður sem er fjórði og núverandi forsætisráðherra Eþíópíu, í embætti frá 2. apríl 2018. Hann er forseti Velmegunarflokksins, sem var myndaður í desember 2019 upp úr Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar, stjórnarflokki Eþíópíu frá falli Derg-stjórnarinnar á tíunda áratugnum. Áður var hann formaður Orómó-lýðræðisflokksins, sem var einn af fjórum aðildarflokkum í Lýðræðis- og byltingarhreyfingunni. Abiy er einnig kjörinn meðlimur eþíópíska þingsins og meðlimur í framkvæmdarnefndum stjórnarflokkanna. Snemma eftir valdatöku sína stóð Abiy fyrir fjölda stjórnmála- og efnahagsumbóta í frjálsræðisátt. Einnig hefur hann staðið að samningu formlegs friðarsáttmála Eþíópíumanna við Erítreu. Aftur á móti hefur stjórnartíð Abiy einnig einkennst af mannskæðum átökum milli eþíópískra þjóðernishópa og af stríði alríkisstjórnarinnar gegn uppreisnarhreyfingum í Tígraí-héraði. Abiy er fyrsti leiðtogi Eþíópíu sem er af Orómó-þjóðerni. Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2019 fyrir friðarviðræður sínar við Erítreu og umbætur innan Eþíópíu. ## Æviágrip Abiy Ahmed fæddist árið 1976 í Eþíópíu. Faðir hans var múslimi en móðir hans kristin. Á táningsárum sínum tók hann þátt í vopnaðri andspyrnu gegn herforingjastjórn Derg, sem réð Eþíópíu til ársins 1987. Í stríði Eþíópíu og Erítreu árin 1998-2000 stýrði Abiy njósnaliði sem safnaði upplýsingum inni á yfirráðasvæði erítreska hersins. Abiy hóf þátttöku í stjórnmálum árið 2010 og var kjörinn á eþíópíska þingið fyrir Orómó-lýðræðisflokkinn. Hann nam tölvuverkfræði og lauk doktorsprófi í friðar- og öryggisfræðum við Háskólann í Addis Ababa árið 2017. ## Stjórnartíð Abiy Ahmed gerðist forsætisráðherra í apríl árið 2018 eftir að Hailemariam Desalegn sagði af sér í kjölfar tveggja ára mótmælaöldu. Eftir að Abiy tók við völdum lét hann fljótt aflétta neyðarlögum sem sett höfðu verið við afsögn Desalegns þótt áætlað hefði verið að þau ættu að vara í hálft ár. Hann lét einnig sleppa pólitískum föngum, rak fjölda embættismanna sem höfðu verið sakaðir um spillingu og lýsti yfir vilja til að auka viðskiptafrelsi í landinu. Sem forsætisráðherra samdi Abiy um formlegan friðarsáttmála við Erítreu. Ríkin tvö höfðu verið í stríði frá 1998 til 2000 en sáttmálinn sem batt enda á virk átök hafði aldrei verið samþykktur og því ríkti enn formlega stríðsástand milli þjóðanna. Með friðarsáttmálanum var stjórmálasambandi komið á milli ríkjanna og landamæri þeirra opnuð. Í því felst að byrjað verður að fljúga milli landanna, hafnir verða opnaðar, fólki leyft að ferðast á milli þeirra og sendiráð verða opnuð. Landamæri ríkjanna voru opnuð þann 11. september og hermenn hófust handa við að fjarlægja jarðsprengjur á landamærunum. Í efnahagsmálum hefur Abiy verið málsvari frjálslyndisvæðingar. Ríkisstjórn hans hefur meðal annars lýst yfir að hún hyggist binda enda á einokun ríkisins á raforku, flugfélögum og fjarskiptum. Í október 2018 kynnti Abiy nýja ríkisstjórn þar sem helmingur ráðherra voru konur. Þótt Abiy sé fyrsti Orómóinn sem stýrir Eþíópíu hefur stjórn hans mætt harðsvírugum mótmælum af hálfu eþíópískra Orómóa, sem telja sig búa við verri kjör en aðrir landsmenn og telja stjórn Abiy ekki hafa staðið við fyrirheit um úrbætur á þjóðflokkamismunun innan ríkisins. Stórtæk mótmæli brutust út í júlí árið 2020 eftir að söngvarinn Hachalu Hundessa, vinsæll talsmaður Orómóa, var skotinn til bana. Þann 8. júlí höfðu að minnsta kosti 239 manns látist í mótmælum og óeirðum sem hófust vegna morðsins. Einnig var sú ákvörðum Abiy að fresta boðuðum þingkosningum sem áttu að fara fram þann 29. ágúst 2020 vegna alþjóðlega kórónaveirufaraldursins afar umdeild. Í október 2021 hóf Abiy Ahmed formlega annað fimm ára kjörtímabil. ## Stríðið í Tígraí-héraði Í nóvember árið 2020 sendi Abiy eþíópíska herinn inn í Tígraí-hérað Eþíópíu eftir að vopnaðar sveitir Tígra réðust á eþíópíska herstöð. Debretsion Gebremichael, héraðsforseti Tígraí, sagði að Tígrar skyldu búa sig undir átök gegn alríkisstjórninni og að stríðsástand ríkti nú í héraðinu. Mikil spenna hafði verið undanfarna mánuði á milli stjórnar Abiy og stjórnarflokks Tígraí-héraðs, Þjóðfrelsishreyfingar Tígra (TPLF). Þjóðfrelsishreyfingin hafði áður verið ein helsta þungavigtin innan Lýðræðis- og byltingarhreyfingar eþíópísku þjóðarinnar, sem stýrði Eþíópíu frá 10. áratugnum, en eftir að Abiy komst til valda döluðu áhrif Tígra verulega. Þegar Abiy steypti aðildarflokkum Lýðræðis- og byltingarhreyfingarinnar saman í nýjan flokk, Velmegunarflokkinn, árið 2019 ákvað Þjóðfrelsishreyfing Tígra að vera ekki með í nýja flokknum. Þjóðfrelsishreyfingin sætti sig ekki við frestun Abiy á þingkosningum vegna kórónaveirufaraldursins og hélt sínar eigin kosningar í Tígraí-héraði í september 2020 sem alríkisstjórnin mat ólöglegar. Þann 29. nóvember lýsti Abiy því yfir að stjórnarherinn hefði hertekið Mekelle, höfuðborg Tígraí-héraðs, og náð fullu valdi á héraðinu. Átök í Tígraí-héraði hafa þó haldið áfram. Stjórnarherinn naut aðstoðar bandamanna Abiy frá Erítreu í hernaðinum gegn Þjóðfrelsishreyfingunni. Starfsmenn Amnesty International telja að bæði eþíópíski og erítreski herinn hafi framið fjölda stríðsglæpa í átökunum og að erítreskir hermenn hafi meðal annars framið fjöldamorð á óbreyttum borgurum í borginni Aksum. Kosningar voru haldnar á eþíópíska þingið í júní 2021 en vegna hernámsins og áframhaldandi átaka í Tígraí var ekki kosið í kjördæmum héraðsins. Stuttu eftir að kosningarnar fóru fram náði andspyrnuhreyfing Tígra aftur völdum í borginni Mekelle. Stjórn Abiy lýsti einhliða yfir vopnahléi vegna mannúðarsjónarmiða. Í byrjun nóvember 2021 lýsti Abiy yfir neyðarástandi í Eþíópíu þar sem sveitir TPLF höfðu þá hafið framrás inn í Amhara-hérað og voru farnar að ógna höfuðborginni Addis Ababa. Í desember tókst Eþíópíuher hins vegar að stöðva sókn TPLF-liða og frelsa mikilvægar borgir og bæir undan hernámi þeirra. Í júní 2022 skipaði Abiy nefnd til að undirbúa friðarviðræður við uppreisnarhópana. Í nóvember árið 2022 komust sendinefndir ríkisstjórnar Eþíópíu og uppreisnarhópanna í Tígraí að samkomulagi um „varanlega stöðvun stríðsátaka“ eftir friðarviðræður í Pretoríu sem Afríkusambandið hafði milligöngu um.
3.96875
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður.<ref name="vis2008"> Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir Stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.65625
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður.<ref name="vis2008"> Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.65625
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.65625
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.65625
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var það ein sú fyrsta bókin sem hafði verið skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi sem hét Otto teiders handelsskole. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Þjóðverjum fyrir að segjast ætla fara til Svíþjóðar í skóla þar og fékk leyfi en hann ætlaði að fara til Englands en Ólafur Pétursson kom upp um hann og var hann þar með handtekin stuttu eftir. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.65625
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld, Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.484375
# Breska heimsveldið Breska heimsveldið náði yfir sjálfstjórnarnýlendur, nýlendur, verndarríki, umboðsstjórnarríki og önnur landsvæði undir stjórn Bretlands og aðildarríkja þess. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum, seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni. Fyrstu nýlendur Breta voru kaupstaðir og nýlendur sem Englendingar og síðar Skotar stofnuðu á 16. og 17. öld. Sagt var að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt það var, en yfirráðasvæði þess náði yfir nær öll tímabelti heimsins. Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar. Á þeim tíma var Bretland þó ekki lengur leiðandi stórveldi á heimsvísu. Hernám Japana í Asíu og Eyjaálfu í síðari heimsstyrjöld dró úr trú á hernaðarmátt Breta. Eftir stríðið hófst afnýlenduvæðing um allan heim þegar fyrrum nýlendur evrópsku heimsveldanna fengu sjálfstæði ein af annarri. Stærsta og verðmætasta nýlenda Breta, Indland, hlaut sjálfstæði árið 1947. Súeskreppan 1956 er sögð hafa gert Bretum ljóst að heimsveldið væri úr sögunni, en aðrir vilja miða við afhendingu Hong Kong til Kína árið 1997 sem formleg endalok þess. Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur í 14 fyrrum nýlendum Breta, auk Bretlands sjálfs. Þetta eru í dag sjálfstæð ríki sem eiga aðild að Breska samveldinu.
3.453125
# Liljan Liljan er íslenskt millinafn.
1.09375
# Landsamtökin Þroskahjálp Landssamtökin Þroskahjálp eru regnhlífasamtök félaga sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks. Samtökin voru stofnuð í október árið 1976. Samtökin vinna með sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi og vinna að því að tryggja að fatlað fólk njóti réttinda, menntunar, atvinnu, sjálfsákvörðunarréttar, fjölskyldulífs og annarra tækifæra til jafns við aðra. Formaður Þroskahjálpar er Unnur Helga Óttarsdóttir en hún tók við embætti árið 2021. Samtökin reka skrifstofu á Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. ## Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar Aðildarfélög Landssamtakanna Þroskahjálpar eru 22 talsins. - ÁS styrktarfélag - Átak, félag fólks með þroskahömlun - Félag áhugafólks um Downs-heilkenni - Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum - Foreldrafélag Klettaskóla - Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra - Foreldra og styrktarfélag Greiningarstöðvar - Foreldrasamtök fatlaðra - Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum - Einhverfusamtökin - Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra - Vinir Skaftholts - Vinafélag Skálatúns - Þroskahjálp á Austurlandi - Þroskahjálp á Norðurlandi eystra - Þroskahjálp á Suðurlandi - Þroskahjálp á Suðurnesjum - Þroskahjálp á Vesturlandi - Þroskahjálp í Vestmannaeyjum - Þroskaþjálfafélag Íslands ## Alþjóðastarf Landssamtökin Þroskahjálp eiga aðild að Inclusion Europe og Inclusion International, auk þess að taka þátt í norrænu samstarfi við systurfélög. ## Verkefni Starfsemi samtakanna spannar frá því að reka húsbyggingarsjóð, minningarsjóði, hafa m.a. átt þátt í stofnun Listar án landamæra, sjónvarpsþáttanna Með okkar augum og Átaks - félags fólks með þroskahömlun. Þá reka samtökin gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sem búsett eru úti á landi og þurfa að sækja þjónustu, sem og aðgengilegt sumarhús á Flúðum sem kallast Daðahús. Veigamikill hluti starfsemi samtakanna er að stuðla að viðhorfsbreytingum meðal almennings, eiga í samskiptum og samstarfi við ríki og sveitarfélög, búa til og kynna efni á auðlesnu máli og fleira. Samtökin eru að mestu rekin fyrir styrki einstaklinga.
3.046875
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var hún ein af þremur fyrstu bókunum sem var skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Gestapó í Osló árið 1942 eftir að Ólafur Pétursson sagði til hans, og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti. Leifur hafði fengið inn í skóla í Svíþjóð og ætlaði að fara þaðan heim til Íslands. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.578125
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var hún ein af þremur fyrstu bókunum sem var skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólsnum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Gestapó í Osló árið 1942 eftir að Ólafur Pétursson sagði til hans, og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti. Leifur hafði fengið inn í skóla í Svíþjóð og ætlaði að fara þaðan heim til Íslands. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.578125
# Ólafur Pétursson (f. 1919) Ólafur Pétursson (24. maí 1919 – 12. janúar 1972) var íslenskur samstarfsmaður nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og var dæmdur í tuttugu ára hegningarvinnu í Noregi eftir stríð fyrir njósnir og uppljóstranir. Ákærandinn í Gulaþingsdómi í Bergen fór þó fram á dauðarefsingu. Í Noregi var hann kallaður „Íslenski böðullinn“. Ólafur var sonur Péturs Ingimundarsonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Benediktsdóttur. Hann hélt til náms skömmu fyrir stríð og komst í ágúst 1940 í kynni við Þjóðverja sem störfuðu fyrir leyniþjónustu þýska hersins, og tæpu ári seinna gekk hann þeim á hönd. Hann kom sér í kynni við félaga í norsku andspyrnuhreyfingunni og upplýsingar sem hann aflaði sér á meðal þeirra leiddu til þess að margir voru handteknir og lentu sumir í fangabúðum Þjóðverja og nokkrir þeirra voru drepnir. Leifur Muller, sem lenti í Sachsenhausen, útrýmingarbúðum Nasista, segir frá því í ævisögu sinni, Býr Íslendingur hér?, að Ólafur hafi líklega látið handtaka sig eftir kaffiboð sem hann hélt honum og Svanhvíti Friðriksdóttur í Noregi, en Svanhvít náði að flýja. Þegar Ólafi var orðið óvært í Noregi vegna njósnastarfsemi sinnar hvarf hann til Danmerkur. Þar dvaldist hann til stríðsloka og reyndi þá að komast til Íslands með Esjunni. Þegar skipið var á leið til Íslands sigldi breski herinn í veg fyrir það, gekk um borð og handtók Ólaf. Íslensk stjórnvöld leystu Ólaf frá dómi í Noregi eftir stríð, og kom hann aftur til Íslands árið 1947 eftir að hann hafði verið dæmdur þar í tuttugu ára hegningarvinnu 31. maí sama ár. Ákærandinn hafði þó farið fram á dauðadóm. Í forystugrein norska hægriblaðsins Morgenavisen var látið að því liggja að Ólafi hefði verið sleppt til þess að ekki kæmi til leiðinda við Snorrahátíðina í Reykholti þar sem Norðmenn hugðust gefa Íslendingum styttu af Snorra Sturlusyni. Ólafur stofnaði síðar endurskoðunarfyrirtæki í Reykjavík og var meðal annars einn af hvítliðunum svokölluðu, sem aðstoðuðu lögreglu í óeirðunum á Austurvelli árið 1949. Í bók Leifs Muller, Býr Íslendingur hér, segir hann frá Ólafi þannig: | Gæsalappir | Á meðan háttsettir nasistar eins og Holmboe voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar var Ólafur Pétursson dæmdur í tuttugu ára fangelsi. [..] Í dómsniðurstöðu er sérstaklega tekið fram að athæfi Ólafs Péturssonar í Noregi hafi ekki aðeins verið refsivert heldur líka óþokkalegt og svívirðilegt. Hann hafi misnotað dvalarleyfi sitt og brugðist þeim trúnaði sem honum var sýndur. Tekið er fram að þeir glæpir sem hann framdi séu af verstu tegund slíkra glæpa. | Gæsalappir | | | — Býr Íslendingur hér (222) | | | Gæsalappir | Norðmenn voru farnir að yfirheyra Ólaf þegar íslensk stjórnvöld hófu að blanda sér í málið. Til að byrja með voru sett fram diplómatísks tilmæli um að hann yrði látinn laus. Síðan, þegar ljóst var orðið að réttvísin myndi hafa sinn gang þrátt fyrir tilmælin, setti íslenska ríkisstjórnin fram kröfu um að Ólafur Pétursson yrði látinn í friði. Norðmenn reyndu að skýra það út fyrir Íslendingum hvílík afbrot þessi maður hafði framið í landi þeirra, en allt kom fyrir ekki. Íslensk stjórnvöld héldu áfram þrýstingi sínum og málið færðist nær því að verða að hreinni milliríkjadeilu | Gæsalappir | | | — Býr Íslendingur hér (223) | | Undanlátssemin við íslensk stjórnvöld vakti mikla reiði í Noregi, ekki síst í Bergen og nágrenni þar sem Ólafur hafði mest látið til sín taka. En þremur mánuðum eftir að Ólafur var dæmdur í Noregi gekk hann frjáls ferða sinna um götur Reykjavíkur. Hlutur Ólafs í átökunum á Austurvelli 1949 varð til þess að ferill hans í Noregi var rifjaður upp og afskipti stjórnvalda af málinu. Þá mun utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa látið í ljós þá skoðun að ómannúðlegt væri að rifja þetta upp þar sem það gæti valdið Ólafi sárindum.
3.515625
# Eintracht Frankfurt Eintracht Frankfurt er þýskt knattspyrnufélag stofnað í Frankfurt am Main í sambandslandinu Hessen. ## Árangur Eintracht ### Sigrar - Þýskir meistarar: 1 - 1959 - Þýska bikarkeppnin: 5 - 1974, 1975, 1981, 1988, 2018 - UEFA Cup / Europa League:2 - 1980, 2022 ## Leikmannahópur 20. ágúst 2025 Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang. | Nú. | | Staða | Leikmaður | | --- | ----------------- | ----- | ----------------------- | | 2 | Fáni Þýskalands | DF | Elias Baum | | 3 | Fáni Belgíu | DF | Arthur Theate | | 4 | Fáni Þýskalands | DF | Robin Koch (Fyrirliði) | | 5 | Fáni Sviss | DF | Aurèle Amenda | | 6 | | MF | Oscar Højlund | | 7 | Fáni Þýskalands | MF | Ansgar Knauff | | 8 | Fáni Alsír | MF | Farès Chaïbi | | 9 | Fáni Þýskalands | FW | Jonathan Burkardt | | 11 | Fáni Frakklands | FW | Hugo Ekitike | | 13 | | DF | Rasmus Kristensen | | 15 | Fáni Túnis | MF | Ellyes Skhiri | | 16 | Fáni Svíþjóðar | MF | Hugo Larsson | | 17 | Fáni Frakklands | FW | Elye Wahi | | 18 | Fáni Þýskalands | MF | Mahmoud Dahoud | | 19 | Fáni Frakklands | MF | Jean-Mattéo Bahoya | | 20 | Fáni Japan | MF | Ritsu Doan | | 21 | Fáni Þýskalands | DF | Nathaniel Brown | | 22 | Fáni Bandaríkjana | DF | Timothy Chandler | | 26 | Fáni Frakklands | MF | Éric Junior Dina Ebimbe | | Nú. | | Staða | Leikmaður | | --- | ------------------ | ----- | --------------------- | | 27 | Fáni Þýskalands | MF | Mario Götze | | 29 | Fáni Frakklands | DF | Niels Nkounkou | | 30 | Fáni Belgíu | FW | Michy Batshuayi | | 31 | Fáni Bandaríkjana | MF | Paxten Aaronson | | 32 | Fáni Þýskalands | FW | Jessic Ngankam | | 33 | Fáni Þýskalands | GK | Jens Grahl | | 34 | Fáni Þýskalands | DF | Nnamdi Collins | | 35 | Fáni Króatíu | DF | Hrvoje Smolčić | | 36 | Fáni Portúgals | DF | Aurélio Buta | | 37 | Fáni Þýskalands | MF | Jeremiaha Maluze | | 38 | Fáni Þýskalands | MF | Ebu Bekir Is | | 39 | Fáni Þýskalands | GK | Amil Šiljević | | 40 | Fáni Brasilíu | GK | Kauã Santos | | 41 | Fáni Malí | DF | Fousseny Doumbia | | 42 | Fáni Tyrklands | MF | Can Uzun | | 44 | Fáni Ekvador | DF | Davis Bautista | | 45 | Fáni Þýskalands | MF | Marvin Dills | | 47 | Fáni Ungverjalands | MF | Noah Fenyő | | 48 | Fáni Spánar | FW | Junior Awusi | | 49 | Fáni Spánar | DF | Derek Boakye Osei | | 50 | Snið:GERR | FW | Alessandro Gaul Souza | ## Tengill - Heimasíða félagsins
2.21875
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var hún ein af þremur fyrstu bókunum sem var skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. mamma hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntöku próf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað pabbi hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður. Hann bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Hann var handtekinn af Gestapó í Osló árið 1942 eftir að Ólafur Pétursson sagði til hans, og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti. Leifur hafði fengið inn í skóla í Svíþjóð og ætlaði að fara þaðan heim til Íslands. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tvem öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat þannig að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangar var hárið hans rakað af og öll önnur líkamshár voru rökuð. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum útaf því að Rússarnir, Úkrainúmennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af Þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Hann dó árið 1988 en átti alltaf erfitt út af hversu illa var farið með hann í fangabúðunum og út af andlegri heilsu.
3.640625
# Edda Falak Edda Falak Yamak (f. 1991) er íslenskur, hlaðvarpsstjórnandi, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún hafði frá mars 2021 til 2023 stýrt hlaðvarpsþáttunum Eigin konum. Edda er fædd á Ítalíu en á íslenska móður og líbanskan föður. Hún gekk í Háskóla Íslands en flutti síðan til Danmerkur og segist hafa útskrifast með mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Á svipuðu tímabili hóf Edda að æfa CrossFit og lenti á verðlaunapalli á fyrsta CrossFit-móti sínu. Hún sneri heim til Íslands árið 2020 og fékk brátt mikið fylgi á samfélagsmiðlum sem CrossFit-iðkandi, auk þess sem hún birti margar færslur um mataræði og reyndi að stuðla að jákvæðri líkamsímynd kvenna og stúlkna. Edda hætti störfum hjá fjölmiðlinum Heimildinni í mars árið 2023 eftir ábendingar um að hún hefði logið um starfsferil sinn hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku tveimur árum fyrr. Málsókn var höfðað gegn Eddu af móður viðmælanda í þættinum Eigin konur vegna birtingar á hljóðupptöku af viðkvæmu samtali þeirra. Héraðsdómur dæmdi í hennar óhag, varðandi brot á friðhelgi einkalífsins, og hún þarf að greiða 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað. Upp kom að meðstofnendur hlaðvarpsins Eigin konur (Fjóla Sigurðardóttir og Davíð Goði Þorvarðarson) höfðu ekki fengið greitt fyrir vinnu sína við þáttinn. Sögðu þau að Edda hafi lokað fyrir aðgengi þeirra að miðlum tengdum hlaðvarpinu svo sem Patreon, YouTube, Spotify o.fl. og að þau hafi aldrei fengið greiðslur fyrir vinnu sína. Höfðuðu þau mál á hendur Eddu vegna málsins sem ekki hefur verið leyst. Hafði hlaðvarpsþátturinn mikil áhrif á samfélagsumræðuna og gerði Edda samstarfssamning við fjölmiðilinn Stundina, sem síðar varð Heimildin þar sem hún starfaði á ritsjórn blaðsins meðfram hlaðvarpsstörfum.
2.109375
# Edda Falak Edda Falak Yamak (f. 1991) er íslenskur, hlaðvarpsstjórnandi, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún hafði frá mars 2021 til 2023 stýrt hlaðvarpsþáttunum Eigin konum. Edda er fædd á Ítalíu en á íslenska móður og líbanskan föður. Hún gekk í Háskóla Íslands en flutti síðan til Danmerkur og segist hafa útskrifast með mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Á svipuðu tímabili hóf Edda að æfa CrossFit og lenti á verðlaunapalli á fyrsta CrossFit-móti sínu. Hún sneri heim til Íslands árið 2020 og fékk brátt mikið fylgi á samfélagsmiðlum sem CrossFit-iðkandi, auk þess sem hún birti margar færslur um mataræði og reyndi að stuðla að jákvæðri líkamsímynd kvenna og stúlkna. Edda hætti störfum hjá fjölmiðlinum Heimildinni í mars árið 2023 eftir ábendingar um að hún hefði logið um starfsferil sinn hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku tveimur árum fyrr. Málsókn var höfðað gegn Eddu af móður viðmælanda í þættinum Eigin konur vegna birtingar á hljóðupptöku af viðkvæmu samtali þeirra. Héraðsdómur dæmdi í hennar óhag, varðandi brot á friðhelgi einkalífsins, og hún þarf að greiða 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað. Upp kom að meðstofnendur hlaðvarpsins Eigin konur (Fjóla Sigurðardóttir og Davíð Goði Þorvarðarson) höfðu ekki fengið greitt fyrir vinnu sína við þáttinn. Sögðu þau að Edda hafi lokað fyrir aðgengi þeirra að miðlum tengdum hlaðvarpinu svo sem Patreon, YouTube, Spotify o.fl. og að þau hafi aldrei fengið greiðslur fyrir vinnu sína. Höfðuðu þau mál á hendur Eddu vegna málsins sem ekki hefur verið leyst. Hafði hlaðvarpsþátturinn mikil áhrif á samfélagsumræðuna og gerði Edda samstarfssamning við fjölmiðilinn Stundina, sem síðar varð Heimildin þar sem hún starfaði á ritsjórn blaðsins meðfram hlaðvarpsstörfum.
2.109375
# Leifur Muller Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranienburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138. Leifur ritaði fyrst Í fangabúðum nasista (1945) um dvöl sína í fangabúðunum, og var hún ein af þremur fyrstu bókunum sem var skrifuð um Helförina. Síðar er bókin Býr Íslendingur hér? (1988), skráning Garðars Sverrirssonar á minningum Leifs gefin út. Faðir Leifs var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15. ## Barnæska Leifur fæddist 3. september 1920 inn í ríka fjölskyldu í Reykjavík. Pabbi hans var af norskum ættum og seldi íþróttabúnað, aðallega skíði. Móðir hans var norsk. Hann gekk í Landakotsskóla og þegar hann var 14 ára komst hann inn í gagnfræðideild í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir það tók hann inntökupróf inn í Verzlunarskóla Íslands en komst ekki inn. Síðan ákvað faðir hans að hann skyldi fara í menntaskóla í Noregi. ## Í Noregi Leifur fór til Noregs sumarið 1939 þegar hann var 18 ára og gekk í Otto Teiders Handelsskole sem var viðskiptaskóli. Hann fór líka á nokkur námskeið í Kaupmannahöfn. Áður en hann var handtekinn vann hann sem afgreiðslumaður og bjó hjá frænku sinni, Idu Bertelsen sem bjó við Bydøy Allé og bjó í Gabels gate 41 í Osló. Leifur var handtekinn af Gestapó í Osló árið 1942 eftir að Ólafur Pétursson sagði til hans, og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti. Leifur hafði fengið inn í skóla í Svíþjóð og ætlaði að fara þaðan heim til Íslands. ### Møllergaten Møllergata 19 voru fyrstu fangabúðirnar sem Leifur var settur í. Fanganúmer hans þar var 3665. Hann kom til Møllergaten 19 þann 21. október 1942 þar sem hann var settur í sóðalegan klefa með tveimur öðrum mönnum. Hann var þar í u.þ.b 3 mánuði frá október til janúar. Lífið í fangelsinu var hræðilegt. Hann mátti ekki hafa neitt til dægrastyttingar eins og blöð, bækur eða spil. Hann fékk lítið að borða og hann var lokaður inni í klefanum mest allan tíman þar sem hann hafði ekkert að gera nema að veiða kakkalakka. ### Grinir Hann færðist til Grini 23. janúar 1943 þar sem fanganúmer hans var 6041. Grinir voru allt annað en Mollergata. Hann var látinn vinna allan daginn, svaf í ísköldum skála og fékk næringarlítinn mat svo að hann átti erfitt með að vinna. Þegar hann var búinn að vera í Grini í 1-2 mánuði fékk hann lungnabólgu þegar það átti að færa hann eina ferðina enn en því var frestað vegna óveðurs. ## Sachsenhausen Leifur var fluttur til Sachsenhausen 28. júní 1943. Þegar hann kom þangað var hárið hans rakað af og öll líkamshár. Fanganúmer hans var 68138 og hann var með rauðan þríhyrning sem táknaði að hann var pólitískur fangi. Hann var heppinn að vera settur í bragga með Norðmönnum af því að Rússarnir, Úkraínumennirnir og Pólverjarnir stálu frá fólki. Hann vann fyrst við skurðgröft en eftir sjúkralegu fékk hann vinnu sem sjúkraliði sem fólst í aðhlynningu á sjúkradeildinni og fékk þar betri mat. Hann fékk oft pakka frá Rauða krossinum sem eiginlega hélt honum á lífi. Honum var bjargað af Sænska Rauða krossinum í stríðslok. ## Eftir stríð Eftir stríðið þegar Leifur var kominn heim til Íslands átti hann erfitt með að segja fólki frá hörmungunum sem hann upplifði. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista og talaði ekki um tilfinningar sínar. Hann breytti líka nafninu sínu frá Müller yfir í Muller til þess að fólk héldi ekki að nafnið væri af þýskum uppruna. Hann giftist Birnu Sveinsdóttur og átti með henni fimm börn, Stefaníu, Björg, Maríu, Leifur og Svein. Hann tók við verslun foreldra sinna eftir andlát föður síns 1952 og stofnaði saumastofu. Leifur dó árið 1988 en átti alltaf erfitt vegna illrar meðferðar í fangabúðunum.
3.609375
# Bjarni Björnsson Bjarni Björnsson (5. maí 1890 – 26. febrúar 1942) var íslenskur leikari sem starfaði með Leikfélagi Reykjavíkur, lék á sviði í Kaupmannahöfn, í Íslendingabyggðum í vesturheimi og í kvikmyndum í Hollywood. Hann var fyrsti íslenski kvikmyndaleikarinn og fyrsti leikarinn sem gerði leiklistina að ævistarfi. ## Bernskuár Bjarni fæddist að Álftatungu á Mýrum. Þegar hann var þriggja ára gamall brá faðir hans búi og fluttist vestur um haf ásamt konu sinni og þremur elstu börnum þeirra hjóna. Móðurbróðir Bjarna, Markús Bjarnason, skólastjóri Stýrimannaskólans, tók Bjarna í fóstur og ólst hann upp á heimili Markúsar til fimmtán ára aldurs. Þá siglid hann til Kaupmannahafnar til náms á málaraskóla. ## Stúdentaárin í Kaupmannahöfn Bjarni hafði ekki verið lengi í Kaupmannahöfn þegar hann komst í félag við unga danska leikara sem héldu leiksýningar upp á eigin spýtur í stóra salnum á Hotel Kongen av Danmark. Gerðist Bjarni leikari með þeim, og lék einnig í stúdenta-revíum og nokkur smáhlutverk í Dagmar-leikhúsinu. ## Í Reykjavík Bjarni kom aftur heim árið 1910 og fékk þá nokkurn starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, lék m.a. Bergkónginn í Systrunum á Kinnarhvoli og Sherlock Holmes í samnefndu leikriti. Hann hafði brennandi áhuga á leiklist og vildi gera hana að ævistarfi, en þess var þá enginn kostur eins og á stóð. Þá tók hann það ráð að halda skemmtanir fyrir eigin reikning og skemmti hann þar með eftirhermum og gamanvísum, en fyrir þessar skemmtanir sínar varð hann þjóðfrægur maður. Var framkoma hans ávallt prúðmannleg og skop hans um náungann græskulaust. ## Nordisk Film Eftir tveggja ára dvöl heima réðst Bjarni enn til utanferðar og gekk hann nú í þjónustu Nordisk film sem þá var starfandi í Kaupmannahöfn og helsta kvikmyndafélag Norðurlanda. Þessar myndir voru sýndar hér á landi og þótti það talsverður viðburður þegar fyrsti íslenski kvikmyndaleikarinn sást á hvíta tjaldinu. ## Ameríka Þegar ófriðurinn skall á 1914 varð Nordisk film að hætta störfum og hvarf Bjarni þá heim aftur, en hafði skamma viðdvöl. Lagði hann nú leið sína til Ameríku, þar sem kvikmyndaiðnaðurinn stóð með miklum blóma á ófriðarárunum. Þar dvaldist hann í þrettán ár og vann þar ýmist að málarastörfum eða sem kvikmyndaleikari hjá ýmsum félögum. Skemmtanir hélt hann auk þess í byggðum Vestur-Íslendinga og þar lék hann ásamt frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikonu, þegar hún fór leikför sína vestur um haf. Í Hollywood lék Bjarni t.d. Sendiherrann frá Montenegro í kvikmynd Erich von Stroheims: The Wedding March (1928). Alþingisárið kom Bjarni alkominn heim aftur. Þá voru talmyndirnar komnar til sögunnar og útlendingum sem unnu í kvikmyndaiðnaðinum var sagt upp í þúsundatali. Meðal þeirra var Bjarni, fyrsti íslenski kvikmyndaleikarinn og fyrsti íslendingurinn sem gerði leiklistina að ævistarfi sínu. ## Kominn til Reykjavíkur á ný Síðustu árin lék Bjarni talsvert með Leikfélagi Reykjavíkur og þar lék hann sitt síðasta hlutverk, hreppstjórann í leikritinu Gullna hliðið. Eftir heimkomuna gekk Bjarni að eiga heitkonu sína, Torfhildi Dalhoff, eða árið 1930. Eignuðust þau hjón tvær dætur, Katrínu og Björgu. ## Andlát Miðvikudagsnóttina 25. febrúar 1942 vaknaði fólk í húsinu þar sem Bjarni bjó við það að hann datt í stiganum og lá meðvitundarlaus a gólfinu þegar að var komið. Var hann fluttur á Landsspítalann og þar andaðist hann 26. febrúar og komst aldrei til meðvitundar. Hefur banamein hans sennilega verið heilablóðfall. Bjarni var aðeins 51 árs að aldri. ## Úr blöðunum - 1912 - Hr. Bjarni Björnsson leikari stofnar til kvöldskemmtunar í Iðnó á morgun. Ætlar hann þar að gera mönnum margt til skemmtunar. [..] Auk þess ætlar hr. B.B. að sýna nokkrar eftirhemur eftir þekktum íslenskum leikurum, o.m.fl. (Ísafold) - 1914 - Bjarni Björnsson skopleikari fór í gær með Ceres til Vestmanneya og býst við að dvelja þar um þrjár vikur. (Vísir). - 1931 - Bjarni Björnsson leikari og frú hans eru nýkomin heim frá útlöndum. Fóru þau til Berlínar og söng Bjarni þar á nokkrar grammófónplötur. Nú er hann að búa sig undir það að skemmta Reykvíkingum, áður en langt um líður. (Morgunblaðið) - 1934 - Bjarni Björnsson gamanvísnasöngvari og leikari fór héðan með „Esju“ í gærkvöld austur á firði. Ætlar hann að hafa þar skemmtanir víða, og fer síðan upp í Hallormsstaðaskóg og málar þar í sumar. (Morgunblaðið) - 1937 - Bjarni Björnsson leikari var meðal farþega á Brúarfossi nú síðast. Hefir hann dvalist erlendis að undanförnu og kynnt sér leiklist á Norðurlöndum. (Morgunblaðið)
3.796875
# Prómill Prómill er einn tíundi af prósenti eða einn hluti af þúsund, það er táknað með ‰ (U+2030 í Unicode). 5‰ = 5/1000 = 0,005 = 0,5%
4.0625
# Pylsa Pylsa (stundum óformlega borið fram og skrifað pulsa) er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsubrauði‘) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf. „Pylsa með öllu“, stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“, er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum og hráum lauk. Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“. Pylsan var 11,92 metrar. Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Heimsmetabók Guinness. Reyndar tók þessi staðfesting svo lengi að í millitíma var þetta heimsmet slegið tvisvar – 15. júlí 2005 (15,42 m) og 14. ágúst 2005 (17,5 m).
2.921875
# Pylsa Pylsa (stundum óformlega borið fram og skrifað pulsa) er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (‚pylsubrauði‘) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf. „Pylsa með öllu“, stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“, er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum og hráum lauk. Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“. Pylsan var 11,92 metrar. Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Heimsmetabók Guinness. Reyndar tók þessi staðfesting svo lengi að í millitíma var þetta heimsmet slegið tvisvar – 15. júlí 2005 (15,42 m) og 14. ágúst 2005 (17,5 m).
2.921875
# Pylsa Pylsa eða pulsa er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi. Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (pylsubrauði) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf. „Pylsa með öllu“, stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“, er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum og hráum lauk. Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“. Pylsan var 11,92 metrar. Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Heimsmetabók Guinness. Reyndar tók þessi staðfesting svo lengi að í millitíma var þetta heimsmet slegið tvisvar – 15. júlí 2005 (15,42 m) og 14. ágúst 2005 (17,5 m).
2.96875
# Nanitor Nanitor er hugbúnaðarlausn fyrir samfellda áhættustýringu vegna netógna (CTEM). Lausnin er þróuð af Nanitor, íslensku fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. ## Saga Nanitor var stofnað árið 2014 af Alfreð Hall og Gunnari Leó Gunnarssyni og var upphaflega þróað til að veita stjórnendum yfirlit yfir tölvuöryggi upplýsingatæknikerfa. Í apríl 2022 varð Jón Fannar Karlsson Taylor framkvæmdastjóri Nanitor. Í maí sama ár tryggði Nanitor sér fjármögnun upp á 220 milljónir króna frá fjárfestingarsjóðnum Brunni Ventures til að styðja við alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins. Í júlí 2023 tók Heimir Fannar Gunnlaugsson við sem framkvæmdastjóri Nanitor. Í janúar 2024 tók Nanitor á móti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra, til að þakka fyrir opinbera nýsköpunarstyrki sem höfðu stutt við þróun fyrirtækisins. ## Lausnin Nanitor-hugbúnaðurinn samþættir veikleikaskönnun, grunnstillingarmat, uppfærslustýringu og eftirfylgni öryggisstefna. Þannig veitir hann heildstæða sýn yfir öryggisstöðu fyrirtækja og býður upp á forgangsraðað verkflæði fyrir úrbætur. Kerfið notar „uppgötvunarvél“ (e. Discovery Engine) á hverjum endapunkti til að safna rauntímagögnum um netþjóna, endapunkta, netbúnað og gagnagrunna. Þessum söfnuðu gögnum um grunnstillingar og veikleika er varpað fram í miðlægu viðmóti sem kallast „Nanitor Demanturinn“. Þar er fylgt eftir öryggisstefnum, rangar grunnstillingar eru merktar og lagðar eru til úrbætur. Fjölnotendahönnun (e. multi-tenant architecture) kerfisins er sérsniðin að þjónustuaðilum og gerir þeim kleift að vakta mörg viðskiptaumhverfi úr einni og sömu stjórnstöðinni.
3.15625
# Aldan Aldan er íslenskt millinafn og karlsmannsnafn.
1.320313
# Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna Eftirfarandi er listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna: ## A - Aage - Aaron - Abel - Abner - Abraham - Absalon - Adam - Addi - Adel - Adil - Adíel - Adolf - Adolph - Adólf - Adrian - Adrían - Adríel - Adser - Aðalberg - Aðalbergur - Aðalbert - Aðalbjörn - Aðalborgar - Aðalbrandur - Aðalbrikt - Aðalgeir - Aðaljón - Aðalmundur - Aðalpétur - Aðalráður - Aðalsteinn - Aðalsveinn - Aðalvíkingur - Aðils <--- í Nöfnum Íslendinga eftir Guðrún Kvaran sem karlmannsnafn ---> - Aðlis - Aðólf - Aggi - Agnar - Agni - Aksel - Alan - Alberg - Albert - Albínus - Aldan - Aldar - Aldur - Alejandro - Alex - Alexander - Alexíus - Alf - Alfinnur - Alfons - Alfred - Alfreð - Algeir - Ali - Allan - Allen - Alli - Almar - Almarr - Alrekur - Alsteinn - Alvar - Alvin - Amil - Amir - Amír - Amon - Amor - Amos - Analíus - Ananías - Anders - Andór - Andrean - Andreas - Andrei - Andres - André - Andrés - Andri - Anes - Anfinn - Angantýr - Angi - Angus - Anilíus - Annalíus - Annar - Annarr - Annas - Annel - Annes - Annilíus - Annmar - Annó - Annþór - Anor - Anteo - Anthony - Anton - Antonio - Antoníus - António - Antóníus - Apollo - Aralíus - Aran - Arelius - Arelíus - Arent - Ares - Ari - Arilíus - Arinbjörn - Arían - Aríel - Aríus - Armand - Armandó - Arnald - Arnaldur - Arnar - Arnberg - Arnbergur - Arnbjörn - Arndór - Arne - Arnes - Arnfinnur - Arnfreyr - Arngarður - Arngeir - Arngils - Arngnýr - Arngrímur - Arnkell - Arnlaugur - Arnleifur - Arnljótur - Arnmóður - Arnmundur - Arnoddur - Arnold - Arnór - Arnsteinn - Arntýr - Arnúlfur - Arnviður - Arnþór - Aron - Arslan - Art - Arthur - Arthúr - Artúr - Arún - Arvið - Arviður - Asael - Asarías - Askalon - Askur - Aspar - Athanasius - Athen - Atlas - Atli - Aubert - Auðar - Auðberg - Auðbergur - Auðbert - Auðbjörn - Auðgeir - Auðgísl - Auðjón - Auðkell - Auðmundur - Auðólfur - Auðun - Auðunn - Auður - August - Augustinus - Austar - Austin - Austmann - Austmar - Austri - Axel - Aþanasíus ## Á - Ágúst - Ágústus - Ágústínus - Áki - Álfar - Álfgeir - Álfgrímur - Álfkell - Álfur - Álfþór - Ámundi - Ámundínus - Án - Árbjartur - Árbjörn - Árelíus - Árgeir - Árgils - Ári - Árilíus - Ármann - Árnborg - Árnes - Árni - Árnibjörn - Árnmar - Árnþór - Ársæll - Ás - Ásar - Ásberg - Ásbergur - Ásbjörn - Ásdór - Ásgautur - Ásgeir - Ásgils - Ásgrímur - Ási - Áskell - Áslaugur - Áslákur - Ásmar - Ásmundur - Ásröður - Áss - Ástberg - Ástbjartur - Ástbjörn - Ástfastur - Ástgeir - Ásti - Ástmann - Ástmar - Ástmundur - Ástráður - Ástríkur - Ástsæll - Ástvald - Ástvaldur - Ástvar - Ástvin - Ástþrúr - Ástþór - Ásvaldur - Ásvarður - Ásólfur - Ásþór ## B - Baddi - Baggi - Baggio - Baldur - Baldvin - Baldwin - Baltasar - Baltazar - Bambi - Bambus - Barði - Barri - Bartolomeus - Bassi - Bastían - Baugur - Baui - Bárður - Beggi - Beinir - Beinteinn - Beitir - Bekan - Bendt - Benedikt - Benidikt - Benjamin - Benjamín - Benni - Benno - Benny - Benoný - Benóní - Benóný - Bent - Benteinn - Bentley - Benvý - Berent - Berg - Bergfinn - Bergfinnur - Berghreinn - Bergjón - Bergkvist - Bergmann - Bergmar - Bergmundur - Bergsteinn - Bergsveinn - Bergur - Bergúlfur - Bergvin - Bergþór - Bernhard - Bernharð - Bernharður - Berni - Bernódus - Bernótus - Bernt - Bersi - Bertel - Berthold - Berti - Bertil - Bertila - Bertram - Bessi - Betúel - Bill - Birgir - Birkir - Birmir - Birningur - Birnir - Birtingur - Birtir - Bíi - Bjargar - Bjargmundur - Bjargsteinn - Bjargvin - Bjargþór - Bjarkan - Bjarkar - Bjarki - Bjarmar - Bjarmi - Bjarnar - Bjarnfinnur - Bjarnfreður - Bjarnfriður - Bjarnharður - Bjarnhéðinn - Bjarni - Bjarnlaugur - Bjarnleifur - Bjarnólfur - Bjarnsteinn - Bjarnvin - Bjarnþór - Bjartman - Bjartmann - Bjartmar - Bjartur - Bjartþór - Bjólan - Bjólfur - Björgmundur - Björgólfur - Björgúlfur - Björgvin - Björn - Björnleifur - Björnólfur - Björnúlfur - Blake - Blansíflúr - Blár - Bliki - Blíður - Blængur - Blær - Blævar - Bo - Boði - Bogi - Bolli - Bond - Borgar - Borgúlfur - Borgþór - Bóas - Bói - Bótólfur - Bragi - Brandr - Brandur - Breki - Bresi - Brestir - Brettingur - Brimar - Brimi - Brimir - Brimþór - Brími - Brímir - Brjánn - Broddi - Bruno - Brúno - Brúnó - Bryngeir - Brynjar - Brynjarr - Brynjólfur - Brynjúlfur - Brynjýlfur - Brynleifur - Brynmar - Brynsteinn - Bryntýr - Brynþór - Bubbi - Buck - Burkni - Búálfur - Búi - Búri - Bylur - Bæring - Bæringur - Bæron - Bæssam - Böðvar - Börkur ## C - Camillus - Carl - Cecil - Celin - Cesar - Charles - Charlie - Chefas - Chris - Christian - Christopher - Claus - Clausinus - Cristiano - Cyrus - Cýrus - Cæsar ## D - Daði - Daðmar - Dagbjartur - Dagfari - Dagfinnur - Daggeir - Dagmann - Dagnýr - Dagóbert - Dagstyggur - Dagur - Dagvin - Dagþór - Dalbert - Dalhoff - Dalí - Dalli - Dalmann - Dalmar - Dalur - Dalvin - Damaskus - Damíen - Damjan - Damon - Dan - Danelíus - Daniel - Danilíus - Danival - Daníel - Daníval - Dante - Daríus - Darri - Davið - Davíð - Deimos - Demas - Demus - Dengsi - Deníel - Dennis - Dexter - Diddi - Diðrik - Diego - Diljar - Ditleif - Ditlev - Dittó - Díar - Díbus - Dímítrí - Dímon - Dínus - Díon - Díómedes - Dísmundur - Doddi - Dofri - Dolli - Dominik - Donald - Dorri - Dómald - Dómaldi - Dómaldur - Dónald - Dónaldur - Dór - Dóri - Dósíþeus - Dósóþeus - Draupnir - Dreki - Drengur - Dreyfus - Drómi - Dufgus - Dufþakur - Dugfús - Dúi - Dúni - Dúnn - Dvalinn - Dylan - Dynþór - Dýri - Dýrmundur - Döggvi ## E - Ebbi - Ebenes - Ebeneser - Ebenezer - Ebenhard - Ebenharð - Eberg - Eberhard - Eberhardt - Eberharð - Eddi - Edgar - Edilon - Edílon - Edor - Edvald - Edvard - Edvarð - Edvin - Edward - Edwin - Eðvald - Eðvar - Eðvard - Eðvarð - Efraím - Eggert - Eggþór - Egidíus - Egill - Eiðar - Eiður - Eikar - Eilert - Eilífur - Einar - Einbjörn - Einir - Einvarður - Einþór - Eir - Eiríkur - Eivin - Ekkó - Ektor - Elberg - Elbert - Eldar - Eldbjartur - Eldgrímur - Eldhamar - Eldjárn - Eldmar - Eldon - Eldór - Eldur - Elenmundur - Elentínus - Eleseus - Elfar - Elfráður - Elias - Elidon - Elimar - Elimundur - Elinbergur - Elinbjörn - Eliníus - Elinór - Elio - Elis - Elí - Elía - Elían - Elías - Elíden - Elíesar - Elíeser - Elífas - Elímar - Elímundur - Elínberg - Elínbergur - Elínes - Elíngunn - Elínmundur - Elínór - Elínus - Elíott - Elís - Elísar - Elísberg - Elíseus - Elívarð - Eljar - Ellert - Elli - Elliðagrímur - Elliði - Elling - Elliott - Ellíot - Ellís - Elmar - Elmer - Elvar - Elvin - Elvis - Emanuel - Emanúel - Embrek - Emerald - Emil - Emilius - Emill - Emir - Emíl - Emír - Emmanúel - Emmi - Engilbert - Engilbjartur - Engilbrikt - Engilhart - Engiljón - Engill - Enok - Eragon - Erasmus - Eric - Erik - Erlar - Erlendur - Erling - Erlingur - Ermenrekur - Erminrekur - Ernest - Ernestó - Ernir - Ernst - Eron - Eros - Erpur - Esajas - Esekíel - Esi - Esjar - Eskil - Eskur - Esmar - Esra - Estefan - Evald - Evan - Evert - Evgenius - Evgeníus - Evin - Evían - Eyberg - Eydór - Eygrímur - Eyjar - Eyjólfur - Eykam - Eylaugur - Eyleifur - Eylert - Eymar - Eymir - Eymundur - Eyríkur - Eysteinn - Eyvar - Eyvindur - Eyþór - Ezra ## É - Éljagrímur - Ésú ## F - Fabían - Fabrisíus - Falgeir - Falur - Fannar - Fannberg - Fanngeir - Fannþór - Fáfnir - Fálki - Felix - Fengur - Fenix - Fenrir - Ferdinand - Ferdínand - Fertram - Feykir - Filip - Filippus - Filpó - Finn - Finnbjörn - Finnbogi - Finngeir - Finni - Finnjón - Finnlaugur - Finnur - Finnvarður - Fífill - Fíus - Fjalar - Fjalarr - Fjarki - Fjólar - Fjólmundur - Fjölnir - Fjölvar - Fjörnir - Flati - Flemming - Flosi - Flóki - Flórent - Flórentínus - Flóres - Flóvent - Folmar - Folmer - Forni - Fornjótur - Foss - Fossmar - Foster - Fox - Fólki - Framar - Frances - Francis - Frank - Franklin - Franklín - Frans - Franz - Fránn - Frár - Frederik - Freybjörn - Freygarður - Freymann - Freymar - Freymóður - Freymundur - Freyr - Freysi - Freysteinn - Freyviður - Freyþór - Friðberg - Friðbergel - Friðbergur - Friðbert - Friðbjartur - Friðbjörn - Friðfinnur - Friðgeir - Friðjón - Friðlaugur - Friðleifur - Friðmann - Friðmar - Friðmundur - Friðrekur - Friðrik - Friðríkur - Friðsemel - Friðsteinn - Friðsveinn - Friður - Friðvin - Friðþjófur - Friðþór - Friedrich - Frits - Fritz - Fríðar - Fríðsteinn - Frímann - Frosti - Frostúlfur - Fróði - Fróðmar - Funi - Fúsi - Fylkir - Fædon ## G - Gabriel - Gabríel - Gaddi - Gael - Galdur - Galti - Gamalíel - Gamli - Gandri - Garðar - Garður - Garibaldi - Garíbaldi - Garpur - Garri - Gaston - Gaui - Gaukur - Gauti - Gautrekur - Gautur - Gautviður - Gáki - Geimar - Geir - Geirarður - Geirfinnur - Geirharður - Geirhjörtur - Geirhvatur - Geiri - Geirlaugur - Geirleifur - Geirmar - Geirmundur - Geirólfur - Geirröður - Geirtryggur - Geirvaldur - Geirþjófur - Geisli - Gellir - Georg - George - Gerald - Gerðar - Gerhard - Geri - Gert - Gestar - Gestmundur - Gestur - Gideon - Gilbert - Gilbrikt - Gill - Gilmar - Gils - Giselerus - Gissur - Gizur - Gídeon - Gígjar - Gígur - Gísli - Gjúki - Gladstone - Glói - Glúmur - Gneisti - Gnúpur - Gnýr - Goði - Goðmundur - Gordon - Gosi - Gottfred - Gottfreð - Gottfrið - Gottlieb - Gottlif - Gottskálk - Gottsveinn - Gottsvin - Góði - Góðmann - Gói - Grani - Grankell - Grámann - Gregor - Greipur - Greppur - Gretar - Grettir - Grétar - Grímar - Grímkell - Grímlaugur - Grímnir - Grímólfur - Grímur - Grímúlfur - Grjótgarður - Guðberg - Guðbergur - Guðbert - Guðbjarni - Guðbjartur - Guðbjörn - Guðbrandur - Guðfinnur - Guðfreður - Guðfriður - Guðgeir - Guðjón - Guðlaugur - Guðleifur - Guðleikur - Guðliði - Guðmann - Guðmar - Guðmon - Guðmundur - Guðni - Guðníus - Guðnýr - Guðráður - Guðrúníus - Guðrúnn - Guðröður - Guðstein - Guðsteinn - Guðsveinn - Guðvaldur - Guðvalínus - Guðvarður - Guðveigur - Guðvin - Guðþór - Gulli - Gumi - Gunnar - Gunnberg - Gunnbjörn - Gunndór - Gunngeir - Gunnhallur - Gunnhvatur - Gunni - Gunnlaugur - Gunnleifur - Gunnólfur - Gunnóli - Gunnröður - Gunnsteinn - Gunnvaldur - Gunnvant - Gunnþór - Gustav - Gutti - Guttormur - Gústaf - Gústav - Gústi - Gylfi - Gyrðir - Gýgjar - Gýmir ## H - Haddi - Haddur - Hafberg - Hafgnýr - Hafgrímur - Hafliði - Hafnar - Hafni - Hafsjór - Hafsteinn - Haftýr - Hafþór - Hagalín - Hagbarð - Hagbarður - Hagbert - Haki - Hakim - Halberg - Hallageir - Hallberg - Hallbergur - Hallbert - Hallbjörn - Halldór - Hallfreð - Hallfreður - Hallgarður - Hallgeir - Hallgils - Hallgrímur - Halli - Hallkell - Hallmann - Hallmar - Hallmundur - Hallsteinn - Hallur - Hallvarður - Hallþór - Hamall - Hamar - Hannes - Hannibal - Hans - Harald - Haraldur - Harboe - Haron - Harpagus - Harri - Harry - Harrý - Hartmann - Hartvig - Hauksteinn - Haukur - Haukvaldur - Hákon - Háleygur - Hálfdan - Hálfdán - Hámundur - Hárekur - Hárlaugur - Háski - Hásteinn - Hávar - Hávarður - Hávarr - Hector - Heiðar - Heiðarr - Heiðberg - Heiðbert - Heiðbjartur - Heiðdal - Heiðimann - Heiðlindur - Heiðmann - Heiðmar - Heiðmarr - Heiðmundur - Heiðrekur - Heiðsteinn - Heiður - Heikir - Heilmóður - Heimir - Hein - Heinrekur - Heinrich - Heinz - Heisi - Hektor - Helgeir - Helgi - Helgimundur - Helgmundur - Hellert - Helmuth - Helmút - Helvitus - Hemingur - Hemmert - Hemming - Hendrich - Hendrik - Hendrix - Henkel - Henning - Henrik - Henry - Henrý - Herberg - Herbergur - Herbert - Herbjörn - Herbrandur - Herfinnur - Hergarð - Hergeir - Hergill - Hergils - Herjólfur - Herkúles - Herlaugur - Herleifur - Herluf - Hermann - Hermanníus - Hermóður - Hermundur - Hernit - Hersir - Hersteinn - Hersveinn - Herúlfur - Hervald - Hervar - Hervarður - Hervin - Héðinn - Hierónýmus - Hilaríus - Hilbert - Hildar - Hildiberg - Hildibergur - Hildibjartur - Hildibrandur - Hildigeir - Hildiglúmur - Hildiguðröður - Hildigunnar - Hildimar - Hildimundur - Hildingur - Hildir - Hildiþór - Hildmann - Hilkér - Hilmar - Hilmir - Himinljómi - Himri - Hinrik - Híram - Hjallkár - Hjalmar - Hjaltalín - Hjalti - Hjarnar - Hjálmar - Hjálmgeir - Hjálmtýr - Hjálmur - Hjálmþór - Hjörleifur - Hjörmundur - Hjörtur - Hjörtþór - Hjörvar - Hleiðar - Hleinar - Hlégestur - Hlénharður - Hlér - Hlinberg - Hlini - Hlíðar - Hlíðberg - Hlífar - Hljómur - Hlújárn - Hlynur - Hlöðmundur - Hlöður - Hlöðvarður - Hlöðver - Hnefill - Hnikar - Hnikarr - Holberg - Holemíus - Holgeir - Holger - Holti - Hólm - Hólmar - Hólmberg - Hólmbert - Hólmfastur - Hólmfreð - Hólmgeir - Hólmgrímur - Hólmjárn - Hólmkell - Hólmsteinn - Hólmtryggur - Hólmþór - Hóseas - Hrafn - Hrafnar - Hrafnbergur - Hrafnkell - Hrafntýr - Hrafnþór - Hrannar - Hrappur - Hraunar - Hreggviður - Hreiðar - Hreiðmar - Hreimur - Hreinn - Hringur - Hrímir - Hrímnir - Hrollaugur - Hrolleifur - Hróaldur - Hróar - Hróbjartur - Hróðgeir - Hróðmar - Hróðólfur - Hróðvar - Hrói - Hrólfur - Hrómundur - Hrútur - Hrærekur - Hubert - Hugberg - Hugbert - Hugglaður - Hugi - Huginn - Hugleikur - Hugmóður - Hugo - Hugó - Huldar - Hunter - Huxley - Húbert - Húgó - Húmi - Húnbjörn - Húnbogi - Húni - Húnn - Húnröður - Hvannar - Hyltir - Hylur - Hymir - Hængur - Hænir - Höður - Högni - Hörður - Höskuldur ## I - Ibsen - Ikkaboð - Ilías - Ilíes - Illíes - Illugi - Immanúel - Indíus - Indriði - Ingberg - Ingbert - Ingebrekt - Ingi - Ingiber - Ingiberg - Ingibergur - Ingibert - Ingibjartur - Ingibjörn - Ingigeir - Ingileifur - Ingimagn - Ingimar - Ingimundur - Ingivaldur - Ingiþór - Ingjaldur - Ingmar - Ingólfur - Ingvaldur - Ingvar - Ingvi - Ingþór - Inuk - Irlaugur - Isak - Ismael - Issa - Issi - Ivan - Ivar ## Í - Ían - Íbe - Ígor - Íkaboð - Íkarus - Ími - Ímir - Írenus - Ísak - Ísar - Ísarr - Ísbjörn - Íseldur - Ísfeld - Ísgeir - Ísidór - Ísleifur - Ísleikur - Ísmael - Ísmar - Ísólfur - Ísrael - Íunnarð - Ívan - Ívar ## J - Jack - Jacob - Jafet - Jagger - Jaki - Jakob - Jakop - James - Jamil - Jan - Jannes - Janus - Janúaríus - Jared - Jarfi - Jarl - Jarpi - Jason - Jasper - Javí - Járngeir - Járngrímur - Játgeir - Játmundur - Játvarður - Jedrosky - Jelídoni - Jenni - Jennþór - Jens - Jeremías - Jes - Jesper - Jess - Jessi - Jim - Job - Jochum - Johan - John - Jokkum - Jonathan - Jones - Jonni - Joseph - José - Joshua - Jóab - Jóakim - Jóann - Jóas - Jóel - Jóhann - Jóhannes - Jói - Jójada - Jómar - Jómundur - Jón - Jónadab - Jónar - Jónas - Jónatan - Jónberg - Jónbjarni - Jónbjörn - Jóndór - Jóngeir - Jónhallur - Jónharður - Jónmar - Jónmundur - Jónsi - Jónsteinn - Jónþór - Jóram - Jórmann - Jórmundur - Jósafat - Jósavin - Jósef - Jósefus - Jósep - Jósi - Jósías - Jóst - Jósteinn - Jósúa - Jóvin - Juel - Julian - Jurin - Justin - Júlí - Júlían - Júlíanus - Júlínus - Júlíus - Júni - Júní - Júníus - Júnus - Júrek - Júst - Jöklar - Jökli - Jökull - Jörfi - Jörgen - Jörin - Jörmundur - Jörn - Jörri - Jörundur - Jörvar - Jörvi - Jötunn ## K - Kaffónas - Kai - Kaín - Kaj - Kakali - Kaktus - Kaldi - Kaleb - Kaleo - Kali - Kalli - Kalman - Kalmann - Kalmar - Kamal - Kamillus - Kamilus - Kani - Kappi - Kaprasíus - Karabaldi - Kareem - Karel - Karfi - Karim - Karkur - Karl - Karlamagnús - Karlemil - Karles - Karli - Karlsberg - Karma - Karsten - Karvel - Kaspar - Kasper - Kaspían - Kasten - Kastian - Kastíel - Kastor - Katarínus - Kató - Katrínus - Kálfar - Kálfur - Kár - Kári - Kefas - Keli - Kenny - Keran - Ketilbjörn - Ketill - Kiddi - Kilían - Kiljan - Kim - Kinan - Kíran - Kjalar - Kjallakur - Kjaran - Kjartan - Kjarval - Kjárr - Kjerúlf - Kjói - Klaki - Klaus - Kláus - Kleifar - Klemens - Klement - Klemenz - Kleófas - Klettur - Klængur - Knud - Knútur - Knörr - Knöttur - Koðran - Koðrán - Koggi - Kolbeinn - Kolbjörn - Kolfinnur - Kolgrímur - Kollgrímur - Kolli - Kolmar - Kolskeggur - Kolur - Kolviður - Konrad - Konráð - Konráður - Konstantín - Konstantínus - Kormákur - Kornelíus - Korri - Kort - Kópur - Kórekur - Kraki - Krákur - Kris - Kristall - Kristan - Kristberg - Kristbergur - Kristbjarni - Kristbjörn - Kristbrandur - Kristdór - Kristens - Krister - Kristfinnur - Kristgeir - Kristian - Kristinn - Kristíníus - Kristínus - Kristján - Kristjón - Kristlaugur - Kristleifur - Kristmann - Kristmar - Kristmundur - Kristofer - Kristó - Kristóbert - Kristófer - Kristóníus - Kristrúnus - Kristvaldur - Kristvarður - Kristvin - Kristþór - Krummi - Kubbur - Kuggi - Kusi - Kvasir - Kveldúlfur ## L - Lafrans - Lafranz - Laki - Lambert - Lambi - Landbjartur - Lars - Laufar - Laugi - Lauritz - Lazarus - Láki - Lár - Lárensíus - Lárent - Lárentíus - Lárentsínus - Lárenz - Lárenzíus - Lárus - Lee - Leiðólfur - Leif - Leifr - Leifur - Leiknir - Lenhard - Lennon - Leo - Leon - Leonard - Leonardo - Leonardó - Leonel - Leonhard - Leonharður - Leopold - Leó - Leóharður - Leónard - Leónardó - Leónharður - Leópold - Leví - Levý - Lénharður - Lér - Liam - Liforíus - Liljan - Liljar - Liljus - Lindar - Lindberg - Lindi - Lingþór - Link - Linnar - Linnet - Linnæus - Litríkur - Livius - Líam - Líbertín - Lífgjarn - Líkafrón - Línberg - Líni - Líonel - Líó - Líus - Ljóni - Ljósálfur - Ljótur - Ljúfur - Loðinn - Loðmundur - Loðvík - Loftur - Logar - Logi - Loki - Lorens - Lorentz - Lorenz - Louis - Lói - Lóni - Lórens - Lórenz - Lótus - Luca - Lucas - Ludvig - Luka - Lundberg - Lundi - Lúðvíg - Lúðvík - Lúgó - Lúis - Lúkas - Lúsifer - Lúter - Lúther - Lydo - Lyngar - Lyngþór - Lýður - Lýsimundur - Lýtingur ## M - Mads - Maggi - Magnfreð - Magngeir - Magni - Magnús - Magnþór - Majas - Makan - Malaleel - Malcolm - Malfinnur - Malfred - Malmfreð - Manasses - Manfred - Manfreð - Manilíus - Manuel - Manúel - Mar - Marbjörn - Marcus - Marel - Marelíus - Margeir - Margrímur - Mari - Marijón - Marino - Marinó - Maris - Maríanus - Marías - Marínó - Maríon - Marís - Maríus - Marjas - Marjón - Mark - Markó - Markús - Markþór - Marley - Marlon - Maron - Marri - Mars - Marselíus - Marsellíus - Marsilíus - Marsíus - Marsveinn - Marteinn - Martel - Marten - Marthen - Martin - Martinius - Martz - Marvin - Marz - Marzellíus - Marzilíus - Marþór - Matador - Mateo - Mateó - Matheo - Matheó - Mathías - Mats - Matteó - Mattheó - Matthías - Matti - Mattías - Mauritz - Max - Maximíli - Maximus - Málfreð - Málgeir - Máni - Már - Mári - Márus - Meinert - Mekkinó - Melankton - Melkíor - Melkjör - Melkormur - Melkólmur - Melrakki - Mensalder - Merkúr - Merlin - Methúsalem - Metúsalem - Meyland - Meyvant - Michael - Miðrik - Miguel - Mikael - Mikill - Mikjáll - Mikkael - Mikkel - Mikki - Milan - Mildinberg - Milli - Milo - Mindelberg - Mio - Miró - Mías - Mílan - Míló - Mímir - Míó - Mír - Mjöllnir - Mjölnir - Moli - Mordekaí - Morgan - Moritz - Morri - Mortan - Morten - Mosi - Movel - Móberg - Móði - Mói - Móri - Mórits - Móritz - Móses - Muggi - Muggur - Mummi - Muni - Muninn - Múli - Múr - Myrkár - Myrktýr - Myrkvar - Myrkvi - Mýrkjartan - Mörður ## N - Nansen - Napóleon - Narfi - Natan - Natanael - Nataníel - Nathan - Nathanael - Nathaníel - Náttfari - Nátthrafn - Náttmörður - Náttúlfur - Nefel - Nehemíe - Neisti - Nenni - Neó - Neptúnus - Neró - Nicolai - Nicolaj - Nicolas - Nieljohníus - Niels - Nikanor - Nikolai - Nikolaj - Nikolas - Nikódemus - Nikulás - Niljohnius - Nils - Ninni - Nisbel - Níeljohníus - Níels - Níls - Njáll - Njörður - Noah - Noel - Nonni - Norbert - Nordenskjöld - Norðmann - Normann - Nóam - Nóel - Nói - Nólan - Nóni - Nóri - Nóvember - Nurmann - Númi - Núpan - Núpur - Núri - Nýjón - Nýmundur - Nývarð - Nævel - Nökkvi ## O - Octavius - Oddberg - Oddbergur - Oddbjörn - Oddfinnur - Oddfreður - Oddfreyr - Oddgeir - Oddgnýr - Oddi - Oddkell - Oddleifur - Oddmar - Oddmundur - Oddnýr - Oddsteinn - Oddur - Oddvar - Oddþór - Oktavíanus - Oktavías - Oktavíus - Októ - Október - Októvíus - Ola - Olaf - Olai - Olav - Olavur - Ole - Olgeir - Oliver - Olivert - Olli - Omar - Omel - Orfeus - Ormar - Ormarr - Ormsvíkingur - Ormur - Orri - Orvar - Oswald - Othar - Otkell - Otri - Otti - Ottó - Ottóníus - Otur - Otúel - Ove ## Ó - Óbeð - Óbi - Óðinn - Óður - Ófeigur - Ói - Ólaf - Ólafur - Óli - Ólifer - Óliver - Ólífer - Ólíver - Ómar - Ómi - Ónar - Ónarr - Ónesímus - Óri - Óríon - Óræki - Órækja - Óskar - Ósvald - Ósvaldur - Ósvífur - Óttar - Óttarr ## P - Palli - Pantaleon - Panti - Paolo - Parelis - Parmes - Patrek - Patrekur - Patrick - Patrik - Patti - Paul - Pálínus - Páll - Pálmar - Pálmi - Peder - Pedró - Per - Peter - Petter - Pétur - Philip - Pírati - Pjetur - Plató - Plútó - Pólistator - Preben - Príor ## R - Raben - Rafael - Rafn - Rafnar - Rafnkell - Ragnar - Ragnvald - Ragúel - Raknar - Ram - Ramses - Randver - Rannver - Rasmus - Ray - Ráðgeir - Ráðvarður - Ránar - Rebekk - Refur - Regin - Reginbald - Reginbaldur - Reginn - Reidar - Reifnir - Reimar - Reinald - Reinar - Reinhard - Reinhardt - Reinharður - Reinhart - Reinhold - Reinholdt - Reinholt - Remek - Remigius - Rex - Rey - Reykdal - Reykjalín - Reymar - Reynald - Reynar - Reynarð - Reynir - Reyr - Richard - Richarð - Richarður - Riggarð - Rikard - Rikhard - Rikharð - Rikharður - Rikki - River - Ríkarð - Ríkarður - Ríkhard - Ríkharð - Ríkharður - Rínar - Ríó - Roald - Robert - Roland - Rolf - Rolland - Rollent - Ronald - Rongvuð - Rotgeir - Róar - Róbert - Rói - Rólant - Róman - Rómeó - Rósant - Rósar - Rósberg - Rósbjörn - Rósenberg - Rósenkarr - Rósi - Rósinant - Rósinberg - Rósinbert - Rósinkar - Rósinkrans - Rósinkranz - Rósleifur - Rósmann - Rósmar - Rósmundur - Rudolf - Runeberg - Runi - Runólfur - Rustikus - Rúbar - Rúben - Rúdólf - Rúnar - Rúni - Rúrik - Rútur - Röðull - Röggi - Rögnvald - Rögnvaldur - Rögnvar - Rökkvi - Röskvi ## S - Safír - Sakarias - Sakarías - Sakkeus - Salberg - Salgeir - Sali - Salma - Salmann - Salmar - Salómon - Salvador - Salvadór - Salvar - Sammi - Sammy - Samson - Samúel - Sandel - Sandri - Sandur - Santos - Sasha - Sasi - Saxi - Scott - Sean - Sebastian - Sebastían - Sefrín - Seifur - Seimur - Semingur - September - Septimius - Septimus - Sesar - Sesil - Sesselíus - Severin - Sigarr - Sigberg - Sigbergur - Sigbert - Sigbjartur - Sigbjörn - Sigdór - Sigfastur - Sigfinnur - Sigfred - Sigfreð - Sigfreður - Sigfríð - Sigfús - Siggeir - Siggi - Sighjörtur - Sighvatur - Sigjón - Siglaugur - Sigmann - Sigmar - Sigmund - Sigmundur - Signar - Sigri - Sigríkur - Sigsteinn - Sigtryggur - Sigtýr - Sigur - Sigurbaldur - Sigurberg - Sigurbergur - Sigurbert - Sigurbjarni - Sigurbjartur - Sigurbjörn - Sigurbogi - Sigurbrandur - Sigurd - Sigurdagur - Sigurdór - Sigurdreyr - Sigurdör - Sigurð - Sigurður - Sigurfinnur - Sigurfús - Sigurgarðar - Sigurgarður - Sigurgeir - Sigurgestur - Sigurgissur - Sigurgísli - Sigurgrímur - Sigurgunnar - Sigurhannes - Sigurhans - Sigurhelgi - Sigurhjörtur - Sigurhörður - Siguringi - Sigurjens - Sigurjón - Sigurkarl - Sigurkrans - Sigurlaugur - Sigurlás - Sigurleifur - Sigurliði - Sigurlinni - Sigurlíni - Sigurlínus - Sigurljótur - Sigurlogi - Sigurmagnús - Sigurmann - Sigurmar - Sigurmáni - Sigurmon - Sigurmundi - Sigurmundur - Sigurnýas - Sigurnýás - Sigurnýjas - Siguroddur - Siguróli - Sigurpáll - Sigurrann - Sigurríkur - Sigurrín - Sigurrúnn - Sigursteindór - Sigursteinn - Sigursturla - Sigursveinn - Sigursæll - Sigurtryggvi - Sigurvald - Sigurvaldi - Sigurvaldur - Sigurvarður - Sigurvin - Sigurþór - Sigurörn - Sigvaldi - Sigvard - Sigvarð - Sigvarður - Sigvin - Sigþór - Silli - Sindri - Símon - Sírnir - Sírus - Sívar - Sjafnar - Sjöundi - Skafti - Skapti - Skarphéðinn - Skefill - Skeggi - Skellir - Skíði - Skírnir - Skjöldur - Skorri - Skrýmir - Skröggur - Skuggi - Skúli - Skúmur - Skúta - Skær - Skæringur - Smári - Smiður - Smyrill - Snjóki - Snjólaugur - Snjólfur - Snorri - Snæbjartur - Snæbjörn - Snæhólm - Snælaugur - Snælundur - Snær - Snæringur - Snævar - Snævarr - Snæþór - Soffanías - Soffías - Soffónías - Sonny - Sophanías - Sophus - Soren - Sotti - Sófanías - Sófonías - Sófónías - Sófus - Sófús - Sókrates - Sólar - Sólarr - Sólberg - Sólbergur - Sólbjartur - Sólbjörn - Sólhrafn - Sólimann - Sólmar - Sólmáni - Sólmundur - Sólmyrkvi - Sólon - Sólólfur - Sólsteinn - Sólúlfur - Sólveigur - Sólver - Sólvin - Spakur - Spartakus - Sporði - Spói - Sprettur - Stanley - Stapi - Stari - Starkaður - Starri - Steðji - Stefan - Stefán - Stefnir - Steinar - Steinarr - Steinberg - Steinbergur - Steinbjörn - Steinbogi - Steindór - Steinfinnur - Steingrímur - Steini - Steinkell - Steinleifur - Steinmann - Steinmar - Steinmóður - Steinn - Steinólfur - Steinröður - Steinvarður - Steinþór - Stirnir - Stígur - Stormar - Stormur - Stórólfur - Straumur - Sturla - Sturlaugur - Sturri - Styr - Styrbjörn - Styrkár - Styrmir - Styrr - Sumarliði - Sumarsveinn - Sumarvin - Súddi - Svafar - Svafmundur - Svali - Svalur - Svan - Svanberg - Svanbergur - Svanbjörn - Svanfreð - Svangeir - Svanhild - Svanhólm - Svani - Svanlaugur - Svanmundur - Svanur - Svanþór - Svarthöfði - Svartur - Svavar - Svavmundur - Sváfnir - Sveinar - Sveinberg - Sveinbjartur - Sveinbjörn - Sveinjón - Sveinlaugur - Sveinmar - Sveinn - Sveinungi - Sveinungur - Sveinþór - Sven - Svend - Sverre - Sverrir - Svipdagur - Svipmundur - Svölnir - Svörfuður - Sylveríus - Sýrus - Sæberg - Sæbergur - Sæbjartur - Sæbjörn - Sæfinnur - Sæfús - Sæi - Sælaugur - Sæmann - Sæmar - Sæmi - Sæmundur - Sær - Sævald - Sævaldur - Sævar - Sævarður - Sævarr - Sævin - Sæþór - Sölmundur - Sölvar - Sölver - Sölvi - Sören - Sörli ## T - Tage - Tandri - Tangi - Tanni - Tarfur - Tarón - Teitur - Teodor - Teó - Theadór - Theo - Theobald - Theodor - Theodór - Theofilus - Theó - Theódór - Theódórus - Thiago - Thomas - Thor - Thorberg - Thorgeir - Thorkil - Thorleif - Thorstein - Thorsteinn - Thorvald - Thór - Tili - Tindar - Tindri - Tindur - Tinni - Tistram - Tíberíus - Tíbor - Tími - Tímon - Tímoteus - Tímóteus - Tístran - Tjaldur - Tjörfi - Tjörvi - Tobbi - Tobías - Toddi - Todor - Toggi - Tolli - Tom - Tonni - Tor - Torben - Torfi - Tóbías - Tói - Tóki - Tómas - Tór - Tóti - Trausti - Tristan - Trjámann - Trostan - Trúmann - Tryggvi - Tumas - Tumi - Tunis - Túbal - Tyrfingur - Týli - Týr - Týri ## U - Ubbi - Uggi - Ugluspegill - Ulf - Ullr - Ullur - Ulrich - Ulrik - Ungi - Uni - Unnar - Unnbjörn - Unndór - Unnsteinn - Unnþór - Urðar - Uwe - Uxi ## Ú - Úddi - Úlfar - Úlfgeir - Úlfgrímur - Úlfhéðinn - Úlfkell - Úlfljótur - Úlftýr - Úlfur - Úlrik - Úranus ## V - Vagn - Vakur - Valberg - Valbergur - Valbjörn - Valbrandur - Valdemar - Valdi - Valdimar - Valdór - Valent - Valentín - Valentínus - Valgarð - Valgarður - Valgeir - Valgrímur - Validínus - Valíant - Vallaður - Valmar - Valmundur - Valsteinn - Valter - Valtýr - Valur - Valves - Valþór - Vandill - Varði - Varmar - Varmi - Varnó - Vatnar - Váli - Vápni - Veigar - Veigur - Ver - Vermundur - Verner - Vernharð - Vernharður - Veróna - Vestar - Vestarr - Vestmar - Vetle - Vetur - Veturliði - Vébjörn - Végeir - Vékell - Vélaugur - Vémundur - Vésteinn - Victor - Viðar - Viðjar - Vigant - Vigfús - Viggó - Vigkon - Vignes - Vignir - Vigri - Vigtýr - Vigur - Vikar - Viktor - Vilberg - Vilbergur - Vilbert - Vilbjörn - Vilbogi - Vilbrandur - Vilfreð - Vilgeir - Vilhelm - Vilhjálmur - Vili - Vilinberg - Viljar - Vilji - Villads - Villi - Villiam - Villy - Vilmar - Vilmenhart - Vilmenhordt - Vilmundur - Vin - Vincent - Vindar - Vinfús - Vinjar - Virgar - Virgil - Virgill - Vitalis - Víðar - Víðir - Vífill - Vígberg - Víghvatur - Víglundur - Vígmar - Vígmundur - Vígsteinn - Vígþór - Víkingur - Vítus - Vívat - Vogur - Vopni - Vorm - Vormar - Vormur - Vorsveinn - Vöggur - Völundur - Vörður - Vöttur ## W - Walter - Werner - Wilhelm - Willard - William - Willum - Willy ## X - Xander - Xavier - Xavíer ## Y - Ylfingur - Ylur - Ymir - Ymur - Yngvar - Yngvi - Yngvinn - Yrkill - Yrkir ## Ý - Ýmir - Ýrar ## Z - Zachary - Zakaría - Zakarías - Zar - Zion - Zophanías - Zophonías - Zófónías - Zóphanías - Zóphonías ## Þ - Þangbrandur - Þengill - Þeofilus - Þeódór - Þeófílas - Þeófílus - Þeyr - Þiðrandi - Þiðrik - Þinur - Þjálfi - Þjóðann - Þjóðar - Þjóðbjörn - Þjóðgeir - Þjóðleifur - Þjóðmar - Þjóðólfur - Þjóðrekur - Þjóðvarður - Þjóstar - Þjóstólfur - Þorberg - Þorbergur - Þorbjörn - Þorbrandur - Þorfinnur - Þorgarður - Þorgautur - Þorgeir - Þorgestur - Þorgils - Þorgísl - Þorgnýr - Þorgrímur - Þorkell - Þorketill - Þorlaugur - Þorlákur - Þorleifur - Þorleikur - Þormar - Þormóður - Þormundur - Þorri - Þorsteinn - Þorvaldur - Þorvar - Þorvarður - Þór - Þórar - Þórarinn - Þórálfur - Þórberg - Þórbergur - Þórbjarni - Þórbjörn - Þórdór - Þórðbjörn - Þórður - Þórel - Þórgnýr - Þórgrímur - Þórhaddur - Þórhalli - Þórhallur - Þórhannes - Þórhelgi - Þóri - Þórinn - Þórir - Þórjón - Þórkell - Þórketill - Þórlaugur - Þórleifur - Þórlindur - Þórlín - Þórmann - Þórmar - Þórmundur - Þóroddur - Þórormur - Þórólfur - Þórr - Þórsteinn - Þórylfur - Þórörn - Þrastar - Þráinn - Þrándur - Þróttur - Þrúðmar - Þrúður - Þrútur - Þrymir - Þrymur - Þröstur - Þyrill - Þyrnir ## Æ - Ægedíus - Ægileif - Ægir - Æsir - Ævar - Ævarr ## Ö - Ögmundur - Ögri - Ölnir - Ölver - Ölvir - Öndólfur - Önundur - Örlaugur - Örlygur - Örn - Örnólfur - Örvar - Örvarr - Össur - Öxar - Özur
2.65625
# Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna Eftirfarandi er listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna: ## A - Aage - Aaron - Abel - Abner - Abraham - Absalon - Adam - Addi - Adel - Adil - Adíel - Adolf - Adolph - Adólf - Adrian - Adrían - Adríel - Adser - Aðalberg - Aðalbergur - Aðalbert - Aðalbjörn - Aðalborgar - Aðalbrandur - Aðalbrikt - Aðalgeir - Aðaljón - Aðalmundur - Aðalpétur - Aðalráður - Aðalsteinn - Aðalsveinn - Aðalvíkingur - Aðils - Aðlis - Aðólf - Aggi - Agnar - Agni - Aksel - Alan - Alberg - Albert - Albínus - Aldan - Aldar - Aldur - Alejandro - Alex - Alexander - Alexíus - Alf - Alfinnur - Alfons - Alfred - Alfreð - Algeir - Ali - Allan - Allen - Alli - Almar - Almarr - Alrekur - Alsteinn - Alvar - Alvin - Amil - Amir - Amír - Amon - Amor - Amos - Analíus - Ananías - Anders - Andór - Andrean - Andreas - Andrei - Andres - André - Andrés - Andri - Anes - Anfinn - Angantýr - Angi - Angus - Anilíus - Annalíus - Annar - Annarr - Annas - Annel - Annes - Annilíus - Annmar - Annó - Annþór - Anor - Anteo - Anthony - Anton - Antonio - Antoníus - António - Antóníus - Apollo - Aralíus - Aran - Arelius - Arelíus - Arent - Ares - Ari - Arilíus - Arinbjörn - Arían - Aríel - Aríus - Armand - Armandó - Arnald - Arnaldur - Arnar - Arnberg - Arnbergur - Arnbjörn - Arndór - Arne - Arnes - Arnfinnur - Arnfreyr - Arngarður - Arngeir - Arngils - Arngnýr - Arngrímur - Arnkell - Arnlaugur - Arnleifur - Arnljótur - Arnmóður - Arnmundur - Arnoddur - Arnold - Arnór - Arnsteinn - Arntýr - Arnúlfur - Arnviður - Arnþór - Aron - Arslan - Art - Arthur - Arthúr - Artúr - Arún - Arvið - Arviður - Asael - Asarías - Askalon - Askur - Aspar - Athanasius - Athen - Atlas - Atli - Aubert - Auðar - Auðberg - Auðbergur - Auðbert - Auðbjörn - Auðgeir - Auðgísl - Auðjón - Auðkell - Auðmundur - Auðólfur - Auðun - Auðunn - Auður - August - Augustinus - Austar - Austin - Austmann - Austmar - Austri - Axel - Aþanasíus ## Á - Ágúst - Ágústus - Ágústínus - Áki - Álfar - Álfgeir - Álfgrímur - Álfkell - Álfur - Álfþór - Ámundi - Ámundínus - Án - Árbjartur - Árbjörn - Árelíus - Árgeir - Árgils - Ári - Árilíus - Ármann - Árnborg - Árnes - Árni - Árnibjörn - Árnmar - Árnþór - Ársæll - Ás - Ásar - Ásberg - Ásbergur - Ásbjörn - Ásdór - Ásgautur - Ásgeir - Ásgils - Ásgrímur - Ási - Áskell - Áslaugur - Áslákur - Ásmar - Ásmundur - Ásröður - Áss - Ástberg - Ástbjartur - Ástbjörn - Ástfastur - Ástgeir - Ásti - Ástmann - Ástmar - Ástmundur - Ástráður - Ástríkur - Ástsæll - Ástvald - Ástvaldur - Ástvar - Ástvin - Ástþrúr - Ástþór - Ásvaldur - Ásvarður - Ásólfur - Ásþór ## B - Baddi - Baggi - Baggio - Baldur - Baldvin - Baldwin - Baltasar - Baltazar - Bambi - Bambus - Barði - Barri - Bartolomeus - Bassi - Bastían - Baugur - Baui - Bárður - Beggi - Beinir - Beinteinn - Beitir - Bekan - Bendt - Benedikt - Benidikt - Benjamin - Benjamín - Benni - Benno - Benny - Benoný - Benóní - Benóný - Bent - Benteinn - Bentley - Benvý - Berent - Berg - Bergfinn - Bergfinnur - Berghreinn - Bergjón - Bergkvist - Bergmann - Bergmar - Bergmundur - Bergsteinn - Bergsveinn - Bergur - Bergúlfur - Bergvin - Bergþór - Bernhard - Bernharð - Bernharður - Berni - Bernódus - Bernótus - Bernt - Bersi - Bertel - Berthold - Berti - Bertil - Bertila - Bertram - Bessi - Betúel - Bill - Birgir - Birkir - Birmir - Birningur - Birnir - Birtingur - Birtir - Bíi - Bjargar - Bjargmundur - Bjargsteinn - Bjargvin - Bjargþór - Bjarkan - Bjarkar - Bjarki - Bjarmar - Bjarmi - Bjarnar - Bjarnfinnur - Bjarnfreður - Bjarnfriður - Bjarnharður - Bjarnhéðinn - Bjarni - Bjarnlaugur - Bjarnleifur - Bjarnólfur - Bjarnsteinn - Bjarnvin - Bjarnþór - Bjartman - Bjartmann - Bjartmar - Bjartur - Bjartþór - Bjólan - Bjólfur - Björgmundur - Björgólfur - Björgúlfur - Björgvin - Björn - Björnleifur - Björnólfur - Björnúlfur - Blake - Blansíflúr - Blár - Bliki - Blíður - Blængur - Blær - Blævar - Bo - Boði - Bogi - Bolli - Bond - Borgar - Borgúlfur - Borgþór - Bóas - Bói - Bótólfur - Bragi - Brandr - Brandur - Breki - Bresi - Brestir - Brettingur - Brimar - Brimi - Brimir - Brimþór - Brími - Brímir - Brjánn - Broddi - Bruno - Brúno - Brúnó - Bryngeir - Brynjar - Brynjarr - Brynjólfur - Brynjúlfur - Brynjýlfur - Brynleifur - Brynmar - Brynsteinn - Bryntýr - Brynþór - Bubbi - Buck - Burkni - Búálfur - Búi - Búri - Bylur - Bæring - Bæringur - Bæron - Bæssam - Böðvar - Börkur ## C - Camillus - Carl - Cecil - Celin - Cesar - Charles - Charlie - Chefas - Chris - Christian - Christopher - Claus - Clausinus - Cristiano - Cyrus - Cýrus - Cæsar ## D - Daði - Daðmar - Dagbjartur - Dagfari - Dagfinnur - Daggeir - Dagmann - Dagnýr - Dagóbert - Dagstyggur - Dagur - Dagvin - Dagþór - Dalbert - Dalhoff - Dalí - Dalli - Dalmann - Dalmar - Dalur - Dalvin - Damaskus - Damíen - Damjan - Damon - Dan - Danelíus - Daniel - Danilíus - Danival - Daníel - Daníval - Dante - Daríus - Darri - Davið - Davíð - Deimos - Demas - Demus - Dengsi - Deníel - Dennis - Dexter - Diddi - Diðrik - Diego - Diljar - Ditleif - Ditlev - Dittó - Díar - Díbus - Dímítrí - Dímon - Dínus - Díon - Díómedes - Dísmundur - Doddi - Dofri - Dolli - Dominik - Donald - Dorri - Dómald - Dómaldi - Dómaldur - Dónald - Dónaldur - Dór - Dóri - Dósíþeus - Dósóþeus - Draupnir - Dreki - Drengur - Dreyfus - Drómi - Dufgus - Dufþakur - Dugfús - Dúi - Dúni - Dúnn - Dvalinn - Dylan - Dynþór - Dýri - Dýrmundur - Döggvi ## E - Ebbi - Ebenes - Ebeneser - Ebenezer - Ebenhard - Ebenharð - Eberg - Eberhard - Eberhardt - Eberharð - Eddi - Edgar - Edilon - Edílon - Edor - Edvald - Edvard - Edvarð - Edvin - Edward - Edwin - Eðvald - Eðvar - Eðvard - Eðvarð - Efraím - Eggert - Eggþór - Egidíus - Egill - Eiðar - Eiður - Eikar - Eilert - Eilífur - Einar - Einbjörn - Einir - Einvarður - Einþór - Eir - Eiríkur - Eivin - Ekkó - Ektor - Elberg - Elbert - Eldar - Eldbjartur - Eldgrímur - Eldhamar - Eldjárn - Eldmar - Eldon - Eldór - Eldur - Elenmundur - Elentínus - Eleseus - Elfar - Elfráður - Elias - Elidon - Elimar - Elimundur - Elinbergur - Elinbjörn - Eliníus - Elinór - Elio - Elis - Elí - Elía - Elían - Elías - Elíden - Elíesar - Elíeser - Elífas - Elímar - Elímundur - Elínberg - Elínbergur - Elínes - Elíngunn - Elínmundur - Elínór - Elínus - Elíott - Elís - Elísar - Elísberg - Elíseus - Elívarð - Eljar - Ellert - Elli - Elliðagrímur - Elliði - Elling - Elliott - Ellíot - Ellís - Elmar - Elmer - Elvar - Elvin - Elvis - Emanuel - Emanúel - Embrek - Emerald - Emil - Emilius - Emill - Emir - Emíl - Emír - Emmanúel - Emmi - Engilbert - Engilbjartur - Engilbrikt - Engilhart - Engiljón - Engill - Enok - Eragon - Erasmus - Eric - Erik - Erlar - Erlendur - Erling - Erlingur - Ermenrekur - Erminrekur - Ernest - Ernestó - Ernir - Ernst - Eron - Eros - Erpur - Esajas - Esekíel - Esi - Esjar - Eskil - Eskur - Esmar - Esra - Estefan - Evald - Evan - Evert - Evgenius - Evgeníus - Evin - Evían - Eyberg - Eydór - Eygrímur - Eyjar - Eyjólfur - Eykam - Eylaugur - Eyleifur - Eylert - Eymar - Eymir - Eymundur - Eyríkur - Eysteinn - Eyvar - Eyvindur - Eyþór - Ezra ## É - Éljagrímur - Ésú ## F - Fabían - Fabrisíus - Falgeir - Falur - Fannar - Fannberg - Fanngeir - Fannþór - Fáfnir - Fálki - Felix - Fengur - Fenix - Fenrir - Ferdinand - Ferdínand - Fertram - Feykir - Filip - Filippus - Filpó - Finn - Finnbjörn - Finnbogi - Finngeir - Finni - Finnjón - Finnlaugur - Finnur - Finnvarður - Fífill - Fíus - Fjalar - Fjalarr - Fjarki - Fjólar - Fjólmundur - Fjölnir - Fjölvar - Fjörnir - Flati - Flemming - Flosi - Flóki - Flórent - Flórentínus - Flóres - Flóvent - Folmar - Folmer - Forni - Fornjótur - Foss - Fossmar - Foster - Fox - Fólki - Framar - Frances - Francis - Frank - Franklin - Franklín - Frans - Franz - Fránn - Frár - Frederik - Freybjörn - Freygarður - Freymann - Freymar - Freymóður - Freymundur - Freyr - Freysi - Freysteinn - Freyviður - Freyþór - Friðberg - Friðbergel - Friðbergur - Friðbert - Friðbjartur - Friðbjörn - Friðfinnur - Friðgeir - Friðjón - Friðlaugur - Friðleifur - Friðmann - Friðmar - Friðmundur - Friðrekur - Friðrik - Friðríkur - Friðsemel - Friðsteinn - Friðsveinn - Friður - Friðvin - Friðþjófur - Friðþór - Friedrich - Frits - Fritz - Fríðar - Fríðsteinn - Frímann - Frosti - Frostúlfur - Fróði - Fróðmar - Funi - Fúsi - Fylkir - Fædon ## G - Gabriel - Gabríel - Gaddi - Gael - Galdur - Galti - Gamalíel - Gamli - Gandri - Garðar - Garður - Garibaldi - Garíbaldi - Garpur - Garri - Gaston - Gaui - Gaukur - Gauti - Gautrekur - Gautur - Gautviður - Gáki - Geimar - Geir - Geirarður - Geirfinnur - Geirharður - Geirhjörtur - Geirhvatur - Geiri - Geirlaugur - Geirleifur - Geirmar - Geirmundur - Geirólfur - Geirröður - Geirtryggur - Geirvaldur - Geirþjófur - Geisli - Gellir - Georg - George - Gerald - Gerðar - Gerhard - Geri - Gert - Gestar - Gestmundur - Gestur - Gideon - Gilbert - Gilbrikt - Gill - Gilmar - Gils - Giselerus - Gissur - Gizur - Gídeon - Gígjar - Gígur - Gísli - Gjúki - Gladstone - Glói - Glúmur - Gneisti - Gnúpur - Gnýr - Goði - Goðmundur - Gordon - Gosi - Gottfred - Gottfreð - Gottfrið - Gottlieb - Gottlif - Gottskálk - Gottsveinn - Gottsvin - Góði - Góðmann - Gói - Grani - Grankell - Grámann - Gregor - Greipur - Greppur - Gretar - Grettir - Grétar - Grímar - Grímkell - Grímlaugur - Grímnir - Grímólfur - Grímur - Grímúlfur - Grjótgarður - Guðberg - Guðbergur - Guðbert - Guðbjarni - Guðbjartur - Guðbjörn - Guðbrandur - Guðfinnur - Guðfreður - Guðfriður - Guðgeir - Guðjón - Guðlaugur - Guðleifur - Guðleikur - Guðliði - Guðmann - Guðmar - Guðmon - Guðmundur - Guðni - Guðníus - Guðnýr - Guðráður - Guðrúníus - Guðrúnn - Guðröður - Guðstein - Guðsteinn - Guðsveinn - Guðvaldur - Guðvalínus - Guðvarður - Guðveigur - Guðvin - Guðþór - Gulli - Gumi - Gunnar - Gunnberg - Gunnbjörn - Gunndór - Gunngeir - Gunnhallur - Gunnhvatur - Gunni - Gunnlaugur - Gunnleifur - Gunnólfur - Gunnóli - Gunnröður - Gunnsteinn - Gunnvaldur - Gunnvant - Gunnþór - Gustav - Gutti - Guttormur - Gústaf - Gústav - Gústi - Gylfi - Gyrðir - Gýgjar - Gýmir ## H - Haddi - Haddur - Hafberg - Hafgnýr - Hafgrímur - Hafliði - Hafnar - Hafni - Hafsjór - Hafsteinn - Haftýr - Hafþór - Hagalín - Hagbarð - Hagbarður - Hagbert - Haki - Hakim - Halberg - Hallageir - Hallberg - Hallbergur - Hallbert - Hallbjörn - Halldór - Hallfreð - Hallfreður - Hallgarður - Hallgeir - Hallgils - Hallgrímur - Halli - Hallkell - Hallmann - Hallmar - Hallmundur - Hallsteinn - Hallur - Hallvarður - Hallþór - Hamall - Hamar - Hannes - Hannibal - Hans - Harald - Haraldur - Harboe - Haron - Harpagus - Harri - Harry - Harrý - Hartmann - Hartvig - Hauksteinn - Haukur - Haukvaldur - Hákon - Háleygur - Hálfdan - Hálfdán - Hámundur - Hárekur - Hárlaugur - Háski - Hásteinn - Hávar - Hávarður - Hávarr - Hector - Heiðar - Heiðarr - Heiðberg - Heiðbert - Heiðbjartur - Heiðdal - Heiðimann - Heiðlindur - Heiðmann - Heiðmar - Heiðmarr - Heiðmundur - Heiðrekur - Heiðsteinn - Heiður - Heikir - Heilmóður - Heimir - Hein - Heinrekur - Heinrich - Heinz - Heisi - Hektor - Helgeir - Helgi - Helgimundur - Helgmundur - Hellert - Helmuth - Helmút - Helvitus - Hemingur - Hemmert - Hemming - Hendrich - Hendrik - Hendrix - Henkel - Henning - Henrik - Henry - Henrý - Herberg - Herbergur - Herbert - Herbjörn - Herbrandur - Herfinnur - Hergarð - Hergeir - Hergill - Hergils - Herjólfur - Herkúles - Herlaugur - Herleifur - Herluf - Hermann - Hermanníus - Hermóður - Hermundur - Hernit - Hersir - Hersteinn - Hersveinn - Herúlfur - Hervald - Hervar - Hervarður - Hervin - Héðinn - Hierónýmus - Hilaríus - Hilbert - Hildar - Hildiberg - Hildibergur - Hildibjartur - Hildibrandur - Hildigeir - Hildiglúmur - Hildiguðröður - Hildigunnar - Hildimar - Hildimundur - Hildingur - Hildir - Hildiþór - Hildmann - Hilkér - Hilmar - Hilmir - Himinljómi - Himri - Hinrik - Híram - Hjallkár - Hjalmar - Hjaltalín - Hjalti - Hjarnar - Hjálmar - Hjálmgeir - Hjálmtýr - Hjálmur - Hjálmþór - Hjörleifur - Hjörmundur - Hjörtur - Hjörtþór - Hjörvar - Hleiðar - Hleinar - Hlégestur - Hlénharður - Hlér - Hlinberg - Hlini - Hlíðar - Hlíðberg - Hlífar - Hljómur - Hlújárn - Hlynur - Hlöðmundur - Hlöður - Hlöðvarður - Hlöðver - Hnefill - Hnikar - Hnikarr - Holberg - Holemíus - Holgeir - Holger - Holti - Hólm - Hólmar - Hólmberg - Hólmbert - Hólmfastur - Hólmfreð - Hólmgeir - Hólmgrímur - Hólmjárn - Hólmkell - Hólmsteinn - Hólmtryggur - Hólmþór - Hóseas - Hrafn - Hrafnar - Hrafnbergur - Hrafnkell - Hrafntýr - Hrafnþór - Hrannar - Hrappur - Hraunar - Hreggviður - Hreiðar - Hreiðmar - Hreimur - Hreinn - Hringur - Hrímir - Hrímnir - Hrollaugur - Hrolleifur - Hróaldur - Hróar - Hróbjartur - Hróðgeir - Hróðmar - Hróðólfur - Hróðvar - Hrói - Hrólfur - Hrómundur - Hrútur - Hrærekur - Hubert - Hugberg - Hugbert - Hugglaður - Hugi - Huginn - Hugleikur - Hugmóður - Hugo - Hugó - Huldar - Hunter - Huxley - Húbert - Húgó - Húmi - Húnbjörn - Húnbogi - Húni - Húnn - Húnröður - Hvannar - Hyltir - Hylur - Hymir - Hængur - Hænir - Höður - Högni - Hörður - Höskuldur ## I - Ibsen - Ikkaboð - Ilías - Ilíes - Illíes - Illugi - Immanúel - Indíus - Indriði - Ingberg - Ingbert - Ingebrekt - Ingi - Ingiber - Ingiberg - Ingibergur - Ingibert - Ingibjartur - Ingibjörn - Ingigeir - Ingileifur - Ingimagn - Ingimar - Ingimundur - Ingivaldur - Ingiþór - Ingjaldur - Ingmar - Ingólfur - Ingvaldur - Ingvar - Ingvi - Ingþór - Inuk - Irlaugur - Isak - Ismael - Issa - Issi - Ivan - Ivar ## Í - Ían - Íbe - Ígor - Íkaboð - Íkarus - Ími - Ímir - Írenus - Ísak - Ísar - Ísarr - Ísbjörn - Íseldur - Ísfeld - Ísgeir - Ísidór - Ísleifur - Ísleikur - Ísmael - Ísmar - Ísólfur - Ísrael - Íunnarð - Ívan - Ívar ## J - Jack - Jacob - Jafet - Jagger - Jaki - Jakob - Jakop - James - Jamil - Jan - Jannes - Janus - Janúaríus - Jared - Jarfi - Jarl - Jarpi - Jason - Jasper - Javí - Járngeir - Járngrímur - Játgeir - Játmundur - Játvarður - Jedrosky - Jelídoni - Jenni - Jennþór - Jens - Jeremías - Jes - Jesper - Jess - Jessi - Jim - Job - Jochum - Johan - John - Jokkum - Jonathan - Jones - Jonni - Joseph - José - Joshua - Jóab - Jóakim - Jóann - Jóas - Jóel - Jóhann - Jóhannes - Jói - Jójada - Jómar - Jómundur - Jón - Jónadab - Jónar - Jónas - Jónatan - Jónberg - Jónbjarni - Jónbjörn - Jóndór - Jóngeir - Jónhallur - Jónharður - Jónmar - Jónmundur - Jónsi - Jónsteinn - Jónþór - Jóram - Jórmann - Jórmundur - Jósafat - Jósavin - Jósef - Jósefus - Jósep - Jósi - Jósías - Jóst - Jósteinn - Jósúa - Jóvin - Juel - Julian - Jurin - Justin - Júlí - Júlían - Júlíanus - Júlínus - Júlíus - Júni - Júní - Júníus - Júnus - Júrek - Júst - Jöklar - Jökli - Jökull - Jörfi - Jörgen - Jörin - Jörmundur - Jörn - Jörri - Jörundur - Jörvar - Jörvi - Jötunn ## K - Kaffónas - Kai - Kaín - Kaj - Kakali - Kaktus - Kaldi - Kaleb - Kaleo - Kali - Kalli - Kalman - Kalmann - Kalmar - Kamal - Kamillus - Kamilus - Kani - Kappi - Kaprasíus - Karabaldi - Kareem - Karel - Karfi - Karim - Karkur - Karl - Karlamagnús - Karlemil - Karles - Karli - Karlsberg - Karma - Karsten - Karvel - Kaspar - Kasper - Kaspían - Kasten - Kastian - Kastíel - Kastor - Katarínus - Kató - Katrínus - Kálfar - Kálfur - Kár - Kári - Kefas - Keli - Kenny - Keran - Ketilbjörn - Ketill - Kiddi - Kilían - Kiljan - Kim - Kinan - Kíran - Kjalar - Kjallakur - Kjaran - Kjartan - Kjarval - Kjárr - Kjerúlf - Kjói - Klaki - Klaus - Kláus - Kleifar - Klemens - Klement - Klemenz - Kleófas - Klettur - Klængur - Knud - Knútur - Knörr - Knöttur - Koðran - Koðrán - Koggi - Kolbeinn - Kolbjörn - Kolfinnur - Kolgrímur - Kollgrímur - Kolli - Kolmar - Kolskeggur - Kolur - Kolviður - Konrad - Konráð - Konráður - Konstantín - Konstantínus - Kormákur - Kornelíus - Korri - Kort - Kópur - Kórekur - Kraki - Krákur - Kris - Kristall - Kristan - Kristberg - Kristbergur - Kristbjarni - Kristbjörn - Kristbrandur - Kristdór - Kristens - Krister - Kristfinnur - Kristgeir - Kristian - Kristinn - Kristíníus - Kristínus - Kristján - Kristjón - Kristlaugur - Kristleifur - Kristmann - Kristmar - Kristmundur - Kristofer - Kristó - Kristóbert - Kristófer - Kristóníus - Kristrúnus - Kristvaldur - Kristvarður - Kristvin - Kristþór - Krummi - Kubbur - Kuggi - Kusi - Kvasir - Kveldúlfur ## L - Lafrans - Lafranz - Laki - Lambert - Lambi - Landbjartur - Lars - Laufar - Laugi - Lauritz - Lazarus - Láki - Lár - Lárensíus - Lárent - Lárentíus - Lárentsínus - Lárenz - Lárenzíus - Lárus - Lee - Leiðólfur - Leif - Leifr - Leifur - Leiknir - Lenhard - Lennon - Leo - Leon - Leonard - Leonardo - Leonardó - Leonel - Leonhard - Leonharður - Leopold - Leó - Leóharður - Leónard - Leónardó - Leónharður - Leópold - Leví - Levý - Lénharður - Lér - Liam - Liforíus - Liljan - Liljar - Liljus - Lindar - Lindberg - Lindi - Lingþór - Link - Linnar - Linnet - Linnæus - Litríkur - Livius - Líam - Líbertín - Lífgjarn - Líkafrón - Línberg - Líni - Líonel - Líó - Líus - Ljóni - Ljósálfur - Ljótur - Ljúfur - Loðinn - Loðmundur - Loðvík - Loftur - Logar - Logi - Loki - Lorens - Lorentz - Lorenz - Louis - Lói - Lóni - Lórens - Lórenz - Lótus - Luca - Lucas - Ludvig - Luka - Lundberg - Lundi - Lúðvíg - Lúðvík - Lúgó - Lúis - Lúkas - Lúsifer - Lúter - Lúther - Lydo - Lyngar - Lyngþór - Lýður - Lýsimundur - Lýtingur ## M - Mads - Maggi - Magnfreð - Magngeir - Magni - Magnús - Magnþór - Majas - Makan - Malaleel - Malcolm - Malfinnur - Malfred - Malmfreð - Manasses - Manfred - Manfreð - Manilíus - Manuel - Manúel - Mar - Marbjörn - Marcus - Marel - Marelíus - Margeir - Margrímur - Mari - Marijón - Marino - Marinó - Maris - Maríanus - Marías - Marínó - Maríon - Marís - Maríus - Marjas - Marjón - Mark - Markó - Markús - Markþór - Marley - Marlon - Maron - Marri - Mars - Marselíus - Marsellíus - Marsilíus - Marsíus - Marsveinn - Marteinn - Martel - Marten - Marthen - Martin - Martinius - Martz - Marvin - Marz - Marzellíus - Marzilíus - Marþór - Matador - Mateo - Mateó - Matheo - Matheó - Mathías - Mats - Matteó - Mattheó - Matthías - Matti - Mattías - Mauritz - Max - Maximíli - Maximus - Málfreð - Málgeir - Máni - Már - Mári - Márus - Meinert - Mekkinó - Melankton - Melkíor - Melkjör - Melkormur - Melkólmur - Melrakki - Mensalder - Merkúr - Merlin - Methúsalem - Metúsalem - Meyland - Meyvant - Michael - Miðrik - Miguel - Mikael - Mikill - Mikjáll - Mikkael - Mikkel - Mikki - Milan - Mildinberg - Milli - Milo - Mindelberg - Mio - Miró - Mías - Mílan - Míló - Mímir - Míó - Mír - Mjöllnir - Mjölnir - Moli - Mordekaí - Morgan - Moritz - Morri - Mortan - Morten - Mosi - Movel - Móberg - Móði - Mói - Móri - Mórits - Móritz - Móses - Muggi - Muggur - Mummi - Muni - Muninn - Múli - Múr - Myrkár - Myrktýr - Myrkvar - Myrkvi - Mýrkjartan - Mörður ## N - Nansen - Napóleon - Narfi - Natan - Natanael - Nataníel - Nathan - Nathanael - Nathaníel - Náttfari - Nátthrafn - Náttmörður - Náttúlfur - Nefel - Nehemíe - Neisti - Nenni - Neó - Neptúnus - Neró - Nicolai - Nicolaj - Nicolas - Nieljohníus - Niels - Nikanor - Nikolai - Nikolaj - Nikolas - Nikódemus - Nikulás - Niljohnius - Nils - Ninni - Nisbel - Níeljohníus - Níels - Níls - Njáll - Njörður - Noah - Noel - Nonni - Norbert - Nordenskjöld - Norðmann - Normann - Nóam - Nóel - Nói - Nólan - Nóni - Nóri - Nóvember - Nurmann - Númi - Núpan - Núpur - Núri - Nýjón - Nýmundur - Nývarð - Nævel - Nökkvi ## O - Octavius - Oddberg - Oddbergur - Oddbjörn - Oddfinnur - Oddfreður - Oddfreyr - Oddgeir - Oddgnýr - Oddi - Oddkell - Oddleifur - Oddmar - Oddmundur - Oddnýr - Oddsteinn - Oddur - Oddvar - Oddþór - Oktavíanus - Oktavías - Oktavíus - Októ - Október - Októvíus - Ola - Olaf - Olai - Olav - Olavur - Ole - Olgeir - Oliver - Olivert - Olli - Omar - Omel - Orfeus - Ormar - Ormarr - Ormsvíkingur - Ormur - Orri - Orvar - Oswald - Othar - Otkell - Otri - Otti - Ottó - Ottóníus - Otur - Otúel - Ove ## Ó - Óbeð - Óbi - Óðinn - Óður - Ófeigur - Ói - Ólaf - Ólafur - Óli - Ólifer - Óliver - Ólífer - Ólíver - Ómar - Ómi - Ónar - Ónarr - Ónesímus - Óri - Óríon - Óræki - Órækja - Óskar - Ósvald - Ósvaldur - Ósvífur - Óttar - Óttarr ## P - Palli - Pantaleon - Panti - Paolo - Parelis - Parmes - Patrek - Patrekur - Patrick - Patrik - Patti - Paul - Pálínus - Páll - Pálmar - Pálmi - Peder - Pedró - Per - Peter - Petter - Pétur - Philip - Pírati - Pjetur - Plató - Plútó - Pólistator - Preben - Príor ## R - Raben - Rafael - Rafn - Rafnar - Rafnkell - Ragnar - Ragnvald - Ragúel - Raknar - Ram - Ramses - Randver - Rannver - Rasmus - Ray - Ráðgeir - Ráðvarður - Ránar - Rebekk - Refur - Regin - Reginbald - Reginbaldur - Reginn - Reidar - Reifnir - Reimar - Reinald - Reinar - Reinhard - Reinhardt - Reinharður - Reinhart - Reinhold - Reinholdt - Reinholt - Remek - Remigius - Rex - Rey - Reykdal - Reykjalín - Reymar - Reynald - Reynar - Reynarð - Reynir - Reyr - Richard - Richarð - Richarður - Riggarð - Rikard - Rikhard - Rikharð - Rikharður - Rikki - River - Ríkarð - Ríkarður - Ríkhard - Ríkharð - Ríkharður - Rínar - Ríó - Roald - Robert - Roland - Rolf - Rolland - Rollent - Ronald - Rongvuð - Rotgeir - Róar - Róbert - Rói - Rólant - Róman - Rómeó - Rósant - Rósar - Rósberg - Rósbjörn - Rósenberg - Rósenkarr - Rósi - Rósinant - Rósinberg - Rósinbert - Rósinkar - Rósinkrans - Rósinkranz - Rósleifur - Rósmann - Rósmar - Rósmundur - Rudolf - Runeberg - Runi - Runólfur - Rustikus - Rúbar - Rúben - Rúdólf - Rúnar - Rúni - Rúrik - Rútur - Röðull - Röggi - Rögnvald - Rögnvaldur - Rögnvar - Rökkvi - Röskvi ## S - Safír - Sakarias - Sakarías - Sakkeus - Salberg - Salgeir - Sali - Salma - Salmann - Salmar - Salómon - Salvador - Salvadór - Salvar - Sammi - Sammy - Samson - Samúel - Sandel - Sandri - Sandur - Santos - Sasha - Sasi - Saxi - Scott - Sean - Sebastian - Sebastían - Sefrín - Seifur - Seimur - Semingur - September - Septimius - Septimus - Sesar - Sesil - Sesselíus - Severin - Sigarr - Sigberg - Sigbergur - Sigbert - Sigbjartur - Sigbjörn - Sigdór - Sigfastur - Sigfinnur - Sigfred - Sigfreð - Sigfreður - Sigfríð - Sigfús - Siggeir - Siggi - Sighjörtur - Sighvatur - Sigjón - Siglaugur - Sigmann - Sigmar - Sigmund - Sigmundur - Signar - Sigri - Sigríkur - Sigsteinn - Sigtryggur - Sigtýr - Sigur - Sigurbaldur - Sigurberg - Sigurbergur - Sigurbert - Sigurbjarni - Sigurbjartur - Sigurbjörn - Sigurbogi - Sigurbrandur - Sigurd - Sigurdagur - Sigurdór - Sigurdreyr - Sigurdör - Sigurð - Sigurður - Sigurfinnur - Sigurfús - Sigurgarðar - Sigurgarður - Sigurgeir - Sigurgestur - Sigurgissur - Sigurgísli - Sigurgrímur - Sigurgunnar - Sigurhannes - Sigurhans - Sigurhelgi - Sigurhjörtur - Sigurhörður - Siguringi - Sigurjens - Sigurjón - Sigurkarl - Sigurkrans - Sigurlaugur - Sigurlás - Sigurleifur - Sigurliði - Sigurlinni - Sigurlíni - Sigurlínus - Sigurljótur - Sigurlogi - Sigurmagnús - Sigurmann - Sigurmar - Sigurmáni - Sigurmon - Sigurmundi - Sigurmundur - Sigurnýas - Sigurnýás - Sigurnýjas - Siguroddur - Siguróli - Sigurpáll - Sigurrann - Sigurríkur - Sigurrín - Sigurrúnn - Sigursteindór - Sigursteinn - Sigursturla - Sigursveinn - Sigursæll - Sigurtryggvi - Sigurvald - Sigurvaldi - Sigurvaldur - Sigurvarður - Sigurvin - Sigurþór - Sigurörn - Sigvaldi - Sigvard - Sigvarð - Sigvarður - Sigvin - Sigþór - Silli - Sindri - Símon - Sírnir - Sírus - Sívar - Sjafnar - Sjöundi - Skafti - Skapti - Skarphéðinn - Skefill - Skeggi - Skellir - Skíði - Skírnir - Skjöldur - Skorri - Skrýmir - Skröggur - Skuggi - Skúli - Skúmur - Skúta - Skær - Skæringur - Smári - Smiður - Smyrill - Snjóki - Snjólaugur - Snjólfur - Snorri - Snæbjartur - Snæbjörn - Snæhólm - Snælaugur - Snælundur - Snær - Snæringur - Snævar - Snævarr - Snæþór - Soffanías - Soffías - Soffónías - Sonny - Sophanías - Sophus - Soren - Sotti - Sófanías - Sófonías - Sófónías - Sófus - Sófús - Sókrates - Sólar - Sólarr - Sólberg - Sólbergur - Sólbjartur - Sólbjörn - Sólhrafn - Sólimann - Sólmar - Sólmáni - Sólmundur - Sólmyrkvi - Sólon - Sólólfur - Sólsteinn - Sólúlfur - Sólveigur - Sólver - Sólvin - Spakur - Spartakus - Sporði - Spói - Sprettur - Stanley - Stapi - Stari - Starkaður - Starri - Steðji - Stefan - Stefán - Stefnir - Steinar - Steinarr - Steinberg - Steinbergur - Steinbjörn - Steinbogi - Steindór - Steinfinnur - Steingrímur - Steini - Steinkell - Steinleifur - Steinmann - Steinmar - Steinmóður - Steinn - Steinólfur - Steinröður - Steinvarður - Steinþór - Stirnir - Stígur - Stormar - Stormur - Stórólfur - Straumur - Sturla - Sturlaugur - Sturri - Styr - Styrbjörn - Styrkár - Styrmir - Styrr - Sumarliði - Sumarsveinn - Sumarvin - Súddi - Svafar - Svafmundur - Svali - Svalur - Svan - Svanberg - Svanbergur - Svanbjörn - Svanfreð - Svangeir - Svanhild - Svanhólm - Svani - Svanlaugur - Svanmundur - Svanur - Svanþór - Svarthöfði - Svartur - Svavar - Svavmundur - Sváfnir - Sveinar - Sveinberg - Sveinbjartur - Sveinbjörn - Sveinjón - Sveinlaugur - Sveinmar - Sveinn - Sveinungi - Sveinungur - Sveinþór - Sven - Svend - Sverre - Sverrir - Svipdagur - Svipmundur - Svölnir - Svörfuður - Sylveríus - Sýrus - Sæberg - Sæbergur - Sæbjartur - Sæbjörn - Sæfinnur - Sæfús - Sæi - Sælaugur - Sæmann - Sæmar - Sæmi - Sæmundur - Sær - Sævald - Sævaldur - Sævar - Sævarður - Sævarr - Sævin - Sæþór - Sölmundur - Sölvar - Sölver - Sölvi - Sören - Sörli ## T - Tage - Tandri - Tangi - Tanni - Tarfur - Tarón - Teitur - Teodor - Teó - Theadór - Theo - Theobald - Theodor - Theodór - Theofilus - Theó - Theódór - Theódórus - Thiago - Thomas - Thor - Thorberg - Thorgeir - Thorkil - Thorleif - Thorstein - Thorsteinn - Thorvald - Thór - Tili - Tindar - Tindri - Tindur - Tinni - Tistram - Tíberíus - Tíbor - Tími - Tímon - Tímoteus - Tímóteus - Tístran - Tjaldur - Tjörfi - Tjörvi - Tobbi - Tobías - Toddi - Todor - Toggi - Tolli - Tom - Tonni - Tor - Torben - Torfi - Tóbías - Tói - Tóki - Tómas - Tór - Tóti - Trausti - Tristan - Trjámann - Trostan - Trúmann - Tryggvi - Tumas - Tumi - Tunis - Túbal - Tyrfingur - Týli - Týr - Týri ## U - Ubbi - Uggi - Ugluspegill - Ulf - Ullr - Ullur - Ulrich - Ulrik - Ungi - Uni - Unnar - Unnbjörn - Unndór - Unnsteinn - Unnþór - Urðar - Uwe - Uxi ## Ú - Úddi - Úlfar - Úlfgeir - Úlfgrímur - Úlfhéðinn - Úlfkell - Úlfljótur - Úlftýr - Úlfur - Úlrik - Úranus ## V - Vagn - Vakur - Valberg - Valbergur - Valbjörn - Valbrandur - Valdemar - Valdi - Valdimar - Valdór - Valent - Valentín - Valentínus - Valgarð - Valgarður - Valgeir - Valgrímur - Validínus - Valíant - Vallaður - Valmar - Valmundur - Valsteinn - Valter - Valtýr - Valur - Valves - Valþór - Vandill - Varði - Varmar - Varmi - Varnó - Vatnar - Váli - Vápni - Veigar - Veigur - Ver - Vermundur - Verner - Vernharð - Vernharður - Veróna - Vestar - Vestarr - Vestmar - Vetle - Vetur - Veturliði - Vébjörn - Végeir - Vékell - Vélaugur - Vémundur - Vésteinn - Victor - Viðar - Viðjar - Vigant - Vigfús - Viggó - Vigkon - Vignes - Vignir - Vigri - Vigtýr - Vigur - Vikar - Viktor - Vilberg - Vilbergur - Vilbert - Vilbjörn - Vilbogi - Vilbrandur - Vilfreð - Vilgeir - Vilhelm - Vilhjálmur - Vili - Vilinberg - Viljar - Vilji - Villads - Villi - Villiam - Villy - Vilmar - Vilmenhart - Vilmenhordt - Vilmundur - Vin - Vincent - Vindar - Vinfús - Vinjar - Virgar - Virgil - Virgill - Vitalis - Víðar - Víðir - Vífill - Vígberg - Víghvatur - Víglundur - Vígmar - Vígmundur - Vígsteinn - Vígþór - Víkingur - Vítus - Vívat - Vogur - Vopni - Vorm - Vormar - Vormur - Vorsveinn - Vöggur - Völundur - Vörður - Vöttur ## W - Walter - Werner - Wilhelm - Willard - William - Willum - Willy ## X - Xander - Xavier - Xavíer ## Y - Ylfingur - Ylur - Ymir - Ymur - Yngvar - Yngvi - Yngvinn - Yrkill - Yrkir ## Ý - Ýmir - Ýrar ## Z - Zachary - Zakaría - Zakarías - Zar - Zion - Zophanías - Zophonías - Zófónías - Zóphanías - Zóphonías ## Þ - Þangbrandur - Þengill - Þeofilus - Þeódór - Þeófílas - Þeófílus - Þeyr - Þiðrandi - Þiðrik - Þinur - Þjálfi - Þjóðann - Þjóðar - Þjóðbjörn - Þjóðgeir - Þjóðleifur - Þjóðmar - Þjóðólfur - Þjóðrekur - Þjóðvarður - Þjóstar - Þjóstólfur - Þorberg - Þorbergur - Þorbjörn - Þorbrandur - Þorfinnur - Þorgarður - Þorgautur - Þorgeir - Þorgestur - Þorgils - Þorgísl - Þorgnýr - Þorgrímur - Þorkell - Þorketill - Þorlaugur - Þorlákur - Þorleifur - Þorleikur - Þormar - Þormóður - Þormundur - Þorri - Þorsteinn - Þorvaldur - Þorvar - Þorvarður - Þór - Þórar - Þórarinn - Þórálfur - Þórberg - Þórbergur - Þórbjarni - Þórbjörn - Þórdór - Þórðbjörn - Þórður - Þórel - Þórgnýr - Þórgrímur - Þórhaddur - Þórhalli - Þórhallur - Þórhannes - Þórhelgi - Þóri - Þórinn - Þórir - Þórjón - Þórkell - Þórketill - Þórlaugur - Þórleifur - Þórlindur - Þórlín - Þórmann - Þórmar - Þórmundur - Þóroddur - Þórormur - Þórólfur - Þórr - Þórsteinn - Þórylfur - Þórörn - Þrastar - Þráinn - Þrándur - Þróttur - Þrúðmar - Þrúður - Þrútur - Þrymir - Þrymur - Þröstur - Þyrill - Þyrnir ## Æ - Ægedíus - Ægileif - Ægir - Æsir - Ævar - Ævarr ## Ö - Ögmundur - Ögri - Ölnir - Ölver - Ölvir - Öndólfur - Önundur - Örlaugur - Örlygur - Örn - Örnólfur - Örvar - Örvarr - Össur - Öxar - Özur
2.6875
# Skuldabréf Skuldabréf er skrifleg yfirlýsing þar sem útgefandi viðurkennir einhliða og skilyrðislaust skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og vaxta, sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir. Skuldabréf eru skuldbinding til endurgreiðslu höfuðstóls ásamt ákveðnum vöxtum á tilgreindum tíma. ## Fræðilegur inngangur ### Hugtök Skuldabréf hefur ákveðið nafnvirði, til dæmis 100.000 krónur. Útgefandi skuldabréfsins skuldbindur sig til að greiða nafnvirði bréfsins á gjalddaga til handahafa. Markaðsvirði skuldabréfsins eða sölugengi getur verið lægra en nafnvirði, þá er sagt að bréfið sé selt með afföllum. Ef markaðsvirði bréfsins er hærra en nafnvirði er sagt að bréfið sé selt á yfirverði. Skuldabréf bera gjarnan vexti og eru þeir kallaðir nafnvextir (vextir af nafnvirði bréfsins). Tíðni vaxtagreiðslna eða fjöldi afborgana er mismunandi eftir tegundum skuldabréfa. Nafnvextir geta verið fastir út samningstímann eða breytilegir. ### Einfalt líkan til skýringar Til einföldunar má ímynda sér skuldabréf að nafnvirði F sem kemur til greiðslu á gjalddaga T. Við ímyndum okkur að tíminn líði í heilum árum og að klukkan 0 sé núna og klukkan 1 sé eftir ár en við útreikning vaxta er oftast gert ráð fyrir strjálum tíma þar sem tíminn líður í heilum dögum, mánuðum eða árum . Við gerum ráð fyrir að engir vextir séu greiddir fram að eða á gjalddaga, slík bréf eru kölluð núllvaxtaskuldabréf. Til að einhver ábati sé fyrir kaupanda slíkra bréfa kaupir hann þau með afföllum, það er að segja fyrir fjárhæð sem er lægri en nafnvirði bréfsins. Segjum að gjalddaginn sé eftir ár (T = 1), kaupandinn vilji 12% ársávöxtun og nafnvirði bréfsins séu 100 einingar, þá má reikna núvirði skuldabréfsins sem {\textstyle V(0)=F(1+r)^{-1}=100(1+0.12)^{-1}\approx 89.29}. Ef kaupandinn gerir kröfu um meiri ávöxtun en almennt gerist á markaði býður hann minna fyrir skuldabréfið, við segjum að markaðsverð eða sölugengi skuldabréfanna ráðist af ávöxtunarkröfu. Almennt þarf að huga að fleiru, því skuldabréf bera yfirleitt vexti og skuldabréf ganga kaupum og sölum á öðrum dögum en gjalddaga þess. ### Skuldabréf með vöxtum Við notum sama dæmi og að ofan, nema nú ber skuldabréfið 10% árlega nafnvexti og gjalddagi þess er eftir tvö ár. Á fyrsta vaxtagjalddaga fáum við þá 10 einingar greiddar í vexti (C) og á öðrum vaxtagjalddaga fáum við greiddar 10 einingar í vexti og 100 einingar höfuðstólsins. Við reiknum þá núvirði bréfsins miðað við 12% ársávöxtun með sambærilegum hætti:{\displaystyle V(0)=C(1+r)^{-1}+(F+C)(1+r)^{-2}=10(1+0.12)^{-1}+110(1+0.12)^{-2}\approx 96,91}Til samanburðar getum við skoðað núllvaxtabréf með gjalddaga eftir tvö ár með sömu forsendum:{\displaystyle V(0)=F(1+r)^{-2}=100(1+0.12)^{-2}\approx 79,72}Það er að segja, bréf sem ber enga vexti hefur lægra núvirði en bréf sem ber vexti. Almennt gildir um tvö skuldabréf sem hafa sama nafnvirði og gjalddaga að það bréfið sem ber hærri nafnvexti hefur hærra núvirði. Við getum líka tekið eftir eftirfarandi um skuldabréf sem hefur engan gjalddaga (eilífðarskuldabréf), þá er núvirði bréfsins nafnvextir deilt með vöxtunum:{\displaystyle V(0)=\sum _{n=1}^{\infty }C(1+r)^{-n}=C\sum _{n=1}^{\infty }{\frac {1}{(1+r)^{n}}}={\frac {C}{r}}}Ef að nafnvextirnir eru jafnir ávöxtunarkröfunni (þ.e. C = F * r) þá er núvirði bréfsins nákvæmlega nafnvirðið. En á raunverulegum markað breytist ávöxtunarkrafa til dæmis vegna verðbólgu og þetta einfalda líkan gerir ekki ráð fyrir að skuldabréfið sé innkallað, hafi valréttarákvæði eða til dæmis greiðslufalli eða gjaldþroti útgefandans. ### Samfelldir vextir Skuldabréf að nafnvirði 100 einingar sem hefur fasta 10% vexti á ári með gjalddaga eftir 5 ár skilar kaupandanum jöfnum greiðslum upp á 10 einingar árlega þangað til á síðasta gjalddaga þegar hann fær einnig greiddan höfuðstólinn til baka. Miðað við 12% árlega samfellda vexti (r) er núvirði reiknað: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+10e^{-4r}+110e^{-5r}\approxeq 90,27}Eftir fyrsta vaxtagjalddaga myndum við reikna: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+110e^{-4r}\approxeq 91,78} Til samanburðar við dæmi um reglubundna vexti að ofan reiknum við: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+110e^{-2r}=95,40} Núvirði skuldabréfs reiknað með samfelldum vöxtum er lægra en þegar reiknað er með reglubundnum vöxtum. Þetta er afleiðing af því að ávöxtun er meiri því oftar sem vextir eru reiknaðir og leggjast við höfuðstólinn, jafnan fyrir samfellda vexti er markgildi jöfnunar fyrir reglubundna vexti þegar tíðnin stefnir á óendanleikann. Fræðileg líkön gera almennt ráð fyrir samfelldum tíma og samfelldum vöxtum eins og til að mynda í Black-Scholes formúlunni. ## Saga Á 12. öld gerði ítalska borgríkið Genúa samninga við erlenda lánadrottna um lán gegn tekjum af tollum í sveitafélaginu Rivarolo og borgríkið Feneyjar gerði lánasamninga við eignamikla íbúa um tekjur af Rialto-markaðnum til ellefu ára gegn láni á 270 kílóum silfurs hver. Til að fjármagna stríðsrekstur gegn Býsansveldinu 1176 voru íbúar Feneyja skyldugir til að lána borgríkinu fé gegn 5% vöxtum þar til höfuðstóllinn var endurgreiddur. Þessi skyldulán eða prestanze voru því eiginleg stríðskuldabréf eða mætti túlka sem nokkurs konar skatt. Þessir samningar (ekki eiginleg handhafaskuldabréf) gengu í erfðir og voru notaðir í viðskiptum eins og gjaldmiðill. Á þrettándu og fjórtándu öld urðu til fleiri tegundir slíkra skuldabréfa, oft til að fjármagna stríðsrekstur milli borgríkjanna sjálfra sem þurftu að greiða málaliðum (condottieri) laun. Borgríkin gáfu út ný skuldabréf til að endurfjármagna eldri skuldabréfaútgáfu, fjármálakreppa vegna skuldsetningar og óeirðir vegna okurs áttu sér stað. Almennt var kostnaður lántöku borgríkja Ítalíu í gegnum skuldabréf hóflegur miðað við þann kostnað sem konungsríki Evrópu þurftu almennt að bera. Með því að sækja fjármagn til íbúa sinna með þessum hætti má líka ætla að hvati hafi verið fyrir íbúana til að bera hag borgríkisins fyrir brjósti, með þessum hætti var Medici-ættin bundin ríki Flórens bæði sem stjórnendur þess og stærstu eigendur opinberra skulda. Þessi tengsl gerðu skuldabréf ítalskra borgríkja að vænlegri fjárfestingakosti en til dæmis ríkisskuldabréf útgefin af einvaldi sem gæti kosið eftir hentugleika að virða ekki skuldbindingar. Þannig var til dæmis Spænska krúnan reglulega í vanskilum við lánveitendur sína, en Spán átti í fjármálaerfiðleikum meðal annars vegan uppreisnar í norðurhluta Niðurlanda. Á sama tíma tókst Hollenska lýðveldinu að fjármagna sig vel með skuldagerningum af ýmsu tagi, en vegna hugmynda kirkjumanna um okur var algengara að menn lánuðu lýðveldinu gegn lífeyrisgreiðslum (lijfrenten) en líka með svokölluðum happdrættislánum þar sem menn lánuðu fé til ákveðinn tíma gegn ákveðnum líkum á stórum vinning. Hollenska Austur-Indíafélagið, fyrsta alþjóðlega hlutafélagið, gaf út skuldabréf til þess að fjármagna sig í stað þess að gefa út og selja fleiri hlutabréf, meðal annars til þess að friðþægja eigendur sem vildu ekki þynna hlut sinn eða minnka atkvæðavægi sitt. Þetta er fyrsta dæmið um fyrirtækjaskuldabréf og þykir merkilegt sökum þess og að öflugur eftirmarkaður með þessi bréf myndaðist. Þegar Óraníufurstinn Vilhjálmur varð konungur Englands í kjölfar Dýrlegu byltingarinnar fluttust margar af þeim fjármálahugmyndum sem höfðu þróast í Hollandi til Bretlands. Útgáfa breska ríkisins á eilífðarskuldabréfum (e. British consol) er talin ein sú best heppnaðasta, skuldabréfin báru fasta vexti og höfðu engan gjalddaga. Þau voru gefin út á árunum 1751–1923 og það síðasta ekki innleyst fyrr en 2015. ## Ríkisskuldabréf Sjá einnig grein: ríkisskuldabréf og verðbréf Ríkisskuldabréf gefur ríki út til að fjármagna rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja „geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók o.s.frv. ## Helstu tegundir skuldabréfa Ýmsar tegundir skuldabréfa eru til sem kveða á um mismunandi lánstíma og vaxtastig. ### Víxlar Eru skammtímalán, ætluð til skemmri tíma en eins árs. Víxlar eru að jafnaði óverðtryggðir og algengt er að þeir séu til eins eða fárra manaða í senn. Vextir á víxlum eru greiddir í upphafi lánstímans vegna svokallaðra forvaxta, sem víxlar bera. Sú vaxtagreiðsla dregst frá upphaflegum höfuðstól og fær lánþeginn mismuninn. Miðað við 10% forvexti á 90 daga víxli, sem nemur 100.000 kr. yrði kaupverð hans 97.645 kr. ### Skuldabréf með vaxtamiðum Algengustu skuldabréfin í heiminum eru skuldabréf með vaxtamiðum. Vextir þeirra eru greiddir reglulega út lánstímann. Á síðasta vaxtagjalddaga er upphaflega lánsfjárhæð að auki greidd. ### Eingreiðslubréf Eru stundum nefnd kúlulán, greiðast að fullu í lok lánstímans með uppgreiðslu höfuðstóls og vaxta auk vaxtavaxta. Vaxtavextir greiðast af vöxtum, sem hafa lagst við höfuðstól. ### Spariskírteini ríkissjóðs Spariskírteini ríkissjóðs eru dæmi um eingreiðslubréf, sem eru algengustu skuldabréfin á Íslandi. ### Skuldabréf með jöfnum afborgunum Skuldabréf með jöfnum afborgunum eru greidd til baka með jöfnum greiðslum af upphaflegum höfuðstól. Vaxtagreiðslur á þannig skuldabréfi eru hæstar í upphafi endurgreiðslutímabilsins en lækka síðan samhliða lækkandi höfuðstól. Afborganir af þessum skuldabréfum geta bæði verið með reglulegu og óreglulegu tímabili. ### Jafngreiðslubréf Jafngreiðslubréf með reglulegum afborgunum dreifa afborgunum höfuðstóls og vaxta jafnt út lánstímann. Í fyrstu eru vaxtagreiðslur hátt hlutfall endurgreiðslu af slíku bréfi en greiðsla af höfuðstól er lág. Hlutfall höfuðstóls í endurgreiðslu eykst þegar líður á lánstímann og vaxtahlutfall lækkar. Lán Byggingarsjóðs ríkisins eru dæmi um jafngreiðslubréf. ### Víkjandi skuldabréf Víkjandi skuldabréf víkja þegar aðrar kröfur eru gerðar á útgefandann. Endurgreiðsla skuldabréfanna er oftast í formi eingreiðslu, en einnig með öðrum aðferðum. Slíkar skuldir flokkast með eigin fé en ekki skuldum, þegar þær eru færðar í efnahagsreikning fyrirtækja. ### Fasteignatryggð skuldabréf Fasteignatryggð skuldabréf eru tryggð með veði í fasteign. Nái útgefandinn ekki að greiða skuldina á réttum tíma getur eigandi skuldabréfsinsins gengið að fasteignaveðinu og er fasteignin þá selda á uppboði. Andvirðið gengur síðan upp í skuldina. Margar leiðir eru færar til þess að greiða fasteignatryggð skuldabréf. ### Skuldabréf með breytilegum vöxtum Skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa breytilega vexti sem taka mið af ákveðnum viðmiðum, meðalvexti Seðlabanka Íslands ofl. Eigandi skuldabréfsins getur því átt von á að vaxtagreiðslur geti breyst á milli gjalddaga. Flest skuldabréfalán einstaklinga bera breytilega vexti og eru oftast ekki fáanleg á almennum skuldabréfamarkaði. ### Breytanleg skuldabréf Breytanleg skuldabréf eru gefin út af hlutafélögum og þeim má breyta í hlutabréf á ákveðnu gengi. Það gengi er í mörgum tilvikum nokkuð hærra en gengi hlutabréfs við útgáfu skuldabréfsins. Vextir venjulegra skuldabréfa eru aftur á móti oft hærri en vextir breytilegra skuldabréfa. Ef markaðsverð hlutabréfa viðkomandi fyrirtækis hækkar umfram viðmiðunarverð, samkvæmt skilmálum skuldabréfsins, getur eigandi skuldabréfsins ákveðið að breyta því í hlutabréf eða valið að eiga skuldabréfið áfram til gjalddaga. Eigandi skuldabréfsins fengi þannig hlutabréf á lægra verði en á markaðsvirði, kysi hann svo, og getur innleyst gengishagnað strax, selji hann hlutabréfin í kjölfarið. ### Innkallanleg skuldabréf Slík bréf er hægt að innkalla fyrir endanlega gjalddaga þess. Eigandi bréfsins hefur einnig rétt til þess að krefja skuldarann um greiðslu áður en að endanlegum gjalddaga kemur. Innlausn eða innköllun er heimil einu sinni á ári á ákveðinni dagsetningu. Nokkrir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru dæmi um slíkt. ### Verðtryggð skuldabréf Fyrstu verðtryggðu lánin sem vitað er um, voru gefin út árið 1780 af bandarísku fyrirtæki og útgáfa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og fyrirtækjabréfa á sér stað í nánast öllum þróuðum löndum í heiminum. Höfuðstóll verðtryggðra skuldabréfa breytist í takt við verðlag. Af þeim sökum eru nafnvextir verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra lána, sem nemur verðbólguvæntingum á ári út lánstímann. Raungreiðslubyrði verðtryggðra lána helst því tiltölulega stöðug út lánstímann, en getur verið mjög sveiflukennd út lánstíma óverðtryggðra lána. ## Helstu einkenni skuldabréfa Til eru allmargar tegundir af skuldabréfum og nýjar eru sífellt að verða til. Gefið yfirlit yfir þær og helstu og einkenni þeirra. All flestar eru þekktar á Íslandi en aðrar minna þekktar, en geta verið algengar erlendis. | Tegund skuldabréfs | Sérkenni | | --------------------------------- | ------------------------------------------------------------------------------------------------ | | Víxlar | Skammtímaskuldabréf sem bera forvexti. | | Skuldabréf með vaxtamiðum | Vextir eru greiddir reglulega á lánstíma bréfsins | | Eingreiðslubréf / kúlubréf | Vextir, vaxtavextir og höfuðstóll greiðast í lok lánstímans. | | Skuldabréf með jöfnum afborgunum | Höfuðstóll greiðist með jöfnum afborgunum. | | Jafngreiðslubréf / annuitetsbréf | Endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta er jöfn allan greiðslutímann. Vextir vega því þungt í upphafi. | | Víkjandi skuldabréf | Skuldabréf sem víkja fyrir öðrum kröfum á hendur skuldara. | | Fasteignatryggð skuldabréf | Fasteign er lögð að veði sem trygging fyrir greiðslu. | | Skuldabréf með breytilegum vöxtum | Vextir taka breytingum í hlutfalli við tiltekna viðmiðun. | | Breytanleg skuldabréf | Skuldabréf sem breyta má í hlutabréf á fyrir fram ákveðnu gengi. | | Innkallanleg skuldabréf | Útgefandi/eigandi hefur rétt til að innkalla skuldabréfið fyrir gjalddaga. | ## Uppboð skuldabréfa Uppboð á skuldabréfum fór fram á ríkisbréfum, ríkisvíxlum og spariskírteinu í fyrsta skipti á Íslandi árið 1992 og hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Þetta fyrirkomulag er í auknum mæli í takt við uppboðsleið á sölu á skuldabréfa erlendis, sem er þar algengasti sölumátinn þegar skuldabréf eru gefin út. Væntanlegir kaupendur skuldabréfanna leggja inn tilboð um magn og verð á bréfunum. Útgefandinn fer yfir tilboðin, sem þarf að skila á réttum tíma, og ákveður hvaða tilboðum skuli tekið. Það fer bæði eftir heildarupphæð tilboða og því verði, sem boðið er. Uppboð ríkisverðbréfa árið 1993 fór fram á miðvikudögum, fjögur í hverjum mánuði, samkvæmt dagskrá sem ríkissjóður gaf út. Spariskírteini og ríkisskuldabréf voru boðin upp einu sinni í mánuði og ríkisvíxlar tvisvar í mánuði. Árið 1994 breytti ríkissjóður dagskránni. Þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlar voru boðnir upp í fyrstu viku hvers mánaðar, fimm og tíu ára spariskírteini í annari viku hvers mánaðar og þriggja mánaða ríkisvíxlar og tveggja ára ríkisbréf í þriðju viku. Kaupendur skuldabréfa erlendis eru helst tryggingafélög, fjárfestar, lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og aðrir, sem vilja ávaxta fé til langs tíma. 
4.03125
# Skuldabréf Skuldabréf er skrifleg yfirlýsing þar sem útgefandi viðurkennir einhliða og skilyrðislaust skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og vaxta, sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir. Skuldabréf eru skuldbinding til endurgreiðslu höfuðstóls ásamt ákveðnum vöxtum á tilgreindum tíma. ## Fræðilegur inngangur ### Hugtök Skuldabréf hefur ákveðið nafnvirði, til dæmis 100.000 krónur. Útgefandi skuldabréfsins skuldbindur sig til að greiða nafnvirði bréfsins á gjalddaga til handahafa. Markaðsvirði skuldabréfsins eða sölugengi getur verið lægra en nafnvirði, þá er sagt að bréfið sé selt með afföllum. Ef markaðsvirði bréfsins er hærra en nafnvirði er sagt að bréfið sé selt á yfirverði. Skuldabréf bera gjarnan vexti og eru þeir kallaðir nafnvextir (vextir af nafnvirði bréfsins). Tíðni vaxtagreiðslna eða fjöldi afborgana er mismunandi eftir tegundum skuldabréfa. Nafnvextir geta verið fastir út samningstímann eða breytilegir. Skuldabréf (sérstaklega ríkisskuldabréf) eru kölluð áhættulaus eign (e. risk-free asset), en ekki í þeim skilning að útgefandi standi alltaf við skuldbindingar sínar eða markaðsvirði þess breytist ekki, heldur að nafnvirði eignarinnar er alltaf þekkt ólíkt til dæmis hlutabréfum. ### Einfalt líkan til skýringar Til einföldunar má ímynda sér skuldabréf að nafnvirði F sem kemur til greiðslu á gjalddaga T. Við ímyndum okkur að tíminn líði í heilum árum og að klukkan 0 sé núna og klukkan 1 sé eftir ár en við útreikning vaxta er oftast gert ráð fyrir strjálum tíma þar sem tíminn líður í heilum dögum, mánuðum eða árum . Við gerum ráð fyrir að engir vextir séu greiddir fram að eða á gjalddaga, slík bréf eru kölluð núllvaxtaskuldabréf. Til að einhver ábati sé fyrir kaupanda slíkra bréfa kaupir hann þau með afföllum, það er að segja fyrir fjárhæð sem er lægri en nafnvirði bréfsins. Segjum að gjalddaginn sé eftir ár (T = 1), kaupandinn vilji 12% ársávöxtun og nafnvirði bréfsins séu 100 einingar, þá má reikna núvirði skuldabréfsins sem {\textstyle V(0)=F(1+r)^{-1}=100(1+0.12)^{-1}\approx 89.29}. Ef kaupandinn gerir kröfu um meiri ávöxtun en almennt gerist á markaði býður hann minna fyrir skuldabréfið, við segjum að markaðsverð eða sölugengi skuldabréfanna ráðist af ávöxtunarkröfu. Almennt þarf að huga að fleiru, því skuldabréf bera yfirleitt vexti og skuldabréf ganga kaupum og sölum á öðrum dögum en gjalddaga þess. ### Skuldabréf með vöxtum Við notum sama dæmi og að ofan, nema nú ber skuldabréfið 10% árlega nafnvexti og gjalddagi þess er eftir tvö ár. Á fyrsta vaxtagjalddaga fáum við þá 10 einingar greiddar í vexti (C) og á öðrum vaxtagjalddaga fáum við greiddar 10 einingar í vexti og 100 einingar höfuðstólsins. Við reiknum þá núvirði bréfsins miðað við 12% ársávöxtun með sambærilegum hætti:{\displaystyle V(0)=C(1+r)^{-1}+(F+C)(1+r)^{-2}=10(1+0.12)^{-1}+110(1+0.12)^{-2}\approx 96,91}Til samanburðar getum við skoðað núllvaxtabréf með gjalddaga eftir tvö ár með sömu forsendum:{\displaystyle V(0)=F(1+r)^{-2}=100(1+0.12)^{-2}\approx 79,72}Það er að segja, bréf sem ber enga vexti hefur lægra núvirði en bréf sem ber vexti. Almennt gildir um tvö skuldabréf sem hafa sama nafnvirði og gjalddaga að það bréfið sem ber hærri nafnvexti hefur hærra núvirði. Við getum líka tekið eftir eftirfarandi um skuldabréf sem hefur engan gjalddaga (eilífðarskuldabréf), þá er núvirði bréfsins nafnvextir deilt með vöxtunum:{\displaystyle V(0)=\sum _{n=1}^{\infty }C(1+r)^{-n}=C\sum _{n=1}^{\infty }{\frac {1}{(1+r)^{n}}}={\frac {C}{r}}}Ef að nafnvextirnir eru jafnir ávöxtunarkröfunni (þ.e. C = F * r) þá er núvirði bréfsins nákvæmlega nafnvirðið. En á raunverulegum markað breytist ávöxtunarkrafa til dæmis vegna verðbólgu og þetta einfalda líkan gerir ekki ráð fyrir að skuldabréfið sé innkallað, hafi valréttarákvæði eða til dæmis greiðslufalli eða gjaldþroti útgefandans. ### Samfelldir vextir Skuldabréf að nafnvirði 100 einingar sem hefur fasta 10% vexti á ári með gjalddaga eftir 5 ár skilar kaupandanum jöfnum greiðslum upp á 10 einingar árlega þangað til á síðasta gjalddaga þegar hann fær einnig greiddan höfuðstólinn til baka. Miðað við 12% árlega samfellda vexti (r) er núvirði reiknað: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+10e^{-4r}+110e^{-5r}\approxeq 90,27}Eftir fyrsta vaxtagjalddaga myndum við reikna: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+110e^{-4r}\approxeq 91,78} Til samanburðar við dæmi um reglubundna vexti að ofan reiknum við: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+110e^{-2r}=95,40} Núvirði skuldabréfs reiknað með samfelldum vöxtum er lægra en þegar reiknað er með reglubundnum vöxtum. Þetta er afleiðing af því að ávöxtun er meiri því oftar sem vextir eru reiknaðir og leggjast við höfuðstólinn, jafnan fyrir samfellda vexti er markgildi jöfnunar fyrir reglubundna vexti þegar tíðnin stefnir á óendanleikann. Fræðileg líkön gera almennt ráð fyrir samfelldum tíma og samfelldum vöxtum eins og til að mynda í Black-Scholes formúlunni. ## Saga Á 12. öld gerði ítalska borgríkið Genúa samninga við erlenda lánadrottna um lán gegn tekjum af tollum í sveitafélaginu Rivarolo og borgríkið Feneyjar gerði lánasamninga við eignamikla íbúa um tekjur af Rialto-markaðnum til ellefu ára gegn láni á 270 kílóum silfurs hver. Til að fjármagna stríðsrekstur gegn Býsansveldinu 1176 voru íbúar Feneyja skyldugir til að lána borgríkinu fé gegn 5% vöxtum þar til höfuðstóllinn var endurgreiddur. Þessi skyldulán eða prestanze voru því eiginleg stríðskuldabréf eða mætti túlka sem nokkurs konar skatt. Þessir samningar (ekki eiginleg handhafaskuldabréf) gengu í erfðir og voru notaðir í viðskiptum eins og gjaldmiðill. Á þrettándu og fjórtándu öld urðu til fleiri tegundir slíkra skuldabréfa, oft til að fjármagna stríðsrekstur milli borgríkjanna sjálfra sem þurftu að greiða málaliðum (condottieri) laun. Borgríkin gáfu út ný skuldabréf til að endurfjármagna eldri skuldabréfaútgáfu, fjármálakreppa vegna skuldsetningar og óeirðir vegna okurs áttu sér stað. Almennt var kostnaður lántöku borgríkja Ítalíu í gegnum skuldabréf hóflegur miðað við þann kostnað sem konungsríki Evrópu þurftu almennt að bera. Með því að sækja fjármagn til íbúa sinna með þessum hætti má líka ætla að hvati hafi verið fyrir íbúana til að bera hag borgríkisins fyrir brjósti, með þessum hætti var Medici-ættin bundin ríki Flórens bæði sem stjórnendur þess og stærstu eigendur opinberra skulda. Þessi tengsl gerðu skuldabréf ítalskra borgríkja að vænlegri fjárfestingakosti en til dæmis ríkisskuldabréf útgefin af einvaldi sem gæti kosið eftir hentugleika að virða ekki skuldbindingar. Þannig var til dæmis Spænska krúnan reglulega í vanskilum við lánveitendur sína, en Spán átti í fjármálaerfiðleikum meðal annars vegan uppreisnar í norðurhluta Niðurlanda. Á sama tíma tókst Hollenska lýðveldinu að fjármagna sig vel með skuldagerningum af ýmsu tagi, en vegna hugmynda kirkjumanna um okur var algengara að menn lánuðu lýðveldinu gegn lífeyrisgreiðslum (lijfrenten) en líka með svokölluðum happdrættislánum þar sem menn lánuðu fé til ákveðinn tíma gegn ákveðnum líkum á stórum vinning. Hollenska Austur-Indíafélagið, fyrsta alþjóðlega hlutafélagið, gaf út skuldabréf til þess að fjármagna sig í stað þess að gefa út og selja fleiri hlutabréf, meðal annars til þess að friðþægja eigendur sem vildu ekki þynna hlut sinn eða minnka atkvæðavægi sitt. Þetta er fyrsta dæmið um fyrirtækjaskuldabréf og þykir merkilegt sökum þess og að öflugur eftirmarkaður með þessi bréf myndaðist. Þegar Óraníufurstinn Vilhjálmur varð konungur Englands í kjölfar Dýrlegu byltingarinnar fluttust margar af þeim fjármálahugmyndum sem höfðu þróast í Hollandi til Bretlands. Útgáfa breska ríkisins á eilífðarskuldabréfum (e. British consol) er talin ein sú best heppnaðasta, skuldabréfin báru fasta vexti og höfðu engan gjalddaga. Þau voru gefin út á árunum 1751–1923 og það síðasta ekki innleyst fyrr en 2015. ## Ríkisskuldabréf Sjá einnig grein: ríkisskuldabréf og verðbréf Ríkisskuldabréf gefur ríki út til að fjármagna rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja „geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók o.s.frv. ## Helstu tegundir skuldabréfa Ýmsar tegundir skuldabréfa eru til sem kveða á um mismunandi lánstíma og vaxtastig. ### Víxlar Eru skammtímalán, ætluð til skemmri tíma en eins árs. Víxlar eru að jafnaði óverðtryggðir og algengt er að þeir séu til eins eða fárra manaða í senn. Vextir á víxlum eru greiddir í upphafi lánstímans vegna svokallaðra forvaxta, sem víxlar bera. Sú vaxtagreiðsla dregst frá upphaflegum höfuðstól og fær lánþeginn mismuninn. Miðað við 10% forvexti á 90 daga víxli, sem nemur 100.000 kr. yrði kaupverð hans 97.645 kr. ### Skuldabréf með vaxtamiðum Algengustu skuldabréfin í heiminum eru skuldabréf með vaxtamiðum. Vextir þeirra eru greiddir reglulega út lánstímann. Á síðasta vaxtagjalddaga er upphaflega lánsfjárhæð að auki greidd. ### Eingreiðslubréf Eru stundum nefnd kúlulán, greiðast að fullu í lok lánstímans með uppgreiðslu höfuðstóls og vaxta auk vaxtavaxta. Vaxtavextir greiðast af vöxtum, sem hafa lagst við höfuðstól. ### Spariskírteini ríkissjóðs Spariskírteini ríkissjóðs eru dæmi um eingreiðslubréf, sem eru algengustu skuldabréfin á Íslandi. ### Skuldabréf með jöfnum afborgunum Skuldabréf með jöfnum afborgunum eru greidd til baka með jöfnum greiðslum af upphaflegum höfuðstól. Vaxtagreiðslur á þannig skuldabréfi eru hæstar í upphafi endurgreiðslutímabilsins en lækka síðan samhliða lækkandi höfuðstól. Afborganir af þessum skuldabréfum geta bæði verið með reglulegu og óreglulegu tímabili. ### Jafngreiðslubréf Jafngreiðslubréf með reglulegum afborgunum dreifa afborgunum höfuðstóls og vaxta jafnt út lánstímann. Í fyrstu eru vaxtagreiðslur hátt hlutfall endurgreiðslu af slíku bréfi en greiðsla af höfuðstól er lág. Hlutfall höfuðstóls í endurgreiðslu eykst þegar líður á lánstímann og vaxtahlutfall lækkar. Lán Byggingarsjóðs ríkisins eru dæmi um jafngreiðslubréf. ### Víkjandi skuldabréf Víkjandi skuldabréf víkja þegar aðrar kröfur eru gerðar á útgefandann. Endurgreiðsla skuldabréfanna er oftast í formi eingreiðslu, en einnig með öðrum aðferðum. Slíkar skuldir flokkast með eigin fé en ekki skuldum, þegar þær eru færðar í efnahagsreikning fyrirtækja. ### Fasteignatryggð skuldabréf Fasteignatryggð skuldabréf eru tryggð með veði í fasteign. Nái útgefandinn ekki að greiða skuldina á réttum tíma getur eigandi skuldabréfsinsins gengið að fasteignaveðinu og er fasteignin þá selda á uppboði. Andvirðið gengur síðan upp í skuldina. Margar leiðir eru færar til þess að greiða fasteignatryggð skuldabréf. ### Skuldabréf með breytilegum vöxtum Skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa breytilega vexti sem taka mið af ákveðnum viðmiðum, meðalvexti Seðlabanka Íslands ofl. Eigandi skuldabréfsins getur því átt von á að vaxtagreiðslur geti breyst á milli gjalddaga. Flest skuldabréfalán einstaklinga bera breytilega vexti og eru oftast ekki fáanleg á almennum skuldabréfamarkaði. ### Breytanleg skuldabréf Breytanleg skuldabréf eru gefin út af hlutafélögum og þeim má breyta í hlutabréf á ákveðnu gengi. Það gengi er í mörgum tilvikum nokkuð hærra en gengi hlutabréfs við útgáfu skuldabréfsins. Vextir venjulegra skuldabréfa eru aftur á móti oft hærri en vextir breytilegra skuldabréfa. Ef markaðsverð hlutabréfa viðkomandi fyrirtækis hækkar umfram viðmiðunarverð, samkvæmt skilmálum skuldabréfsins, getur eigandi skuldabréfsins ákveðið að breyta því í hlutabréf eða valið að eiga skuldabréfið áfram til gjalddaga. Eigandi skuldabréfsins fengi þannig hlutabréf á lægra verði en á markaðsvirði, kysi hann svo, og getur innleyst gengishagnað strax, selji hann hlutabréfin í kjölfarið. ### Innkallanleg skuldabréf Slík bréf er hægt að innkalla fyrir endanlega gjalddaga þess. Eigandi bréfsins hefur einnig rétt til þess að krefja skuldarann um greiðslu áður en að endanlegum gjalddaga kemur. Innlausn eða innköllun er heimil einu sinni á ári á ákveðinni dagsetningu. Nokkrir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru dæmi um slíkt. ### Verðtryggð skuldabréf Fyrstu verðtryggðu lánin sem vitað er um, voru gefin út árið 1780 af bandarísku fyrirtæki og útgáfa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og fyrirtækjabréfa á sér stað í nánast öllum þróuðum löndum í heiminum. Höfuðstóll verðtryggðra skuldabréfa breytist í takt við verðlag. Af þeim sökum eru nafnvextir verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra lána, sem nemur verðbólguvæntingum á ári út lánstímann. Raungreiðslubyrði verðtryggðra lána helst því tiltölulega stöðug út lánstímann, en getur verið mjög sveiflukennd út lánstíma óverðtryggðra lána. ## Helstu einkenni skuldabréfa Til eru allmargar tegundir af skuldabréfum og nýjar eru sífellt að verða til. Gefið yfirlit yfir þær og helstu og einkenni þeirra. All flestar eru þekktar á Íslandi en aðrar minna þekktar, en geta verið algengar erlendis. | Tegund skuldabréfs | Sérkenni | | --------------------------------- | ------------------------------------------------------------------------------------------------ | | Víxlar | Skammtímaskuldabréf sem bera forvexti. | | Skuldabréf með vaxtamiðum | Vextir eru greiddir reglulega á lánstíma bréfsins | | Eingreiðslubréf / kúlubréf | Vextir, vaxtavextir og höfuðstóll greiðast í lok lánstímans. | | Skuldabréf með jöfnum afborgunum | Höfuðstóll greiðist með jöfnum afborgunum. | | Jafngreiðslubréf / annuitetsbréf | Endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta er jöfn allan greiðslutímann. Vextir vega því þungt í upphafi. | | Víkjandi skuldabréf | Skuldabréf sem víkja fyrir öðrum kröfum á hendur skuldara. | | Fasteignatryggð skuldabréf | Fasteign er lögð að veði sem trygging fyrir greiðslu. | | Skuldabréf með breytilegum vöxtum | Vextir taka breytingum í hlutfalli við tiltekna viðmiðun. | | Breytanleg skuldabréf | Skuldabréf sem breyta má í hlutabréf á fyrir fram ákveðnu gengi. | | Innkallanleg skuldabréf | Útgefandi/eigandi hefur rétt til að innkalla skuldabréfið fyrir gjalddaga. | ## Uppboð skuldabréfa Uppboð á skuldabréfum fór fram á ríkisbréfum, ríkisvíxlum og spariskírteinu í fyrsta skipti á Íslandi árið 1992 og hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Þetta fyrirkomulag er í auknum mæli í takt við uppboðsleið á sölu á skuldabréfa erlendis, sem er þar algengasti sölumátinn þegar skuldabréf eru gefin út. Væntanlegir kaupendur skuldabréfanna leggja inn tilboð um magn og verð á bréfunum. Útgefandinn fer yfir tilboðin, sem þarf að skila á réttum tíma, og ákveður hvaða tilboðum skuli tekið. Það fer bæði eftir heildarupphæð tilboða og því verði, sem boðið er. Uppboð ríkisverðbréfa árið 1993 fór fram á miðvikudögum, fjögur í hverjum mánuði, samkvæmt dagskrá sem ríkissjóður gaf út. Spariskírteini og ríkisskuldabréf voru boðin upp einu sinni í mánuði og ríkisvíxlar tvisvar í mánuði. Árið 1994 breytti ríkissjóður dagskránni. Þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlar voru boðnir upp í fyrstu viku hvers mánaðar, fimm og tíu ára spariskírteini í annari viku hvers mánaðar og þriggja mánaða ríkisvíxlar og tveggja ára ríkisbréf í þriðju viku. Kaupendur skuldabréfa erlendis eru helst tryggingafélög, fjárfestar, lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og aðrir, sem vilja ávaxta fé til langs tíma. 
4
# Skuldabréf Skuldabréf er skrifleg yfirlýsing þar sem útgefandi viðurkennir einhliða og skilyrðislaust skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu. Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og vaxta, sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir. Skuldabréf eru skuldbinding til endurgreiðslu höfuðstóls ásamt ákveðnum vöxtum á tilgreindum tíma. ## Fræðilegur inngangur ### Hugtök Skuldabréf hefur ákveðið nafnvirði, til dæmis 100.000 krónur. Útgefandi skuldabréfsins skuldbindur sig til að greiða nafnvirði bréfsins á gjalddaga til handahafa. Markaðsvirði skuldabréfsins eða sölugengi getur verið lægra en nafnvirði, þá er sagt að bréfið sé selt með afföllum. Ef markaðsvirði bréfsins er hærra en nafnvirði er sagt að bréfið sé selt á yfirverði. Skuldabréf bera gjarnan vexti og eru þeir kallaðir nafnvextir (vextir af nafnvirði bréfsins). Tíðni vaxtagreiðslna eða fjöldi afborgana er mismunandi eftir tegundum skuldabréfa. Nafnvextir geta verið fastir út samningstímann eða breytilegir. Skuldabréf (sérstaklega ríkisskuldabréf) eru sögð áhættulaus eign (e. risk-free asset), en ekki í þeim skilning að útgefandi standi alltaf við skuldbindingar sínar eða markaðsvirði þess breytist ekki, heldur að nafnvirði eignarinnar er alltaf þekkt ólíkt til dæmis hlutabréfum. ### Einfalt líkan til skýringar Til einföldunar má ímynda sér skuldabréf að nafnvirði F sem kemur til greiðslu á gjalddaga T. Við ímyndum okkur að tíminn líði í heilum árum og að klukkan 0 sé núna og klukkan 1 sé eftir ár en við útreikning vaxta er oftast gert ráð fyrir strjálum tíma þar sem tíminn líður í heilum dögum, mánuðum eða árum . Við gerum ráð fyrir að engir vextir séu greiddir fram að eða á gjalddaga, slík bréf eru kölluð núllvaxtaskuldabréf. Til að einhver ábati sé fyrir kaupanda slíkra bréfa kaupir hann þau með afföllum, það er að segja fyrir fjárhæð sem er lægri en nafnvirði bréfsins. Segjum að gjalddaginn sé eftir ár (T = 1), kaupandinn vilji 12% ársávöxtun og nafnvirði bréfsins séu 100 einingar, þá má reikna núvirði skuldabréfsins sem {\textstyle V(0)=F(1+r)^{-1}=100(1+0.12)^{-1}\approx 89.29}. Ef kaupandinn gerir kröfu um meiri ávöxtun en almennt gerist á markaði býður hann minna fyrir skuldabréfið, við segjum að markaðsverð eða sölugengi skuldabréfanna ráðist af ávöxtunarkröfu. Almennt þarf að huga að fleiru, því skuldabréf bera yfirleitt vexti og skuldabréf ganga kaupum og sölum á öðrum dögum en gjalddaga þess. ### Skuldabréf með vöxtum Við notum sama dæmi og að ofan, nema nú ber skuldabréfið 10% árlega nafnvexti og gjalddagi þess er eftir tvö ár. Á fyrsta vaxtagjalddaga fáum við þá 10 einingar greiddar í vexti (C) og á öðrum vaxtagjalddaga fáum við greiddar 10 einingar í vexti og 100 einingar höfuðstólsins. Við reiknum þá núvirði bréfsins miðað við 12% ársávöxtun með sambærilegum hætti:{\displaystyle V(0)=C(1+r)^{-1}+(F+C)(1+r)^{-2}=10(1+0.12)^{-1}+110(1+0.12)^{-2}\approx 96,91}Til samanburðar getum við skoðað núllvaxtabréf með gjalddaga eftir tvö ár með sömu forsendum:{\displaystyle V(0)=F(1+r)^{-2}=100(1+0.12)^{-2}\approx 79,72}Það er að segja, bréf sem ber enga vexti hefur lægra núvirði en bréf sem ber vexti. Almennt gildir um tvö skuldabréf sem hafa sama nafnvirði og gjalddaga að það bréfið sem ber hærri nafnvexti hefur hærra núvirði. Við getum líka tekið eftir eftirfarandi um skuldabréf sem hefur engan gjalddaga (eilífðarskuldabréf), þá er núvirði bréfsins nafnvextir deilt með vöxtunum:{\displaystyle V(0)=\sum _{n=1}^{\infty }C(1+r)^{-n}=C\sum _{n=1}^{\infty }{\frac {1}{(1+r)^{n}}}={\frac {C}{r}}}Ef að nafnvextirnir eru jafnir ávöxtunarkröfunni (þ.e. C = F * r) þá er núvirði bréfsins nákvæmlega nafnvirðið. En á raunverulegum markað breytist ávöxtunarkrafa til dæmis vegna verðbólgu og þetta einfalda líkan gerir ekki ráð fyrir að skuldabréfið sé innkallað, hafi valréttarákvæði eða til dæmis greiðslufalli eða gjaldþroti útgefandans. ### Samfelldir vextir Skuldabréf að nafnvirði 100 einingar sem hefur fasta 10% vexti á ári með gjalddaga eftir 5 ár skilar kaupandanum jöfnum greiðslum upp á 10 einingar árlega þangað til á síðasta gjalddaga þegar hann fær einnig greiddan höfuðstólinn til baka. Miðað við 12% árlega samfellda vexti (r) er núvirði reiknað: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+10e^{-4r}+110e^{-5r}\approxeq 90,27}Eftir fyrsta vaxtagjalddaga myndum við reikna: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+10e^{-2r}+10e^{-3r}+110e^{-4r}\approxeq 91,78} Til samanburðar við dæmi um reglubundna vexti að ofan reiknum við: {\displaystyle V(0)=10e^{-r}+110e^{-2r}=95,40} Núvirði skuldabréfs reiknað með samfelldum vöxtum er lægra en þegar reiknað er með reglubundnum vöxtum. Þetta er afleiðing af því að ávöxtun er meiri því oftar sem vextir eru reiknaðir og leggjast við höfuðstólinn, jafnan fyrir samfellda vexti er markgildi jöfnunar fyrir reglubundna vexti þegar tíðnin stefnir á óendanleikann. Fræðileg líkön gera almennt ráð fyrir samfelldum tíma og samfelldum vöxtum eins og til að mynda í Black-Scholes formúlunni. ## Saga Á 12. öld gerði ítalska borgríkið Genúa samninga við erlenda lánadrottna um lán gegn tekjum af tollum í sveitafélaginu Rivarolo og borgríkið Feneyjar gerði lánasamninga við eignamikla íbúa um tekjur af Rialto-markaðnum til ellefu ára gegn láni á 270 kílóum silfurs hver. Til að fjármagna stríðsrekstur gegn Býsansveldinu 1176 voru íbúar Feneyja skyldugir til að lána borgríkinu fé gegn 5% vöxtum þar til höfuðstóllinn var endurgreiddur. Þessi skyldulán eða prestanze voru því eiginleg stríðskuldabréf eða mætti túlka sem nokkurs konar skatt. Þessir samningar (ekki eiginleg handhafaskuldabréf) gengu í erfðir og voru notaðir í viðskiptum eins og gjaldmiðill. Á þrettándu og fjórtándu öld urðu til fleiri tegundir slíkra skuldabréfa, oft til að fjármagna stríðsrekstur milli borgríkjanna sjálfra sem þurftu að greiða málaliðum (condottieri) laun. Borgríkin gáfu út ný skuldabréf til að endurfjármagna eldri skuldabréfaútgáfu, fjármálakreppa vegna skuldsetningar og óeirðir vegna okurs áttu sér stað. Almennt var kostnaður lántöku borgríkja Ítalíu í gegnum skuldabréf hóflegur miðað við þann kostnað sem konungsríki Evrópu þurftu almennt að bera. Með því að sækja fjármagn til íbúa sinna með þessum hætti má líka ætla að hvati hafi verið fyrir íbúana til að bera hag borgríkisins fyrir brjósti, með þessum hætti var Medici-ættin bundin ríki Flórens bæði sem stjórnendur þess og stærstu eigendur opinberra skulda. Þessi tengsl gerðu skuldabréf ítalskra borgríkja að vænlegri fjárfestingakosti en til dæmis ríkisskuldabréf útgefin af einvaldi sem gæti kosið eftir hentugleika að virða ekki skuldbindingar. Þannig var til dæmis Spænska krúnan reglulega í vanskilum við lánveitendur sína, en Spán átti í fjármálaerfiðleikum meðal annars vegan uppreisnar í norðurhluta Niðurlanda. Á sama tíma tókst Hollenska lýðveldinu að fjármagna sig vel með skuldagerningum af ýmsu tagi, en vegna hugmynda kirkjumanna um okur var algengara að menn lánuðu lýðveldinu gegn lífeyrisgreiðslum (lijfrenten) en líka með svokölluðum happdrættislánum þar sem menn lánuðu fé til ákveðinn tíma gegn ákveðnum líkum á stórum vinning. Hollenska Austur-Indíafélagið, fyrsta alþjóðlega hlutafélagið, gaf út skuldabréf til þess að fjármagna sig í stað þess að gefa út og selja fleiri hlutabréf, meðal annars til þess að friðþægja eigendur sem vildu ekki þynna hlut sinn eða minnka atkvæðavægi sitt. Þetta er fyrsta dæmið um fyrirtækjaskuldabréf og þykir merkilegt sökum þess og að öflugur eftirmarkaður með þessi bréf myndaðist. Þegar Óraníufurstinn Vilhjálmur varð konungur Englands í kjölfar Dýrlegu byltingarinnar fluttust margar af þeim fjármálahugmyndum sem höfðu þróast í Hollandi til Bretlands. Útgáfa breska ríkisins á eilífðarskuldabréfum (e. British consol) er talin ein sú best heppnaðasta, skuldabréfin báru fasta vexti og höfðu engan gjalddaga. Þau voru gefin út á árunum 1751–1923 og það síðasta ekki innleyst fyrr en 2015. ## Ríkisskuldabréf Sjá einnig grein: ríkisskuldabréf og verðbréf Ríkisskuldabréf gefur ríki út til að fjármagna rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja „geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók o.s.frv. ## Helstu tegundir skuldabréfa Ýmsar tegundir skuldabréfa eru til sem kveða á um mismunandi lánstíma og vaxtastig. ### Víxlar Eru skammtímalán, ætluð til skemmri tíma en eins árs. Víxlar eru að jafnaði óverðtryggðir og algengt er að þeir séu til eins eða fárra manaða í senn. Vextir á víxlum eru greiddir í upphafi lánstímans vegna svokallaðra forvaxta, sem víxlar bera. Sú vaxtagreiðsla dregst frá upphaflegum höfuðstól og fær lánþeginn mismuninn. Miðað við 10% forvexti á 90 daga víxli, sem nemur 100.000 kr. yrði kaupverð hans 97.645 kr. ### Skuldabréf með vaxtamiðum Algengustu skuldabréfin í heiminum eru skuldabréf með vaxtamiðum. Vextir þeirra eru greiddir reglulega út lánstímann. Á síðasta vaxtagjalddaga er upphaflega lánsfjárhæð að auki greidd. ### Eingreiðslubréf Eru stundum nefnd kúlulán, greiðast að fullu í lok lánstímans með uppgreiðslu höfuðstóls og vaxta auk vaxtavaxta. Vaxtavextir greiðast af vöxtum, sem hafa lagst við höfuðstól. ### Spariskírteini ríkissjóðs Spariskírteini ríkissjóðs eru dæmi um eingreiðslubréf, sem eru algengustu skuldabréfin á Íslandi. ### Skuldabréf með jöfnum afborgunum Skuldabréf með jöfnum afborgunum eru greidd til baka með jöfnum greiðslum af upphaflegum höfuðstól. Vaxtagreiðslur á þannig skuldabréfi eru hæstar í upphafi endurgreiðslutímabilsins en lækka síðan samhliða lækkandi höfuðstól. Afborganir af þessum skuldabréfum geta bæði verið með reglulegu og óreglulegu tímabili. ### Jafngreiðslubréf Jafngreiðslubréf með reglulegum afborgunum dreifa afborgunum höfuðstóls og vaxta jafnt út lánstímann. Í fyrstu eru vaxtagreiðslur hátt hlutfall endurgreiðslu af slíku bréfi en greiðsla af höfuðstól er lág. Hlutfall höfuðstóls í endurgreiðslu eykst þegar líður á lánstímann og vaxtahlutfall lækkar. Lán Byggingarsjóðs ríkisins eru dæmi um jafngreiðslubréf. ### Víkjandi skuldabréf Víkjandi skuldabréf víkja þegar aðrar kröfur eru gerðar á útgefandann. Endurgreiðsla skuldabréfanna er oftast í formi eingreiðslu, en einnig með öðrum aðferðum. Slíkar skuldir flokkast með eigin fé en ekki skuldum, þegar þær eru færðar í efnahagsreikning fyrirtækja. ### Fasteignatryggð skuldabréf Fasteignatryggð skuldabréf eru tryggð með veði í fasteign. Nái útgefandinn ekki að greiða skuldina á réttum tíma getur eigandi skuldabréfsinsins gengið að fasteignaveðinu og er fasteignin þá selda á uppboði. Andvirðið gengur síðan upp í skuldina. Margar leiðir eru færar til þess að greiða fasteignatryggð skuldabréf. ### Skuldabréf með breytilegum vöxtum Skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa breytilega vexti sem taka mið af ákveðnum viðmiðum, meðalvexti Seðlabanka Íslands ofl. Eigandi skuldabréfsins getur því átt von á að vaxtagreiðslur geti breyst á milli gjalddaga. Flest skuldabréfalán einstaklinga bera breytilega vexti og eru oftast ekki fáanleg á almennum skuldabréfamarkaði. ### Breytanleg skuldabréf Breytanleg skuldabréf eru gefin út af hlutafélögum og þeim má breyta í hlutabréf á ákveðnu gengi. Það gengi er í mörgum tilvikum nokkuð hærra en gengi hlutabréfs við útgáfu skuldabréfsins. Vextir venjulegra skuldabréfa eru aftur á móti oft hærri en vextir breytilegra skuldabréfa. Ef markaðsverð hlutabréfa viðkomandi fyrirtækis hækkar umfram viðmiðunarverð, samkvæmt skilmálum skuldabréfsins, getur eigandi skuldabréfsins ákveðið að breyta því í hlutabréf eða valið að eiga skuldabréfið áfram til gjalddaga. Eigandi skuldabréfsins fengi þannig hlutabréf á lægra verði en á markaðsvirði, kysi hann svo, og getur innleyst gengishagnað strax, selji hann hlutabréfin í kjölfarið. ### Innkallanleg skuldabréf Slík bréf er hægt að innkalla fyrir endanlega gjalddaga þess. Eigandi bréfsins hefur einnig rétt til þess að krefja skuldarann um greiðslu áður en að endanlegum gjalddaga kemur. Innlausn eða innköllun er heimil einu sinni á ári á ákveðinni dagsetningu. Nokkrir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru dæmi um slíkt. ### Verðtryggð skuldabréf Fyrstu verðtryggðu lánin sem vitað er um, voru gefin út árið 1780 af bandarísku fyrirtæki og útgáfa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og fyrirtækjabréfa á sér stað í nánast öllum þróuðum löndum í heiminum. Höfuðstóll verðtryggðra skuldabréfa breytist í takt við verðlag. Af þeim sökum eru nafnvextir verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra lána, sem nemur verðbólguvæntingum á ári út lánstímann. Raungreiðslubyrði verðtryggðra lána helst því tiltölulega stöðug út lánstímann, en getur verið mjög sveiflukennd út lánstíma óverðtryggðra lána. ## Helstu einkenni skuldabréfa Til eru allmargar tegundir af skuldabréfum og nýjar eru sífellt að verða til. Gefið yfirlit yfir þær og helstu og einkenni þeirra. All flestar eru þekktar á Íslandi en aðrar minna þekktar, en geta verið algengar erlendis. | Tegund skuldabréfs | Sérkenni | | --------------------------------- | ------------------------------------------------------------------------------------------------ | | Víxlar | Skammtímaskuldabréf sem bera forvexti. | | Skuldabréf með vaxtamiðum | Vextir eru greiddir reglulega á lánstíma bréfsins | | Eingreiðslubréf / kúlubréf | Vextir, vaxtavextir og höfuðstóll greiðast í lok lánstímans. | | Skuldabréf með jöfnum afborgunum | Höfuðstóll greiðist með jöfnum afborgunum. | | Jafngreiðslubréf / annuitetsbréf | Endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta er jöfn allan greiðslutímann. Vextir vega því þungt í upphafi. | | Víkjandi skuldabréf | Skuldabréf sem víkja fyrir öðrum kröfum á hendur skuldara. | | Fasteignatryggð skuldabréf | Fasteign er lögð að veði sem trygging fyrir greiðslu. | | Skuldabréf með breytilegum vöxtum | Vextir taka breytingum í hlutfalli við tiltekna viðmiðun. | | Breytanleg skuldabréf | Skuldabréf sem breyta má í hlutabréf á fyrir fram ákveðnu gengi. | | Innkallanleg skuldabréf | Útgefandi/eigandi hefur rétt til að innkalla skuldabréfið fyrir gjalddaga. | ## Uppboð skuldabréfa Uppboð á skuldabréfum fór fram á ríkisbréfum, ríkisvíxlum og spariskírteinu í fyrsta skipti á Íslandi árið 1992 og hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Þetta fyrirkomulag er í auknum mæli í takt við uppboðsleið á sölu á skuldabréfa erlendis, sem er þar algengasti sölumátinn þegar skuldabréf eru gefin út. Væntanlegir kaupendur skuldabréfanna leggja inn tilboð um magn og verð á bréfunum. Útgefandinn fer yfir tilboðin, sem þarf að skila á réttum tíma, og ákveður hvaða tilboðum skuli tekið. Það fer bæði eftir heildarupphæð tilboða og því verði, sem boðið er. Uppboð ríkisverðbréfa árið 1993 fór fram á miðvikudögum, fjögur í hverjum mánuði, samkvæmt dagskrá sem ríkissjóður gaf út. Spariskírteini og ríkisskuldabréf voru boðin upp einu sinni í mánuði og ríkisvíxlar tvisvar í mánuði. Árið 1994 breytti ríkissjóður dagskránni. Þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlar voru boðnir upp í fyrstu viku hvers mánaðar, fimm og tíu ára spariskírteini í annari viku hvers mánaðar og þriggja mánaða ríkisvíxlar og tveggja ára ríkisbréf í þriðju viku. Kaupendur skuldabréfa erlendis eru helst tryggingafélög, fjárfestar, lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og aðrir, sem vilja ávaxta fé til langs tíma. 
4
# Malaría Malaría eða mýrakalda er smitsjúkdómur sem er útbreiddur í mörgum hitabeltislöndum. Nafnið er komið af ítölsku orðunum „mala aria“, sem þýðir „slæmt loft“ sem aftur skýrist af frumstæðum misskilningi á orsökum sjúkdómssins þar sem menn héldu að slæmt loft orsakaði hann. Íslenska nafnið er síðan leitt af því að moskítóflugur verpa einkum á mýrarsvæðum eða þar sem þær finna kyrrstætt vatnsyfirborð. Malaría veldur 1 - 3 milljónum dauðsfalla á ári, og eru það aðallega ung börn í Afríku sem látast af völdum hans. Talið er að malaría sé sá sjúkdómur sem flesta hefur lagt af velli af öllum sjúkdómum. Orsök sjúkdómsins eru einfruma sníkjudýr af ættkvíslinni Plasmodium, ekki vírusar eða bakteríur. Snýkjudýr þessi berast á milli manna, með stungum kvenkyns moskítófluga. Karlkyns moskítóflugur nærast ekki á blóði úr mannfólki. Kvenkyns moskítóflugur fá úr blóði efni sem þær fá ekki auðveldlega annarsstaðar sem þær nota til framleiðslu frjóverpis (eggja). Talið er að snýkjudýrið hafi komið fram á sjónvarsviðið fyrir 50-100 000 árum en fyrst náð verulegri útbreiðslu fyrir um 10 þúsund árum. Sníkjudýrin sýkja rauð blóðkorn í hýsli sínum þar sem kynlaus fjölgun á sér stað. Blóðkornin springa, snýkjudýrin losna út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn. Þetta veldur sótthita og blóðleysi. Í alvarlegum tilvikum getur sjúklingurinn fallið í dá og jafnvel látist í kjölfarið. ## Meðferð Ýmis lyf eru til sem vinna gegn malaríu svosem klórókín, atebrín, mepakrín, plasmókín, en engin þeirra eru óbrigðul og sníkjudýrið myndar í mörgum tilvikum ónæmi fyrir lyfjunum. Blóðgjöf er stundum beitt í verri tilfellum þar sem sníkjudýrið hefst við í blóðinu má að einhverju marki skipta sýkta blóðinu út og taka annað inn í staðinn. Það er þó ekki hægt að hreinsa blóðið alveg með þessum hætti og ónæmiskerfið lærir ekki jafn vel að verjast veikinni. Til viðbótar lyfjum sem vinna á malaríusníkjudýrinu er oft reynt að koma í veg fyrir veikina með því að fækka eða útrýma moskítóflugunum sem bera hana á milli manna og með því að koma í veg fyrir moskítóbit. Æskilegt er að forðast moskítóbit með því að bera á sig þar til gert krem við dægurskipti og mikilvægt er að sofa undir flugnaneti. Árið 2023 hafði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkt notkun á tveimur gerðum bóluefna gegn malaríu sem draga úr alvarlegum veikindum af völdum sýkingar. ## Nóbelsverðlaun Fimm sinnum hefur læknanóbelinn verið veittur fyrir starf tengt malaríu,: - 1902: Ronald Ross - 1907: Charles Louis Alphonse Laveran - 1927: Julius Wagner-Jauregg - 1948: Paul Hermann Müller - 2015: Youyou Tu ## Þekktir einstaklingar sem létust úr malaríu Vasco da Gama, David Livingstone, Amerigo Vespucci, Úrbanus 7. (sem átti fyrir vikið skemmstu setu á páfastóli af nokkrum páfa),
3.875
# Malaría Malaría eða mýrakalda er smitsjúkdómur sem er útbreiddur í mörgum hitabeltislöndum. Nafnið er komið af ítölsku orðunum „mala aria“, sem þýðir „slæmt loft“ sem aftur skýrist af frumstæðum misskilningi á orsökum sjúkdómssins þar sem menn héldu að slæmt loft orsakaði hann. Íslenska nafnið er síðan leitt af því að moskítóflugur verpa einkum á mýrarsvæðum eða þar sem þær finna kyrrstætt vatnsyfirborð. Malaría veldur 1 - 3 milljónum dauðsfalla á ári, og eru það aðallega ung börn í Afríku sem látast af völdum hans. Talið er að malaría sé sá sjúkdómur sem flesta hefur lagt af velli af öllum sjúkdómum. Orsök sjúkdómsins eru einfruma sníkjudýr af ættkvíslinni Plasmodium, ekki vírusar eða bakteríur. Snýkjudýr þessi berast á milli manna, með stungum kvenkyns moskítófluga. Karlkyns moskítóflugur nærast ekki á blóði úr mannfólki. Kvenkyns moskítóflugur fá úr blóði efni sem þær fá ekki auðveldlega annarsstaðar sem þær nota til framleiðslu frjóverpis (eggja). Talið er að snýkjudýrið hafi komið fram á sjónvarsviðið fyrir 50-100 000 árum en fyrst náð verulegri útbreiðslu fyrir um 10 þúsund árum. Sníkjudýrin sýkja rauð blóðkorn í hýsli sínum þar sem kynlaus fjölgun á sér stað. Blóðkornin springa, snýkjudýrin losna út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn. Þetta veldur sótthita og blóðleysi. Í alvarlegum tilvikum getur sjúklingurinn fallið í dá og jafnvel látist í kjölfarið. ## Meðferð Ýmis lyf eru til sem vinna gegn malaríu svosem klórókín, atebrín, mepakrín, plasmókín, en engin þeirra eru óbrigðul og sníkjudýrið myndar í mörgum tilvikum ónæmi fyrir lyfjunum. Blóðgjöf er stundum beitt í verri tilfellum þar sem sníkjudýrið hefst við í blóðinu má að einhverju marki skipta sýkta blóðinu út og taka annað inn í staðinn. Það er þó ekki hægt að hreinsa blóðið alveg með þessum hætti og ónæmiskerfið lærir ekki jafn vel að verjast veikinni. Til viðbótar lyfjum sem vinna á malaríusníkjudýrinu er oft reynt að koma í veg fyrir veikina með því að fækka eða útrýma moskítóflugunum sem bera hana á milli manna og með því að koma í veg fyrir moskítóbit. Æskilegt er að forðast moskítóbit með því að bera á sig þar til gert krem við dægurskipti og mikilvægt er að sofa undir flugnaneti. Árið 2023 hafði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkt notkun á tveimur gerðum bóluefna gegn malaríu sem draga úr líkum á alvarlegum veikindum eftir sýkingu. ## Nóbelsverðlaun Fimm sinnum hefur læknanóbelinn verið veittur fyrir starf tengt malaríu,: - 1902: Ronald Ross - 1907: Charles Louis Alphonse Laveran - 1927: Julius Wagner-Jauregg - 1948: Paul Hermann Müller - 2015: Youyou Tu ## Þekktir einstaklingar sem létust úr malaríu Vasco da Gama, David Livingstone, Amerigo Vespucci, Úrbanus 7. (sem átti fyrir vikið skemmstu setu á páfastóli af nokkrum páfa),
3.875
# Áss Áss er íslenskt millinafn og karlmannsnafn.
1.179688
# Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna Eftirfarandi er listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna: ## A - Aage - Aaron - Abel - Abner - Abraham - Absalon - Adam - Addi - Adel - Adil - Adíel - Adolf - Adolph - Adólf - Adrian - Adrían - Adríel - Adser - Aðalberg - Aðalbergur - Aðalbert - Aðalbjörn - Aðalborgar - Aðalbrandur - Aðalbrikt - Aðalgeir - Aðaljón - Aðalmundur - Aðalpétur - Aðalráður - Aðalsteinn - Aðalsveinn - Aðalvíkingur - Aðils - Aðlis - Aðólf - Aggi - Agnar - Agni - Aksel - Alan - Alberg - Albert - Albínus - Aldan - Aldar - Aldur - Alejandro - Alex - Alexander - Alexíus - Alf - Alfinnur - Alfons - Alfred - Alfreð - Algeir - Ali - Allan - Allen - Alli - Almar - Almarr - Alrekur - Alsteinn - Alvar - Alvin - Amil - Amir - Amír - Amon - Amor - Amos - Analíus - Ananías - Anders - Andór - Andrean - Andreas - Andrei - Andres - André - Andrés - Andri - Anes - Anfinn - Angantýr - Angi - Angus - Anilíus - Annalíus - Annar - Annarr - Annas - Annel - Annes - Annilíus - Annmar - Annó - Annþór - Anor - Anteo - Anthony - Anton - Antonio - Antoníus - António - Antóníus - Apollo - Aralíus - Aran - Arelius - Arelíus - Arent - Ares - Ari - Arilíus - Arinbjörn - Arían - Aríel - Aríus - Armand - Armandó - Arnald - Arnaldur - Arnar - Arnberg - Arnbergur - Arnbjörn - Arndór - Arne - Arnes - Arnfinnur - Arnfreyr - Arngarður - Arngeir - Arngils - Arngnýr - Arngrímur - Arnkell - Arnlaugur - Arnleifur - Arnljótur - Arnmóður - Arnmundur - Arnoddur - Arnold - Arnór - Arnsteinn - Arntýr - Arnúlfur - Arnviður - Arnþór - Aron - Arslan - Art - Arthur - Arthúr - Artúr - Arún - Arvið - Arviður - Asael - Asarías - Askalon - Askur - Aspar - Athanasius - Athen - Atlas - Atli - Aubert - Auðar - Auðberg - Auðbergur - Auðbert - Auðbjörn - Auðgeir - Auðgísl - Auðjón - Auðkell - Auðmundur - Auðólfur - Auðun - Auðunn - Auður - August - Augustinus - Austar - Austin - Austmann - Austmar - Austri - Axel - Aþanasíus ## Á - Ágúst - Ágústus - Ágústínus - Áki - Álfar - Álfgeir - Álfgrímur - Álfkell - Álfur - Álfþór - Ámundi - Ámundínus - Án - Árbjartur - Árbjörn - Árelíus - Árgeir - Árgils - Ári - Árilíus - Ármann - Árnborg - Árnes - Árni - Árnibjörn - Árnmar - Árnþór - Ársæll - Ás - Ásar - Ásberg - Ásbergur - Ásbjörn - Ásdór - Ásgautur - Ásgeir - Ásgils - Ásgrímur - Ási - Áskell - Áslaugur - Áslákur - Ásmar - Ásmundur - Ásröður - Áss - Ástberg - Ástbjartur - Ástbjörn - Ástfastur - Ástgeir - Ásti - Ástmann - Ástmar - Ástmundur - Ástráður - Ástríkur - Ástsæll - Ástvald - Ástvaldur - Ástvar - Ástvin - Ástþrúr - Ástþór - Ásvaldur - Ásvarður - Ásólfur - Ásþór ## B - Baddi - Baggi - Baggio - Baldur - Baldvin - Baldwin - Baltasar - Baltazar - Bambi - Bambus - Barði - Barri - Bartolomeus - Bassi - Bastían - Baugur - Baui - Bárður - Beggi - Beinir - Beinteinn - Beitir - Bekan - Bendt - Benedikt - Benidikt - Benjamin - Benjamín - Benni - Benno - Benny - Benoný - Benóní - Benóný - Bent - Benteinn - Bentley - Benvý - Berent - Berg - Bergfinn - Bergfinnur - Berghreinn - Bergjón - Bergkvist - Bergmann - Bergmar - Bergmundur - Bergsteinn - Bergsveinn - Bergur - Bergúlfur - Bergvin - Bergþór - Bernhard - Bernharð - Bernharður - Berni - Bernódus - Bernótus - Bernt - Bersi - Bertel - Berthold - Berti - Bertil - Bertila - Bertram - Bessi - Betúel - Bill - Birgir - Birkir - Birmir - Birningur - Birnir - Birtingur - Birtir - Bíi - Bjargar - Bjargmundur - Bjargsteinn - Bjargvin - Bjargþór - Bjarkan - Bjarkar - Bjarki - Bjarmar - Bjarmi - Bjarnar - Bjarnfinnur - Bjarnfreður - Bjarnfriður - Bjarnharður - Bjarnhéðinn - Bjarni - Bjarnlaugur - Bjarnleifur - Bjarnólfur - Bjarnsteinn - Bjarnvin - Bjarnþór - Bjartman - Bjartmann - Bjartmar - Bjartur - Bjartþór - Bjólan - Bjólfur - Björgmundur - Björgólfur - Björgúlfur - Björgvin - Björn - Björnleifur - Björnólfur - Björnúlfur - Blake - Blansíflúr - Blár - Bliki - Blíður - Blængur - Blær - Blævar - Bo - Boði - Bogi - Bolli - Bond - Borgar - Borgúlfur - Borgþór - Bóas - Bói - Bótólfur - Bragi - Brandr - Brandur - Breki - Bresi - Brestir - Brettingur - Brimar - Brimi - Brimir - Brimþór - Brími - Brímir - Brjánn - Broddi - Bruno - Brúno - Brúnó - Bryngeir - Brynjar - Brynjarr - Brynjólfur - Brynjúlfur - Brynjýlfur - Brynleifur - Brynmar - Brynsteinn - Bryntýr - Brynþór - Bubbi - Buck - Burkni - Búálfur - Búi - Búri - Bylur - Bæring - Bæringur - Bæron - Bæssam - Böðvar - Börkur ## C - Camillus - Carl - Cecil - Celin - Cesar - Charles - Charlie - Chefas - Chris - Christian - Christopher - Claus - Clausinus - Cristiano - Cyrus - Cýrus - Cæsar ## D - Daði - Daðmar - Dagbjartur - Dagfari - Dagfinnur - Daggeir - Dagmann - Dagnýr - Dagóbert - Dagstyggur - Dagur - Dagvin - Dagþór - Dalbert - Dalhoff - Dalí - Dalli - Dalmann - Dalmar - Dalur - Dalvin - Damaskus - Damíen - Damjan - Damon - Dan - Danelíus - Daniel - Danilíus - Danival - Daníel - Daníval - Dante - Daríus - Darri - Davið - Davíð - Deimos - Demas - Demus - Dengsi - Deníel - Dennis - Dexter - Diddi - Diðrik - Diego - Diljar - Ditleif - Ditlev - Dittó - Díar - Díbus - Dímítrí - Dímon - Dínus - Díon - Díómedes - Dísmundur - Doddi - Dofri - Dolli - Dominik - Donald - Dorri - Dómald - Dómaldi - Dómaldur - Dónald - Dónaldur - Dór - Dóri - Dósíþeus - Dósóþeus - Draupnir - Dreki - Drengur - Dreyfus - Drómi - Dufgus - Dufþakur - Dugfús - Dúi - Dúni - Dúnn - Dvalinn - Dylan - Dynþór - Dýri - Dýrmundur - Döggvi ## E - Ebbi - Ebenes - Ebeneser - Ebenezer - Ebenhard - Ebenharð - Eberg - Eberhard - Eberhardt - Eberharð - Eddi - Edgar - Edilon - Edílon - Edor - Edvald - Edvard - Edvarð - Edvin - Edward - Edwin - Eðvald - Eðvar - Eðvard - Eðvarð - Efraím - Eggert - Eggþór - Egidíus - Egill - Eiðar - Eiður - Eikar - Eilert - Eilífur - Einar - Einbjörn - Einir - Einvarður - Einþór - Eir - Eiríkur - Eivin - Ekkó - Ektor - Elberg - Elbert - Eldar - Eldbjartur - Eldgrímur - Eldhamar - Eldjárn - Eldmar - Eldon - Eldór - Eldur - Elenmundur - Elentínus - Eleseus - Elfar - Elfráður - Elias - Elidon - Elimar - Elimundur - Elinbergur - Elinbjörn - Eliníus - Elinór - Elio - Elis - Elí - Elía - Elían - Elías - Elíden - Elíesar - Elíeser - Elífas - Elímar - Elímundur - Elínberg - Elínbergur - Elínes - Elíngunn - Elínmundur - Elínór - Elínus - Elíott - Elís - Elísar - Elísberg - Elíseus - Elívarð - Eljar - Ellert - Elli - Elliðagrímur - Elliði - Elling - Elliott - Ellíot - Ellís - Elmar - Elmer - Elvar - Elvin - Elvis - Emanuel - Emanúel - Embrek - Emerald - Emil - Emilius - Emill - Emir - Emíl - Emír - Emmanúel - Emmi - Engilbert - Engilbjartur - Engilbrikt - Engilhart - Engiljón - Engill - Enok - Eragon - Erasmus - Eric - Erik - Erlar - Erlendur - Erling - Erlingur - Ermenrekur - Erminrekur - Ernest - Ernestó - Ernir - Ernst - Eron - Eros - Erpur - Esajas - Esekíel - Esi - Esjar - Eskil - Eskur - Esmar - Esra - Estefan - Evald - Evan - Evert - Evgenius - Evgeníus - Evin - Evían - Eyberg - Eydór - Eygrímur - Eyjar - Eyjólfur - Eykam - Eylaugur - Eyleifur - Eylert - Eymar - Eymir - Eymundur - Eyríkur - Eysteinn - Eyvar - Eyvindur - Eyþór - Ezra ## É - Éljagrímur - Ésú ## F - Fabían - Fabrisíus - Falgeir - Falur - Fannar - Fannberg - Fanngeir - Fannþór - Fáfnir - Fálki - Felix - Fengur - Fenix - Fenrir - Ferdinand - Ferdínand - Fertram - Feykir - Filip - Filippus - Filpó - Finn - Finnbjörn - Finnbogi - Finngeir - Finni - Finnjón - Finnlaugur - Finnur - Finnvarður - Fífill - Fíus - Fjalar - Fjalarr - Fjarki - Fjólar - Fjólmundur - Fjölnir - Fjölvar - Fjörnir - Flati - Flemming - Flosi - Flóki - Flórent - Flórentínus - Flóres - Flóvent - Folmar - Folmer - Forni - Fornjótur - Foss - Fossmar - Foster - Fox - Fólki - Framar - Frances - Francis - Frank - Franklin - Franklín - Frans - Franz - Fránn - Frár - Frederik - Freybjörn - Freygarður - Freymann - Freymar - Freymóður - Freymundur - Freyr - Freysi - Freysteinn - Freyviður - Freyþór - Friðberg - Friðbergel - Friðbergur - Friðbert - Friðbjartur - Friðbjörn - Friðfinnur - Friðgeir - Friðjón - Friðlaugur - Friðleifur - Friðmann - Friðmar - Friðmundur - Friðrekur - Friðrik - Friðríkur - Friðsemel - Friðsteinn - Friðsveinn - Friður - Friðvin - Friðþjófur - Friðþór - Friedrich - Frits - Fritz - Fríðar - Fríðsteinn - Frímann - Frosti - Frostúlfur - Fróði - Fróðmar - Funi - Fúsi - Fylkir - Fædon ## G - Gabriel - Gabríel - Gaddi - Gael - Galdur - Galti - Gamalíel - Gamli - Gandri - Garðar - Garður - Garibaldi - Garíbaldi - Garpur - Garri - Gaston - Gaui - Gaukur - Gauti - Gautrekur - Gautur - Gautviður - Gáki - Geimar - Geir - Geirarður - Geirfinnur - Geirharður - Geirhjörtur - Geirhvatur - Geiri - Geirlaugur - Geirleifur - Geirmar - Geirmundur - Geirólfur - Geirröður - Geirtryggur - Geirvaldur - Geirþjófur - Geisli - Gellir - Georg - George - Gerald - Gerðar - Gerhard - Geri - Gert - Gestar - Gestmundur - Gestur - Gideon - Gilbert - Gilbrikt - Gill - Gilmar - Gils - Giselerus - Gissur - Gizur - Gídeon - Gígjar - Gígur - Gísli - Gjúki - Gladstone - Glói - Glúmur - Gneisti - Gnúpur - Gnýr - Goði - Goðmundur - Gordon - Gosi - Gottfred - Gottfreð - Gottfrið - Gottlieb - Gottlif - Gottskálk - Gottsveinn - Gottsvin - Góði - Góðmann - Gói - Grani - Grankell - Grámann - Gregor - Greipur - Greppur - Gretar - Grettir - Grétar - Grímar - Grímkell - Grímlaugur - Grímnir - Grímólfur - Grímur - Grímúlfur - Grjótgarður - Guðberg - Guðbergur - Guðbert - Guðbjarni - Guðbjartur - Guðbjörn - Guðbrandur - Guðfinnur - Guðfreður - Guðfriður - Guðgeir - Guðjón - Guðlaugur - Guðleifur - Guðleikur - Guðliði - Guðmann - Guðmar - Guðmon - Guðmundur - Guðni - Guðníus - Guðnýr - Guðráður - Guðrúníus - Guðrúnn - Guðröður - Guðstein - Guðsteinn - Guðsveinn - Guðvaldur - Guðvalínus - Guðvarður - Guðveigur - Guðvin - Guðþór - Gulli - Gumi - Gunnar - Gunnberg - Gunnbjörn - Gunndór - Gunngeir - Gunnhallur - Gunnhvatur - Gunni - Gunnlaugur - Gunnleifur - Gunnólfur - Gunnóli - Gunnröður - Gunnsteinn - Gunnvaldur - Gunnvant - Gunnþór - Gustav - Gutti - Guttormur - Gústaf - Gústav - Gústi - Gylfi - Gyrðir - Gýgjar - Gýmir ## H - Haddi - Haddur - Hafberg - Hafgnýr - Hafgrímur - Hafliði - Hafnar - Hafni - Hafsjór - Hafsteinn - Haftýr - Hafþór - Hagalín - Hagbarð - Hagbarður - Hagbert - Haki - Hakim - Halberg - Hallageir - Hallberg - Hallbergur - Hallbert - Hallbjörn - Halldór - Hallfreð - Hallfreður - Hallgarður - Hallgeir - Hallgils - Hallgrímur - Halli - Hallkell - Hallmann - Hallmar - Hallmundur - Hallsteinn - Hallur - Hallvarður - Hallþór - Hamall - Hamar - Hannes - Hannibal - Hans - Harald - Haraldur - Harboe - Haron - Harpagus - Harri - Harry - Harrý - Hartmann - Hartvig - Hauksteinn - Haukur - Haukvaldur - Hákon - Háleygur - Hálfdan - Hálfdán - Hámundur - Hárekur - Hárlaugur - Háski - Hásteinn - Hávar - Hávarður - Hávarr - Hector - Heiðar - Heiðarr - Heiðberg - Heiðbert - Heiðbjartur - Heiðdal - Heiðimann - Heiðlindur - Heiðmann - Heiðmar - Heiðmarr - Heiðmundur - Heiðrekur - Heiðsteinn - Heiður - Heikir - Heilmóður - Heimir - Hein - Heinrekur - Heinrich - Heinz - Heisi - Hektor - Helgeir - Helgi - Helgimundur - Helgmundur - Hellert - Helmuth - Helmút - Helvitus - Hemingur - Hemmert - Hemming - Hendrich - Hendrik - Hendrix - Henkel - Henning - Henrik - Henry - Henrý - Herberg - Herbergur - Herbert - Herbjörn - Herbrandur - Herfinnur - Hergarð - Hergeir - Hergill - Hergils - Herjólfur - Herkúles - Herlaugur - Herleifur - Herluf - Hermann - Hermanníus - Hermóður - Hermundur - Hernit - Hersir - Hersteinn - Hersveinn - Herúlfur - Hervald - Hervar - Hervarður - Hervin - Héðinn - Hierónýmus - Hilaríus - Hilbert - Hildar - Hildiberg - Hildibergur - Hildibjartur - Hildibrandur - Hildigeir - Hildiglúmur - Hildiguðröður - Hildigunnar - Hildimar - Hildimundur - Hildingur - Hildir - Hildiþór - Hildmann - Hilkér - Hilmar - Hilmir - Himinljómi - Himri - Hinrik - Híram - Hjallkár - Hjalmar - Hjaltalín - Hjalti - Hjarnar - Hjálmar - Hjálmgeir - Hjálmtýr - Hjálmur - Hjálmþór - Hjörleifur - Hjörmundur - Hjörtur - Hjörtþór - Hjörvar - Hleiðar - Hleinar - Hlégestur - Hlénharður - Hlér - Hlinberg - Hlini - Hlíðar - Hlíðberg - Hlífar - Hljómur - Hlújárn - Hlynur - Hlöðmundur - Hlöður - Hlöðvarður - Hlöðver - Hnefill - Hnikar - Hnikarr - Holberg - Holemíus - Holgeir - Holger - Holti - Hólm - Hólmar - Hólmberg - Hólmbert - Hólmfastur - Hólmfreð - Hólmgeir - Hólmgrímur - Hólmjárn - Hólmkell - Hólmsteinn - Hólmtryggur - Hólmþór - Hóseas - Hrafn - Hrafnar - Hrafnbergur - Hrafnkell - Hrafntýr - Hrafnþór - Hrannar - Hrappur - Hraunar - Hreggviður - Hreiðar - Hreiðmar - Hreimur - Hreinn - Hringur - Hrímir - Hrímnir - Hrollaugur - Hrolleifur - Hróaldur - Hróar - Hróbjartur - Hróðgeir - Hróðmar - Hróðólfur - Hróðvar - Hrói - Hrólfur - Hrómundur - Hrútur - Hrærekur - Hubert - Hugberg - Hugbert - Hugglaður - Hugi - Huginn - Hugleikur - Hugmóður - Hugo - Hugó - Huldar - Hunter - Huxley - Húbert - Húgó - Húmi - Húnbjörn - Húnbogi - Húni - Húnn - Húnröður - Hvannar - Hyltir - Hylur - Hymir - Hængur - Hænir - Höður - Högni - Hörður - Höskuldur ## I - Ibsen - Ikkaboð - Ilías - Ilíes - Illíes - Illugi - Immanúel - Indíus - Indriði - Ingberg - Ingbert - Ingebrekt - Ingi - Ingiber - Ingiberg - Ingibergur - Ingibert - Ingibjartur - Ingibjörn - Ingigeir - Ingileifur - Ingimagn - Ingimar - Ingimundur - Ingivaldur - Ingiþór - Ingjaldur - Ingmar - Ingólfur - Ingvaldur - Ingvar - Ingvi - Ingþór - Inuk - Irlaugur - Isak - Ismael - Issa - Issi - Ivan - Ivar ## Í - Ían - Íbe - Ígor - Íkaboð - Íkarus - Ími - Ímir - Írenus - Ísak - Ísar - Ísarr - Ísbjörn - Íseldur - Ísfeld - Ísgeir - Ísidór - Ísleifur - Ísleikur - Ísmael - Ísmar - Ísólfur - Ísrael - Íunnarð - Ívan - Ívar ## J - Jack - Jacob - Jafet - Jagger - Jaki - Jakob - Jakop - James - Jamil - Jan - Jannes - Janus - Janúaríus - Jared - Jarfi - Jarl - Jarpi - Jason - Jasper - Javí - Járngeir - Járngrímur - Játgeir - Játmundur - Játvarður - Jedrosky - Jelídoni - Jenni - Jennþór - Jens - Jeremías - Jes - Jesper - Jess - Jessi - Jim - Job - Jochum - Johan - John - Jokkum - Jonathan - Jones - Jonni - Joseph - José - Joshua - Jóab - Jóakim - Jóann - Jóas - Jóel - Jóhann - Jóhannes - Jói - Jójada - Jómar - Jómundur - Jón - Jónadab - Jónar - Jónas - Jónatan - Jónberg - Jónbjarni - Jónbjörn - Jóndór - Jóngeir - Jónhallur - Jónharður - Jónmar - Jónmundur - Jónsi - Jónsteinn - Jónþór - Jóram - Jórmann - Jórmundur - Jósafat - Jósavin - Jósef - Jósefus - Jósep - Jósi - Jósías - Jóst - Jósteinn - Jósúa - Jóvin - Juel - Julian - Jurin - Justin - Júlí - Júlían - Júlíanus - Júlínus - Júlíus - Júni - Júní - Júníus - Júnus - Júrek - Júst - Jöklar - Jökli - Jökull - Jörfi - Jörgen - Jörin - Jörmundur - Jörn - Jörri - Jörundur - Jörvar - Jörvi - Jötunn ## K - Kaffónas - Kai - Kaín - Kaj - Kakali - Kaktus - Kaldi - Kaleb - Kaleo - Kali - Kalli - Kalman - Kalmann - Kalmar - Kamal - Kamillus - Kamilus - Kani - Kappi - Kaprasíus - Karabaldi - Kareem - Karel - Karfi - Karim - Karkur - Karl - Karlamagnús - Karlemil - Karles - Karli - Karlsberg - Karma - Karsten - Karvel - Kaspar - Kasper - Kaspían - Kasten - Kastian - Kastíel - Kastor - Katarínus - Kató - Katrínus - Kálfar - Kálfur - Kár - Kári - Kefas - Keli - Kenny - Keran - Ketilbjörn - Ketill - Kiddi - Kilían - Kiljan - Kim - Kinan - Kíran - Kjalar - Kjallakur - Kjaran - Kjartan - Kjarval - Kjárr - Kjerúlf - Kjói - Klaki - Klaus - Kláus - Kleifar - Klemens - Klement - Klemenz - Kleófas - Klettur - Klængur - Knud - Knútur - Knörr - Knöttur - Koðran - Koðrán - Koggi - Kolbeinn - Kolbjörn - Kolfinnur - Kolgrímur - Kollgrímur - Kolli - Kolmar - Kolskeggur - Kolur - Kolviður - Konrad - Konráð - Konráður - Konstantín - Konstantínus - Kormákur - Kornelíus - Korri - Kort - Kópur - Kórekur - Kraki - Krákur - Kris - Kristall - Kristan - Kristberg - Kristbergur - Kristbjarni - Kristbjörn - Kristbrandur - Kristdór - Kristens - Krister - Kristfinnur - Kristgeir - Kristian - Kristinn - Kristíníus - Kristínus - Kristján - Kristjón - Kristlaugur - Kristleifur - Kristmann - Kristmar - Kristmundur - Kristofer - Kristó - Kristóbert - Kristófer - Kristóníus - Kristrúnus - Kristvaldur - Kristvarður - Kristvin - Kristþór - Krummi - Kubbur - Kuggi - Kusi - Kvasir - Kveldúlfur ## L - Lafrans - Lafranz - Laki - Lambert - Lambi - Landbjartur - Lars - Laufar - Laugi - Lauritz - Lazarus - Láki - Lár - Lárensíus - Lárent - Lárentíus - Lárentsínus - Lárenz - Lárenzíus - Lárus - Lee - Leiðólfur - Leif - Leifr - Leifur - Leiknir - Lenhard - Lennon - Leo - Leon - Leonard - Leonardo - Leonardó - Leonel - Leonhard - Leonharður - Leopold - Leó - Leóharður - Leónard - Leónardó - Leónharður - Leópold - Leví - Levý - Lénharður - Lér - Liam - Liforíus - Liljan - Liljar - Liljus - Lindar - Lindberg - Lindi - Lingþór - Link - Linnar - Linnet - Linnæus - Litríkur - Livius - Líam - Líbertín - Lífgjarn - Líkafrón - Línberg - Líni - Líonel - Líó - Líus - Ljóni - Ljósálfur - Ljótur - Ljúfur - Loðinn - Loðmundur - Loðvík - Loftur - Logar - Logi - Loki - Lorens - Lorentz - Lorenz - Louis - Lói - Lóni - Lórens - Lórenz - Lótus - Luca - Lucas - Ludvig - Luka - Lundberg - Lundi - Lúðvíg - Lúðvík - Lúgó - Lúis - Lúkas - Lúsifer - Lúter - Lúther - Lydo - Lyngar - Lyngþór - Lýður - Lýsimundur - Lýtingur ## M - Mads - Maggi - Magnfreð - Magngeir - Magni - Magnús - Magnþór - Majas - Makan - Malaleel - Malcolm - Malfinnur - Malfred - Malmfreð - Manasses - Manfred - Manfreð - Manilíus - Manuel - Manúel - Mar - Marbjörn - Marcus - Marel - Marelíus - Margeir - Margrímur - Mari - Marijón - Marino - Marinó - Maris - Maríanus - Marías - Marínó - Maríon - Marís - Maríus - Marjas - Marjón - Mark - Markó - Markús - Markþór - Marley - Marlon - Maron - Marri - Mars - Marselíus - Marsellíus - Marsilíus - Marsíus - Marsveinn - Marteinn - Martel - Marten - Marthen - Martin - Martinius - Martz - Marvin - Marz - Marzellíus - Marzilíus - Marþór - Matador - Mateo - Mateó - Matheo - Matheó - Mathías - Mats - Matteó - Mattheó - Matthías - Matti - Mattías - Mauritz - Max - Maximíli - Maximus - Málfreð - Málgeir - Máni - Már - Mári - Márus - Meinert - Mekkinó - Melankton - Melkíor - Melkjör - Melkormur - Melkólmur - Melrakki - Mensalder - Merkúr - Merlin - Methúsalem - Metúsalem - Meyland - Meyvant - Michael - Miðrik - Miguel - Mikael - Mikill - Mikjáll - Mikkael - Mikkel - Mikki - Milan - Mildinberg - Milli - Milo - Mindelberg - Mio - Miró - Mías - Mílan - Míló - Mímir - Míó - Mír - Mjöllnir - Mjölnir - Moli - Mordekaí - Morgan - Moritz - Morri - Mortan - Morten - Mosi - Movel - Móberg - Móði - Mói - Móri - Mórits - Móritz - Móses - Muggi - Muggur - Mummi - Muni - Muninn - Múli - Múr - Myrkár - Myrktýr - Myrkvar - Myrkvi - Mýrkjartan - Mörður ## N - Nansen - Napóleon - Narfi - Natan - Natanael - Nataníel - Nathan - Nathanael - Nathaníel - Náttfari - Nátthrafn - Náttmörður - Náttúlfur - Nefel - Nehemíe - Neisti - Nenni - Neó - Neptúnus - Neró - Nicolai - Nicolaj - Nicolas - Nieljohníus - Niels - Nikanor - Nikolai - Nikolaj - Nikolas - Nikódemus - Nikulás - Niljohnius - Nils - Ninni - Nisbel - Níeljohníus - Níels - Níls - Njáll - Njörður - Noah - Noel - Nonni - Norbert - Nordenskjöld - Norðmann - Normann - Nóam - Nóel - Nói - Nólan - Nóni - Nóri - Nóvember - Nurmann - Númi - Núpan - Núpur - Núri - Nýjón - Nýmundur - Nývarð - Nævel - Nökkvi ## O - Octavius - Oddberg - Oddbergur - Oddbjörn - Oddfinnur - Oddfreður - Oddfreyr - Oddgeir - Oddgnýr - Oddi - Oddkell - Oddleifur - Oddmar - Oddmundur - Oddnýr - Oddsteinn - Oddur - Oddvar - Oddþór - Oktavíanus - Oktavías - Oktavíus - Októ - Október - Októvíus - Ola - Olaf - Olai - Olav - Olavur - Ole - Olgeir - Oliver - Olivert - Olli - Omar - Omel - Orfeus - Ormar - Ormarr - Ormsvíkingur - Ormur - Orri - Orvar - Oswald - Othar - Otkell - Otri - Otti - Ottó - Ottóníus - Otur - Otúel - Ove ## Ó - Óbeð - Óbi - Óðinn - Óður - Ófeigur - Ói - Ólaf - Ólafur - Óli - Ólifer - Óliver - Ólífer - Ólíver - Ómar - Ómi - Ónar - Ónarr - Ónesímus - Óri - Óríon - Óræki - Órækja - Óskar - Ósvald - Ósvaldur - Ósvífur - Óttar - Óttarr ## P - Palli - Pantaleon - Panti - Paolo - Parelis - Parmes - Patrek - Patrekur - Patrick - Patrik - Patti - Paul - Pálínus - Páll - Pálmar - Pálmi - Peder - Pedró - Per - Peter - Petter - Pétur - Philip - Pírati - Pjetur - Plató - Plútó - Pólistator - Preben - Príor ## R - Raben - Rafael - Rafn - Rafnar - Rafnkell - Ragnar - Ragnvald - Ragúel - Raknar - Ram - Ramses - Randver - Rannver - Rasmus - Ray - Ráðgeir - Ráðvarður - Ránar - Rebekk - Refur - Regin - Reginbald - Reginbaldur - Reginn - Reidar - Reifnir - Reimar - Reinald - Reinar - Reinhard - Reinhardt - Reinharður - Reinhart - Reinhold - Reinholdt - Reinholt - Remek - Remigius - Rex - Rey - Reykdal - Reykjalín - Reymar - Reynald - Reynar - Reynarð - Reynir - Reyr - Richard - Richarð - Richarður - Riggarð - Rikard - Rikhard - Rikharð - Rikharður - Rikki - River - Ríkarð - Ríkarður - Ríkhard - Ríkharð - Ríkharður - Rínar - Ríó - Roald - Robert - Roland - Rolf - Rolland - Rollent - Ronald - Rongvuð - Rotgeir - Róar - Róbert - Rói - Rólant - Róman - Rómeó - Rósant - Rósar - Rósberg - Rósbjörn - Rósenberg - Rósenkarr - Rósi - Rósinant - Rósinberg - Rósinbert - Rósinkar - Rósinkrans - Rósinkranz - Rósleifur - Rósmann - Rósmar - Rósmundur - Rudolf - Runeberg - Runi - Runólfur - Rustikus - Rúbar - Rúben - Rúdólf - Rúnar - Rúni - Rúrik - Rútur - Röðull - Röggi - Rögnvald - Rögnvaldur - Rögnvar - Rökkvi - Röskvi ## S - Safír - Sakarias - Sakarías - Sakkeus - Salberg - Salgeir - Sali - Salma - Salmann - Salmar - Salómon - Salvador - Salvadór - Salvar - Sammi - Sammy - Samson - Samúel - Sandel - Sandri - Sandur - Santos - Sasha - Sasi - Saxi - Scott - Sean - Sebastian - Sebastían - Sefrín - Seifur - Seimur - Semingur - September - Septimius - Septimus - Sesar - Sesil - Sesselíus - Severin - Sigarr - Sigberg - Sigbergur - Sigbert - Sigbjartur - Sigbjörn - Sigdór - Sigfastur - Sigfinnur - Sigfred - Sigfreð - Sigfreður - Sigfríð - Sigfús - Siggeir - Siggi - Sighjörtur - Sighvatur - Sigjón - Siglaugur - Sigmann - Sigmar - Sigmund - Sigmundur - Signar - Sigri - Sigríkur - Sigsteinn - Sigtryggur - Sigtýr - Sigur - Sigurbaldur - Sigurberg - Sigurbergur - Sigurbert - Sigurbjarni - Sigurbjartur - Sigurbjörn - Sigurbogi - Sigurbrandur - Sigurd - Sigurdagur - Sigurdór - Sigurdreyr - Sigurdör - Sigurð - Sigurður - Sigurfinnur - Sigurfús - Sigurgarðar - Sigurgarður - Sigurgeir - Sigurgestur - Sigurgissur - Sigurgísli - Sigurgrímur - Sigurgunnar - Sigurhannes - Sigurhans - Sigurhelgi - Sigurhjörtur - Sigurhörður - Siguringi - Sigurjens - Sigurjón - Sigurkarl - Sigurkrans - Sigurlaugur - Sigurlás - Sigurleifur - Sigurliði - Sigurlinni - Sigurlíni - Sigurlínus - Sigurljótur - Sigurlogi - Sigurmagnús - Sigurmann - Sigurmar - Sigurmáni - Sigurmon - Sigurmundi - Sigurmundur - Sigurnýas - Sigurnýás - Sigurnýjas - Siguroddur - Siguróli - Sigurpáll - Sigurrann - Sigurríkur - Sigurrín - Sigurrúnn - Sigursteindór - Sigursteinn - Sigursturla - Sigursveinn - Sigursæll - Sigurtryggvi - Sigurvald - Sigurvaldi - Sigurvaldur - Sigurvarður - Sigurvin - Sigurþór - Sigurörn - Sigvaldi - Sigvard - Sigvarð - Sigvarður - Sigvin - Sigþór - Silli - Sindri - Símon - Sírnir - Sírus - Sívar - Sjafnar - Sjöundi - Skafti - Skapti - Skarphéðinn - Skefill - Skeggi - Skellir - Skíði - Skírnir - Skjöldur - Skorri - Skrýmir - Skröggur - Skuggi - Skúli - Skúmur - Skúta - Skær - Skæringur - Smári - Smiður - Smyrill - Snjóki - Snjólaugur - Snjólfur - Snorri - Snæbjartur - Snæbjörn - Snæhólm - Snælaugur - Snælundur - Snær - Snæringur - Snævar - Snævarr - Snæþór - Soffanías - Soffías - Soffónías - Sonny - Sophanías - Sophus - Soren - Sotti - Sófanías - Sófonías - Sófónías - Sófus - Sófús - Sókrates - Sólar - Sólarr - Sólberg - Sólbergur - Sólbjartur - Sólbjörn - Sólhrafn - Sólimann - Sólmar - Sólmáni - Sólmundur - Sólmyrkvi - Sólon - Sólólfur - Sólsteinn - Sólúlfur - Sólveigur - Sólver - Sólvin - Spakur - Spartakus - Sporði - Spói - Sprettur - Stanley - Stapi - Stari - Starkaður - Starri - Steðji - Stefan - Stefán - Stefnir - Steinar - Steinarr - Steinberg - Steinbergur - Steinbjörn - Steinbogi - Steindór - Steinfinnur - Steingrímur - Steini - Steinkell - Steinleifur - Steinmann - Steinmar - Steinmóður - Steinn - Steinólfur - Steinröður - Steinvarður - Steinþór - Stirnir - Stígur - Stormar - Stormur - Stórólfur - Straumur - Sturla - Sturlaugur - Sturri - Styr - Styrbjörn - Styrkár - Styrmir - Styrr - Sumarliði - Sumarsveinn - Sumarvin - Súddi - Svafar - Svafmundur - Svali - Svalur - Svan - Svanberg - Svanbergur - Svanbjörn - Svanfreð - Svangeir - Svanhild - Svanhólm - Svani - Svanlaugur - Svanmundur - Svanur - Svanþór - Svarthöfði - Svartur - Svavar - Svavmundur - Sváfnir - Sveinar - Sveinberg - Sveinbjartur - Sveinbjörn - Sveinjón - Sveinlaugur - Sveinmar - Sveinn - Sveinungi - Sveinungur - Sveinþór - Sven - Svend - Sverre - Sverrir - Svipdagur - Svipmundur - Svölnir - Svörfuður - Sylveríus - Sýrus - Sæberg - Sæbergur - Sæbjartur - Sæbjörn - Sæfinnur - Sæfús - Sæi - Sælaugur - Sæmann - Sæmar - Sæmi - Sæmundur - Sær - Sævald - Sævaldur - Sævar - Sævarður - Sævarr - Sævin - Sæþór - Sölmundur - Sölvar - Sölver - Sölvi - Sören - Sörli ## T - Tage - Tandri - Tangi - Tanni - Tarfur - Tarón - Teitur - Teodor - Teó - Theadór - Theo - Theobald - Theodor - Theodór - Theofilus - Theó - Theódór - Theódórus - Thiago - Thomas - Thor - Thorberg - Thorgeir - Thorkil - Thorleif - Thorstein - Thorsteinn - Thorvald - Thór - Tili - Tindar - Tindri - Tindur - Tinni - Tistram - Tíberíus - Tíbor - Tími - Tímon - Tímoteus - Tímóteus - Tístran - Tjaldur - Tjörfi - Tjörvi - Tobbi - Tobías - Toddi - Todor - Toggi - Tolli - Tom - Tonni - Tor - Torben - Torfi - Tóbías - Tói - Tóki - Tómas - Tór - Tóti - Trausti - Tristan - Trjámann - Trostan - Trúmann - Tryggvi - Tumas - Tumi - Tunis - Túbal - Tyrfingur - Týli - Týr - Týri ## U - Ubbi - Uggi - Ugluspegill - Ulf - Ullr - Ullur - Ulrich - Ulrik - Ungi - Uni - Unnar - Unnbjörn - Unndór - Unnsteinn - Unnþór - Urðar - Uwe - Uxi ## Ú - Úddi - Úlfar - Úlfgeir - Úlfgrímur - Úlfhéðinn - Úlfkell - Úlfljótur - Úlftýr - Úlfur - Úlrik - Úranus ## V - Vagn - Vakur - Valberg - Valbergur - Valbjörn - Valbrandur - Valdemar - Valdi - Valdimar - Valdór - Valent - Valentín - Valentínus - Valgarð - Valgarður - Valgeir - Valgrímur - Validínus - Valíant - Vallaður - Valmar - Valmundur - Valsteinn - Valter - Valtýr - Valur - Valves - Valþór - Vandill - Varði - Varmar - Varmi - Varnó - Vatnar - Váli - Vápni - Veigar - Veigur - Ver - Vermundur - Verner - Vernharð - Vernharður - Veróna - Vestar - Vestarr - Vestmar - Vetle - Vetur - Veturliði - Vébjörn - Végeir - Vékell - Vélaugur - Vémundur - Vésteinn - Victor - Viðar - Viðjar - Vigant - Vigfús - Viggó - Vigkon - Vignes - Vignir - Vigri - Vigtýr - Vigur - Vikar - Viktor - Vilberg - Vilbergur - Vilbert - Vilbjörn - Vilbogi - Vilbrandur - Vilfreð - Vilgeir - Vilhelm - Vilhjálmur - Vili - Vilinberg - Viljar - Vilji - Villads - Villi - Villiam - Villy - Vilmar - Vilmenhart - Vilmenhordt - Vilmundur - Vin - Vincent - Vindar - Vinfús - Vinjar - Virgar - Virgil - Virgill - Vitalis - Víðar - Víðir - Vífill - Vígberg - Víghvatur - Víglundur - Vígmar - Vígmundur - Vígsteinn - Vígþór - Víkingur - Vítus - Vívat - Vogur - Vopni - Vorm - Vormar - Vormur - Vorsveinn - Vöggur - Völundur - Vörður - Vöttur ## W - Walter - Werner - Wilhelm - Willard - William - Willum - Willy ## X - Xander - Xavier - Xavíer ## Y - Ylfingur - Ylur - Ymir - Ymur - Yngvar - Yngvi - Yngvinn - Yrkill - Yrkir ## Ý - Ýmir - Ýrar ## Z - Zachary - Zakaría - Zakarías - Zar - Zion - Zophanías - Zophonías - Zófónías - Zóphanías - Zóphonías ## Þ - Þangbrandur - Þengill - Þeofilus - Þeódór - Þeófílas - Þeófílus - Þeyr - Þiðrandi - Þiðrik - Þinur - Þjálfi - Þjóðann - Þjóðar - Þjóðbjörn - Þjóðgeir - Þjóðleifur - Þjóðmar - Þjóðólfur - Þjóðrekur - Þjóðvarður - Þjóstar - Þjóstólfur - Þorberg - Þorbergur - Þorbjörn - Þorbrandur - Þorfinnur - Þorgarður - Þorgautur - Þorgeir - Þorgestur - Þorgils - Þorgísl - Þorgnýr - Þorgrímur - Þorkell - Þorketill - Þorlaugur - Þorlákur - Þorleifur - Þorleikur - Þormar - Þormóður - Þormundur - Þorri - Þorsteinn - Þorvaldur - Þorvar - Þorvarður - Þór - Þórar - Þórarinn - Þórálfur - Þórberg - Þórbergur - Þórbjarni - Þórbjörn - Þórdór - Þórðbjörn - Þórður - Þórel - Þórgnýr - Þórgrímur - Þórhaddur - Þórhalli - Þórhallur - Þórhannes - Þórhelgi - Þóri - Þórinn - Þórir - Þórjón - Þórkell - Þórketill - Þórlaugur - Þórleifur - Þórlindur - Þórlín - Þórmann - Þórmar - Þórmundur - Þóroddur - Þórormur - Þórólfur - Þórr - Þórsteinn - Þórylfur - Þórörn - Þrastar - Þráinn - Þrándur - Þróttur - Þrúðmar - Þrúður - Þrútur - Þrymir - Þrymur - Þröstur - Þyrill - Þyrnir ## Æ - Ægedíus - Ægileif - Ægir - Æsir - Ævar - Ævarr ## Ö - Ögmundur - Ögri - Ölnir - Ölver - Ölvir - Öndólfur - Önundur - Örlaugur - Örlygur - Örn - Örnólfur - Örvar - Örvarr - Össur - Öxar - Özur
2.6875
# Veiðiferðarmyndirnar Veiðiferðamyndirnar eða Síðustu veiðiferðirnar er íslensk gamanmyndasería. Framleiddar hafa verið tvær kvikmyndir Síðasta veiðiferðin (2020), Allra síðasta veiðiferðin (2022) og ein aukamynd Saumaklúbburinn (2021). Þrjár aðrar kvikmyndir eru í smíðum. Myndirnar fjalla um vinahóp sem halda í veiðitúr sem fer skyndilega í vitleysu. Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson leikstýrðu, framleiddu og skrifuðu aðalmyndirnar í seríunni. Myndirnar eru framleiddar af Markell Procuditions, Stöð 2 og Myndform. ## Kvikmyndirnar | Kvikmynd | Frumsýning | Leikstjórar | Handritshöfundar | Framleiðendur | Tekjur | Aðsókn | | ------------------------- | ------------- | ------------------------------------------- | ------------------------------------------- | ------------------------------------------- | -------------------- | ----------------- | | Síðasta veiðiferðin | 6. mars 2020 | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | 61.777.808 kr. | 35.306 | | Allra síðasta veiðiferðin | 18. mars 2022 | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | 45.126.861 kr. | 24.258 | | Lang síðasta veiðiferðin | 2027 | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | Ekki komið í ljós | Ekki komið í ljós | | Aukamynd | | | | | | | | Saumaklúbburinn | 2. júní 2021 | Gagga Jónsdóttir | Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir | Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson | 32.586.899 milljónir | 19.036 þúsund | ### Síðasta veiðiferðin (2020) Hugmynd að myndinni spratt upp í kringum árið 2000 og eru flestar sögurnar í myndinni eru byggðar á sönnum atburðum, úr veiðitúrum sem að Örn Marinó og Þorkell fóru í. Þeir byrjuðu þó ekki að framleiða myndina fyrr en í byrjun árs 2019. Tökur fóru fram í júlí 2019, og kom Bubbi Morthens fram í einu atriði. Sýnishorn kom út í lok janúars 2020 og kom myndin út þann 6. mars. ### Saumaklúbburinn (2021) Í júní 2020 var tilkynnt, eftir að Síðasta veiðiferðin hlaut góðar viðtökur fyrr um árið að kvennaútgáfa myndarinnar, Síðasti saumaklúbburinn færi í tökur í júlí. Gagga Jónsdóttir leikstýrði og skrifaði handritið með uppistandaranum Snjólaugu Lúðvíksdóttur á einum mánuði. Örn Marinó og Þorkell framleiddu myndina. Myndin var alveg sjálfstæð frá Síðustu veiðiferðinni, nema í anda. Seinna var myndin endurskýrð Saumaklúbburinn og var frumsýnd 4. júní 2021. ### Allra síðasta veiðiferðin (2022) Í febrúar 2021 var tilkynnt að tökur á framhaldsmynd Síðustu veiðiferðarinnar færu fram í júní, og að Sigurður Sigurjónsson myndi bætast í leikarahópinn. Tökur hófust við Laxá í Aðaldal í júní 2021. Kvikmyndin var frumsýnd 18. mars 2022. ### Lang síðasta veiðiferðin Í janúar 2022 var það tilkynnt að þriðja kvikmyndin í seríunni, Lang síðasta veiðiferðin færi í tökur um sumarið. Í júlí 2022 tilkynntu Örn og Þorkell að tökur væru frestaðar til sumarsins 2023, en þeir fóru sjálfir í veiðiferð til þess að sækja innblástur fyrir næstu myndir, þar sem að drög að fjórðu myndinni, Næst síðasta veiðiferðin, og fimmtu myndinni Fyrsta veiðiferðin. Í viðtali við Þorkel í mars 2023 sagði hann að þriðja myndin í seríunni hafi verið frestuð aftur, nú til sumarsins 2024. Í janúar 2025 þegar að þeir voru að kynna kvikmyndina sína Guðaveigar, sögðu þeir í viðtali að þriðja myndin yrði líklegast tekin upp sumarið 2026 og kæmi því út árið 2027. Þeir lýstu að sviplegt dauðsfall myndi gerast í myndinni. ### Endurgerðir Í september 2020 var greint frá því að myndin yrði endurgerð í Rúmeníu, og að Örn Marinó og Þorkell skrifuðu undir samning við Midnight Sun Film. Tilkynnt var að Valeriu Andriuta myndi leikstýra og að leikararnir Serban Pavlu, Adrian Titieni og Adrian Paduraru myndu leika. Kvikmyndin kom loks út árið 2025 og hét Marea pescuiala, þrátt fyrir að söguþræðinum hafi verið mikið breytt. Finnsk endurgerð var einnig í vinnslu á svipuðum tíma.
2.8125
# Þorkell S. Harðarson Þorkell Sigurður Harðarson (f. 23. júlí 1969) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður og kvikmyndaleikstjóri. Helsti samstarfsmaður Þorkels er Örn Marinó Arnarson og saman mynda þeir tvíeykið Markelsbræður. Fyrsta kvikmynd Þorkels í fullri lengd var gamanmyndin Síðasta veiðiferðin (2020) sem var mest sótta íslenska kvikmyndin í kvikmyndahúsum það árið.
2.359375
# Örn Marinó Arnarson Örn Marinó Arnarson (f. 16. október 1967) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður og kvikmyndaleikstjóri. Helsti samstarfsmaður Arnar er Þorkell S. Harðarson og saman mynda þeir tvíeykið Markelsbræður. Fyrsta kvikmynd Arnar í fullri lengd var gamanmyndin Síðasta veiðiferðin (2020) sem var mest sótta íslenska kvikmyndin í kvikmyndahúsum það árið.
2.390625
# Fríkirkjan í Reykjavík Fríkirkjan í Reykjavík er kirkja Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík sem er kristinn lútherstrúarsöfnuður utan Þjóðkirkjunnar. Stofnun hans var árið 1899. Fríkirkjan, sem var vígð 1903, stendur við Fríkirkjuveg við Tjörnina í Reykjavík. Prestur Fríkirkjunnar er Hjörtur Magni Jóhannsson og formaður safnaðarráðs er Davíð Sigurður Snorrason. Meðlimir árið 2024 voru 9.975.
2.453125