text
stringlengths
11
395k
edu_score
float64
0.4
4.44
# Paul Martin Paul Edgar Philippe Martin (f. 28. ágúst 1938) er kanadískur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2006. Hann var jafnframt fjármálaráðherra Kanada í ríkisstjórn Jeans Chrétien frá 1993 til 2002. Martin myndaði minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins eftir þingkosningar í Kanada árið 2004 en tapaði kosningum gegn Íhaldsflokknum árið 2006. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, tók við af Martin sem forsætisráðherra þann 6. febrúar 2006. ## Æviágrip Paul Martin var einn nánasti samstarfsmaður Jeans Chrétien forsætisráðherra og var lengi fjármálaráðherra í stjórn hans. Undir lok stjórnartíðar Chrétiens slettist upp á vinskap þeirra og Martin var vikið úr stjórninni. Chrétien gaf út að hann hygðist setjast í helgan stein sem leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2003 og var Martin þá kjörinn nýr leiðtogi flokksins. Martin tók við af Chrétien sem forsætisráðherra Kanada þann 12. desember 2003. Þegar Martin tók við stjórnartaumunum stokkaði hann upp í stjórninni og lagði áherslu á að marka skil milli sinnar stjórnar og stjórnar Chrétiens. Hann sagðist sammála ákvörðun Chrétiens um að Kanada tæki ekki þátt í Íraksstríðinu með Bandaríkjunum og Bretum en gagnrýndi þó hvernig Chrétien hefði komið afstöðu Kanada til skila. Hann sagðist mótfallinn því að lögleiða kannabis en vildi þó beita sektum í forvarnarskyni fremur en fangelsisvist. Martin boðaði til kosninga í júní 2004 og sagðist telja að hann gæti myndað meirihlutastjórn að þeim loknum. Frjálslyndi flokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum í kosningunum en var áfram stærsti flokkurinn. Martin varð því að mynda minnihlutastjórn. Í stjórnartíð Martins andaði áfram köldu milli Kanada og Bandaríkjanna, sér í lagi eftir að Martin neitaði að taka þátt í bandaríska eldflaugavarnarkerfinu. Tilhneiging Martins til að skipta um skoðun í þessu og fleiri málum leiddi til þess að tímaritið The Economist uppnefndi hann „Herra Vingul“ (e. Mr. Dithers). Hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Kanada í stjórnartíð Martins árið 2005. Martin rauf þing og boðaði til þingkosninga í nóvember 2005 eftir að kanadíska þingið samþykkti vantrauststillögu á minnihlutastjórn hans. Tilefni vantrauststillögunnar var ásökun um spillingu meðal forystumanna Frjálslynda flokksins á þá leið að þeir hefðu tekið við greiðslum af auglýsingafyrirtækjum sem ráðin voru til að sinna verkefnum á vegum ríkisins í stjórnartíð Chrétiens. Rannsóknarnefnd taldi Martin sjálfan ekki hafa komið nærri hneykslinu. Frjálslyndi flokkurinn tapaði kosningunum fyrir Íhaldsflokknum þann 23. janúar 2006. Martin tilkynnti í kjölfarið að hann myndi hætta sem leiðtogi Frjálslynda flokksins.
3.03125
# Sundhnúkur Sundhnúkur er 134 metra gígur á Sundhnúksgígaröð og eldstöðvakerfi Svartsengis. Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024 áttu sér stað þar.
2.71875
# Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson (fæddur 25. maí 1955) er fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar tók við embætti bæjarstjóra árið 2005 af Ásdísi Höllu Bragadóttur og gegndi embættinu til ársins 2022 þegar Almar Guðmundsson tók við af honum.
1.90625
# Bæjarstjóri Garðabæjar Bæjarstjóri Garðabæjar er æðsti embættismaður stjórnsýslu Garðabæjar. Núverandi Bæjarstjóri Garðabæjar er Almar Guðmundsson en hann tók við embættinu árið 2022 í kjölfar Sveitastjórnarkosninganna sem fram fóru það ár. Bæjarstjórar - Ingimundur Sigurpálsson - Ásdís Halla Bragadóttir 2000- 2005 - Gunnar Einarsson 2005- 2022 - Almar Guðmundsson 2022- enn í embætti
1.554688
# Evrópskur humar Evrópskur humar (fræðiheiti: Homarus gammarus) er tegund af ætt humra. Hann er mjög stór humartegund sem getur orðið mjög gamall eða allt að 15 ára. Hann lifir á hörðum sjávarbotni þar sem eru steinar og sandur. Humarinn er næturdýr og kemur fram úr holum sínum á nóttinni til að veiða sér fæðu. Humrar hafa annað hvort svipur eða klær til þess að hjálpa sér að afla sér fæðu. Evrópskur humar er með klær. Hann er mjög algengur í Miðjarðarhafi, Atlantshafi og í hluta Svartahafi. Evrópski humarinn heldur sig til í holum á botninum, og kemur út úr henni til að afla sér fæðu. Humarinn er algengastur á 100-150 metra dýpi en finnst þó á 50 metra dýpi. ## Útlit og vöxtur Evrópu humarinn er blár á litinn og gulur að neðan með bleikan lit á klónum og hvíta doppur dreifðar útum allt á dýrinu. Hann verður rauður eins og allur humar og krabbi þegar hann eldaður vegna þess að rautt litarefni, astaxantín er bundið við prótín, en prótínið er brotið upp við eldunarhita og losar rauða litarefnið. Humarinn getur orðið 5-6 kg og getur náð 60 cm á lengd en algeng stærð á humri sem er veiddur í gildur er í kringum 0,7-2,2 kg og 23-38 cm. Halinn á humrinum getur náð 60 cm að lengd, en út frá honum koma 4 lappir á hvorri hlið og síðan koma tvær klær. Humarinn notar aðra klóna til að grípa utan um bráðina og hin til að rífa bráðina í sig og étur hana. ## Hrygning Kvenkyns humar verður kynþroska á aldrinum 5-8 ára og er hún þá í kringum 80-85 cm löng. Karldýrið verður kynþroska þegar dýrið er aðeins minna en er á svipuðum aldri. Hrygning á sér stað á sumrin á meðan skelin á kvendýrinu er mjúk en skelin á karlinum er hörð. Karlkyns humrar þurfa oft að slást til að veiða til sín konur og yfirleitt vinnur sá sem er stærri klær. Kvendýrin ganga með eggin í 9-12 mánuði en það er háð hitastigi sjávar. Eftir því sem sjórinn er hlýrri þurfa þær að ganga styttra með eggin. Eggin geymir hún undir líkama sínum til að verja þau fyrir utankomandi hættu. Þau klekjast þá út að nóttu til og lirfurnar fljóta með straumunum og lifa á svifi. Seiðin sjást sjaldan en eru oft fæða fyrir önnur dýr og lifir bara 1 af hverjum 20, en þegar þau ná 15 mm lengd hefst þeirra fullorðinslíf. ## Veiðar og verðmæti Helstu veiðisvæði eru hjá Frakklandi, Englandi og við Írland. Árið 1963 náðu veiðar á Evrópskum humri hámarks afla sem voru 4 þúsund tonn en árin eftir það voru þau í kringum 2,3 þúsund tonn. Síðustu ár hefur aflinn verið í kringum 4-5 þúsund tonn. Mikið magn af humri sem er veiddur er seldur á veitingastaði. Humar er dýr afurð, hann er seldur frosin, ferskur og niðursoðinn. Halinn er talinn framúrskarandi hvítt kjöt sem er ástæða fyrir háu verði. Amerískur humar er þrisvar sinnum lægri í verði en evrópski humarinn. Humar er mest í veiddur í gildrur, net og línu þar sem kolkrabbi er notaður sem beita. Bretland hefur verið í sérflokki í veiðum á evrópskum humri, Írland og Frakkland eru lönd sem veiða næst mest á eftir Bretlandi.
4.03125
# Tomi Petteri Putaanssu Tomi Petteri Putaanssu betur þekktur sem Mr. Lordi (fæddur 15. febrúar 1974 í Rovaniemi) er finnskur tónlistarmaður og aðalsöngvari þungarokkshljómsveitarinnar Lordi sem sigraði Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva 2006 með laginu Hard Rock Hallelujah. Putaanssu er alltaf í skrímslabúningi þegar hann kemur fram opinberlega og eru ekki til margar ljósmyndir af honum venjulegum.
2.03125
# Úlfur Gunnarsson Úlfur Gunnarsson (12. nóvember 1919 - 29. september 1988) var íslenskur læknir sem starfaði á sjúkrahúsinu á Ísafirði frá 1954 til dauðadags, lengst af sem yfirlæknir. Árið 1962 var hann útnefndur kjöræðismaður Þýskalands á Ísafirði. Hann var gerður að heiðursborgara Ísafjarðarkaupstaðar árið 1984. ## Fjölskylda Foreldrar Úlfs voru rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson og Franzisca Antonía Josefine. Kona Úlfs var Benedicta Katharina Irene Gunnarsson og áttu þau saman fjögur börn.
2.171875
# Neilia Hunter Neilia Hunter Biden (fædd 28. júlí 1942, látin 18. desember 1972) var bandarískur kennari og fyrri eiginkona Joe Biden fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Neilia giftist Joe Biden árið 1966 og eignuðust þau þrjú börn Beau, Hunter og Naomi. Neilia lést í bílslysi 18. desember 1972 ásamt eins árs gamalli dóttur sinni Naomi. Joe Biden ekkill Neiliu tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings hálfum mánuði eftir að hún lést og sat í öldungadeildinni í 36 ár til ársins 2009 þegar hann tók við embætti varaforseta Bandaríkjanna.
2.21875
# Tunglvik Tunglvik eru reglulegar litlar breytingar á sýndarstöðu tunglsins miðað við athuganda á jörðu og stafa af mismuninum á brautarfleti og snúningi tunglsins. Þau valda því að athugandi sér örlítið mismunandi hluta tunglsins á hverjum tíma. Þau tengjast breytingum á sýndarstærð tunglsins eftir mismunandi fjarlægð frá jörðu. Tunglvik valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu.
2.875
# Stærstu heimsveldi sögunnar Sum ríki heims hafa orðið að stórum heimsveldum í gegnum söguna en hér er listi yfir þau ríki sem urðu að mestu heimsveldum sögunnar. Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi í sögunni en á hátindi sínum náði það yfir landsvæði sem var um 35 miljónir ferkílómetra. Næst stærst var Mongólaveldið en á hátindi sínum var það stærsta samfellda ríki sögunnar eða um 33 miljónir ferkílómetrar. Fleiri heimsveldi voru Spænska heimsveldið, Franska heimsveldið, Rómaveldi, Persaveldi og Rússneska keisaradæmið.
2.875
# Gulli byggir Gulli byggir eru íslenskir sjónvarpsþættir í stjórn leikarans og húsasmíðameistarans Gunnlaugs Helgasonar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks. ## Þáttaraðir ### Þáttaröð 1 (2014) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ----------------------------------- | ------------------ | ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ | | 1 | 1 | Sýslumannshúsið í Stykkishólmi | 13. september 2014 | Hjónin Ragnar Már og Þórný gera upp gamla sýslumannshúsið í Stykkishólmi, byggt 1896. | | 2 | 2 | Þvottahúsi breytt í Árbænum | 20. september 2014 | Rakel og Konni gera upp gamalt þvottahús í Árbænum með nútímalegum blæ. | | 3 | 3 | Húsið rís í Skerjafirði | 29. september 2014 | Grétar Sigfinnur byggir hús frá grunni fyrir sex manna fjölskyldu sína. | | 4 | 4 | Svalahandrið í Goðheimum | 6. október 2014 | Adda fær steinsmið til að steypa nýtt svalahandrið á húsi frá 1960. | | 5 | 5 | Eldhús í Langagerði | 13. október 2014 | Hjónin Ólafur Sveinn og Anna Þóra stækka og færa eldhús, og skipta um hitakerfi. | | 6 | 6 | Sólstofa í Grafarvoginum | 20. október 2014 | Bjarni og Elsa breyta palli í sólstofu og fá ráð um að lækka rafmagnsreikning. | | 7 | 7 | Baðherbergi á Dalvík - Fyrri hluti | 27. október 2014 | Nú er komið að síðasta verkefni fyrstu þáttaraðar af Gulla byggi. Hér sjáum við breytingar á baðherbergi á Dalvík hjá hjónunum Aðalheiði. Baðherbergið þeirra hefur litið eins út frá því að þau keyptu það fyrir yfir þrjátíu árum. Nú hentar það þeim ekki vel þar sem Jóhann er nú lamaður á einni hlið líkamans vegna heilablæðingar og kemst ekki upp úr baðkarinu án aðstoðar. | | 8 | 8 | Baðherbergi á Dalvík - Seinni hluti | 3. nóvember 2014 | Hér höldum við áfram að fylgjast með baðherbergi þeirra Aðalheiðar og Jóhanns á Dalvík. Við sjáum að sjá lokaafurðina: baðherbergi sem hentar Jóhanni með sturtu og hornbaðkari. | ### Þáttaröð 2 (2016) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ------------------------------------------ | ------------------ | -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 9 | 1 | Baðherbergi - Hulda og Gassi 1 | 22. ágúst 2016 | Hér kynnumst við hjónunum Hulda og Gassi í Grafarvogi. Þau vilja gera upp baðherbergið sitt en eru í þeirri erfiðu stöðu að vera ekki alveg sammála um hvernig það eigi að líta út. Í þessum þætti sjáum við Gulla og Gassa rífa út allar gömlu innréttingarnar. | | 10 | 2 | Baðherbergi - Hulda og Gassi 2 | 29. ágúst 2016 | Við höldum áfram að fylgjast með framkvæmdum á baðherbergi hjá Gassa og Huldu í Grafarvogi. Við fylgjumst með þegar sturtubotninn er steyptur, gólfið flotað og þrátt fyrir smá mælingabras þá tekst að ljúka verkinu með glæsibragði ! | | 11 | 3 | Estor og Alexander á 4. hæð - Fyrri hluti | 5. september 2016 | Hjónin Ester og Alli eru nýbúin að kaupa íbúð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Þau vilja ná að gera íbúðina upp þannig hún henti þeim og þremur ungum dætrum þeirra, og ætla m.a. að færa eldhúsið og laga hættulegan stiga ásamt því helsta sem fylgir íbúðakaupum. | | 12 | 4 | Estor og Alexander á 4. hæð - Seinni hluti | 12. september 2016 | Hér sjáum við áframhaldið af framkvæmdum Esters og Alla. Að lokum fáum við að sjá lokaafurðina: nýjar innréttingar og hvítt og stílhreint útlit á íbúðinni. | | 13 | 5 | Baðherbergi í Höfnum 1 - Fyrri hluti | 19. september 2016 | Gulli fer suður til kvikmyndagerðarmannsins Garúnar í Höfnum. Hún býr í eldgömlu húsi en það er hvorki meira né minna en hundrað ára gamalt. Helsta verkefnið er að laga baðherbergið, sem Garúnu þykir fremur ósmekklegt, en í þeim framkvæmdum kemur í ljós að baðherbergið morandi í myglu. | | 14 | 6 | Baðherbergi í Höfnum 1 - Seinni hluti | 26. september 2016 | Hér höldum við áfram að sjá Garúnu tækla myglusveppinn heima hjá sér. Í lokin heyrum við í Garúnu og hún segir að heilsan er orðin töluvert betri eftir að hún náði að losa sig við mygluna. | | 15 | 7 | Silja Úlfarsdóttir | 3. október 2016 | Ein hraðasta kona Íslands, Silja Úlfarsdóttir, fær aðstoð Gulla við að gera upp herbergi stráka sinna. Hún viðurkennir sjálf að hún er ekki feikilega handlaginn en sýnir heilmikil framför þegar litið er á lokaafurðin: tvö glæsileg barnaherbergi með Minecraft þema. | | 16 | 8 | Dísa og Biggi | 10. október 2016 | Hér sjáum við hjónin, Dísu og Bigga í Gerðum, taka húsið sitt í gegn að utan. Það er gera upp flest en nú þarf að láta það líta vel út og laga þakið. | | 17 | 9 | Arnar og Hólmfríður í Svarthömrum | 17. október 2016 | Við lítum inn í nýju íbúð þeirra Hófí og Arnars. Þar þarf að taka allt í gegn, skipta um allt og laga. Meðal verkefnanna er að setja inn einangrun en hún var ekki í öllum veggjum þegar þau fengu íbúðina. Að lokum er íbúðin gjörbreytt með nýju eldhúsi og nýju baði. | | 18 | 10 | Hlíðargerði 14 - Fyrri hluti | 24. október 2016 | Gulli lítur inn til Einars og Maríu í Hlíðargerði. Þau eru nýbúin að kaupa sér hús þar á góðu verði en með þeim skilyrðum að það þarf nánast að taka allt húsið í gegn og má segja að steypan verði það eina sem verður eftir. Þau vonast til að getað gert flest sjálf en sem betur fer er Einar er vélstjóri og handlaginn. | | 19 | 11 | Hlíðargerði 14 - Seinni hluti | 31. október 2016 | Áframhald af húsi Einars og Maríu í Hlíðargerði. Hér sjáum við gluggaskipti, flot á gólfum og baráttu við raka og myglu. Hjónin viðurkenna að þetta hafi ekki gengið alveg eins og þau ætluðu sér en segja að þetta sé enn draumaheimili þeirra. | | 20 | 12 | Samantekt | 7. nóvember 2016 | Að þessu sinni er þátturinn þrískiptur. Fyrst heyrum við hvernig parket er gert upp og næst Gulli lítur við hjá Ómari Úlfi. Hann þarf smá aðstoð að ljúka við verkefni og vill lýsa upp horn á pallinum sínum. Að lokum heimsækir Gulli gamlar slóðir á Stykkishólmi, til Þórnýjar og Ragnarar úr fyrstu þáttaröð, en þau hafa sannarlega gert gamla sýslumannshúsið að heimili. | ### Þáttaröð 3 (2017) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ------------------------------------------------ | ------------------ | ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 21 | 1 | Gunnar og Björg í Hafnarfirði | 25. september 2017 | Hér í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar lítur Gulli í húsið þeirra Gunna Helga og Björk Jakobs á Stekkjarhvammi í Hafnarfirði. Þau eru löngu búin að taka neðri hæðina í gegn og nú er kominn tími á efri hæðina. | | 22 | 2 | Hús í Mosfellsbæ - fyrri hluti | 2. október 2017 | Hús þeirra Sóleyjar og Gústafs í Mosfellsbæ tekið í gegn. Þau búa þar ásamt þremur sonum sínum en það þarf að aðlaga heimilið að þörfum yngsta sonarins, Steina, sem er fatlaður og notar göngugrind. Eins og húsið er núna þá kemst hann ekki um allt húsið og því um að gera að skella sér í framkvæmdir. | | 23 | 3 | Hús í Mosfellsbæ - seinni hluti | 9. október 2017 | Í þessum þætti höldum við áfram að fylgjast með framkvæmdum hjá Sóleyju og Gústafi. Lokaafurðin er stórglæsileg og veitir syni þeirra, Steina, mun meira sjálfstæði inn á eigin heimili. | | 24 | 4 | Hús í Miðvangi - fyrri hluti | 16. október 2017 | Gulli lítur til Ásthildar og Kristins sem eru nýkomin heim frá Sviss. Þau hafa keypt sér einbýlishús í Hafnarfirði og langar að gera húsið að sínu og ljóst er að það er þörf á að taka það hressilega í gegn. | | 25 | 5 | Hús í Miðvangi - seinni hluti | 23. október 2017 | Áframhald hús þeirra Ásthildar og Kristins. Hér er þakið lagað en í síðasta þætti kom í ljós að þakið fúið og ónýtt. Hjónin viðurkenna að þetta verkefni hafi verið stærra en þau bjuggust við en að lokum eru þau í skýjunum yfir draumaheimilinu. | | 26 | 6 | Herbergi við Þigholtsstræti - fyrri hluti | 30. október 2017 | Hér kíkir Gulli til Gumma Árna en hann er mikill áhugamaður um að gera upp gamlar íbúðir. Verkefnið hans að þessu sinni er að breyta kjallaraherbergi í litna stúdíóíbúð og í þessum þætti sjáum við allt rifið út. | | 27 | 7 | Herbergi við Þigholtsstræti - seinni hluti | 6. nóvember 2017 | Gummi Árna Heldur áfram að gera upp kjallaraherbergi og hér eru lagnir lagðar, nýtt gólf sett á og herbergið gert að heimili. | | 28 | 8 | Íbúð í Drápuhlíð - Fyrri hluti | 13. nóvember 2017 | Hér kíkjum við til Jóhannesar Helga í Hlíðunum. Hann er tiltölulega nýbúin að kaupa íbúðina sína en hann keypti hana með því í huga að hann vildi breyta henni. Hann vill snúa íbúðinni gjörsamlega við og vill m.a. taka niður nokkra burðarveggi, stækka baðherbergið og færa eldhúsið. | | 29 | 9 | Íbúð í Drápuhlíð - Seinni hluti | 20. nóvember 2017 | Áframhald framkvæmda hans Jóhannesar Helga. Hann viðurkennir að verkefnið hafi verið erfitt en eftir mikla samvinnu ýmissa iðnarmanna þá er hann mjög sáttur með lokaafurðina. | | 30 | 10 | Gamalt hús í Reykjanesbæ | 27. nóvember 2017 | Gulli fer til Reykjaness til þeirra Önnu og Inga en þau ætla að taka húsið sitt í gegn. Húsið er æskuheimili Inga og þau keyptu eignina af foreldrum hans. Þetta var fullkomið þar sem langþráður Önnu var að kaupa gamalt hús og gera það að sínu. | | 31 | 11 | Brynjar og Anna Lísa á Refsstöðum - fyrri hluti | 4. desember 2017 | Gulli fer upp í sveit á Refstaði, í Hálsaveit, til bændanna Brynjars og Önnu Lísu. Þau gerðu upp húsið sitt þegar þau keyptu lóðina en núna ætla þau að breyta gömlu fjósi í íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn sína. Í þessum fyrri hluta er allt gamla rifið út og gert tilbúið fyrir það nýja. | | 32 | 12 | Brynjar og Anna Lísa á Refsstöðum - seinni hluti | 11. desember 2017 | Í þessum lokaþætti þáttaraðarinnar höldum við áfram að fylgjast með Brynjari og Önnu Lísu breyta gömlu fjósi í íbúðarhúsnæði. | ### Þáttaröð 4 (2019) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ------------------------------------------- | ------------------ | ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 33 | 1 | Verkefnið á Bræðraborgarstíg - fyrri hluti | 26. ágúst 2019 | Í þessum þætti fylgjumst við með endurbótum hjá Söndru Hlíf á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg sem hústökufólk hafði lagt undir sig eftir hrun. | | 34 | 2 | Verkefnið á Bræðraborgarstíg - seinni hluti | 2. september 2019 | Við höldum áfram að fylgjast með hjá Söndru Hlíf sem er að gera upp hluta af húsinu sínu á Bræðraborgarstíg. | | 35 | 3 | Einbýlishús í Árbænum - fyrri þáttur | 9. september 2019 | Jónína og Fannar keyptu hús langömmu Fannars í Árbænum. Þau hafa tvo mánuði til að breyta því áður en þau flytja inn. | | 36 | 4 | Einbýlishús í Árbænum - seinni þáttur | 16. september 2019 | Nú sjáum við lokaútgáfuna á breytingunum hjá Jónínu og Fannari í Árbænum. Nýtt skolp, gólfhiti, nýtt bað og kostnaðaráætluninni hefur verið hent. | | 37 | 5 | Hæð í Stóragerði | 23. september 2019 | Þau Elísabet og Magnús arkitekt hafa fest kaup á hæð í Stóragerði. Þau eru að mestu leiti sammála um breytingarnar en þó eru nokkur vafaatriði. | | 38 | 6 | Húsið Brenna | 30. september 2019 | Húsið Brenna var byggt af tveimur steinsmiðum árið 1881 úr afgöngum og úr Alþingishúsinu að talið er. Húsið er friðað og í þættinum fylgjumst við með því komast í sína upprunalegu mynd. | | 39 | 7 | 6 einbýlishús í Grindavík - fyrri þáttur | 7. október 2019 | Hjónin Alda og Grettir og börnin þeirra fimm ætla að byggja sér einbýlishús í Grindavík úr nokkrum krosslímdum einingum. | | 40 | 8 | 6 einbýlishús í Grindavík - seinni þáttur | 14. október 2019 | Við höldum áfram að fylgjast með fjölskyldu Grettis og Öldu byggja 6 einbýlishús í Grindavík. | | 41 | 9 | Sækambur á Nesveginum - fyrri þáttur | 21. október 2019 | Nína Björk og Gísli Örn leikarahjóna hafa búið í húsinu Sækambur á Nesveginum í nokkur ár og nú stendur til að breyta því og hanna það að fjölskyldunni. | | 42 | 10 | Sækambur á Nesveginum - seinni þáttur | 28. október 2019 | Lokaþátturinn af Gulla byggi í þessari þáttaröð. Gísli og Nína eru á lokametrunum og í kappi við tímann | ### Þáttaröð 5 (2020) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ------------------------------------- | ---------------- | --------------------------------------------------------------------- | | 43 | 1 | Binna og Arna á Refstöðum | 27. apríl 2020 | Gömul bátasmiðja flutt frá Akureyri til Hálsasveitar í lögreglufylgd. | | 44 | 2 | Þakíbúð í Álalind | 4. maí 2020 | Margrét rafvirki standsetur þakíbúð í Kópavogi. | | 45 | 3 | Nína og Gísli: Hulunni svift | 11. maí 2020 | Flutningur inn í hús Nínu og Gísla. | | 46 | 4 | Sumarbústaður í Grímsnesi | 18. maí 2020 | Gulli smíðar pall og skjólvegg við sumarhús. | | 47 | 5 | Gamla Bátasmiðjan innréttuð og kláruð | 25. maí 2020 | Húsið sem var flutt er nú innréttað og gólf steypt. | ### Þáttaröð 6 (2021) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | -------------------------- | ------------------ | -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 48 | 1 | Næfurás | 29. ágúst 2021 | Matthías tekur íbúðina sína í gegn í Árbænum á fimm vikum, með nýju baði, sólbekk og heimasmíðuðum borðum. | | 49 | 2 | Kofastríð 1 | 12. september 2021 | Leikararnir Jóhann G og Atli Þór kaupa sinn hvorn vinnuskúrinn og gera þá upp í görðunum hjá sér, annar verður menningarhús og hinn mótorhjóla geymsla. | | 50 | 3 | Kofastríð 2 | 19. september 2021 | Seinni hluti af Kofastíði þar sem leikararnir Jóhann G og Atli Þór kaupa sinn hvorn vinnuskúrinn og gera þá upp í görðunum hjá sér, annar verður menningarhús og hinn mótorhjóla geymsla. | | 51 | 4 | Básendi | 26. september 2021 | Hjónin Hulda og Jón gera upp heilt hús við Básenda í Reykjavík. Upphaflega stóð til að mála einn til tvo veggi og flytja svo inn, en á endanum var allt húsið tekið í gegn. | | 52 | 5 | Þingholtsstræti | 3. október 2021 | Gamalt hús við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá er tekið í gegn. Breytingin er Svansvottuð bæði þegar kemur að urðun og uppbyggingu. | | 53 | 6 | Fellsmúli / Mánagata | 10. október 2021 | Hér fylgjumst við með tveimur ólíkum verkefnum, annarsvegar ódýrum en miklum útlitsbreytingum á íbúð í Fellsmúla og hins vegar kjallaraíbúð á Mánagötu. | | 54 | 7 | Skógargerði 1 | 17. október 2021 | Stórframkvæmdir í Skógargerðinu, framhald frá fyrri þáttaröð. | | 55 | 8 | Skógargerði 2 | 24. október 2021 | Seinni hluti af Skógargerði en þar stendur til að færa eldhús og baðherbergi á miðhæð, smíða svalir utan á húsið og taka garðinn í gegn, með tilheyrandi vandamálum og verkefnum sem þarf að laga. | | 56 | 9 | Útsýnispallur á Bolafjalli | 30. október 2021 | Gulli fylgist með hönnun og byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli frá upphafi til enda. | ### Þáttaröð 7 (2022) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | ---------------------------- | ------------------ | ----------------------------------------------------------------------------------------------- | | 57 | 1 | Hófgerði | 11. september 2022 | Ósk og Aron gera upp hæð í Kópavogi með ódýrum en áhrifaríkum hætti. | | 58 | 2 | Marbakkabraut - fyrri hluti | 11. september 2022 | Tvær fjölskyldur rífa gamalt hús og byggja parhús í Kópavogi. Ferlið tekið upp í 4 ár. | | 59 | 3 | Marbakkabraut - seinni hluti | 11. september 2022 | Framhald. Byggingin tekur óvænta stefnu með drauga, lekan glugga og málaferli. | | 60 | 4 | Selbraut | 18. september 2022 | Raðhús á Seltjarnarnesi tekið í gegn, breytt baðherbergi, gólfhiti og nýtt eldhús. | | 61 | 5 | Ölfus | 25. september 2022 | Andrea og Tolli láta draum sinn rætast og byggja hús í sveit við Hveragerði. | | 62 | 6 | Skógargerði | 2. október 2022 | Framhald frá fyrri þáttum með Dísu og Bigga – nú með steyptum skjólveggjum og plani í garðinum. | | 63 | 7 | Stykkishólmur - fyrri hluti | 9. október 2022 | Erlend hjón kaupa jörð á Snæfellsnesi og byrja á litlu sumarhúsi sem stækkar hratt. | | 64 | 8 | Stykkishólmur - seinni hluti | 16. október 2022 | Framhald. Húsið verður stórfenglegt byggt á súlum og minnir á haförn á flugi. | ### Þáttaröð 8 (2024) | Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------- | -------------- | --------------------- | ----------------- | ---------------------------------------------------------------------- | | 65 | 1 | Sikiley | 6. október 2024 | Kynning á fjölbreyttum og skapandi verkefnum með Gulla Helga. | | 66 | 2 | Útieldhús 1 | 14. október 2024 | Smíði útieldhúss hefst. | | 67 | 3 | Útieldhús 2 | 21. október 2024 | Smíðin heldur áfram. | | 68 | 4 | Kleifarkór | 28. október 2024 | Hús í Kleifarkór tekið í gegn vegna myglu. | | 69 | 5 | Frakkland 1 | 4. nóvember 2024 | Fylgst með Íslendingi kaupa höll í Frakklandi. | | 70 | 6 | Frakkland 2 | 11. nóvember 2024 | Framhald af Frakklandsverkefni. | | 71 | 7 | Dalvík - Seinni hluti | 18. nóvember 2024 | Lokið við baðherbergi Aðalheiðar og Jóhanns með hornbaðkari og sturtu. | ### Sérþættir | Titill | Útsendingardagur | Lýsing | | --------------------- | ---------------- | ----------------------------------------------------- | | Einingahús og smáhýsi | 22. janúar 2018 | Fjallað um einingahús og smáhýsi í íslensku samhengi. |
2.078125
# Sinfónískt þungarokk Sinfónískt þungarokk er undirtegund þungarokks sem er þvert á stefnur innan þess geira en hefur sinfóníska eiginleika eins og sinfónísk hljóðfæri, óperusöng, hljómborðseffekta eða jafnvel heila sinfóníuhljómsveit. Undirgreinar sem blandast helst í sinfónískt þungarokk eru gotneskt þungarokk, kraftmálmur, svartmálmur og dauðarokk. Metallica vék sér í sinfónískt þungarokk á plötunni S&M þegar sveitin spilaði með sinfóníuhljómsveit San Francisco-borgar. Enn lengra aftur í söguna má finna Deep Purple og plötuna Concerto for Group and Orchestra með The Royal Philharmonic Orchestra. ## Dæmi um sinfónískar þungarokkssveitir - Avantasia (Þýs) - Apocalyptica (Fin) - Therion (Sví) - Nightwish (Fin) - Rhapsody of Fire (Ít) - Lorna Shore (BNA) - Trans-Siberian Orchestra (BNA) - Epica (Hol) - Kamelot (BNA) - Within Temptation (Hol) - Blind Guardian (Þýs) - Dimmu Borgir (Nor) - Cradle of Filth (Eng) - Emperor (Nor) - Carach Angren (Hol) - Hollenthon (Austurr.) - SepticFlesh (Gri) - Symphony X (BNA) - Ayreon (Hol)
2.953125
# Ruth Tryggvason Ruth Agnete Tryggvason (16. maí 1921 – 16. mars 2011) var dönsk-íslensk kaupkona. Hún var þekkt fyrir aðkomu sína að Gamla bakaríinu á Ísafirði þar sem hún starfað og seinna rak frá árinu 1950 til dánardags. Árið 2006 var hún var gerð að heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.
1.875
# Torfi Þórhallsson Torfi Þórhallsson (fæddur 22. apríl 1964) er íslenskur verkfræðingur og lektor í tölvusjón við Háskólann í Reykjavík. Torfi sérhæfir sig í tölvusjón og hefur unnið að gerð kafbáta með fyrirtækinu Optitogs en hann er sérfræðingur á sviði ómannaðra djúpfara. Foreldrar Torfa voru Ragnheiður Torfadóttir fyrrum rektor Menntaskólans í Reykjavík og Þórhallur Vilmundarson prófessor í sagnfræði.[heimild vantar]
1.898438
# Hilmar Ingólfsson Hilmar Ingólfsson (fæddur 3. júní 1943) er íslenskur kennari og fyrrum skólastjóri Hofsstaðaskóla. Hilmar var ráðinn skólastjóri Hofsstaðaskóla árið 1980 og gegndi því starfi til ársloka 2006. Þá sat Hilmar í bæjarstjórn Garðabæjar í fjölda ára.
1.757813
# Gunnlaugur Sigurðsson Gunnlaugur Sigurðsson (fæddur 20. september 1939) er íslenskur kennari og fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla. Gunnlaugur var ráðinn skólastjóri Garðaskóla við stofnun skólans og gegndi því starfi til ársbyrjunar 2002. Árið 2011 hlaut Gunnlaugur Íslensku menntaverðlaunin fyrir ævistarf kennara. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna kom fram að hann hefði komið í verk ýmsum breytingum og nýjungum í almennu skólastarfi, meðal annars með eflingu foreldrasamstarfs og aukinni ábyrgð nemenda á umhverfi sínu og sjálfum sér.
2.140625
# Erfðaauðlind Erfðaauðlind er erfðaefni sem hefur eða gæti haft efnahagslegt gildi. Erfðaefnið getur verið upprunnið úr jurt, dýri eða örveru, með arfgenga virka eiginleika sem hægt er að hagnýta. Hugtakið var fyrst sett fram í orðalista á Umhverfisráðstefnunni í Ríó 1992 sem varð grunnurinn að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Áður var stundum notast við hugtakið „líffræðileg auðlind“ í sömu merkingu. Hagnýting erfðaauðlinda er afmörkuð í Nagoya-bókuninni við Samninginn um líffræðilega fjölbreytni frá 2010 og í Samningi um erfðaauðlindir plantna í matvælaframleiðslu og landbúnaði frá 2007 meðal annars. Ísland á aðeins aðild að síðarnefnda samningnum. Árið 2003 stóð Norræna ráðherranefndin fyrir útgáfu Kalmaryfirlýsingarinnar um frjálst og opið aðgengi að erfðaauðlindum sem Norðurlöndin varðveita. Árið 2008 var norræna stofnunin NordGen stofnuð með sameiningu þriggja norrænna genabanka. Árið 2023 var svo gefin út uppfærð Kalmaryfirlýsing (um „Aðgang og réttindi fyrir erfðaauðlindir 2023“). Erfðaauðlindir hafa verið hagnýttar í landbúnaði í þúsundir ára. Hagnýting erfðaauðlinda hefur orðið mikilvægari með framförum í líftækni síðustu áratugi. Þessar framfarir hafa vakið spurningar um stöðu hefðbundinnar þekkingar, umhverfissiðfræði, markaðssetningu útsæðis, hættu á erfðamengun, og óafturkræf inngrip í náttúruna.
3.609375
# Indiana háskólinn í Bloomington Indiana háskólinn í Bloomington (ensk. Indiana University Bloomington, IU Bloomington) er opinber háskóli staðsettur í Bloomington í Indiana-ríki, Bandaríkjunum. Hann er aðal háskólasvæði Indiana háskólans (Indiana University) og einn elsti og stærsti háskóli ríkisins. Skólinn var stofnaður árið 1820 og býður upp á fjölbreytt námsframboð á grunnnáms-, meistaranáms- og doktorsnámsstigi. Námsleiðir skólans ná yfir svið eins og viðskipti, lögfræði, hugvísindi, raunvísindi og verkfræði. Indiana háskólinn í Bloomington er frábrugðinn Indiana háskólanum, sem er háskólakerfi með mörgum háskólasvæðum í ríkinu, þar á meðal í Indianapolis, Fort Wayne og South Bend. Þó að hver skóli bjóði upp á mismunandi námsleiðir, er Bloomington stærsta og þekktasta háskólasvæðið. Háskólinn hýsir ýmis rannsóknarstofnanir, bókasöfn og menningarstofnanir, þar á meðal Lilly bókasafnið og Indiana University Art Museum.
2.78125
# Sturla Halldórsson Sturla Halldórsson (13. júlí 1922 - 1. mars 2008) var íslenskur skipstjóri, hafnarstjóri og bæjarfulltrúi. Hann sat í bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar frá 1978 til 1982 fyrir óháða og var varafulltrúi fyrir frjálslynda og vinstri menn á árunum 1974 til 1978. Sturla stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri. Hann var á M/S Ísbirni þegar hann strandaði og sökk út af Deild við Ísafjarðardjúp árið 1940 en öll áhöfnin bjargaðist við illan leik á björgunarbát inn á Skálavík. Hann var seinna á stýrimaður og skipstjóri á Sólborginni ÍS og Gylfa ÍS sem hann átti með bróður sínum en auk útgerðarinnar á bátnum ráku þeir fiskvinnsluna Gylfaver. Árið 1964 hætti hann á sjónum og gerðist yfirhafnarvörður Ísafjarðarhafnar og var þar til 1993 er hann fór á eftirlaun. Árið 2005 var nýr hafnsögubátur hafnarinnar, Sturla Halldórsson ÍS 2642 nefndur í höfuðið á honum. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði og fyrsti formaður klúbbsins. Árið 1997 hlaut hann æðstu orðu Kiwanis, Hixson orðuna. Sturla starfaði lengi að verkalýðsmálum og var formaður og sat í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar og félagi opinberra starfsmanna á Ísafirði og Vestfjörðum (FOSÍ og FOSVest). ## Fjölskylda Sturla var sonur Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar, útgerðarmanns, og Svanfríðar Albertsdóttur. Hann átti 10 systkini, þar á meðal Jón Laxdal leikara.
2.6875
# Blúsrokk Blúsrokk er tónlistarstefna þar sem rokki er blandað við blús. Uppruni þess er á snemma á 7. áratug 20. aldar. Í Bretlandi voru það the Rolling Stones, the Yardbirds, the Animals og Eric Clapton (Cream o.fl.) sem risu til frægðar með þessum stíl. Canned Heat voru meðal sveita vestanhafs. Síðar varð blúsrokkið aðeins harðara með böndum eins og bandarísku Allman Brothers Band, Aerosmith, Lynyrd Skynyrd og ZZ Top. Breskar sveitir má nefna eins og Led Zeppelin, Jeff Beck Group og Ten Years After. Sveitir líkt og Jethro Tull og Black Sabbath áttu sínar rætur í blúsrokki áður en þær þróuðu eigin stíl.
2.96875
# Ragga Rix Ragnheiður Inga Matthíasdóttir betur þekkt sem Ragga Rix er íslenskur rappari frá Akureyri. Hún fæddist árið 2008 í Reykjavík en Ragga ólst að mestu upp á Akureyri. Hún hóf námsferil sinn í Oddeyrarskóla en útskrifaðist þó úr Brekkuskóla ári á undan jafnöldrum sínum. Þá stundaði hún nám í eitt ár í Danmörku við Ranum. Nú stundar hún nám Menntaskólann á Akureyri. #### Rappferill Rappferill Röggu hófst í 4.bekk þegar hún stofnaði hljómsveit með litlu systur sinni. Hljómsveitin nefndist Blautir Sokkar og samdi þrjú lög. Lögin voru ekki gefin út en þau spiluð á giggum hjá t.d. Oddeyrarskóla, kosningakaffi hja Samfylkingunni og úti á Eiðsvelli. Fyrsta lagið sem Ragga gaf út á Youtube heitir Reppa blauta sokka og kom það út 2019. Síðan þá hefur komið út slatti af lögum, tónlistarmyndböndum, stuttmyndum og ýmsu á þann mátann. Í kringum 2022 náði swag Röggu hámarki en þá kom hún fram á Grænahattinum, bæjarhátíðinni Eina með Öllu, Samfés, Rímnaflæði, Sumartónum þar sem hún rappaði með Páli Óskari og í krakkaskaupinu.
2.078125
# Sturla Halldórsson ÍS Sturla Halldórsson ÍS er íslenskur hafnsögu- og dráttarbátur í eigu Ísafjarðarhafnar. Báturinn var smíðaður í Gdansk í Póllandi í skipasmíðastöðinni Cristspolka og sjósettur í ágúst 2005. Hann var formlega afhentur 12. október 2005 en hann leysti af hómi eldri bát, Þyt, sem var orðinn 35 ára. Áætlaður kostnaður við smíði hans var 54 milljónir króna. Báturinn er nefndur eftir Sturlu Halldórssyni, fyrrverandi hafnarstjóra Ísafjarðar.
2.296875
# 2. deild karla í knattspyrnu 1965 Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 11. sinn árið 1965. Leikið var í tveimur riðlum. ## A riðill Í A riðli léku lið Þróttar, KS, Hauka og Reynis. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | ------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | ------------ | | 1 | | Þróttur | 6 | 5 | 1 | 0 | 26 | 10 | +16 | 11 | Í umspil | | 2 | | KS | 6 | 3 | 1 | 2 | 19 | 11 | +8 | 7 | | | 3 | | Haukar | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 10 | -1 | 5 | | | 4 | | Reynir | 6 | 0 | 1 | 5 | 2 | 25 | -23 | 1 | | Lið Skarphéðins hætti keppni. ## B riðill Í B riðli riðli léku ÍBV, ÍBÍ, Breiðablik, FH og Víkingur | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | ---------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | ------------- | | 1 | | ÍBV | 8 | 6 | 0 | 2 | 26 | 12 | +14 | 12 | Í úrslitaleik | | 2 | | ÍBÍ | 8 | 4 | 1 | 3 | 22 | 17 | +5 | 9 | | | 3 | | Breiðablik | 8 | 4 | 1 | 3 | 16 | 28 | -12 | 9 | | | 4 | | FH | 8 | 2 | 1 | 5 | 18 | 18 | +0 | 5 | | | 5 | | Víkingur | 8 | 2 | 1 | 5 | 14 | 21 | -7 | 5 | | ## Úrslitaleikur Úrslitaleikurinn var leikinn á milli Þróttar og ÍBV. Leikurinn fór 7-3 fyrir Þrótt eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3. | Lið | | Úrslit | | Lið | | ------- | | ------ | | --- | | Þróttur | | 7-3 | | ÍBV | ## Fróðleikur | Sigurvegarar 2. deildar 1965 | | ---------------------------- | | Þróttur Upp í 1. deild |
2.65625
# 2. deild karla í knattspyrnu 1966 Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 12. sinn árið 1966. Leikið var í tveimur riðlum. Þetta var í síðasta skipti sem ekkert lið féll niður um deild í 2. deild, en 3. deildin var stofnuð þetta ár. ## A riðill Í A riðli léku lið Fram, ÍBV, Víkings, Hauka og ÍBS. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | -------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | ------------- | | 1 | | Fram | 8 | 5 | 1 | 2 | 20 | 5 | +15 | 11 | Í úrslitaleik | | 2 | | ÍBV | 8 | 5 | 0 | 3 | 25 | 15 | +10 | 10 | | | 3 | | Víkingur | 8 | 5 | 0 | 3 | 17 | 16 | +1 | 10 | | | 4 | | Haukar | 8 | 3 | 2 | 3 | 19 | 16 | +3 | 8 | | | 5 | | ÍBS | 8 | 0 | 1 | 7 | 6 | 35 | -29 | 1 | | ## B riðill Í B riðli riðli léku Breiðablik, KS, FH og ÍBÍ | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | ---------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | ------------- | | 1 | | Breiðablik | 6 | 4 | 1 | 1 | 9 | 6 | +3 | 9 | Í úrslitaleik | | 2 | | KS | 6 | 2 | 2 | 2 | 7 | 5 | +2 | 6 | | | 2 | | ÍBÍ | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 | 10 | -2 | 6 | | | 4 | | FH | 6 | 1 | 1 | 4 | 7 | 10 | -3 | 3 | | ## Úrslitaleikur Úrslitaleikurinn var leikinn á milli Fram og Breiðabliks. Leikurinn fór 3-0 fyrir Fram | Lið | | Úrslit | | Lið | | ---- | | ------ | | ---------- | | Fram | | 3-0 | | Breiðablik | ## Fróðleikur | Sigurvegarar 2. deildar 1966 | | ---------------------------- | | Fram Upp í 1. deild |
2.859375
# 2. deild karla í knattspyrnu 1967 Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 13. sinn árið 1967. Leikið var í tveimur riðlum. Þetta ár var í fyrsta skiptið sem liðin áttu það á hættu að falla úr B-deild niður í C-deild, sem hafði verið stofnuð ári áður. ## A riðill Í A riðli léku lið Þróttur, Selfoss, Breiðabliks og KS. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | ---------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | ------------- | | 1 | | Þróttur | 6 | 4 | 2 | 0 | 15 | 7 | +8 | 10 | Í úrslitaleik | | 2 | | Selfoss | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 | 8 | +0 | 6 | | | 3 | | Breiðablik | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 9 | +0 | 5 | | | 4 | | KS | 6 | 1 | 1 | 4 | 3 | 13 | -10 | 3 | Í umspilsleik | ## B riðill Í B riðli riðli léku ÍBV, Víkingar, Haukar og ÍBÍ | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | | ---- | | -------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | ------------- | | 1 | | ÍBV | 6 | 3 | 2 | 1 | 13 | 10 | +3 | 8 | Í úrslitaleik | | 2 | | Víkingur | 6 | 3 | 2 | 1 | 19 | 9 | +10 | 8 | | | 3 | | Haukar | 6 | 3 | 0 | 3 | 12 | 12 | +0 | 6 | | | 4 | | ÍBÍ | 6 | 1 | 0 | 5 | 5 | 17 | -12 | 2 | Í umspilsleik | ÍBV og Víkingur þurftu að leika úrslitaleik því báðum leikjum þeirra lauk með jafntefli. | Lið | | Úrslit | | Lið | | --- | | ------ | | -------- | | ÍBV | | 5-1 | | Víkingur | ## Fallleikur Leiknir voru samtals 3 leikir um fall þetta ár, allir á milli KS og ÍBÍ. Fyrsta leiknum lauk með 1-1 jafnteli eftir framlengingu, en leikar stóðu 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Annar leikur var settur á, en hann tafðist vegna kærumála og var fyrst spilaður sumarið eftir, og fór hann einnig 1-1. Leika þurfti því þriðja leikinn. Ísfirðingar unnu þá 5-1 ### 1. leikur 1. leikurinn fór fram strax eftir tímabilið 1967 | Lið | | Úrslit | | Lið | | --- | | --------- | | --- | | ÍBÍ | | (0-0) 1-1 | | KS | ### 2. leikur Vegna jafnteflisins var settur á annar leikur. Framkvæmd hans tafðist þó vegna kærumála en var loksins leikinn hinn 22. maí 1968. | Lið | | Úrslit | | Lið | | --- | | ------ | | --- | | ÍBÍ | | 1-1 | | KS | ### 3. leikur Enn gerðu liðin jafntefli og því var ekki annað í stöðunni en að skipuleggja næsta leik, sem var leikinn 14. júní 1968. | Lið | | Úrslit | | Lið | | --- | | ------ | | --- | | ÍBÍ | | 5-1 | | KS | ## Úrslitaleikur Úrslitaleikurinn var leikinn á milli ÍBV og Þróttar. Leikurinn fór 3-0 fyrir ÍBV. | Lið | | Úrslit | | Lið | | --- | | ------ | | ------- | | ÍBV | | 3-0 | | Þróttur | ## Fróðleikur | Sigurvegarar 2. deildar 1967 | | ---------------------------- | | ÍBV Upp í 1. deild |
2.828125
# 3. deild karla í knattspyrnu 1967 3. deild karla í knattspyrnu var haldin í annað sinn árið 1967. Leikið var í tveimur riðlum og kepptu sigurvegararnir sín á milli um eitt laust sæti í næstefstu deild að ári. Fimleikafélag Hafnarfjarðar fór með sigur af hólmi. ## A riðill | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | --------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | FH | 4 | 3 | 1 | 0 | 16 | 7 | +7 | 7 | | 2 | | HSH | 4 | 1 | 1 | 2 | 9 | 11 | -2 | 3 | | 3 | | Reynir S. | 4 | 1 | 0 | 3 | 5 | 12 | -7 | 2 | ## B riðill | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | ----------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | | 1 | | Völsungur | 4 | 3 | 1 | 0 | 15 | 3 | +12 | 7 | | 2 | | Mývetningur | 4 | 3 | 1 | 0 | 4 | 4 | 0 | 7 | | 3 | | Bolungarvík | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 | 13 | -12 | 0 | ### Oddaleikur B-riðils - 18. ágúst, Völsungur 5:0 Mývetningur 0 ### Úrslitaleikur 3. deildar - 27. ágúst, FH 3:0 Völsungur
2.40625
# 3. deild karla í knattspyrnu 1970 3. deild karla í knattspyrnu var haldin í fimmta sinn árið 1970. Keppt var í sjö landsvæðaskiptum riðlum, tveimur milliriðlum og loks úrslitaleik. Þróttur Neskaupstað fór með sigur af hólmi og fór upp um deild. ## A-riðill Reynir Sandgerði, Víðir Garði, Njarðvík, Grindavík ## B-riðill Ungtemplarafélagið Hrönn, Stjarnan, Hveragerði, Freyr Stokkseyri ## C-riðill KS, Tindastóll, UMSS, Leiftur ## D-riðill UMSB, Víkingur Ólafsvík, Grundarfjörður ## E-riðill HVÍ, Bolungarvík ## F-riðill Sindri, Leiknir Fáskrúðsfirði, Hrafnkell Freysgoði ## G-riðill Þróttur Neskaupstað, Austri Eskifirði, Huginn Seyðisfirði, Valur Reyðarfirði ## Milliriðill Suðurland/Vesturland | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | ---------------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | Reynir Sandgerði | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 | 2 | +3 | 5 | | 2 | | UMSB | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 | 2 | +1 | 4 | | 3 | | Hrönn Reykjavík | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 2 | | 4 | | HVÍ | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 | 6 | 3 | 1 | ## Milliriðill Norðurland/Austurland | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | ----------------------------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | Þróttur Neskaupstað | 2 | 2 | 0 | 0 | - | - | - | 4 | | 2 | | Knattspyrnufélag Siglufjarðar | 2 | 1 | 0 | 1 | - | - | - | 2 | | 3 | | Sindri Höfn | 2 | 0 | 0 | 2 | - | - | - | 0 | ## Úrslitaleikur 3. deildar Akureyri, 12. ágúst - Þróttur Neskaupstað 4:1 Reynir Sandgerði
2.34375
# 3. deild karla í knattspyrnu 1968 3. deild karla í knattspyrnu var haldin í þriðja sinn árið 1968. Leikið var í þremur riðlum, þar á meðal einum sem alfarið var skipaður félögum frá Austurlandi og kepptu sigurvegararnir sín á milli ásamt neðsta liði 2. deildar um tvö laus sæti í næstefstu deild að ári, var það fyrirkomulag viðhaft vegna fjölgunar liða í efstu deild. Völsungur og Héraðsamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu hrepptu sætin tvö. ## A-riðill Ungtemplarafélagið Hrönn varð fyrsta Reykjavíkurfélagið til að taka þátt í keppni í þriðju deild. Snæfellingar höfðu talsverða yfirburði og unnu alla leiki sína í riðlinum. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | --------------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | | 1 | | HSH | 6 | 6 | 0 | 0 | 23 | 10 | +13 | 12 | | 2 | | Víðir Garði | 6 | 3 | 0 | 3 | 17 | 3 | +4 | 6 | | 3 | | Njarðvík | 6 | 2 | 0 | 4 | 13 | 18 | -5 | 4 | | 4 | | Hrönn Reykjavík | 6 | 1 | 0 | 5 | 17 | 29 | -12 | 2 | ## B-riðill Íþróttafélagið Stefnir frá Súgandafirði hætti keppni. Ekki varð ljóst fyrr en vel var liðið á sumar hvernig riðillinn yrði endanlega skipaður þar sem Knattspyrnufélag Siglufjarðar og Íþróttabandalag Ísafjarðar áttu eftir að útkljá hvort félagið félli niður um deild frá fyrra ári. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | ----------------------------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | Völsungur | 4 | 3 | 0 | 1 | 11 | 6 | +5 | 6 | | 2 | | Knattspyrnufélag Siglufjarðar | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 5 | 0 | 2 | | 3 | | Reynir Sandgerði | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 7 | -5 | 2 | ## C-riðill Fimm lið kepptu í Austurlandsriðli 3. deildar en Ungmennafélag Stöðfirðinga og Huginn Seyðisfirði drógu sig úr keppni. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | --------------------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | Þróttur Neskaupstað | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 | 3 | +4 | 6 | | 2 | | Austri Eskifirði | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 5 | | 3 | | Leiknir Fáskrúðsfirði | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 7 | +1 | 4 | | 4 | | Spyrnir Héraði | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 9 | -4 | 3 | | 5 | | Hrafnkell Freysgoði | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 2 | ## Úrslitakeppni Úrslitakeppni fjögurra liða um tvö laus sæti fór fram á þremur dögum, 19.-21. ágúst á Melavelli og Hafnarfjarðarvelli. Völsungar og Snæfellingar tryggðu sér tvö efstu sætin, þeir síðarnefndu með 1:1 jafntefli gegn Ísfirðingum í lokaleik. Ekki tókst þó að láta úrslitaleikinn um 3. deildarmeistaratitilinn fara fram fyrr en í júlí árið eftir og urðu Húsvíkingar þar hlutskarpastir. | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | -------------------------- | - | - | - | - | -- | -- | -- | ---- | | 1 | | Völsungur | 3 | 2 | 0 | 1 | 9 | 5 | +4 | 4 | | 2 | | HSH | 3 | 1 | 2 | 0 | 6 | 4 | +2 | 4 | | 3 | | Íþróttabandalag Ísafjarðar | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 5 | -1 | 3 | | 3 | | Þróttur Neskaupstað | 3 | 0 | 1 | 2 | 5 | 10 | -5 | 1 |
2.671875
# 3. deild karla í knattspyrnu 1971 3. deild karla í knattspyrnu var haldin í sjötta sinn árið 1971. Keppt var í fjórum landsvæðaskiptum riðlum og fjögurra liða úrslitariðli. Völsungur Húsavík fór með sigur af hólmi og fór upp um deild. ## A-riðill Reynir Sandgerði, Njarðvík, Stjarnan, Víðir Garði, Ungtemplarafélagið Hrönn, Grindavík, Hveragerði ## B-riðill UMSB, HVÍ, Bolungarvík ## C-riðill Völsungur, UMSE, KS, Leiftur, UMSS, USAH ## D-riðill KSH, Sindri, Austri Eskifirði, Leiknir Fáskrúðsfirði, Spyrnir Héraði, Huginn Seyðisfirði ## Úrslitakeppni | Sæti | | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | | ---- | | ------------------------------- | - | - | - | - | -- | -- | --- | ---- | | 1 | | Völsungur | 3 | 3 | 0 | 0 | 14 | 2 | +12 | 6 | | 2 | | UMSB | 3 | 2 | 0 | 1 | 8 | 5 | +3 | 4 | | 3 | | KSH Stöðvarfjörður/Breiðdalsvík | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 12 | -10 | 2 | | 4 | | Reynir Sandgerði | 3 | 0 | 0 | 3 | 3 | 8 | -5 | 0 |
2.0625
# Ahomríkið Ahomríkið (assamíska: আহোম ৰাজ্য) einnig kallað konungsríkið Assam, var konungsríki í árdal Brahmaputra í Assam, norðausturhluta Indlands. Leiðtoginn Sukaphaa, sem kom í dalinn frá Mong Mao þar sem nú er Júnnanhérað í Kína, stofnaði ríkið árið 1228. Stofnendur ríkisins töluðu taímál og fluttu með sér þá aðferð að rækta hrísgrjón á flæðiökrum. Undir stjórn Suhungmung á 16. öld þandist ríkið út og hafði mikil áhrif alls staðar í Brahmaputradalnum. Þetta varð þó til þess að Ahomar lentu í minnihluta í ríkinu og assamíska tók við af taí sem ríkjandi tungumál. Hindúatrú varð ríkjandi trúarbrögð í ríkinu. Ahomríkið stóð af sér árásir íslamskra ráðamanna í Bengal og Mógúlveldinu, þótt herir stórmógúlsins næðu að leggja höfuðborgina, Garhgaon, undir sig um stutt skeið. Eftir sigur gegn Mógúlveldinu í orrustunni um Saraighat 1671 stækkaði ríkið enn til vesturs. Ríkið byggðist á þegnskylduvinnu sem leiddi til sívaxandi innri átaka. Moamoria-uppreisnin hófst árið 1769 og leiddi til þess að þegnskylduvinnukerfið hrundi og fólksflótti brast á. Ahomríkið kom sér þá upp atvinnuher málaliða, en náði ekki að verjast innrásum frá Búrma í byrjun 19. aldar. Þegar Bretar og Konbaung-veldið í Búrma sömdu frið 1826 fengu þeir fyrrnefndu Ahomríkið í sinn hlut. Bretar gerðu Purandar Singha að konungi 1833, en vegna spillingar innan hirðarinnar og óvinsælda konungsins meðal almennings settu þeir hann af fimm árum síðar og innlimuðu landið í Breska Indland.
3.421875
# Ahnighito Ahnighito er loftsteinn úr járni sem rakst á jörðina fyrir um 10 þúsund árum. Stór loftsteinn sem þá rakst á jörðina splundraðist í þúsundir mola fyrir ofan Thulesvæðið á Grænlandi og dreifðust brotin þar yfir stórt svæði í grennd við Yorkshöfða (Cape York) og einkum þar sem þorpið Savissivik er. Ahnighito er langstærsta brotið sem fundist hefur úr þessum loftsteini og er um 31 tonna þungur. Það fannst á ey sem nú er kölluð Meteoritöen eða Loftsteinseyja. Inúítar á Grænlandi nýttu járnið í steinunum í margar aldir. Fyrstu heimildir um steinana bárust til vísindamanna á Vesturlöndum um 1818 en fimm heimskautaleiðangrar sem farnir voru á árunum 1818 til 1883 leituðu að uppsprettu járnsins en fundu ekki. Landkönnuðurinn John Ross kom á þessar slóðir árið 1818 en hann var að leita að norðvestur siglingaleiðinni. Hann varð þess áskynja að Inúítar á Thulesvæðinu höfðu aðgang að járni og höfðu búið til beitta hnífa og afar vandaða járnodda á hvalskutla sína á meðan Inúítar á Grænlandsslóðum voru ennþá á steinöld. Nafnið Savissivik þýðir á máli Inúíta "staðurinn þar sem maður finnur járn". Ross fann ekki uppsprettu járnsins enda vildu Inúítar leyna staðnum sem þeir kölluðu járnfjallið. Ahnighito er stærsti steinninn af þremur sem Inúítar kölluðu tjaldið, konuna og hundinn eftir lögun þeirra. Ahnighito eða tjaldið var 31 tonn, konan var 2½ tonn og hundurinn var ½ tonn. Árið 1864 komst Robert Peary að staðnum þar sem stærstu loftsteinastykkin voru því leiðsögumaður hans úr hópi Inúíta fylgdi honum þangað. Þremur árum seinna tókst Peary að koma Ahnighito á skipsfjöl og þaðan var siglt með hann til Bandaríkjanna. Nafnið Ahnighito kemur úr grænlensku en rétt stafsetning væri Arnakittoq ("stelpukind"). Peary seldi svo steininn fyrir $40.000 til American Musem of Natural History og þar er steinninn ennþá til sýnis. Annað stórt stykki, Agpalilik (20 tonn), er varðveitt á safni í Kaupmannahöfn.
3.75
# Ahmed Yassin Sjeik Ahmed Yassin (1937 — 22. mars, 2004) var leiðtogi Hamas samtakanna þangað til hann var drepinn af ísraelska hernum. Talsmenn Ísraelsstjórnar sögðu að aftakan væri refsing fyrir allan þann fjölda sjálfsmorðsárása á ísraelska borgara, sem Hamas hefur staðið fyrir. Stuðningsmenn Ahmeds Jassins, auk fjölmargra annarra, fordæmdu aftökuna. Ahmed Yassin stofnaði Hamas ásamt Abdel Aziz al-Rantissi árið 1987. Upphaflega voru samtökin kölluð Palestínuvængur Bræðralags Múslima. Ísraelsríki, Bandaríkin, Evrópusambandið og fleiri lönd hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök. Auk þess að vera sjóndapur svo jaðraði við blindu var hann lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól vegna íþróttaóhapps sem henti hann á hans yngri árum.
3.046875
# Ahmedabad 23°02′00″N 72°35′00″A / 23.03333°N 72.58333°A Ahmedabad eða Amdavad er stærsta borgin í Gujarat á Indlandi. Þar búa 5.570.585 manns (2001).
1.984375
# Aiga-i-le-Tai Aiga-i-le-Tai er hverfi á Samóaeyjum. Það nær yfir vesturhluta Upolu eyju, auk smærri eyjanna Apolima og Manono og litla Nu'ulopa, sem liggur á milli Upolu og Savai'i á Apolima Street. Með svæði 27 km2 er héraðið það minnsta á Samóa og næst með minnstu íbúa, á eftir Va'a-o-Fonoti. Aðsetur þess er staðsett í borginni Mulifanua.
2.171875
# Ahmed Best Ahmed Best (fæddur 1973) er bandarískur leikari og tónlistarmaður. Hann er þekktastur sem rödd Jar Jar Binks í Stjörnustríðsmyndunum.
1.828125
# Aicardi-Goutieres heilkenni Aicardi–Goutières heilkenni (AGS) er alvarlegur en afar sjaldgæfur meðfæddur sjúkdómur sem veldur í flestum tilvikum heilakvilla (e. encephalopathy) í frumbernsku. Einstaklingar með AGS lifa oft með fjölfötlun en með góðum stuðningi geta átt hamingjusamt líf.
2.359375
# Aiguille du Midi Aiguille du Midi er fjall í Mont Blanc-fjallgarðinum í Frönsku Ölpunum. Nafn fjallsins merkir „hádegisnálin“ og kemur til vegna þess að sólin er beint yfir tindinum á hádegi þegar horft er á hann frá bænum Chamonix. Þaðan er hægt að fara upp á tind fjallsins með kláf sem á heimsmetið í lóðréttu klifri; fer úr 1035 metrum í 3842 metra hæð á 20 mínútum.
2.546875
# Alpamandra Alpamandra (fræðiheiti: Salamandra atra) er tegund salamandra.
2.421875
# Alona Tal Alona Tal (fædd 20. október 1983) er ísraelsk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Supernatural, Veronica Mars og HaPijamot. ## Einkalíf Tal er fædd og uppalin í Herzliya, Ísrael. Tal var meðlimur í ísraelska varnarliðinu áður en hún gerðist leikkona. Tal byrjaði ferill sinn í barna tónlistarmyndum þar sem hún lék vonda norn. Eftir það kom hún fram í auglýsingu fyrir þvottaefni. Tal hefur verið gift leikaranum Marcos Ferraez síðan 2007. ## Ferill Fyrsta kvikmyndahlutverk Tal var í ísraelsku myndinni Lihiyot Kochav (To Be A Star). Á meðan upptökur stóðu yfir á myndinni, þá var henni boðið að leika í tveimur sjónvarpsþáttum, sem hún tók. Sá fyrri var sápuóperan Tzimerim, um líf fjölskyldu sem rak hótel; sá seinni var HaPijamot (The Pyjamas), grínþáttur um hljómsveit sem átti erfitt að komast áfram í tónlistariðnaðinum. Þátturinn rann í fimm ár og gaf Tal tækifæri á að sýna tónlistarhæfileika sinn. Þó að hún lék aðalhlutverkið í þrjú ár, þá kom hún fram í fjórðu seríunni í nokkrum þáttum. Eftir það þá tók hún upp nokkur lög með ísraelska rapparanum Subliminal. Eftir annasama vinnu, þá flutti, Tal til New York City til þess að lifa með systur sinni. Þar kynntist hún Wyclef Jean og tók upp lag með honum, þar sem hún syngur viðlagið á herbresku. Fyrsta stóra sjónvarpshlutverk hennar var í Veronica Mars sem Meg Manning sem hún lék frá 2004-2005. Persóna Tal var ein af vinkonum Veronicu Mars. Tal sóttist upprunalega eftir að leika Veronicu Mars, og var valkostur númer tvö fyrir hlutverkið. Rob Thomas, höfundur þáttarins líkaði svo við Tal að hann bjó til aukahlutverk sérstaklega fyrir hana. Hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Crime Scene Investigation, Commander in Chief, Ghost Whisperer, Knight Rider, Lie to Me og The Killing. Árið 2006 var Tal boðið gestahlutverk í Supernatural sem Jo Harvelle sem hún lék með hléum til ársins 2011. Tal leikur núna eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþættinum Cult sem Kelly Collins en fyrsti þátturinn var frumsýndur í febrúar 2013. Tal hefur komið fram í kvikmyndum á borð við College, Kalamity og Broken City. ## Kvikmyndir og þættir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | | Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd | | ---------- | ------------------------------------ | ----------------------- | ----------------------------------------------------- | | 2003 | Lihiyot Kochav | Lilach | Aðalhlutverk | | 2007 | Taking Five | Devon | Aðalhlutverk | | 2007 | Half Past Dead 2 | Ellie | | | 2008 | College | Gina | | | 2010 | Kalamity | Ashley | | | 2010 | Night of the living Dead:Origins 3D | Helen Cooper | | | 2010 | Halo: Reach | Kat | Tölvuleikur Talaði inn á | | 2010 | Undocumented | Liz | | | 2010 | Kalamity | Ashley | | | 2011 | Night of the Living Dead: Origins 3D | Helen Cooper | Í eftirvinnslu | | 2013 | Broken City | Kate | Kvikmyndatökur í gangi | | Sjónvarp | | | | | Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd | | 2003–2006 | HaPijamot | Alona Tal | Aðalhlutverk (sería 1–3) gestahlutverk (sería 4) | | 2004–2006 | Veronica Mars | Meg Manning | 10 þættir | | 2005 | CSI: Crime Scene Investigation | Tally Jordan | Þáttur: Room Service | | 2006 | Cold Case | Sally - 1988 | Þáttur: 8 years | | 2006 | 7th Heaven | Simon's Mystery Friend | Þáttur: Highway to Cell | | 2006 | Commander in Chief | Courtney Winters | Þáttur: State of the Unions | | 2006–2011 | Supernatural | Jo Harvelle | 7 þættir | | 2007 | Cane | Rebecca Vega (née King) | 13 þættir | | 2008 | The Cleaner | Jackie Kemp | Þáttur: Rag Dolls | | 2008 | Ghost Whisperer | Fiona Raine | Þáttur: Firestarter | | 2009 | The Mentalist | Natalie | Þáttur: Crimson Casanova | | 2009 | Knight Rider | Julie Nelson | Þáttur: Knight and the City | | 2009 | Party Down | Heather | Þáttur: California College Conservatives Union Caucus | | 2009 | Monk | Molly Evans | Þáttur: Mr. Monk and the End: Part 2 | | 2010 | Independent Lens | Hannah Senesh | Sjónvarps heimildarmynd | | 2010 | Lie to Me | Becky Turley | Þáttur: React to Contact | | 2010 | Leverage | Kaye Lynn Gold | Þáttur: The Studio Job | | 2010 | The Defenders | Ashley | Þáttur: Nevada v. Carter | | 2011 | Pretty Little Liars | Simone | Þáttur: Careful What U Wish 4 | | 2011 | Yaldey Rosh Ha-Memshala | Libi Agmon | ónefndir þættir | | 2011 | The Killing | Aleena Dizocki | Þáttur: Beau Soleil | | 2011 | Against the Wall | ónefnt hlutverk | 2 þættir | | 2011 | Powers | Zora | Kvikmyndatökur í gangi | ## Verðlaun og tilnefningar Constellation verðlaunin - 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Abandon All Hope fyrir Supernatural.
2.796875
# Alpafræhyrna Alpafræhyrna (fræðiheiti: Cerastium latifolium) er fjölær jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Evrópu.
2.546875
# Alpamítur Alpamítur eða biskupshúfa (fræðiheiti Epimedium alpinum) er fjölær harðgerð jurt af míturætt.
2.59375
# Along Came Polly Along Came Polly er bandarísk rómantísk gamanmynd frá árinu 2004 með Ben Stiller og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Myndin var skrifuð og leikstýrt af John Hamburg. ## Söguþráður Reuben Feffer (Ben Stiller) vinnur við áhættutryggingar og þar sem vinnan hans snýst um að greina áhættur fyrir tryggingar, lifir hann lífinu þannig að það sé eins áhættulítið og hægt er, laust við alla óþarfa áhættu. Þegar myndin byrjar er hann að fagna brúðkaupi sínu og Lisu Kramer (Debra Messing) en grípur hana stuttu síðar í bólinu með öðrum manni, Claude (Hank Azaria), frönskum köfunarkennara, í brúðkaupsferðinni. Eftir að hann snýr heim aftur reynir hann að raða lífi sínu saman aftur. Eitt kvöld fer Reuben á listasýningu, eftir að besti vinur hans, fyrrum unglingsstjarnan Sandy (Philip Seymour Hoffman), neyðir hann til að fara. Þar hittir hann óvænt fyrrum bekkjarsystur sína úr menntaskóla, Polly Prince (Jennifer Aniston). Við lok kvöldsisn hafa þau ákveðið að hittast aftur. Reuben og Polly byrja saman og kynnir hún hann fyrir því sem hann hafði stimplað "of áhættumikið", eins og að borða á marokkóskum veitingastað (Reuben þjáist af hægðalosandi sjúkdómi) og salsa-dansi. Munur þessara tveggja persónuleika búa til fyndnar aðstæður í gegnum myndina. Í vinnunni reynir Reuben að fá að tryggja Lelan Van Lew, ástralskan viðskiptajöfur sem finnst gaman að lifa lífinu á áhættusaman hátt (eins og að synda með hákörlum) sem gerir það erfiðara að tryggja hann. Sandy er einnig mjög upptekinn við að taka upp heimildarmynd um líf hans "sem stjarna". Reuben lendir í klemmu þegar hann er fastur milli hinnar frjálslega þenkjandi Polly og Lisu, sem hefur snúið aftur og segir að hún vilji taka aftur saman við Reuben. Til að leysa þetta vandamál setur hann Polly og Lisu inn í Risk Master, tölvuforrit sem metur áhættuna í prósentum þegar tekið er tillit til kosta og galla fólks. Tölvan segir honum, þrátt fyrir þónokkur neyðarleg atvik með henni, sé rétti kosturinn fyrir hann. Polly móðgast þegar hún sér að Reuben hefur sett samband þeirra inn í áhættumæli og þrátt fyrir bænir Reuben og staðfestu fyrir því að hafa valið hana, hafnar Polly honum og boði hans um að flytja inn til hans. Á meðan þau rífast segir hún Reuben frá því að faðir hennar hafi í raun átt tvær konur og tvær fjölskyldur, sem er ástæða þess að hún sé hrædd við skuldbindingar. Hún slítur sambandinu þá og segir honum að hann sé betur settur með Lisu. Eftir sambandsslitin við Polly, byrjar Reuben aftur samband við Lisu en er óhamingjusamur og líður ekki vel. Þegar hann kemst að því að Polly er að flytja, flýtir hann sér í íbúðina hennar og nær henni rétt áður en hún fer. Reuben biður hana afsökunar og segir að hún sé áhættusöm en þess virði. Polly er ekki sannfærð svo Reuben fer og kaupir hnetur af götusala og hendir þeim í götuna áður en hann borðar þær, til að sýna henni að hann geti tekið áhættur. Hann segir henni líka að ef hún fari, muni hún aldrei vita hvað þau hefðu getað átt saman. Næsta atriði sýnir Reuben og Polly á ströndinni þar sem hann og Lisa voru í brúðkaupsferð í byrjun myndarinnar og þar hitta þau Claude aftur. Í stað þess að vera reiður í þetta skiptið er Reuben þakklátur Claude og fer síðan í vatnið með Polly. ## Persónur & Leikendur - Ben Stiller sem Reuben Feffer - Jennifer Aniston sem Polly Prince - Philip Seymour Hoffman sem Sandy Lyle - Debra Messing sem Lisa Kramer - Alec Baldwin sem Stan Indursky - Hank Azaria sem Claude - Bryan Brown sem Leland Van Lew - Jsu Garcia sem Javier - Michele Lee sem Vivian Feffer - Bob Dishy sem Irving Feffer - Masi Oka sem Wonsuk
2.984375
# Alpaklukka Campanula pulla er tegund af klukkuætt (Campanulaceae), ættuð frá Alpafjöllum.
2.546875
# Alpafjöll Alpafjöll eða Alparnir (nefnd Mundíufjöll til forna eða Fjall) eru fjallgarður sem teygir sig um 1200 kílómetra frá Austurríki og Slóveníu í austri um Ítalíu, Sviss, Liechtenstein og Þýskaland til Frakklands í vestri. Hæsta fjall Alpanna er Hvítfjall (f. Mont Blanc, í. Monte Bianco), 4809 m hátt, á landamærum Frakklands og Ítalíu. Alparnir eru fellingafjöll, það er fjöll sem orðið hafa til þegar tveir (eða fleiri) jarðflekar rákust saman. ## Gróður og dýralíf Laufskógar ná upp í 1200-1500 metra hæð. Þar fyrir ofan má finna tré eins og fjallafuru, lindifuru og evrópulerki sem vaxa hátt í 2000-2400 meta hæð. Ofan þeirrar hæðar má finna fjallatúndru. Jöklasóley er meðal blómplantna sem finnast í háfjöllunum, í allt að 4000 metra hæð. Alpasteingeit er það spendýr sem lifir hæst uppi. Múrmeldýr lifa ofan trjálínu. Í Austur-Ölpunum lifa enn brúnbirnir. Gullörn og gammar eru stærstu fuglategundirnar. ## Hæstu fjöll Alpanna 1. Mont Blanc (4 809 m) 2. Monte Rosa (4 634 m) 3. Dom (4 545 m) 4. Weisshorn (4 506 m) 5. Matterhorn (4 478 m) 6. Grand Combin (4 314 m) 7. Finsteraarhorn (4 273 m) 8. Aletschhorn (4 193 m) 9. Barre des Écrins (4 102 m) 10. Gran Paradiso (4 061 m)
3.78125
# Alpakka Alpakka eða alpakkadýr eru suðuramerísk húsdýr af úlfaldaætt. Þau eru af ættkvíslinni Vicugna. Dýrin eru ræktuð vegna ullarinnar.
2.375
# Alois Alzheimer Alois Alzheimer (f. 14. júní 1864, d. 19. desember 1915) var þýskur læknir sem fæddist í Markbreit í Suður-Þýskalandi. 1887 útskrifaðist hann með doktorsgráðu frá Würzburg í Berlín. Á Städtische Anstalt für Irre und Epileptische (Geðspítali fyrir geðveika og flogaveika) í Frankfurt aðstoðaði hann konur og gerði rannsóknir með Franz Nissl á meinafræði heilaberksins. Á spítalanum hitti hann einnig Emil Kraepelin og fylgdi honum á konunglega geðspítalann 1903. 1904 náði Alzheimer hæstu mögulegu gráðu frá Ludwig Maximilian háskólanum í München og var skipaður prófessor þar 1908. 3. nóvember 1906 deildi Alzheimer frá niðurstöðum sínum um meinafræði heilans og einkenni heilabilunar á Tübingen ráðstefnu suðvestur þýskra geðlækna. Hann gaf út ritgerð um fyrirlesturinn og lengri ritgerð 1907 um sjúkdóminn og niðurstöður sínar. Sjúkdómurinn varð ekki þekktur sem Alzheimer sjúkdómurinn fyrr en 1910 þegar Kraepelin nefndi hann í kaflanum "Presenile and Senile Dementia" í 8. útgáfu bókar sinnar Handbook of Psychiatry. Síðan 1911 hefur lýsing hans á sjúkdómnum verið notuð af evrópskum læknum.
3.296875
# Alois Hitler Alois Hitler (7. júní 1837 – 3. janúar 1903) var faðir Adolfs Hitler, en sonur hans var einræðisherra Þýskalands á 4. og 5. áratug 20. aldar. Hann var tollheimtumaður í Braunau am Inn í Austurríki. Alois Hitler fæddist í sveitarhéraði norðan Vínarborgar í Austurríki. Móðir hans hét Maria Anna Schicklgruber. Hún var þá ógift. Johannes Georg Hiedler var stjúpfaðir Alois og er af mörgum talinn hafa verið líffræðilegur faðir hans. Árið 1876, þá 39 ára gamall, tók Alois upp ættarnafn stjúpföður síns, sem þá hafði verið látinn í um tvo áratugi. Nafn hans var þá stafað ‚Hitler‘ en ekki ‚Hiedler‘. Óvíst er hvers vegna stafsetningu nafnsins var breytt en þýsk stafsetning var nokkuð á reiki á þessum tíma.
2.796875
# .mt .mt er þjóðarlén Möltu. Það var stofnað 1992 og er úthlutað af NIC Malta. Fimm undirlén eru skráð undir þjóðarléninu: com.mt fyrir atvinnustarfsemi, org.mt fyrir stofnanir, .net.mt fyrir netfyrirtæki, edu.mt fyrir menntakerfið og gov.mt fyrir ríkisstjórnina.
2.21875
# 1054 Árið 1054 (MLIV í rómverskum tölum)
1.640625
# 1057 Árið 1057 (MLVII í rómverskum tölum) ## Á Íslandi - Ísleifur Gissurarson kom til Íslands með biskupsvígslu og settist að í Skálholti. - Veturinn var mikill harðindavetur og dó fjöldi fólks af sulti. Fædd Dáin ## Erlendis - 3. ágúst - Stefán IX (Frédéric de Lorraine) varð páfi. - 15. ágúst - Makbeð Skotakonungur féll í orrustu gegn Melkólfi syni Dunkans Skotakonungs. Lulach, stjúpsonur Makbeðs, varð konungur en var ráðinn af dögum 1058 og þá varð Melkólfur konungur. Fædd Dáin - Febrúar - Játvarður útlagi, enskur konungssonur (f. 1016). - 28. júlí - Viktor II páfi (f. um 1014). - 15. ágúst - Makbeð Skotakonungur.
2.578125
# 1061 Árið 1061 (MLXI í rómverskum tölum) ## Á Íslandi Fædd Dáin ## Erlendis Fædd Dáin
1.273438
# 1055 Árið 1055 (MLV í rómverskum tölum) ## Atburðir - Seljúktyrkir unnu Bagdad og tóku emírinn Al-Malik al-Rahim til fanga.
1.492188
# 1056 Árið 1056 (MLVI í rómverskum tölum) ## Fædd - Nestor sagnaritari, slavneskur krónikuhöfundur (d. 1114).
1.640625
# 1061-1070 1061-1070 var 7. áratugur 11. aldar. ## Atburðir - Innrás Normanna í Sikiley hófst (1061). - Seljúktyrkir hófu innrás í Anatólíu (1064). - Westminster Abbey vígt (1065). - Orrustan við Hastings (1066) - Vilhjálmur sigursæli lagði England undir sig og var krýndur Englandskonungur (1066).
2.1875
# 1059 Árið 1059 (MLIX í rómverskum tölum) ## Á Íslandi Fædd Dáin ## Erlendis Fædd Dáin
1.273438
# 106 Árið 106 (CVI í rómverskum tölum)
1.3125
# 1058 Árið 1058 (MLVIII í rómverskum tölum) ## Á Íslandi Fædd Dáin ## Erlendis Fædd Dáin
1.273438
# 1060 Árið 1060 (MLX í rómverskum tölum) ## Á Íslandi Fædd Dáin ## Erlendis Fædd Dáin
1.179688
# Bill Murray William James Murray (fæddur 21. september, 1950) er bandarískur leikari og rithöfundur. Hann kom fyrst fram í Saturday Night Live,og lék síðan í grínmyndum - þar á meðal Meatballs (1979), Caddyshack (1980), Stripes (1981), Tootsie (1982), Ghostbusters (1984), Scrooged (1988), Ghostbusters II (1989), What About Bob? (1991), og Groundhog Day (1993). Hann einnig meðleikstýrði Quick Change (1990). Murray fæddist 21. september 1950 í Evanston, Illinois. Móðir hans Lucille (áður Collins) var pósthússtarfsmaður, og Edward Joseph Murray II, timbursölumaður. Hann ólst upp í Wilmette, Illinois, úthverfi norður af Chicago. ## Kvikmyndir ### Bíómyndir | Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir | | ---- | --------------------------------------------- | ---------------------------- | ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 1976 | Next Stop, Greenwich Village | Nick Kessel | Uncredited | | 1979 | Meatballs | Tripper Harrison | Nominated – Genie Award for Best Performance by a Foreign Actor | | 1979 | Mr. Mike's Mondo Video | Man on the Street | | | 1979 | Tarzoon: Shame of the Jungle | Reporter | English dub | | 1980 | Where the Buffalo Roam | Hunter S. Thompson | | | 1980 | Caddyshack | Carl Spackler | | | 1980 | Loose Shoes | Lefty Schwartz | | | 1981 | Stripes | Pvt. John Winger | | | 1982 | Tootsie | Jeff Slater | | | 1984 | Ghostbusters | Dr. Peter Venkman | Nominated – Golden Globe Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy | | 1984 | Nothing Lasts Forever | Ted Breughel | | | 1984 | B.C. Rock | The Dragon | English dub Uncredited | | 1984 | The Razor's Edge | Larry Darrell | Also writer | | 1986 | Little Shop of Horrors | Arthur Denton | | | 1988 | She's Having a Baby | Himself | Uncredited cameo | | 1988 | Scrooged | Francis Xavier "Frank" Cross | Nominated – Saturn Award for Best Actor | | 1989 | Ghostbusters II | Dr. Peter Venkman | | | 1990 | Quick Change | Grimm | Also co-director and producer | | 1991 | What About Bob? | Bob Wiley | Nominated – MTV Movie Award for Best Comedic Performance | | 1993 | Groundhog Day | Phil Connors | Nominated – Saturn Award for Best Actor Nominated—MTV Movie Award for Best Comedic Performance | | 1993 | Mad Dog and Glory | Frank Milo | | | 1994 | Ed Wood | Bunny Breckinridge | | | 1996 | Kingpin | Ernie McCracken | | | 1996 | Larger than Life | Jack Corcoran | | | 1996 | Space Jam | Himself | | | 1997 | The Man Who Knew Too Little | Wallace Ritchie | | | 1998 | Wild Things | Kenneth Bowden | Los Angeles Film Critics Association Award for Best Supporting Actor | | 1998 | With Friends Like These... | Maurice Melnick | | | 1998 | Rushmore | Herman Blume | American Comedy Award for Funniest Supporting Actor in a Motion Picture Independent Spirit Award for Best Supporting Male Los Angeles Film Critics Association Award for Best Supporting Actor National Society of Film Critics Award for Best Supporting Actor New York Film Critics Circle Award for Best Supporting Actor Satellite Award for Best Supporting Actor - Motion Picture Nominated – Chicago Film Critics Association Award for Best Supporting Actor Nominated – Golden Globe Award for Best Supporting Actor – Motion Picture | | 1999 | Cradle Will Rock | Tommy Crickshaw | Nominated – Satellite Award for Best Supporting Actor - Motion Picture | | 2000 | Charlie's Angels | John Bosley | Blockbuster Entertainment Award for Favorite Supporting Actor – Action | | 2000 | Hamlet | Polonius | | | 2001 | Osmosis Jones | Frank Detorre | | | 2001 | Speaking of Sex | Ezri Stovall | | | 2001 | The Royal Tenenbaums | Raleigh St. Clair | Nominated – Phoenix Film Critics Society Award for Best Cast | | 2003 | Lost in Translation | Bob Harris | BAFTA Award for Best Actor in a Leading Role Boston Society of Film Critics Award for Best Actor Chicago Film Critics Association Award for Best Actor Golden Globe Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy Independent Spirit Award for Best Lead Male International Cinephile Society Award for Best Actor Iowa Film Critics Award for Best Actor Los Angeles Film Critics Association Award for Best Actor National Society of Film Critics Award for Best Actor New York Film Critics Circle Award for Best Actor New York Film Critics Online Award for Best Actor Online Film Critics Society Award for Best Actor San Francisco Film Critics Circle Award for Best Actor Satellite Award for Best Actor - Motion Picture Musical or Comedy Seattle Film Critics Association Award for Best Actor Southeastern Film Critics Association Award for Best Actor Toronto Film Critics Association Award for Best Actor Washington D.C. Area Film Critics Association for Best Actor Nominated – Academy Award for Best Actor Nominated – Awards Circuit Community Award for Best Actor Nominated – Broadcast Film Critics Association Award for Best Actor Nominated – Dallas–Fort Worth Film Critics Association Award for Best Actor Nominated – Internet Entertainment Writers Association Awards for Favorite Actor in a Leading Role Nominated – Irish Film and Television Award for Best International Actor Nominated – London Film Critics Circle Award for Best Actor Nominated – MTV Movie Award for Best Performance - Male Nominated – Phoenix Film Critics Society Award for Best Actor Nominated – Screen Actors Guild Award for Outstanding Performance by a Male Actor in a Leading Role Nominated – Vancouver Film Critics Circle Award for Best Actor | | 2003 | Coffee and Cigarettes | Himself/Waiter | Segment: "Delirium" | | 2004 | Garfield: The Movie | Garfield | Voice | | 2004 | The Life Aquatic with Steve Zissou | Steve Zissou | Nominated – Broadcast Film Critics Association Award for Best Cast Nominated – Satellite Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy | | 2005 | Broken Flowers | Don Johnston | Nominated – Satellite Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy | | 2005 | The Lost City | The Writer | | | 2006 | Garfield: A Tail of Two Kitties | Garfield | Voice | | 2007 | The Darjeeling Limited | The Businessman | Cameo | | 2008 | Get Smart | Agent 13 | Cameo | | 2008 | City of Ember | Mayor Cole | | | 2009 | The Limits of Control | American | | | 2009 | Fantastic Mr. Fox | Clive Badger | Voice | | 2009 | Zombieland | Himself | Scream Award for Best Ensemble Scream Award for Best Cameo Nominated – Detroit Film Critics Society for Best Ensemble Nominated – MTV Movie Award for Best WTF Moment | | 2010 | Get Low | Frank Quinn | Nominated – Dallas-Fort Worth Film Critics Association Award for Best Supporting Actor Nominated – Houston Film Critics Society Award for Best Supporting Actor Nominated – Independent Spirit Award for Best Supporting Male Nominated – Satellite Award for Best Supporting Actor – Motion Picture | | 2011 | Passion Play | Happy Shannon | | | 2012 | Moonrise Kingdom | Mr. Bishop | Phoenix Film Critics Society Award for Best Cast 2nd place – Boston Society of Film Critics Award for Best Cast 2nd place – Southeastern Film Critics Association Award for Best Ensemble Nominated – Gotham Award for Best Ensemble Cast | | 2012 | A Glimpse Inside the Mind of Charles Swan III | Saul | | | 2012 | Hyde Park on Hudson | Franklin D. Roosevelt | Nominated – Detroit Film Critics Society Award for Best Actor Nominated – Golden Globe Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy | | 2014 | The Monuments Men | Sgt. Richard Campbell | | | 2014 | The Grand Budapest Hotel | M. Ivan | Nominated – Screen Actors Guild Award for Outstanding Performance by a Cast in a Motion Picture | | 2014 | St. Vincent | Vincent MacKenna | Nominated – Golden Globe Award for Best Actor – Motion Picture Musical or Comedy Nominated – Critics' Choice Movie Award for Best Actor in a Comedy | | 2014 | Dumb and Dumber To | Ice Pick | Cameo | | 2015 | Aloha | Carson Welch | | | 2015 | Rock the Kasbah | Richie Lanz | | | 2016 | The Jungle Book | Baloo | Voice Nominated – People's Choice Awards for Favorite Animated Movie Voice | | 2016 | Ghostbusters | Martin Heiss | | | 2018 | Isle of Dogs | Boss | Voice | | TBA | The Dead Don't Die | Cliff Robertson | | ### Sjónvarp | Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir | | ------------ | ------------------------------------------------ | ---------------------------- | --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | | 1976–1980 | Saturday Night Live | Ýmis hlutverk | 70 episodes; also writer Primetime Emmy Award for Outstanding Writing for a Variety, Music or Comedy Program (1977) Nominated – Primetime Emmy Award for Outstanding Variety, Music or Comedy Series (1979) | | 1978 | All You Need Is Cash | Murray the K | | | 1981 | Saturday Night Live | Hann sjálfur (gestgjafi) | 2 episodes | | 1982 | Second City Television | Ýmis hlutverk | Episode: "Days of the Week, The/Street Beef" | | 1983 | Square Pegs | Kennari | Episode: "No Substitutions" | | 1987 | Saturday Night Live | Hann sjálfur (gestgjafi) | Episode: "Bill Murray/Percy Sledge" | | 1993 | Saturday Night Live | Hann sjálfur (gestgjafi) | Episode: "Bill Murray/Sting" | | 1999 | Saturday Night Live | Hann sjálfur (gestgjafi) | Episode: "Bill Murray/Lucinda Williams" | | 1999 | Saturday Night Live | Himself | Episode: "25th Anniversary Special" | | 2013–2014 | Alpha House | Senator Vernon Smits | 3 episodes | | 2014 | Olive Kitteridge | Jack Kennison | 2 episodes Critics' Choice Television Award for Best Supporting Actor in a Movie/Miniseries Primetime Emmy Award for Outstanding Supporting Actor in a Limited Series or a Movie Nominated – Golden Globe Award for Best Supporting Actor – Series, Miniseries or Television Film | | 2015 | Saturday Night Live | Hann sjálfur | Episode: "40th Anniversary Special" | | 2015 | Parks and Recreation | Mayor Walter Gunderson | Episode: "Two Funerals" | | 2015 | A Very Murray Christmas | Hann sjálfur | Television film; also writer and executive producer Nominated—Screen Actors Guild Award for Outstanding Performance by a Male Actor in a Miniseries or Television Movie | | 2016 | Angie Tribeca | Vic Deakins | Episode: "Tribeca's Day Off" | | 2016 | Vice Principals | Principal Welles | Episode: "The Principal" | | 2017–present | Bill Murray & Brian Doyle-Murray's Extra Innings | Hann sjálfur (með-gestgjafi) | 10 episodes | | 2018 | Saturday Night Live | Steve Bannon | Episode: "Sam Rockwell/Halsey" | ### Útvarp | Ár | Titill | Rödd fyrir | | --------- | ------------------------------- | ------------- | | 1973–1974 | The National Lampoon Radio Hour | Ýmis hlutverk | | 1975 | Fantastic Four | Johnny Storm | ### Tölvuleikir | Ár | Titill | Rödd fyrir | | ---- | ----------------------------------- | ----------------- | | 2009 | Ghostbusters: The Video Game | Dr. Peter Venkman | | 2015 | Lego Dimensions (archival material) | Dr. Peter Venkman |
2.71875
# Bill O'Reilly Bill O'Reilly (f. 10. september 1949) er bandarískur fyrrum fjölmiðlamaður og þáttastjórnandi sem var með sinn eigin þátt á sjónvarpsfréttastöðinni Fox News. Þátturinn hét The O'Reilly Factor en hann var í loftinu alla virka daga síðan 1996 og sneri að beinskeyttum og ögrandi pólitískum umræðum. Í þættinum var svokallað „No Spin Zone“ en það átti að vera svæði þar sem aðeins var talað um staðreyndir og ekkert reynt að fegra hlutina né tala í kringum þá. O'Reilly er einnig rithöfundur en hann hefur skrifað bækur út frá þættinum, þær þekktustu eru The O'Reilly Factor og The No Spin Zone: Confrontations with the Powerful and Famous in America. Báðar hafa þær náð fyrsta sæti á metsölulista The New York Times. ## Ferillinn Bill O'Reilly er fæddur og uppalinn á Long Island í New York fylki, hann stundaði nám við Marist-háskólann í Poughkeepsie í New York og útskrifaðist þaðan með gráðu í sagnfræði. Eftir það fór hann í Boston University og aflaði sér meistaragráðu í fjölmiðlafræði með áherslu á útsendingar svo sem sjónvarp og útvarp. Sjónvarpsferill hans hófst í Scranton í Pennsylvaníu með viðkomu, meðal annars, í Dallas, Oregon, Hartford og Boston. Árið 1980 stjórnaði hann eigin þætti á WCBS sjónvarpsstöðinni í New York og ekki löngu eftir það starfaði hann sem fréttaritari fyrir CBS á stríðshrjáðum svæðum í El Salvador og á Falklandseyjum. Hann fór að vekja meiri athygli á seinni hluta 9. áratugarins sem fréttaritari fyrir Worlds News Tonight á ABC fréttastofunni og einnig sem fréttaflytjandi í Inside Edition. Eftir aðeins þrjár vikur í þættinum tók hann við sem stjórnandi næstu sex árin, á þessum árum fékk þátturinn metáhorf. Árið 1995 hætti O'Reilly sem þáttastjórnandi til að nema meistarafræði í stjórnsýslu við Harvard-háskóla og eftir útskriftina var honum boðinn sinn eigin þáttur hjá Fox fréttastofunni. Hann greip tækifærið og þannig varð The O'Reilly Factor til. Árið 2017 var O'Reilly rekinn frá Fox vegna þess að samstarfskonur hans sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi gegn sér. ## Umdeildur Bill O'Reilly er umdeildur í Bandaríkjunum fyrir sterkar skoðanir sínar. Nýjasta dæmið er þegar hann var gestur í spjallþættinum The View og yfirlýsingar hans urðu til þess að tveir af þáttastjórnendunum gengu út. Umræðuefnið var moskan sem byggja á nærri þar sem Tvíburaturnarnir féllu í hryðjuverkaárásinni 11. september 2001, O'Reilly sagði að þar sem það hefðu verið múslimar sem urðu fjölda bandarískra borgara að bana þann dag ætti ekki að reisa mosku á þessum stað, það væri einfaldlega óviðeigandi. Joy Behar og Whoopi Goldberg var nóg boðið þegar þær heyrðu þetta og gengu því út. O'Reilly hefur verið sakaður um að láta sprengjur líkt og þessar falla til þess að vekja athygli á sér og selja fleiri bækur en það er ljóst að hann er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós þó að þær séu umdeildar.
3.234375
# Bill Irwin William Mills "Bill" Irwin (fæddur 11. apríl 1950) er bandarískur gamanleikari.
1.8125
# Bill Cody Bill Cody (f. 5. janúar 1891 í Winnipeg í Manitoba, d. 24. janúar 1948 í Santa Monica í Kaliforníu) eða William Joseph Cody jr., upphaflega Páll Pálsson Walters (eða Walter) var kanadísk/bandarískur leikari af íslenskum ættum sem lék í allmörgum B-kvikmyndum í Hollywood á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einkum kúrekamyndum. ## Uppruni Margt er óljóst um uppruna Codys og í ýmsum uppflettiritum er hann sagður fæddur í St. Paul í Minnesota, sonur William F. Cody og Lillian Isabel Johnson, en heimildum í vestur-íslenskum og íslenskum blöðum frá því að ferill hans stóð sem hæst ber saman um að hann hafi verið sonur hjónanna Páls Valdimars Eiríkssonar og Bjargar Jónsdóttur, sem fluttu úr Skagafirði til Vesturheims 1887. Í júní 1891 dó faðir hans, sem þá kallaði sig Pál Walters, í Winnipeg og var Cody þá á fyrsta ári. Í viðtali sem Halldór Laxness tók við Cody í Hollywood 1927 segir hann frá því að hann hafi tekið sér nafnið Bill Cody „af viðskiptalegum ástæðum“, enda er það sagt hafa vakið athygli framleiðenda á honum að hann héti sama nafni og hinn frægi Buffalo Bill Cody. Á IMDB er sagt að hann hafi fyrst leikið í tveimur myndum undir dulnefninu Paul Walters en síðan hafi verið ákveðið að hann kæmi fram undir eigin nafni, en sannleikurinn mun hafa verið þveröfugur. Í viðtalinu sagði Cody Halldóri frá því að sjö ára gamall hefði hann verið sendur munaðarlaus til Íslands og dvalið þar í á annað ár, á Húsabakka í Skagafirði. Þar lærði hann að sitja hest, fór í smalamennsku og fékk að tína hagalagða og kaupa sér svo hatt fyrir ullina á Sauðárkróki um sumarið. Hann sagðist þó aðeins muna eitt orð í íslensku en það var harðfiskur. ## Ferill Hann var svo aftur sendur vestur um haf og ólst þar upp, líklega hjá vandalausum. Hann fór svo í herskóla og síðan í háskóla, gerðist leikari og ferðaðist um með leikflokki og barst loks til Hollywood 1922, varð fyrst áhættuleikari og fór svo að leika í kúrekamyndum 1924. Hann lék aðalhlutverk í allmörgum kvikmyndum á næstu árum og framleiddi sumar þeirra sjálfur. Hann hélt áfram að leika í talmyndum eftir að gerð þeirra hófst og lék í fjölda mynda sem fengu raunar misjafna dóma; ein þeirra, The Border Menace (1934), hefur verið kölluð versta B-kúrekamynd sögunnar. Í sumum myndanna lék ungur sonur hans, Bill jr., með honum. Ferli hans hnignaði smátt og smátt og hann ferðaðist um með Villta vesturs-sýningaflokkum en lék þó í einni og einni mynd á milli; síðasta aðalhlutverkið var í The Fighting Cowboy 1939 en eftir það lék hann smáhlutverk í nokkrum myndum, meðal annars Stagecoach og síðast í Jóhönnu af Örk 1948, en lést áður en sú mynd var frumsýnd. ## Fjölskylda Kona hans hét Regina og áttu þau tvo syni. Þrálátur orðrómur er sagður hafa lengi gengið um það í Íslendingabyggðum vestanhafs að Cody væri raunverulegur faðir Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, en engar sönnur hefur tekist að færa á þá fullyrðingu. Hálfbróðir Codys var listmálarinn Emile Walters, sem var vel þekktur á fyrri hluta 20. aldar.
3.5625
# Bill Fagerbakke William Mark Fagerbakke (fæddur 4 október 1957) er bandarískur leikari. Hann er röddin fyrir Pétur Krossfisk í teiknimyndaseríunni Svampur Sveinsson á ensku, Michael Dauber Dybinski í sjónvarpsþáttinum Coach, og Marshall Eriksen’s faðir Marvin í How I Met Your Mother.
1.609375
# Bill Hicks William Melvin Hicks (16. desember 1961 – 26. febrúar 1994), betur þekktur sem Bill Hicks, var umdeildur bandarískur uppistandari, satíristi og samfélagsrýnir. Hann lýsti eigin uppistandi sem: „Chomsky með typpabröndurum“. ## Tengill - Gift of the gag: a tribute to Bill Hicks
1.914063
# Bill Clinton William Jefferson Clinton, best þekktur sem Bill Clinton, (skírður William Jefferson Blythe; f. 19. ágúst 1946) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður, sem gegndi embætti 42. forseta Bandaríkjanna frá 20. janúar 1993 til 20. janúar 2001. Hann tók við embættinu þegar hann var 46 ára og er því þriðji yngsti forseti Bandaríkjanna. Áður en hann varð forseti hafði hann setið í nær tólf ár sem fylkisstjóri Arkansas. Hann er giftur Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmanni fyrir New York, sem bauð sig fram til forsetaembættis BNA í kosningum 2008 og 2016. Síðustu embættisár hans einkenndust af stjórnmálahneyksli þar sem hann var sakaður um að hafa borið ljúgvitni og reynt að hamla réttvísinni í málum sem vörðuðu samband hans við Monicu Lewinsky og áreitni við fyrrum starfsmann Arkansas-fylkis, Paulu Jones, sem ákærði hann. ## Forsetaferill Bill Clinton hefur verið lýst sem nýdemókrata. Nokkur af stefnumálum hans, til dæmis fríverslunarsamningur Norður-Ameríku og velferðarumbætur hafa verið tengd við miðjuflokksstefnu í anda samtímamanna eins og Tony Blairs og Gerhards Schröder en það er stefna sem gengur að stórum hluta út á að samtvinna hægristefnu og vinstristefnu innan markaðsmála og samfélagsmála. Annars hafa flest stefnumál hans verið vinstra megin. Í valdatíð Clintons var lengsta vaxtatímabil á friðartímum innan hagkerfis Bandríkjanna frá upphafi. ## Eftir forsetaembætti Þegar Clinton hætti sem forseti sýndu kannanir að fleiri voru ánægðari með störf hans en nokkurs annars forseta síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann hefur verið virkur í mannúðarmálum sem og ræðumennsku. Hann stofnaði líknarsjóðinn William J. Clinton Foundation til að vekja athygli á alþjóðamálum eins og meðferð og úrræði við HIV/AIDS og hnattrænni hlýnun. Árið 2004 gaf hann út sjálfsævisöguna My Life og tók auk þess þátt í forsetaframboði konu sinnar, Hillary Clinton, árið 2008. Síðar tók hann þátt í forsetaframboði Barack Obama árið 2009. Sama ár var Bill Clinton kjörinn sérstakur sendifulltrúi til Haítí og árið 2010 stofnaði hann, ásamt George W. Bush, líknarsjóðinn Clinton Bush Haiti Fund. ## Monica Lewinsky-hneykslið Bill Clinton átti í kynferðislegu sambandi við 22 ára gamla konu, Monica Lewinsky, árið 1995. Hún var lærlingur innan Hvíta hússins. Rannsókn á málinu varð á endanum til þess að Bill Clinton var dreginn fyrir landsdóm árið 1998 sökum þess að hann laug til um málið þegar hann var eiðsvarinn. Hann var síðar sýknaður eftir 21 dags réttarhöld þingsins árið 1999. ## Whitewater-málið Whitewater-hneykslið vísar til þess þegar Bill og Hillary Clinton áttu í fasteignaviðskiptum með viðskiptafélögum sínum, Jim McDougal og konu hans, Susan McDougal, varðandi fyrirtæki þeirra, Whitewater Development Corporation. Þetta viðskiptatækifæri mistókst og rannsókn á málinu árið 1993 leiddi í ljós að Bill Clinton, sem ríkisstjóri Arkansas, hafði þrýst á David Hale til að lána McDougal hjónunum $300.000. Clinton hjónin hafa ekki verið ákærð fyrir þátttöku sína í þessu máli og halda fram sakleysi sínu.
3.609375
# Bill Cosby William Henry "Bill" Cosby, Jr. (f. 12. júlí 1937) er bandarískur leikari og skemmtikraftur. Hann hóf feril sinn sem uppistandari víðsvegar um Bandaríkin snemma á 7. áratug 20. aldar, kom fram í The Tonight Show sumarið 1963 og fékk í kjölfarið útgáfusamning hjá Warner Bros. Records. Árið eftir fékk hann annað aðalhlutverkið í njósnaþáttunum I Spy hjá NBC. Hann lék í eigin grínþáttaröð The Bill Cosby Show 1969 – 1971. Árið 1972 hóf teiknimyndaþáttaröðin Fat Albert and the Cosby Kids göngu sína hjá CBS. Cosby notaði þættina sem hluta af doktorsritgerð sinni í kennslufræði. Þekktasta sjónvarpsþáttaröð Cosbys, The Cosby Show, hóf göngu sína á NBC árið 1984 og gekk til 1992. Þetta voru vikulegir grínþættir sem fjölluðu um læknisfjölskyldu í Brooklyn í New York-borg. Cosby hefur verið sakaður um kynferðislega misbeitingu fjölda barna. Einnig hafa yfir 50 konur sakað hann um nauðgun með eða án lyfjagjafar. Í september árið 2018 var Cosby dæmdur í minnst þriggja ára fangelsi fyrir þrjár ákærur um kynferðisafbrot. Í júní árið 2021 sneri hæstiréttur í Pennsylvaníu hins vegar við þeim dómi vegna samkomulags sem Cosby hafði gert við fyrrverandi saksóknara.
2.703125
# Aldursfordómar Aldursfordómar eða aldurstengd mismunun er tegund af staðalímynd eða mismunun gagnvart einstaklingum eða hópum fyrir aldurs sakir. Aldursfordómar byggja á ákveðnum neikvæðum viðhorfum og gildum sem notuð eru til að réttlæta mismunun og lítillækkun gagnvart fólki eftir aldri, annaðhvort hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum. Aldursfordómar geta verið handahófskenndir eða kerfisbundnir. Hugtakið var búið til árið 1968 til að lýsa mismunun gagnvart eldra fólki, sambærilegu athæfi og kynþáttafordómar og kynjafordómar, en hefur síðan einnig verið notað um mismunun gagnvart ungu fólki og börnum, svo sem að skella skollaeyrum við skoðunum barna þar sem þau séu of ung eða gera ráð fyrir að þau hegði sér á ákveðinn hátt vegna æsku sinnar. Aldursfordómar í víðum skilningi og aldursrannsóknir vísa yfirleitt til neikvæðrar mismununar gagnvart eldra fólki, fólk á miðjum aldri, unglingum og börnum. Til eru ólíkar gerðir aldurstengdra fordóma. Ein tegundin hyglir fullorðnum á kostnað barna og allra ungmenna sem ekki er litið svo á að tilheyri fullorðnu fólki. Ellifordómar eða elliníð er mismunun gagnvart gömlu fólki hinum ungu í hag. Það á til dæmis við um starfsumsóknir þar sem hinir ungu eru teknir fram yfir þá gömlu vegna meintrar lífsorku þeirra og útlitsfegurðar en hin meinta reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir. Elliræði er sú tegund einræðis þar sem einstaklingur sem er mun eldri en aðrir í sama hópi, fyrirtæki eða samfélagi drottnar yfir hinum í krafti hugmyndar um þroska.
3.609375
# Aldursgreining með geislunarmælingu Aldursgreining með geislunarmælingu er aldursgreiningaraðferð sem notast við þá þekkingu að vitað er um rýrnunarhraða samsæta sem finnast í náttúrunni.
2.796875
# Aldurstakmark (kvikmyndir) Aldurstakmark eru viðmið eða lög um kvikmyndir ætluð til þess að gera áhorfendum ljóst hvers kyns efni á er að líta eða hvaða aldurshóp kvikmyndin hentar ekki. Aldurstakmörk eru gjarnan sett til þess að vernda blygðunarkennd barna eða vara við efni sem talist gæti ógeðfelt, svo sem ef kvikmynd inniheldur ofbeldi og blót. ## Aldurstakmörk á Íslandi Kvikmyndahús (og áður vídeóleigur) á Íslandi er skylt að fara eftir þeim aldurstakmörkunum sem gefin eru. Margar streymisveitur sem eru aðgengilegar á Íslandi eru með aldurstakmörk. ### Saga eftirlits kvikmynda á Íslandi Árið 1920 hóf Nýja bíó að banna börnum innan sextán ára inngöngu að almennum sýningum og hafa í staðin tvisvar í viku sérstakar barnasýningar með efni sem hæfir þeim betur. Kvikmyndaeftirlit ríkisins var stofnað árið 1932 og starfaði til 1997. Það ár tók Kvikmyndaskoðun við starfseminni og sá um skoðun kvikmynda til ársins 2006. Þá tók SmáÍs við þessari starfssemi. ### Klipping kvikmynda Kvikmyndaeftirlit Ríkisins hafði í undantekningum bannað kvikmyndir, og gaf framleiðendum kost á að leggja fram klippta útgáfu af myndinni, og var þá gefin út með hæsta aldurstakmark. Þegar Kvikmyndaskoðun tók við störfum var þessu alfarið hætt og engar myndir hafa verið klipptar eða bannaðar. ### Skýringar á aldurstakmörkum 1997 - 2006 - L: Þessi kvikmynd er leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. - LH: Þessi kvikmynd er ekki við hæfi mjög ungra barna. (aðeins á myndbandi) - 12: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 12 ára. - 16: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 16 ára. - AB: Alfarið bönnuð. (1932 - 1997) ### Skýringar á núgildandi aldurstakmörkum Núgildandi aldurtakmarkanir tóku gildi 2006: - L: Leyfð öllum aldurshópum. - 6: Ekki við hæfi yngri en 6 ára. - 9: Ekki við hæfi yngri en 9 ára. - 12: Ekki við hæfi yngri en 12 ára. - 14: Ekki við hæfi yngri en 14 ára. - 16: Ekki við hæfi yngri en 16 ára. - 18: Ekki við hæfi yngri en 18 ára. Skýringar fyrir aldurstakmörkunum gætu verið allt að sex. Þær eru - : Ofbeldi - : Kynlíf - : Eiturlyf - : Hræðsla - : Fordómar/misrétti - : Blótsyrði ## Aldurstakmörk í Bandaríkjunum Það eru engin lög í Bandaríkjunum um að kvikmyndir þurfi að vera skoðaðar fyrir sýningu. Hins vegar hefur kvikmyndaeftirlit MPAA orðið svo vinsælt að kvikmyndir eiga erfitt með að hljóta vinsældir án skoðunar þess eftirlits. Aldurstakmörk MPAA eins og þau eru notuð árið 2007: - : Öllum leyfð. Engin blótsyrði. - : Öllum leyfð. Mælt með að foreldrar fylgi börnum sínum meðan þau horfa á kvikmyndina. Nokkur væg blótsyrði. - : Öllum leyfð. Eindregið mælt með að foreldrar fylgi börnum sínum. - : Bönnuð innan 17 ára nema í fylgd með fullorðnum. - : Bönnuð 17 ára og yngri. - Not Rated: Ekkert aldurstakmark skráð.
3.75
# Aldrovanda Aldrovanda er ættkvísl með einni núlifandi tegund: Aldrovanda vesiculosa.
2.53125
# Aldwych Aldwych er staður og gata í Westminster í London í Englandi. Gatan er hálfmáni sem tengist við Strand á báðum endum. Waldorf Hilton-hótelið og Efnahagsmálaháskólinn í London eru við götuna. Nafnið er úr fornensku orðunum eald og wic sem þýða „gömul byggð“. Árið 1211 var umdæmið kallað Aldewich.
2.359375
# Aldís Aldís er íslenskt kvenmannsnafn. ## Dreifing á Íslandi Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
2.125
# Aldous Huxley Aldous Leonard Huxley (26. júlí 1894 – 22. nóvember 1963) var enskur rithöfundur og einn þekktasti meðlimur Huxley-fjölskyldunnar. Hann er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, einkum dystópíuna Veröld ný og góð (enska: Brave New World), sem kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Oddssonar árið 1988. Huxley er einnig þekktur fyrir ritgerðir sínar um ýmis efni auk þess sem hann gaf út smásögur, kvæði og ferðasögur. Hann var einnig ritstjóri tímaritsins Oxford Poetry. Huxley varði síðustu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum og bjó í Los Angeles frá árinu 1937 til æviloka. ## Verk - Crome Yellow (1921) - Antic Hay (1923) - Those Barren Leaves (1925) - Point Counter Point (1928) - Brave New World (Veröld ný og góð, 1932) - Eyeless in Gaza (1936) - After Many a Summer (1939) - Time Must Have a Stop (1944) - Ape and Essence (1948) - The Devils of Loudun (1952) - The Genius and the Goddess (1955) - Island (1962)
3.046875
# Aldrovanda vesiculosa Aldrovanda vesiculosa er eina núlifandi tegund ættkvíslarinnar Aldrovanda. Hún notar svipaða tækni við veiðar og venusargildra. Hún er ættuð frá Evrasíu, Afríku og Ástralíu og orðin sjaldgæf þar, en er byrjuð að breiðast út í N-Ameríku.
2.59375
# Aldursgreining Aldursgreiningar í jarðfræði og fornleifafræði eru notaðar til þess að áætla aldur jarðmyndana og fornleifa. Aldursgreiningar byggja á mismunandi tækni og gefa annars vegar upp afstæðan aldur og hins vegar raunaldur. Afstæður aldur ber saman aldur jarðlaga og jarðmyndana með því að greina leiðarlög, einkennissteingervinga eða mismunandi segulstefnur. Raunaldur gefur hins vegar upp raunverulegan aldur jarðlaga og jarðmyndana í annað hvort almanaksárum eða kolefnisárum.
3.328125
# Bakstroka Bakstroka er húðstroka á bak einhvers, og var notuð til pyntingar eða refsingar hér áður fyrr. Var bakstrokan oftast veitt með svipu eða reyr.
1.921875
# Bakteríuþyrping Bakteríuþyrping (eða kólonía) er sambýli bakteríu- eða fyrnufrumna sem vex á eða í föstu ræktunaræti á borð við agarhlaup. Oftast er hver kólonía ræktuð upp af einni stakri frumu og eru því allar frumur kóloníunnar hreinræktuð klón. Einföld og örugg aðferð til hreinræktunar bakteríustofns er því að stinga í staka kóloníu með dauðhreinni nál eða sáningarlykkju og strika henni út á ferskt, dauðhreint næringaræti.
2.953125
# Baku-járnbrautarstöðin 40°45′29″N 49°11′21″A / 40.75806°N 49.18917°A Baku-járnbrautarstöðin, (aserska: Bakı Dəmir Yolu Vağzalı) er aðaljárnbrautarstöðin í Baku, Aserbaísjan. Núverandi aðaljárnbrautarstöð er önnur í röðinni, en sú fyrsta var tekin í notkun árið 1880.
2.453125
# Bakskaut Bakskaut, mínusskaut, neiskaut (frá neikvætt rafskaut) eða katóða (af enska: cathode) er rafskaut, sem rafeindir flæða frá, öfugt við forskautið, sem rafeindirnar flæða til. Straumstefnan er þó í hina áttina, þ.e. frá forskauti til bakskauts.
3.078125
# Baku Crystal Hall Baku Crystal Hall er leikvangur í Bakú Aserbaídsjan sem hýsti Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012.
1.578125
# Baksund Baksund er sundaðferð sem er skyld skriðsundi, nema hvað legið er á bakinu. Handahreyfingar eru nær þær sömu og í skriðsundi, nema hvað hendin er til hliðar við líkamann þegar hún klárar takið, en í skriðsundi er hún undir honum. Fótatök eru þau sömu og í skriðsundi, oft kölluð skriðsundsfótatök. Í baksundi þarf líkaminn að velta vel í hverju taki til að fá sem mest spyrnu með höndunum. Baksund er eina sundið þar sem sundmaður byrjar ofan i sundlauginni þegar keppni hefst. Snúningar í baksundi eru eins og í skriðsundi, rétt áður en sundmaður kemur að bakkanum snýr hann sér á magann og tekur þá snúning, sundmaðurinn má þó ekki synda á maganum nema með fótunum. Mikilvægt er að hann spyrni sér frá bakkanum á bakinu/hlið. Sundmaður má gera sporð, líkt og í flugsundi í kafi áður en hann byrjar að synda. Margir komast langt áfram á honum. ## Aðrar baksundsaðferðir Önnur aðferð við að synda baksund er að setja báðar hendurnar aftur fyrir sig og ýta sér áfram meðan fæturnir taka bringusundsfótatök. Aðferðinni svipar til hefðbundins baksunds, en er auðveldari í framkvæmd. Þessi aðferð er kölluð „skólabaksund“ á íslensku („elementary backstroke“ á ensku). Þetta er talið gott sund til að auka liðleika og styrk fyrir eldra fólk. Sundið er líka gott slökunarsund. Aðferðinni er einnig beitt í tengslum við björgunarsund, en þá er útfærslan sú að önnur höndin hefur tak á manneskjunni sem á að bjarga og hin er notuð til að knýja sundmanninn áfram. Í dag er aldrei keppt í skólabaksundi á viðurkenndum mótum, en í upphafi 20. aldar var keppt í þessari aðferð á Ólympíuleikum.
3.578125
# Bakteríuveira Bakteríuveira eða gerilæta kallst þær veirur sem sýkja bakteríur, oftast með þeirri afleiðingu að bakterían sundrast. Bakteríuveirur samanstanda af ytri hlífðarhúð úr prótíni sem inniheldur erfðaefni.
2.890625
# Bakskautslampi Bakskautslampi (orðið vísar beinna í tæknina, einnig þekktur sem CRT, enska: cathode-ray tube) eða myndlampi (sennilega meira notað orð, eða bara sjónvarp, sem er ekki beint samheiti, en var um tíma nánast þegar öll byggð á þessari tækni) er rafeindalampi með rafeindabeini og flúrljómandi skjá. Hann getur flýtt fyrir og beygt til hliðar geislar til að skapa myndir í formi ljóss. Það sem er skapað af lampanum getur verið myndir (fyrir sjónvörp og tölvur), bylgjur (sveiflusjá), ratsjá, og svo framvegis (og í undantekningartilfellum eki til að sjá myndir, heldur fyrir minni, úreld leið, sjá „Williams-túpu“ afbrigðið). Sjónvarp á Íslandi hóf útsendingar í september 1966, þá með svona myndlömpum, en í start-hvítu, seinna í lit, og (almennar) útsendingar byrjuðu fyrr í sumum mörgum öðrum löndum, fyrst í Bandaríkjunum, líka með myndlömpum. Myndlampar eru nú úreldir (í sjónvörp alla vega, sem var aðal notandinn, en ekki fyrir suman sérhæfðan iðnað, eru enn framleiddir í litlu magni: myndlampar eru enn notaðir í sumum flugvélum fyrir flugmenn, og í e. retrogaming, suma leiki er ekki hægt að spila öðruvísi). Lengst af voru sjónvörp langstærsti notandi myndlampa, en þau eru ekki lengur byggð á þeim. Og fyrst voru myndlampar í einum lit, t.d. í svart-hvítu sjónvapi, og í t.d. „græn-skjáum“ fyrir tölvur. Myndlampar voru fyrst notaðir í sveiflusjár, t.d. af uppfinningamanni myndlampa, en myndlampar eru úreldir í þær núna. Þær nota nú aðrar tegundir af skjáum innbyggðar (eða enga, tengjast við tölu og sýna niðursöðu þar). Munurinn á sjónvarpi og myndlampa, er að sjónvarp inniheldur myndlampa (lang fyrirferðamesti hluti þess) en gerir meira með rafrásum, sér t.d. um hljóðið líka, og á þessum tíma þurfti að afkóða (e. analog) merki yfir í hljóðmerki og myndmerki, eftir því hvaða rás var valin (oftast með fjarstýringu, en ekki í fyrstu sjónvörpum) sem var svo sent í myndlampann. Tölvuskjáir voru svipaðir sjónvörpum án sumra þessarra möguleika, gátu stundum ekki séð um hljóð, og aldrei afkóðað sjónvapsrásir, en þeir höfðu oft hærri upplausn. Myndlampar leyfa mjög mismunandi stærðir, í sögu upplausn oftast, t.d. fyrir sjónvarp, eða mun hærri eða stillanlega eins og fyrir flesta tölvuskjái. Bakskautslampar sem geta sýnt litaðar myndir (en fyrstu voru ekki í lit, líkt og fyrstu sjónvörpin) eru með þremur aðskildum rafeindabeinum og gefa frá sér grænt, blátt og rautt ljós. Þeir nota túpu úr gleri sem er stór, djúp, þung og frekar brothætt. Þess vegna eru bakskautslampar nánast útdauðir (alla vega í sjónvörp), því þyngri og fyrirferðarmeiri en flatskjáir sem tóku við sem hafa ekki þessa ókosti. Sú tækni sem tók við (í sjónvörp alla vega), í flatskjái er núorðið t.d. byggð á OLED. Eftir margra ára hnignun í sölu myndlampa-spónvarpa, lokaði síðasti framleiðandi þeirra árið 2015. Á meðan hafði önnur tækni tekið við hægt og bítandi t.d. fyrst byggt á LCD (eða plasma sem líka virðist á útleið, því líka mjög orkufrekt). Fyrsta gerð bakskautslampans var fundinn upp árið 1897 af þýskum eðlisfræðingi Ferdinand Braun og var þekkt sem „Braun-túpa“. Flatir bakskautslampar voru framleiddir af Sony en hafa núna verið lagðir niður. Þann 25. desember 1926 sýndi Kenjiro Takayanagi fyrsta myndlampa-sjónvarpið. Margir aðrir komu að því að hanna nothæf sjónvörp, þ.e. í hærri upplausn (og í lit). Í maí 1914 sýndi Archibald Low fyrstu sjónvarpstæknina, sem hann kallaði Televista, en hún byggði ekki á myndlampa. Árið 1947 var búið til leiktæki með myndlampa (e. cathode-ray tube amusement device), langt á undan öllum leikjatölvum nútímans, en var ekki sett á markað. Leikjatölvur komu ekki fram fyrr en 1972 þegar Magnavox Odyssey fór á markað, sem tengdist í sjónvarp. Árið 1954 kom RCA fram með fyrsta litasjónvarpið/myndlampann. Sala á myndlampasjónvörpum náði hámarki 2005, þá seld 130 eintök. Bakskautslampar eru byggðir úr spólu úr volfram (þungsteini), sem er hitaður með rafmagni; og sjaldgæfum jarðmálmum (e. rare-earth metals). Rafeindir eru sendar á skjáinn sem er þakinn fosfór sem fær hann til að lýsa. Varðandi öryggi þá senda myndlampar frá sér rafsegulbylgjur (þ.á.m. smá röntgengeislun) sem eru ekki stórhættulegar, en voru stundum síaðar út, til að minnka augnþreytu fyrir tölvuskjái sem setið var nálægt, en líka gátu njósnarar lesið úr bylgjunum í einhverri fjarlægð og þannig sé myndina (sjá e. Van Eck phreaking). Það er líka notuð háspenna í myndlömpum, og því hættulegt nema fyrir rafvirkja að opna (og laga), og þeir innihalda eitruð efni sem mikilvægt er að endurvinna, en er einstaklega erfitt.
3.828125
# Bakstur Bakstur er eldunaraðferð þar sem matur er eldaður í þurrum hita, oftast í ofni, en einnig á heitri ösku eða steini. Helstu bökuðu matvælin eru brauð, kökur, tertur, bökur og kex. Önnur matvæli eins og kartöflur og pastaréttir eins og lasagna eru líka bökuð. Við bakstur fer hitinn hægt í gegnum matinn og umbreytir yfirborði og miðju hans. Yfirborðið verður harðara og þurrara en miðjan er mýkri. Sem atvinnugrein fer bakstur frám í bakaríi en þar eru bakaðar vörur búnar til og seldar.
2.828125
# Cam Clarke Cameron Arthur „Cam“ Clarke (f. 1957) er bandarískur leikari.
1.492188
# Calocedrus rupestris Calocedrus rupestris er sígrænt tré frá Víetnam.
2.234375
# Cambaridae Cambaridae er stærsta ætt þriggja ætta ferskvatns krabba, með yfir 400 tegundir. Flestar tegundirnar eru ættaðar frá meginlandi Norður-Ameríku. Þrjár eru á Kúbu. Tegundirnar í ættkvíslinni Cambaroides eru þær einu utan Norður-Ameríku, þar sem þær eru í austur Asíu. Fáeinar tegundir, þar á meðal hinar ágengu Procambarus clarkii og Orconectes rusticus, hafa verið fluttar til svæða utan Norður-Ameríku. Hinsvegar eru margar tegundirnar með lítil útbreiðslusvæði og er alvarlega ógnað; fáeinar eru þegar útdauðar. Sameindarannsókn á ættkvíslunum 2006 bendir til að ættin Cambaridae gæti verið nærri því einstofna, með ættina Astacidae innan hennar, staða ættkvíslarinnar Cambaroides er óviss.
2.6875
# Calígúla Gaius Iulius Caesar Augustus Germanicus, betur þekktur sem Calígúla (á latínu: Caligula, stundum skrifað Kalígúla á íslensku) (31. ágúst 12 – 24. janúar 41) var þriðji keisari Rómaveldis 37 – 41. Hann tók við af Tíberíusi. Calígúla var sonur Germanicusar og Agrippinu eldri. Hann var eyðsluseggur og grimmur og óútreiknanlegur harðstjóri og talinn geðbilaður. Hann ætlaði til dæmis að gera hest sinn Incitatus að ræðismanni. Calígúla var myrtur af liðsforingja í lífvarðasveit sinni, auk annarra. ## Æska Viðurnefnið Calígúla hlaut hann er hann fylgdi föður sínum á unga aldri í herferðir í Germaníu, þar sem hann fékk lítinn hermannsbúning til að klæðast. Hermennirnir fóru þá að kalla hann Caligula sem þýða má sem „litlir skór“, en skór hermanna voru kallaðir caliga. Síðar fór honum að líka illa við þetta viðurnefni og þegar hann var orðinn keisari refsaði hann mönnum fyrir að nota það. ### Fjölskylda Germanicus, faðir Calígúla, var bróðursonur Tíberíusar keisara, en var ættleiddur af Tíberíusi eftir að Drusus, faðir hans, lést. Germanicus lést þegar Calígúla var aðeins sjö ára, árið 19, hugsanlega af völdum eitrunar. Móðir Calígúla, Agrippina eldri, varð fyrir barðinu á ofsóknum Sejanusar, lífvarðaforingja Tíberíusar, og var hneppt í varðhald, þar sem hún svelti sig að lokum til dauða árið 33. Tveir bræður Calígúla hlutu sömu örlög og dóu báðir í varðhaldi. Calígúla sjálfur flúði Rómaborg og fór til eyjarinnar Kaprí þar sem hann dvaldi hjá Tíberíusi, en á eynni varði keisarinn mestum sínum tíma á síðari hluta valdaferils síns. Árið 35 var Calígúla ættleiddur af Tíberíusi, ásamt Tiberiusi Gemellusi frænda sínum, og þeir þar með gerðir að erfingjum Tíberíusar. Calígúla erfði keisaratign Tíberíusar þegar sá síðarnefndi lést. Gemellus var þá aðeins á táningsaldri og var ættleiddur af Calígúla. Nokkrum mánuðum síðar taldi Calígúla þó að Gemellus væri að skipuleggja samsæri gegn sér og lét því taka hann af lífi. ## Valdatími ### Fjármál Calígúla var mikill eyðsluseggur og tókst á sinni stuttu valdatíð að eyða öllum þeim miklu fjármunum sem hann fékk í arf frá Tíberíusi. Á meðal þess sem hann lét byggja var floti stórra skipa sem hann notaði meðal annars til þess að mynda fljótandi brú yfir Napolíflóa. Calígúla reið svo yfir flóann á Incitatusi, uppáhalds hestinum sínum, í brynju Alexanders mikla. Þar að auki lét hann byggja tvö risaskip fyrir sjálfan sig. Annað, það minna, var notað sem fljótandi musteri, en hitt, það stærra, var í raun fljótandi höll. Calígúla réðst einnig í ýmsar opinberar framkvæmdir þar á meðal byggingu tveggja nýrra vatnsleiðslna fyrir Rómaborg. Þegar arfur Tíberíusar var uppurinn hækkaði Calígúla skatta og lagði á nýja, meðal annars skatt á vændi. Einnig varð hann sér úti um fé með því að fjárkúga ríka einstaklinga, slá eign sinni á fjármuni manna sem voru nýlátnir og með því að bjóða upp skylmingaþræla. ### Hneykslismál Margar sögur eru til af hneykslismálum sem snerta Calígúla. Ein af þeim frægustu er sú að hann hafi ætlað að gera hest sinn Incitatus að ræðismanni og presti. Hvort sem sú saga er sönn eða ekki, sá Calígúla að minnsta kosti til þess að engu væri til sparað þegar kom að hestinum, honum var til dæmis boðið í ýmsar veislur sem keisarinn hélt. Calígúla var einnig sakaður um að fremja sifjaspell með systrum sínum og að hafa neytt þær í vændi. Tvær systra hans, Julia Livilla og Agrippina yngri, voru síðar sendar í útlegð vegna þáttar þeirra í samsæri um að koma Calígúla frá völdum. Ýmsir háttsettir embættismenn voru einnig reknir úr embætti eða teknir höndum vegna ásakana um samsæri og margir í kjölfarið teknir af lífi. Samskipti Calígúla við öldungaráðið fóru í kjölfarið hratt versnandi. Calígúla hneykslaði einnig íbúa Rómar þegar hann lýsti sjálfan sig lifandi guð. Hann lét byggja hof sjálfum sér til heiðurs og kom fram á opinberum vettvangi í gervi ýmissa guða og gyðja. Calígúla neyddi svo efnaða menn til að borga sér háar fjárhæðir fyrir þann heiður að verða prestar í söfnuði sínum. ### Endalok Nokkur samsæri um að koma Calígúla frá völdum voru reynd á þeim á þeim tæpu fjórum árum sem hann var keisari. Þessi stöðuga ógn virðist hafa gert Calígúla mjög taugaveiklaðan og hann þjáðist einnig af svefnleysi. Calígúla var að lokum orðinn algerlega einangraður og hafði misst allan stuðning. Lokatilraunin til þess að ráða keisarann af dögum var vel skipulögð og fjölmargir voru viðriðnir samsærið. Liðsforingi í lífvarðasveitinni, Cassius Chaerea, var sá sem skipulagði morðið en einnig komu við sögu fleiri lífverðir, starfsmenn keisarahallarinnar og öldungaráðsmenn. Calígúla var stunginn til bana í undirgöngum í keisarahöllinni þann 24. janúar 41. Cassius stakk keisarann fyrstur en fleiri fylgdu í kjörfarið og að sögn var hann stunginn um þrjátíu sinnum. Eiginkona Calígúla, Caesonia, og dóttir þeirra, Julia Drusilla, voru einnig drepnar af samsærismönnunum. Minniháttar óeirðir brutust út í Róm eftir morðið og öldungaráðið reyndi að endurreisa lýðveldið, en lífvarðasveit keisarans hafði ekki hug á að styðja það og hyllti Claudíus, frænda Calígúla, sem keisara.
3.75
# Calpurnia Calpurnia Pisone var síðasta eiginkona Júlíusar Sesar. ## Æviágrip Calpurnia var dóttir þingmannsins Lucio Calpurnio Pisone Cesonino. Hún giftist Sesar 59 f.Kr.. Áður hafði Sesar verið giftur Pompeu, en sleit við hana samvistum 62 f.Kr., og enn áður Corneliu Cinnu yngri, sem lést við barnsburð 68 f.Kr. Í sínu ungdæmi ennfremur hafði Sesar verið trúlofaður Cossuzia til ársins 84 f.Kr. Plútarkos segir frá því að Calpurnia hefði haft vitrun morguninn sem Sesar var myrtur (15 mars 44 f.Kr.) og reynt árangurslaust að telja Sesar frá því að fara til þingsins, þar sem setið var um hann. Það var Decimus Junius Brutus Albinus, einn af samsærismönnunum, sem sagði Sesari að hlusta ekki á konuna, segjandi honum að hann myndi tapa áliti í augum þingsins ef enhver hefði tilkynnt að hann gæti ekki mætt til þingsins því hann biði skárri draumfara konu sinnar. Hún eignaðist engin börn ásamt Sesari. Eftir því sem haft er eftir Plútarkosi lét Calpurnia eftir morð eiginmanns síns Markús Antóníus hafa allt sem Sesar hafði skrifað í bækur og lista og alla hans peninga sem alls vógu 300 talentur.
3.0625
# Calvin Klein Calvin Klein, Inc. er bandarískt fatamerki sem var stofnaði árið 1968 af fatahönnuðinum Calvin Klein. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Manhattan í New York og eru í dag í eigu Phillips-Van Heusen. Eins og mörg önnur fatamerki er Calvin Klein með nafndráttinn cK.
1.65625
# Calycopteryx mosleyi Calycopteryx mosleyi er flugutegund sem var lýst af Eaton 1875. Engar undirtegundir eru í Catalogue of Life. Tegundin er ófleyg og einlend á Kerguelen eyjum þar sem hún er mikilvægur frjóberi Kergúelen káls.
2.625
# Cambridge Cambridge (borið fram [/ˈkeɪmbrɪdʒ/]) er borg í Cambridgeshire á Englandi og hún er 80 km norðnorðaustur frá Lundúnum. Árið 2011 var fólksfjöldinn 122.700 (þar á meðal 22.153 námsmenn). Hún er þekkt fyrir Cambridge-háskóla sem er annar elsti háskóli í enskumælandi landi á eftir Oxford-háskóla. Hinar frægu byggingar Rannsóknarstofa Cavendish, Kapella King's College og Bókasafn Cambridge-Háskóla má finna í borginni. Borgin er staðsett í miðju Silicon Fen, sem er líkt við Silicon Valley í Bandaríkjunum. Cam áin rennur um borgina. Hún er vinaborg Heidelberg í Þýskalandi og Szeged í Ungverjalandi.
2.421875
# Arafurahaf Arafurahaf er hafsvæði í Kyrrahafi yfir landgrunni Ástralíu milli Ástralíu og indónesíska hluta Nýju Gíneu. Arafurahaf tengist Kóralhafi um Torressund í vestri og Tímorhafi í austri. Í norðvestri mætir það Bandahafi við Litlu-Sundaeyjar. Í suðri er Carpentaria-flói. Arafurahaf er grunnt hitabeltishaf (aðeins um 50-80 metra djúpt að jafnaði) þar sem margir fellibylir verða til. Arafurahaf liggur yfir hluta Sahulgrunns sem tengir Ástralíu, Nýju Gíneu og austurhluta Litlu-Sundaeyja.
3.125
# Araniko Araniko (upphaflega Balabahu, fæddur 1243, látinn í Kína 1306) var frægur arkitekt frá Nepal sem einnig var þekktur fyrir mynd- og högglist sína. Nafn hans þýðir á kínversku kvenlegt andlit, en hann líktist einmitt konu. Araniko fæddist mögulega í Patan og var af Newar-þjóðarbrotinu. Um 12 ára aldur fór hann til Kína í boði Kublai Khan keisara en þar átti hann að reisa búddamusteri. Byggingarlist hans sést einn þann dag í dag, svo sem í Peking. Hann vann svo vel að Kínakeisari sjálfur vildi leggja fyrir hann próf. Hann skyldi laga koparstyttu af Sung keisara. Eftir viðgerðina var styttan svo fullkomin að jafnvel færustu listamenn landsins dáðust af handbragðinu. Araniko kynnti nepalska byggingarlist í Tíbet, Indókína og víðar. Hann bjó í Kína fram að dauðdaga. ## Tengill - Um Araniko á Ohmynews Geymt 10 mars 2007 í Wayback Machine
2.90625
# Aragon Aragon (aragónska og spænska: Aragón, katalónska: Aragó) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Aragon skiptist í 3 héruð: Huesca-hérað, Zaragoza-hérað, and Teruel-hérað. Höfuðborgin er Saragossa.
2.515625
# Arameíska Arameíska er semísk tunga sem á sér 3000 ára sögu. Arameíska er náskyld hebresku og var móðurmál Jesú frá Nasaret. Arameíska var rítuð með arameíska stafrófinu. Mælendatalan er nú í dag yfir 400 000. Ákveðni greinirinn er í arameísku, líkt og í íslensku, eftirskeyttur (-a). Arameíska hefur tvö málfræðileg kyn, kvenkyn og karlkyn, líkt og rómönsku málin. Lýsingarorð beygjast eftir kyni, tölu og falli. Nafnorð hafa þrjú föll þar með talið einskonar öfugt eignarfall sem ekki er sett á eigandann heldur eignina og skýrist þetta sumpart af orðaröð málsins.
2.90625
# Aramíð Aramíð eru flokkur hitaþolinna og sterkra gervitrefja sem eru meðal annars notaðar í flugvélar, skotheld vesti og báta. Efnið er líka mikið notað í staðinn fyrir asbest. Efnafræðingar hjá fyrirtækinu DuPont uppgötvuðu efnið á 3. áratug 20. aldar en það hóf framleiðslu á því á 7. áratugnum undir heitinu Nomex. Þekktasta vörumerki aramíða er Kevlar sem DuPont setti fyrst á markað árið 1973. Nafnið er stytting á arómatískt pólýamíð eða angandi fjölamíð.
3.03125
# Aragónít Aragónít er með sömu efnasamsetningu og kalsít. Nafnið dregur af héraðinu Aragon á Spáni. ## Lýsing Geislar grófari en hjá geislasteinum (zeólítum) og sjást í þversprungum. Þegar það er ferskt er það glært og glergljáandi. Finnst oftast veðrað, þá gráleitt og gljái daufur. - Efnasamsetning: CaCO3 - Kristalgerð: rombísk - Harka: 3½-4 - Eðlisþyngd: 2,95 - Kleyfni: greinileg ## Útbreiðsla Finnst allvíða á Íslandi, aðallega á háhitasvæðum. Holufylling í storkubergi, aðallega í andesíti og basalti. Óstöðugt við venjulegan hita og þrýsting. Þegar aragónít er hitað upp í 400 °C án aukins þrýstings, umbreytist það í kalsít. Algengt í skeljum sjávardýra. Til er hvítt afbrigði af aragóníti sem kallast járnblóm. Útlitið líkist kóralgróðri en ekkert járn finnst í því, þó að það myndist við veðrun járnsambanda.
3.25
# Arakna Arakna (forngríska: Ἀράχνη; umritað arákhnē) er söguhetja í grískri goðsögn sem aðallega er þekkt af sögu rómverska skáldsins Ovid (43 fyrir Krist –17 eftir Krist) en það er elsta varðveitta gerð þessarar goðsögu. Í sjöttu bók af söguljóðinu Metamorphoses segir Ovid frá hvernig hin hæfileikaríka Arakna skorar á gyðjuna Minervu í vefnaðarkeppni. Minerva finnur enga galla á þeim dúkum sem Arakna hefur ofið fyrir keppnina og verður þá svo reið að hún ber Aröknu með skyttu sinni. Arakna hengir sig og verður að kónguló. Goðsögnin er bæði upprunasaga til að útskýra færni kóngulóa í vefnaði og líka varnaðarsaga um ofdramb þeirra sem bera sig saman við guðina.
3.171875
# Aralvatn Aralvatn er salt stöðuvatn í Mið-Asíu á landamærum Úsbekistans og Kasakstans. Vegna nýrra áveitukerfa sem Sovétríkin gerðu í kringum árnar Amu Darja og Syr Darja hefur það minnkað um 60% frá 1960. Saltmagn í vatninu hefur þrefaldast, en auk þess er það mjög mengað þar sem affall frá þungaiðnaði og áburður hafa safnast fyrir í því. Engar ár renna úr Aralvatni.
2.75