text
stringlengths 11
395k
| edu_score
float64 0.4
4.44
|
|---|---|
# Araneus
Araneus er ættkvísl köngulóa sem t.d. krossköngulær tilheyra, en krosskönguló er algengasta tegund kóngulóa á Íslandi.
| 2.59375
|
# Brandygla
Brandygla (fræðiheiti: Euxoa ochrogaster) finnst um land allt en er algengust á suðurlandi.
## Undirtegundir
- Euxoa ochrogaster ochrogaster
- Euxoa ochrogaster islandica (Ísland)
- Euxoa ochrogaster rossica (Litháen til Amur)
| 2.515625
|
# Brandí
Brandí er brennt vín sem er búinn til með því að eima vín. Brandí er að jafnaði 35–60% alkóhól og er yfirleitt drukkið eftir máltíð. Nokkrar brandítegundir eru þroskaðar í viðartunnum en aðrar eru litaðar með karamellu. Til eru tegundir sem eru báðar þroskaðar í tunnu og litaðar. Frægustu brandítegundirnar eru koníak og armagnac frá Suðvestur-Frakklandi.
| 2.53125
|
# Brandur Kolbeinsson
Brandur Kolbeinsson (1209 -19. apríl 1246) var íslenskur höfðingi á 13. öld, goðorðsmaður á Reynistað í Skagafirði af ætt Ásbirninga. Faðir hans var Kolbeinn kaldaljós Arnórsson og móðir hans Margrét dóttir Sæmundar Jónssonar í Odda. Voru þeir Brandur og Kolbeinn ungi þremenningar að ætt.
Kolbeinn ákvað á banabeði sumarið 1245 að Brandur frændi hans skyldi fá öll mannaforráð í Skagafirði og tók hann þar með við ríki Ásbirninga, það er Skagafirði og Húnaþingi. Vorið eftir kom Þórður kakali með mikið lið til Skagafjarðar en Brandur tók á móti með næstum jafnfjölmennt lið og mættust þeir í Haugsnesbardaga. Þar beið lið Brands lægri hlut og féllu um sjötíu manns en nærri fjörutíu úr liði Þórðar.
Brandur komst á hest en náðist á milli Syðstu-Grundar og Mið-Grundar og var færður upp á grundina fyrir ofan Syðstu-Grund og höggvinn þar. Þar var síðar settur upp róðukross. Sumarið 2009 var aftur settur upp róðukross fyrir ofan Syðstu-Grund og var hann vígður 15. ágúst. Jón Adolf Steinólfsson skar krossinn út og hafði Ufsakrist sem fyrirmynd.
Kona Brands var Jórunn Kálfsdóttir Guttormssonar. Kolbeinn ungi lét drepa föður hennar og bróður fyrir það eitt að Kálfur var vinur Sighvatar Sturlusonar og var það talið til verstu níðingsverka Sturlungaaldar. Synir þeirra hjóna, Brandur og Þorgeir, voru barnungir þegar faðir þeirra féll.
| 3.15625
|
# Brandy Norwood
Brandy Rayana Norwood (f. 11. febrúar — 1979), einnig bara nefnd Brandy eða Bran'Nu, er bandarísk tónlistarkona og skemmtikraftur.
| 1.8125
|
# Brandönd
Brandönd (fræðiheiti: Tadorna tadorna) er stórvaxin og skrautleg önd sem minnir á gæs bæði hvað varðar stærð og lögun. Goggur andarinnar er rauðbleikur, fæturnir bleikir og búkurinn hvítur með brúnum og svörtum flekkjum. Höfuðið og hálsinn eru dökkgræn. Brúnt belti er um miðju og nær það aftur á bakið. Axlarfjaðrir eru svartar. Dökk rák nær frá bringu eftir endilöngum kviðnum. Kynin eru svipuð í útliti en kvenfuglarnir eru minni.
Brandendur eru léttar í gangi og á sundi og hefja sig snögglega til flugs án tilhlaups. Þær eru áberandi hálslangar á flugi. Brandönd verpir yfirleit 8 eggjum sem klekjast út á mánupi og verða ungarnir fleygir á 6-7 vikum. Báðir foreldrar sjá um uppeldi unga. Kjörlendi brandanda er grunnsævi og leirur þar sem þær sía fæðu úr leðjunni. Þær halda sig við voga og árósa og fara sjaldan lengra en 1 - 2 km frá sjó. Karlfuglinn tístir og flautar um varptíma en kvenfuglinn gargar og kvakar.
Brandönd er farfugl og var áður fáséður flækingsfugl á Íslandi. Fyrsta varp sem vitað er um á Íslandi er 1990. Síðan hefur hún sést árlega í Borgarfirði. Stofninn á Íslandi telur nú vel yfir þúsund fugla og eru höfuðstöðvar hans við ósa Hvítár í Borgarfirði.
Brandönd er alfriðuð.
- Fullorðnir fuglar að kafa, takið eftir litum neðan á búk og fótum
- Hreiðurstæði brandandar
- Ungahópur brandandar
- Museum specimen
| 3.078125
|
# Brandur Jónsson (biskup)
Brandur Jónsson var biskup á Hólum í eitt ár, frá 1263 til dauðadags, 26. maí 1264.
Brandur var af ætt Svínfellinga, sem var ein helsta höfðingjaætt landsins, og fór með héraðsvöld á austanverðu landinu. Foreldrar Brands voru Jón Sigmundsson goðorðsmaður á Svínafelli í Öræfum og seinni kona hans Halldóra Arnórsdóttir. Hún var af ætt Ásbirninga, dóttir Arnórs Kolbeinssonar.
Talið er að Brandur hafi fæðst skömmu eftir 1200 (e.t.v. um 1205) á Svínafelli og alist þar upp. Hann var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri 1247-1262, en þar var klaustur af Ágústínusarreglu. Líklega hefur hann áður verið munkur í klaustrinu en hann tók við þegar Arnór Össurarson sagði af sér. Á þeim árum sem hann var ábóti var hann tvisvar umboðsmaður Skálholtsbiskups.
Brandur kom talsvert að deilum höfðingja á Sturlungaöld, og þá oft sem sáttasemjari. Í Svínfellinga sögu segir um Brand: "Hann réð fyrir austur í Þykkvabæ í Veri og var ágætur höfðingi, klerkur góður, vitur og vinsæll, ríkur og góðgjarn. Og í þann tíma hafði hann mesta mannheill þeirra manna, er þá voru á Íslandi."
Eftir að Íslendingar gengu undir vald Noregskonungs, 1262, var aftur farið að skipa íslenska menn í biskupsembættin. Var Brandur Jónsson þá útnefndur biskup á Hólum en Runólfur Sigmundsson lærisveinn hans tók við sem ábóti í Þykkvabæjarklaustri. Brandur sigldi til Noregs haustið 1262, vígður 4. mars 1263 og kom til landsins sumarið 1263. En hans naut ekki lengi við í biskupsembætti á Hólum, því að hann andaðist 26. maí 1264.
Brandur Jónsson var vel lærður maður og kenndi ýmsum. Hann var einnig þekktur rithöfundur. Hann þýddi á íslensku Alexanders sögu, söguljóð frá um 1170 eftir Philippus Gualterus, um Alexander mikla. Þetta er lausamálsþýðing og þykir málfarið á þýðingunni með miklum snilldarbrag. Halldór Laxness hreifst svo af verkinu að hann beitti sér fyrir því að Alexanders saga var gefin út árið 1945 í alþýðlegri útgáfu. Í formála bókarinnar segir Halldór: "Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi."
Brandur þýddi einnig Gyðinga sögu á íslensku, og e.t.v. fleiri rit.
Hermann Pálsson hefur sett fram þá tilgátu að Brandur hafi samið Hrafnkels sögu Freysgoða skömmu fyrir 1260.
Brandur Jónsson var ókvæntur, en hann átti þó son, Þorstein Brandsson (d. 1287) á Kálfafelli í Fljótshverfi.
| 3.5625
|
# Brandur Jónsson (lögmaður)
Brandur Jónsson (d. 1494) var íslenskur lögmaður á 15. öld og bjó á Hofi á Höfðaströnd og seinast á Mýrum í Dýrafirði.
Ætt Brands er óviss. Björn á Skarðsá segir að Finnbogi Jónsson lögmaður hafi verið bróðir hans og Brandur þá sonur Jóns Maríuskálds. Sé það rétt hefur Jón átt Brand ungur að árum og um 30 ára aldursmunur verið á þeim bræðrum. Brandur kemur fyrst við skjöl 1433 og hefur þá verið að minnsta kosti tvítugur. Fleiri tilgátur um faðerni hans hafa verið settar fram. Brandur varð lögmaður norðan og vestan 1454 og hélt því embætti til 1478. Þá sagði hann af sér en Hrafn Brandsson (eldri) var kjörinn í hans stað.
Kona Brands er óþekkt en á meðal barna þeirra var Páll Brandsson, sýslumaður í Eyjafirði, sem bjó á Möðruvöllum og var giftur Ingibjörgu, dóttur Þorvarðar Loftssonar og Margrétar Vigfúsdóttur á Möðruvöllum. Þau hjónin og synir þeirra tveir dóu öll í plágunni síðari 1494 og synir Gríms Pálssonar sýslumanns, launsonar Páls, erfðu allan auð þeirra samkvæmt Jónsbókarlögum, en Þorvarður Erlendsson lögmaður, sonur Guðríðar systur Ingibjargar, gerði tilkall til erfða og var það í samræmi við réttarbót Hákonar háleggs frá 1313. Var deilt hart um þetta í meira en tvo áratugi og dæmt á ýmsa vegu en málinu lauk með sættum á Alþingi 1515.
| 3.03125
|
# Arndís
Arndís er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.078125
|
# Arndís auðga Steinólfsdóttir
Arndís hin auðga Steinólfsdóttir var landnámskona.
Um hana segir í Landnámabók:
Steinólfur átti Eirnýju Þiðrandadóttur. Þorsteinn búandi var son þeirra, en Arndís hin auðga var dóttir þeirra, móðir Þórðar, föður Þorgerðar, er Oddur átti; þeirra son var Hrafn Hlymreksfari, er átti Vigdísi dóttur Þórarins fylsennis; þeirra son var Snörtur, faðir Jódísar, er átti Eyjólfur Hallbjarnarson, þeirra dóttir Halla, er átti Atli Tannason, þeirra dóttir Yngvildur, er átti Snorri Húnbogason. (..) Arndís hin auðga, dóttir Steinólfs hins lága, nam síðan land í Hrútafirði út frá Borðeyri; hún bjó í Bæ. Hennar son var Þórður, er bjó fyrr í Múla í Saurbæ.“
— Landnáma.
| 2.390625
|
# Arne Brustad
Arne Brustad (f. 14. apríl 1912 - d. 22. ágúst 1987) var knattspyrnumaður frá Noregi. Hann var í keppnisliði Noregs sem hlaut bronsverðlaun á Berlínarólympíuleikunum 1936. Tveimur árum síðar skoraði hann fyrsta HM-mark Noregs á HM í Frakklandi.
## Ævi og ferill
Sem unglingur æfði Brustad með Ullevål IL frá Ósló en lék allan sinn meistaraflokksferil, frá 1930-48, með Lyn í sömu borg. Hann var mikill markaskorari og hlaut viðurnefnið Ofurstinn. Lyn var á þessum árum ekki í hópi allra sterkustu liða Noregs, en varð þó tvívegis bikarmeistari, árin 1945 og 1946 og hafnaði í 2. sæti norsku deildarinnar leiktíðina 1937-38.
### Afrek með landsliðinu
Frá 1935-46 lék Brustad 33 landsleiki og skoraði í þeim 17 mörk. Fyrri hluti þessa tímabils var mikill uppgangstími hjá landsliðinu. Asbjørn Halvorsen hafði tekið við stjórn þess, eftir að hafa numið knattspyrnuþjálfun í Þýskalandi. Fáir bjuggust við miklu af norska liðinu á ÓL í Berlín 1936. Tyrkir voru lagðir að velli í fyrsta leik, 4:0, þar sem Brustad skoraði eitt markanna. Í næstu umferð biðu gestgjafarnir sjálfir þar sem Norðmenn skoruðu snemma, pökkuðu því næst í vörn og gerðu loks út um leikinn undir lokin, 2:0. Adolf Hitler var meðal áhorfenda og er viðureignin talin hafa gert hann fráhverfan knattspyrnu.
Í undanúrslitum mættu Norðmenn heimsmeisturum Ítala (sem tefldu þó ekki fram aðalliði sínu heldur liði skipuðu stúdentum og áhugamönnum). Ítalir náðu forystunni en Brustad jafnaði metinn um miðjan seinni hálfleikinn. Ítalir höfðu þó betur, 2:1, í framlengingu. Við tók leikur um bronsverðlaunin gegn Pólverjum. Staðan var orðin 2:2 eftir aðeins 25 mínútur, þar sem Brustad hafði skorað bæði mörk sinna manna. Hann fullkomnaði svo þrennuna undir lokin og Norðmenn unnu 3:2 og tryggðu sér 3. sætið. Það er mögulega til marks um vinsældir norska liðsins í keppninni að leikirnir gegn Ítalíu og Póllandi voru þær tvær viðureignir í keppninni sem drógu til sín flesta áhorfendur, fleiri en sjálfur úrslitaleikurinn.
Á HM tveimur árum síðar drógust Norðmenn á móti ítölsku heimsmeisturunum í fyrsta leik og veittu þeim harða keppni. Ítalir tóku forystuna í blábyrjun en Brustad jafnaði þegar skammt var til leiksloka. Skömmu síðar setti Brusted knöttinn aftur í ítalska markið en það var dæmt af vegna umdeildrar rangstöðu. Ítalir náðu aftur forystunni í framlengingunni og þar við sat. Þetta var í fyrsta sinn sem Norðmenn kepptu í úrslitakeppni HM og áttu þeir ekki eftir að endurtaka leikinn fyrr en í Bandaríkjunum 1994.
Í viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu sína var Arne Brustad valinn í Evrópuúrvalið sem mætti Englendingum á Highbury sama ár.
| 3.75
|
# Arnes
Arnes er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.1875
|
# Arndís Anna K. Gunnarsdóttir
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (f. 3. febrúar 1982) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum alþingismaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún er núverandi formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.
Arndís Anna var kosin á þing í alþingiskosningunum árið 2021. Hún gaf ekki aftur kost á sér í alþingiskosningunum 2024.
Bróðir Arndísar er Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmaður.
| 1.773438
|
# Arne Friedrich
Arne Friedrich (fæddur 29. maí árið 1979 í Bad Oeynhausen) er fyrrum þýskur knattspyrnumaður sem lék fyrir SC Verl, Arminia Bielefeld, Hertha Berlín, VfL Wolfsburg og Chicago Fire.
Hann lék 82 A-deildarleiki fyrir Þýskaland og skoraði 1 mark. Hann þreytti frumraun sína gegn búlgaríu þann 21. Ágúst árið 2002 í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
## Titlar
- HM 2006: 2006 (brons)
- Fifa Confederations Cup: 2005 (brons)
| 2.515625
|
# Arne Jacobsen
Arne Jacobsen (11. febrúar 1902 – 24. mars 1971) var danskur arkitekt og hönnuður, og lykilþátttakandi í innleiðingu módernismans í Danmörku. Hann er þekktur víða um heim og er meðal þekktustu hönnuða Danmerkur. Hann er þekktastur fyrir að hanna stóla, en frægustu stólarnir hans eru Syveren („Sjöan“), Myren („Anginn“), Svanen („Svanurinn“) og Ægget („Eggið“).
Jacobsen var lærði við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Árið 1943 flúði Jacobsen til Svíþjóðar ásamt þúsundum annarra danskra gyðinga og bjó þar þangað til seinni heimsstyrjöldin lauk. Hann snéri svo aftur til Listaakademíunnar sem prófessor og kenndi þar árin 1956–1965.
| 3
|
# Arnbríi
Arnbríi (fræðiheiti: Eutoxeres aquila) er tegund kólibrífugla.
| 2.59375
|
# Arndór
Arndór er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.15625
|
# Aegyptus
Aegyptus var rómverskt skattland stofnað árið 30 f.Kr. eftir sigur Octavíanusar (sem síðar var þekktur sem Ágústus keisari) á Kleópötru, drottningu Egyptalands, og Markúsi Antoníusi. Octavíanus innlimaði Egyptaland í Rómaveldi og skipaði Gaius Cornelius Gallus fyrsta landstjóra þar. Skattlandið náði yfir mest af því sem í dag telst til Egyptalands fyrir utan Sínaískaga en Rauðahafsströndin varð ekki hluti af því fyrr en í valdatíð Cládíusar. Aegyptus átti landamæri að skattlöndunum Creta et Cyrenaica (Krít og Kyrenaiku) í vestri og Iudaea (Júdeu) í austri. Aegyptus var mikilvægt kornræktarsvæði.
Gríska var stjórnsýslumál í skattlandinu og latína náði þar aldrei góðri fótfestu. Kristni var boðuð þar af Markúsi guðspjallamanni sem stofnaði patríarkadæmi í Alexandríu árið 33 e.Kr. Þegar Rómaveldi skiptist í tvennt varð Egyptaland hluti af Austrómverska ríkinu og hnignaði hægt. Árið 415 voru gyðingar reknir frá Alexandríu og heimspekingurinn Hýpatía myrt af kristnum múgi sem markar endalok hellenískrar menningar.
Persaveldi Sassanída reyndu að vinna landið af Býsantíum um 620. Arabíski herforinginn 'Amr ibn al-'As lagði svo landið undir Ómar mikla kalífa 640-641. Egyptar, sem þá voru lítt hallir undir keisaradæmið, veittu ekki mikla mótspyrnu.
| 3.234375
|
# Aemilius
Aemilius (kvk. Aemilia) var ættarnafn aemilísku ættarinnar (gens Aemilia), einnar af fimm mikilvægustu yfirstéttarætta (gentes maiores) í Rómaveldi.
Aemilíska ættin var forn ætt. Hún var talin verea komin af Mamercusi, syni Pýþagórasar sem var kallaður „Aemýlos“ eða „Aimilios“ vegna fágunar sinnar og mælsku. Önnur saga, sem Plútarkos segir, kvað Mamercus hafa verið son Numa Pompiliusar, konungs, en Numa mun hafa verið aðdáandi Pýþagórasar og því hafi hann nefnt son sinn eftir syni Pýþagórasar. (Aftur á móti eru líkindin milli nafnsins „Aemilius“ og forngríska orðsins aimilios líklega bara tilviljun.)
Greinar aemilísku ættarinnar voru: Barbula, Buca, Lepidus, Mamercus, Papus, Paullus, Regilus og Scaurus. Lepidusar-greinin reis til mestra metorða einkum undr lok lýðveldistímans.
## Markverðir menn af aemilísku ættinni á lýðveldistímanum
### Aemilii Barbulae
- Quintus Aemilius Q.f. Barbula, ræðismaður 317 f.Kr.
- Lucius Aemilius Q.f. Barbula, ræðismaður 281 f.Kr., sigurvegari við Tarentum
### Aemilii Mamercini
- Lucius Aemilius Mam.f. Mamercinus (Mamercus), ræðismaður 484 f.Kr., 478 f.Kr., 473 f.Kr.
- Tiberius Aemilius L.f. Mamercinus (Mamercus), ræðismaður 467 f.Kr.
- Manius Aemilius Mam.f. Mamercinus, ræðismaður 410 f.Kr.
- Lucius/Marcus Aemilius L.f. Mamercinus (Mamercus), ræðismaður 366 f.Kr., 363 f.Kr.
- Lucius Aemilius Mamercinus Privernas, ræðismaður 341 f.Kr., 329 f.Kr.
- Tiberius Aemilius Mamercinus, ræðismaður 339 f.Kr.
### Aemilii Pauli
- Lucius Aemilius Paullus, ræðismaður 219 f.Kr., 216 f.Kr. (faðir Macedonicusar)
- Lucius Aemilius Paullus Macedonicus, (229 f.Kr. - 160 f.Kr.), ræðismaður 182 f.Kr., 168 f.Kr.
### Aemilii Lepidi
- Marcus Aemilius Lepidus, ræðismaður 187 f.Kr.
- Marcus Aemilius Lepidus, (120-77 f.Kr.)
- Marcus Aemilius Lepidus, þríveldismaður 49 f.Kr.
- Marcus Aemilius Lepidus yngri, sonur Lepidusar
- Manius Aemilius Lepidus, ræðismaður, sonur Lepidusar yngra
- Aemilius Lepidus Paullus, ræðismaður 34 f.Kr.
- Marcus Aemilius Lepidus, ræðismaður 6
### Aemilii Papi
- Quintus Aemilius Papus, ræðismaður 282 f.Kr. og 278 f.Kr.
- Lucius Aemilius Papus, ræðismaður 225 f.Kr.
## Markverðir menn af aemilísku ættinni á keisaratímanum
- Marcus Aemilius Aemilianus, Aemilianus keisari (253)
- Blossius Aemilius Dracontius (5. öld)
- Aemilius Papinianus, lögfræðingur (141-212)
- Aemilius Asper, fræðimaður (2. öld)
- Aemilius Macer, skáld (d. 16 f.Kr.)
| 3.546875
|
# Aeroflot
Aeroflot (rússneska: Аэрофлот) er rússneskt flugfélag og stærsta flugfélag Rússlands. Höfuðstöðvar flugfélagsins eru staddar á alþjóðlega flugvellinum í Sheremetyevo og þaðan er flogið til 97 borga í 48 löndum. Aeroflot er eitt elsta flugfélag í heimi en það var stofnað árið 1923. Aeroflot var þjóðarflugfélag Sovétríkjanna og var á þeim tíma stærsta flugfélag í heimi. Við upplausn Sovétríkjanna hefur Aeroflot breyst úr ríkisreknu fyrirtæki í hálfeinkavætt flugfélag sem er meðal þeirra arðbærustu í heimi. Rússneska ríkisstjórnin á 51 % af fyrirtækinu frá og með 2011.
| 2.875
|
# Aedes albopictus
Aedes albopictus (eða Stegomyia albopicta) eða asísk tígris-moskítófluga er moskítófluga sem upprunnin er í hitabelti og heittempruðu belti í Suðaustur-Asíu. Þessi gerð moskítóflugna hefur hins vegar á nokkrum áratugum breiðst út í mörgum löndum og er talið að hún berist með varningi og ferðafólki. Tígris-moskítóflugan einkennist af því að fætur flugunnar eru með svörtum og hvítum rákum og bolurinn með litlum svörtum og hvítum rákum.
Þessi moskítófluga hefur orðið áberandi meindýr á mörgum stöðum því útbreiðsla tengist fólksfjölda (fremur en mýrlendi) og þessa moskítóflugur fljúga og nærast allan daginn og líka í dögun og þegar rökkvar. Flugan er kölluð tígris-moskítófluga út af því að rákirnar minna á tígrísdýr. Aedes albopictus er hýsill og smitberi fyrir marga hættulega veirusjúkdóma svon sem Dengue og Zika.
| 3.203125
|
# Afar
Afar (afarska: Qafár) eru þjóðflokkur í Afríku, einkum Eþíópíu. Afar hafa sitt eigið tungumál og sérstaka menningu. Fjöldi Afa er um 1,2 milljónir. Fátækt er mikil og ólæsi útbreitt en einungis 1-3 prósent Afa eru læsir.
| 2.609375
|
# Afbygging
Afbygging (franska: déconstruction) er túlkunaraðferð í heimspeki, bókmenntarýni og félagsfræði þar sem leitast er við að raska gefnum undirstöðum í rótgrónum fræðum, svo sem bókmenntum og vestrænni heimspeki, og draga fram mótsagnir og skapa nýjar tengingar. Hugtakið mótaði Jacques Derrida á fimmta áratug 20. aldar.
| 3.203125
|
# Aelius Donatus
Aelius Donatus (uppi seint á 4. öld) var rómverskur málfræðingur og mælskulistarkennari. Hann var kennari heilags Hýerónýmusar biblíuþýðanda.
Hann var höfundur nokkurra fræðirita. Sum þeirra eru varðveitt. Meðal annars óklárað skýringarrit við leikrit Terentíusar, ævisaga Virgils, sem er talin vera byggð á glataðri ævisögu Virgils eftir Súetóníus, og bók um málfræði, Ars grammatica, sem naut mikilla vinsælda á miðöldum.
| 2.640625
|
# Aesculus
Ættkvíslin Aesculus samanstendur af 13–19 tegundum blómstrandi plantna í sápuberjaætt Sapindaceae. Þetta eru tré eða runnar frá tempruðum svæðum norðurhvels, með sex tegundir frá Norður Ameríku og sjö til þrettán tegundir í Evrasíu. Einnig koma fyrir nokkrir blendingar.
Linnaeus nefndi ættkvíslina Aesculus eftir Rómverska nafninu fyrir æt akörn.
Ættkvíslin hefur vanalega verið talin til "ditypic family" Hippocastanaceae ásamt Billia, en nýlegar greiningar á útlitseinkennum og efnasamböndum hefur sett þessa ættkvísl, ásamt Aceraceae (hlynir og Dipteronia), til að teljast til sápuberjaættar (Sapindaceae).
## Valdar tegundir
Meðal tegunda af Aesculus eru:
| Mynd | Fræðiheiti | Íslenskt nafn | Útbreiðsla |
| ---- | ----------------------------------------------- | ------------- | ----------------------------------------------------------------------------- |
| | Aesculus assamica | | norðaustur Indland (Sikkim) austur til suður Kína (Guangxi) og norður Vietnam |
| | Aesculus californica | | vesturhluti Norður Ameríku |
| | Aesculus × carnea (A. pavia x A. hippocastanum) | | |
| | Aesculus chinensis | | austur Asía |
| | Aesculus chinensis var. wilsonii | | austur Asía |
| | Aesculus flava (A. octandra) | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus glabra | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus hippocastanum | Hestakastanía | Evrópa, ættuð frá Balkanlöndunum |
| | Aesculus indica | | austur Asía |
| | Aesculus neglecta | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus parviflora | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus parryi | | vestur Norður Ameríka, einlend í Baja California del Norte |
| | Aesculus pavia | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus pavia var. flavescens | | austur Norður Ameríka, nokkurnveginn einlend í Texas |
| | Aesculus sylvatica | | austur Norður Ameríka |
| | Aesculus turbinata | | austur Asía, einlend í Japan |
| | Aesculus wangii | | austur Asía |
## Ytri tenglar
- Germplasm Resources Information Network: Aesculus Geymt 15 janúar 2009 í Wayback Machine
- Forest, F., Drouin, J. N., Charest, R., Brouillet, L., & Bruneau A. (2001). A morphological phylogenetic analysis of Aesculus L. and Billia Peyr. (Sapindaceae). Can. J. Bot. 79 (2): 154-169. Abstract.
- Aesculus glabra (Ohio buckeye) King's American Dispensatory
- Winter ID pictures Geymt 3 mars 2009 í Wayback Machine
| 3.03125
|
# Afbrigði latneska stafrófsins
Það eru til mörg afbrigði latneska stafrófsins, þess stafrófs sem notað til að rita flest þeirra tungumála sem nú eru töluð. Það hefur 26 bókstafi sem almennt eru viðurkenndir (hvern um sig bæði í hástafa- og lágstafagerð):
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z |
Þetta er það stafróf sem Rómverjar notuðu á öldunum kringum upphaf tímatals okkar með nokkrum viðbótum. I og J voru upphaflega afbrigði sama stafs og sömuleiðis U og V. W varð til við tvöföldun þess stafs og var upphaflega notað til þess að skrifa germönsk mál sem höfðu tvenns konar rödduð varahljóð. Þar að auki gerðu Rómverjar ekki greinarmun á litlum og stórum stöfum. Upphaflega voru stafirnir Y og Z ekki í stafrófinu, en þeir voru fengnir að láni úr gríska stafrófinu til þess að rita grísk tökuorð í latínu. Í frumgerð stafrófsins var heldur ekkert G, en því var bætt við þar sem mikilvægt var að gera greinarmun á þeim tveimur hljóðum sem C stóð áður fyrir.
Þó að upphaflega hafi hver latneskur bókstafur um það bil samsvarað einu fónemi í latínu gefur auga leið að til þess að það yrði nothæft í öðrum málum, mörgum þeirra mjög fjarskyldum, þurfti það að aðlagast nýjum aðstæðum. Þess vegna er latneska stafrófið til í fjölmörgum afbrigðum og aðlögunum. Hér að neðan má sjá nokkur sýnishorn af slíkum viðbótum og aðlögunum.
## Íslenska stafrófið
Íslenska stafrófið notar 32 bókstafi:
| A | Á | B | D | Ð | E | É | F | G | H | I | Í | J | K | L | M | N | O | Ó | P | R | S | T | U | Ú | V | X | Y | Ý | Þ | Æ | Ö |
| a | á | b | d | ð | e | é | f | g | h | i | í | j | k | l | m | n | o | ó | p | r | s | t | u | ú | v | x | y | ý | þ | æ | ö |
Í íslensku eru bókstafirnir C, Q, W og Z almennt ekki notaðir. Tökuorð eru almennt aðlöguð íslensku þannig að aðrir stafir komi í stað þeirra, nema ýmis erlend nöfn og orð sem eru samsett úr þeim, t.d. ASCII-hnappaborð. Sérstakir íslenskir bókstafir eru: Á, Ð, É, Í, Ó, Ú, Ý, Þ, Æ og Ö.
## Færeyska stafrófið
Færeyska stafrófið notar 29 bókstafi:
| A | Á | B | D | Ð | E | F | G | H | I | Í | J | K | L | M | N | O | Ó | P | R | S | T | U | Ú | V | Y | Ý | Æ | Ø |
| a | á | b | d | ð | e | f | g | h | i | í | j | k | l | m | n | o | ó | p | r | s | t | u | ú | v | y | ý | æ | ø |
Færeysku stafirnir sem voru fjarlægðir eru þeir sömu og íslensku en með X. Sérstakir færeyskir stafir eru: Á, Ð, Í, Ó, Ú, Ý, Æ og Ø.
Skrifaðir sem litlir bókstafir: á, ð, í, ó, ú, ý, æ og ø
## Danska og norska stafrófið
Danska og norska nota sama stafróf með 29 bókstöfum:
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z | Æ | Ø | Å |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z | æ | ø | å |
Danska og norska nota bókstafina Æ, Ø og Å sem ekki eru til í upphaflega latneska stafrófinu. Á báðum tungumálum eru C, Q, W, X og Z aðeins fyrir lánsorð
## Finnska og sænska stafrófið
Finnska og sænska nota sama stafróf með 29 bókstöfum:
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z | Å | Ä | Ö |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z | å | ä | ö |
Munurinn á finnsk-sænska stafrófinu og því dansk-norska er að í því seinna er Æ notað í stað Ä, og formið Ø í stað Ö. Einnig er röðun þessara bókstafa önnur: Æ, Ø, Å.
Finnska hefur Š og Ž, en þau eru ekki í stafrófinu og eru talin eingöngu fyrir lánsorð. Finnska hefur B, C, F og X eingöngu fyrir lánsorð. Bæði tungumálin hafa Q, W og Z eingöngu fyrir lánsorð.
## Spænska stafrófið
Spænska stafrófið hefur 36 stafi (* fyrir óháð)
| A | Á* | B | C | CH | D | E | É* | F | G | H | I | Í* | J | K | L | LL | M | N | Ñ | O | Ó* | P | Q | R | RR | S | T | U | Ú* | Ü* | V | W | X | Y | Z |
| a | á | b | c | ch | d | e | é | f | g | h | i | í | j | k | l | ll | m | n | ñ | o | ó | p | q | r | rr | s | t | u | ú | ü | v | w | x | y | z |
Titilfelli fyrir CH, LL og RR eru Ch, Ll og Rr í sömu röð.
K og W eru aðeins í lánsorðum.
## Franska stafrófið
Franska stafrófið hefur 26 bókstafi (* aðeins fyrir lánsorð)
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K* | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W* | X | Y | Z |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z |
Það eru 16 sjálfstæðir stafir á frönsku.
Skrifaðir sem stórir bókstafir: À, Â, Æ, Ç, É, È, Ê, Ë, Î, Ï, Ô, Œ, Ù, Û, Ü og Ÿ.
Skrifaðir sem litlir bókstafir: à, â, æ, ç, é, è, ê, ë, î, ï, ô, œ, ù, û, ü og ÿ.
## Þyska stafrófið
Þýska stafrófið hefur 30 stafi.
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z | Ä | Ö | Ü | ẞ |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z | ä | ö | ü | ß |
Þýska hefur 4 stafi sem eru ekki notaðir í latneska stafrófinu.
Skrifaðir sem stórir bókstafir: Ä, Ö, Ü og ẞ.
Skrifaðir sem litlir bókstafir: ä, ö, ü og ß.
## Ítalska stafrófið
Ítalska stafrófið hefur 21 bókstafi.
| A | B | C | D | E | F | G | H | I | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | Z |
| a | b | c | d | e | f | g | h | i | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | z |
Latnesku bókstafirnir J, K, W, X og Y eru ekki notaðir í ítalsku. Það eru 6 sjálfstæðir stafir:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: À, È, É, Ì, Ò og Ù.
Skrifaðir sem litlir bókstafir: à, è, é, ì. ò og ù.
## Pólska stafrófið
Pólska stafrófið hefur 32 bókstafi.
| A | Ą | B | C | Ć | D | E | Ę | F | G | H | I | J | K | L | Ł | M | N | Ń | O | Ó | P | R | S | Ś | T | U | W | Y | Z | Ź | Ż |
| a | ą | b | c | ć | d | e | ę | f | g | h | i | j | k | l | ł | m | n | ń | o | ó | p | r | s | ś | t | u | w | y | z | ź | ż |
Latnesku bókstafirnir Q, V og X eru ekki notaðir í pólsku. Pólska hefur 9 bókstafi sem ekki eru notaðir í latneska stafrófinu: Ą, Ć, Ę, Ł, Ń, Ó, Ś, Ź og Ż.
## Tékkneska stafrófið
Tékkneska stafrófið hefur 42 bókstafi:
| A | Á | B | C | Č | D | Ď | E | É | Ě | F | G | H | CH | I | Í | J | K | L | M | N | Ň | O | Ó | P | Q | R | Ř | S | Š | T | Ť | U | Ú | Ů | V | W | X | Y | Ý | Z | Ž |
| a | á | b | c | č | d | ď | e | é | ě | f | g | h | ch | i | í | j | k | l | m | n | ň | o | ó | p | q | r | ř | s | š | t | ť | u | ú | ů | v | w | x | y | ý | z | ž |
Athugið að farið er með "CH" sem sérstakan staf. Titilmálið er Ch.
## Slóvakíska stafrófið
Slóvakíska stafrófið hefur 46 bókstafi, sá lengsti af hverju evrópsku stafrófi.
| A | Á | Ä | B | C | Č | D | Ď | DZ | DŽ | E | É | F | G | H | CH | I | Í | J | K | L | Ĺ | Ľ | M | N | Ň | O | Ó | Ô | P | Q | R | Ŕ | S | Š | T | Ť | U | Ú | V | W | X | Y | Ý | Z | Ž |
| a | á | ä | b | c | č | d | ď | dz | dž | e | é | f | g | h | ch | i | í | j | k | l | ĺ | ľ | m | n | ň | o | ó | ô | p | q | r | ŕ | s | š | t | ť | u | ú | v | w | x | y | ý | z | ž |
DZ, DŽ og CH teljast bókstafir. Titilstafir eru Dz, Dž og Ch.
## Baskneska stafrófið
Í baskneska stafrófinu eru einungis 29 bókstafir:
| A | B | C | Ç | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | Ñ | O | P | Q | R | S | T | U | Ü | V | W | X | Y | Z |
| a | b | c | ç | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | ñ | o | p | q | r | s | t | u | ü | v | w | x | y | z |
Þótt C, Q, V, W og Y séu ekki notuð í hefðbundnum baskneskum orðum voru þau tekin með í baskneska stafrófinu til að skrifa lánsorð.
Ç og Ü eru ekki sjálfstæðir stafir.
## Tyrkneska stafrófið
Tyrkneska stafrófið hefur 29 bókstafi:
| A | B | C | Ç | D | E | F | G | Ğ | H | I | İ | J | K | L | M | N | O | Ö | P | R | S | Ş | T | U | Ü | V | Y | Z |
| a | b | c | ç | d | e | f | g | ğ | h | ı | i | j | k | l | m | n | o | ö | p | r | s | ş | t | u | ü | v | y | z |
Þrír bókstafir latneska stafrófsins eru ekki notaðir: Q, W og X.
Tyrkneskan hefur sex bókstafi sem ekki eru notaðir í latneska stafrófinu:
Skrifaðir sem stórir bókstafir: Ç, Ğ, I, İ, Ö, Ş og Ü.
Skrifaðir sem litlir bókstafir: ç, ğ, ı, i, ö, ş og ü.
Athuga ber að "ı" og "i" eru tveir aðskildir stafir með óskiltt hljóðgildi og skrifaðir á mismunandi hátt sem bæði litlir og stórir stafir.
## Maltneska stafrófið
Maltneska notar 30 bókstafi:
| A | B | Ċ | D | E | F | Ġ | G | GĦ | H | Ħ | I | IE | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Z | Ż |
| a | b | ċ | d | e | f | ġ | g | għ | h | ħ | i | ie | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | z | ż |
Latnesku stafirnir C og Y eru ekki notaðir. Titlafall fyrir GĦ og IE eru Għ og Ie í sömu röð.
## Víetnamska stafrófið
Víetnamska stafrófið hefur 29 bókstafi:
| A | Ă | Â | B | C | D | Đ | E | Ê | G | H | I | K | L | M | N | O | Ô | Ơ | P | Q | R | S | T | U | Ư | V | X | Y |
| a | ă | â | b | c | d | đ | e | ê | g | h | i | k | l | m | n | o | ô | ơ | p | q | r | s | t | u | ư | v | x | y |
Í viðbót við latneska stafrófið hefur það víetnamska bókstafina Â, Ê og Ô. Þar að auki eru 8 tvístafa og ein þriggjastafa samsetningar sem samsvara sérstökum víetnömskum fónemum en ekki reiknast sem einingar í stafrófinu: Ch, Gh, Gi, Kh, Ng, Ngh, Nh, Ph og Th.
F, J, W og Z eru ekki notuð í víetnömsku, þó nöfn þeirra séu ósnortinn. Þetta eru ép, gi, vê kép og giét, í sömu röð.
Víetnamska er tónmál, þannig að það hefur alls 5 tóna. (Þetta eru eingöngu sérhljóða A, Â, Ă, Ê, O, Ô, Ơ, Ư og Y) Þetta eru:
- Bráð
- Gröf
- Tilde
- Krókur fyrir ofan
- Punktur fyrir neðan
| 3.71875
|
# Afdalafífill
Afdalafífill (fræðiheiti: Geum pyrenaicum) er jurt af rósaætt frá Pýreneafjöllum.
| 2.59375
|
# Cerastium thomsonii
Cerastium thomsonii er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Afghanistan til Vestur-Himalayafjalla. .
| 2.484375
|
# Cerastium theophrasti
Cerastium theophrasti er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Grikklandi.
| 2.5625
|
# Cerastium szechuense
Cerastium szechuense er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Kína.
| 2.453125
|
# Cerastium takasagomontanum
Cerastium takasagomontanum er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Taívan.
| 2.53125
|
# Cerastium taschkendicum
Cerastium taschkendicum er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Mið-Asíu.
| 2.53125
|
# Cerastium terrae-novae
Cerastium terrae-novae er jurt af hjartagrasaætt. Hún vex í Evrópu og Norður-Ameríku.
| 2.34375
|
# Cerastium sylvaticum
Cerastium sylvaticum er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Evrópu.
- Blöð og stöngull
- Blóm
| 2.609375
|
# Cerastium szowitsii
Cerastium szowitsii er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Kákasus.
| 2.53125
|
# Cerastium texanum
Cerastium texanum er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Norður-Ameríku.
| 2.25
|
# Cerastium thomasii
Cerastium thomasii er jurt af hjartagrasaætt. Hún er ættuð frá Ítalíu.
| 2.578125
|
# Akureyrarvöllur
Akureyrarvöllur er knattspyrnuvöllur á Akureyri. Völlurinn er heimvöllur knattspyrnuliðsins Íþróttabandalag Akureyrar og Knattspyrnufélag Akureyrar. Völlur getur tekið 715 manns í sæti.
| 2.015625
|
# AkureyrarAkademían
AkureyrarAkademían (AkAk) er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var á grunni Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. AkAk er samfélag fólks á Norðurlandi sem hefur háskólapróf og/eða sinnir fræði- eða ritstörfum. AkureyrarAkademían stendur reglulega fyrir fundum, fyrirlestrum, málþingum og öðrum viðburðum.
## Saga félagsins
Fyrirmyndin að AkureyrarAkademíunni er sótt til ReykjavíkurAkademíunnar. Markmiðið með stofnun AkureyrarAkademíunnar var að nýta betur þekkingu fræðafólks á Norðurlandi, skapa þeim vettvang til miðlunar og umræðu inn á við sem og til samfélagsins. Fulltrúar stunda rannsóknir og ritstörf á víðu fræðasviði.
AkureyrarAkademían er staðsett í Árholti, Háhlíð 1.
### Formenn
- Jón Hjaltason, sagnfræðingur (2006 – 2007)
- Valgerður H. Bjarnadóttir, (2007 – 2008)
- Hjálmar S. Brynjólfsson, (2008 – 2009)
- Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur (2009 – 2011)
- Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (2011 – 2012)
- Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur (2012-2013)
- Skafti Ingimarsson, sagnfræðingur (2013-2015)
- Valgerður S. Bjarnadóttir, menntunarfræðingur (2015-2016)
- Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur (2016-2017)
- Bergljót Þrastardóttir (2017-)
| 1.984375
|
# Akureyri.net
Akureyri.net er íslenskur vefmiðill í eigu Pedromynda á Akureyri. Vefurinn hóf göngu sína 26. júlí árið 2005. Vefurinn flytur fréttir frá Akureyri og nágrannasveitarfélögum auk þess að fjalla um íþróttir og menningarlíf. Þá er á síðunni atburðadagatal bæjarins. Ritstjóri Akureyri.net er Skapti Hallgrímsson.
## Tengill
- Akureyri.net
| 1.648438
|
# Akureyri handboltafélag
Akureyri handboltafélag er handknattleiksfélag frá Akureyri. Félagið var stofnað árið 2006 þegar handknattleiksdeildir Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar ákváðu að hefja samstarf sín á milli. Í Nóvember 2010 skrifuðu svo formenn bæði Þórs og KA undir nýjan samning sem innihélt samkomulag um samvinnu liðanna til ársins 2015.
Eftir ellefu ára veru í efstu deild féll Akureyri úr Olís-deildinni vorið 2017 og í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á starfsemi félagsins. KA sagði sig úr samstarfinu og stofnaði nýtt lið og léku bæði Akureyri handboltafélag og KA í Grill66-deildinni tímabilið 2017-2018.
Akureyri vann deildina og leikur í Olís-deildinni 2018-2019.
## Titlar og gengi Akureyrar
- Deildarmeistarar 1:
- 2011
- 1. deild karla í handknattleik | Sigurvegarar í 1.deild
1: 2018
| 2.15625
|
# Akureyjar (Skarðsströnd)
Akureyjar er eyjaklasi fyrir Skarðsströnd í Dalasýslu, út af mynni Gilsfjarðar og hafa eyjarnar raunar stundum verið sagðar í Gilsfirði. Heimaeyjan, þar sem bærinn var, er í miðjum klasanum, umkringd um 30 smærri eyjum og er víða grunnt á milli eyjanna og hægt að ganga þar um fjöru. Varast ber að rugla eyjunum saman við Akureyjar í Helgafellssveit.
Á fyrri öldum voru eyjarnar stundum byggðar en stundum ekki þótt þar þætti góð bújörð því eigendur þeirra bjuggu á höfuðbólum uppi á landi og vildu stundum nýta eyjarnar sem hlunnindi í stað þess að leigja þær. Þar var þó búið 1703 en á meðan Magnús Ketilsson sýslumaður bjó í Búðardal á síðari hluta 18. aldar og átti eyjarnar nytjaði hann þær sjálfur. Afkomendur hans settust þar svo að og dóttursonur hans, séra Friðrik Eggerz, bjó þar frá 1851 um nær 30 ára skeið og er þekktasti ábúandi eyjanna. Minningar hans, Úr fylgsnum fyrri aldar I-II, komu út á árunum 1950-1952. Sonur hans var Sigurður Eggerz, rithöfundur og ráðherra, og ólst hann hér upp.
Ein af vinnukonum séra Friðriks í Akureyjum var skáldkonan Júlíana Jónsdóttir, sem varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók, og var hún oft kennd við eyjarnar.
Akureyjar fóru í eyði 1954. Síðasti ábúandi eyjanna var Tómas Jónsson frá Elivogum á Langholti í Skagafirði, þekktur sem fyrirmyndin að Hervaldi í Svalvogum í skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur í Paradís.
| 2.796875
|
# Akureyrarveikin
Akureyrarveikin var smitsjúkdómsfaraldur sem gekk yfir á Akureyri veturinn 1948–49 og í smærri faröldrum á landinu. Sjúkdómurinn olli einkennum sem líktu eftir mænusótt (polio) og voru helstu einkennin síþreyta ásamt verkjum í vöðvum eða beinum samfara hita og einkennum frá heila og mænu. Veikin olli varanlegri lífsgæðaskerðingu hjá mörgum sjúklingum.
Fyrsta tilfelli Akureyrarveikinnar var greint í september 1948. Um veturinn gekk faraldurinn yfir Akureyri og veiktust 465 manns eða 7% af íbúum Akureyrar. Veikin breiddist út og stök tilvik af Akureyrarveiki komu upp um allt land. Faraldrar gengu á Þórshöfn og á Patreksfirði árin 1953 og 1955. Engin tilvik hafa verið greind frá árinu 1955.
Akureyrarveikin lýsti sér með sótthita, bein- og liðverkjum og vöðvasærindum en einnig særindum í hálsi og óþægindum í meltingarvegi, höfuðverk og stífleika á hálslið, streitu og kvíða og máttleysi og dofa í hluta líkamans. Allir lifðu af, en aðeins 15% þeirra sem veiktust náðu fullum bata. Flestir náðu allgóðum bata en um 25% þeirra sem veiktust jöfnuðu sig aldrei og hafa alla ævi verið þreyttir bæði andlega og líkamlega og nánast allir fengið vefjagigt sem svo hefur aukið á þreytuna. Afbrigði af Parkinsonsveiki er algengara meðal þeirra sem veiktust af Akureyrarveikinni en ætla mætti og er það talið vera afleiðing heilabólgu sem var hluti veikinnar. Fleiri konur en karlar veiktust og var hlutfallslega mest ungt fólk, á aldrinum 15 til 19 ára. Sjaldgæft var að börn veiktust.
Ekki er vitað hver nákvæm orsök Akureyrarveikinnar var.
| 3.453125
|
# Criminal Minds (7. þáttaröð)
Sjöunda þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 21. september 2011 og sýndir voru 24 þættir.
## Aðalleikarar
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Aukaleikarar
- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
- Cade Owens sem Jack Hotchner
- Josh Stewart sem William LaMontagne, Jr.
- Sebastian Roché sem Clyde Easter
- Beth Clemmons sem Bellamy Young
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ---------------------- | ------------------- | ------------- | ---------- |
| It Takes a Village | Erica Messer | Glenn Kershaw | 21.09.2011 | 1 - 139 |
| Lið AGD stendur á krossgötum á meðan þau eru yfirheyrð af þingnefnd vegna aðgerða þeirra gagnvart Ian Doyle. | | | | |
| | | | | |
| Proof | Janine Sherman Barrois | Karen Gaviola | 28.09.2011 | 2 - 140 |
| Lið AGD ferðast til Oklahoma eftir að tvær konur finnast sem hafa verið blindnar með sýru og síðan myrtar. | | | | |
| | | | | |
| Dorado Falls | Sharon Lee Watson | Felix Alcala | 05.10.2011 | 3 - 141 |
| Lið AGD rannsakar fjöldamorð í öryggisfyrirtæki í Charlottesville. | | | | |
| | | | | |
| Painless | Breen Frazier | Larry Teng | 12.10.2011 | 4 - 142 |
| Eftirlifendur fjöldamorðs í menntaskóla í Boise þurfa að rifja upp daginn þegar nýr morðingi ræðst á eftirlifendurnar með aðstoð liðs AGD. | | | | |
| | | | | |
| From Childhood´s Hour | Bruce Zimmerman | Anna J. Foerster | 19.10.2011 | 5 - 143 |
| Lið AGD rannsakar mannrán á ungum börnum í St. Louis. | | | | |
| | | | | |
| Epilogue | Rick Dunkle | Guy Ferland | 02.11.2011 | 6 – 144 |
| Lið AGD ferðast til þjóðgarðs í Kaliforníu eftir röð líka finnast í vatni garðsins. | | | | |
| | | | | |
| There´s No Place Like Home | Virgil Williams | Rob Spera | 09.11.2011 | 7 - 145 |
| Lið AGD ferðast til Kansas þegar lík ungra drengja finnast eftir röð fellibylja. | | | | |
| | | | | |
| Hope | Kimberly Ann Harrison | Michael Watkins | 16.11.2011 | 8 – 146 |
| Garcia biður um aðstoð þegar kona í stuðningshópi hennar hverfur sama dag og dóttir hennar hvarf sjö árum áður. | | | | |
| | | | | |
| Self-Fulfilling Prophecy | Erica Messer | Charlie Haid | 07.12.2011 | 9 - 147 |
| Lið AGD rannsóknar hópsjálfsmorð við herskóla fyrir unga drengi. | | | | |
| | | | | |
| The Bittersweet Science | Janine Sherman Barrois | Rob Hardy | 14.12.2011 | 10 - 148 |
| Lið AGD rannsakar röð barðsmíða í Fíladelfíu með tengsl við hnefaleika íþróttina. | | | | |
| | | | | |
| True Genius | Sharon Lee Watson | Glenn Kershaw | 18.01.2012 | 11 - 149 |
| Lið AGD rannsaka röð morða í San Francisco sem gefa til kynna að Zodiac raðmorðinginn hafi snúið aftur. | | | | |
| | | | | |
| Unknown Subject | Breen Frazier | Michael Lange | 25.01.2011 | 12 - 150 |
| Lið AGD leitar að raðnauðgara sem kallast „píanómaðurinn“ í Houston. | | | | |
| | | | | |
| Snake Eyes | Bruce Zimmerman | Doug Aarniokoski | 08.02.2012 | 13 - 151 |
| Lið AGD rannasakar röð morða í Atlantic City sem tengjast spilavítunum. | | | | |
| | | | | |
| Closing Time | Rick Dunkle | Jesse Warn | 15.02.2012 | 14 - 152 |
| Lið AGD ferðast til Suður-Kaliforníu til þess að rannsaka raðmorðingja sem skilur fórnarlömb sín eftir í lífvarðaturnum við ströndina. | | | | |
| | | | | |
| A Thin Line | Virgil Williams | Michael Watkins | 22.02.2012 | 15 – 153 |
| Lið AGD rannsakar röð innbrota og morða í fínu samfélagi í Kaliforníu. | | | | |
| | | | | |
| A Family Affair | Kimberly Ann Harrison | Rob Spera | 29.02.2012 | 16 - 154 |
| Lið AGD ferðast til Atlanta til að rannsaka röð morða á konum. Frekari rannsókn leiðir í ljós að morðinginn vinnur ekki einn. | | | | |
| | | | | |
| I Love You, Tommy Brown | Janine Sherman Barrois | John Terlesky | 14.03.2012 | 17 - 155 |
| Lið AGD ferðast til Seattle eftir að hjón sem eru fósturforeldrar finnast myrtir. | | | | |
| | | | | |
| Foundation | Jim Clemente | Dermott Downs | 21.03.2012 | 18 - 156 |
| Lið AGD ferðast til Arizona eftir að ungur piltur finnst ráfandi um eyðimerkuna og stuttu síðar hverfur annar drengur. | | | | |
| | | | | |
| Heartridge Manor | Sharon Lee Watson | Matthew Gray Gubler | 04.04.2012 | 19 - 157 |
| Lið AGD ferðast til Oregon til að rannsaka röð gotneskra morða og trúarmorða þar sem morðinginn er hugsanlega djöfladýrkandi. | | | | |
| | | | | |
| The Company | Breen Frazier | Nelson McCormick | 11.04.2012 | 20 - 158 |
| Morgan reynir með aðstoð liðsfélaganna að finna frænku sína sem var talin vera látin. | | | | |
| | | | | |
| Divining Rod | Bruce Zimmerman | Doug Aarniokoski | 02.05.2012 | 21 - 159 |
| Raðmorðingi er tekinn af lífi í Oklahoma en stuttu seinna dúkkar eftirherma upp og er lið AGD kallað til að aðstoða við málið. | | | | |
| | | | | |
| Profiling 101 | Virgil Williams | Felix Alcala | 09.05.2012 | 22 - 160 |
| Lið AGD heldur fyrirlestur fyrir nema um einn langlífasta raðmorðingjann sem þau hafa rannsakað. | | | | |
| | | | | |
| Hit (Part 1) | Rick Dunkle | Michael Lange | 16.05.2012 | 23 - 161 |
| Lið AGD rannsakar röð bankarána í Washington sem endar með gíslatöku og reynir liðið að semja um lausn gíslanna. Málið verður flóknara þegar Will verður einn af gíslunum. | | | | |
| | | | | |
| Run (Part 2) | Erica Messer | Connor Norton | 16.05.2012 | 24 - 162 |
| Lið AGD reynir að finna bankaræningjanna eftir að þeir ná að flýja bankann með Will sem gísl. | | | | |
| | | | | |
| 2.171875
|
# Criminal Minds: Suspect Behavior (1. þáttaröð)
Fyrsta þáttaröðin af Criminal Minds: Suspect Behavior var frumsýnd 16. september 2011 og sýndir voru þrettán þættir.
## Aðalleikarar
- Forest Whitaker sem Sam Cooper
- Janeane Garofalo sem Beth Griffith
- Michael Kelly sem Jonathan Prohet Sims
- Beau Garrett sem Gina LaSalle
- Matt Ryan sem Mick Rawson
## Aukaleikarar
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
- Richard Schiff sem Jack Fickler
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ | --------------------------- | -------------------- | ------------- | ---------- |
| Two of a Kind | Rob Fresco | John Terlesky | 16.02.2011 | 1 - 1 |
| Red Cell liðið er kallað til Clevelands til að finna tvær ungar stúlkur sem hafa verið teknar. | | | | |
| | | | | |
| Lonely Hearts | Shintaro Shimosawa | Michael Watkins | 23.02.2011 | 2 - 2 |
| Red Cell liðið rannsakar röð morða á viðskiptamönnum á hótelum í Cincinnati, Ohio | | | | |
| | | | | |
| See No Evil | Barry Schindel | Rob Spera | 02.03.2011 | 3 - 3 |
| Red Cell liðið reynir að finna tengingu á milli tveggja óvenjulegra morða í Tucson, Arizona. Báðum fórnarlömbum hafði verið gefið lamdandi lyf áður en þau voru drepin. | | | | |
| | | | | |
| One Shot Kill | Rob Fresco | Terry McDonough | 09.03.2011 | 4 - 4 |
| Leyniskytta hrellir íbúa Chicago beinir athygli sinni að Mick. | | | | |
| | | | | |
| Here Is the Fire | Chris Mundy og Ian Goldberg | Andrew Bernstein | 16.03.2011 | 5 - 5 |
| Sprenging verður í skóla í smábæ og þarf Red Cell liðið að finna sökudólginn áður en fleiri sprenginar eiga sér stað. | | | | |
| | | | | |
| Devotion | Shintaro Shimosawa | Stephen Cragg | 23.03.2011 | 6 – 6 |
| Red Cell liðið leitar að raðmorðingja sem ferðast yfir landið og drepur fórnarlömb sín með hengingu. | | | | |
| | | | | |
| Jane | Glen Mazzara | Rob Hardy | 30.03.2011 | 7 - 7 |
| Red Cell liðið reynir að finna raðmorðingja sem rænir konum í Indianapolis og verður málið persónulegt fyrir liðið þegar ekki er hægt að nafngreina eitt fórnarlambanna. | | | | |
| | | | | |
| Night Hawks | Ian Goldberg | Dwight Little | 06.04.2011 | 8 - 8 |
| Red Cell liðið þarf að finna tengingu á milli röð morða sem hafa átt sér stað seinustu 24 tíma. | | | | |
| | | | | |
| Smother | Melissa Blake og Joy Blake | Phil Abraham | 13.04.2011 | 9 - 9 |
| Red Cell liðið ferðast til Manchester, New Hampshire þar sem ungum mæðrum er rænt. | | | | |
| | | | | |
| The Time Is Now | Joy Blake og Melissa Blake | Tim Matheson | 04.05.2011 | 10 - 10 |
| Cooper er beðinn um að fara yfir gamla atferlisgreiningu á konu sem er á dauðadeildini, þegar hún óskar eftir því að réttarhöldin yfir henni séu gerð ómerkt vegna vitnisburðar Ficklers, forstjóra alríkislögreglunnar. | | | | |
| | | | | |
| Strays | Chris Mundy og Glen Mazzara | Anna J. Foerster | 11.05.2011 | 11 - 11 |
| Þegar guðdóttir Ficklers er rænt biður hann um aðstoð frá Red Cell liðinu. | | | | |
| | | | | |
| The Girl in the Blue Mask | Mark Richard | Félix Alcalá | 18.05.2011 | 12 - 12 |
| Red Cell liðið leitar að morðingja sem afmyndar andlit fórnarlamba sinna. | | | | |
| | | | | |
| Death by a Thousand Cuts | Ian Goldberg | Edward Allen Bernero | 25.05.2011 | 13 – 13 |
| Red Cell liðið ferðast til Dallas þegar skotmaður skýtur fólk af handahófi sér til skemmtunar. | | | | |
| | | | | |
| 2.25
|
# Criminal Minds (5. þáttaröð)
Fimmta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 23. september 2009 og sýndir voru 23 þættir.
## Söguþráðs skipti
Í þættinum The Fight, sem sýndur var 7. apríl 2010, hefur Criminal Minds söguþráðasskipti við Criminal Minds: Suspect Behavior.
## Leikstjórn
Leikarinn Matthew Gray Gubler leikstýrði þættinum Mosley Lane.
## Aðalleikarar
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Aukaleikarar
- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------------ | --------------------- | ------------- | ---------- |
| Nameless, Faceless | Chris Mundy | Charles S. Carroll | 23.09.2009 | 1 - 92 |
| Lið AGD er kallað út til að aðstoða við leit að morðingja sem ætlar sér að drepa bráðalækni. Prentiss fer heim til Hotch og finnur íbúðina tóma en stóran blóðpoll og göt eftir byssukúlur. | | | | |
| | | | | |
| Haunted | Erica Messer | Jon Cassar | 30.09.2009 | 2 - 93 |
| Lið AGD er kallað til Louisville, Kentucky þegar geiðveikur maður fær taugaáfall í apóteki og myrðir nokkra viðskiptavini og starfsmenn áður en hann flýr af vettvangi. Byggt á „Wineville Chicken Coop-morðunum“. | | | | |
| | | | | |
| Reckoner | Jay Beattie og Dan Dworkin | Karen Gaviola | 07.10.2009 | 3 - 94 |
| Líf David Rossis verður í brennidepli þegar lið AGD er kallað til Commack, Long Island heimabæjar Rossis. | | | | |
| | | | | |
| Hopeless | Chris Mundy | Félix Enríquez Alcalá | 14.10.2009 | 4 - 95 |
| Lið AGD rannsaka röð morða í Washington þar sem hópur manna ræðst á og myrðir fólk sér til skemmtunar. | | | | |
| | | | | |
| Cradle to Grave | Breen Frazier | Rob Spera | 21.10.2009 | 5 - 96 |
| Lið AGD ferðast til Albuquerque í New Mexico þar sem raðmorðingji rænir ungu konum og gerir þær óléttar áður en hann drepur þær stuttu eftir að þær hafa alið barn sitt. | | | | |
| | | | | |
| The Eyes Have It | Oanh Ly | Glenn Kershaw | 04.11.2009 | 6 – 97 |
| Lið AGD er kallað til Oklahoma City, þar sem raðmorðingi drepur fórnarlömb sín fyrir augu þeirra. | | | | |
| | | | | |
| The Performer | Holly Harold | John Badham | 11.11.2009 | 7 - 98 |
| Lið AGD er kallað til Los Angeles til að rannsaka röð morða sem tengjast vampírum. Rannsókn málsins leiðir liðið að Gotneskri (Goth) rokkstjörnu sem virðist hafa misst vitið. | | | | |
| | | | | |
| Outfoxed (Part 1) | Simon Mirren | John E. Gallagher | 18.11.2009 | 8 - 99 |
| Við rannsókn á morðum á heilum fjölskyldum í Hampton í Virginíu, þá verður Hotch og Prentiss að fara í heimsókn í Red Onion Supermax-fangelsið til þess að hitta raðmorðingjann „The Fox“ úr fyrstu þáttaröðinni, sem lætur Hotch fá skilaboð frá „The Reaper“. | | | | |
| | | | | |
| 100 | Bo Crese | Edward Allen Bernero | 25.11.2009 | 9 - 100 |
| „Reaper“ raðmorðinginn snýr aftur og ræðst á fjölskyldu Hotcth sem endar hörmunglega. | | | | |
| | | | | |
| The Slaves of Duty | Rick Dunkle | Charles Haid | 09.12.2009 | 10 - 101 |
| Á meðan Hotch tekur frí og hugsar um framtíð sína hjá AGD, þá ferðast liðið til Nashville þar sem morðingi ræðst á ríkar einleypar konur sem uppfylla rómantíska drauma hans. | | | | |
| | | | | |
| Retaliation | Erica Messer | Félix Enríquez Alcalá | 16.12.2009 | 11 - 102 |
| Lið AGD reynir að greina fortíð glæpamanns sem náði að flýja gæsluvarðhald þeirra. | | | | |
| | | | | |
| The Uncanny Valley | Breen Frazier | Anna Foerster | 13.01.2010 | 12 - 103 |
| Lið AGD er kallað til Atlantic City þar sem raðmorðingi rænir konum og breytir þeim í lifandi dúkkur. | | | | |
| | | | | |
| Risky Business | Jim Clemente | Rob Spera | 10.01.2010 | 13 – 104 |
| Lið AGD er kallað til dreifbýlisbæjar í Wyoming þar sem unglingar finnast látnir eftir að hafa hengt sig. Frekari rannsókn leiðir liðið að hengingarleik á internetinu sem hvetur unglinga til að hengja sig. | | | | |
| | | | | |
| Parasite | Oanh Ly | Charles S. Carroll | 03.02.2010 | 14 - 105 |
| Alríkisfulltrúi sem vinnur í „hvítflibba“ glæpum biður um aðstoð frá liði AGD þegar svikahrappur sem hann hefur verið að eltast við byrjar að drepa viðskiptavini sína. | | | | |
| | | | | |
| Public Enemy | Jess Prenter Prosser | Nelson McCormick | 10.02.2010 | 15 - 106 |
| Lið AGD ferðast til Rhode Island til að finna morðingja sem drepur fórnarlömbin sín á þekktum stöðum í samfélaginu. | | | | |
| | | | | |
| Mosley Lane | Erica Messer og Simon Mirren | Matthew Gray Gubler | 03.03.2010 | 16 – 107 |
| Ungri stúlku er rænt á vetrarhátíð og sturluð móðir heimsækir AGD. Telur hún að sama fólkið rændi syni hennar átta árum áður. Lauslega byggt á „Phillip og Nancy Garrido“. | | | | |
| | | | | |
| Soliatary Man | Kimberly Ann Harrison og Ryan Gibson | Rob Hardy | 10.03.2010 | 17 - 108 |
| Lið AGD ferðast til Edgewood, New Mexico til að finna raðmorðingja sem rænir konum og heldur þeim sem gíslum þar sem hann reynir að finna rétta móður fyrir dóttur sína. | | | | |
| | | | | |
| The Fight | Edward Allen Bernero og Chris Mundy | Richard Shepard | 07.04.2010 | 18 - 109 |
| Í San Francisco þá rænir maður feðginum og á sama tíma finnast lík af heimilislausum mönnum. Lið AGD vinnur með öðru AGD liði til að finna tengsl á milli ránanna og morðanna. Áhorfendur kynnast Criminal Minds: Suspect Behavior liðinu í fyrsta skipti. | | | | |
| | | | | |
| A Rite of Passage | Victor De Jesus | John E. Gallagher | 14.04.2010 | 19 – 110 |
| Lið AGD ferðast til Brewstersýslu í Texas til að finna raðmorðingja sem ræðst á ólöglega innflytjendur. | | | | |
| | | | | |
| ...A Thousand Words | Edward Allen Bernero | Rosemary Rodriguez | 05.05.2010 | 20 - 111 |
| Lið AGD ferðast til Tallahassee á Flórída þegar raðmorðingi fremur sjálfsmorð og skilur eftir sig sönnunargögn sem geta leitt til seinasta fórnarlamb hans. | | | | |
| | | | | |
| Exit Wounds | Charles S. Carroll | Rick Dunkle | 12.05.2010 | 21 - 112 |
| Lið AGD ásamt Garcia ferðast til lítils smábæjar í Alaska þar sem raðmorðingi gengur laus. | | | | |
| | | | | |
| The Internet Is Forever | Breen Frazier | Glenn Kershaw | 19.05.2010 | 22 - 113 |
| Lið AGD ferðast til Boise í Idaho til að finna raðmorðingja sem notast við samfélagssíður internetsins til að finna fórnarlömb sín. | | | | |
| | | | | |
| Our Darkest Hour (Part 1) | Erica Messer | Edward Allen Bernero | 26.05.2010 | 23 - 114 |
| Lið AGD ferðast til Los Angeles, þar sem hrina rafmagnsleysis gerir raðmorðingja kleift að koma úr felum og halda áfram drápsæði sínu í myrkrinu. | | | | |
| | | | | |
| 2.375
|
# Criminal Minds (2. þáttaröð)
Önnur þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 20. september 2006 og sýndir voru 23 þættir.
## Leikaraskipti
Leikkonan Lola Glaudini yfirgaf þáttinn eftir sex þætti og var skipt út fyrir Paget Brewster. Kirsten Vangsness var gerð að aðalleikara.
## Aðalleikarar
- Mandy Patinkin sem Jason Gideon
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Lola Glaudini sem Elle Greenaway (Þættir 1-6)
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss (9-23)
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------- | ---------------------- | ------------- | ---------- |
| The Fisher King (Part 2) | Edward Allen Bernero | Gloria Muzio | 20.09.2006 | 1 - 23 |
| Raðmorðingjinn ræðst á Ellen, Gideon og Hotch reyna að komast að því hver er lokaleikur raðmorðingjans. Morgan og JJ reyna að finna frekari upplýsingar um fórnarlamb hans, á meðan Reid uppgötvar persónuleg tengsl við raðmorðingjann. | | | | |
| | | | | |
| P911 | Simon Mirren | Adam Davidson | 07.09.2006 | 2 - 24 |
| Ungur drengur sem hvarf fyrir ári, er til sölu á vefsíðu fyrir kynferðisofbeldismenn. Fyrrverandi starfsmaður AGD deildarinnar sem nú er yfirmaður barnaverndardeildar alríkislögreglunnar biður um aðstoð frá Gideon. | | | | |
| | | | | |
| The Perfect Storm | Erica Messe & Debra J. Fisher | Félix Enríquez Alcalá | 04.10.2006 | 3 - 25 |
| Lið AGD rannsakar röð morða sem framin eru af pari sem senda upptökur af morðunum til fjölskyldu fórnarlamba sinna. | | | | |
| | | | | |
| Psychodrama | Aaron Zelman | Guy Norman bee | 11.10.2006 | 4 - 26 |
| Lið AGD rannsakar röð bankarána í Los Angeles. Frekari rannsókn kemst að því að ránin byggjast ekki á peningunum heldur er ræninginn að beita fórnarlömbum sínum ofbeldi með því að láta þau afklæðast fyrir framan hann. | | | | |
| | | | | |
| The Aftermath | Chris Mundy | Tim Matheson | 18.10.2006 | 5 - 27 |
| Lið AGD rannsakar raðnauðgara sem ræðst á einhleypar konur sem eru að reyna að verða óléttar. | | | | |
| | | | | |
| The Boogeyman | Andi Bushell | Steve Boyum | 25.10.2006 | 6 – 28 |
| Lið AGD ferðast til Ozone, Texas, til þess að rannsaka röð morða á börnum. Á samatíma þá yfirgefur Elle alríkislögregluna. | | | | |
| | | | | |
| North Mammon | Andrew Wilder | Matt Earl Beesley | 01.11.2005 | 7 - 29 |
| Maður rænir þrem stúlkum og læsir þær inni í kjallara. Segir hann við þær að aðeins tvær þeirra munu lifa af og þurfa þær að velja hver þeirra eigi að deyja. | | | | |
| | | | | |
| Empty Planet | Ed Napier | Elodie Keene | 08.11.2006 | 8 - 30 |
| Lið AGD ferðast til Seattle þegar strætó springur í miðbæ borgarinnar. Frekari rannsókn sýnir að sprengjumaðurinn notar fræga vísindaskáldsögu sem leiðsögubók fyrir málstað sínum. Lauslega byggt á Ted Kaczyncki sem kallaði sig Unabomber. | | | | |
| | | | | |
| The Last Word | Erica Messe & Debra J. Fisher | Gloria Muzio | 15.11.2006 | 9 - 31 |
| Lið AGD ferðast til St. Louis, þar sem tveir raðmorðingjar eru í gangi á sama tíma. Á samatíma þá fær lið AGD nýjan meðlim, Emily Prentiss. | | | | |
| | | | | |
| Lessons Learned | Jim Clemente | Guy Normal Bee | 22.11.2006 | 10 - 32 |
| Gideon, Reid og Prentiss ferðast til Guantanamo Bay til þess að yfirheyra hryðjuverkamann vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar. | | | | |
| | | | | |
| Sex, Birth, Death | Chris Mundy | Gwyneth Horder-Payton | 22.11.2006 | 11 - 33 |
| Lið AGD rannsakar röð morða á vændiskonum í Washington. Reid grunar að unglingspiltur sem hann kynnist sé morðinginn. | | | | |
| | | | | |
| Profiler, Profiled | Edward Allen Bernero | Glenn Kershaw | 13.12.2006 | 12 - 34 |
| Morgan er handtekinn og er gunaður um röð morða á ungum drengjum. | | | | |
| | | | | |
| No Way Out | Simon Mirren | John E. Gallagher | 17.01.2007 | 13 – 35 |
| Gideon er teflt á móti Frank (Keith Carradine), sem er hættulegasti og versti raðmorðinginn sem Gideon hefur nokkurn tímann hitt á sínum ferli. | | | | |
| | | | | |
| The Big Game (Part 1) | Edward Allen Bernero | Gloria Muzio | 04.02.2007 | 14 - 36 |
| Lið AGD leitar að raðmorðingja sem drepur rík hjón, sem tekur upp morðin og setur þau á internetið. Telur liðið að um fleiri en einn morðingja sé að ræða í byrjun en eftir frekari rannsókn þá uppgötvar liðið að um einn morðingja sé að ræða með tvöfaldan persónuleika. | | | | |
| | | | | |
| Revelations (Part 2) | Chris Mundy | Guy Norman Bee | 07.02.2007 | 15 - 37 |
| Lið AGD uppgvötar að Reid hefur verið tekinn af raðmorðingjanum, Tobias Hankel (James Van Der Beek). Reynir liðið að finna Reid á meðan gamlar bernskuminningar hans koma upp á yfirborðið, eftir að hafa verið gefið „Dilaudid“ af Hankel. | | | | |
| | | | | |
| Fear and Loathing | Aaron Zelman | Rob Spera | 14.02.2007 | 16 – 38 |
| Lið AGD ferðast til úthverfis New York-borgar, eftir að fjórar svartar stúlkur finnast drepnar. Talið er að um hatursglæpi sé að ræða. | | | | |
| | | | | |
| Distress | Oanh Ly | John F. Showalter | 21.02.2007 | 17 - 39 |
| Lið AGD ferðast til Houston þegar röð morða á byggingarsvæðum tengjast heimilislausum manni. | | | | |
| | | | | |
| Jones | Andi Bushell | Steve Shill | 28.02.2007 | 18 - 40 |
| Raðmorðingi sem notast við sömu aðferðir og Jack the Ripper hræðir íbúa New Orleans. | | | | |
| | | | | |
| Ashes and Dust | Andrew Wilder | John E. Gallagher | 21.03.2007 | 19 - 41 |
| Brennuvargur ræðst á heimili fjölskyldna í suðurhluta San Francisco. Lið AGD finnur tengingu á milli fórnarlambanna og lista yfir fyrirtæki sem eru sökuð um að byggja á menguðu landi. | | | | |
| | | | | |
| Honor Among Thieves | Aaron Zelman | Jesús Salvador Treviño | 11.04.2007 | 20 - 42 |
| Elizabeth Prentiss, móðir Emily, biður um aðstoð frá liðinu þegar rússneskum innflytjanda er rænt. | | | | |
| | | | | |
| Open Season | Erica Messer og Debra J. Fisher | Félix Enríquez Alcalá | 02.05.2007 | 21 - 43 |
| Lið AGD ferðast til Idaho til þess að rannsaka mannshvörf sem verða á afskekktu svæði fyrir utan Idaho. | | | | |
| | | | | |
| Legacy | Edward Allen Bernero | Glenn Kershaw | 09.05.2007 | 22 - 44 |
| Rannsóknarfulltrúi frá Kansas City óskar eftir aðstoð þegar heimilislaust fólk byrjar að hverfa og telur hann að eitthvað alvarlegt sé í gangi. | | | | |
| | | | | |
| No Way Out II: The Evilution of Frank | Simon Mirren | Edward Allen Bernero | 16.05.2007 | 23 - 45 |
| Raðmorðinginn Frank snýr aftur og myrðir gamla vinkonu Gideons í íbúð hans. Á sama tíma þá biður Strauss um upplýsingar um Hotch frá uppljóstrara innan liðsins. | | | | |
| | | | | |
| 2.328125
|
# Crispin Glover
Crispin Hellion Glover (fæddur 1964) er bandarískur kvikmyndaleikari.
| 1.335938
|
# Criminal Minds: Suspect Behavior
Criminal Minds: Suspect Behavior er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið alríkisfulltrúa sem tilheyra viðbragðsteymi (Red Cell) innan Atferlisdeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Washington borg. Höfundarnir að þættinum eru Chris Mundy og Edward Allen Bernero.
Fyrsti þátturinn var sýndur 7. apríl 2010 í þættinum The Fight af Criminal Minds.
Þann 17.maí 2011 var tilkynnt að CBS hafi hætt við framleiðsluna af "Criminal Minds: Suspect Behavior" vegna lélegs áhorfs, en aðeins 13 þættir voru sýndir.
## Framleiðsla
Í byrjun ársins 2009 þá sagði Michael Ausiello við Entertainment Weekly að stúdíóið væri að hugsa um að gera nýja Criminal Minds þáttaröð og staðfesti framleiðandinn Ed Bernero þetta . Þátturinn myndi hafa nýtt leikaralið, en Kirsten Vangsness myndi endurtaka hlutverk sitt sem Penelope Garcia. Seinni hluta árs 2010 þá var tilkynnt að búið væri að ráða Forest Whitaker í aðalhlutverkið og að Richard Schiff myndi koma fram í aukahlutverki sem forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, Jack Fickler.
### Framleiðendur
Þátturinn er framleiddur af The Mark Gordon Company í samvinnu við CBS Television Studios, ABC Studios og Bernero Productions.
### Söguþráður
Criminal Minds: Suspect Behavior fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan Atferlisdeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Washington borg. Liðið tilheyrir viðbragðsteymi (Red Cell) sem tilheyrir beint undir forstjóra alríkislögreglunnar. Red Cell liðið er það lið sem notast er við þegar loka þarf rannsóknarmálum sem fyrst en liðið notast við óhefðbundar leiðir við rannsókn sína.
### Söguþráðs skipti
Criminal Minds: Suspect Behavior hafði söguþráðs skipti við Criminal Minds í þættinum The Fight sem sýndur var 7. apríl 2010.
## Persónur
| Persóna | Leikin af | Hlutverk | Þáttaraðir | Aukaleikarar |
| ---------------------- | ----------------- | -------------------------------------------------- | ---------- | ------------ |
| Samuel Sam Coop Cooper | Forest Whitaker | Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins | 1 | |
| Beth Griffith | Janeane Garofalo | Sérstakur yfiralríkisfulltrúi | 1 | |
| Jonathan Prohet Sims | Michael Kelly | Sérstakur alríkisfulltrúi | 1 | |
| Gina LaSalle | Beau Garrett | Sérstakur alríkisfulltrúi | 1 | |
| Mick Rawson | Matt Ryan | Sérstakur alríkisfulltrúi | 1 | |
| Jack Fickler | Richard Schiff | Yfirmaður Alríkislögreglunnar | | 1 |
| Penelope Garcia | Kirsten Vangsness | Tölvusérfræðingur | | 1 |
### Aðalpersónur
- Sérstakur yfiralríkisfulltrúi og yfirmaður liðsins: Samuel Cooper er kaþólskur prestur og gamall vinur Aaron Hotchner og David Rossi. Lítið er vitað um fortíð hans en talið er að hann hafi unnið við sálfræðiverkefni erlendis. [6]
- Sérstakur yfiralríkisfulltrúi: Beth Griffith er sérhæfð í innanlandshryðjuverkum og heimavarnarsamtökum. Griffith hefur sterkan persónuleika og segir sína skoðun.[7]
- Sérstakur alríkisfulltrúi: Jonathan Simms er fyrrverandi fangi sem sat inni í San Quentin fangelsinu í sex ár, þrjá mánuði og fjóra daga, fyrir að drepa barnaníðing. [8]
- Sérstakur alríkisfulltrúi : Gina LaSalle er falleg og sterk persóna með gott skilningarvit.[9]
- Sérstakur alríkisfulltrúi: Mick Rawson er fyrrverandi meðlimur í sérsveit breska hersins (SAS). Á yngri systur sem heitir Jenna, en þau misstu foreldra sína þegar þau voru ung.
- Yfirmaður Alríkislögreglunnar: Jack Fickler er yfimaður bandarísku alríkislögreglunnar.
- Tölvusérfræðingur: Penelope Garcia er hakkari og gerðist meðlimur alríkislögreglunnar eftir að hafa hakkað sig inn í tölvukerfi þeirra.
## Þáttaraðir
### Inngangs þáttur
Criminal Minds: Suspect Behavior og persónur hans voru kynntar í fimmtu þáttaröðinni af Criminal Minds í þættinum "The Fight".
Titill= The Fight
Höfundur= Edward Allen Bernero og Chris Mundy
Leikstjóri= Richard Shepard
Dagur= 7. apríl 2010
Þáttur nr= 18
Framl. nr.= 109
Í San Francisco þá rænir maður feðginum og á sama tíma finnast lík af heimilislausum mönnum. Lið AGD vinnur með öðru AGD liði til að finna tengsl á milli ránanna og morðanna. Áhorfendur kynnast Criminal Minds: Suspect Behavior liðinu í fyrsta skipti.
## DVD útgáfa
Criminal Minds: Suspect Behavior hefur verið gefin út á svæði 1.
| DVD nafn | Svæði 1 | Svæði 2 | Svæði 4 |
| -------- | ------------------ | ------- | ------- |
| Sería 1 | 6. september, 2011 | N/A | N/A |
| 2.875
|
# Criminal Minds (3. þáttaröð)
Þriðja þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 27. september 2007 og sýndir voru 20 þættir. Upprunalega átti að sýna 25 þætti en vegna verkfalls handritshöfunda þá voru aðeins þrettán þættir sýndir fyrir verkfallið og sjö þættir bættust við eftir það.
## Leikaraskipti
Mandy Patinkin vildi yfirgefa þáttinn, þar sem honum líkaði ekki ofbeldið í honum. Var honum skipt út fyrir Joe Mantegna sem kom fyrst fram í þætti sex.
## Aðalleikarar
- Mandy Patinkin sem Jason Gideon (Þættir 1-2)
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi (Þættir 6-20)
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Aukaleikarar
- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------- | --------------------- | ------------- | ---------- |
| Doubt | Chris Mundy | Gloria Muzio | 27.09.2007 | 1 - 46 |
| Lið AGD ferðast til háskóla í Flagstaff, Arizona þar sem raðmorðingi ræðst á dökkhærðar konur. Seinasta rannsóknarmálið sem Jason Gideon vinnur að. | | | | |
| | | | | |
| In Name and Blood (In Birth and Death) | Chris Mundy | Edward Allen Bernero | 03.10.2007 | 2 - 47 |
| Gideon er horfinn, ásamt því að Hotch og Prentiss hafa yfirgefið liðið. Þarf liðið að ferðast til Milwaukee þar sem raðmorðingi rænir konum um miðjan daginn með aðstoð sonar síns. Erin Strauss tekur yfir stjórn liðsins á meðan. | | | | |
| | | | | |
| Scared to Death | Erica Messer og Debra J. Fisher | Félix Enríquez Alcalá | 10.10.2007 | 3 - 48 |
| Lið AGD ferðast til Portland, Oregon þegar fjöldagröf finnst og frekari rannsókn leiði í ljós að fórnarlömbin hafa öll nýlega flutt til Portland, með engin félagsleg tengsl við borgina. | | | | |
| | | | | |
| Children of the Dark | Jay Beattie og Dan Dworkin | Guy Norman Bee | 17.10.2007 | 4 - 49 |
| Lið AGD ferðast til Denver, þegar heilu fjölskyldurnar eru myrtar. | | | | |
| | | | | |
| Seven Seconds | Andi Bushell | John E. Gallagher | 24.10.2007 | 5 - 50 |
| Lið AGD aðstoðar lögregluna í Woodbrigde, Virginíu þegar sex ára stúlku er rænt í verslunarmiðstöð. | | | | |
| | | | | |
| About Face | Charles Murray | Skipp Sudduth | 31.10.2007 | 6 – 51 |
| Gamall meðlimur AGD, David Rossi, snýr aftur og ferðast lið AGD til Dallas þegar raðmorðingi hræðir fórnarlömb sín með „týndum“ veggspjöldum áður en hann rænir þeim. | | | | |
| | | | | |
| Identity | Oanh Ly | Gwyneth Horder-Payton | 07.11.2007 | 7 - 52 |
| Lið AGD ferðast til Montana þar sem þremur konum höfðu verið rænt og myrtar. Þegar fjórðu konunni er rænt leiðir rannsóknin liðið að manni sem hefur tekið upp einkenni félaga síns sem hafði framið sjálfsmorð fyrr um daginn. Byggt á Lake og Ng. | | | | |
| | | | | |
| Lucky (Part 1) | Andrew Wilder | Steve Boyum | 14.11.2007 | 8 - 53 |
| Lið AGD eltist við satanískan-mannætu raðmorðingja í Bridgewater, Flórída. Morgan byrjar að efast um trú sína og á sama tíma þá kynnist Garcia drauma manni sínum en fyrsta stefnumót hennar með honum endar með því að hann skýtur hana til bana. | | | | |
| | | | | |
| Penelope (Part 2) | Chris Mundy | Félix Enríquez Alcalá | 21.11.2007 | 9 - 54 |
| Á meðan Garcia berst fyrir lífi sínu, þá reynir lið AGD að finna byssumanninn. | | | | |
| | | | | |
| True Night | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 28.11.2007 | 10 - 55 |
| Lið AGD ferðast til Los Angeles til að rannsaka röð morða á klíkumeðlimum með tengsl við myndasöguhöfund. | | | | |
| | | | | |
| Birthright | Erica Messer & Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 12.12.2007 | 11 - 56 |
| Lið AGD ferðast til Fredericksburg í Virginíu þegar ungar konur hverfa og finnast myrtar. Frekari rannsókn leiðir í ljós samskonar morð sem áttu sér stað fyrir tveimur áratugum. | | | | |
| | | | | |
| 3rd Life | Simon Mirren | Anthony Hemingway | 09.01.2008 | 12 - 57 |
| Þegar tveim unglingsstúlkum er rænt í Chula Vista, Kaliforníu, þá reynir lið AGD að greina ræningjana en málið verður flóknara þegar þau uppgvöta að önnur stúlkan er í vitnaverndinni ásamt föður sínum. | | | | |
| | | | | |
| Limelight | Jay Beattie og Dan Dworkin | Glenn Kershaw | 23.01.2008 | 13 – 58 |
| Þegar innihald geymslu sýnir alvarlegt hugarástand raðmorðingja þá ferðast lið AGD til Philadelphiu, til að aðstoða lögregluna í leit sinni að morðingjanum. | | | | |
| | | | | |
| Damaged | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 02.04.2008 | 14 - 59 |
| 20 ára gamalt morðmál heltekur Rossi og ferðast hann til Indianapolis til þess að loka málinu. Morgan, Prentiss og JJ ferðast einnig til Indianapolis til að aðstoða Rossi. Á sama tíma þá eru Hotch og Reid að taka viðtal við raðmorðingja á dauðadeild í fangelsi í Connecticut. Byggt á viðtali Robert Kesslers við Edmund Kemper. | | | | |
| | | | | |
| A Higher Power | Michael Udesky | Félix Enríquez Alcalá | 09.04.2008 | 15 - 60 |
| Lið AGD er kallað til Pittsburgh þegar röð sjálfmorða á sér stað. | | | | |
| | | | | |
| Elephant´s Memory | Andrew Wilder | Bobby Roth | 16.04.2008 | 16 – 61 |
| Lið AGD er kallað til West Bune, smábæjar í Texas, til að rannsaka röð morða sem tengjast unglingspilti og kærustu hans, sem eru bæði fórnarlömb eineltis. | | | | |
| | | | | |
| In Heat | Andi Bushell | John E. Gallagher | 30.04.2008 | 17 - 62 |
| Lið AGD ferðast til Miami þegar raðmorðingji drepur menn sem eru samkynkneigðir. Á samatíma á JJ erfitt með að viðurkenna samband sitt við Will. | | | | |
| | | | | |
| The Crossing | Erica Messer og Debra J. Fisher | Guy Norman Bee | 07.05.2008 | 18 - 63 |
| Lið AGD reynir að finna eltihrelli áður en hann ræðst á konu sem hann er yfirsig hrifinn af. Á samatíma þá eru Hotch og Rossi kallaðir inn sem ráðgjafar í máli þar sem kona drap eiginmann sinn, segist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af honum. | | | | |
| | | | | |
| Tabula Rosa | Jay Beattie og Don Dworkin | Steve Boyum | 14.05.2008 | 19 - 64 |
| Grunaður raðmorðingi vaknar upp úr dái en er minnislaus og man ekki eftir að hafa framið morðin fjórum árum áður. | | | | |
| | | | | |
| Lo-Fi (Part 1) | Chris Mundy | Glenn Kershaw | 21.05.2008 | 20 - 65 |
| Lið AGD ferðast til New York þegar röð tilviljunarkenndra morða eiga sér stað. Frekari rannsókn leiðir í ljós að fleiri en einn byssumaður sé í gangi. Þátturinn endar með því að hver meðlimur liðsins labbar í áttina að jeppa sem síðan springur í lok þáttarins. | | | | |
| | | | | |
| 2.375
|
# Criminal Minds (4. þáttaröð)
Fjórða þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 24. september 2008 og sýndir voru 26 þættir.
## Leikaraskipti
Leikkonan Meta Golding kom fram sem gestaleikari sem fjölmiðlatengiliðurinn Jordan Todd, kom hún í staðinn fyrir persónu A.J. Cook á meðan hún fór í fæðingarorlof í þáttunum.
## Aðalleikarar
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Aukaleikarar
- Meta Golding sem Jordan Todd (Þættir 5-13)
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------- | --------------------- | ------------- | ---------- |
| Mayhem (Part 2) | Simon Mirren | Edward Allen Bernero | 24.09.2008 | 1 - 66 |
| Jeppi Hotch springur upp og skilur Kate eftir alvarlega slasaða, á meðan þá reynir lið AGD finna hryðjuverkamennina sem eru ábyrgir fyrir sprengjunni. | | | | |
| | | | | |
| The Angel Maker | Jay Beattie og Dan Dworkin | Glenn Kershaw | 01.10.2008 | 2 - 67 |
| Röð morða í Lower Canaan, Ohio tengjast raðmorðingja sem kallaðist „Angel Maker“ og hafði verið tekinn af lífi árinu á undan. | | | | |
| | | | | |
| Minimal Loss | Andrew Wilder | Félix Enríquez Alcalá | 08.10.2008 | 3 - 68 |
| Prentiss og Reid leika barnasérfæðinga til að rannsaka kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum hjá trúarsöfnuði. Rannsókn þeirra endar illa þegar þau eru teknir sem gíslar af leiðtoga safnaðarins þegar skyndiáhlaup er gert á búðirnar. Byggt á umsátrinu í Waco. | | | | |
| | | | | |
| Paradise | Erica Messer og Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 22.10.2008 | 4 - 69 |
| Lið AGD ferðast til Sherwood, Nevada þar sem raðmorðingi misþyrmir og drepur hjón og setur á svið bílslys til að hylma yfir hvað hann gerði. | | | | |
| | | | | |
| Catching Out | Oanh Ly | Charles Haid | 29.10.2008 | 5 - 70 |
| Lið AGD rannsakar röð morða í Central Valley í Kaliforníu, þar sem morðinginn ferðast á milli staða með lest. Byggt á Ángel Maturino Reséndiz. Á samatíma þá kemur nýr fjölmiðlatengiliður Jordan Todd í liðið. | | | | |
| | | | | |
| The Instincts (Part 1) | Chris Mundy | Rob Spera | 05.11.2008 | 6 – 71 |
| Þegar ungum dreng er rænt í Las Vegas byrjar Reid að fá drauma um bældar minningar úr barnæsku sinni á sama tíma. | | | | |
| | | | | |
| Memoriam (Part 2) | Jay Beattie og Dan Dworkin | Guy Norman Bee | 12.11.2008 | 7 - 72 |
| Reid ákveður að rannsaka mál ung drengs sem var myrtur í Las Vegas þegar hann var lítill og uppgvötar hann tengsl á milli fórnarlambsins og föður síns. Á samatíma þá fer JJ á fæðingardeildina. | | | | |
| | | | | |
| Masterpiece | Edward Allen Bernero | Paul Michael Glaser | 19.11.2008 | 8 - 73 |
| Siðblindur prófessor sem er fullur sjálfsaðdáunar, gefur sig fram við Reid og Rossi. Segist prófessorinn hafa drepið sjö manns og að fleiri munu deyja. | | | | |
| | | | | |
| 52 Pickup | Breen Frazier | Bobby Roth | 26.11.2008 | 9 - 74 |
| Lið AGD rannsakar röð morð í Atlanta þar sem raðmorðingi notast við nýjustu „Pick-Up“ línurnar til að nálgast fórnarlömb sín. | | | | |
| | | | | |
| Brothers in Arms | Holly Harold | Glenn Kershaw | 10.12.2008 | 10 - 75 |
| Raðmorðingi drepur lögreglumenn í Phoenix í Arizona. | | | | |
| | | | | |
| Normal | Andrew Wilder | Steve Boyum | 17.12.2008 | 11 - 76 |
| Lið AGD aðstoðar lögregluna í Orange-sýslu í Kaliforníu, þar sem raðmorðingi keyrir um hraðbrautirnar og skýtur ljóshærðar konur. JJ kemur í heimsókn til AGD með son sinn Henry. | | | | |
| | | | | |
| Soul Mates | Erica Messer og Debra J. Fisher | John E. Gallagher | 14.01.2009 | 12 - 77 |
| Þegar bæði svartar og hvítar stúlkur eru drepnar í efnamiklu úthverfi Sarasota í Flórída, þá grunar lið AGD að um tvo félaga sem drepa saman séu morðingjarnir. | | | | |
| | | | | |
| Bloodline | Mark Linehan Bruner | Tim Matheson | 21.01.2009 | 13 – 78 |
| Lið AGD er kallað til Alabama þegar ungum stúlkum eru rænt og foreldrar þeirra eru myrtir. Frekari rannsókn leiðir liðið að sígaunafjölskyldu sem leitar að hentugri eiginkonu fyrir son sinn. | | | | |
| | | | | |
| Cold Comfort | Jay Beattie og Dan Dworkin | Anna Foerster | 11.02.2009 | 14 - 79 |
| Lið AGD er kallað til Olympiu í Washington til aðstoða við leit á raðmorðingja sem rænir, drepur og varðveitir fórnarlömb sín til þess að eiga meiri tíma með þeim. | | | | |
| | | | | |
| Zoe´s Reprise | Oanh Ly | Charles S. Carroll | 18.02.2009 | 15 - 80 |
| Lið AGD aðstoðar yfirvöld í Cleveland í Ohio þegar raðmorðingi notast við aðferðir frægustu raðmorðingja heims, á borð við Son of Sam, Jack the Ripper og BTK. | | | | |
| | | | | |
| Pleasure is My Business | Breen Frazier | Gwyneth Horder-Payton | 25.02.2009 | 16 – 81 |
| Lið AGD er kallað til Dallas, til að rannsaka röð morða á háttsettum framkvæmdastjórum sem eru drepnir af vændiskonu. | | | | |
| | | | | |
| Demonology | Chris Mundy | Edward Allen Bernero | 11.03.2009 | 17 - 82 |
| Þegar gamall vinur Prentiss deyr af völdum særinga (exorcisms), þá reynir hún með aðstoð liðsins að komast að því hvað gerðist nákvæmlega. | | | | |
| | | | | |
| Omnivore | Andrew Wilder | Nelson McCormick | 18.03.2009 | 18 - 83 |
| Lið AGD ferðast til Boston þegar raðmorðinginn „Boston Reaper“ snýr aftur eftir 10 ár. Liðið talar við eina lifandi vitnið, George Foyet, til að finna vísbendingar um morðingjann. Lauslega byggt á „Zodiac“ raðmorðingjanum. | | | | |
| | | | | |
| House on Fire | Holly Harold | Félix Enríquez Alclá | 25.03.2009 | 19 – 84 |
| Lið AGD er kallað til Royal í Indiana þegar brennuvargur kveikir í helstu samkomustöðum bæjarins sem enda með andláti fjölmargra íbúa bæjarins. | | | | |
| | | | | |
| Conflicted | Rick Dunkle | Jason Alexander | 08.04.2009 | 20 - 85 |
| Lið AGD er kallað til Texas, til að finna raðmorðingja sem drepur unglingspilta sem eru í vofríi. | | | | |
| | | | | |
| A Shade of Gray | Erica Messer og Debra J. Fisher | Karen Gaviola | 22.04.2009 | 21 - 86 |
| Við rannsókn á morðum á ungum drengjum í Cherry Hill í New Jersey, þá uppgvötar lið AGD að seinasta morðið hafi ekki verið framið af sama sökudólgnum og þeim sem myrti hina drengina. | | | | |
| | | | | |
| The Big Wheel | Simon Mirren | Rob Hardy | 29.04.2009 | 22 - 87 |
| Raðmorðingi í Buffalo, New York tekur upp morðin sem hann fremur og sendir upptökuna til lögregluyfirvalda. | | | | |
| | | | | |
| Roadkill | Jay Beattie og Dan Dworkin | Steve Boyum | 06.05.2009 | 23 - 88 |
| Lið AGD er kallað til Bend í Oregon, þar sem raðmorðingi notast við jeppan sinn við að drepa fórnarlömb sín. | | | | |
| | | | | |
| Amplification | Oanh Ly | John E. Gallagher | 13.05.2009 | 24 - 89 |
| Hugsanleg hryðjuverkaárás á sér stað þegar miltisbrandi er sleppt út í andrúmsloftið í almenningsgarði í Annapolis í Maryland. Einn af meðlimum liðsins kemst í tæri við miltisbrandinn. | | | | |
| | | | | |
| To Hell...(Part 1) | Chris Mundy | Charles Haid | 20.05.2009 | 25 - 90 |
| Óskað er eftir liði AGD þegar bandarískur hermaður keyrir inn í landamærastöð Kanada og segist hafa drepið allt að tíu manns. Frekari rannsókn leiðir í ljós að hermaðurinn er saklaus en það er raðmorðingi sem gengur um laus og rænir heimilislausu fólki í Detroit og flytur þau yfir til Kanada. Lauslega byggt á Robert Pickton. | | | | |
| | | | | |
| And Back...(Part 2) | Edward Allen Bernero | Edward Alen Bernero | 20.05.2009 | 26 - 91 |
| Rannsókn málsins heldur áfram í Kanada og kemst lið AGD að því raðmorðinginn eru bræður sem ræna fólkinu til að gera læknisfræðlegar rannsóknir á þeim. Á meðan þá lendir Hotch í lífshættulegri árás þegar hann kemur heim til sín. | | | | |
| | | | | |
| 2.625
|
# Criminal Minds (6. þáttaröð)
Sjötta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 22. september 2010 og sýndir voru 24 þættir.
## Leikaraskipti
Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar A.J. Cook og Paget Brewster myndu yfirgefa þáttinn. A.J. Cook myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan Paget Brewster myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda þar sem undirskriftunarlistar voru settir af stað til að halda leikkonunum inni. Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan Rachel Nichols myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir A.J. Cook.
## Leikstjórn
Leikarinn Matthew Gray Gubler leikstýrði þættinum Lauren sem var lokaþáttur Paget Brewster í þáttaröðinni.
## Aðalleikarar
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Joe Mantegna sem David Rossi
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Paget Brewster sem Emily Prentiss (Þættir 1-18)
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau (Þættir 1-2, 18 og 24)
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
- Rachel Nichols sem Ashley Seaver (Þættir 10-12, 15-24)
## Aukaleikarar
- Jayne Atkinson sem Erin Strauss
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------------ | -------------------- | ------------- | ---------- |
| The Longest Night (Part 2) | Edward Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 22.09.2010 | 1 - 115 |
| Lið AGD reynir að finna raðmorðingjann „Prince of Darkness“ sem hefur rænt Ellie, dóttur rannsóknarfulltrúans Matthew Spicers og ætla sér að nota hana í drápsæði sínu í Los Angeles. | | | | |
| | | | | |
| JJ | Erica Messer | Charles S. Carroll | 29.09.2010 | 2 - 116 |
| JJ reynir að aðstoða foreldra stúlku sem hvarf skyndilega og á samatíma þarf hún að sætta sig við nýtt starfstilboð sem hún getur ekki neitað. | | | | |
| | | | | |
| Remembrance of Things Past | Janine Sherman Barrois | Glenn Kershaw | 06.10.2010 | 3 - 117 |
| Þegar nokkrar konur finnast myrtar í Virginíu á sama hátt og röð morða sem áttu sér stað fyrir um 30 árum. Þá telur Rossi að sami morðinginn sé á bakvið bæði morðin. | | | | |
| | | | | |
| Compromising Positions | Breen Frazier | Guy Norman Bee | 13.10.2010 | 4 - 118 |
| Lið AGD ferðast til Akron, Ohio þar sem þau rannsaka röð morða á hjónum, sem eru neydd til þess að hafa samfarir áður en þau eru myrt. Á samatíma þá reynir Hotch að finna staðgengil fyrir „JJ“. | | | | |
| | | | | |
| Safe Haven | Alicia Kirk | Andy Wolk | 20.10.2010 | 5 - 119 |
| Lið AGD er kallað til Miðvesturríkjanna þar sem morðóður raðmorðingi ræðst á fjölskyldur í Nebraska og Iowa. Á samatíma þá fær Morgan óvænta heimsókn. | | | | |
| | | | | |
| Devil´s Night | Randy Huggins | Charles Haid | 27.10.2010 | 6 – 120 |
| Seinustu þrjú ár þá hafa manneskjur verið brenndar á lífi kvöldið fyrir Hrekkjavökuna í Detroit. Frekari rannsókn leiðir í ljós að fórnarlömbin eru ekki valin af handahófi af morðingjanum. | | | | |
| | | | | |
| Middle Man | Rick Dunkle | Rob Spera | 03.11.2010 | 7 - 121 |
| Lið AGD ferðast til Indiana, til að finna hóp raðmorðingja sem drepa fatafellu og skilja síðan líkin eftir á kornökrum. | | | | |
| | | | | |
| Reflection of Desire | Simon Mirren | Anna Foerster | 10.11.2010 | 8 - 122 |
| Lið AGD rannakar röð morða þar sem raðmorðinginn sker varirnar af fórnarlömbunum sínum. Eftir að hafa fengið upplýsingar um persónulegt líf Garcia þá á liðið auðveldara með að finna morðingjann. | | | | |
| | | | | |
| Into the Woods | Kimberly Ann Harrison | Glenn Kershaw | 17.11.2010 | 9 - 123 |
| Lið AGD ferðast til Appalachia-gönguleiðarinnar eftir að lík af ungum drengi finnst þar. Frekari rannsókn leiðir í ljós röð drengjahvarfa meðfram gönguleiðinni. | | | | |
| | | | | |
| What Happens at Home | Edward Allen Bernero | Jan Eliasberg | 08.12.2010 | 10 - 121 |
| Lið AGD ferðast til Las Cruces, New Mexico þegar röð morða á konum í afgirtu úthverfi eiga sér stað. Á samatíma þá biður Hotch ungan nema við Alríkislögregluna um aðstoð, þar sem fortíð hans gæti veitt innsýn inn í málið. | | | | |
| | | | | |
| 25 to Life | Erica Messer | Charles S. Carroll | 15.12.2010 | 11 - 125 |
| Morgan gefur vitnisburð um að Don Sanderson hafi snúið lífi sínu við og ætti að vera laus úr fangelsi. En eftir að hafa verið laus úr fangelsi í þrjú daga þá drepur hann mann að nafni Tom Whittman. | | | | |
| | | | | |
| Corazon | Katarina Wittich | John Gallagher | 19.01.2011 | 12 - 126 |
| Lið AGD rannsakar röð trúarlega morða í Miami. | | | | |
| | | | | |
| The Thirteenth Step | Janine Sherman Barrois | Doug Aarniokoski | 26.01.2011 | 13 – 127 |
| Ung ástfangið par skilur eftir sig blóði drifna slóð um Montana. Prentiss fær átakanlegar fréttir frá fyrrverandi yfirmanni sínum hjá Interpol. | | | | |
| | | | | |
| Sense Memory | Randy Huggins | Rob Spera | 09.02.2011 | 14 - 128 |
| Lið AGD ferðast til Los Angeles til að rannsaka röð morða á konum sem hafa drukknað, ásamt því að hluti af húðinni vantar á fæturnar þeirra. | | | | |
| | | | | |
| Today I Do | Alicia Kirk | Ali Selim | 16.02.2011 | 15 - 129 |
| Lið AGD leitar að lífsþjálfara (life coach) sem rænir og drepur sjúklingana sína. Prentiss fær fréttir um að fyrrverandi samstarfsfélagi hennar er látinn. | | | | |
| | | | | |
| Coda | Rick Dunkle | Rob Hardy | 23.02.2011 | 16 – 130 |
| Reid reynir að kynnast einhverfum pilti sem varð vitni að því þegar foreldrar hans voru rændir í Lafayette, Louisiana. | | | | |
| | | | | |
| Valhalla (Part 1) | Simon Mirren & Erica Messer | Charles S. Carroll | 02.03.2011 | 17 - 131 |
| Eftir röð grunnsamlegra morða, þá grunar Prentiss að gamall óvinur hennar, Ian Doyle tengist málinu. | | | | |
| | | | | |
| Lauren (Part 2) | Breen Frazier | Matthew Gray Gubler | 16.03.2011 | 18 - 132 |
| Þegar Prentiss hvefur eftir að hafa hitt Ian Doyle, þá reynir lið AGD með aðstoð JJ að finna hana áður en það verður of seint. | | | | |
| | | | | |
| With Friends Like These.... | Janine Sherman Barrios | Anna Foerster | 30.03.2011 | 19 – 133 |
| Lið AGD er kallað til Portlands til að finna hóp morðingja sem drepur á hverju kvöldi. | | | | |
| | | | | |
| Hanley Waters | Alicia Kirk og Randy Huggins | Jeese Warn | 06.04.2011 | 20 - 134 |
| Lið AGD rannsakar röð morða í Flórída sem framkvæmd eru af móður sem nýlega missti son sinn. Á samatíma þá reyna meðlimir liðsins að komast yfir dauða Prentiss. | | | | |
| | | | | |
| The Stranger | Kimberly Ann Harrison og Rick Dunkle | Nelson McCormick | 13.04.2011 | 21 - 135 |
| Lið AGD eltist við eltihrellli sem ræðst á háskólanema í San Diego. | | | | |
| | | | | |
| Out of the Light | Jim Clemente og Brenn Frazier | Doug Aarniokoski | 04.05.2011 | 22 - 136 |
| Lið AGD er kallað til Norður-Karólínu þegar kona finnst illa slösuð og önnur kona hverfur. Við komuna þá uppgvötar liðið að það eru fleiri fórnarlömb. | | | | |
| | | | | |
| Big Sea | Jim Clemente og Breen Frazier | Glenn Kershaw | 11.05.2011 | 23 - 137 |
| Fjöldagröf finnst á sjávarbotni út fyrir Jacksonville en málið verður flóknara fyrir Morgan þegar frænka hans grunar að dóttir hennar sé eitt af fórnarlömbunum. | | | | |
| | | | | |
| Supply & Demand | Erica Messer | Charles S. Carroll | 18.05.2011 | 24 - 138 |
| Lið AGD með aðstoð fulltrúans Andi Swann úr Mannsalsdeildinni, reynir að finna mannsalshring þegar tvö lík finnast í bíl. Hotchner gefur liðinu upplýsingar sem gæti breytt liðinu til frambúðar. Rossi fær fréttir frá gömlum félaga. | | | | |
| | | | | |
| 2.375
|
# Criminal Minds (1. þáttaröð)
Fyrsta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 22. september 2005 og sýndir voru 22 þættir.
## Aðalleikarar
- Mandy Patinkin sem Jason Gideon
- Thomas Gibson sem Aaron Hotchner
- Lola Glaudini sem Elle Greenaway
- Shemar Moore sem Derek Morgan
- Matthew Gray Gubler sem Dr. Spencer Reid
- A.J. Cook sem Jennifer JJ Jareau
## Aukaleikarar
- Kirsten Vangsness sem Penelope Garcia
## Þættir
| Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
| --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------------- | --------------------- | ------------- | ---------- |
| Extreme Aggressor | Jeff Davis | Richard Shepard | 22.09.2005 | 1 - 2 |
| Þegar fjórðu konunni er rænt í Seattle, þá er óskað eftir liði Atferlisgreiningardeildar (AGD) Bandarísku alríkislögreglunnar til þess að aðstoða við leitina að raðmorðingjanum. | | | | |
| | | | | |
| Compulsion | Jeff Davis | Charles Haid | 28.09.2005 | 2 - 2 |
| Brennuvargur gengur laus við háskóla í Tempe, Arizona. | | | | |
| | | | | |
| Won´t Get Fooled Again | Aaron Zelman | Kevin Bray | 05.10.2005 | 3 - 3 |
| Þegar eftirhermu sprengjumaður byrjar að hræða samfélag í Flórída, þá þarf Gideon að biðja um aðstoð frá gömlum andstæðingi. | | | | |
| | | | | |
| Plain Sight | Edward Allen Bernero | Matt Earl Beesley | 12.10.2005 | 4 - 4 |
| Lið AGD ferðast til Suður-Kaliforníu til þess að stoppa Tommy morðingjann sem er raðnauðgari og -morðingi sem límir aftur augu fórnarlamba sinna. | | | | |
| | | | | |
| Broken Mirror | Judith McCreary | Guy Norman Bee | 19.10.2005 | 5 - 5 |
| Lið AGD aðstoðar við leit að dóttur saksóknara sem var rænt. Svo virðist sem ræninginn sækist ekki eftir peningum heldur eftir tvíburasystur hennar líka. | | | | |
| | | | | |
| L.D.S.K. | Andrew Wilder | Ernest Dickerson | 02.11.2005 | 6 – 6 |
| Leyniskytta eða langfjarlægðar raðmorðingi (Long distance serial killer) skýtur fórnarlömb sín um miðjan daginn. | | | | |
| | | | | |
| The Fox | Simon Mirren | Guy Norman Bee | 09.11.2005 | 7 - 7 |
| Lið AGD leitar að raðmorðingja sem tekur heilu fjölskyldurnar sem gísla og tekur svo yfir hlutverkinu sem húsfaðirinn áður en hann drepur þau. | | | | |
| | | | | |
| Natural Born Killer | Erica Messer og Debra J. Fisher | Peter Ellis | 16.11.2005 | 8 - 8 |
| Þegar heil fjölskylda í Baltimore er myrt og leynilögreglumaður hverfur, þá kemst AGD liðið að því að um raðmorðingja er að ræða sem vinnur fyrir sér sem leigumorðingi. Byggt á Richard Kuklinski. | | | | |
| | | | | |
| Derailed | Jeff Davis | Félix Enríquez Alcalá | 23.11.2005 | 9 - 9 |
| Ofsóknaróður geðklofasjúklingur tekur Elle og fjóra aðra í gíslingu um borð í lest í Texas. Telur hann að bandarísk yfirvöld hafi komið fyrir örtölvukubbi í handleggi sínum. Byggt á Ralph Tortorici. | | | | |
| | | | | |
| The Popular Kids | Edward Allen Bernero | Andy Wolk | 30.11.2005 | 10 - 10 |
| Lið AGD aðstoðar við leit á morðingja sem drap unglingspilt og rændi kærustu hans. Ummerki um djöfladýrkun finnast á glæpavettvangi. | | | | |
| | | | | |
| Blood Hungry | Ed Napier | Charles Haid | 14.12.2005 | 11 - 11 |
| Lið AGD ferðast til Tennessee í leit sinni að geðveikum morðingja með mannátshneigð. Byggt á Richard Trenton Chase. | | | | |
| | | | | |
| What Fresh Hell | Judith McCreary | Adam Davidson | 11.01.2006 | 12 - 12 |
| Þegar ungri stúlku er rænt í almenningsgarði þá keppist lið AGD við tímann í leit sinni að mannræningjanum áður en hann drepur hana. | | | | |
| | | | | |
| Poison | Aaron Zelman | Thomas J. Wright | 18.01.2006 | 13 – 13 |
| Lið AGD ferðast til New Jersey, þar sem eitrað hefur verið fyrir hópi fólks og man það ekkert eftir hvar það var þegar það gerðist. | | | | |
| | | | | |
| Riding the Lightning | Simon Mirren | Chris Long | 25.01.2006 | 14 - 14 |
| Eftir að hafa tekið viðtal við hjón sem verða tekin af lífi eftir tvo daga, þá uppgvötar Gideon að konan er saklaus og reynir hann að öllum mætti að sanna það áður en hún verður tekin af lífi. | | | | |
| | | | | |
| Unfinished Business | Erica Messe og Debra J. Fisher | J. Miller Tobin | 01.03.2006 | 15 - 15 |
| Þegar lærisfaðir Gideons gefur út bók um raðmorðingja sem hvarf fyrir tuttugu árum, þá kemur raðmorðinginn aftur upp á yfirborðið og byrjar að drepa aftur. Byggt á BTK. | | | | |
| | | | | |
| The Tribe | Andrew Wilder | Matt Earl Beesley | 08.03.2006 | 16 – 16 |
| Trúarleg morð í Nýju Mexíkó virðast vera framin af Indíána en lið AGD finnur vísbendingar sem leiðir þau að trúarsöfnuði sem er að reyna að stofna til stríðs á milli Indíána og hvítra. Byggt á Charles Manson morðunum. | | | | |
| | | | | |
| A Real Rain | Chris Mundy | Gloria Muzio | 22.03.2006 | 17 - 17 |
| Raðmorðingi á Manhattan tekur fyrrverandi glæpamenn af lífi. | | | | |
| | | | | |
| Somebody´s Watching | Ed Napier | Paul Shapiro | 29.03.2006 | 18 - 18 |
| Eftir að hafa haldið fyrirlestur á ráðstefnu í Hollywodd er Reid beðinn um að fylgjast með ungri stjörnu sem er ofsótt af morðóðum eltihrelli. | | | | |
| | | | | |
| Machismo | Aaron Zelman | Guy Norman Bee | 12.04.2006 | 19 - 19 |
| Lið AGD ferðast til Mexíkó til þess að aðstoða við leitina að raðmorðingja sem drepur eldri konur. Lendir liðið upp á kant við yfirvöld og lögregluna þar sem talið er að raðmorðingjar séu bandarísk fyrirbæri. Byggt á Juana Barraza. | | | | |
| | | | | |
| Charm and Harm | Erica Messer og Debra J. Fisher | Félix Enríquez Alcalá | 19.04.2006 | 20 - 20 |
| Raðmorðingi sem misþyrmir og drekkir fórnarlömbum sínum gengur laus um Flórída fylki og gengur erfiðlega að finna hann þrátt fyrir að lögreglan viti hver hann er. | | | | |
| | | | | |
| Secrets and Lies | Simon Mirren | Matt Earl Beesley | 03.05.2006 | 21 - 21 |
| Lið AGD er beðið um að finna uppljóstrara innan deildar hjá bandarísku leyniþjónustunni eftir að meðlimur hennar finnst myrtur. | | | | |
| | | | | |
| The Fisher King (Part 1) | Edwar Allen Bernero | Edward Allen Bernero | 10.05.2006 | 22 - 22 |
| Sérhver meðlimur liðsins fær senda vísbendingu frá geiðveikum raðmorðingja á meðan þau eru í fríi, þar sem hann skorar á þau að finna næsta fórnarlamb hans. | | | | |
| | | | | |
| 2.25
|
# Bæn Frans frá Assisi
Bæn Frans frá Assisi er kaþólsk kristin bæn sem er almennt, en ranglega, eignuð heilögum Frans frá Assísí sem uppi var á 13. öld. Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist nafnlaust í franska tímaritinu La Clochette árið 1912. Hugsanlega er hún eftir Esther Bouquerel, stofnanda La Ligue de la Sainte-Messe sem gaf tímaritið út.
## Bænin
Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist í franska tímaritinu La Clochette árið 1912:
Seigneur, faites de moi un instrument de votre paix.
Là où il y a de la haine, que je mette l'amour.
Là où il y a l'offense, que je mette le pardon.
Là où il y a la discorde, que je mette l'union.
Là où il y a l'erreur, que je mette la vérité.
Là où il y a le doute, que je mette la foi.
Là où il y a le désespoir, que je mette l'espérance.
Là où il y a les ténèbres, que je mette votre lumière.
Là où il y a la tristesse, que je mette la joie.
Ô Maître, que je ne cherche pas tant à être consolé qu'à consoler,
à être compris qu'à comprendre,
à être aimé qu'à aimer,
car c'est en donnant qu'on reçoit,
c'est en s'oubliant qu'on trouve, c'est en pardonnant qu'on est pardonné,
c'est en mourant qu'on ressuscite à l'éternelle vie.
Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945 :
Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!
Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,
— þar sem er misgerð, fyrirgefning,
— þar sem er efi, trú,
— þar sem er örvænting, von,
— þar sem er myrkur, ljósi,
— þar sem er hrygð, gleði.
Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.
Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.
Ekki að vera elskaður, en að elska.
Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.
Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.
Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.
Frans frá Assisi.
| 3.109375
|
# Bændabrúnka
Bændabrúnka eða bóndabrúnka er heiti á sólbrúnku sem einkennist af því að einstaklingurinn hefur roðnað á þeim stöðum sem stuttermabolur hefur ekki hulið. Hún dregur nafn sitt af bændum í útivinnu.
| 2.296875
|
# Bændaflokkurinn
Bændaflokkurinn getur átt við tvo stjórnmálaflokka á fyrri hluta 20. aldar:
- Bændaflokkurinn (fyrri), 1912-1916
- Bændaflokkurinn (síðari), 1933-1942
| 2.03125
|
# Bændaflokkurinn (fyrri)
Bændaflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 1912 af nokkrum bændum sem sæti áttu á Alþingi. Líta má á hann sem fyrsta stéttaflokkinn í íslenskri stjórnmálasögu. Flokkurinn rann inn í Framsóknarflokkinn við stofnun hans árið 1916.
## Saga
Átta þingmenn sem tilheyrðu bændastættinni stofnuðu Bændaflokkinn á Alþingi árið 1912 og var Jón Jónatansson búfræðingur helsti hvatamaður að stofnuninni. Flokkurinn hugðist vera mótvægi við hinar svonefndu æðri stéttir kaupmanna, menntamanna og embættismanna. Upphaflega átt i flokkurinn að fá nafnið Alþýðuflokkurinn en frá því var horfið.
Þegar þing kom saman árið 1913 var þingflokkur þessi formlega stofnsettur og höfðu þá þrír þingmenn slegist í hópinn. Formaður var kjörinn Ólafur Briem. Flokkurinn setti sér stefnuskrá en að öðru leyti var skipulag hans óformlegt, líkt og gilti um stjórnmálaflokka þessarra ára. Þannig voru þingmenn óbundnir í afstöðu sinni til stjórnarmyndunar. Studdu sumir þeirra Heimastjórnarflokkinn en aðrir Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrir landskjörið 1916 klofnaði fylking bænda, þar sem Óháðir bændur buðu fram á eigin vegum. Listi þeirra hlaut rúmlega 20% atkvæða og einn mann kjörinn, Sigurð Jónsson í Ystafelli en Bændaflokkurinn hlaut ekki nema um 7%. Í Alþingiskosningunum sama ár fékk Bændaflokkurinn hins vegar fimm kjörna fulltrúa en Óháðir bændur einn. Bændaflokkurinn hélt ekki áfram starfsemi að kosningunum loknum og gengu flestir meðlimir hans til liðs við Framsóknarflokkinn.
| 3.15625
|
# Bændaflokkurinn (síðari)
Bændaflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var 14. desember árið 1933 af nokkrum meðlimum Framsóknarflokksins. Persónulegur ágreiningur sem og deilur um hvort Framsóknarflokkurinn skyldi heldur hallast til hægri eða vinstri voru kveikjan að stofnun flokksins.
## Saga
Efnt var til Alþingiskosninga 1933 eftir nýrri kjördæmaskipan. Samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar hélt velli en harðar deilur stóðu þó innan Framsóknarflokksins um ágæti stjórnarsamstarfsins og höfðu gert um allnokkra hríð. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði mikil áhrif í flokknum þrátt fyrir að gegna þar ekki formennsku og vildi hann fremur mynda stjórn með Alþýðuflokknum og fylgdi meirihluti þingmanna flokksins honum að málum. Í aðdraganda kosninganna stofnuðu andstæðingar Jónasar innan flokksins vikublaðið Framsókn: bændablað - samvinnublað og varð það aðalmálgagn Bændaflokksins eftir stofnun hans og kom út frá 1933-1941.
Þingkosningarnar fóru fram í júlí og kom Alþingi saman til aukaþings í nóvember. Þar var borin upp sú tillaga að slíta skyldi stjórnarsamstarfinu en mynda þess í stað stjórn með Aþýðuflokki, sem hefði minnsta mögulega meirihluta. Þingmennirnir Hannes Jónsson og Jón Jónsson í Stóradal neituðu að styðja stjórnarmyndun þessa og var þeim þá vikið út Framsóknarflokknum. Gengu þá þrír þingmenn til viðbótar úr flokknum, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Tryggvi Þórhallsson og Halldór Stefánsson, auk Þorsteins Briem sem gegndi ráðherradómi þrátt fyrir að sitja ekki á þingi.
Tilkynnt var um stofnun Bændaflokksins um miðjan desember með þátttöku allra fyrrnefndra manna nema Ásgeirs Ásgeirssonar sem kaus að sitja utan flokka. Ríkisstjórn hans hafði beðist lausnar skömmu eftir að aukaþingið kom saman, en gegndi þó störfum til loka júlí árið 1934, þegar gengið hafði verið til nýrra kosninga.
Alþingiskosningarnar 1934 urðu Bændaflokknum veruleg vonbrigði. Flokkurinn hlaut einungis um 6,5% atkvæða og þrjá þingmenn, þá Þorstein Briem, Hannes Jónsson og Magnús Torfason. Einna mesta athygli vakti að formaðurinn Tryggvi Þórhallsson kolféll fyrir Hermanni Jónassyni í Strandasýslu. Þingmönnum flokksins fækkaði úr þremur í tvo snemma á kjörtímabilinu þegar Magnús Torfason gerðist stuðningsmaður ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar og gekk á ný til liðs við Framsóknarflokkinn.
Fyrir Alþingiskosningarnar 1937 mynduðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur svokallað Hræðslubandalag til að hámarka þingstyrk sinn miðað við kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkur og Bændaflokkur svöruðu fyrir sig með sams konar kosningabandalagi, sem nefndist Breiðfylking. Skiluðu kosningarnar Bændaflokknum um 6% atkvæða og tveimur mönnum, þeim Þorsteini Briem og Stefáni Stefánssyni í Fagraskógi. Þetta voru síðustu kosningar Bændaflokksins. Hann bauð ekki fram í kosningunum 1942 og gengu flokksmenn ýmist til liðs við Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk.
| 3.75
|
# Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík
Kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavík voru fyrst haldnar árið 1836 og síðast árið 1958. Fyrst var bæjarstjóri kosinn beinni kosningu árið 1920. Eftir að nafni Reykjavíkurbæjar var breytt í Reykjavíkurborg, var farið að tala um borgarstjórn í stað bæjarstjórn. Fyrst var kosið til borgarstjórnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 1962. Niðurstöður kjörfunda fyrir árið 1908 er að finna í Borgara- og bæjarstjórnarbókum Reykjavíkur sem varðveittar eru í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Fyrsti hluti þeirra frá 1836-1872 er útgefinn í ritinu Bæjarstjórn í mótun. Reykjavík 1971.
## 1906
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ------------------------- | | ---------------------- |
| Þjóðræðisfélagið | | Kristján Jónsson |
| Þjóðræðisfélagið | | Jón Magnússon |
| Völundar-menn | | Magnús S. Blöndahl |
| Heimastjórnarfélagið Fram | | Jón Þorláksson |
| Listi kaupmanna | | Ásgeir Sigurðsson |
| Sjómannafélagið Aldan | | Þorsteinn Þorsteinsson |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| ------------------------- | | ------- | --- | ------- |
| Þjóðræðisfélagið | | 60 | 21 | 2 |
| Völundar-menn | | 53 | 19 | 1 |
| Heimastjórnarfélagið Fram | | 46 | 16 | 1 |
| Listi kaupmanna | | 45 | 16 | 1 |
| Sjómannafélagið Aldan | | 28 | 10 | 1 |
| Aðrir | | 45 | 16 | 0 |
| Ógildir | | 3 | 1 | |
| Alls | | 280 | 100 | 3 |
Kosið var 3. janúar. Valdir voru sex fulltrúar með kjörtímabil til sex ára. Kosningarétt höfðu einungis útsvarsgreiðendur úr hópi hærri gjaldenda. 428 voru á kjörskrá og greiddu 280 atkvæði. Listakosning var viðhöfð í fyrsta sinn og komu átta listar fram. Öllum var heimilt að stilla mönnum upp á framboðslista, jafnvel að þeim forspurðum. Þrátt fyrir fjölda framboðslista buðu kosningarnar ekki upp á miklar pólitískar sviptingar. Þetta voru fyrstu kosningarnar í Reykjavík þar sem konur voru kjörgengar, ef þær voru ógiftar og skattgreiðendur. Til tals kom að bjóða fram sérstakan lista kvenna, en það varð ekki að veruleika fyrr en tveimur árum síðar.
## 1908
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| F | | Katrín Magnússon |
| F | | Þórunn Jónassen |
| F | | Bríet Bjarnhéðinsdóttir |
| F | | Guðrún Björnsdóttir |
| D | | Lárus H. Bjarnason |
| D | | Klemens Jónsson |
| D | | Sighvatur Bjarnason |
| K | | Knud Zimsen |
| K | | Magnús Blöndal |
| G | | Halldór Jónsson |
| G | | Sveinn Jónsson |
| A | | Þórður Thoroddsen |
| C | | Jón Jensson |
| I | | Kristján Jónsson |
| N | | Kristján Þorgrímsson |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| ------------------------------------- | | ------- | ---- | ------- |
| F-listi (Kvennalisti) | | 345 | 21,3 | 4 |
| D-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) | | 235 | 14,5 | 3 |
| K-listi (Listi Iðnaðarmannafélagsins) | | 190 | 11,7 | 2 |
| G-listi (Listi Góðtemplara) | | 161 | 9,9 | 2 |
| A-listi (Listi Dagsbrúnar) | | 116 | 7,1 | 1 |
| C-listi (Listi Landvarnarmanna) | | 95 | 5,9 | 1 |
| I-listi (Listi Þjóðræðismanna) | | 78 | 4,8 | 1 |
| N-listi ( Listi Sjálfboðaliðs) | | 75 | 4,6 | 1 |
| E-listi (Listi skipaður kaupmönnum) | | 68 | 4,2 | 0 |
| J-listi (Listi sjómannafélaganna) | | 64 | 4,0 | 0 |
| B-listi (Listi Verkamannasambandsins) | | 38 | 2,3 | 0 |
| E-listi (Listi Framfarafélagsins) | | 34 | 2,1 | 0 |
| L-listi | | 28 | 1,7 | 0 |
| P-listi | | 21 | 1,3 | 0 |
| Q-listi | | 18 | 0,1 | 0 |
| H-listi | | 7 | 0,1 | 0 |
| R-listi | | 5 | 0,1 | 0 |
| O-listi | | 4 | 0,1 | 0 |
| Ógildir | | 38 | 2,3 | |
| Alls | | 1.620 | 100 | 15 |
Kosið var 24. janúar. Listakosning viðhöfð og reyndist mörgum erfitt að skilja hvernig hið nýja kosningakerfi virkaði. Raunar hafði sama tilhögun verið höfð á tveimur árum fyrr, en í það sinnið kusu einungis tekjuhærri íbúar bæjarins og þá um aðeins sex fulltrúa. Mikill fjöldi framboða kom fram, þar sem forystumenn í bæjarmálum vildi flestir leiða sinn lista. Nöfn nokkurra einstaklinga komu fyrir á fleiri en einum framboðslista, þar sem heimilt var að stilla mönnum upp á lista að þeim forspurðum. Tíu af átján framboðslistum hlutu engan mann kjörinn og féllu atkvæði þeirra því dauð niður.
Óhætt er að segja að reykvískar konur hafi nýtt sér vel þessa ringulreið. Giftar konur höfðu nú öðlast kosningarétt og stilltu kvenfélög bæjarins upp sameiginlegum lista. Hlaut hann 345 atkvæði eða rösklega fimmtung atkvæða. Allir fjórir frambjóðendur kvennalistans náðu kjöri. Eftir á að hyggja var það kæruleysi hjá konunum að stilla ekki upp fleiri frambjóðendum, því litlu mátti muna að fylgið dygði fyrir fimmta fulltrúanum.
Önnur þau framboð sem bestum árangri náðu, voru einnig boðin fram af stjórnmálafélögum eða hagsmunahópum. Listi Fram, félags Heimastjórnarmanna, hlaut þrjá fulltrúa, listi á vegum Iðnaðarmannafélagsins tvo og það sama gilti um lista sem Góðtemplarar stóðu að. Úrslitin urðu því mjög til að ýta undir stofnun og skipulag formlegra stjórnmálafélaga í Reykjavík.
## 1910
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------- |
| B | | Tryggvi Gunnarsson |
| B | | Jón Þorláksson |
| B | | Arinbjörn Sveinbjarnarson |
| E | | Pétur G. Guðmundsson |
| A | | Katrín Magnússon |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ----------------------------------- | ------- | ------- | ------- |
| B-listi Heimastjórnarfélagsins Fram | 508 | 38,4 | 3 |
| E-listi Dagsbrúnar | 319 | 24,1 | 1 |
| A-listi Kvennalisti | 275 | 20,8 | 1 |
| D-listi Bindindismanna | 103 | 7,8 | 0 |
| C-listi Kaupmanna | 86 | 6,5 | 0 |
| Ógildir | 31 | 2,3 | |
| Alls | 1322 | 100 | 5 |
Kosið var 29. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Fimm listar voru í kjöri: listi Heimastjórnarflokksins, listi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Kvennalisti, listi Góðtemplara og listi sem nokkrir kaupmenn stóðu saman að.
Tryggvi Gunnarsson var efstur á lista Heimastjórnarmanna, en síðla árs 1909 hafði Björn Jónsson ráðherra vikið honum úr starfi sem bankastjóri Landsbankans. Stuðningsmenn ráðherra tefldu ekki fram lista í kosningunum, en áttu fulltrúa á lista Dagsbrúnar. Því litu Heimastjórnarmenn á kosningarnar öðrum þræði sem mælingu á styrk landsstjórnarinnar.
## 1912
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ---------------------- |
| A | | Sveinn Björnsson |
| A | | Hannes Hafliðason |
| E | | Knud Zimsen |
| B | | Þorvarður Þorvarðsson |
| C | | Guðrún Lárusdóttir |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| --------------------------------------- | | ------- | ---- | ------- |
| A-listi (Sjálfstæðisflokkur) | | 493 | 27,9 | 2 |
| E-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) | | 414 | 23,4 | (2) |
| C-listi (Kvennalisti) | | 374 | 21,1 | 1 |
| B-listi (Listi Dagsbrúnar) | | 281 | 15,9 | (1) |
| L-listi (P. Hjaltested úrsmiður efstur) | | 57 | 3,2 | 0 |
| I-listi (Guðmundur Hannesson efstur) | | 30 | 1,7 | 0 |
| H-listi (Hannes Þorsteinsson efstur) | | 18 | 1,0 | 0 |
| D-listi (Sveinn Björnsson efstur) | | 16 | 0,9 | 0 |
| G-listi (Jóhannes Jósefsson efstur) | | 13 | 0,7 | 0 |
| F-listi (Bríet Bjarnhéðinsdóttir efst) | | 10 | 0,6 | 0 |
| J-listi (Sigurður Jónsson efstur) | | 4 | 0,2 | 0 |
| K-listi (Þorvarður Þorvarðsson efstur) | | 1 | 0,1 | 0 |
| Ógildir | | 55 | 3,1 | |
| Alls | | 1.766 | 100 | 5 |
Kosið var 27. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Tólf listar voru í framboði, en fjórir fengu obbann af atkvæðunum, listar Heimastjórnarflokksins, Sjálfstæðisfloksins (gamla), Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Kvennaframboðið.
Hin framboðin átta fengu mun minna fylgi og allt niður í eitt atkvæði. Listar þessir voru margir hverjir skipaðir sama fólki og vinsælli framboðslistarnir en í annarri röð, þannig var Bríet Bjarnhéðinsdóttir í öðru sæti á hinum opinbera Kvennalista, en efst á F-lista, sem einnig var skipaður konum. Þorvarður Þorvarðsson var kjörinn í bæjarstjórn, en hann var bæði á framboðslista Heimastjórnarfélagsins og efsti frambjóðandi Dagsbrúnar. Þá var hann efstur á K-lista sem hlaut aðeins eitt atkvæði.
Kjörsókn þótti léleg eða rétt rúmlega 40%.
## 1914
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| A | | Sighvatur Bjarnason |
| A | | Jóhann Jóhannesson |
| G | | Magnús Helgason |
| G | | Sigurður Jónsson |
| C | | Bríet Bjarnhéðinsdóttir |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| ---------------------------------------- | | ------- | ---- | ------- |
| A-listi (Sjálfstæðisflokkur) | | 264 | 23,0 | 2 |
| G-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) | | 249 | 21,7 | 2 |
| C-listi (Kvennalisti) | | 135 | 11,8 | 1 |
| D-listi (Listi Dagsbrúnar) | | 89 | 7,8 | 0 |
| E-listi (Þjóðræðismenn) | | 76 | 6,6 | 0 |
| B-listi (Kristján Ó. Þorgrímsson efstur) | | 68 | 6,0 | 0 |
| F-listi (P. Hjaltested úrsmiður efstur) | | 46 | 4,0 | 0 |
| Ógildir | | 221 | 19,3 | |
| Alls | | 1.148 | 100 | 5 |
Kosið var 25. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Kosið var eftir nýjum reglum, sem heimiluðu kjósendum að strika út af framboðslistum eða endurraða þeim. Fyrir vikið varð hlutfall ógildra atkvæða mjög hátt. Sjö listar voru í framboði, en flest atkvæði fengu listar Heimastjórnarflokksins, Sjálfstæðisfloksins (gamla), Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Kvennaframboðið.
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ---------------------- |
| A | | Benedikt Sveinsson |
| A | | Geir Sigurðsson |
| B | | Jón Magnússon |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| ---------------------------------------------- | | ------- | ---- | ------- |
| A-listi (Sjálfstæðisflokkur) | | 739 | 52,8 | 2 |
| B-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) | | 249 | 28,3 | 1 |
| C-listi (Templaralisti) | | 135 | 11,1 | 0 |
| D-listi (Halldór Daníelsson yfirdómari efstur) | | 64 | 4,6 | 0 |
| Ógildir | | 45 | 3,2 | |
| Alls | | 1.399 | 100 | 3 |
Aukakosningar voru haldnar 5. desember um þrjú sæti í bæjarstjórn. Jóhann Jóhannesson, sem kjörinn hafði verið í ársbyrjun lést í nóvember. Knud Zimsen sagði af sér, þar sem hann hafði tekið við störfum borgarstjóra og Pétur G. Guðmundsson var fluttur úr bænum.
Fjórir listar voru í framboði. Auk Heimastjórnarflokksins og Sjálfstæðisfloksins (gamla) buðu Templarar fram lista. Fjórði framboðslistinn var óháður flokkum eða félögum.
## 1916
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| A | | Jón Þorláksson |
| A | | Thor Jensen |
| C | | Jörundur Brynjólfsson |
| C | | Ágúst Jósefsson |
| C | | Kristján V. Guðmundsson |
| Flokkur | | Atkvæði | % | Bæjarf. |
| ----------------------------------- | | ------- | ---- | ------- |
| C-listi (Listi verkalýðsfélaganna) | | 911 | 44,9 | 3 |
| A-listi (Heimastjórnarfélagið Fram) | | 643 | 31,7 | 2 |
| D-listi (Kvennalisti) | | 204 | 10,1 | 0 |
| B-listi (Sjálfstæðisflokkur) | | 163 | 8,0 | 0 |
| E-listi (Thor Jensen efstur) | | 80 | 3,9 | 0 |
| Ógildir | | 36 | 1,8 | |
| Alls | | 2.028 | 100 | 5 |
Kosið var 31. janúar um fimm af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Dregin voru út nöfn fimm bæjarfulltrúa sem kjósa skyldi um á nýjan leik. Fram komu fimm framboðslistar.
Listi verkalýðsfélaganna vann stórsigur, hlaut þrjá af fimm fulltrúum en auk Verkamannafélagsins Dagsbrúnar stóðu Hásetafélagið og Verkakvennafélagið Framsókn að framboðinu. Úrslit kosninganna urðu til þess að ýta undir sameiningu borgaralegu aflanna í bænum.
Heimastjórnarfélagið Fram fékk hin tvö sætin, en listar Sjálfstæðisfloksins (gamla) og Kvennaframboðið náðu ekki kjöri. Þrjú félög kvenna stóðu að Kvennalistanum, með Ingu Láru Lárusdótttur í efsta sæti. Kvenréttindafélagið stóð hins vegar ekki að framboðinu og studdi Bríet Bjarnhéðinsdóttir framboð Heimastjórnarmanna.
Fimmti framboðslistinn fékk langminnst fylgi. Hann státaði af Thor Jensen í efsta sæti, sem þó var í framboði fyrir Heimastjórnarflokkinn. Listanum hefur því verið ætlað að sundra atkvæðum Heimastjórnarmanna.
## 1918
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ---------------------- |
| A | | Ólafur Friðriksson |
| A | | Þorvarður Þorvarðsson |
| A | | Jón Baldvinsson |
| B | | Sveinn Björnsson |
| B | | Jón Ólafsson |
| B | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| B | | Inga Lára Lárusdóttir |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ------- | ------- | ------- | ------- |
| A-listi | 1193 | 40,9 | 3 |
| B-listi | 1.593 | 54,6 | 4 |
| C-listi | 76 | 2,6 | 0 |
| Auðir | 2 | 0,1 | |
| Ógildir | 54 | 2,0 | |
| Alls | 2.918 | 100 | 7 |
Kosið var 31. janúar um sjö af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi jafnaðarmanna, B-listi Sjálfstjórnar og C-listi, sem talinn var boðinn fram á vegum Sjálfstæðisflokksins þversum.
## 1920
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ---------------------- |
| A | | Ólafur Friðriksson |
| A | | Jónína Jónatansdóttir |
| B | | Sigurður Jónsson |
| B | | Pétur Halldórsson |
| B | | Þórður Bjarnason |
| B | | Gunlaugur Claessen |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ---------------- | ------- | ------- | ------- |
| A-listi | 807 | 33,6 | 2 |
| B-listi | 1.562 | 65,3 | 4 |
| C-listi | 22 | 0,9 | 0 |
| Auðir og ógildir | 47 | 2,0 | |
| Alls | 2.391 | 100 | 6 |
Kosið var 31. janúar um sex af fimmtán sætum í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi jafnaðarmanna, B-listi Sjálfstjórnar og C-listi „Kjósendafélagsins“, sem var óháð framboð.
| Kjörinn bæjarfulltrúi |
| --------------------- |
| Þórður Sveinsson |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ---------------- | ------- | ------- | ------- |
| Þórður Sveinsson | 1.467 | | 1 |
| Georg Ólafsson | 1.148 | | 0 |
Efnt var til aukakosninga 6. nóvember um eitt sæti í bæjarstjórn. Félagið Sjálfstjórn studdi Georg Ólafsson, en Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn þversum studdu Þórð Sveinsson.
## 1922
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ---------------------- |
| A | | Pétur Magnússon |
| A | | Björn Ólafsson |
| A | | Jónatan Þorsteinsson |
| B | | Héðinn Valdimarsson |
| B | | Hallbjörn Halldórsson |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ---------------- | ------- | ------- | ------- |
| A-listi | 3.100 | 63,5 | 3 |
| B-listi | 1.757 | 36,0 | 2 |
| Auðir og ógildir | 26 | 0,5 | |
| Alls | 4.883 | 100 | 5 |
Kosið var 28. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Tveir listar voru í kjöri: A-listi borgaralegu aflanna, en að honum stóðu landsmálafélagið „Stefnir“ (sem stofnaðu var á grunni félagsins Sjálfsstjórnar og „Kjósendafélagið“ og B-listi Alþýðuflokksins. Hlutur kvenna þótti rýr á framboðslistunum og var stofnuð nefnd til að undirbúa framboð sérstaks kvennalista, en niðurstaða hennar var sú að hvorki væri tími né fjármagn til þess.
## 1924
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------ |
| A | | Ágúst Jósefsson |
| A | | Stefán Jóhann Stefánsson |
| B | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| B | | Jón Ólafsson |
| B | | Þórður Sveinsson |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ---------------- | ------- | ------- | ------- |
| A-listi | 1.729 | 34,0 | 2 |
| B-listi | 3.237 | 63,6 | 3 |
| C-listi | 102 | 2,0 | 0 |
| Auðir og ógildir | 18 | 0,4 | |
| Alls | 5.086 | 100 | 5 |
Kosið var 26. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Þrír listar voru í kjöri: A-listi Alþýðuflokksins, B-listi borgaralegu aflanna og C-listi sem leiddur var af Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra.
## 1926
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| A | | Ólafur Friðriksson |
| A | | Haraldur Guðmundsson |
| B | | Pétur Halldórsson |
| B | | Jón Ásbjörnsson |
| B | | Hallgrímur Benediktsson |
| Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| ------- | ------- | ------- | ------- |
| A-listi | 2.516 | 39,5 | 2 |
| B-listi | 3.820 | 60,0 | 3 |
| Auðir | 18 | 0,3 | |
| Ógildir | 21 | 0,3 | |
| Alls | 6.375 | 100 | 5 |
Kosið var 23. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn. Tveir listar voru í kjöri: A-listi sem skipaður var forystumönnum Alþýðuflokksins og naut stuðnings Framsóknarmanna og B-listi borgaralegu aflanna.
## 1928
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | --------------------------- |
| Alþ. | | Sigurður Jónasson til 2 ára |
| Alþ. | | Kjartan Ólafsson til 4 ára |
| Sj. | | Magnús Kjaran til 2 ára |
| Sj. | | Theódór Líndal til 2 ára |
| Sj. | | Guðrún Jónasson til 4 ára |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 2.402 | 36,0 | 2 |
| | Framsókn | 1.018 | 15,2 | 0 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 3.207 | 48,0 | 3 |
| | Auðir | 27 | 0,4 | |
| | Ógildir | 25 | 0,4 | |
| | Alls | 6.679 | 100 | 5 |
Kosið var 28. janúar um þriðjung sæta í bæjarstjórn.
## 1930
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------ |
| Fr. | | Hermann Jónasson |
| Fr. | | Páll Eggert Ólason |
| Alþ. | | Ágúst Jósefsson |
| Alþ. | | Ólafur Friðriksson |
| Alþ. | | Stefán Jóhann Stefánsson |
| Alþ. | | Haraldur Guðmundsson |
| Alþ. | | Sigurður Jónasson |
| Sj. | | Jón Ólafsson |
| Sj. | | Jakob Möller |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Guðrún Jónasson |
| Sj. | | Pétur Halldórsson |
| Sj. | | Guðmundur Eiríksson |
| Sj. | | Pétur Hafstein |
| Sj. | | Einar Arnórsson |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 3.987 | 35,3 | 5 |
| | Framsókn | 1.357 | 12,0 | 2 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 6.033 | 53,5 | 8 |
| | Auðir | 41 | 0,4 | |
| | Ógildir | 17 | 0,2 | |
| | Alls | 11.287 | 100 | 15 |
Gengið var til kosninga þann 26. janúar eftir nýjum lögum. Kosið var um alla borgarfulltrúana fimmtán í einu og kjörtímabil þeirra samræmt.
## 1934
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------ |
| Fr. | | Hermann Jónasson |
| Alþ. | | Stefán Jóhann Stefánsson |
| Alþ. | | Jóhanna Egilsdóttir |
| Alþ. | | Ólafur Friðriksson |
| Alþ. | | Jón Axel Pétursson |
| Alþ. | | Guðmundur R. Oddsson |
| Sj. | | Bjarni Benediktsson |
| Sj. | | Jakob Möller |
| Sj. | | Guðrún Jónasson |
| Sj. | | Guðmundur Eiríksson |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Jóhann Ólafsson |
| Sj. | | Sigurður Jónsson |
| Sj. | | Pétur Halldórsson |
| Komm. | | Björn Bjarnason |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 6464 | 32,74 | 5 |
| | Framsókn | 1442 | 7,11 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 9893 | 49,32 | 8 |
| | Kommúnistafl. | 6464 | 8,03 | 1 |
| | Þjóðernissinnar | 277 | 2,80 | 0 |
| | Auðir | 56 | | 0 |
| | Ógildir | 22 | | 0 |
| | Alls | 14.357 | 100 | 15 |
## 1938
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------ |
| Fr. | | Jónas Jónsson |
| Samf. | | Stefán Jóhann Stefánsson |
| Samf | | Ársæll Sigurðsson |
| Samf. | | Soffía Ingvarsdóttir |
| Samf | | Jón Axel Pétursson |
| Samf. | | Björn Bjarnason |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Bjarni Benediktsson |
| Sj. | | Jakob Möller |
| Sj. | | Guðrún Jónasson |
| Sj. | | Guðmundur Eiríksson |
| Sj. | | Valtýr Stefánsson |
| Sj. | | Helgi Hermann Eiríksson |
| Sj. | | Jón Björnsson |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | -------------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðufl. og Kommúnistafl. | 6464 | 35,76 | 5 |
| | Framsókn | 1442 | 7,98 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 9893 | 54,73 | 9 |
| | Þjóðernissinnar | 277 | 1,53 | 0 |
| | Auðir | 154 | | 0 |
| | Ógildir | 50 | | 0 |
## 1942
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| Alþ. | | Soffía Ingvarsdóttir |
| Alþ. | | Jón Axel Pétursson |
| Alþ. | | Haraldur Guðmundsson |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Jakob Möller |
| Sj. | | Gunnar Þorsteinsson |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| Sj. | | Guðrún Jónasson |
| Sj. | | Valtýr Stefánsson |
| Sj. | | Árni Jónsson |
| Sj. | | Helgi Hermann Eiríksson |
| Sós. | | Björn Bjarnason |
| Sós. | | Katrín Pálsdóttir |
| Sós. | | Sigfús Sigurhjartarson |
| Sós. | | Steinþór Guðmundsson |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 4.212 | 21,6 | 3 |
| | Framsókn | 1.074 | 5,5 | 0 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 9.334 | 47,8 | 8 |
| | Sósíalistaflokkurinn | 4.558 | 23,4 | 4 |
| | Auðir | 289 | 1,5 | |
| | Ógildir | 52 | 0,3 | |
| | Alls | 19.519 | 100 | 15 |
Kosningar þessar fóru fram 15. mars, en sveitarstjórnarkosningarnar 1942 fóru að öðru leyti fram 25. janúar.
## 1946
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------- |
| Fr. | | Pálmi Hannesson |
| Alþ. | | Jón Blöndal |
| Alþ. | | Jón Axel Pétursson |
| Sj. | | Bjarni Benediktsson |
| Sj. | | Auður Auðuns |
| Sj. | | Sigurður Sigurðsson |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Hallgrímur Benediktsson |
| Sj. | | Friðrik V. Ólafsson |
| Sj. | | Jóhann Hafstein |
| Sós. | | Björn Bjarnason |
| Sós. | | Steinþór Guðmundsson |
| Sós. | | Sigfús Sigurhjartarson |
| Sós. | | Katrín Pálsdóttir |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 3.952 | 16,2 | 2 |
| | Framsókn | 1.615 | 6,6 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 11.833 | 48,6 | 8 |
| | Sósíalistaflokkurinn | 6.946 | 28,5 | 4 |
| | Alls | 24.450 | 100 | 15 |
## 1950
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ------------------------ |
| Fr. | | Þórður Björnsson |
| Alþ. | | Jón Axel Pétursson |
| Alþ. | | Magnús Ástmarsson |
| Sj. | | Guðmundur Ásbjörnsson |
| Sj. | | Auður Auðuns |
| Sj. | | Jóhann Hafstein |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| Sj. | | Sigurður Sigurðsson |
| Sj. | | Guðmundur H. Guðmundsson |
| Sj. | | Hallgrímur Benediktsson |
| Sj. | | Pjetur Sigurðsson |
| Sós. | | Sigfús Sigurhjartarson / |
| | | Nanna Ólafsdóttir |
| Sós. | | Katrín Thoroddsen |
| Sós. | | Guðmundur Vigfússon |
| Sós. | | Ingi R. Helgason |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 4.047 | 14,3 | 2 |
| | Framsókn | 2.374 | 8,4 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 14.367 | 50,8 | 8 |
| | Sósíalistaflokkurinn | 7.501 | 26,5 | 4 |
| | Auðir | 260 | | |
| | Ógildir | 65 | | |
| | Alls | 28.616 | 100 | 15 |
Sveitarstjórnarkosningarnar 1950 fóru fram 29. janúar. Sigfús Sigurhjartarson lést á miðju kjörtímabili og tók Nanna Ólafsdóttir sæti hans sem bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
## 1954
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ------ | | ------------------------ |
| Fr. | | Þórður Björnsson |
| Alþ. | | Alfreð Gíslason |
| Alþ. | | Magnús Ástmarsson |
| Sj. | | Geir Hallgrímsson |
| Sj. | | Auður Auðuns |
| Sj. | | Sveinbjörn Hannesson |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| Sj. | | Sigurður Sigurðsson |
| Sj. | | Guðmundur H. Guðmundsson |
| Sj. | | Einar Thoroddsen |
| Sj. | | Jóhann Hafstein |
| Sós. | | Petrína K. Jakobsson |
| Sós. | | Ingi R. Helgason |
| Sós. | | Guðmundur Vigfússon |
| Þjóðv. | | Bárður Daníelsson / |
| | | Gils Guðmundsson |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 4.274 | 13,4 | 2 |
| | Framsókn | 2.321 | 7,3 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 15.642 | 49,5 | 8 |
| | Sósíalistaflokkurinn | 6.107 | 19,1 | 3 |
| | Þjóðvarnarflokkurinn | 3.260 | 10,2 | 1 |
| | Auðir | 290 | 1,0 | |
| | Ógildir | 88 | 0,2 | |
| | Alls | 31.982 | 100 | 15 |
Sveitarstjórnarkosningarnar 1954 fóru fram 31. janúar. Rúmri viku fyrir kosningar tilkynnti efsti maður Þjóðvarnarflokksins, Bárður Daníelsson, að hann viki af framboðslista flokks síns vegna ásakana um spillingu. Kjörstjórn úrskurðaði daginn fyrir kosningar að slíkt væri óheimilt. Niðurstaðan varð sú að annar maður á framboðslistanum, Gils Guðmundsson, tók sæti í bæjarstjórn uns fallið var frá rannsókn á máli Bárðar þá um haustið. Töldu Þjóðvarnarmenn að málið hefði kostað þá heilan bæjarfulltrúa.
## 1958
| Listi | | Kjörnir bæjarfulltrúar |
| ----- | | ----------------------------- |
| Fr. | | Þórður Björnsson |
| Alþ. | | Magnús Ástmarsson |
| Sj. | | Magnús Jóhannesson |
| Sj. | | Þorvaldur Garðar Kristjánsson |
| Sj. | | Guðmundur H. Guðmundsson |
| Sj. | | Auður Auðuns |
| Sj. | | Gróa Pétursdóttir |
| Sj. | | Gunnar Thoroddsen |
| Sj. | | Geir Hallgrímsson |
| Sj. | | Björgvin Frederiksen |
| Sj. | | Einar Thoroddsen |
| Sj. | | Gísli Halldórsson |
| Sós. | | Guðmundur Vigfússon |
| Sós. | | Alfreð Gíslason |
| Sós. | | Guðmundur J. Guðmundsson |
| | Listi | Atkvæði | Atkvæði | |
| | Listi | Fj. | % | Bæjarf. |
| | --------------------- | ------- | ------- | ------- |
| | Alþýðuflokkurinn | 2.860 | 8,2 | 1 |
| | Framsókn | 3.277 | 9,5 | 1 |
| | Sjálfstæðisflokkurinn | 20.027 | 57,7 | 10 |
| | Sósíalistaflokkurinn | 6.698 | 19,3 | 3 |
| | Þjóðvarnarflokkurinn | 1.831 | 5,3 | 0 |
| | Auðir | 313 | | |
| | Ógildir | 88 | | |
| | Alls | 35.094 | 100 | 15 |
Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 fóru fram 25. janúar. Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Frá árinu 1962 var talað um borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
| 3.5
|
# Bændablaðið
Bændablaðið er íslenskt blað sem kemur út hálfmánaðarlega. Það er samkvæmt lýsingu málgagn bænda og landsbyggðar og fjallar að mestu leyti um landbúnað og lífið í dreifbýli. Fyrsta blaðið kom út árið 1995. Því er dreift á öll lögbýli landsins og á staði eins og verslanir, sundlaugar og bensínstöðvar.
## Tengill
- Heimasíða Bændablaðsins
| 2.359375
|
# Bæjarútgerð Reykjavíkur
Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) var fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Reykjavík. Stofndagur Bæjarútgerðarinnar var þegar fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson kom til landsins þann 17. febrúar 1947. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti nokkrum árum síðan að byggt yrði frystihús og árið 1959 keypti Bæjarútgerðin hús sem byggt var fyrir Fiskiðjuver ríkisins við Grandagarð 8 en Fiskiðjuverið hafði rekið þar frystihús og niðursuðuverksmiðju. Þegar Ísbjörninn og Bæjarútgerð Reykjavíkur sameinuðust í Granda hf. 13. nóvember árið 1985 var frystingu hætt í frystihúsinu að Grandagarði 8 og stóð húsið lengi autt en hefur nú verið gert upp og er þar nú Sjóminjasafnið í Reykjavík.
| 2.59375
|
# Bækur.is
Bækur.is er rafrænt bókasafn með stafrænum endurgerðum íslenskra bóka, bæklinga og ýmis konar sérprents sem Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn varðveitir. Hægt er að fletta bók á vefnum síðu fyrir síðu eða sækja ritið í heild sinni á PDF-sniði. Vefurinn var opnaður 1. desember 2010. Þar voru árið 2017 rúmlega 1300 mynduð verk, eða samtals rúmar 420.000 síður, þau elstu frá 16. öld og þau yngstu nokkurra ára gömul. Sum ritin á bækur.is eru enn í höfundarétti en leyfi rétthafa hefur fengist fyrir því að gefa þau þar út.
Meðal bóka sem er að finna á vefnum eru Íslenzkt fornbréfasafn (1899-1902), Íslenzkar æviskrár (1950), Lovsamling for Island (1855) og Guðbrandsbiblía (1584).
| 2.28125
|
# Bodenvatn
Bodenvatn (þýska: Bodensee) er stöðuvatn í Rínarfljóti á landamærum Þýskalands, Austurríkis og Sviss.
## Landafræði
Bodenvatn er 536 km³ að stærð og er því þriðja stærsta stöðuvatn Mið-Evrópu á eftir Balatonvatni og Genfarvatni. Það skiptist í þrjá meginhluta. Aðalhlutinn kallast Seerhein. Fyrir norðvestan er langur rani sem heitir Überlingersee (einnig Obersee), en fyrir suðvestan er Untersee. Þar rennur Rín úr vatninu. Mesta dýpi vatnsins er 254 m.
Við aðrennslið Austurríkismegin myndar Rín gríðarmikla óshólma. Þeir heita Vorarlberger Rheindelta og eru mestu óshólmar Mið-Evrópu inni í landi. Helstu borgir Þýskalandsmegin eru Konstanz, Lindau og Friedrichshafen. Austurríkismegin er borgin Bregenz. Svissmegin eru bæirnir Arbon og Romanshorn.
Miklar samgöngur eru á vatninu. Ferjur ganga borga á milli. Vatnið er einnig mikið notað af ferðamönnum, sem gjarnan baða sig og reyna sig á seglbretti.
| 3.21875
|
# Body Language
Body Language er níunda breiðskífa áströlsku söngkonunnar Kylie Minogue. Hún kom út 20. nóvember 2003 og var tekin upp sumarið 2003 í Bretlandi, Írlandi og á Spáni.
Kylie Minogue vann að breiðskífunni með fyrri samstarfsaðilum, þeim Richard Stannard, Julian Gallagher, Cathy Dennis, Johnny Douglas, Karen Poole, Emilíönu Torrini og Dan Carey. Henni var fylgt eftir með tónleikum 15. nóvember 2003 í London. Minogue flutti á tónleikunum sjö ný lög, ásamt nokkrum eldri lögum hennar. Tónleikarnir voru gefnir út á DVD í júlí 2004. Breiðskífan náði 42. sæti á Billboard 200 vinsældarlistanum og hefur selst í 177.000 eintökum til þessa.
## Lagalisti
| Nr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Upptökustjórn | Lengd |
| --- | ------------------------ | -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- | ------------------------- | ----- |
| 1. | „Slow“ | Kylie Minogue, Dan Carey, Emilíana Torrini | Sunnyroads | 3:15 |
| 2. | „Still Standing“ | Ash Thomas, Alexis Strum | Baby Ash | 3:38 |
| 3. | „Secret (Take You Home)“ | Curtis T. Bedeau, Gerard Charles, Hugh Clarke, Reza Safinia, Lisa Greene, Paul George, Brian P. George, Lucien J. George, Niomi McLean-Daley | Rez, Johnny Douglas | 3:16 |
| 4. | „Promises“ | Kurtis el Khaleel, David Billing | Kurtis Mantronik, Douglas | 3:17 |
| 5. | „Sweet Music“ | Kylie Minogue, Karen Poole, Thomas | Baby Ash | 4:11 |
| 6. | „Red Blooded Woman“ | Johnny Douglas, Karen Poole | Douglas | 4:21 |
| 7. | „Chocolate“ | Johnny Douglas, Karen Poole | Douglas | 5:00 |
| 8. | „Obsession“ | Kurtis el Khaleel, David Billing | Mantronik, Douglas | 3:31 |
| 9. | „I Feel for You“ | Liz Winstanley, J. Piccioni, S. Anselmetti | Electric J | 4:19 |
| 10. | „Someday“ | Kylie Minogue, Emilíana Torrini, Ash Thomas | Baby Ash | 4:18 |
| 11. | „Loving Days“ | Kylie Minogue, Richard Stannard, Julian Gallagher, Dave Morgan | Stannard, Gallagher | 4:26 |
| 12. | „After Dark“ | Cathy Dennis, Chris Braide | Dennis, Braide | 4:10 |
| 2.421875
|
# Bochum
Bochum er iðnaðarborg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 365 þúsund íbúa (2018). Hún er í Ruhr-héraðinu. Hún er hluti af Rín-Ruhr-stórborgarsvæðinu.
## Lega
Bochum liggur austarlega í Ruhr-héraðinu og er umkringt öðrum borgum þar. Næstu borgir eru Dortmund til austurs (10 km), Recklinghausen til norðurs (10 km), Essen til vesturs (10 km) og Wuppertal til suðurs (25 km).
## Skjaldarmerki
Skjaldarmerki Bochum er svört bók með gullnum síðum á bláum grunni. Fyrir aftan bókina er hvít-rauður borði. Merki þetta var tekið í notkun 1975 er nokkrir bæir voru innlimaðir Bochum. Hvít-rauði borðinn var merki Wattenscheid en bókin merki Bochum. Uppruni bókarinnar er óljós.
## Orðsifjar
Bochum hét upphaflega Bokheim og Buockheim. Það er dregið af þýska orðinu Buche, sem merkir trjátegundina beyki. Endingin -heim merkir bær.
## Söguágrip
890 kemur heitið Bochum fyrst við skjöl, en lítið er vitað um sögu bæjarins á miðöldum. 1321 veitti greifinn Engelbert II von der Mark Bochum borgarréttindi. Um miðja 16. öld var farið að grafa eftir kolum við borgina en hún var þó aðallega landbúnaðarborg næstu aldir. Í 7 ára stríðinu um miðja 18. öld hertóku Frakkar og prússar borgina. Strax í upphafi 19. aldar hófst iðnbyltingin í borginni er fyrsta gufuvélin í kolanámunum var tekin í notkun. 1806-1815 var Bochum í höndum Frakka, en varð prússnesk eftir það. 1834 voru fyrstu kolanámur neðanjarðar grafnar og í framhaldi af því voru fyrsti stáliðjurnar reistar. Með tilkomu járnbrautarinnar 1860 fara flutningar hraðar fram, þar sem Bochum liggur ekki við skipgengar ár. Við það blómstrar iðnaðurinn enn meir og íbúafjöldinn vex. 1898 fórust 116 kolunámumenn í einu stærsta kolanámuslysi Þýskalands fyrr og síðar. 1923 hertaka Frakkar borgina sem nokkurs konar stríðsskaðabætur og réðu þeir borginni næstu fjögur árin. Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi voru gyðingar fluttir á brott frá borginni. Gyðingakonan Else Hirsch skipulagði leyniferðir til Hollands og Bretlands og tókst þannig að bjarga fjölda barna og unglinga, bæði gyðinga og annarra sem nasistar ofsóttu. Else sjálf var síðar flutt í útrýmingarbúðir, þar sem hún lést. Bochum varð fyrir talsverðum loftárásum í heimstyrjöldinni síðari en þó ekki eins miklum og margar aðrar iðnaðarborgir. Um 38% borgarinnar eyðilagðist. 10. apríl 1945 hertóku Bandaríkjamenn borgina bardagalaust. Hún var síðan hluti af breska hernámssvæðinu. Við endurreisn borgarinnar fer iðnaðurinn í gang á ný. 1962 eru Opel-verksmiðjurnar stofnaðar í borginni og sama ár er háskólinn Ruhr-Universität stofnaður i Bochum, en hann er með stærri háskólum Þýskalands. Upp úr því fara erfiðleikar í kolavinnslunni að gera vart við sig. Einni námu eftir annarri er lokað og stálverin í kjölfarið. 1973 er síðustu kolanámunni lokað. 1975 var borgin Wattenscheid innlimuð í Bochum. Þar með fór íbúafjöldinn yfir 400 þúsund en hefur dalað síðan.
## Viðburðir
Bochum Total er heiti á stærstu rokk/popp útihátíð Evrópu þar sem aðgangur er ókeypis. Hátíð þessi hefur farið fram árlega síðan 1986 og fer ávallt fram seinni part júlí. Um milljón manns sækja hátíðina heim. Ýmsar hljómsveitir troða upp en eitt aðalsmerki hátíðarinnar er að bjóða ungum og óreyndum hljómsveitum að spila og afla sér reynslu. Margar þeirra hafa síðan náð að slá í gegn.
Sparkassen Giro Bochum er heiti á alþjóðlegri hjólreiðakeppni sem fram fer í miðborg Bochum. Hún tekur ávallt tvo daga og er bæði fyrir atvinnuhjólreiðamenn og áhugamenn. Keppni þessi fer ávallt fram tveimur vikum eftir að Tour de France lýkur í Frakklandi. Árið 2009 sigraði Mark Cavendish frá Bretlandi, en hann er margfaldur meistari í ýmsum hjólreiðakeppnum.
## Frægustu börn borgarinnar
- (1932) Otto Schily fyrrverandi innanríkisráðherra Þýskalands
## Byggingar og kennileiti
- Kristskirkjan er lútersk kirkja sem reist var 1877-1932. Í kjallara hennar var minningarsalur fyrir fallna hermenn í þýsk-franska stríðinu 1870-71 og í heimstyrjöldinni fyrri 1914-18. Á nasistatímanum predikaði presturinn Hans Ehrenberg ákaft gegn ofríki nasista og var sendur í fangabúðir fyrir vikið. Í loftárásum 1943 eyðilagðist kirkjan nær algjörlega. Kirkjuskipið var endurreist 1956-59 en turninn er enn útbrunninn og stendur sem minnisvarði um stríðið. Áætlanir eru um að hreinsa sótið og gera hann upp.
- Die Glocke er stór kirkjuklukka sem stendur á torginu fyrir framan nýja ráðhúsið. Hún var smíðuð 1867 af Bochumer Verein sem sýningargripur á heimssýningunni í París. Klukknahljómur hennar opnaði sýninguna. Klukkan er 15 tonn að þyngd, en þvermál hennar er 3,13 m. Eftir heimssýninguna var hún aftur flutt til Bochum, en við flutninginn skemmdist hún lítillega og er óhæf til hringinga. Síðan þá hefur hún verið sett til sýninga, fyrst á verksmiðjulendi, en síðan 1979 stendur hún á núverandi stað.
| 3.796875
|
# Bodiam-kastali
Bodiam kastali er staðsettur í Austur-Sussex, Englandi. Hann var bygður árið 1385 af Sir Edward Dallingridge, formlegum riddara hjá Játvarði 3. Englandskonungi. Kastalinn er ótrúlega fallegur að sjá og afar merkileg bygging. Talið er að kastalinn hafi verið byggður í varnarlegum tilgangi til að hrinda burt hugsanlegum árásum Frakka. En kastalinn var samt frekar byggður til sýnis en sem raunverulegt varnartól.
Kastalinn minnir óneitanlega á sandkastala og er eflaust fyrirmynd margra slíkra. Ætla mætti að hann hefði verið mótaður af fötu og skóflu. Kastalinn er algerlega umlukinn síki. Suðurhlutinn hefur svokallaðan miðturn, eða postern turn. Til hægri frá postern turninum er aðalsalurinn. Kastalinn hefur hornturna á öllum fjórum hornum. Meirihlutinn af innri byggingu kastalans eyðilagðist í Enska borgarastríðinu. Norðurhlið kastalans hefur hliðvarðhús og brú. Hornturninn þar til hægri inniheldur síðan kapellu.
Kastalinn var orðinn niðurníddur þegar hann var endurbættur af Curzon lávarði og ánafnaði hann kastalanum til National Trust í Englandi árið 1926.
| 2.671875
|
# Bodesafnið
Bodesafnið er nyrst safnanna á safnaeyjunni (Museumsinsel) í miðborg Berlínar og stendur við hliðina á Pergamonsafninu. Í safninu eru til sýnis höggmyndir, málverk, rómversk listaverk og myntsafn. Bodesafnið er á heimsminjaskrá UNESCO.
## Saga Bodesafnsins
### Byggingarsaga
Það var krónprinsinn Friðrik III, sonur Vilhjálms I keisara, sem átti veg og vanda að byggingu listasafnsins. Hann var listhneigður og réði listfræðinginn Wilhelm von Bode til að annast byggingu þess, en höfuðarkítekt var Ernst von Ihne. Framkvæmdir hófust 1897 og stóðu aðeins í 7 ár. Á meðan var Friðrik III orðinn keisari en dó eftir aðeins 99 daga. Bodesafnið var vígt á fæðingardegi Friðriks, 18. október 1904, og fékk heitið Kaiser-Friedrich-Museum. Byggingin er nyrst á safnaeyjunni í miðborg Berlínar. Nyrsti hluti hússins myndar fagran boga og gengur beint í ána Spree. Þar fyrir ofan er hvolfþak en suðurendir hússins gengur til suðurs og liggur þétt við Pergamonsafnið. Wilhelm von Bode innréttaði listaverkin sjálfur og var fyrsti forstöðumaður hússins.
### Eftir stríð
Í heimstyrjöldinni síðari skemmdist safnið mjög mikið, aðallega þó byggingin sjálf. Viðgerðir eftir stríð gengu hægt og drógust fram á 7. áratuginn. En 1956 var fyrsta álman opnuð á ný. Heiti safnins var breytt og hét eftir þetta Bodesafnið (Bodemuseum). Fyrir utan núverandi listmuni voru egypskir listmunir einnig geymdir þar (til dæmis papírussafnið) þar til Egypska safnið í Berlín var tekið í notkun 1967. Skömmu fyrir aldamótin 2000 voru skemmdir innanhúss orðnar svo miklar að óhjákvæmilegt var að gera bygginguna upp. Það var gert 2000-2005 en safnið var þó ekki opnað fyrir almenningi fyrr en 2006. Alls eru sýningar á 25 þús m² svæði í 66 sýningarsölum.
## Sýningar
### Höggmyndasafnið
Elstu höggmyndir safnsins eru frá miðöldum, en þær yngstu frá 18. öld. Verkin eru aðallega frá Þýskalandi en einnig frá Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Spáni. Helstu verkin eru myndir eftir Ítalana Luca della Robbia og Donatello. Helsti þýski fulltrúi höggmynda í safninu er Tilman Riemenschneider.
### Rómverska safnið
Í rómverska safninu eru listmunir frá rómverska ríkinu allt frá 3. öld e.Kr. og til falls Austrómverska ríkisins á 15. öld. Munirnir eru frá öllu Miðjarðarhafssvæðinu, en einnig frá Miðausturlöndum og Rússlandi. Helstu munirnir eru steinlíkkistur frá Róm, fílabeinslistaverk og mósaík-helgimyndir frá Býsans og helgimunir frá Egyptalandi.
### Myntsafnið
Myntsafnið í Bodesafninu er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heimi. Munirnir eru allt frá tímum fyrstu myntpeninga til líðandi stundar. Rúmlega hálf milljón myntir eru í safninu en aðeins er hægt að sýna lítið brot af þeim, eða 1.500 stykki. Almenningi gefst þó kostur á að fá að sjá önnur stykki þegar sótt er um það fyrirfram. 1868 var myntsafnið eigið safn, en var sett í neðri hæðir Bodesafnsins 1904.
| 3.953125
|
# Boden
Boden er borg í sveitarfélaginu Boden i Svíþjóð. Árið 2010 bjuggu þar 18.277 manns.
| 1.609375
|
# Bodomvatn
Bodomvatn (finnska: Bodominjärvi, sænska: Bodom Träsk) er vatn rétt hjá borginni Espoo í Finnlandi, og er staðsett 22 kílómetrum vestan við höfuðborgina Helsinki. Vatnið er 3 kílómetra langt og er 1 kílómetra breitt.
Melódíska dauðarokks hljómsveitin Children of Bodom er nefnd eftir morðunum við Bodomvatn, og er til lag með þeim sem heitir Lake Bodom, sem þýðir Bodomsvatn.
| 2.203125
|
# Body Worlds
Körperwelten eða Body Worlds er heiti sýningar sem flutt er á milli staða reglulega þar sem sérstaklega meðhöndlaðir líkamar og líffæri eru til sýnis. Heilir mannslíkamar, stök líffærakerfi, líffæri og þversnið af líkömum eru plastaðir (e. plastination) og þeir notaðir sem sýningargripir (fáeina má snerta). Auk þess eru líkamar nokkurra dýra til sýnis (t.d. úlfaldi), þótt svo að mest megnis sé um mannslíkama og –líffærakerfi að ræða. Sumir sýningagripirnir sýna áhrif sjúkdóma á líkaman, svo sem áhrif liðagigtar á hnébein og dauða líkamsvefi eftir heilablóðfall. Á sýningunni má einnig sjá fóstur á hinum ýmsu stigum meðgöngu auk óléttrar konu. Sýningin var hugmynd þýsks líffærafræðings að nafni Gunther von Hagens sem fann upp á plöstunaraðferðinni sem notuð er. Nokkrar hliðstæðar sýningar eru til með öðrum sýningargripum svo sem Body Worlds 2 og 3.
| 2.875
|
# Bocuse d'Or
Bocuse d'Or (eða Concours mondial de la cuisine) er alþjóðleg keppni í matreiðslu sem fer fram á tveggja ára fresti með undankeppni árið áður sem haldin er á mismunandi stöðum í heiminum. Keppnin sjálf tekur tvo daga og er haldin í janúar í Lyon í Frakklandi. Bocuse d'Or er ein af þekktustu og virtustu matreiðslukeppnum heims og er stundum lýst sem jafngildi Ólympíuleika í matreiðsluheiminum. Mjög mikið er lagt upp úr framsetningu og samsetning fer fram fyrir framan áhorfendur.
Keppnin á rætur í vörusýningunni Salon des Métiers de Bouche sem haldin var fyrst í Lyon árið 1983 (síðar nefnd Salon international de la restauration de l'hôtellerie et de l'alimentation eða SIRHA). Franski matreiðslumeistarinn Paul Bocuse var heiðursforseti sýningarinnar og fékk þá hugmynd að halda alþjóðlega kokkakeppni í tengslum við hana. Fyrsta keppnin var haldin árið 1987. Síðan hafa tvær aðrar keppnir bæst við vörusýninguna SIRHA, Heimsbikarmótið í kökugerð (Coupe du Monde de la Pâtisserie) og Heimsmeistaramótið í brauðbakstri (Mondial du Pain).
Ísland tók fyrst þátt í keppninni 1999 þegar Sturla Birgisson keppti. Tveimur árum síðar vann Hákon Már Örvarsson bronsverðlaun í keppninni.
| 2.734375
|
# Dísartré
Dísartré (fræðiheiti Azadirachta indica) einnig nefnt neem tré eða nimtré er tré af mahogany ættinni Meliaceae. Það er ein tveggja tegunda af Azadirachta og er frá Indlandsskaga (Indland, Nepal, Pakistan, Bangladesh, Sri Lanka og Maldíveyjar). Það vex í hitabeltisloftslagi. Neem tré vaxa einnig á eyjum í suðurhluta Íran. Neem olía er unnin úr ávöxtum og fræjum dísartrés. Dísartré vex hratt og getur náð 15-20 m hæð en sjaldan orðið allt að 35-40 m há. Dísartré er sígrænt en getur fellt lauf í miklum þurrkum. Greinar eru langar og krónan umfangsmikil og þétt. Ummál stofns getur orðið 15-20 m á gömlum trjám. Dísartré líkist mjög tegundinni Melia azedarach.
Dísartré þolir þurrk sérstaklega vel og getur vaxið þar sem árleg úrkoma er undir 400 mm en við slíkar aðstæður er tréð háð grunnvatni. Dísartré þrífst þar sem meðalhitastig er 21–32 °C. Það þolir mjög hátt hitastig en þolir ekki ef kuldi fyrir niður fyrir 4 °C. Dísartré er eitt af fáum trjám sem mynda skugga sem þrífst á þurrkasvæðum við strönd Indlands og Pakistans. Á Indlandi og á hitabeltisvæðum þar sem fólk af indverskum uppruna býr er algengt að sjá dísartré notuð til að varpa skugga sem götutré, umhverfis musteri, skóla og opinberar byggingar og í bakgörðum almennings. Á mjög þurrum svæðum eru dísartré gróðursett á stóru landsvæði.
| 3.609375
|
# Dísarlykill
Dísarlykill (fræðiheiti Primula polyneura) er blóm af ættkvísl lykla.
## Ytri tenglar
- American Primrose Society
- http://www.primulaworld.blogspot.is/
| 2.109375
|
# Dísella
Dísella er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.09375
|
# Dís (kvikmynd)
Dís er íslensk kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Silju Hauksdóttur, Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýju Sturludóttur. Silja leikstýrði einnig myndinni. Var Menningarnótt endursköpuð þann 12. október 2003 í Reykjavík þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir myndina.
| 1.632813
|
# Dís (mannsnafn)
Dís er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.140625
|
# Díonýsíos frá Halikarnassos
Díonýsíos frá Halikarnassos (um 60 f.Kr. – eftir 7 f.Kr.) var forngrískur sagnfræðingur, bókmenntarýnir og mælskulistarkennari.
| 2.328125
|
# Díonýsíos Þrax
Díonýsíos Þrax eða Díonýsíos Þrakverji (Διονύσιος ὁ Θρᾷξ) (170-90 f.Kr.) var forngrískur málfræðingur sem bjó og starfaði í Alexandríu í Egyptalandi og síðar á Ródos.
Fyrsta varðveitta ritið um gríska málfræði Málfræðin (Tékhnē grammatiké) er eignað honum. Ritið fjallar einkum um beygingarfræði en skortir umfjöllun um setningafræði. Díonýsíos skilgreinir málfræði í upphafi bókar sinnar sem „hagnýta þekkingu á almennri málnotkun skálda og rithöfunda“.
Ritið var þýtt á armenísku og sýrlensku á 1. og 2. öld.
| 2.921875
|
# Dísa
Dísa er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.109375
|
# Dísatoppur
Dísatoppur (fræðiheiti Lonicera rupicola var. syringantha) er runni af geitblaðsætt ættaður frá Kína og austurhluta Himalajafjalla.
Hann hefur lítið eitt verið reyndur á Íslandi.
| 2.515625
|
# Eftirskjálfti
Eftirskjálfti er jarðskjálftakippur sem kemur í kjölfar mikils upphafskipps í jarðskjálftum, en er oftast veikari en aðalkippurinn. Eftirskjálftar eru oftast margir eftir venjulegan jarðskjálfta, og missterkir.
| 2.71875
|
# Eftirsjá
Eftirsjá er vitsmunaleg og/eða tilfinningaleg óánægja vegna eigin athafna og hegðunar í fortíðinni. Fólk er oft fullt eftirsjár þegar það finnur til sorgar, skammar eða sektar í kjölfar athafnar eða athafna (eða athafnaleysis) sem það vildi seinna óska sér að það hefði ekki framkvæmt. Eftirsjá er ólík sektarkennd, sem er römm tilfinningarleg eftirsjá — sem getur verið erfitt að skilja á hlutlægan hátt. Á hinn bóginn vísat skömm yfirleitt til félagslegrar hliðar sektar eða eftirsjár sem á sér félagslegar og menningarlegar rætur öðru fremur og varðar fyrst og fremst heiður manns.
| 2.953125
|
# Eggaldin
Eggaldin (fræðiheiti: Solanum melongena) er einær jurt er getur náð yfir tveggja metra hæð. Hún er sennilega upprunnin á Indlandi en barst með aröbum til Miðjarðarhafslanda og er aldinið mjög vinsælt þar.
| 2.40625
|
# Eftirtáknun
Eftirtáknun er ritháttur í stærðfræði þar sem virki er ritaður á eftir þola. Eftirtáknun er gjarnan notuð í tölvunarfræði þar sem ekki þarf að taka tillit til framkvæmdaraðar reiknivirkja eða sviga, heldur er segð lesin frá vinstri til hægri og þarfnast því minna reikniafls.
Sem dæmi væri {\displaystyle 2+3} ritað sem {\displaystyle 2\ 3\ +} með eftirtáknun.
Eftirtáknun er að finna á sumum eldri reiknivélum eins og þeim frá framleiðandanum Hewlett-Packard.
## Tengill
- Tölvuorðasafn | Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók saman
| 3.34375
|
# Egedía
Egedía er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.203125
|
# Egg
Egg er okfruma ásamt næringarforða handa nýjum einstaklingi, innilukt í hýði eða skurn. Fóstrið þroskast innan í egginu og brýtur sig svo út úr því þegar dýrið er fært um að lifa af sjálft. Eggið verður til eftir frjóvgun eggfrumunnar. Flest hryggdýr (fyrir utan spendýr), liðdýr, og lindýr verpa eggjum.
Skriðdýr, fuglar, og nefdýr verpa eggjum á landi.
Stærsta egg sem fundist hefur var úr hvalháfi og var 30 cm langt. Stærstu fuglseggin finnast hjá strútum, minnstu fuglseggin finnast hjá kólibrífuglum.
| 2.953125
|
# Egg, Inc.
Egg, Inc is er tölvuleikur fyrir snjalltæki. Leikurinn sen er smellileikur er til á Android and iOS tæki. Markmið leiksins er að spilari reki eggjabú með sem mestum hagnaði.
Leikframvinda byggir á því að spilari smellir á rauðan hnapp með smámynd og útlínumynd af hænu. Þegar smellt er á hnappinn breytist hann í rauða slá. Þegar smellt er á slána þá er kjúklingasvermi er hleypt út úr útungunarstöð og kjúklingahópar fara á stjá en það þarf að hýsa þá, alla á heilnæmu fæði og hirða egg. Það sem fæst fyrir sölu eggja má svo nota til að bæta við búið og búa í haginn til framtíðar svo sem með að setja fé í rannsóknir sem auka verðmæti eggja og stytta framleiðslutíma. Einnig má auka gróða hæsnabúss með því að byggja verksmiðjubú með stærri hænsnahúsum og stærri sendiferðabílum til eggjaflutninga og reisa fleiri kornsíló.
Sumar rannsóknir eru greiddar með gulleggjum. Á nokkurra mínútna fresti keyrir hvítur sendibíll framhjá og afsetur pakka af peningum, því meiri eftir því sem búið er stærra og framleiðir verðmætari egg. Drónar eru á sveimi og ef smellt er á þá þá gefa þeir peninga og stöku sinnum gullegg. Þegar eggjabúið verður nógu verðmætt þá getur spilari uppfært og farið að framleiða og selja verðmætari egg.
Einn valkostur er orðstír (e. prestige). Ef það er valið þá endurstillist framgangan en með orðstír þá vinnast svokölluð sálaregg sem hvert um sig eykur hagnað býlisins um 10%.
Í leiknum eru ýmis konar egg og eru þau mismunandi og bætast fleiri tegundir við:
- mataregg (e. edible eggs)
- ofurfæðisegg (e. superfood egg)
- læknisegg (e. medical egg)
- eldflaugaregg (e. rocked fuel egg)
- ofurefnisegg (e. super material egg)
- samrunaegg (e. fusion egg)
- skammtaegg (e. quantum egg)
- ódáinsegg (e. immortality egg)
- tachyon ofurhraða egg (e. tahcyon egg)
- gravitonegg (e. graviton egg)
- dilithium orkukristalaegg (e. dilithium egg, dilithium voru orkukristallar í Starwar heiminum.)
- sjáanda egg (e. prodigy egg)
- jarðsköpunaregg (e. terraform egg)
| 2.90625
|
# Egg (matvæli)
Egg er okfruma ásamt næringarforða handa nýjum einstaklingi, innilukt í hýði eða skurn, og skiptist í eggjarauðu, sem er aðalnæring fósturvísisins, og eggjahvítu, sem hefur aðallega það hlutverk að verja rauðuna og fósturvísinn en inniheldur einnig næringu, einkum prótein.
Kvendýr ýmissa tegunda, bæði fugla, skriðdýra og froskdýra, verpa eggjum til þess að fjölga sér. Þau egg sem höfð eru til manneldis koma oftast frá alidýrum en þó er einnig nokkuð um að egg villtra dýra séu tínd og höfð til matar.
Flest ætileg egg, meðal annars fugla- og skjaldbökuegg eru samsett úr harðri ytri eggjaskurn, eggjahvítu, eggjarauðu og þunnum himnum sem skilja á milli hluta eggsins. Allir hlutar eggsinns eru ætilegir, þótt eggjaskurnin sé sjaldan höfð til matar. Hún er kalkauðug og fyrir kemur að hún er mulin í duft og höfð í mat.
Egg fugla eru algengur matur og koma egg, sem höfðu eru til manneldis, aðallega úr hænum, öndum og gæsum, en egg margra annarra fugla, bæði villtra og taminna, eru einnig borðuð. Strútsegg eru til dæmis höfð til matar í Afríku. Þau eru um 1,5 kg hvert og eru stærst allra eggja. Á Íslandi eru svartfuglsegg oft höfð til matar og seld í verslunum og einnig egg ýmissa annarra villtra fugla.
Nú á tímum koma langflest hænuegg af stórum búum þar sem varphænurnar eru hafðar í þröngum búrum en einnig er hægt að fá egg úr lausagönguhænum, sem eru þá ekki í búrum, heldur ganga lausar en þó inni í húsi, svo og úr hænum sem fá að ganga frjálsar og fara út. Langflest hænuegg sem seld eru í verslunum eru ófrjóvguð, enda er yfirleitt ekki hafður hani með hænunum á eggjabúum. Ef eggin eru frjóvguð getur ungi farið að myndast í þeim en það gerist þó ekki ef eggin eru geymd í kæli þar sem kælingin kemur í veg fyrir slíkt.
Egg eru matreidd á ýmsan hátt, linsoðin, harðsoðin, steikt, bökuð, og einnig notuð í ýmiss konar eggjarétti, kökur, eftirrétti, sósur og margt fleira. Einnig má borða þau hrá en þó er viss hætta á salmonellusýkingu fyrir hendi.
Egg eru fremur næringarrík; í rauðu úr meðalstóru hænueggi eru um 60 hitaeiningar en 15 í hvítunni. Eggjarauður innihalda A-, D- og E-vítamín en eru kólesterólauðugar og því er yfirleitt ekki mælt með því að borða mjög mikið af eggjum. Eggjahvítur eru aftur á móti nær fitulausar.
Egg eru borðuð allt árið en hafa frá fornu fari tengst páskum sérstaklega. Í mörgum löndum er aldalöng hefð fyrir því að mála og skreyta páskaegg á ýmsan hátt og sumstaðar eru eggin falin og börn látin leita að þeim.
Í íslensku er til gáta um egg: „Hvað er fullt hús matar sem engar dyr eru á?“. Sams konar gáta um „fullt hús drykkjar“ á við ber.
## Eggjakast
Þó svo að egg séu vanalega nýtt til matar er þeim stundum hent í hús, bíla og fólk. Slíkt athæfi flokkast sem veigalítið skemmdarverk. Eggjakast getur einnig skaðað eignir (eggjahvíta getur eyðilaggt sumar tegundir bílamálningar) og valdið meiðslum ef eggin lenda í augum manna. Á hrekkjavöku er hefð í sumum löndum fyrir því að börn fari á milli húsa og biðji um nammi, og þar sem þau fá ekkert er algengt að eggjum sé fleygt í hús. Í mótmælum vörubílstjóra árið 2008 hentu mótmælendur eggjum í íslenska lögreglumenn.
## Eggjaréttir
- Eggjabúðingur
- Eggjahræra
- Eggjakaka
- Hleypt egg
- Skoskt egg
- Soðið egg
- Soufflé
- Spælegg
- Vanillusósa
| 3.859375
|
# Fernand Léger
Joseph Fernand Henri Léger (4. febrúar 1881 - 17. ágúst 1955) var franskur myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Í fyrstu verkum sínum þróaði hann persónulegt form kúbisma (sem hann kallaði „túbisma“) sem hann breytti smám saman í myndrænni, alþýðilegri stíl. Sterk og einfölduð meðferð hans á nútímalegum viðfangsefnum hefur orðið til þess að litið er á hann sem fyrirrennara popplistar.
| 2.765625
|
# Fernaldia pandurata
Fernaldia pandurata (oft kallað loroco) er klifurplanta með ætum blómum sem er útbreidd í Mexíkó og Mið-Ameríku.
Plantan er mikilvæg fæða í El Salvador og Gvatemala. Blómknúpparnir og blómin eru notuð til matargerðar, m.a. í pupusas. „Loroco“-nafnið er notað um Fernaldia pandurata í Mesóameríku.
## Ytri tenglar
- Loroco in World Crops (Enska) Geymt 8 mars 2016 í Wayback Machine
| 2.5
|
# Fernando Arrabal
Fernando Arrabal Terán (f. 11. ágúst 1932) er spænskt leikskáld, kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Hann fæddist í spænsku útlendunni Melilla á norðurströnd Afríku en hefur búið og starfað í Frakklandi frá 1955. Hann stofnaði listamannahópinn Mouvement panique ásamt Alejandro Jodorowsky og Roland Topor árið 1962 undir áhrifum frá leikhúsi grimmdarinnar. Hann er oft nefndur sem eitt af höfuðskáldum leikhúss fáránleikans.
| 2.5625
|
# Fermíla
Fermíla er svæði að flatarmáli jafnt ferningi sem er 1 míla á hvern veg.
- 1 fermíla er sama og 2,5889 ferkílómetrar.
- 1 fermíla er sama og 640 ekrur
- 1 fermíla er sama og 258,88 hektarar.
- 1 fermíla er u.þ.b. 10 engjadagsláttur.
| 3.265625
|
# Fernando Collor de Mello
Fernando Affonso Collor de Mello (f. 12. ágúst 1949) er brasilískur stjórnmálamaður sem var forseti Brasilíu frá 15. mars 1990 til 29. desember 1992.
Collor de Mello er úr kunnri stjórnmála- og viðskiptafjölskyldu. Hann sat á fulltrúadeild brasilíska þingsins frá 1983 til 1987 og var síðan fylkisstjóri Alagoas. Árið 1989 bauð hann sig fram í forsetakosningum Brasilíu með stuðningi Þjóðlega endurreisnarflokksins (PRN) og vann sigur í annarri umferð á móti Luiz Inácio Lula da Silva, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Collor de Mello varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Brasilíu eftir endalok herforingjastjórnarinnar í landinu og jafnframt yngsti forsetinn í sögu landsins.
Collor de Mello sagði af sér eftir tæp þrjú ár í embætti til þess að forðast að vera kærður fyrir spillingu af öldungadeild þingsins. Varaforseti hans, Itamar Franco, tók við forsetaembættinu. Eftir afsögn hans var Collor dæmdur sekur og honum bannað að gegna opinberu embætti í átta ár (frá 1992 til 2000). Hann var síðar sýknaður af hæstarétti landsins.
Eftir sýknunina hélt Collor áfram þátttöku í stjórnmálum. Hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Alagoas árið 2006 og endurkjörinn árið 2015. Hann viðraði hugmyndir um forsetaframboð fyrir Kristilega verkamannaflokkinn árið 2018.
## Æska og uppvöxtur
Fernando Collor de Mello er af auðugri ætt viðskipta- og stjórnmálamanna frá Alagoas, fylki í norðausturhluta Brasilíu. Faðir hans, Arnon de Melo (1911-1983), var blaðamaður, lögfræðingur og viðskiptamaður sem var fylkisstjóri Alagoas frá 1951 til 1956 og öldungadeildarþingmaður frá 1963 til 1981. Móðir hans, Leda Collor (1916-1995), var dóttir ráðherra.
Árið 1976, eftir að hafa útskrifast úr hagfræðinámi við Háskólann í Brasilíu, var Fernando Collor kjörinn forseti knattspyrnufélags.
## Stjórnmálaferill
Árið 1987 var Collor de Mello kjörinn fylkisstjóri Alagoas. Hann lofaði því að láta fækka embættismönnum í fylkisstjórninni, sem hann uppnefndi „Maharajana“. Hann notaði sama slagorð í forsetaframboði sínu árið 1989.
### Forseti Brasilíu
Fernando Collor tók við af José Sarney sem forseti Brasilíu þann 15. mars 1990 eftir fyrstu lýðræðislegu kosningar landsins í 29 ár. Kosningaherferð Collors hafði mikla fjármuni á bak við sig og nauð jafnframt stuðnings sjónvarpsstöðvarinnar TV Globo. Andstæðingur Collors í forsetakosningunum var verkalýðsforinginn Luiz Inácio Lula da Silva, sem hafði skotið borgarastéttinni skelk í bringu með loforðum sínum um róttækar samfélagsumbætur og fráhvarf frá meðmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Collor var á þessum tíma kvæntur Rosane Collor, sem varð forsetafrú eftir embættistöku hans.
Kosningaherferð Collors var popúlísk og bar fyrirheit um frjálshyggju í efnahagsmálum. Forsetatíð Collors einkenndist af stefnunni pacote, sem var róttækasta hreinsunaraðgerð í sögu Brasilíu. Fyrirtæki voru einkavædd, reglur um kjaraviðræður voru felldar úr gildi, bankainnistæður voru gerðar upptækar tímabundið og framlög til velferðarmála voru skert. Atvinnuleysi jókst á þessum tíma, meðallaun lækkuðu og kreppuástand skapaðist í efnahag landsins.
Árið 1991 sakaði bróðir forsetans, Pedro Collor, hann um að hafa skipulagt kerfi pólitískra mútugreiðslna með aðkomu kosningastjóra síns, Paulo César Farias. Samkvæmt þessu átti forsetinn að hafa hlotið 70 % þeirra greiðslna sem fengust en Paulo César 30 %. Í forsetabústaðnum einum átti um 2,5 milljónum Bandaríkjadala að hafa verið varið í að setja upp tugi gervifossa, stöðuvatn og upphitaða 100 fermetra sundlaug. Eftir að lögreglan og þingið gerðu rannsókn sem leiddi líkur að sekt Collors kaus fulltrúadeild brasilíska þingsins þann 29. október 1992 með 441 atkvæðum gegn 38 að víkja Collor tímabundið úr embætti. Samkvæmt þessu þurfti Collor að víkja úr embætti í 180 daga á meðan varaforseti hans Itamar Franco, var settur í forsetaembætti.
Collor de Mello sagði af sér þann 29. desember 1992, daginn áður en öldungadeild þingsins hugðist halda þingfund til að skera úr um hvort ákæra yrði birt gegn honum. Franco varaforseti tók því við forsetaembætti það sem eftir var af kjörtímabilinu. Öldungadeildin gaf engu að síður út ákæru gegn Collor næsta dag og svipti hann rétti til að gegna opinberu embætti í átta ár vegna spillingar. Árið 1994 sýknaði Hæstiréttur Brasilíu Collor hins vegar og hann hlaut því pólitísk réttindi á ný.
### Öldungadeildarþingmaður
Árið 2006 var Collor de Mello kjörinn öldungadeildarþingmaður Alagoas. Hann tók við embættinu næsta ár og var endurkjörinn árið 2014. Árið 2016 kaus Collor með tillögu um að víkja Dilmu Rousseff forseta úr embætti.
Collor var ákærður í ágúst árið 2017 fyrir þátttöku í peningaþvætti. Hann var meðal annars sakaður um að hafa tekið við meira en 29 milljóna ríala mútugreiðslum frá Petrobras á tímabilinu 2010 til 2014.
Í febrúar árið 2018 tilkynnti Collor de Mello að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningum Brasilíu sama ár. Hann hætti við framboðið vegna lítils meðbyrs og studdi framboð Álvaro Dias.
Árið 2022 bauð Collor sig fram til fylkisstjóra Alagoas fyrir Brasilíska verkamannaflokkinn og lenti í þriðja sæti með 14,7 % greiddra atkvæða. Hann studdi Jair Bolsonaro á móti Luiz Inácio Lula da Silva í seinni umferð forsetakosninganna sem haldnar voru í lok október sama ár.
| 3.890625
|
# Fernando Arbex
Fernando Arbex (18. maí 1941 – 5. júlí 2003) var spænskur trommuleikari og lagahöfundur frá Madríd. Hann lék í bítlahljómsveitinni Los Brincos og stofnaði síðar hljómsveitina Barrabás sem átti alþjóðlega smellinn „Woman“ árið 1972. Samhliða hljómsveitarferlinum framleiddi hann og samdi lög fyrir tónlistarmenn á borð við Harry Belafonte, Nana Mouskouri, Rita Pavone og José Feliciano.
| 2.359375
|
# Fermíeind
Fermíeind (einnig kölluð oddskiptaeind) er öreind, sem hlítir einsetulögmáli Paulis og hefur ekki heiltöluspuna. Allt efni samanstendur af fermíeindum, þ.e.a.s. létteindum (eins og rafeindum) og kvörkum (sem nifteindir og róteindir eru gerðar úr). Eindir samsettar úr fermíeindum geta bæði verið fermíeindir (t.d. þungeindir) eða bóseindir (t.d. miðeindir).
| 2.96875
|
# Claude Dambury
Claude Dambury (fæddur 30. júlí 1971) er fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann spilaði 2 leiki með landsliðinu.
## Tölfræði
| Franska Gvæjana | Franska Gvæjana | Franska Gvæjana |
| Ár | Leikir | Mörk |
| --------------- | --------------- | --------------- |
| 2008 | 2 | 0 |
| Heild | 2 | 0 |
| 2.125
|
# Classical Philology
Classical Philology er fræðitímarit um fornfræði sem háskólaútgáfa Chicago-háskóla gefur út. Tímaritið var stofnað árið 1906. Áhersla er lögð á klassískar bókmenntir og klassíska textafræði en tímaritið birtir einnig greinar um fornaldarsögu, heimspeki, trúarbrögð og listasögu.
Classical Philology kemur út ársfjórðungslega.
## Tengill
- Vefsíða Classical Philology
| 2.328125
|
# Claude Shannon
Claude Elwood Shannon (30. apríl 1916 - 24. febrúar, 2001) hefur verið nefndur „faðir upplýsingakenningarinnar“, og var frumkvöðullinn á bak við nútíma rökrásagerð. Hann fæddist í Petoskey, Michigan og var fjarskyldur ættingi Thomas Edison. Á uppvaxtarárunum starfaði hann sem sendill fyrir Western Union.
## Lífsferill
Árið 1932 hóf Shannon nám við Michigan-háskóla, þar sem hann lærði meðal annars um verk George Boole. Hann útskrifaðist árið 1936 með tvær B.S. gráður, annars vegar í rafmagnsverkfræði og hins vegar í stærðfræði. Hann fluttist þá til MIT í framhaldsnám, þar sem hann vann við diffurgreinisvél Vannevar Bush, sem var hliðræn tölva.
Árið 1937 skrifaði hann mastersritgerð sína, A Symbolic Analysis of Relay and Switching Circuits, þar sem hann sannaði að booleísk algebra og tvíundarreikningur gætu nýst til einföldunar á röðun og skipulagi rafeindafræðilegra rofa (e. relay) sem voru á þeim dögum notaðar í samskiptabrautum símkerfa. Hann sneri svo þessari hugmynd sinni á hvolf og sýndi fram á það að mögulegt sé að nota sams konar rofa, raðað upp með ákveðnum hætti, til þess að leysa booleískar stæður. Þessi hugmynd - að nýta rafmagn til þess að reikna stærðfræði - er grunnurinn að öllum nútíma stafrænum tölvum, og þessi ritgerð varð grundvöllurinn fyrir stafrænar rafrásir eftir Seinni heimsstyrjöld.
Howard Gardner frá Harvard-háskóla kallaði ritgerð Shannons „hugsanlega mikilvægustu, en jafnframt frægustu, mastersritgerð aldarinnar“. Ritgerðin var gefin út í 1938 útgáfu blaðsins Transactions of the American Institute of Electrical Engineers, og árið 1940 fékk Shannon Alfred Noble American Institute of American Enginners Award verðlaunin.
Vegna þessarar velgengni lagði Vannevar Bush til að Shannon fylgdi sér í Cold Spring Harbor Laboratory til þess að þróa svipuð stærðfræðileg tengsl fyrir Mendelíska erfðafræði, sem leiddi af sér doktorsritgerð hans árið 1940 - Algebra fyrir erfðafræði. Shannon byrjaði þá að starfa hjá Bell Labs þar til að hann sneri aftur til MIT á 6. áratugnum.
Árið 1948 gaf Shannon út A Mathematical Theory of Communication, eða Stærðfræðileg samskiptakenning, sem síðar hefur verið nefnd einfaldlega Upplýsingakenningin. Ritgerðin beinist að vandamálinu um það hvernig skal setja saman við móttöku upplýsingar sem sendandi hefur sent frá sér. Þessi ritgerð nýtist við slembigreiningu og stór frávik, sem voru þá tiltölulega ný hugtök meðal stærðfræðinga. Shannon þróaði upplýsingaóreiðu sem mælieiningu á ofaukinn gagnaflaum, og útreiknanleiki óreiðu í upplýsingum kjarninn í öllum þjöppunarreikniritum.
Hann skrifaði síðar bók með Warren Weaver að nafni The Mathematical Theory of Communication, sem er stutt og aðgengileg útgáfa af fyrri ritgerð hans. Önnur grein sem hann gaf út 1949 var Samskiptakenning öryggiskerfa, mjög mikilvæg viðbót við dulmálsfræði. Hann er einnig kenndur við uppgötvun úrtökukenningarinnar.
Shannon var þekktur fyrir að vera mikill hugsuður; margir hafa staðhæft að hann hafi getað skrifað heilu ritgerðirnar eftir minni, villulaust. Hann var mjög sjaldan staðinn að verki við að skrifa hugmyndir og hugsannir á pappír eða töflu, heldur leysti hann flest vandamál í huganum. Utan við akademísk markmið hafði Shannon áhuga á hlutakasti, einhjólun, og skák. Hann fann einnig upp mörg tæki, m.a. skákvél, rakettuknúna pogo-stöng og trompet með innbyggðri eldvörpu. Hann kynntist konu sinni, Betty Shannon, þegar hún starfaði sem tölugreinir hjá Bell Labs.
Frá 1958 til 1978 var hann prófessor við Massachusetts tæknistofnuninni. Í minningu afreka hans voru margar sýningar á verkum hans árið 2001. Þrjár styttur af Shannon hafa verið reistar; ein við Michigan-háskóla, ein við Massachusetts tæknistofnunina, og ein við Bell Labs.
## Verðlaun, orður, gráður og nafnbætur
- Alfred Noble American Institute of American Engineers Award, 1940
- Morris Liebmann minningarverðlaunin, Institute of Radio Engineers, 1949
- Yale-háskóli (meistaragráða), 1954
- Stuart Ballantine orða Franklin stofnunarinnar, 1955
- Research Corporation verðlaunin, 1956
- Michigan-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1961
- Rice-háskóli heiðursorða, 1962
- Princeton-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1962
- Marvin J. Kelly verðlaunin, 1962
- Edinborgarháskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1964
- Pittsburgh-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1964
- Institute of Electrical and Electronics Engineers heiðursorða, 1966
- Bandaríska vísindaheiðursorðan, 1966, veitt af Lyndon B. Johnson, Forseta Bandaríkjanna
- Gullplötuverðlaun, 1967
- Northwestern-háskólinn, heiðursdoktorsnafnbót, 1970
- Harvey verðlaunin, Haifa, Israel, 1972
- Oxford-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1978
- Joseph Jacquard verðlaunin, 1978
- Harold Pender verðlaunin, 1978
- East Anglia-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1982
- Carnegie-Mellon-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1984
- Audio Engineering Society, Gullorða, 1985
- Kyoto verðlaunin, 1985
- Tufts-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1987
- Pennsylvania-háskóli, heiðursdoktorsnafnbót, 1991
- Eduard Rhein-verðlaunin, 1991
| 4.0625
|
# Claude Simon
Claude Simon (10. október 1913 – 6. júlí 2005) var franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1985.
## Ævi og störf
Claude Simon fæddist á Madagaskar árið 1913. Faðir hans var yfirmaður í franska hernum og féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann lagðist ungur í ferðalög um Evrópu þvera og endilanga og sér þess víða stað í verkum hans. Hann barðist í seinni heimsstyrjöldinni fyrir land sitt, varð stríðsfangi Þjóðverja en tókst að flýja og gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Meðan á styrjöldinni stóð hófst hann handa við að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem kom út að stríði loknu.
Margar af bókum Simon byggja á persónulegri reynslu hans, bæði í heimsstyrjöldinni og í spænsku borgarastyrjöldinni. Verk hans hafa verið skilgreind sem nýrómantík en þar má einnig finna áhrif frá samtíðarmönnum hans á borð við Marcel Proust og William Faulkner. Til dæmis má víða finna í verkum hans langar, óslitnar setningar sem teygja sig í frjálsu flæði jafnvel í margar blaðsíður.
Claude Simon var margoft orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum allt frá sjöunda áratugnum. Þau komu loks í hlut hans árið 1985.
| 3
|
# Claude Debussy
Claude Debussy (22. ágúst 1862 - 25. mars 1918) var franskt tónskáld á rómantíska tímabilinu.
## Ævi
Hann byrjaði að nema klassíska tónlist þegar hann var 9 ára og vöktu hæfileikar hans mikla athygli. Fékk Debussy inngöngu í Paris Conservatoire aðeins 11 ára gamall og þegar hann var 22 ára hélt hann til Rómar til frekara náms og var þar í tvö ár. Hann var undir miklum áhrifum frá síðrómantískum tónskáldum eins og Wagner og einkennust tónverk Debussy af rómantískum og jafnframt dramatískum blæ.
Upp úr 1890 gaf hann út lagasafnið „The Suite Bergmansque“ sem inniheldur meðal annars lagið „Clair de Lune“. Margir segja að Clair de Lune sé sannkallað meistaraverk, fallegt og töfrandi. Verkið byrjar einfalt, eins og að sólin sé að setjast og máninn að koma upp, skínandi í allri sinni dýrð. Það er eins og tunglið sé að berjast við skýin um að sjást, um að komast fram og lýsa á jörðina og svo í lokin kemur mjög svipaður kafli og í byrjun, sólin er að koma upp og tunglið að hverfa af sviðsljósinu og deyja. Clair de lune þýðir Skýrt tunglskin eða hreint tungl.
Debussy samdi „Children’s Corner Suite“ árið 1909 sem hann tileinkaði dóttur sinni og inniheldur það rómantísk og dramatísk verk auk nokkurra skemmtilegra verka eins og „Golliwogg’s Cake-Walk“, sem margir píanóleikarar hafa spreytt sig á að spila. Verkið er hratt og fjörugt og ber sömu einkenni og lag sem leikið hefur verið í fjölleikahúsi.
Á árunum 1913-1915 gaf hann út ýmis verk, balletta, sónatínur, Etýður og verk fyrir hljómsveit. Öll verk hans einkenndust af miklu drama og rómantík eða þá voru þau í léttari kanntinum, fjörug og hröð. Debussy skipti skyndilega um stíl og síðustu sónatínurnr sem hann samdi voru líkari fyrri verkum sínum, tærari, einfaldari.
Claude Debussy lést 25. mars 1918 af völdum krabbameins. Það var mikið uppþot í Frakklandi á þessum tíma og var ekki mögulegt að minnast hans með hefðbundinni útför.
Claude Debussy er enn þekktur fyrir að hafa verið innblástur í mörg tónskáld 20. aldarinnar. Lög hans áttu engin sín lík á þessum tíma og 20. aldar tónlist átti eftir að taka meira mið af því hvernig lögin hans voru. Það sem einkennir tónlist Debussy fram yfir hefðbundna evrópska tónlist framan af var meðal annars það hvernig hann notaðist við pedalinn á píanóinu, mun dreifðari og frjálsari og gefur það verkum hans sérstakann blæ og hvernig brotnir hljómar úr mismunandi tónstigum var blandað saman og mynduðu exótíska hljóma sem pössuðu saman þrátt fyrir andstæður sínar.
Flestir píanóleikarar kynnast verkum hans fyrr eða síðar en auðvitað hafa verk hans verið útsett fyrir nánast öll möguleg hljóðfæri, auk þess sem hann samdi balletta, sinfóníur og óperur. Frægasta verk hans er sennilega Clair de Lune sem hefur meðal annars prýtt kvikmyndir eins og Ocean’s Eleven og Dog Soldiers.
| 3.90625
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.