text
stringlengths 11
395k
| edu_score
float64 0.4
4.44
|
|---|---|
# Claude Perrault
Claude Perrault (25. september 1613 — 9. október 1688) var franskur arkitekt sem er einna þekktastur fyrir að hafa hannað austurvæng Louvre-hallar í París sem hafði gríðarleg áhrif á byggingarlist nýklassíska tímans.
Hann var bróðir rithöfundarins Charles Perrault sem samdi eða endursagði mörg af þekktustu ævintýrum heims.
| 2.421875
|
# Claude af Bretagne
Claude af Bretagne og Frakklandi (14. október 1499 – 20. júlí 1524) var drottning Frakklands og hertogaynja af Bretagne á 16. öld.
Claude var dóttir Loðvíks 12. Frakkakonungs og Önnu hertogaynju af Bretagne. Af fjórtán börnum sem móðir hennar ól í hjónaböndum með tveimur konungum Frakklands lifðu aðeins tvær dætur og var Claude sú eldri. Hún erfði því hertogadæmið Bretagne eftir móður sína. Konur gátu hins vegar ekki erft frönsku krúnuna. Anna vildi viðhalda sjálfstæði Bretagne gagnvart Frakklandi og samdi þess vegna um trúlofun hennar og Karls af Lúxemborg (síðar Karls 1. Spánarkonungs og Karls 5. keisara), þegar þau voru fárra ára gömul. Loðvík var þó ósáttur við það og trúlofuninni var fljótlega slitið. Þess í stað var hún árið 1506 heitin Frans hertoga af Angoulême, sem var erfingi frönsku krúnunnar ef Loðvík eignaðist ekki son.
Anna móðir hennar var þó mjög mótfallin hjónabandi þeirra því að hún vissi að ef Claude og Frans eignðust saman son sem erfa mundi bæði frönsku krúnuna og hertogadæmið Bretagne þýddi það endalok sjálfstæðis Bretagne. Það var því ekki fyrr en eftir lát hennar, snemma árs 1514, sem þau Claude og Frans giftust og var brúðkaup þeirra haldið 18. maí um vorið. Loðvík faðir Claude giftist aftur um haustið ungri konu, Maríu Tudor, en dó innan við þremur mánuðum síðar og þar sem María var ekki þunguð varð Frans þegar konungur og Claude drottning.
María sneri aftur til Englands en tvær konur úr fylgdarliði hennar, systurnar Mary og Anne Boleyn, urðu hirðmeyjar Claude. Mary varð um tíma ástkona konungsins, ein af mörgum, en Anna var túlkur fyrir Claude þegar enskir gestir komu til hirðarinnar. Annars var Claude drottning, sem var smávaxin með slæma hryggskekkju og herðakistil, lítt áberandi við hirðina og féll algjörlega í skugga tengdamóður sinnar Lovísu af Savoy, og mágkonu sinnar, systur Frans, Margrétar drottningar af Navarra, sem báðar voru afburðagáfaðar og glæsilegar.
Claude var auk þess nær stöðugt þunguð og eignaðist barn á hverju ári. Þegar hún dó, 24 ára að aldri, hafði hún fætt manni sínum sjö börn. Fimm þeirra komust upp: Frans krónprins, sem dó 18 ára, Hinrik 2. Frakkakonungur, Magdalena, sem giftist Jakobi 5. Skotakonungi en dó úr berklum eftir hálfs árs hjónaband, tæplega 17 ára að aldri, Karl hertogi af Orléans, sem dó 23 ára, og Margrét, sem giftist Emmanúel Filibert hertoga af Savoy.
Þegar Claude lést erfði Frans sonur hennar hertogadæmið Bretagne og það gekk síðan til Hinriks bróður hans. Þegar Frans 1. dó 1547 og Hinrik varð konungur sameinaðist Bretagne Frakklandi.
| 3.875
|
# Claude Henri de Rouvroy, Comte de Saint-Simon
Claude Henri de Rouvroy, comte de Saint-Simon (17. október 1760 - 19. maí 1825), oftast nefndur Henri de Saint-Simon var franskur stjórnmálamaður, athafnamaður og hugsuður sem hafði veruleg áhrif á stjórnmál, hagfræði, félagsfræði og vísindaheimspeki. Hann er upphafsmaður hugmyndafræði „Saint-Simonisma“, sem hafði mikil áhrif á marga sósíalíska og frjálslynda hugsuði 19 aldar. Saint-Simon er talinn vera einn fyrstur til að greina iðnbyltinguna sem gekk yfir á árunum 1780-1840.
Hugmyndaleg viðurkenning Saint-Simons á víðtæku-efnahagslegu framlagi, og uppljómun hans á vísindalegri þekkingu, veittu fljótlega innblástur og áhrif á útópískan sósíalisma, Frjálslynda stjórnmálafræðinginn John Stuart Mill, anarkisma í gegnum stofnandann Pierre-Joseph Proudhon sem fékk innblástur af hugsun Saint-Simon og marxisma þar sem Karl Marx og Friedrich Engels sögðu Saint-Simon vera innblástur af hugmyndum sínum og flokkuðu hann meðal útópískra sósíalista. Skoðanir Saint-Simon höfðu einnig áhrif á 20. aldar félagsfræðinginn og hagfræðinginn Thorstein Veblen, þar á meðal stofnanahagfræði sem Veblen skapaði, en hún hefur haft áberandi hagfræðinga sem fylgismenn.
## Ævi og störf
### Fyrri ár
Saint-Simon fæddist í París sem franskur aðalsmaður. Frændi afa hans var Louis de Rouvroy næst síðasti hertoginn af Saint-Simon. Þegar hann var ungur maður, með eirðarlausan geðslag fór hann til Ameríku þar sem hann gekk í bandaríska þjónustu og tók þátt í umsátri um Yorktown undir stjórn Washington hershöfðingja.
Í Bandaríska frelsisstríðinu gekk Saint-Simon til liðs við Bandaríkjamenn og taldi að byltingin þeirra merkti upphaf nýs tímabils. Hann barðist við hlið Marquis de Layfayette milli 1779 og 1783 og var fangelsaður af breskum hersveitum. Eftir að hann var látinn laus sneri hann aftur til Frakklands til að læra verkfræði og vatnafræði við Ecole de Méziéres.
Í upphafi frönsku byltingarinnar árið 1789 samþykkti Saint-Simon fljótt byltingarkenndar hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Á fyrstu árum byltingarinnar helgaði Saint-Simon sig því að skipuleggja stórt iðnaðarmannvirki til að stofna vísindaskóla umbóta. Hann þurfti að afla fjár til að ná markmiðum sínum, sem hann gerði með vangaveltum um land. Þetta var aðeins mögulegt á fyrstu árum byltingarinnar vegna vaxandi óstöðugleika stjórnmálaástandsins í Frakklandi, sem kom í veg fyrir að hann gæti haldið áfram fjármálastarfsemi sinni og setti líf hans í hættu. Saint-Simon og Talleyrand ætluðu að græða í Ógnarstjórninni með því að kaupa Maríukirkjuna í Notre Dame, rífa málminn úr þaki kirkjunnar og selja málminn sem rusl. Saint-Simon var fangelsaður vegna gruns um að hafa tekið þátt í gagnbyltingaraðgerðum. Hann var látinn laus árið 1794 í lok ógnarstjórnarinnar. Eftir að hann endurheimti frelsi sitt var Saint-Simon gríðarlega ríkur vegna gengisfalls, en auðæfum hans var í kjölfarið stolið af viðskiptafélaga hans. Eftir það ákvað hann að helga sig stjórnmálafræði og rannsóknum. Eftir stofnun École polytechnique árið 1794, skóli sem stofnaður var til að þjálfa unga menn í listum vísinda og iðnaðar sem styrktur var af ríkinu, tók Saint-Simon þátt í nýja skólanum.
### Seinni ár
Þegar hann var tæplega fertugur fór hann í gegnum fjölbreytt nám og tilraunir til að stækka og skýra sýn sína á hlutina. Ein af þessum tilraunum var óhamingjusamt hjónaband árið 1801 með Alexandrine-Sophie Goury de Champgrand, en hann gekk í hjónabandið svo hann gæti haft bókmenntastofu. Eftir eitt ár var hjónabandinu slitið. Niðurstaða tilrauna hans var sú að hann varð afar fátækur og lifði í fátækt það sem eftir var ævinnar. Fyrsta af fjölmörgum ritum hans, aðallega vísindaleg og pólitísk, var Lettres d'un habitant de Genéve, sem komu út árið 1802. Í þessu fyrsta verki kallaði hann eftir stofnun vísindatrú með Isaac Newton sem dýrling. um 1814 skrifaði hann ritgerðina „Um endurreisn evrópska samfélagsins“ og sendi hana til Vínarþingsins. Hann lagði til evrópskt konungsríki sem byggði á Frakklandi og Bretlandi.
### Dauði og arfleifð
Þann 9. mars 1823, vegna lítilla áhrifa skrifa sinna á samfélagið (hann hafði vonað að þær myndu leiða samfélagið í átt að félagslegum framförum), reyndi hann sjálfsmorð. Á ótrúlegan hátt mistókst tilraun hans þrátt fyrir að hafa skotið sig sex sinnum og missti hann aðeins sjónina á öðru auga.
Að lokum mjög seint á ferlinum starfaði hann með nokkrum áköfum lærisveinum. Síðasta og mikilvægasta tjáning skoðana hans er Nouveau Christianisme (1825), sem hann lét ólokið.
Hann var grafinn í Le Pére Lachaise kirkjugarðinum í París, Frakklandi.
## Hugmyndir um efnahagsmál
### Iðnhyggja
Saint-Simonismi var kristinn sósíalismi sem gekk út á að stétt upplýstra heimspekinga, vísindamanna og verkfræðinga ættu að leiða iðnvæðingu samfélagsins og stýra því til velsældar fyrir alþýðuna. Hann taldi að forsenda þess að efnahagslífið og samfélagið væru skilvirkt og sköpuðu velsæld þyrfti að viðurkenna iðnaðarstéttina og uppfylla þarfir hennar. Saint-Simon taldi ekki aðeins iðnverkamenn til iðnaðarstéttarinnar, heldur alla sem tóku þátt í vinnu sem gagnaðist samfélaginu, þar með talið fólki í þjónustu, verslun og fjármálum, stjórnendum, vísindamönnum. Öll vinna sem gagnaðist samfélaginu skapaði virðisauka, ekki aðeins líkamleg vinna sem skapaði efnislega hluti.
Saint-Simonismi kenndi að það væri „náttúrulegt stig í félagslegri þróun“, samfelld stig samfélagsbreytinga samstanda af öldum af fastmótuðum hugmyndum, venjum og fastmótaðri stjórnskipun sem fylgdi „öldum af umbreytingu“.
Saint-Simon hélt því fram að kapítalismi einkenndist af sóun og óhagkvæmni, sem birtist í því að honum mistækist hrapallega að þroska og nýta færni og greind vinnuaflsins. Mannlegri afkastagetu væri sóað með óeðlilega löngum vinnudögum, vannæringu ásamt menningar- og menntunarskorti. Niðurstöður sínar byggði Saint-Simon á frönsku samfélagi. Hann hélt því fram að alvarlegasta vandamálið sem franskt samfélag stæði frammi fyrir væru óhófleg áhrif aðalsins og útgjöld til hersins. Uppihald hers og aðals var á kostnað iðnaðarstéttarinnar, bæði verkamanna, kapítalíska vinnuveitenda þeirra, menntamenn, vísindamenn og listamenn. Fyrir Saint-Simon krafðist hagkvæmni í hagkerfinu samþjappaðri ákvarðanatöku í höndum upplýstrar (og vel launaðri) elítu.
Það helsta sem stóð í vegi iðnaðarstéttarinnar var önnur stétt sem hann nefndi iðjuleysisstéttina, sem var samsett úr fólki sem hafði getu og hæfni, en kaus frekar að lifa sem sníkjudýr og njóta góðs af vinnu annarra. Hann taldi hvata sníkjustarfsemi iðjuleysisstéttarinnar liggja í því sem hann taldi vera náttúrulega leti mannkyns. Hann taldi að meginhlutverk stjórnvalda í efnahagsmálum væri að tryggja að framleiðslustarfsemi í hagkerfinu væri óhindruð og að draga úr iðjuleysi.
### Lénsveldi og Aðalsveldi
Í andstöðu við léns- og hernaðarkerfið þar sem fyrri þáttur þess hafði verið styrktur með endurreisninni, talaði Saint-Simon fyrir form af tæknikratískum sósíalisma, fyrirkomulagi þar sem iðnjöfrarnir ættu að stjórna samfélaginu, svipað og heimspekingakonungurinn eftir Platon. Í stað kirkjunnar ætti andleg stefna samfélagsins að falla undir vísindamennina. Menn sem eru hæfir til að skipuleggja samfélagið fyrir afkastamikið vinnuafl eiga rétt á að stjórna því. Átökin milli vinnu og fjármagns sem síðari tíma sósíalismi lagði áherslu á er ekki til staðar í verkum Saint-Simon, en gert er ráð fyrir að iðnjöfrarnir, sem yfirstjórn framleiðslunnar á að falla undir, skuli ráða í þágu samfélagsins. Síðar fær málstaður hinna fátæku meiri athygli þar til í hans besta verki, Nouveau Christianisme (Hin nýja kristni), tekur það sig nýja mynd trúar. Þessi þróun hugmynda hans olli síðustu deilum hans við Comte.
| 3.9375
|
# Claude Joseph Rouget de Lisle
Claude Joseph Rouget de Lisle (10. maí 1760 – 26. júní 1836) var franskur tónlistarmaður og tónskáld einkum þekktur fyrir að hafa samið La Marseillaise, þjóðsöng Frakklands.
Rouget de Lisle, sem var sonur lögfræðings, naut góðra uppeldisskilyrða og sýndi fljótt hæfileika fyrir kvæðasmíðar og tónlist.
Hann innritaðist í í franska herinn og 1784 hlaut hann stöðu liðsforingja og 1789 stöðu kapteins.
24. apríl 1792, þar sem hann dvaldist í virki í Strassborg samdi hann sitt allra frægasta verk, La Marseillaise.
Rouget de Lisle var hlynntur konungdæminu og neitaði að sverja eið við hina nýju stjórnarskrá. Fyrir það var hann sviptur sínum titli og honum hent í fangelsi.
Við Quiberon særðist hann í baráttunni gegn útflytjendunum og hætti eftir það í hernum.
Á keisaratímabilinu og restauration-tímanum naut hann ekki mikillar velþóknunar sem höfundur la Marseillaise og dró fram lífið af tónsmíðum, að búa til óperutexta og lirískum kvæðum án mikils listræns verðleika. Árið 1830 veitti Loðvík Filippus honum eftirlaun. Að honum látnum 24. april 1892, á hundrað ára afmæli La Marseillaise, var síðan afhjúpað minnismerki um hann í Choisy-le-Roi þer sem hann bjó síðustu árin og dó.
| 3.109375
|
# Claude Monet
Claude Monet (14. nóvember 1840 – 6. desember 1926) var franskur listmálari sem er einn af upphafsmönnum impressjónismans; listastefnu sem kom upp meðal listamanna í París á síðari hluta 19. aldar. Hann fékkst fyrst og fremst við landslagsmálverk sem hann málaði undir berum himni.
Monet var giftur Camille Doncieux og áttu þau synina Jean og Michel. Eftir dauða Camille árið 1879 fór Monet að búa hjá Alice Hochedé sem sjálf átti 6 börn. Þegar fréttir bárust af dauða Ernest Hochedé 1892 gátu Alice og Monet loksins gift sig. Þau bjuggu í bænum Giverny en í garðinum þar málaði Monet margar frægustu myndir sínar.
| 3.0625
|
# David Kaufman
David Kaufman (f. 1961) er bandarískur leikari.
| 1.125
|
# David Lean
David Lean (fæddur 25. mars 1908 í Croydon á Englandi; látinn 16. apríl 1991 í London) var enskur kvikmyndaleikstjóri. Hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir Brúna yfir Kwai-fljót (1957) og Arabíu-Lawrence (1962).
Árið 1984 var hann sleginn til riddara af reglu breska heimsveldisins.
## Kvikmyndir
- Undir gunnfána (In Which We Serve, 1942)
- Þetta heillakyn (This Happy Breed, 1944)
- Frá Furðuströndum (Blithe Spirit, 1945)
- Stutt kynni (Brief Encounter, 1945)
- Glæstar vonir (Great Expectations, 1946)
- Oliver Twist (1948)
- Ástríðufull vinátta (The Passionate Friends, 1949)
- Madeleine (1950)
- Ósýnilegi veggurinn (The Sound Barrier, 1952)
- Tengdasynir óskast (Hobson's Choice, 1954)
- Sumar (Summertime, 1955)
- Brúin yfir Kwai (The Bridge on the River Kwai, 1957)
- Arabíu-Lawrence (Lawrence of Arabia, 1962)
- Doktor Sívagó (Doctor Zhivago, 1965)
- Dóttir Ryans (Ryan's Daughter, 1970)
- Ferðin til Indlands (A Passage to India, 1984)
| 2.84375
|
# David Malcolm Lewis
David Malcolm Lewis (7. júní 1928 í London á Englandi – 12. júlí 1994 í Oxford á Englandi) var enskur fornfræðingur og prófessor í fornaldarsögu við Oxford-háskóla.
Hann nam fornfræði við Corpus Christi College í Oxford (MA) og Princeton-háskóla (Ph.D.). Hann var rannsóknarfélagi á Corpus Christi College 1954-1955, kenndi fornfræði og fornaldarsögu á Christ Church í Oxford 1955-1985 og var prófessor í fornaldarsögu við Oxford-háskóla 1985-1994.
## Helstu ritverk
### Bækur
- Greek Historical Inscriptions (1969) (ásamt Russell Meiggs)
- Sparta and Persia (1977)
- The Jews of Oxford (1992)
- Selected Papers in Greek and Near Eastern History (1997)
- The Decrees of the Greek States (2004) (ásamt P.J. Rhodes)
### Ritstjórn
- Cambridge Ancient History, vol. IV (1988)
- Cambridge Ancient History, vol. V (1992)
- Cambridge Ancient History, vol. VI (1994)
| 2.46875
|
# David Kaplan
David Benjamin Kaplan (fæddur 1933) er bandarískur heimspekingur og rökfræðingur og prófessor við UCLA. Hann er einkum þekktur fyrir verk sitt um tilvísunarfornöfn, forsetningar og tilvísun í ógagnsæju (íbyggnu) samhengi.
Megináhugasvið hans í heimspeki eru rökfræði, heimspekileg rökfræði, háttarökfræði, málspeki, frumspeki og þekkingarfræði.
David Kaplan hlaut Ph.D. gráðu í heimspeki frá UCLA árið 1964, þar sem hann var nemandi Rudolfs Carnap. Á mótunarárum hans í heimspeki var hann undir áhrifum frá mikilvægum rökgreiningarheimspekingum við UCLA, svo sem Alonzo Church og Richard Montague.
Kaplan kennir venjulega árlegt námskeið fyrir lengra komna í málspeki við UCLA og einblínir á verk Gottlobs Frege, Bertrands Russell eða P.F. Strawsons. Líflegir fyrirlestrar hans snúast oft um efnisgreinar frá grein Russells „Um tilvísun“ eða grein Freges „Skilningur og merking“.
## Helstu rit
- „Quantifying In“ Synthese, XIX (1968).
- „Bob and Carol and Ted and Alice“ í Approaches to Natural Language, J. Hintikka o.fl. (ritstj.) (Reidel, 1973).
- „How to Russell a Frege-Church“ í The Journal of Philosophy, LXXII (1975).
- „Demonstratives“ og „Afterthoughts“ í Themes From Kaplan, Almog o.fl. (ritstj.) (Oxford, 1989).
- „Words“ í The Aristotelian Society Supplementary Volume, LXIV (1990).
- „A Problem in Possible World Semantics“ í Modality, Morality, and Belief, W. Sinnott-Armstrong o.fl. (ritstj.) (Cambridge, 1995).
## Tengill
- Heimasíða Kaplans Geymt 28 maí 2005 í Wayback Machine
| 3.109375
|
# David Lodge
David Lodge (fæddur 28. janúar 1935 í London á Englandi; d. 1. janúar 2025) var breskur rithöfundur og prófessor í bókmenntafræði við háskólann í Birmingham. Bækur hans eru gjarnan gamansögur með akademískum undirtóni. Ein skáldsaga hans hefur verið þýdd á íslensku undir nafninu Lítill heimur.
## Skáldsögur
- The Picturegoers — 1960
- Ginger You're Barmy — 1962
- The British Museum Is Falling Down — 1965
- Out of the Shelter — 1970
- Changing Places — 1975
- How Far Can You Go? (í Bandaríkjunum: Souls and Bodies) — 1980
- Small World: An Academic Romance — 1984, þýdd á íslensku sem Lítill heimur
- Nice Work — 1988
- Paradise News — 1991
- Therapy — 1995
- The Man Who Wouldn't Get Up: And Other Stories — 1998
- Home Truths: A Novella — 1999
- Thinks ... — 2001
- Author, Author — 2004
| 2.796875
|
# David Livingstone
David Livingstone (19. mars 1813 – 1. maí 1873) var skoskur landkönnuður og trúboði sem var uppi á Viktoríutímabilinu. Hans er einkum minnst fyrir könnun Sambesí og fund Viktoríufossa og fund hans með Henry Morton Stanley við Tanganjikavatn árið 1871. Þá var Livingstone í síðasta leiðangri sínum að rannsaka upptök Hvítu Nílar sem hann áleit jafnvel vera í Tanganjika eða Lualaba, sem í raun er upptök Kongófljóts.
Livingstone var hatrammur andstæðingur þrælasölu og þeirra grimmdarlegu þrælaveiða sem arabar frá Egyptalandi, Sansibar og Persíu stunduðu í Austur-Afríku á tímum leiðangra hans. Dagbækur hans og bréfasafn sem Stanley flutti til London eftir fund þeirra í bænum Ujiji við Tanganjikavatn áttu mikinn þátt í því að Bretar settu þrýsting á bandamenn sína í þessum löndum að banna þrælasölu með öllu.
| 3
|
# David Krumholtz
David Krumholtz (fæddur 15. maí 1978) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika Charlie Epps í sjónvarpsþættinum Numb3rs.
## Einkalíf
Krumholtz fæddist í Queens í New York og ólst upp í gyðinga „verkamannafjölskyldu“ . Móðir hans flutti frá Ungverjalandi til Bandaríkjanna árið 1956. Krumholtz stundaði nám við New York háskólann.
Krumholtz giftist leikkonunni Vanessa Britting í maí, 2010. Seth Rogen og Jay Baruchel voru svaramenn hans. Meðal gesta í brúðkaupinu voru samleikarar hans úr Numb3rs, Rob Morrow, Judd Hirsch og Peter MacNicol.
## Ferill
### Leikhús
Krumholtz byrjaði feril sinn þegar hann var þrettán ára þegar hann fylgdi vinum sínum í opið áheyrnarpróf við Broadway-leikritið Conversations with My Father (1992). Þó að hann hélt að hann fengi ekki hlutverkið fékk hann hlutverk hins unga Charlie á móti Judd Hirsch, Tony Shalhoub og Jason Biggs.
### Sjónvarp
Árið 1994, þá 16 ára, lék Krumholtz í fyrstu sjónvarpsmynd sinni Monty, með Henry Winkler. Aðeins nokkrir þættir voru sýndir. Krumholtz kom fram í nokkrum sjónvarpsseríum sem lifðu stutt. Meðfram því þá fékk hann tækifæri að leika með Jason Bateman (Chicago Sons), Tom Selleck (The Closer), Jon Cryer (The Trouble with Normal) og Rob Lowe (The Lyon's Den).
Krumholtz hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, Law & Order, Undeclared, Lucky og Freaks and Geeks.
Í Numb3rs þá lék hann Charlie Eppes, stærðfræðisnilling sem hjálpar bróður sínum Don (Rob Morrow), sem er FBI alríkisfulltrúi, með því að nota stærðfræði til þess að leysa hina ýmsu glæpi. Samkvæmt sjónvarps gagnrýnandanum Matt Roush (TV Guide) þá var vinna Krumholtz's við Numb3rs „hugsanlega besta sjónvarpshlutverk hans til dags“.
### Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Krumholtz var í Life With Mikey (1993) á móti Michael J. Fox og Addams Family Values (1993) á móti Christina Ricci. Þó að hann hafi fengið jákvæða gagnrýni fyrir leik sinni í þessum myndum er David þekktastur hjá börnum fyrir að leika álfinn Bernard í The Santa Clause (1994) og í framhaldsmyndinni The Santa Clause 2: The Mrs Clause en vegna samninga þá gat hann ekki verið í þriðju myndinni.
Krumholts tókst að brjótast út úr barnamyndunum með The Ice Storm frá 1997, leikstýrt af Ang Lee og Slums of Beverly Hills frá 1998, með Alan Arkin og Natasha Lyonne. Árið 1999, þá lék David í unglingamyndinni 10 Things I Hate about You með Joseph Gordon-Levitt, Julia Stiles, og Heath Ledger. Sama ár lék hann allt aðra persónu — Yussel, ungan gyðing með erfiðleika í Liberty Heights.
Hefur Kromholtz komið síðan fram í kvikmyndum á borð við The Mexican, Harold and Kumar Go To White Castle, Bobby og Superbad.
## Kvikmyndir og sjónvarp
| Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir |
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| ---------- | ----------------------------------------- | ------------------------------------ | -------------------------------------- |
| 1993 | Life with Mikey | Barry Corman | |
| 1993 | Addams Family Values | Joel Glicker | |
| 1994 | The Santa Clause | Bernard the Elf | |
| 1997 | Justice League of America | Martin | Sjónvarpsmynd |
| 1997 | The Ice Storm | Francis Davenport | |
| 1998 | Slums of Beverly Hills | Ben Abromowitz | |
| 1999 | 10 Things I Hate About You | Michael | |
| 1999 | Liberty Heights | Yussel | |
| 2000 | How to Kill Your Neighbor´s Dog | Brian Sellars | |
| 2001 | The Mexican | Beck | |
| 2001 | Sidewalks of New York | Ben | |
| 2001 | Two Can Play That Game | Jason | |
| 2001 | According to Spencer | Ezra | |
| 2002 | Big Shot: Confessions of a Campus Bookie | Benny Silman | Sjónvarpsmynd |
| 2002 | You Stupid Man | Owen | |
| 2002 | The Santa Claus 2 | Bernard the Arch-Elf | |
| 2002 | Cheats | Evan Rosengarden | |
| 2003 | Scorched | Max | |
| 2003 | Kill the Poor | Joe Peltz | |
| 2003 | Sick in the Head | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
| 2004 | Looking for Kitty | Abe Fiannico | |
| 2004 | Harold & Kumar Go to White Castle | Goldstein | |
| 2004 | Ray | Milt Shaw | |
| 2005 | Guess Who | Jerry MacNamara | óskráður á lista |
| 2005 | My Suicidal Sweetheart | Max | |
| 2005 | Serenity | Herra heimur | |
| 2006 | American Storage | Kurt | Stuttmynd |
| 2006 | The Nail | Daniel | Stuttmynd |
| 2006 | Bobby | Agent Phil | |
| 2006 | Tenacious D in The Pick of Destiny | Frat boy 2 | Óskráður á lista |
| 2007 | Live! | Rex | |
| 2007 | Superbad | Benji Austin | |
| 2007 | Terra | Terrian Commander | Talaði inn á |
| 2007 | Walk Hard: The Dewey Cox Story | Schwartzberg | |
| 2008 | Demption | Rannsóknarlögreglan Joseph Schneider | Stuttmynd |
| 2008 | Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay | Goldstein | |
| 2009 | I Love You, Man | Vinur Sydney´s nr. 3 | Óskráður á lista |
| 2011 | Mr. Popper´s Penguins | Kent | |
| 2011 | Never Before Seen Phone Commercial | Eiginmaður | |
| 2011 | A Very Harold and Kumar 3D Christmas | Goldstein | |
| Sjónvarp | | | |
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 1993 | Law & Order | Scotty Fisher | Þáttur: Sweeps |
| ? | Monty | David Richardson | Sjónvarpssería |
| 1995 | Pig Sty | Timmy | Þáttur: Tess Makes the Man |
| 1997 | Chicago Sons | Billy Kulchak | 2 þættir |
| 1997 | Union Square | Russell | 2 þættir |
| 1998 | The Closer | Bruno Verma | 10 þættir |
| 2000 | Freaks and Geeks | Barry Schweiber | Þáttur: Nothing and Moshing |
| 2000-2001 | The Trouble with Normal | Bob Wexler | 13 þættir |
| 2000-2002 | ER | Paul Sobriki | 3 þættir |
| 2001-2002 | Undeclared | Greg | 2 þættir |
| 2003 | Lucky | Tony | Þáttur: Savant |
| 2003 | The Lyon´s Den | Jeff Fineman | 6 þættir |
| 2007 | Wainy Days | Ortez | Þáttur: Tough Guy Stutt sjónvarpssería |
| 2005-2010 | Numb3rs | Charlie Eppes | 119 þættir |
| 2010 | Law & Order: Special Victims Unit | Dr. Vincent Prochik | Þáttur: Wet |
| 2011 | Marcy | Fulltrúinn Rose | Þáttur: Marcy Does an Agent |
| 2011-2012 | The Playboy Club | Billy Rosen | 5 þættir |
### Leikstjóri
- Big Breaks Stuttmynd frá 2009
### Handritshöfundur
- Big Breaks Stuttmynd frá 2009
### Framleiðandi
- Big Breaks sem aðstoðarframleiðandi
- Demption sem aðalframleiðandi
## Leikhús
| - Conversations With My Father (1992-1993) – Ungur Charlie (Royale Theatre) |
## Verðlaun og tilnefningar
### California Independent Film Festival
- 2005: Verðlaun sem besti leikari fyrir My Suicidal Sweetheart
### Hollywood kvikmyndahátíðin
- 2006: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Bobby
### Newport Beach kvikmyndahátíðin
- 2005: Verðlaun sem besti leikari fyrir My Suicidal Sweetheart
### Screen Actors Guild verðlaunin
- 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Bobby
### Teen Choice verðlaunin
- 1999: Tilnefndur fyrir besta grínatriðið fyrir 10 Things I Hate About You
### Young Artist verðlaunin
- 1994: Tilnefndur sem besti ungi leikari fyrir Life with Mikey
| 3.34375
|
# Crash Bandicoot
Crash Bandicoot er verkvangs-tölvuleikur sem kom út í Bandaríkjunum árið 1996 og var hannaður af Naughty Dog. Hann fylgir Crash Bandicoot í gegnum ævintýri til að sigra hinn illa Dr. Neo Cortex.
| 1.820313
|
# Crassostrea
Crassostrea er ættkvísl í ostruætt sem inniheldur nokkrar helstu ostrutegundirnar notaðar sem matvæli.
## Tegundir
- Crassostrea (Sacco 1897)[1]
- †Crassostrea alabamiensis (Lea 1833)
- Crassostrea amasa (Iredale 1939) (syn. Saccostrea scyphophilla)[1]
- Crassostrea angulata (Lamarck 1819) - Portúgölsk ostra
- Crassostrea ariakensis (Fujita 1913)[1]
- †Crassostrea ashleyi (Hertlein 1943) (syn. Ostrea arnoldi)
- Crassostrea belcheri (G.B. Sowerby II 1871)[1]
- Crassostrea bilineata (Röding 1798)[1]
- Crassostrea brasiliana (Lamarck 1819) (syn. C. brasiliensis)[1]
- †Crassostrea cahobasensis (Pilsbry and Brown 1910)
- Crassostrea chilensis (Philippi 1845)
- Crassostrea columbiensis (Hanley 1846)[1]
- †Crassostrea contracta (Conrad 1865)
- Crassostrea corteziensis (Hertlein 1951)
- †Crassostrea cucullaris (Lamarck 1819)
- Crassostrea cucullata (Born) (syn. Saccostrea cucullata)[1]
- †Crassostrea cuebana (Jung 1974)
- Crassostrea dactylena (Iredale 1939)[1]
- Crassostrea echinata (Quoy & Gaimard 1835) (syn. Saccostrea echinata)[1]
- Crassostrea gasar (Dautzenberg 1891)[1]
- †Crassostrea gigantissima (Finch 1824) – Giant fossil oyster
- Crassostrea gigas (Thunberg 1793) (syn. C. angulata, C. talienwhanensis) – Kyrrahafsostra[1]
- Crassostrea glomerata (Gould 1850)
- †Crassostrea gryphoides (Schlotheim 1813)
- †Crassostrea hatcheri (Ihering 1899)
- Crassostrea hongkongensis (Lam & Morton 2003)[1]
- Crassostrea iredalei (Sacco 1932) – Faustino
- †Crassostrea kawauchidensis (Tamura 1977)
- Crassostrea margaritacea (Lamarck 1819) (syn. Striostrea margaritacea)[1]
- Crassostrea nippona (Seki 1934)[1]
- Crassostrea paraibanensis (Singarajah 1980)[1]
- †Crassostrea patagonica (d'Orbigny 1842) (syn. Ostrea ferrarisi)
- †Crassostrea raincourti (Deshayes 1858)
- Crassostrea rhizophorae (Guilding 1828)[1]
- Crassostrea rivularis (Gould 1861)[1]
- Crassostrea sikamea (Amemiya 1928)[1]
- †Crassostrea titan (Conrad 1853) (syn. Ostrea prior, O. andersoni)
- †Crassostrea transitoria (Hupé 1854) (syn. Ostrea maxima)
- Crassostrea tulipa (Lamarck 1819)[1]
- Crassostrea virginica (Gmelin 1791)[1]
| 2.90625
|
# Crataegus aestivalis
Crataegus aestivalis er runni eða tré frá suðvestur Bandaríkjunum sem vex á láglendi eða blautum svæðum frá austur Alabama til mið Flórída og Virginia.
| 2.46875
|
# Crater Lake-þjóðgarðurinn
Crater Lake National Park er þjóðgarður í suðurhluta Oregonfylkis í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Fossafjöllum. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1902 og er fimmti elsti þjóðgarður Bandaríkjanna. Hann spannar öskju fjallsins Mount Mazama sem féll saman fyrir 7700 árum og myndaði vatnið Crater Lake. Vatnið er allt að 594 metra djúpt og er það dýpsta á Vesturhveli og það þriðja dýpsta í heimi. Barrskógur og ýmis spendýr eru innan þjóðgarðsins.
| 3
|
# Crank Yankers
Crank Yankers eru bandarískir teiknimyndaþættir. Þættirnir eru sköpunarverk Adam Carolla, Jimmy Kimmel, og Daniel Kellison og byrjaði framleiðsla á þáttunum árið 2002. Þeir eru gerðir fyrir Comedy Central sjónvarpsstöðina.
| 1.507813
|
# Crash Landing on You
Crash Landing on You (Kóreska: 사랑의 불시착; Sarang-ui Bulsichak) er suður-kóreskur sjónvarpsþáttur.
| 1.585938
|
# Craig T. Nelson
Craig Richard Nelson (fæddur 1944) er bandarískur leikari.
| 1.046875
|
# Crailsheim
Crailsheim er borg í Baden-Württemberg, Þýskalandi. Þar búa 32.856 manns (2002).
| 1.664063
|
# Craven Cottage
Craven Cottage er leikvangur enska knattspyrnuliðsins Fulham. Leikvangurinn er með þeim elstu á Englandi. Árin 2002-2004 var leikvangurinn stækkaður, lið Fulham spilaði þá heimaleiki sína á Loftus Road. Völlurinn er staðsettur á Stevenage Road við ánna Thames í London. Nú er verið að stækka völlinn upp í 29.600 sæti.
## Aðsóknarmet
- 8. október 1938 - 49.335 manns (Fulham - Milwall) í ensku 2. deildinni
- 26. september 2009 - 25.700 manns (Fulham - Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni
| 2.625
|
# Crawley
Crawley er borg í Vestur-Sussex, 45 kílómetra suður af London sem er nálægt Gatwick-flugvelli. Íbúar eru um 112.000 (2019). Bærinn Crawley var lítill fram að seinna stríði en eftir stríðið var ákveðið að skipuleggja new town þar og íbúafjöldi óx mjög.
Crawley Town er knattspyrnulið borgarinnar. Hljómsveitin The Cure var stofnuð þar.
| 2.0625
|
# Edda Andrésdóttir
Edda Guðrún Andrésdóttir (f. 28. desember 1952) er íslensk fjölmiðlakona og rithöfundur.
Foreldrar hennar voru Svava Jónsdóttir húsmóðir og Andrés Magnússon verkstjóri í Hvalstöðinni. Eiginmaður Eddu er Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Edda og Stefán eiga saman tvo syni auk þess sem Edda á einn son úr fyrra sambandi.
Edda ólst upp á Kleppsvegi í Reykjavík en dvaldi öll sumur hjá ömmu sinni á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Hún hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi árið 1971 og starfaði þar til ársins 1978. Meðfram blaðamennskunni sá hún um þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hún var um tíma ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu og blaðamaður á Helgarpóstinum. Frá 1990 hefur Edda starfað hjá Stöð 2 við dagskrárgerð og fréttamennsku.
## Bækur eftir Eddu
- 2013 - Til Eyja
- 2007 - Í öðru landi, saga úr lífinu
- 2005 - Auður Eir. Sólin kemur alltaf upp á ný.
- 1984 - Á Gljúfrasteini.[1]
| 2.28125
|
# Ed O'Neill
Edward Leonard "Ed "O'Neil (f. 1946) er bandarískur leikari.
| 1.148438
|
# Edda Falak
Edda Falak Yamak (f. 1991) er íslenskur fjármálafræðingur, hlaðvarpsstjórnandi, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún hafði frá mars 2021 til 2023 stýrt hlaðvarpsþáttunum Eigin konum.
Edda er fædd á Ítalíu en á íslenska móður og líbanskan föður. Hún gekk í Háskóla Íslands en flutti síðan til Danmerkur og útskrifaðist með mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.
Á svipuðu tímabili hóf Edda að æfa CrossFit og lenti á verðlaunapalli á fyrsta CrossFit-móti sínu. Hún sneri heim til Íslands árið 2020 og fékk brátt mikið fylgi á samfélagsmiðlum sem CrossFit-iðkandi, auk þess sem hún birti margar færslur um mataræði og reyndi að stuðla að jákvæðri líkamsímynd kvenna og stúlkna.
Edda hætti störfum hjá fjölmiðlinum Heimildinni í mars árið 2023 eftir ábendingar um að hún hefði sagt rangt frá starfsferli sínum hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku tveimur árum fyrr.
| 1.976563
|
# Edda (mannsnafn)
Edda er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.140625
|
# Edda Björgvinsdóttir
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir (f. 13. september 1952) er íslensk leikkona og handritshöfundur. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og þáttum en einna þekktust er hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Stellu í orlofi.
## Ævi
Edda fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Margrét Kristinsdóttir sjúkraliði (1930-2012) og Björgvin Friðgeir Magnússon (f. 1923) skólastjóri. Edda var gift Gísla Rúnar Jónssyni leikara og eignuðust þau tvo syni, Björgvin Franz Gíslason og Róbert Ólíver Gíslason sem báðir eru leikarar. Edda á einnig tvær dætur af fyrra sambandi, Evu Dögg og Margréti Ýrr Sigurgeirsdætur.
Edda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978. Hún lauk MA námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2013 og stundaði diplómanám í jákvæðri sálfræði í Háskóla Íslands 2014-2015. Hún hefur starfað sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu, Hinu leikhúsinu, Gríniðjunni auk fjölda leikhópa. Hún hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta, kvikmynda og í fjölmörgum áramótaskaupum og starfað sem fararstjóri og fyrirlesari, setið í umferðarnefnd Reykjavíkur fyrir Kvennalistann frá 1982-1983, verið stundakennari við Háskólann á Bifröst og er meðhöfundur fjölda skemmtiþátta fyrir útvarp og sjónvarp.
## Viðurkenningar
Árið 2018 hlaut hún Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Undir trénu, var borgarlistamaður Reykjavíkur sama ár og hlaut þá einnig riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
## Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
| Ár | Kvikmynd/þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
| 1978 | Áramótaskaup | | |
| 1981 | Áramótaskaup | | |
| 1982 | Áramótaskaup | | |
| 1983 | Áramótaskaup | | |
| 1984 | Hrafninn flýgur | | |
| 1984 | Gullsandur | | |
| 1984 | Gullna hliðið (sjónvarpsmynd) | | |
| 1985 | Fastir liðir eins og venjulega (sjónvarpsþættir) | | |
| 1986 | Ást í kjörbúð (sjónvarpsmynd) | | |
| 1986 | Stella í orlofi | Stella Löve | |
| 1986 | Heilsubælið (sjónvarpsþættir) | | |
| 1989 | Áramótaskaup | | |
| 1990 | Áramótaskaup | | |
| 1991 | Hvítí víkingurinn | Bergþóra | |
| 1992 | Karlakórinn Hekla | | |
| 1992 | Áramótaskaup | | |
| 1993 | Hin helgu vé | | |
| 1993 | Áramótaskaup | | |
| 1994 | Áramótaskaup | | |
| 1997 | Perlur og svín | Marta | |
| 2000 | Áramótaskaup | | |
| 2001 | Villiljós | Hanna | |
| 2002 | Stella í framboði | Stella Löve | |
| 2005 | Áramótaskaup | | |
| 2007 | Áramótaskaup | | |
| 2013 | Þetta reddast | | |
| 2014 | Áramótaskaup | | |
| 2017 | Undir trénu | Inga | Edduverðlaun |
| 2018 | Lof mér að falla | Geðlæknir | |
| 2018 | Venjulegt fólk (sjónvarpsþættir) | | |
| 2020 | Amma Hófí | | |
| 3.390625
|
# Ed Westwick
Edward „Ed“ Westwick (f. 27. júní 1987) er enskur leikari og tónlistarmaður sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl.
## Æska og ferill
Westwick fæddist í Stevenage í Hertfordshire á Englandi og er sonur Carole, sálfræðings, og Peter Westwick, háskólaprófessors. Hann ólst upp í Stevenage og æfði í National Youth-leikhúsinu í London. Hann heldur með Chelsea F.C. Hann byrjaði feril sinn á að birstast í breskum sjónvarpsþáttum eins og Doctors as Holden, Casualty og Afterlife. Hann lék einnig í kvikmyndunum Breaking and Entering, Children of Men og Son of Rambow.
Árið 2007 var Westwick ráðinn í unglinga-dramaþáttinn Gossip Girl sem Chuck Bass. Eftir að þátturinn sló í gegn var hann útnefndur „kynþokkafyllsti maður á lífi“ árið 2008 af tímaritinu People, birtist árið eftir á lista þeirra yfir „100 fallegustu“ ásamt öllum leikurum Gossip Girl, vann tvö verðlaun árin 2008 og 2009 fyrir besta þorpara í sjónvarpi og var útnefndur sem vonarstjarna GQ árið 2010. Entartainment Weekly útnefndi persónu Westwicks, Chuck Bass, „best klæddu sjónarpsþáttapersónu ársins 2008“ (en deildi þó sætinu með persónu Leighton Meester, Blair Waldorf).
Árið 2008 varð Westwick nýtt andlit K-Swiss en hann var annar meðlimur leikaraliðs Gossip Girl til að kynna íþróttafatnað (Leighton Meester auglýsti Reebok) og lék í hryllingsmyndinni 100 Feet
Árið 2009 lék Westwick hlutverk í framhaldsmynd Donnie Darko og lék einnig gestahlutverk í þriðju þáttaröð Californication en hann lék nemanda sem var dolfallinn aðdáandi vampírubókmennta. Í maí 2009 var hann nefndur við hlutverk Heathcliff í Wuthering Heights. En í janúar 2010 fór kvikmyndin í hendur nýs leikstjóra sem ákvað að breyta leikaravalinu.
Í janúar 2011 gekk Westwick til liðs við mynd Clint Eastwood, J. Edgar, en Leonardo DiCaprio fór með hlutverk J. Edgar Hoover, fyrsta forstjóra bandarísku Alríkislögreglunnar (FBI). Þetta sama ár lék hann í rómantísku gamanmyndinni Chalet Girl ásamt Felicity Jones.
Hann las að hluta inn á hljóðbókarútgáfu City of Fallen Angles eftir Cassöndru Clare og las inn á aðra skáldsögu hennar úr bókaflokkinum Clocwork Prince from The Infernal Devices.
Westwick varð einnig alþjóðlegur frægur talsmaður Penshoppe, um mitt ár 2011.
Hann á að leika í nýrri útgáfu af Róme og Júlíu, sem frændi Júlíu, Tíbalt ásamt Hailee Steinfeld.
## Einkalíf
Westwick hóf ástarsamband með mótleikkonu sinni úr Gossip Girl, Jessicu Szohr árið 2008. Þau slitu sambandinu í maí 2010 og Westwick sagði í kjölfarið „kærustur eru of mikill höfuðverkur“ en þau byrjuðu aftur saman í stuttan tíma við tökur fjórðu þáttaraðar Gossip Girl í ágúst 2010. Í febrúar 2012 var tilkynnt um að Westwick og Szohr hefðu aftur tekið upp samband sitt.
Fyrir utan leiklist var hann forsprakki bresku indie-rock hljómsveitarinnar The Filthy Youth sem samanstóð af honum, Benjamin Lewis Allingham, Jimmy Wright, Tom Bastiani og John Vooght. Á meðan hann er óvirkur meðlimur bandsins, aðallega vegna þess að hann vill einbeita sér að leiklistarferlinum, og hinir hljómsveitarmeðlimirnir eru búsettir í Bretlandi, hefur hann sýnt áhuga á því að stofna aðra hljómsveit í New York.
## Hlutverk
### Kvikmyndir
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | ATH |
| ---- | --------------- | -------------------------- | --------------- |
| 2004 | Goodbye K'Life | Nino Salithers | |
| 2006 | Children of Men | Alex Breaking and Entering | Zoran |
| 2006 | 2007 | Son of Rambow' | Lawrence Carter |
| 2008 | 100 Feet | Joey | |
| 2009 | S. Darko | Randy Jackson | |
| 2010 | The Commuter | Bell Boy | |
| 2011 | Chalet Girl | Jonny J. Edgar | Smith fulltrúi |
| 2011 | 2010 | Romeo and Juliet | Tybalt |
### Sjónarpsþættir
| Ár | Titill | Hlutverk | ATH |
| ------ | --------------- | ------------------ | ------------------------------------- |
| 2006 | Doctors | Holden Edwards | 07x154 - „Young Mothers Do Have 'Em“ |
| 2006 | Casualty | Johnny Cullin | 20x029 - „Family Matters“ |
| 2006 | Afterlife | Darren | 02x001 - „Roadside Bouquets“ |
| 2007 - | Gossip Girl | Chuck Bass | Aðalhlutverk |
| 2009 | Californication | Chris „Balt“ Smith | 03x002 - „The Land of Rape and Honey“ |
## Verðlaun
| Ár | Flokkur | Þáttaröð | Verðlaun | Niðurstaða |
| ---- | -------------------------------- | ----------- | ------------------ | ---------- |
| 2008 | Karlkynsstjarna í sjónvarpsþætti | Gossip Girl | Teen Choice Awards | Vann |
| 2008 | Besti þorparinn | Gossip Girl | Teen Choice Awards | Vann |
| 2009 | Besti þorparinn | Gossip Girl | Teen Choice Award | Vann |
| 2.796875
|
# Dýptarmælir
Dýptarmælir er heiti á ýmsum tækjum og aðferðum til að mæla dýpt í vatni. Dýptarmælar eru notaðir við dýptarmælingar sem kortleggja botn vatna og hafsvæða. Á sjókortum eru dýptarlínur sem byggjast á dýptarmælingum. Áður fyrr var alengt að sýna dýpt í föðmum, en nú er metrakerfið notað víðast hvar.
Hefðbundnir dýptarmælar notast við einhvers konar lóð og línu eða stöng. Slíkar mælingar eru enn notaðar þegar farið er um grynningar. Faðmurinn dregur heiti sitt af því að línan var mæld með því að halda henni milli útréttra arma og telja svo fjölda slíkra „faðma“. Á 19. öld var farið að þróa bæði tæki og staðla til dýptarmælinga. Eitt slíkt tæki notaðist til dæmis við mæli sem snerist þar til hann lenti á botninum þannig að hægt var að lesa af honum dýptina þegar hann var tekinn upp. Á fyrri hluta 20. aldar urðu rafræn bergmálsdýptarmælingatæki smám saman algengasta aðferðin til dýptarmælinga um borð í skipum. Fiskileitartæki er sérstök tegund af bergmálsdýptarmæli sem er notað við fiskveiðar.
| 3.546875
|
# Dýra líf
Dýra líf er fimmtánda ljóðabók Geirlaugs Magnússonar. Bókin kom út árið 2004 hjá bókaútgáfunni Lafleur.
| 1.679688
|
# Dýnamó Höfn
Dýnamó Höfn er knattspyrnulið frá Höfn í Hornafirði sem hefur keppt í utandeild Austurlands, Malarvinnslubikarnum.
## Saga
Liðið var stofnað um mitt sumar 2004, en þá stóð til að keppa í litlu móti á Borgarfirði eystri sem kallast Álfasteinsspark. Heimavöllur Dýnamó, eins og það er oftast kallað, er Mánagarður í Nesjum. Eysteinn Sindri Elvarsson hefur þjálfað liðið frá upphafi með aðstoð Andra Indriðasonar.
Dýnamó hefur tekið þátt í Malarvinnslubikarnum síðan sumarið 2005 en þá lenti liðið í miklum hrakningum og náði ekki í stig fyrr en í næstsíðustu umferðinni, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við U.M.F. Þórshöfn.
Sumarið 2006 gekk mun betur hjá liðinu. Þremur sigrum var landað og þremur jafnteflum. Endaði liðið þá með 12 stig.
Sumarið 2007 var svipað og árið áður, nokkur félagsmet voru sett, þar má nefna tvo 10 marka sigra og stærsta útisigurinn frá upphafi. Liðið endaði þá í 5. sæti deildarinnar og fékk 13 stig, sem er bæting frá síðasta sumri.
Sumarið 2008 má segja að hafi verið algjört klúður frá upphafi til enda. Liðinu tókst þó í fyrsta sinn að leggja BN'96 að velli, 3-2, en gleðin varð þó skammvinn því þegar þrír dagar voru eftir af mótinu, átti Dýnamó ennþá eftir að leika fimm leiki og brá stjórnin á það ráð að segja sig úr keppninni. Dýnamó taldist þar af leiðandi hafa tapað öllum sínum leikjum með markatölunni 0-3.
Eftir tímabilið 2008 virðist framtíð félagsins vera í uppnámi, en hver veit nema einhver taki sig til og hefji félagið aftur upp til vegs og virðingar.
## Tölfræði
- Stærsti deildarsigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
- Stærsti heimasigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
- Stærsti útisigur: 1-5 gegn 06. Apríl 15. júlí 2007
- Stærsta tap: 1-11 gegn K.E. 2005
- Flest deildarmörk: 16, Ingi Steinn Þorsteinsson
- Flest deildarmörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson Malarvinnslubikarinn, 2007
- Flest mörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson
- Flest mörk skoruð í einum leik: 5, Ingi Steinn Þorsteinsson gegn Vetrarbruna 27. júní 2007
- Flest mörk skoruð á tímabili (lið): 30, 2007
- Flest stig á tímabili: 13 - 8 leikir 2007
| 2.921875
|
# Dýr
Dýr (fræðiheiti: Animalia) eru hópur lífvera sem myndar sérstakt ríki dýraríkið. Dýr eru ófrumbjarga fjölfrumungar, færir um hreyfingu og gerð úr frumum sem hafa ekki frumuveggi (dýrsfrumum). Dýr eru fær um kynæxlun. Þau hafa vöðvafrumur og þróast úr egglaga blöðrufóstri við upphaf fósturþroska. Vöxtur dýra fer venjulega fram í öllum líkamshlutum og hættir við kynþroska. Dýr nærast á öðrum lífverum, til dæmis plöntum, öðrum dýrum eða dýraleifum.
Búið er að lýsa yfir 1,5 milljón tegundum af dýrum í um 35 fylkingum. Af þeim eru um 1,05 milljón skordýr. Um 85.000 tegundir dýra eru lindýr og um 65.000 eru hryggdýr. Talið er að fjöldi dýrategunda á jörðinni gæti verið allt að 7,77 milljónir. Minnstu dýrin eru aðeins 8,5 μm á lengd (sníkjudýrið Myxobolus shekel), en þau stærstu (steypireyðar) allt að 33,6 metrar. Dýr mynda flókin tengsl við vistkerfi sín og aðrar tegundir og taka þátt í fæðuvef. Dýrafræði fæst við rannsóknir á dýrum, en rannsóknir á atferli dýra eru gerðar innan atferlisfræði.
Flestar dýrategundir tilheyra undirríki tvíhliða dýra (Bilateria) sem er stór grein dýra með tvíhliða samhverfa líkamsmynd. Af núlifandi tegundum tvíhliða dýra er til litla grunnfylkingin Xenacoelomorpha, en langflestar tegundir eru annað hvort frummunnar (Protostomia: liðdýr, lindýr, flatormar, liðormar, þráðormar o.s.frv.) eða nýmunnar (Deuterostomia: skrápdýr, kragaormar og hryggdýr, þar sem hryggdýr eru stærsta undirfylkingin). Fundist hafa menjar um forkambrískar lífverur frá Ediacaríum, seinast á frumlífsöld, sem hafa verið túlkaðar sem dýr. Frá Toníum, sem er fyrsta tímabil nýfrumlífsaldar, hafa fundist steingervingar sem benda til tilvistar frumstæðra svampdýra. Nær allar núverandi fylkingar dýra komu fram á sjónarsviðið í Kambríumsprengingunni sem hófst fyrir 539 milljónum ára, og flestir flokkar dýra komu fram á Ordóvisíum fyrir 485,4 milljón árum. Fundist hafa 6.331 hópar erfðavísa sem öll dýr eiga sameiginlega. Hugsanlega var síðasti sameiginlegi forfaðir allra dýra uppi fyrir 650 milljón árum.
Gríski heimspekingurinn Aristóteles flokkaði dýr í dýr með blóð og dýr án blóðs. Carl Linneus setti fram fyrstu vísindalegu flokkunina þar sem hann skipti dýrum í sex flokka í bókinni Systema Naturae árið 1735. Árið 1809 greindi Jean-Baptiste Lamarck á milli 14 fylkinga dýra. Árið 1874 gerði Ernst Haeckel greinarmun á fjölfruma vefdýrum (Metazoa, sem nú eru einfaldlega kölluð „dýr“) og einfruma frumdýrum (Protozoa, sem eru ekki lengur flokkuð með dýrum). Í dag reiðir flokkunarfræðin sig í auknum mæli á aðferðir sameindaþróunarfræði til að greina erfðafræðilegan skyldleika dýrategunda.
Menn hagnýta aðrar dýrategundir á margvíslegan hátt, eins og sem fæðu (þar á meðal kjöt, egg og mjólk), fyrir mikilvægan efnivið (eins og leður, skinn og ull), sem gæludýr og vinnudýr. Fyrsta húsdýrið var hundurinn, en menn hafa notað hunda við veiðar, sem varðhunda og í stríði. Hestar, dúfur og ránfuglar hafa líka verið notuð sem vinnudýr. Menn stunda sportveiði á öðrum dýrategundum, bæði land- og lagardýrum. Önnur dýr hafa haft mikla menningarlega þýðingu fyrir menn og koma fyrir í elstu hellamálverkum og sem verndardýr frá fyrstu tíð. Dýr koma þannig víða fyrir í trúarbrögðum, list, skjaldarmerkjum, stjórnmálum og íþróttum.
## Einkenni
Það er ýmislegt sem aðgreinir dýr frá öðrum lífverum. Sem dæmi má taka að dýr eru heilkjörnungar og oftast fjölfrumungar sem meðal annars aðgreinir þau frá gerlum. Ólíkt jurtum og þörungum sem eru frumbjarga (framleiða sína eigin næringu) eru dýr ófrumbjarga og nærast á lífrænu efni sem þau melta innvortis. Nær öll dýr nota loftháða öndun. Öll dýr eru hreyfanleg og geta fært líkama sinn úr stað á einhverju æviskeiði, en sum dýr (til dæmis svampar, kórallar, kræklingar og hrúðurkarlar) gerast botnsætin síðar á ævinni. Blöðrufóstur er stig fósturþroska sem aðeins dýr hafa og gerir frumusérhæfingu mögulega, sem aftur leiðir til sérhæfðra vefja og líffæra. Flest dýr hafa sérhæfð líffæri eins og taugakerfi , meltingarkerfi og vöðva.
### Bygging
Öll dýr eru gerð úr frumum sem eru umluktar dæmigerðu utanfrumuefni úr kollageni og sveigjanlegri sykurhvítu. Þegar dýr vaxa myndar þetta utanfrumuefni tiltölulega sveigjanlegan grunn sem frumur geta hreyfst um og skipað sér niður í, sem gerir myndun flóknari eininga mögulega. Utanfrumuefnið getur kalkað og myndað þannig líffæri eins og bein, skeljar og gadda. Aðrar fjölfruma lífverur, eins og þörungar, jurtir og sveppir, hafa stífa frumuveggi og vaxa því stöðugt. Dýrafrumur eru einstakar að því leyti að þær hafa frumutengi sem nefnast tengideplar, þétttengi og halddeplar.
Með nokkrum undantekningum (sérstaklega svampdýr og flögudýr) skiptast líkamar dýra í sérhæfða vefi. Meðal þeirra eru vöðvar sem gera dýrinu kleyft að hreyfa sig, og taugavefir, sem bera boð til að samræma starfsemi líkamans. Dýr eru auk þess oftast með innri meltingarfæri með ýmist einu opi (holdýr, kambhveljur og flatormar) eða tveimur (flest tvíhliða dýr).
### Æxlun og vöxtur
Nær öll dýr eru fær um einhvers konar kynæxlun. Þau framleiða einlitna kynfrumur með meiósu, með litlar hreyfanlegar sæðisfrumur og stærri hreyfingarlausar eggfrumur. Þessar frumur renna saman og mynda okfrumu. Okfruman skiptir sér með mítósu og myndar hola kúlu sem nefnist blöðrufóstur. Hjá svampdýrum synda þessi blöðrufóstur á nýja stað, festa sig við botninn og mynda nýjan svamp. Hjá flestum öðrum dýrum gengur blöðrufóstrið í gegnum flóknari umbreytingar: Fyrst breytist það í vembil með smeygingu. Vembillinn eða holfóstrið er með meltingarhol og tvö aðgreind kímlög; útlag sem snýr út og innlag sem snýr inn. Í flestum tilvikum myndast líka þriðja kímlagið, miðlag, á milli þeirra. Kímlögin mynda svo ólíka vefi og líffæri.
Endurtekin innræktun, þar sem mökun á sér stað milli náinna skyldmenna, leiðir yfirleitt til innræktarhnignunar í stofninum vegna aukningar á skaðlegum víkjandi erfðaeinkennum. Dýr hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að forðast skyldleikaræktun.
Sum dýr geta æxlast með kynlausri æxlun, sem oft getur af sér erfðafræðilegan klón foreldrisins. Þetta getur átt sér stað með hlutun; knappskotum (eins og í ættkvíslinni Hydra og öðrum holdýrum); eða með meyfæðingu, þar sem frjóvguð egg verða til án mökunar, eins og hjá blaðlúsum.
## Fjölbreytni
Í töflunni hér fyrir neðan er áætlaður fjöldi tegunda sem lýst hefur verið fyrir helstu fylkingar dýra, ásamt helstu búsvæðum (á landi, í ferskvatni eða í sjó), og hvort þau lifi sjálfstæðu lífi eða sníkjulífi. Áætlaður fjöldi tegunda byggist á fjölda þeirra tegunda sem lýst hefur verið vísindalega. Með ýmsum aðferðum hefur verið spáð fyrir um miklu hærri tölur, en þær eru mjög breytilegar eftir aðferðum. Þannig hefur 25-27.000 tegundum þráðorma verið lýst, en útgefinn áætlaður fjöldi tegunda þráðorma getur verið allt að 100 milljónir. Með því að byggja á mynstrum í flokkunarfræðinni, hefur verið reiknað út að fjöldi dýrategunda gæti verið 7,77 milljónir, ef þau dýr eru meðtalin sem ekki hefur verið lýst.
| Fylking | Dæmi | Lýstar tegundir | Landdýr | Sjávardýr | Vatnadýr | Sjálfstæð | Sníkjudýr |
| --------------------------------------------------- | ----------- | --------------- | ---------------------- | ------------------------ | --------------- | -------------- | ----------------------- |
| Liðdýr (Arthropoda) | vespa | 1.257.000 | Já 1.000.000 (skordýr) | Já >40.000 (stórkrabbar) | Já 94.000 | Já | Já >45.000 |
| Lindýr (Mollusca) | snigill | 85.000 107.000 | Já 35.000 | Já 60.000 | Já 5.000 12.000 | Já | Já >5.600 |
| Seildýr (Chordata) | froskur | >70.000 | Já 23.000 | Já 13.000 | Já 18.000 9,000 | Já | Já 40 (granar) |
| Flatormar (Platyhelminthes) | | 29.500 | Já | Já | Já 1.300 | Já 3.000–6.500 | Já >40.000 4.000–25.000 |
| Þráðormar (Nematoda) | | 25.000 | Já (mold) | Já 4.000 | Já 2.000 | Já 11.000 | Já 14.000 |
| Liðormar (Annelida) | | 17.000 | Já (mold) | Já | Já 1.750 | Já | Já 400 |
| Holdýr (Cnidaria) | steinkórall | 16.000 | | Já | Já (fá) | Já | Já >1.350 (slímdýr) |
| Svampdýr (Porifera) | | 10.800 | | Já | 200–300 | Já | Já |
| Skrápdýr (Echinodermata) | | 7.500 | | Já 7.500 | | Já | |
| Mosadýr (Bryozoa) | | 6.000 | | Já | Já 60–80 | Já | |
| Hjóldýr (Rotifera) | | 2.000 | | Já >400 | Já 2.000 | Já | |
| Ranaormar (Nemertea) | | 1.350 | | Já | Já | Já | |
| Bessadýr (Tardigrada) | | 1.335 | Já (rakar jurtir) | Já | Já | Já | |
| Heildarfjöldi lýstra tegunda (m.v. 2013): 1.525.728 | | | | | | | |
| 4.125
|
# Dýrafjarðarmálið
Dýrafjarðarmálið vísar í hatrammar deilur og umræður, sem spruttu í kjölfar nýrra laga um siglingar og verslun á Íslandi, sem gengu í gildi 1855. Lögin sem voru samþykkt 15. apríl 1854 höfðu tekið gildi 1. apríl 1855, þremur mánuðum áður en Alþingi Íslendinga kom saman þetta ár. Þar var setið á rökstólum til 9. ágúst, en 20. júlí þetta sumar lá franska freigátan La Bayonnaise í Reykjavíkurhöfn. Yfir henni var flotaforingi nokkur, B. Demas að nafni, sem bar erindi undir þingið þess efnis að Frakkar fengju leyfi til fiskþurrkunar í Dýrafirði..
## Launverslun og ný lög um siglingar og verslun
Öll þau 253 ár sem verslunareinokun var lögboðin, reru erlendir fiskimenn samt sem áður til fiskjar á norðlægum miðum. Þeir komu frá ýmsum löndum, en frægt er að á 16. og 17. öld stunduðu íberískir sjómenn miklar veiðar nálægt Vestfjörðum (sjá Spánverjavígin). Allan þennan tíma, í skugga einokunar sem hafði hvílt eins og mara á þjóðinni frá 20. apríl 1602 og var til þess að þjóna hagsmunum mekantílista, voru Íslendingar taldir stunda refsiverða launverslun við sæfarana erlendu.
Með nýju lögunum voru fólgin minnkuð afskipti og áhrif Dana, en skv. konunlegri tilskipun frá 18. ágúst 1786 hafði afnám einokunar verið formlega boðað og var henni hætt — að nafninu til — þann 31. desember 1787. Næsta dag 1. janúar 1788 varð Íslandsverslunin að svokallaðri fríhöndlun. Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Kaupmenn þurftu einnig að uppfylla ýmis skilyrði, svo sem að hafa næg matvæli í vöruhúsum ef til hungursneyðar kæmi. Fríhöndlun þessi var því ekki með þeim hætti að hana mætti telja til fríverslunar, skv. nútímaskilningi.
Þetta fól í sér að dönsk afskipti og áhrif kæmu til með að minnka hratt með tilkomu stærri og frjálsari markaða, enda þótt danska krúnan ætti sér enn marga dygga áhangendur. Ásælni Frakka eftir aðstöðu á Íslandi vakti athygli og mótstöðu, bæði í Danmörku og Bretlandi, en Frökkunum líkaði veran í Dýrafirði og vildu ganga til samninga um að stofna þar — án launverslunar — franska fiskimannanýlendu.
## Haukadalsfranskan og Napóleon prins
Þessar breyttu aðstæður til verslunar og viðskipta á Íslandi vöktu mikinn áhuga utan landsteinanna, þ. á.m. Napoleons III sem þá ríkti yfir Hinu síðara franska keisaraveldinu. að frá árunum 1855 og 1856 reyndu þeir að fá aðstöðu til fiskverkunar og vildu stofna nýlendu í Dýrafirði. Deilur voru meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn og á Alþingi 1857. Jón Sigurðsson taldi skynsamlegt að semja við Frakka um Dýrafjörð ef tollar væru lækkaðir í Frakklandi.
Kunnugt er, að heimamenn vestur á fjörðum og baskneskir sæfarar mynduðu sín á milli á 16. öld einstakt basknesk-íslenskt blendingsmál, þar sem soðin voru saman jafn ólík tungumál og basneska (sem ekki tilheyrir ætt indóevrópskra mála) og íslenska. Blendingsmál af þessu tagi eru alþekkt úr flestum nýlenduríkjum, þar sem frumbyggjar urðu með frumstæðasta hætti að koma sér upp samskiptamáta — hvort sem þurfti látbragð, búkhljóð eða alvöru orð. Einkum mun þetta hafa verið tilfellið í frönskum nýlendum, t.d. Haítí. Dýrafjörður mun ekki vera undanskilinn því, að þar í Haukadal hafi myndast einstakt afbrigði blendingsmáls milli íslensku og frönsku, sem nefnd var haukadalsfranska.
| 3.796875
|
# Dýraat
Dýraat eða dýravíg er keppni þar sem tveimur dýrum er att saman eða dýr látin berjast gegn mönnum fyrir framan áhorfendur til skemmtunar. Oft eru veðmál hluti af dýraati. Dæmi um slíkar keppnir eru hanaat, hestaat, nautaat og hundaat. Ýmsar skemmtanir þar sem sérstaklega ræktuðum hundum er att gegn öðrum rándýrum (eins og í refaveiði) hafa tíðkast víða um heim. Nú til dags er dýraat víðast hvar skilgreint sem dýraníð og bannað.
| 2.890625
|
# Dýrafjarðargöng
Dýrafjarðargöng eru jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum sem opnuð voru 2020. Göngin eru frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú og eru 5,6 km löng. Sú leið mun stytta Vestfjarðaveg um 27,4 km. Einnig er þessum jarðgöngum ætlað að leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði. Göngin munu liggja frá Dröngum í Dýrafirði að Rauðsstöðum í Borgarfirði (Arnarfirði).
Opnað var fyrir tilboð í göngin 24. janúar 2017 og skrifað var undir samning um þremur mánuðum síðar þann 20. apríl. Fyrsta skóflustunga var síðan tekin um miðjan maí 2017 og var fyrsta jarðgangasprenging gerð 14. september sama ár.
Göngin voru formlega opnuð 25. október 2020
| 1.914063
|
# Dýrafjörður
Dýrafjörður er fjörður á Vestfjarðakjálkanum og er á milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar. Dýrafjörður er þrjátíu og tveggja kílómetra langur og um níu kílómetrar að breidd yst. Hann er nú hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.
Tvö fell, sitt hvoru megin fjarðarins, setja svip sinn á hann, Sandafell (362 m) að sunnan og Mýrafell (312 m) að norðan. Í sameiningu loka þau fyrir sýn inn fjörðinn svo að úr fjarðarmynninu sést ekki inn í botn en þegar siglt er inn fjörðinn opnast dyr á milli þeirra. Þess hefur verið getið til að fjörðurinn hafi upphaflega dregið nafn af þessu og heitið Dyrafjörður en samkvæmt Landnámabók heitir hann eftir landnámsmanninum Dýra frá Sunnmæri.
Nokkurt undirlendi er við fjörðinn innanverðan og þar eru allnokkrir bæir, báðum megin fjarðar. Dálítill dalur er inn af fjarðarbotninum en þar er engin byggð lengur. Inn af dalbotninum er Gláma, víðáttumikið hálendissvæði þar sem áður var jökull.
Á suðurströnd Dýrafjarðar, undir Sandafelli, er þorpið Þingeyri. Þar var þingstaður og verslunarstaður frá fornu fari og kauptún fór að myndast þar á 19. öld. Skammt fyrir utan Þingeyri er Haukadalur þar sem Gísli Súrsson bjó. Frá Þingeyri liggur vegur um Hrafnseyrarheiði yfir í Arnarfjörð en hann er jafnan lokaður nokkurn hluta vetrar. Rætt hefur verið um að gera jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Frá norðurströnd fjarðarins liggur svo góður vegur norður yfir Gemlufallsheiði til Önundarfjarðar.
Við norðanverðan Dýrafjörð, utan við Mýrafell, er Núpur, gamalt höfðingjasetur og kirkjustaður. Þar var stofnaður skóli árið 1907 og varð hann síðar héraðsskóli og var starfræktur til 1992. Þar er nú sumarhótel. Kirkjur eru einnig á Mýrum við norðanverðan fjörðinn og á Hrauni í Keldudal, yst í sunnnanverðum firðinum, en sú síðarnefnda er ekki lengur sóknarkirkja því dalurinn er í eyði. Áður var kirkja á Söndum en hún var síðar færð til Þingeyrar.
## Landnám
Fjórir landnámsmenn námu land í Dýrafirði, Dýri, sem áður er nefndur og sagður hafa búið á Hálsum, Eiríkur í Keldudal, Vésteinn Végeirsson í Haukadal og Þórður Víkingsson, sem nam fyrstur land í Alviðru í Dýrafirði. Þórður var kallaður son Haralds konungs hárfagra, „en það mun þó varla vera satt“, skrifar Guðbrandur Vigfússon.
## Gallerí
- Sléttbakur, Fridtjof Nansen[1]
- Um aldamót 1900.
## Íbúar
- Ásgeir Blöndal Magnússon fæddist í Dýrafirði.
| 3.6875
|
# Dýpt
Dýpt kallast lóðrétt fjarlægð mæld frá yfirborði vökva eða jarðar, en einnig er talað um dýpt íláts eða keralds, sem gefur hugmynd um rúmtak þess.
| 2.71875
|
# Enska fyrsta deildin
Enska fyrsta deildin (League One) er þriðja efsta deildin í knattspyrnudeildarkerfinu í Englandi. Þátttökuliðin eru 24 talsins, þau tvö efstu og sigurvegarar í umspilskeppni færast upp í ensku meistaradeildina en botnliðin fjögur falla niður í aðra deild.
## Saga og nafngift
Þriðja deildin var stofnsett fyrir leiktíðina 1920-21 með 22 liðum. Þegar árið eftir var henni skipt upp í tvennt: norður- og suðurhluta. Efsta liðið í hvorum hluta færðist upp um deild, en neðstu tvö liðin sitthvoru megin máttu sæta því að greidd voru atkvæði um áframhaldandi veru þeirra í deildarkeppninni. Í langflestum tilvikum héldu liðin þó sætum sínum.
Fyrir leiktíðina 1958-59 var deildarkerfið tekið til endurskoðunar, norður- og suðurhlutarnir voru sameinaðir í eina þriðju deild á ný og fjórða deildin stofnuð þar fyrir neðan. Tvö efstu liðin komust nú upp í aðra deild en þau fjögur neðstu féllu. Þessi tilhögun gerði það að verkum að afar erfitt var að komast upp um deild, þar sem sterkustu lið áttu til að stinga af. Til að auka spennuna og gefa fleiri liðum möguleika, var umspilsfyrirkomulag tekið upp árið 1987. Upp frá því hafa liðin næst á eftir toppsætunum tveimur barist um síðasta lausa sætið í deildinni fyrir ofan.
Með stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992 var nöfnum deildanna þar fyrir neðan breytt: önnur deild varð fyrsta deild og svo koll af kolli. Árið 2004 var nafni fyrstu deildarinnar (áður annarrar deildar) breytt í „ensku meistaradeildina“. Þar með breyttist nafn deildanna þar fyrir neðan á ný. Þessar sífelldu nafnbreytingar í ensku deildarkeppninni valda oft misskilningi og freistast ýmsir því til að tala um B-deild, C-deild og D-deild í stað hinna formlegu heita.
## Þátttökulið tímabilið 2023-2024
| Félag | Heimavöllur | Fjöldi |
| ------------------- | ------------------ | ------ |
| Barnsley | Oakwell | 23.300 |
| Blackpool | Bloomfield Road | 17.300 |
| Bristol Rovers | Memorial Stadium | 12.300 |
| Burton Albion | Pirelli Stadium | 6.912 |
| Cambridge United | Abbey Stadium | 8.100 |
| Carlisle United | Brunton Park | 18.000 |
| Charlton Athletic | The Valley | 27.111 |
| Cheltenham Town | Whaddon Road | 7.000 |
| Derby County | Pride Park Stadium | 33.600 |
| Exeter City | St. James' Park | 8.700 |
| Fleetwood Town | Highbury Stadium | 5.311 |
| Leyton Orient | Brisbane Road | 9.300 |
| Lincoln City | Sincil Bank | 10.120 |
| Northampton Town | Sixfields Stadium | 7.798 |
| Oxford United | Kassam Stadium | 12.500 |
| Peterborough United | London Road | 15.000 |
| Portsmouth F.C. | Fratton Park | 21.100 |
| Port Vale | Burslem Vale Park | 15.500 |
| Reading FC | Madejski Stadium | 24.000 |
| Shrewsbury Town | New Meadow | 9.875 |
| Stevenage | Broadhall Way | 7.800 |
| Wigan Athletic | DW Stadium | 25.133 |
| Wycombe Wanderers | Adams Park | 9.448 |
| 3.765625
|
# Enska knattspyrnudeildarkerfið
Enska knattspyrnudeildarkerfið (oft kallað enski pýramídinn) samanstendur af 148 deildarkeppnum með 487 deildum og yfir 6.500 félögum. Efst í pýramídanum er Enska úrvalsdeildin sem inniheldur 20 lið þar sem þrjú lið falla niður og þrjú lið koma upp.
Þar fyrir neðan á pýramídanum eru þrjár deildir sem tilheyra Ensku knattspyrnudeildinni (English Football League) þær innihalda allar 24 lið. Næst efsta deild á Englandi er Enska meistaradeildin þar sem tvö efstu liðin fara beint upp og liðin í næstu fjórum sætum fara í umspil um þriðja og seinasta sætið upp um deild. Þrjú neðstu liðin falla niður um deild.
Enska fyrsta deildin er alveg eins og Enska meistaradeildin nema fjögur lið falla niður. Enska önnur deildin fara 3 efstu liðin beint upp um deild og næstu fjögur fara í umspil um fjórða og seinasta sætið upp um deild. Neðstu tvö liðin falla niður í utandeild.
| Stig | Deildarkeppnir/Deildir | Deildarkeppnir/Deildir | Deildarkeppnir/Deildir | Deildarkeppnir/Deildir | Deildarkeppnir/Deildir | Deildarkeppnir/Deildir |
| ---- | ---------------------------------------- | ---------------------------------------- | ----------------------------------------- | ----------------------------------------- | -------------------------------- | -------------------------------- |
| 1 | Enska úrvalsdeildin | Enska úrvalsdeildin | Enska úrvalsdeildin | Enska úrvalsdeildin | Enska úrvalsdeildin | Enska úrvalsdeildin |
| 2 | Enska meistaradeildin | Enska meistaradeildin | Enska meistaradeildin | Enska meistaradeildin | Enska meistaradeildin | Enska meistaradeildin |
| 3 | Enska fyrsta deildin | Enska fyrsta deildin | Enska fyrsta deildin | Enska fyrsta deildin | Enska fyrsta deildin | Enska fyrsta deildin |
| 4 | Enska önnur deildin | Enska önnur deildin | Enska önnur deildin | Enska önnur deildin | Enska önnur deildin | Enska önnur deildin |
| 5 | National League | National League | National League | National League | National League | National League |
| 6 | National League North | National League North | National League North | National League South | National League South | National League South |
| 7 | Northern Premier League Premier Division | Northern Premier League Premier Division | Southern Football League Premier Division | Southern Football League Premier Division | Isthmian League Premier Division | Isthmian League Premier Division |
| 2.859375
|
# Enska knattspyrnusambandið
Enska knattspyrnusambandið (Enska: The Football Association eða The FA) er heildarsamtök enskra knattspyrnufélaga, hefur yfirumsjón með skipulagi fótboltans í landinu og heldur úti landsliðum Englands. Það var stofnað árið 1863, að miklu leyti með það að markmiði að samræma reglur íþróttarinnar og er því elsta knattspyrnusamband heimsins. Bikarkeppni Enska knattspyrnusambandsins, sem stofnuð var árið 1871, er elsta samfellda knattspyrnukeppni veraldar. Sambandið á aðild að alþjóðasamtökunum FIFA og UEFA, auk þess að vera aðili að Bresku Ólympíunefndinni.
## Samskiptin við Alþjóðaknattspyrnusambandið
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, var stofnað árið 1904 án þátttöku knattspyrnusambandanna frá Bretlandseyjum. Eftir nokkrar samningaviðræður féllust bresku löndin á að ganga inn ári síðar, en sambúðin var alla tíð erfið. Eftir fyrri heimsstyrjöldina gengu bresku knattspyrnusamböndin úr FIFA á nýjan leik til að mótmæla því að löndin sem töpuðu stríðinu fengju að halda aðild sinni. Sú afstaða mildaðist eftir því sem leið frá stríðinu og árið 1924 gengu samböndin á ný til liðs við FIFA.
Aftur reyndist FIFA-aðildin skammlíf og komu nú til deilur um áhugamennsku eða atvinnumennsku í greininni. Breska Ólympíunefndin hafði barist harðlega gegn því að heimilað væri að greiða íþróttamönnum fyrir vinnutap sem hlytist af þátttöku þeirra á Ólympíuleikunum. Álitu Bretar að þar væri í raun um að ræða atvinnumennsku í dulargervi. Árið 1928 samþykkti FIFA tillögu Svisslendinga um að heimila slíkar greiðslur að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í mótmælaskyni sagði Enska knattspyrnusambandið sig úr FIFA og tóku Englendingar því ekki þátt í fyrstu þremur heimsmeistarakeppnunum.
Árið 1946 gekk Enska knattspyrnusambandið á ný til liðs við FIFA. Gerðu Englendingar þegar að kröfu sinni að Japan og Þýskalandi yrði vikið úr sambandinu og var fallist á þau skilyrði. Englendingar tóku því þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Brasilíu árið 1950. Þrír af níu forsetum FIFA hafa komið úr röðum Enska knattspyrnusambandsins.
| 3.546875
|
# Enska knattspyrnudeildin
Enska knattspyrnudeildin (enska: Football League) er knattspyrnudeild félagsliða í Englandi og Wales. Hún var stofnuð árið 1888 og er því elsta knattspyrnudeild heims. Deildin var efsta deild enskrar knattspyrnu frá stofnun til ársins 1992 þegar 22 efstu liðin klufu sig úr henni og stofnuðu Ensku úrvalsdeildina. Ástæða þess var meðal annars aukinn kostnaður í kjölfar hertra reglna um öryggi leikvanga og aðgerða til að stöðva ofbeldi á knattspyrnuleikjum.
Frá 1995 hefur deildin skipst í þrennt: meistaradeild, fyrstu deild og aðra deild. Efstu liðin í meistaradeildinni skipta um sæti við neðstu liðin í úrvalsdeildinni og neðstu liðin í annarri deild skipta um sæti við efstu liðin í Enska knattspyrnuráðinu.
Frumkvæðið að stofnun deildarinnar kom frá formanni Aston Villa, William McGregor, þremur árum eftir að Enska knattspyrnusambandið heimilaði atvinnumennsku í knattspyrnu. Hugsanlega byggðist hugmynd hans á nýrri deild í amerískum háskólafótbolta sem enskir fjölmiðlar greindu frá árið áður.
| 3.390625
|
# Enska meistaradeildin
Enska meistaradeildin (e. Football League Championship), áður þekkt sem enska fyrsta deildin, er næstefsta atvinnumannadeild í knattspyrnu á Englandi. Fyrsta tímabil deildarinnar var tímabilið 2004-2005. Þátttökuliðin eru 24 talsins, þau tvö efstu og sigurvegarar í umspilskeppni færast upp í Ensku úrvalsdeildina en botnliðin þrjú falla niður í Ensku fyrstu deildina.
## Þátttökulið tímabilið 2024-2025
| Félag | Heimavöllur | Fjöldi |
| -------------------- | ------------------------------- | ------ |
| Blackburn Rovers | Ewood Park | 31.367 |
| Bristol City | Ashton Gate | 27.000 |
| Burnley F.C. | Turf Moor | 21.944 |
| Cardiff City | Cardiff City Stadium | 33.316 |
| Coventry City | Coventry Building Society Arena | 32.609 |
| Derby County | Pride Park Stadium | 32.956 |
| Hull City | MKM Stadium | 25.586 |
| Leeds United | Elland Road | 37.608 |
| Luton Town | Kenilworth Road | 12.000 |
| Middlesbrough F.C. | Riverside Stadium | 34.000 |
| Millwall FC | The Den | 20.146 |
| Norwich City | Carrow Road | 27.244 |
| Oxford united | Kassam Stadium | 12.500 |
| Plymouth Argyle | Home Park | 17.900 |
| Portsmouth F.C. | Fratton Park | 20.899 |
| Preston North End | Deepdale | 23.408 |
| Queens Park Rangers | Loftus Road | 18.439 |
| Sheffield United | Bramall Lane | 32.050 |
| Sheffield Wednesday | Hillsborough Stadium | 39.732 |
| Stoke City | Bet365 Stadium | 30.089 |
| Sunderland A.F.C. | Stadium of Light | 49.000 |
| Swansea City | Swansea.com Stadium | 21.088 |
| Watford F.C. | Vicarage Road | 22.200 |
| West Bromwich Albion | The Hawthorns | 26.850 |
| 3.109375
|
# Enska biskupakirkjan
Enska biskupakirkjan er ríkiskirkja Englands. Höfuð hennar er Karl 3. Bretakonungur. Kirkjan er biskupakirkja sem Hinrik 8. Englandskonungur stofnaði árið 1534 til að geta ógilt hjónaband sitt og Katrínar af Aragon. Þannig hófst Enska siðbótin. Í valdatíð Elísabetar 1. var ákveðið að kirkjan skyldi vera bæði kaþólsk kirkja sem hluti af einni alheimskirkju sem byggist á postullegu trúarjátningunni, Níkeujátningunni og Aþanasíusarjátningunni og siðbótarkirkja sem byggist á þrjátíu og níu greinum ensku kirkjunnar og Almennu bænabókinni frá 1549.
Messur ensku biskupakirkjunnar fara fram á ensku. Stjórn kirkjunnar er í höndum biskupa sem eru höfuð biskupsdæma. Æðsti biskupinn er erkibiskupinn í Kantaraborg en höfuð kirkjunnar er Bretakonungur. Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar setur kirkjunni lög sem breska þingið verður að samþykkja. Biskupar eru skipaðir af forsætisráðherra Bretlands (fyrir hönd konungs) samkvæmt tillögum frá sérstakri nefnd. Konur gátu fyrst orðið prestar í ensku biskupakirkjunni árið 1994 en höfðu áður getað orðið djáknar frá 1861. Libby Lane var fyrsta konan sem skipuð var biskup ensku biskupakirkjunnar árið 2015 en fyrsta konan sem fékk biskupsdæmi var Rachel Treweek skipuð síðar sama ár. Gifting samkynhneigðra er ekki heimil en biskupar kirkjunnar hafa „blessað“ borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra.
Kirkjunni er skipt í tvö höfuðsvæði: Kantaraborg í suðri og Jórvík í norðri þar sem erkibiskupar sitja. Alls eru 42 biskupsdæmi um England. 26 biskupar sitja í lávarðadeild breska þingsins (e. House of Lords) sem hefur þó takmörkuð völd.
Kirkjan sér um 16.000 kirkjur og 42 dómkirkjur í landinu. Kirkjusókn hefur fallið undir milljón manns (þeir sem sækja kirkju a.m.k. vikulega) eða niður í 760.000 (2015).
Meðlimir hennar telja um 26 milljónir eða um 47% mannfjöldans.
| 3.5
|
# Enska fyrsta deildin (1888-1992)
Enska fyrsta deildin (Football League First Division) var fyrrum efsta deild enskrar knattspyrnu sem var virk frá 1888 til 1992. Með endurskipulagningu var Enska úrvalsdeildin var stofnuð og síðar enska meistaradeildin o.fl. (2004).
Deildin var stofnuð árið 1888 með 12 félögum: Accrington, Aston Villa, Blackburn Rovers, Bolton Wanderers, Burnley, Derby County, Everton, Notts County, Preston North End, Stoke (nú Stoke City), West Bromwich Albion og Wolverhampton Wanderers.
Liverpool FC unnu gömlu ensku fyrstu deildina oftast eða 18 sinnum.
| Ár | Sigurvegari | Markakóngur |
| ------- | --------------------------------- | ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- |
| 1889 | Preston North End | John Goodall (20) (Preston) |
| 1890 | Preston North End | Nicholas J. Ross (22) (Preston) |
| 1891 | Everton | John Southworth (26) (Blackburn) |
| 1892 | Sunderland A.F.C. | John M. Campbell (32) (Sunderland) |
| 1893 | AFC Sunderland | John M. Campbell (30) (Sunderland) |
| 1894 | Aston Villa | John (Jack) Southworth (27) (Everton) |
| 1895 | AFC Sunderland | John M. Campbell (21) (Sunderland) |
| 1896 | Aston Villa | John J. Campbell (26) (Aston Villa) |
| 1897 | Aston Villa | Stephen Bloomer (24) (Derby) |
| 1898 | Sheffield United | Frederick Wheldon (23) (Aston Villa) |
| 1899 | Aston Villa | Stephen Bloomer (24) (Derby) |
| 1900 | Aston Villa | William Garraty (27) (Aston Villa) |
| 1901 | Liverpool FC | Stephen Bloomer (24) (Derby) |
| 1902 | AFC Sunderland | James Settle (18) (Everton) |
| 1903 | Sheffield Wednesday | Samuel F. Raybould (31) (Liverpool) |
| 1904 | Sheffield Wednesday | Stephen Bloomer (20) (Derby) |
| 1905 | Newcastle United | Arthur S. Brown (21) (Sheffield Utd.) |
| 1906 | Liverpool FC | Albert Shepherd (26) (Bolton) |
| 1907 | Newcastle United | Alexander S. Young (28) (Everton) |
| 1908 | Manchester United | Enoch West (28) (Nott. Forest) |
| 1909 | Newcastle United | Bertram C. Freeman (38) (Everton) |
| 1910 | Aston Villa | John (Jack) Parkinson (30) (Liverpool) |
| 1911 | Manchester United | Albert Shepherd (25) (Newcastle) |
| 1912 | Blackburn Rovers | Joseph H. Hampton (25) (Aston Villa), George H. Holley (25) (Sunderland) og David P. McLean (25) (Sheffield Wednesday) |
| 1913 | AFC Sunderland | David P. McLean (30) (Sheffield Wednesday) |
| 1914 | Blackburn Rovers | George W. Elliott (31) (Middlesbrough) |
| 1915 | Everton | Robert Parker (36) (Everton) |
| 1916–19 | Ekki spilað: Fyrri heimsstyrjöld | Ekki spilað: Fyrri heimsstyrjöld |
| 1920 | West Bromwich Albion | Fred Morris (37) (West Bromwich Albion) |
| 1921 | Burnley FC | Joseph (Joe) Smith (38) (Bolton) |
| 1922 | Liverpool | Andrew N. Wilson (31) (Middlesbrough) |
| 1923 | Liverpool | Charles M. Buchan (30) (Sunderland) |
| 1924 | Huddersfield Town | Wilf Chadwick (28) (Everton) |
| 1925 | Huddersfield Town | Frank Roberts (31) (Man. City) |
| 1926 | Huddersfield Town | Edward C. Harper (43) (Blackburn) |
| 1927 | Newcastle United | Jimmy Trotter (37) (Sheffield Wednesday) |
| 1928 | Everton | Dixie Dean (60) (Everton) |
| 1929 | Sheffield Wednesday | David Halliday (43) (Sunderland) |
| 1930 | Sheffield Wednesday | Victor M. Watson (42) (West Ham) |
| 1931 | Arsenal | Thomas (Pongo) Waring (49) (Aston Villa) |
| 1932 | Everton | Dixie Dean (45) (Everton) |
| 1933 | Arsenal | John Bowers (35) (Derby County) |
| 1934 | Arsenal | John Bowers (34) (Derby County) |
| 1935 | Arsenal | Edward (Ted) Drake (42) (Arsenal) |
| 1936 | AFC Sunderland | William G. Richardson (39) (West Bromwich Albion) |
| 1937 | Manchester City | Frederick C. Steel (33) (Stoke City) |
| 1938 | Arsenal | Thomas Lawton (28) (Everton) |
| 1939 | Everton | Thomas Lawton (34) (Everton) og Michael Fenton (34) (Middlesbrough) |
| 1940–46 | Ekki spilað: Seinni heimsstyrjöld | Ekki spilað: Seinni heimsstyrjöld |
| 1947 | Liverpool | Dennis Westcott (37) (Wolves) |
| 1948 | Arsenal | Ronald Rooke (33) (Arsenal) |
| 1949 | Portsmouth FC | William Moir (25) (Bolton) |
| 1950 | Portsmouth FC | Richard D. Davies (25) (Sunderland) |
| 1951 | Tottenham Hotspur | Stanley Mortensen (30) (Blackpool) |
| 1952 | Manchester United | George O. Robledo (33) (Newcastle) |
| 1953 | Arsenal | Charles Wayman (23) (Preston) und Peter Harris (23) (Portsmouth) |
| 1954 | Wolverhampton Wanderers | James Glazzard (29) (Huddersfield) |
| 1955 | Chelsea FC | Ronald Allen (27) (West Bromwich Albion) |
| 1956 | Manchester United | Nat Lofthouse (32) (Bolton) |
| 1957 | Manchester United | John Charles (38) (Leeds) |
| 1958 | Wolverhampton Wanderers | Robert A. Smith (36) (Tottenham) |
| 1959 | Wolverhampton Wanderers | Jimmy Greaves (33) (Chelsea) |
| 1960 | Burnley | Dennis S. Violett (32) (Man. Utd.) |
| 1961 | Tottenham Hotspur | James P. (Jimmy) Greaves (41) (Chelsea) |
| 1962 | Ipswich Town | Raymond Crawford (33) (Ipswich) og Derek Kevan (33) (West Bromwich Albion) |
| 1963 | Everton | James P. (Jimmy) Greaves (37) (Tottenham) |
| 1964 | Liverpool | James P. (Jimmy) Greaves (35) (Tottenham) |
| 1965 | Manchester United | Matthew A. McEvoy (29) (Blackburn) og James P. (Jimmy) Greaves (29) (Tottenham) |
| 1966 | Liverpool | Roger Hunt (30) (Liverpool) |
| 1967 | Manchester United | Ronald T. Davies (37) (Southampton) |
| 1968 | Manchester City | George Best (28) (Man. Utd.) og Ronald T. Davies (28) (Southampton) |
| 1969 | Leeds United | James P. (Jimmy) Greaves (27) (Tottenham) |
| 1970 | Everton | Jeffrey Astle (25) (West Bromwich Albion) |
| 1971 | Arsenal | Anthony J. Brown (28) (West Bromwich Albion) |
| 1972 | Derby County | Francis H. (Franny) Lee (33) (Man. City) |
| 1973 | Liverpool | Bryan S. (Pop) Robson (28) (West Ham) |
| 1974 | Leeds United | Michael R. Channon (21) (Southampton) |
| 1975 | Derby County | Malcolm I. Macdonald (21) (Newcastle) |
| 1976 | Liverpool | Edward J. MacDougall (23) (Norwich) |
| 1977 | Liverpool | Malcolm I. Macdonald (25) (Arsenal) og Andrew M. Gray (25) (Aston Villa) |
| 1978 | Nottingham Forest | Robert D. Latchford (30) (Everton) |
| 1979 | Liverpool | Frank S. Worthington (24) (Bolton) |
| 1980 | Liverpool | Philip J. Boyer (23) (Southampton) |
| 1981 | Aston Villa | Peter Withe (20) (Aston Villa) og Steven Archibald (20) (Tottenham) |
| 1982 | Liverpool | Kevin Keegan (26) (Southampton) |
| 1983 | Liverpool | Luther Blissett (27) (Watford) |
| 1984 | Liverpool | Ian Rush (32) (Liverpool) |
| 1985 | Everton | Kerry M. Dixon (24) (Chelsea) og Gary Lineker (24) (Leicester) |
| 1986 | Liverpool | Gary Lineker (30) (Everton) |
| 1987 | Everton | Clive D. Allen (33) (Tottenham) |
| 1988 | Liverpool | John W. Aldridge (26) (Liverpool) |
| 1989 | Arsenal | Alan M. Smith (23) (Arsenal) |
| 1990 | Liverpool | Gary Lineker (24) (Tottenham) |
| 1991 | Arsenal | Alan M. Smith (22) (Arsenal) |
| 1992 | Leeds United | Ian Wright (32) (Crystal Palace/Arsenal) |
| 2.765625
|
# Enska borgarastyrjöldin
Enska borgarastyrjöldin var röð vopnaðra átaka milli fylgismanna enska þingsins og fylgismanna konungs í Englandi 1642 til 1651. Fyrsta (1642-1646) og annað (1648-1649) borgarastríðið börðust stuðningsmenn Karls 1. við her Langa þingsins, en í þriðja borgarastríðinu (1649-1651) börðust stuðningsmenn Karls 2. við Afgangsþingið. Borgarastyrjöldinni lyktaði með sigri þingsins í orrustunni við Worcester 3. september 1651.
Afleiðingar borgarastyrjaldarinnar voru þær að Karl 1. var settur af og hálshöggvinn og sonur hans, Karl 2., hrakinn í útlegð. Í stað konungs tók Enska samveldið við 1649 til 1653 og síðan verndarríkið 1653 til 1659 sem var í raun einræði Olivers Cromwell. Einokun ensku biskupakirkjunnar á trúarlífi í landinu lauk, og sigurvegararnir styrktu enn í sessi yfirtöku mótmælenda á Írlandi. Borgarastyrjöldin festi í sessi þá hugmynd að breskir konungar gætu ekki ríkt án stuðnings þingsins (þingbundin konungsstjórn) þótt það væri ekki formlega staðfest fyrr en með dýrlegu byltingunni síðar á 17. öld.
Ólíkt öðrum enskum borgarastyrjöldum, sem snerust fyrst og fremst um það hver skyldi verða konungur, snerist enska borgarastyrjöldin öðrum þræði um tegund stjórnarfars. Sumir sagnfræðingar vilja því nota hugtakið „enska byltingin“ um ensku borgarastyrjöldina.
| 3.6875
|
# Elín Briem
Elín Rannveig Briem (19. október 1856 – 4. desember 1937) eða Elín Briem Jónsson var skólastjóri eða forstöðukona Kvennaskólans á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu 1883-1895. Síðar stofnaði hún Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.
## Uppruni og menntun
Elín fæddist á Espihóli í Eyjafirði, dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var sýslumaður Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af nítján. Árið 1861 varð Eggert sýslumaður Skagfirðinga og flutti fjölskyldan þá fyrst að Viðvík í Viðvíkursveit en árið eftir að Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Þar bjuggu þau í tíu ár en vorið 1872, þegar Elín var 15 ára, fluttu þau að Reynistað.
Elín fékk menntun í heimaskóla eins og systkini hennar en bræðurnir fóru svo í framhaldsnám. Elín hafði mikinn hug á meira námi en á því var þá ekki kostur. Þess í stað hvatti hún til þess að kvennaskóla yrði komið á fót í héraðinu og var það gert haustið 1877, þegar Kvennaskóli Skagfirðinga hóf störf í Ási í Hegranesi. Elín tók að sér kennslu þar um veturinn og eins næstu tvö árin, þegar skólinn var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, en illa gekk að fá honum fastan samastað. Þegar Húnvetningar stofnuðu kvennaskóla var Elín fengin til að stýra honum eftir fyrsta veturinn og gerði það á meðan skólinn var á Lækjamóti í Víðidal.
## Ytri-Ey og Kvennafræðarinn
Sumarið 1881 réðist Elín í að sigla til náms í Danmörku og lauk prófi frá húsmæðrakennaraskóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn vorið 1883. Hún fór þá heim og tók við stjórn Kvennaskólans á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem var sameiginlegur skóli Húnvetninga og Skagfirðinga. Þar kenndi hún til 1895 og hafði með sér tvo kennara. Í þessum skóla voru ekki eingöngu kenndar hannyrðir, matreiðsla og önnur hússtörf, heldur líka danska, enska, saga, landafræði, reikningur, skrift og fleira. Námsmeyjar voru fyrst tuttugu að tölu en fjölgaði síðar.
Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarinn sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Áður höfðu komið út tvær matreiðslubækur á íslensku, árið 1800 og um miðja 19. öld, en hvorug náði mikilli útbreiðslu. Það gerði Kvennafræðarinn aftur á móti, seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentuð fjórum sinnum. Bókin hafði veruleg áhrif á íslenska matargerð og einnig á hússtjórn, hreinlæti og margt annað.
## Hjónabönd og hússtjórnarskólar
Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið 1895, hætti störfum við skólann og flutti til Reykjavíkur en Sæmundur dó tæpu ári síðar. Elín kenndi við Kvennaskólann næstu ár en beindi jafnframt kröftum sínum í að berjast fyrir stofnun hússtjórnarskóla í Reykjavík, því að hún vildi hafa skóla þar sem áherslan var á verkmenntun húsmæðra en ekki bóklegar greinar. Með miklum dugnaði við fjáröflun tókst henni að hrinda áformi sínu í framkvæmd og Hússtjórnarskóli Reykjavíkur var stofnaður 1897. Elín rak skólann, þótt hún stýrði honum ekki, til 1901 en þá flutti hún aftur norður og tók við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey.
Hún stýrði skólanum í tvö ár en þá giftist hún öðru sinni, Stefáni Jónssyni verslunarstjóra á Sauðárkróki, sem hún hafði reyndar verið trúlofuð þegar hún var ung stúlka. Ekki varð það hjónaband mjög langvinnt heldur því að hann dó 1910. Þá tók hún aftur við stjórn skólans á Blönduósi en sagði upp starfi sínu 1915 vegna heilsuleysis og flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hún eftir það og starfaði mikið að kvenréttindamálum og þá einkum þeim sem vörðuðu menntun kvenna. Eftir að Elín giftist Stefáni var hún ævinlega nefnd Elín Briem Jónsson.
Í grein sem skrifuð var í tímaritið 19. júní á sjötugsafmæli Elínar segir að hún hafi jafnan stýrt húnvetnska kvennaskólanum „með áhuga, röggsemi og lipurð, og sérstaklega næmum skilning á hvað best hentaði íslenskum staðháttum, og hversu nemendur gætu haft sem mest not skólavistarinnar. Enda brá svo við að hvert sinn er hún kom að skólanum jókst aðsókninað honum stórum".
Elín Briem hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.
| 3.96875
|
# Elín Hirst
Elín Stefánsdóttir Hirst (fædd 4. september 1960) er íslenskur sagnfræðingur, fjölmiðlakona og fyrrum þingmaður. Hún var fréttastjóri bæði á Stöð 2 og Sjónvarpinu og hefur einnig gert nokkrar heimildarmyndir. Hún var kosin á Alþingi í Alþingiskosningum 2013 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi og sat til ársins 2016.
## Ævi
Elín fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hennar Stefán Hirst lögfræðingur og Valdís Vilhjálmsdóttir. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979, grunnfagsprófi í þjóðhagfræði frá Óslóarháskóla árið 1981, BS-prófi í sjónvarpsfréttamennsku frá University of Florida 1984, og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2005.
Elín hóf störf við fjölmiðla árið 1984 og varð fréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni árið 1993.
Þegar hún hætti störfum þar gerði hún heimildarmynd um Þjóðverja sem búsettir voru á Íslandi þegar Bretar hernámu landið 1940 og voru fluttir í fangabúðir á eynni Mön, þar sem þeir dvöldu öll stríðsárin. Einn þeirra var afi Elínar, Karl Hirst, og komst hann ekki aftur til fjölskyldu sinnar á Íslandi fyrr en eftir sjö ára fjarveru. Hún hefur einnig gert heimildarmyndir um önnur efni, svo sem um Íslendinga í Vesturheimi og um spænsku veikina, þar sem hún fór meðal annars til Svalbarða og fylgdist með þegar lík nokkurra manna sem dóu þar úr veikinni 1920 voru grafin úr sífreranum.
Elín var svo fréttastjóri á DV um skeið. Hún hóf störf á Sjónvarpinu 2002 og starfaði þar til 2008, lengst af sem fréttastjóri. Hún hefur lokið meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.
Elín á tvo syni með fyrrum eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, fyrrum framkvæmdastjóri Skjás 1.
| 2.6875
|
# Elínbergur
Elínbergur er íslenskt karlmannsnafn.
| 1.015625
|
# Elínbjörg
Elínbjörg er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.125
|
# Elínbjört
Elínbjört er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.078125
|
# Elímar
Elímar er íslenskt karlmannsnafn.
| 0.972656
|
# Elína
Elína er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.078125
|
# Elínbet
Elínbet er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.015625
|
# Elín
Elín er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.078125
|
# Elín Metta Jensen
Elín Metta Jensen er íslensk fyrrum knattspyrnukona og læknir. Hún spilaði með Val og íslenska landsliðinu.
Elín hóf leik í úrvalsdeild kvenna árið 15 ára gömul árið 2010 og árið 2012 hlaut hún gullskóinn (ásamt Söndru Maríu Jessen) fyrir 18 mörk í jafnmörgum leikjum. Hún varð markahæst ásamt 2 öðrum í Pepsimaxdeild kvenna árið 2019 með 16 mörk.
Elín spilaði með aðallandsliðinu frá 2013. Árið 2017 skoraði hún og gaf tvær stoðsendingar í sigri gegn Þýskalandi.
Hún lagði skóna á hilluna árið 2022 til að einbeita sér að læknisstarfi.
Í öllum keppknum spilaði Elín 411 leiki og skoraði 301 mark.
## Tengill
KSÍ - Elín Metta Jensen
| 2.265625
|
# Geirþjófsfjörður
Geirþjófsfjörður er einn af Suðurfjörðum í Arnarfirði, langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir Trostansfirði (frá Kópanesi ysti í Arnarfirði og inn í fjarðarbotn í Geirþjófsfirði eru um 40 km). Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó. Helsta undirlendi er í fjarðarbotninum en þó fremur lítið. Enginn bílvegur liggur í fjörðinn en vegurinn um Dynjandisheiði milli Vatnsfjarðar og Dynjanda í Arnarfirði liggur ofan við botn fjarðarins og blasir hann við af heiðinni.
Þrír bæir voru í firðinum og eru allir nú í eyði, þar að auki var bærinn Steinanes utar í hlíðum Langaness. Þar stenda enn rústir af steinsteyptu húsi.
Norðan við fjörðinn var jörðin Krosseyri á sérkennilegum tanga sem myndast af andstæðum straumum, annars vegar innan úr Geirþjófsfirði og hinn utan frá Arnarfirði. Þar stendur enn steypt íbúðarhús. Sagnir herma að sjávarskrímsli hafi sést síðast hér á landi í fjöru á Krosseyri.
Sunnan við fjörðinn var Sperðlahlíð. Þar má sjá tóftir eftir bústaðs- og gripahús enda var þar búið í torfhúsi þangað til jörðin fór í eyði á fjóra áratug tuttugustu aldar.
Innst í firðinum og stærsta jörðin var Langibotn þar sem Geirþjófur Valþjófsson landnámsmaður er talinn hafa búið og Auðarbær þar sem kona útlagans Gísla Súrssonar bjó í útlegð hans. Dalurinn upp af botni Geirþjófsfjarðar einkennist af allmiklum birkiskógi með ívafi af reyni. Hluti hans var afgirtur og friðaður um 1930 og hófst þá gróðursetning barrtrjáa af ýmsum tegundum og var því haldið áfram fram á áttunda áratuginn. Hafa sumar tegundir tekið vel við sig, sérlega furur, og eru þar nokkur væn tré. Þegar Langibotn fór í eyði 1969 komst hann í eigu Skógræktar ríkisins, síðar Landgræðslusjóðs. Þar stendur enn íbúðarhús úr timbri, upphaflega flutt til Siglufjarðar af norskum hvalveiðimönnum um 1840 en til Geirþjófsfjarðar um 1880.
## Holur á botni
Um miðjan Geirþjófsfjörð eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar árið 2002. Köfunarþjónustan ehf. kannaði þær nánar í október og nóvember 2022.
Þar funndust og mældust þrjár stórar holur og þrjár minni. Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi.
Giskað er á að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva þar sem erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt.
Í greininni í Náttúrufræðingnum er þó einnig sagt: ”Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu, og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.”
## Gísla saga Súrssonar
Geirþjófsfjörður er eitt meginsögusvið Gísla sögu Súrssonar og hefur það verið lifandi söguhefð í Arnarfirði að hún hafi þar átt sér stað í raun. Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum Einhamri þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.
| 3.65625
|
# Geirþrúður
Geirþrúður er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.1875
|
# Geislafura
Geislafura (fræðiheiti: Pinus radiata) er furutegund ættuð frá suðvesturströnd Norður Ameríku.
| 2.328125
|
# Geirþjófur
Geirþjófur er íslenskt karlmannsnafn.
| 1.1875
|
# Geislabobbi
Geislabobbi (fræðiheiti: Nesovitrea hammonis) er tegund landsniglum í laukbobbaætt (Oxychilidae). Tegundin er útbreidd á palearktíska svæðinu.
Hann er útbreiddur á láglendi á Íslandi.
| 2.71875
|
# Geirþjófur Valþjófsson
Geirþjófur Valþjófsson var íslenskur landnámsmaður og nam land um Suðurfirði Arnarfjarðar, Fossfjörð, Reykjarfjörð, Trostansfjörð og Geirþjófsfjörð og bjó í Geirþjófsfirði. Í Landnámu segir að kona hans hafi verið Valgerður, dóttir Úlfs hins skjálga. Sonur þeirra var Högni kvæntur Auði dóttur Ólafs og Þóru Gunnsteinsdóttur. Atli var sonur þeirra kvæntur Þuríði Þorleifsdóttur, Eyvindarsonar knés (landnámsmanns í Álftafirði í Djúpi).
| 2.265625
|
# Geisladiskadrif
Geisladiskadrif er tölvuíhlutur sem les gögn af geisladiskum. Þannig er hægt að dreifa tölvugögnum, forritum og öðrum með einföldum hætti. Sum geisladiskadrif eru samsteypa af geislaskrifara (drif sem skrifar gögn á geisladisk) og DVD-drifi (og -skrifara).
| 3.15625
|
# Geisladiskur
Geisladiskur (ensku: Compact Disc, skammstafað CD) er gagnadiskur, sem einkum er notaður til að geyma tónlist. Diskurinn er jafnstór að flatarmáli og mynddiskur (einnig kallaður DVD), en getur að hámarki geymt um 780 megabæt, sem er um það bil einn sjötti af því gagnamagni sem eldri mynddiskar geta geymt. Geislanum sem les geisladiska er miðað undir geisladiskinn, og hann les diskinn frá miðju og út að brún.
| 3.375
|
# Geirþrúðardagur
Geirþrúðardagur er 17. mars og er tileinkaður hinni heilögu Geirþrúði frá Nivelles í Belgíu sem fæddist 626 og dó 17. mars 659. Hún var dóttir Pepin I frá Landen, heldrimanns frá Frankaveldi (d. 640), og Ida frá Nivelles (597-652). Hún sneri sér ung til kaþólskrar trúar og varð orðin abbadís um tvítugt.
Á dánardægri hennar 17. mars 1610 varð mikill bylur á Íslandi með mann- og fjártjóni í Miðfirði, Borgarfirði og í Kolbeinsstaðahrepp. Í Skarðsárannál má lesa um þetta og er bylur þessi kallaður Geirþrúðarbylur.
| 2.78125
|
# Geislablaðka
Geislablaðka (fræðiheiti: Lewisia columbiana) er fjölær jurt af ættinni Montiaceae. Hún er ættuð frá vesturhluta Bandaríkjanna og frá Bresku-Kólumbíu í Kanada.
## Undirtegundir
Undirtegundir geislablöðku eru:
- - Lewisia columbiana var. columbiana: Kanada (Bresku-Kólumbíu), Bandaríkin (Washington, Oregon)
- Lewisia columbiana var. rupicola (English) C.L.Hitchc.: Kanada (Bresku-Kólumbíu), Bandaríkin (Washington, Oregon)
- Lewisia columbiana var. wallowensis C.L.Hitchc.: Bandaríkin (Idaho, Montana, Oregon)
- Blóm
| 2.734375
|
# FC Augsburg
Fußball-Club Augsburg 1907 e. V., oftast þekkt sem FC Augsburg þýskt knattspyrnufélag stofnað í Augsburg. Liðið spilar heimaleiki sína á WWK Arena. Með liðinu spilar íslenski framherjinn Alfreð Finnbogason.
## Leikmenn
### Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir félagið
- Helmut Haller
- Bernd Schuster
- Raimond Aumann
- Ulrich Biesinger
- Karlheinz Riedle
- Armin Veh
- Edmond Kapllani
- Milan Petržela
## Þekktir fyrrum Þjálfarar
- Armin Veh
- Max Merkel
## Tengill
- [ Heimasíða félagsins]
| 1.898438
|
# FC 08 Homburg
FC Homburg er Þýskt Knattspyrnufélag Staðsett í Homburg,Saarland
| 1.226563
|
# FC Baltika Kaliningrad
FC Baltika er knattspyrnufélag frá Kaliningrad í Rússlandi.Þeir spila núna í næstefstu deild Rússlands.
| 1.546875
|
# FC Daugava
FC Daugava er lettneskt knattspyrnufélag með aðsetur í borginni Daugava. Félagið var stofnað árið 1944 .
## Saga
Árið 2006 keypti rússneski auðmaðurinn Igor Malishkov félagið. Hann breytti nafni félagsins í FC Daugava. Hann fór einnig að taka til í innviðum félagsins og hóf að skypuleggja byggingu að nýjum leikvangi. Malishkov réð rússan Sergei Petrenko sem þjálfara liðsins, hann hafði náð gríðalega góðum árangri sem þjálfari FC Torpedo Moskva, hann sagði þó upp störfum af fjölsylduástæðum. í júní árið 2007 var Igor Gamula ráðinn til starfa, enn hann hóf þó ekki að stýra liðinu fyrr enn í ágúst árið 2008.
19.júlí árið 200 var Daugava Stadium formlega opnaður. það sama ár báru þeir sigur úr bítum í lettnesku bikarkeppninni í fyrsta sinn í sög félagsins. 88.febrúar árið 2009 lenti félagið í fjárhagserfiðleikum og var sameinað Dinaburg og sameinuðust liðin undir nafninu Dinaburg. . uppúr því samstarfi slitnaði þó. Og Daugava var boðið af lettnseska knattspyrnusambandinu að spila í úrvalsdeild árið 2010.
## Titlar
- Úrvalsdeildin: 1
- 2012
- Lettneska Bikarkeppnin: 1
- 2008
| 2.390625
|
# Gabríela
Gabríela er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.09375
|
# Gabrielle Anwar
Gabrielle Anwar(fædd, 4. febrúar 1970) er ensk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Scent of a Woman, The Three Musketeers og The Tudors.
## Einkalíf
Anwar er fædd og uppalinn í Laleham, Middlesex á Englandi og stundaði nám við Italia Conti Academy of Theatre Arts í drama og dansi.
Anwar fluttist nítján ára gömul til Los Angeles ásamt bandaríska leikaranum Craig Sheffer en þau kynntust í London og saman eiga þau eina dóttur. Var hún síðan gift leikaranum John Verea og saman eiga þau tvö börn.
Hefur hún síðan 2010 verið í sambandi við veitingahúsaeigandann Shareef Malnik.
## Ferill
### Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Anwar var árið 1986 í Hideaway. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við First Born, Press Gang, Beverly Hills 90210, John Doe, Law & Order: Special Victims Unit og The Tudors.
Anwar lék fyrrverandi IRA fulltrúann Fiona Glenanne í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.
### Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Anwar var árið 1988 í Manifesto. Árið 1992 var henni boðið lítið hlutverk í Scent of a Woman sem Donna, þar sem hún dansar tangó við persónu Al Pacino. Lék hún á móti Charlie Sheen, Kiefer Sutherland og Chris O´Donnell í The Three Musketeers árið 1993. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Nevada, If You Only Knew, Save It for Later og A Warrior´s Heart.
## Kvikmyndir og sjónvarp
| Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir |
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| --------------- | ------------------------------------------------- | --------------------------------- | -------------------------- |
| 1988 | Manifesto | Tina | |
| 1991 | If Looks Could Kill | Mariska | |
| 1991 | Wild Hearts Can't Be Broken | Sonora Webster | |
| 1992 | Scent of a Woman | Donna | |
| 1993 | Body Snatchers | Marti Malone | |
| 1993 | For Love or Money | Andy Hart | |
| 1993 | The Three Musketeers | Drottningin Anne | |
| 1995 | Innocent Lies | Celia Graves | |
| 1995 | Things to Do in Denver When You're Dead | Dagney | |
| 1996 | The Grave | Jordan | |
| 1997 | Nevada | Linny | |
| 1998 | Beach Movie | Sunny | |
| 1999 | The Manor | Charlotte Kleiner | |
| 1999 | Kimberly | Kimberly | |
| 2000 | If You Only Knew | Kate | |
| 2000 | The Guilty | Sophie Lennon | |
| 2000 | North Beach | Lu | |
| 2001 | Flying Virus | Ann Bauer | |
| 2003 | Save It For Later | Catherine | |
| 2006 | 9/Tenths | Jessica | |
| 2006 | The Marsh | Claire Holloway | |
| 2006 | Crazy Eights | Beth Patterson | |
| 2008 | iMurders | Lindsay Jefferies | |
| 2011 | A Warrior's Heart | Claire Sullivan | |
| 2011 | The Family Tree | Nina | |
| Sjónvarp | | | |
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 1986 | Hideaway | Tracy Wright | 6 þættir |
| 1988 | The Storyteller | Lidia | Þáttur: Fearnot |
| 1988 | First Born | Nell Forester | Þáttur nr. 1.3 |
| 1989 | Summer's Lease | Chrissie Kettering | 2 þættir |
| 1989 | Prince Caspian and the Voyage of the Dawn Treader | Prinsessa | 3 þættir |
| 1990 | Press Gang | Sam Black | 12 þættir |
| 1991 | I misteri della giungla nera | Ada Corishant | Sjónvarps-mínisería |
| 1992 | Beverly Hills 90210 | Tricia Kinney | Þáttur: Fire and Ice |
| 1993 | Fallen Angels | Delia | Þáttur: Dead End for Delia |
| 1995 | In Pursuit of Honor | Jessica Stuart | Sjónvarpsmynd |
| 1997 | The Ripper | Florry Lewis | Sjónvarpsmynd |
| 1999 | My Little Assassin | Marita Lorenz | Sjónvarpsmynd |
| 2000 | Without Malice | Susan | Sjónvarpsmynd |
| 2000 | How to Marry a Billionaire: A Christmas Tale | Jenny Seeger | Sjónvarpsmynd |
| 2001 | The Practice | Katie Defoe | Þáttur: Dangerous Liaisons |
| 2002 | Sherlock | Rebecca Doyle | Sjónvarpsmynd |
| 2002-2003 | John Doe | Rachel Penbroke | 2 þættir |
| 2004 | Try to Remember | Lisa Monroe | Sjónvarpsmynd |
| 2005 | Mysterious Island | Jane | Sjónvarpsmynd |
| 2006 | Long Lost Son | Kristen Sheppard/Halloran/Collins | Sjónvarpsmynd |
| 2006 | The Librarian: Return to King Solomon's Mines | Emily Davenport | Sjónvarpsmynd |
| 2007 | The Tudors | Prinsessan Margarét | 6 þættir |
| 2008 | Law & Order: Special Victims Unit | Eva Sintzel | Þáttur: Inconceivable |
| 2010 | Lies Between Friends | Joss Jenner | Sjónvarpsmynd |
| 2011 | Carnal Innocence | Caroline | Sjónvarpsmynd |
| 2007 – til dags | Burn Notice | Fiona Glenanne | 85 þættir |
## Verðlaun og tilnefningar
### Academy of Sciene Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Librarian: Return to King Solomon´s Mines.
### Gemini-verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahluverki í dramaseríu fyrir The Tudors.
### Teen Choice-verðlaunin
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í spennuþætti fyrir Burn Notice.
| 3
|
# Gaddaglæma
Gaddaglæma (fræðiheiti: Aretaon asperrimus) er skordýr sem tilheyrir ættbálk glæma. Gaddaglæman er um 5–9 cm á lengd og finnst helst á Borneó. Hún hefur hárbeitta gadda á höfði, frambol og fótum, svo rándýrum þykir ekki árennilegt að ráðast á hana.
| 2.65625
|
# Gabríel (mannsnafn)
Gabríel er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.171875
|
# Gabríel Belgíuprins
Gabríel Belgíuprins skírður Gabriel Baudouin Charles Marie fæddist þann 20. ágúst 2003. Hann er annað barn Filippusar Belgíukonungs og Matthildar Belgíudrottningar og er annar í röðinni að Belgísku krúnunni á eftir eldri systur sinni Elísabetu prinsessu. Tvö yngri systkini hans eru Emanúel prins og Elenóra prinsessa.
| 2.03125
|
# Gabríela Friðriksdóttir
Gabríela Friðriksdóttir (f. 1971 í Reykjavík) er íslensk listakona og skúlptúristi.
| 1.40625
|
# Gabríella
Gabríella er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.09375
|
# Gaddavír
Gaddavír er vír með hvössum göddum eða blöðum sem er notaður í girðingar og ofaná veggi. Gaddavír var mikið notaður sem vörn í skotgrafahernaði. Sá sem reynir að komast yfir eða gegnum gaddavír verður fyrir óþægindum og á það á hættu að særast alvarlega.
Gaddavír er tiltölulega ódýr og einfaldur í uppsetningu miðað við girðingarefni almennt. Hann er fyrsti vírinn sem hægt var að nota sem aðhald fyrir nautgripi.
| 2.84375
|
# Gaddavír á gresjunni
Gaddavír á gresjunni (franska: Des barbelés sur la prairie) eftir Maurice de Bevere (Morris) og René Goscinny er 29. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1967, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval (f. Le Journal de Spirou) árið 1965.
## Söguþráður
Garðyrkjubóndinn Áslákur hefur keypt landskika á sléttunni miklu. Þegar nautahjörð í eigu hins digra Kussa Kassa, nautabaróns sem situr í nálægum bæ, er rekin þvert yfir jörð Ásláks með tilheyrandi landspjöllum heldur Áslákur til fundar við Kussa á krá hans í Kúagili. Kussi bregst illa við erindinu, en Lukku Láki, sem fyrir tilviljun er staddur á kránni, bjargar bóndanum frá því að verða hengdur í hæsta gálga af Kussa og kumpánum hans. Þegar Áslákur bregður á það ráð að girða land sitt með gaddavír verður fjandinn laus þar sem það þykir jaðra við landráð að reisa gaddavírsgirðingar á sléttunni. Áslákur leitar liðsinnis annarra bænda í héraðinu, en Kussi Kassi smalar til sín digrustu kúakóngum og nautabarónum til að ráða niðurlögum Ásláks og félaga. Það kemur í hlut Lukku Láka að búa bændurna undir komandi uppgjör.
## Fróðleiksmolar
- Bakgrunnur þessarar bókar eru illvígar deilur um jarðnæði og beitarrétt á landi í villta vestrinu sem stundum hafa verið nefndar gaddavírsstríðin (e. The Fence Cutting Wars). Eins og lýst er í bókinni stóðu deilurnar stundum milli kornyrkjubænda annars vegar og kúabaróna hins vegar, en oft var líka um að ræða innbyrðis átök milli jarðeigenda eða landnema og þeirra sem fyrir voru um mörk jarða. Gaddavírinn, sem kom fram á sjónarsviðið í villta vestrinu á seinni hluta 19. aldar, gegndi lykilhlutverki í þessum skærum þar sem hann gerði eigendum jarða kleift að girða lönd sín með minni tilkostnaði en áður. Tóku þá gaddavírsgirðingar að rísa skipulagslaust um alla sléttuna. Þessum átökum lauk með lagasetningu sem bannaði mönnum að eigna sér beitarlönd úr almenningum og gerði vírklippingar refsiverðar.
- Ekki er óhugsandi að Morris og Goscinny hafi einnig sótt innblástur að sögunni í tvær vestrakvikmyndir frá 6. og 7. áratugnum þar sem svipuðum atburðum er lýst, þ.e. vestrunum Shane frá árinu 1953 og Cattle King frá árinu 1963.
## Íslensk útgáfa
Gaddavír á gresjunni var gefin út af Fjölva árið 1979 í íslenskri þýðingu Þórs Stefánssonar. Þetta er 20. bókin í íslensku ritröðinni.
| 3.59375
|
# Girona FC
Girona Futbol Club, S.A.D er knattspyrnufélag sem er starfrækt í Girona í Katalóníu-héraði á Spáni og stofnað árið 1930. Eftir að hafa varið gjörvallri sögu sinni í neðri deildum spænsku knattspyrnunnar komst Girona í fyrsta sinn í efstu deild árið 2017 og aftur árið 2022. Stuðningsmenn félagsins eru margir hverjir virkir í sjálfstæðisbaráttu Katalóna og slagorð í þá veru eru oft áberandi á heimavelli liðsins.
## Saga
Knattspyrna hefur verið iðkuð í Girona frá því í undir lok 19. aldar. Fyrsta burðuga knattspyrnuliðið í borginni var Strong Esport, sem stofnað var árið 1902 undir heitinu FC Gerundense. Á þriðja áratugnum komu svo fram tvö félög til viðbótar sem eitthvað kvað að, CE Girona og UD Girona. Eftir að síðarnefnda liðið lagði upp laupana var ákveðið að koma nýju félagi á laggirnar.
Þann 23. júlí árið 1930 var Girona Futbol Club stofnað á kaffihúsi við aðalverslunargötu borgarinnar. Viku síðar heimiluðu borgaryfirvöld félaginu að fella merki borgarinnar inn í félagsmerkið. Í kjölfarið hóf liðið keppni í héraðsmótum í Katalóníu og leiktíðina 1933-34 hóf það keppni í 3. deild spænsku deildarkeppninnar.
Félagið markaði ekki djúp spor í sögu spænsku deildarinnar næstu áratugina. Í tvígang féll það meira að segja niður úr deildarkeppninni og í héraðskeppnir, leiktíðirnar 1982-83 og 1997-99. Vorið 2008 tókst Girona hins vegar að vinna sér sæti í næstefstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1943. Eftir það fór hagur liðsins ört vænkandi.
### Í fyrsta sinn í La Liga
Sumarið 2010 var tilkynnt um kaup nýrra fjárfesta á meirihluta hlutafjár í Girona. Nýju eigendurnir komu meðal annars á laggirnar varaliði og styrktu innviði félagsins á ýmsan hátt. Á árunum 2013-16 var Girona í þrígang nærri því að tryggja sér sæti í deild hinna bestu og það tókst að lokum vorið 2017 við mikinn fögnuð stuðningsmanna.
Um það bil sem leiktíðin 2017-18 var að hefjast var tilkynnt um kaup fjárfestingarfélags frá Abú Dabí á 44,3% hlutafjár í félaginu. Jafnstór hlutur var í eigu Girona Football Group undir stjórn Pere Guardiola, bróður knattspyrnustjórans Pep Guardiola. Snemma á þessu fyrsta tímabili í La Liga tókst Girona að vinna eftirminnilegan 2:1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid. Girona lauk keppni í 10. sæti vorið 2018. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir og vorið 2019 féll liðið aftur niður í næstefstu deild.
### Snúið aftur með látum
Úrúgvæski leikmaðurinn Cristhian Stuani var í lykilhlutverki hjá Girona í La Liga og fylgdi félaginu niður í 2. deild. Þar hélt hann áfram að raða inn mörkum og átti stóran þátt í að liðinu tókst að komast upp á nýjan leik í gegnum umspil vorið 2022. Leiktíðina 2022-23 jafnaði Girona sinn besta árangur í La Liga þegar það endaði í 10. sæti og var aðeins fjórum stigum frá því að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Tímabilið eftir náði liðið að hreppa 3. sæti deildarinnar.
## Heimasíða Félags
- https://www.gironafc.cat//
| 3.421875
|
# Gisele Bündchen
Gisele Caroline Bündchen (fædd 20. júlí 1980 í Horizontina í Rio Grande do Sul) er brasilísk fyrirsæta.
| 1.078125
|
# Gipsy Kings
Gipsy Kings er frönsk gítarhljómsveit best þekkt fyrir að spila Rumba Catalana, poppaða gerð flamenkótónlistar. Hljómsveitin hlaut fyrst vinsældir fyrir samnefnda plötu sína, Gypsy Kings, sem á voru meðal annars lögin Djobi, Djoba, Bamboleo og Un Amor. Eitt þekktasta lagið þeirra er Volare, en það er rúmbaútgáfa á lagi Domenico Modugnos Nel Blu Dipinto Di blu. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr tveimur spænskum sígaunafjölskyldum, Reyes og Baliardo, en þær eru skyldar og fluttu báðar frá Spáni í borgarastyrjöldinni. Meðlimir sveitarinnar eru:
- Nicolas Reyes - söngur
- Pablo Reyes - bakraddir, gítar
- Canut Reyes - bakraddir, gítar
- Patchai Reyes - bakraddir, gítar
- Andre Reyes - gítar
- Diego Baliardo - gítar
- Paco Baliardo - gítar
- Tonino Baliardo - fyrsti gítar
## Hljómplötur
Gipsy Kings hafa gefið út eftirfarandi plötur:
- Allegria (1982)
- Luna de Fuego (1983)
- Gipsy Kings (1988)
- Mosaique (1989)
- Allegria (Bandaríkjaútgáfa) (1990)
- Este Mundo (1991)
- Live (1992)
- Love and Liberté (1993)
- Greatest Hits (1994)
- The Best of the Gipsy Kings (1995)
- Estrellas (1995)
- Tierra Gitana (1996)
- ''Compas (1997)
- Cantos de Amor (1998)
- Volare: The Very Best of the Gipsy Kings (1999, endurútgefin 2000)
- Somos Gitanos (2001)
- Tonino Baliardo (2003)
- Roots (2004)
- Pasajero (2006)
| 2.609375
|
# Girona
Girona (spænska: Gerona, franska: Gérone) er borg í spænska sjálfstjórnarhéraðinu Katalóníu. Borgin liggur við mót fljótanna Ter, Onyar, Galligants og Güell um 90 km norður af Barselóna. Íbúar voru um 99.000 árið 2017.
Girona var þekkt sem Gerunda í fyrndinni en frumbyggjar Íberíuskagans, Ausetani, byggðu hana fyrst. Síðar varð hún rómverskt borgarvirki með sama nafni. Márar réðu yfir borginni gróflega frá miðri 8. öld til byrjun 11. aldar. Á 12. öld blómstraði gyðingamenning í borginni en á 15. öld voru þeir reknir burt eða látnir snúa til kaþólsku.
Frakkar gerðu áhlaup á borgina frá miðri 17. öld og árið 1809 komust þeir yfir borgina eftir 7 mánaða umsátur 35.000 hermanna í Napóleonsstyrjöldunum. Frakkar réðu til 1813. Síðar, á friðsamari tímum, voru ýmsir virkisveggir borgarinnar brotnir niður til að hún gæti stækkað.
Girona er vinsæll áfangastaður dagsferðamanna frá Barselóna aðallega. Knattspyrnulið borgarinnar er Girona FC og spilar í efstu deild; La Liga.
- Virkisveggir sjást enn í borginni.
- Eitt fljóta Girona.
- Dómkirkjan.
- Kirkja Sant Feliu við fljótið Onyar.
- Sjálfstæðistorgið, byggt til að fagna sjálfsstæði frá Frökkum í Napóleónsstyrjöldunum.
| 2.890625
|
# Gisela Striker
Gisela Striker er prófessor í heimspeki og klassískum fræðum við Harvard-háskóla. Striker fæddist í Þýskalandi. Hún hlaut doktorsgráðu frá Háskólanum í Göttingen. Hún kenndi við háskólann í Göttingen árin 1971-1986 og við Columbia-háskóla árin 1986-1989. Hún kenndi við Harvard háskóla árin 1989-1997. Þá hélt hún til Cambridge-háskóla, þar sem hún kenndi til ársins 2000 en þá sneri hún aftur til Harvard.
Striker sérhæfir sig í fornaldarheimspeki og kennir einkum Platon og Aristóteles auk hellenískrar heimspeki og rómverskrar heimspeki. Hún hefur einkum skrifað um helleníska heimspeki, aðallega þekkingarfræði og siðfræði stóumanna, epikúringa og efahyggjumanna og um aristótelíska rökfræði.
## Ritverk
- Essays on Hellenistic Epistemology and Ethics (Cambridge: Cambridge University Press, 1996). ISBN 0-521-47641-0
- (ritstj.) ásamt Michael Frede, Rationality in Greek Thought (Oxford: Clarendon Press, 1999). ISBN 0-19-825002-9
| 2.765625
|
# Gislaved
Gislaved er þéttbýli í sveitarfélaginu Gislaved i Svíþjóð. Árið 2010 bjuggu þar 10.037 manns.
| 1.585938
|
# Giraldus Cambrensis
Giraldus Cambrensis eða Gerald of Wales eða Gerald de Barri var (um 1146 - 1223) var klerkur á miðöldum og annálaskrifari.
Hann varð konunglegur klerkur Hindriks 2. Englandskonungs og fylgdi árið 1185 syni konungs á fyrstu ferð hans til Írlands. Gerald de Barri skrifaði lýsingu á Írlandsferðinni í bókinni Topographia Hibernica og var hún fyrst gefið út 1188. Hann skrifaði einnig aðra sögu Expugnatio Hibernica af því hvernig Hindrik konungur lagði undir sig Írland. Gerald de Barri skrifaði ritin Itinerarium Kambriae og Descriptio Kambriae um Wales.
Hann segir svo frá Íslandi í bókinni Topographia Hibernica: „Hislandia (Ísland) er stærst eyja í Norðurhöfum og liggur þriggja daga siglingu norður frá Írlandi; þar býr fámál og sannorð þjóð. Hún talar sjaldan og stutt, því hún kann ekki að Ijúga, enda fyrirlítur hún ekkert meira en lygar. Hjá þessari þjóð er sami maðurinn konungur og prestur, foringi (forsprakki) og prófastur (pontifex), því biskupinn hefir völdin bæði í stjórnarmálum og trúarmálum. Þar sjást sjaldan eða aldrei þjóta eldingar og sjaldan eða aldrei slær þeim niður. Það er líka mjög sjaldgæft, að þrumur skjóti mönnum skelk i bringu. En þeir hafa aftur annan djöful að draga, sem er miklu verri viðfangs. Á hverju ári eða annað hvort ár kemur upp eldur einhvers staðar á eynni, og æðir hann áfram eins og logi í sinu, líkt og fellibylur og brennir það upp til agna (funditus), sem verður á vegi hans. En hvort orsök (upptök) þessa elds komi að ofan eða neðan, það er óvíst. Á þessu landi eru stórir fálkar og haukar, og eru þeir fluttir út."
## Listi yfir ritverk
- Topographia Hibernica ("Topography of Ireland", 1187)[2]
- Expugnatio Hibernica ("Conquest of Ireland", 1189)[3]
- Itinerarium Cambriae ("Journey through Wales", 1191)
- Liber de Principis instructione c. 1193
- Descriptio Cambriae ("Description of Wales", 1194)
- De instructione principis ("Education of a prince")
- De rebus a se gestis ("Autobiography")
- De iure et statu Menevensis ecclesiae ("Rights and privileges of the Church of St David's")
- Gemma ecclesiastica ("Jewel of the church")
- Speculum ecclesiae ("Mirror of the church")
- Symbolum electorum
- Invectiones
- Retractationes
- Speculum duorum
- Life of St Hugh of Lincoln
- Life of Geoffrey, Archbishop of York
- Life of Æthelberht II of East Anglia
- Life of St Remigius
- Life of St David
Týnd verk
- Vita sancti Karadoci ("Life of Saint Caradoc")
- De fidei fructu fideique defectu
- Totius Kambriae mappa ("Map of all Wales", c. 1205)
Ritverk á Netinu
- The Historical Works of Giraldus Cambrensis, containing The Topography of Ireland, and the History of the Conquest of Ireland, translated by Thomas Forester, and The Itinerary through Wales, and the Description of Wales, þýrr AF Sir Richard Hoare 1905
| 3.90625
|
# Girolamo Cardano
Girolamo Cardano (24. september 1501 – 21. september 1576) var ítalskur eðlisfræðingur og stærðfræðingur. Hann skrifaði bókina Ars Magna (Hin mikla list) og þar lýsir hann því í fyrsta sinn á prenti, hvernig hægt sé að leysa almenna þriðja stigs og fjórða stigs jöfnu með algebru. Hann hafði ekki fundið lausnina sjálfur, heldur var það stærðfræðingurinn Tartaglia, sem fyrstur leysti þetta vandamál og svo Ludovico Ferrari á eftir honum. Samt sem áður var Cardano mikill stærðfræðingur á sviði algebru og hornafræði.
| 2.921875
|
# Giske (sveitarfélag)
Giske er eyjasveitarfélag í Mæri og Raumsdalur í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 8.497 (2022).
Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Valderhaugstrand.. Til sveitarfélagsins fellur einnig þéttbýlisins Giske og Roald.
Sveitarfélagið samanstendur af tveimur flateyjum Giske og Vigra og tveimur hrikalegum eyjum til viðbótar Godøya og Valderøya, auk fjölda smærri eyja. Sveitarfélögin eru rétt norðan og vestan við Álasund.
| 1.96875
|
# Giovanni Spadolini
Giovanni Spadolini (21. júní 1925 – 4. ágúst 1994) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu í tveimur ríkisstjórnum, sá fyrsti sem ekki var í Kristilega demókrataflokknum, en hann sat fyrir Lýðveldisflokk Ítalíu.
Hann varð blaðamaður hjá dagblaðinu Il Mondo á eftirstríðsárunum og kenndi samtímis við háskólann í Flórens, heimabæ sínum.
Eftir að hann fór úr Róttæka flokknum yfir í Lýðveldisflokkinn, varð hann ritstjóri dagblaðsins Il Resto del Carlino í Bologna frá 1955 til 1968 og Corriere della Sera frá 1968 til 1972. 1974 varð hann svo öldungadeildarþingmaður fyrir Lýðveldisflokkinn og sama ár varð hann fyrsti ráðherra menningararfs og umhverfis (Beni culturali e ambientali) í ríkisstjórn Aldo Moros, sem heyrði undir menntamálaráðherra.
1981 samþykktu Kristilegir demókratar að hann yrði forsætisráðherra, sá fyrsti sem ekki var demókrati, eftir að hneykslið kringum frímúrarastúkuna P2 hafði neytt Arnaldo Forlani til að segja af sér. Í kosningunum 1983 náði flokkur hans í fyrsta skipti yfir 5% fylgi. Hann varð síðan varnarmálaráðherra í tveimur ríkisstjórnum Bettino Craxi.
| 2.890625
|
# Handknattleiksárið 1974-75
Handknattleiksárið 1974-75 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1974 og lauk vorið 1975. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valsstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók á Norðurlandamóti í handknattleik en árangurinn olli vonbrigðum.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Víkingur | 23 |
| Valur | 18 |
| FH | 16 |
| Fram | 16 |
| Haukar | 13 |
| Ármann | 13 |
| Grótta | 8 |
| ÍR | 5 |
ÍR féll niður um deild. Markakóngur var Hörður Sigmarsson, Haukum, með 125 mörk sem var markamet.
### 2. deild
Þróttarar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu, þjálfari þeirra var Bjarni Jónsson. Stjarnan féll niður í 3. deild. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Þróttur R. | 25 |
| KA | 23 |
| KR | 20 |
| Þór Ak. | 14 |
| Fylkir | 13 |
| Breiðablik | 8 |
| ÍBK | 6 |
| Stjarnan | 3 |
### 3. deild
Leiknir sigraði í 3. deild og tók sæti Stjörnunnar í 2. deild. Þjálfari Leiknis var Hermann Gunnarsson.
Suðurriðill
Leiknismenn sigruðu í Suðurriðlinum. Fjögur lið tóku þátt og léku tvöfalda umferð.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Leiknir R. | 12 |
| Afturelding | 8 |
| ÍA | 4 |
| Víðir | 0 |
Norðurriðill
Leiftur Ólafsfirði sigraði í Norðurriðlinum. Tvö lið tóku þátt.
- Leiftur - Dalvík 28:23
- Dalvík - Leiftur (Dalvík gaf)
Austurriðill
Huginn Seyðisfirði sigraði í Austurriðlinum. Leikin var tvöföld umferð.
| Félag | Stig |
| ---------------- | ---- |
| Huginn | 6 |
| Þróttur N. | 4 |
| Austri Eskifirði | 2 |
- Leiknir Fáskrúðsfirði hætti keppni.
Úrslitakeppni
- Leiknir – Huginn 44:16
- Leiftur – Huginn 25:17
- Leiknir – Leiftur 36:18
### Bikarkeppni HSÍ
FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Fram. 3. deildarlið Leiknis komst alla leið í undanúrslitin.
1. umferð
- FH – Grótta 29:19
- KR– Leiknir 17:20
- Ármann – Haukar 15:17
- Valur – Víkingur 29:24
- UBK – Stjarnan 17:16
- Fylkir– ÍR 13:21
- KA - Þróttur
- Fram sat hjá
8-liða úrslit
- FH – Valur 25:23
- Fram – ÍR 18:17
- Leiknir - Breiðablik 16:14
- Haukar – KA 23:16
Undanúrslit
- FH – Haukar 23:20
- Fram – Leiknir 29:21
Úrslitaleikur
- FH – Fram 19:18
### Evrópukeppni
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit, þar sem þeir töpuðu fyrir ASK Vorwärts Frankfurt, sem varð að lokum Evrópumeistari.
1. umferð
- FH - SAAB Linköping Svíþjóð 16:11 og 12:11
16-liða úrslit
- FH - TSV St. Otmar St. Gallen Sviss 19:14 og 23:23
8-liða úrslit
- FH - ASK Vorwärts Frankfurt Austur-Þýskalandi 17:21 og 18:30
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Úrslitaleikur mótsins var jafntefli Vals og Fram, 11:11.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Valur | 27 |
| Fram | 25 |
| Ármann | 15 |
| FH | 12 |
| Breiðablik | 10 |
| KR | 9 |
| Víkingur | 7 |
| Þór Ak. | 6 |
Þór Akureyri féll niður um deild.
### 2. deild
ÍBK sigraði í 2. deild og tók sæti Þórs Akureyri.
A-riðill
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| ÍBK | 12 |
| Grindavík | 6 |
| KA | 4 |
| Stjarnan | 2 |
B-riðill
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Njarðvík | 14 |
| Haukar | 11 |
| Þróttur R. | 6 |
| ÍR | 4 |
| Grótta | 3 |
Úrslitaleikur
- ÍBK - Njarðvík 10:5
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var þátttaka á Norðurlandamóti í handknattleik. Íslendingar lentu í riðli með Dönum, Svíum og Færeyingum og höfnuðu í fjórða sæti á mótinu.
Norðurlandamót
- Ísland – Svíþjóð 16:18
- Ísland – Færeyjar 27:17
- Ísland – Danmörk 17:15
| 3.25
|
# Handknattleiksárið 1977-78
Handknattleiksárið 1977-78 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1977 og lauk vorið 1978. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt á HM í Danmörku en stóð sig ekki sem skyldi.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, eftir 14:13 sigur á Víkingum í lokaleik mótsins. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Valur | 20 |
| Víkingur | 19 |
| Haukar | 18 |
| ÍR | 13 |
| FH | 13 |
| Fram | 12 |
| KR | 12 |
| Ármann | 5 |
Ármann féll niður um deild. KR missti niður sex marka forskot úr fyrri viðureign sinni gegn Fram og lenti því í umspili við næstefsta lið 2. deildar.
Markakóngur var Björn Jóhannesson, Ármanni, með 86 mörk.
Úrslitaleikir um 6. sæti
- KR - Fram 14:18
- Fram - KR 20:13
### 2. deild
Fylkismenn sigruðu í 2. deild og tóku sæti Ármenninga í 1. deild. HK hafnaði í öðru sæti, eftir úrslitaleiki við Þrótt og komst þar með í umspil. Á hinum endanum féll Grótta niður um deild, Leiknir og Þór Ak. mættust í aukaleikjum um 6. sætið, en tapliðið fór í umspil gegn næstefsta liði 3. deildar.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Fylkir | 21 |
| HK | 19 |
| Þróttur | 19 |
| KA | 15 |
| Stjarnan | 15 |
| Leiknir | 8 |
| Þór Ak. | 8 |
| Grótta | 7 |
Úrslitaleikir um 2. sæti
- Þróttur - HK 21:22
- HK - Þróttur 18:16
Úrslitaleikir um 6. sæti
- Þór Ak. - Leiknir 21:24
- Leiknir - Þór Ak. 21:16
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- KR - HK 22:15
- HK - KR 29:20
KR-ingar töpuðu niður sjö marka forystu úr fyrri leiknum og misstu sæti sitt í 1. deild til HK, sem þjálfað var af Axel Axelssyni.
### 3. deild
Þór Vestmannaeyjum sigraði í 3. deild og tók sæti Gróttu í 2. deild. Breiðablik hafnaði í öðru sæti og komst í umspil gegn næstneðsta liði 2. deildar. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Þór Ve. | 24 |
| Breiðablik | 21 |
| Týr Ve. | 19 |
| Afturelding | 16 |
| ÍA | 12 |
| Njarðvík | 10 |
| ÍBK | 10 |
| Dalvík | 4 + |
+ Dalvík gaf fjóra síðustu leiki sína.
Úrslitaleikir um sæti í 2. deild
- Breiðablik - Þór Ak. 18:19
- Þór Ak. - Breiðablik 28:23
### Bikarkeppni HSÍ
Víkingar sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn FH.
1. umferð
- Njarðvík – Þór Ak.
- ÍA – Stjarnan 21:19
- KA – Týr Ve. 32:13
- Afturelding – UBK 21:29
- Leiknir – Þróttur 24:33
16-liða úrslit
- ÍA – KA 19:24
- Valur – Fylkir 26:14
- Ármann – Víkingur 14:21
- Breiðablik – Haukar 22:24
- KR – Fram 22:28
- Þór Ve. – Grótta 29:22
- Þór Ak. – Þróttur 21:28
- FH – ÍR 17:14
8-liða úrslit
- Valur – Þróttur 26:25
- KA – FH
- Haukar – Fram 26:21
- Víkingur - Þór Ve. 23:21
Undanúrslit
- FH - Haukar 23:22 (eftir framlengingu)
- Valur - Víkingur 16:19
Úrslit
- Víkingur - FH 25:20
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.
32-liða úrslit
- Valur - Kyndil (Færeyjum) 23:15 og 30:16
16-liða úrslit
- Valur - Honvéd Búdapest (Ungverjalandi) 23:35 og 25-22
#### Evrópukeppni bikarhafa
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.
32-liða úrslit
- FH - Kiffen (Finnlandi) 29:13 og 21:25
16-liða úrslit
- FH - ASK Vorwarts (Austur-Þýskalandi) 14:30 og 20-24
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna, eftir úrslitaleiki gegn FH. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Fram | 22 |
| FH | 22 |
| Valur | 20 |
| KR | 11 |
| Þór Ak. | 10 |
| Haukar | 9 |
| Víkingur | 9 |
| Ármann | 9 |
Leika þurfti aukaleiki um toppsætið og til að ráða niðurröðum þriggja neðstu liðanna. Ármenningar mættu ekki með fullskipað lið til fyrsta leiks, liðinu var því vísað úr keppni og féll niður í 2. deild.
Úrslitaleikir um 1. sæti
- FH - Fram 9:11
- Fram - FH 9:9
Úrslitakeppni um 6. sæti
- Haukar - Víkingur 11:9
- Víkingur - Haukar 9:9
- Ármenningum var vísað úr keppni.
Haukar héldu sæti sínu í deildinni. Víkingar fóru í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
### 2. deild
Breiðabliksstúlkur sigruðu í 2. deild og tóku sæti Ármenninga. Keflavíkurstúlkur höfnuðu í 2. sæti og léku í umspili við næstneðsta lið 1. deildar. Sjö lið hófu keppni, en KA dró sig til baka í miðju móti og voru úrslit þeirra ógilt. Leikin var tvöföld umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Breiðablik | 15 |
| ÍBK | 14 |
| Þróttur R. | 10 |
| Grindavík | 9 |
| ÍR | 7 |
| Njarðvík | 5 |
| KA | - |
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- Víkingur - ÍBK 11:6
- ÍBK - Víkingur 14:11
### Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn FH. 14 lið tóku þátt.
1. umferð
- Valur - Víkingur 11:7
8-liða úrslit
- KR - Valur 10:9
- Fram - Breiðablik 18:7
- Þór Ak. - FH 12:17
Undanúrslit
- Þróttur – Fram 11:18
- FH - KR 8:7
Úrslit
- Fram - FH 13:11
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var HM í Danmörku snemma árs 1978. Liðið var í riðli með Sovétríkjunum , Danmörk og Spáni. Allir leikirnir töpuðust, þrátt fyrir miklar væntingar.
- Ísland - Sovétríkin 18:22
- Ísland - Danmörk 14:21
- Ísland - Spánn 22:25
| 3.359375
|
# Handknattleiksárið 1979-80
Handknattleiksárið 1979-80 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1979 og lauk vorið 1980. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Valsmenn náðu þeim árangri að leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða, einir íslenskra liða. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla á fullu húsi stiga. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Víkingur | 28 |
| FH | 18 |
| Valur | 17 |
| Fram | 12 |
| KR | 11 |
| Haukar | 11 |
| ÍR | 9 |
| HK | 6 |
HK féll niður um deild. ÍR fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
### 2. deild
Fylkir sigraði í 2. deild og tók sæti HK í 1. deild. Þróttur og KA léku aukaleiki um réttinn til að fara í umspil við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Fylkir | 21 |
| Þróttur R. | 20 |
| KA | 20 |
| Ármann | 16 |
| Afturelding | 14 |
| Týr Ve. | 11 |
| Þór Ak. | 6 |
| Þór Ve. | 4 |
Þór Vestmannaeyjum féll í 3. deild. Þór Akureyri fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.
Úrslitaleikir um 2. sæti
- Þróttur - KA 21:16
- Þróttur - KA 26:21
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- Þróttur - ÍR 21:19
- ÍR - Þróttur 13:17
### 3. deild
Breiðablk sigraði í 3. deild og tók sæti Þórs Ve. í 2. deild, þjálfari liðsins var Sigfús Guðmundsson. Akranes hafnaði í öðru sæti og komst í umspil gegn næstneðsta liði 2. deildar. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Breiðablik | 25 |
| ÍA | 23 |
| Stjarnan | 20 |
| Óðinn | 16 |
| ÍBK | 13 |
| Dalvík | 8 |
| Grótta | 7 |
| Selfoss | 0 |
Úrslitaleikir um sæti í 2. deild
- ÍA - Þór Ak. 27:27
- Þór Ak. - ÍA 23:20
### Bikarkeppni HSÍ
Haukar sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleiki gegn KR. 18 lið tóku þátt í keppninni.
1. umferð
- Þór Ak. – Fylkir 22:21
- Týr Ve. – Ármann 26:21
16-liða úrslit
KR – UBK 26:21
- Fram – Haukar 28:31 (e. framlengingu)
- ÍA – Þór Ak. 24:19
- Týr Ve. – Víkingur 21:28
- FH – Þróttur 30:26
- ÍR – Valur 14:23
- Þór Ve. - Stjarnan 21:19
- Afturelding – KA 29:34
8-liða úrslit
- Valur – FH 28:18
- Haukar – Víkingur 22:20
- ÍA – KR 22:28
- Þór Ve. – KA 22:23
Undanúrslit
- KR-KA 20:19
- Haukar – Valur 23:21
Úrslitaleikur
- Haukar - KR 18:18. Liðin þurftu að mætast að nýju til að knýja fram úrslit.
2. úrslitaleikur
- Haukar - KR 22:20
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust alla leið í úrslit.
1. umerð
- Valur - Brentwood, Bretlandi 32:19 og 38:14
8-liða úrslit
- Valur - Drott, Svíþjóð 18:19 og 18:16
Undanúrslit
- Valur - Atletico Madrid, Spáni 21:14 og 18:15
Úrslit
- Valur - Grosswallstadt, Vestur-Þýskalandi 12:21
#### Evrópukeppni bikarhafa
Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið sat hjá í fyrstu umferð, en tapaði fyrir sænsku liði í 16-liða úrslitum.
16-liða úrslit
- Víkingur - HEIM, Svíþjóð 19:23 og 19:22
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| Fram | 27 |
| Valur | 23 |
| KR | 16 |
| Víkingur | 14 |
| Haukar | 14 |
| FH | 12 |
| Þór Ak. | 6 |
| Grindavík | 0 |
Grindavík féll niður um deild. Þór Ak. fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, varð markadrottning með 112 mörk.
### 2. deild
Akranes sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki gegn Ármanni. Ármannsstúlkur töpuðu í umspili gegn næstneðsta liði 1. deildar og komust því ekki upp um deild.
A-riðill
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| ÍA | 15 |
| Þróttur | 11 |
| Týr Ve. | 7 |
| Breiðablik | 7 |
| HK | 0 |
B-riðill
- Ármenningar sigruðu í B-riðli. Önnur lið í riðlinum voru Fylkir, ÍBK, Afturelding, ÍR og Njarðvík.
Úrslitaleikir um 1. sæti
- ÍA - Ármann 17:15
- Ármann - ÍA 11:11
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
Þór Ak. sigraði Ármann í tveggja leikja úrslitaeinvígi.
### Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik á Akureyri gegn Þórsurum. Fimmtán lið tóku þátt í keppninni.
1. umferð
- Valur – ÍBK, ÍBK gaf leikinn
- Fram - Haukar 24:12
- KR - ÍR 15:10
- Þróttur – Ármann
- Þór Ve. – Breiðablik 18:11
- FH – Víkingur
- Fylkir – Þór Ak.
- Njarðvík sat hjá
8-liða úrslit
- Þór Ak – Njarðvík
- KR – Fram
- FH – Valur 15:19
- Þór Ve. – Ármann
Undanúrslit
- Ármann - Þór Ak 18:22 (e.framlengingu)
- Valur – Fram 14:21
Úrslitaleikur
- Fram- Þór Ak. 20:11
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða.
1. umferð
- Fram - Neistin, Færeyjum 13:6
- Fram - Neistin 18:9
16-liða úrslit
- Fram dróst gegn TSV Bayer 04 Leverkusen frá Vestur-Þýskalandi, en varð að gefa leikina vegna of mikils ferðakostnaðar.
## Landslið
Karlalandsliðið bjó sig undir B-keppni sem halda skyldi í Frakklandi árið 1981. Jóhann Ingi Gunnarsson sagði skyndilega af sér starfi landsliðsþjálfara, en Hilmar Björnsson tók við starfi hans.
| 3.171875
|
# Handknattleiksárið 1980-81
Handknattleiksárið 1980-81 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1980 og lauk vorið 1981. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og FH-stúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni í Frakklandi og hafnaði í áttunda sæti.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, gerðu eitt jafntefli og töpuðu ekki leik. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Sigurður Sveinsson, Þrótti, varð markakóngur með 106 mörk.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Víkingur | 27 |
| Þróttur | 20 |
| Valur | 15 |
| FH | 12 |
| KR | 11 |
| Fram | 11 |
| Haukar | 11 |
| Fylkir | 5 |
Fylkir hafnaði í neðsta sæti og féll niður í 2. deild. Haukar, Fram og KR fóru í þriggja liða keppni með tvöfaldri umferð um hvert þeirra fylgdi Fylkismönnum niður.
| Félag | Stig |
| ------ | ---- |
| KR | 5 |
| Fram | 4 |
| Haukar | 3 |
### 2. deild
KA sigraði í 2. deild eftir úrslitaleik gegn HK. Þjálfari KA var Bigir Björnsson. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| KA | 18 |
| HK | 18 |
| Breiðablik | 17 |
| Afturelding | 16 |
| ÍR | 16 |
| Týr Ve. | 14 |
| Ármann | 10 |
| Þór Ak. | 3 |
Ármann og Þór Akureyri féllu niður í 3. deild.
Úrslitaleikur
- KA - HK 22:12
### 3. deild
Stjarnan sigraði í 3. deild og fór upp í 2. deild ásamt Þór Ve. Keppt var í sjö liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| Stjarnan | 22 |
| Þór Ve. | 17 |
| Grótta | 16 |
| ÍA | 15 |
| ÍBK | 16 |
| Óðinn | 4 |
| Reynir S. | 0 |
### Bikarkeppni HSÍ
Þróttur sigraði í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir úrslitaleik gegn Víkingi. 21 lið tók þátt í keppninni.
1. umferð
- Fylkir - ÍR 24:19
- Þór Ve. - KR 16:18
- ÍA - Grótta 25:18
- Valur - FH 27:25 (e. framlengingu)
- Stjarnan - Þór Ak.
16-liða úrslit
- ÍA - Valur
- Týr Ve. - Fylkir 13:21
- ÍBK - Þróttur 21:28
- KA - Víkingur 18:26
- Afturelding - Ármann 19:18
- Stjarnan - KR 18:30
- HK - Haukar 22:18
- Fram - Breiðablik 28:23
8-liða úrslit
- Fram - Valur 26:24
- HK - KR 17:15
- Víkingur - Fylkir 28:17
- Afturelding - Þróttur 16:22
Undanúrslit
- Þróttur - HK 15:11
- Víkingur - Fram 27:17
Úrslitaleikur
- Þróttur - Víkingur 21:20
### IHF-forkeppni
Evrópska handknattleikssambandið ákvað að bæta við þriðju félagsliðakeppninni í karlaflokki, IHF-bikarnum eða Evrópukeppni félagsliða. Skyldi hún hefjast á leiktíðinni 1981-82. Í stað þess að úthluta sætinu til liðsins sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild, líkt og flestar aðrar þjóðir, ákvað HSÍ að bjóða öllum liðunum í 1. deildarkeppninni að taka þátt í sérstakri keppni að loknu Íslandsmóti. Þróttarar neituðu að taka þátt, en hin liðin sjö léku einfalda umferð í móti sem tók rétt rúma viku.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 12 |
| Víkingur | 9 |
| KR | 9 |
| Haukar | 7 |
| Valur | 5 |
| Fram | 2 |
| Fylkir | 0 |
FH sigraði á fullu húsi stiga og öðlaðist því þátttökurétt í fyrsta IHF-bikarnum. Ef úthlutun Evrópusæta hefði verið með sama hætti hér og erlendis, hefði sætið komið í hlut Valsmanna.
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 8-liða úrslit.
1. umferð
- Víkingar sátu hjá.
16-liða úrslit
- Víkingur - Tatabanya (Ungverjalandi) 21:20
- Tatabanya - Víkingur 23:22
- Víkingar komust áfram á fleiri mörkum á útivelli
8-liða úrslit
- Víkingur - Lugi (Svíþjóð) 16:17
- Lugi - Víkingur 17:17
#### Evrópukeppni bikarhafa
Haukar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit. Þar féllu þeir úr keppni fyrir vestur-þýska liðinu Nettelstedt, sem varð að lokum Evrópumeistari.
1. umferð
- Kyndil (Færeyjum) - Haukar 15:30
- Kyndil - Haukar 19:23
16-liða úrslit
- Haukar - Nettelstedt (Vestur-Þýskalandi) 18:21
- Nettelstedt - Haukar 17:12
## Kvennaflokkur
### 1. deild
FH sigraði í 1. deild kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 25 |
| Valur | 21 |
| Fram | 10 |
| Víkingur | 14 |
| KR | 14 |
| ÍA | 12 |
| Haukar | 7 |
| Þór Ak. | 0 |
Lið Hauka og Þórs Akureyri féllu úr 1. deild.
### 2. deild
ÍR sigraði í 2. deild eftir sigur á Þrótti í úrslitaleik. Bæði lið færðust upp í 1. deild. Ellefu lið kepptu í tveimur riðlum.
A-riðill
- ÍR sigraði í A-riðli, hlaut 20 stig. Stjarnan hafnaði í öðru sæti með 14 stig. Önnur lið í riðlinum voru Fylkir, ÍBK, Njarðvík og Afturelding.
B-riðill
- Þróttur sigraði í B-riðli, hlaut 15 stig. Ármann hafnaði í öðru sæti með 13 stig. Önnur lið í riðlinum voru Breiðablik, ÍBV og HK.
Úrslitaleikur
- ÍR - Þróttur 20:12
### Bikarkeppni HSÍ
FH-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik gegn Víkingi.
1. umferð
- Fylkir – Fram 12:21
- Ármann – FH 15:24
- ÍR - Akranes 21:12
- Breiðablik - Valur
- ÍBV - Þróttur 15:16
8-liða úrslit
- Haukar – Víkingur
- ÍR – Fram
- KR – Breiðablik / Valur
- Þróttur - FH
Undanúrslit
- FH – Fram 17:13
- KR – Víkingur 8:19
Úrslit
- FH - Víkingur 22:13
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Frakklandi snemma árs 1981. Markmið íslenska liðsins var að hafna í einu af fimm efstu sætunum og komast þannig á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1982. Árangur íslenska liðsins olli miklum vonbrigðum.
Riðlakeppni
- Ísland - Austurríki 27:13
- Ísland - Holland 23:17
- Ísland - Svíþjóð 15:16
- Ísland - Frakkland 15:23
- Ísland - Pólland 16:25
Leikur um 7. sæti
- Ísland - Ísrael 19:25
| 3.03125
|
# Handknattleiksárið 1983-84
Handknattleiksárið 1983-84 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1983 og lauk vorið 1984. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu.
## Karlaflokkur
### 1. deild
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Því næst fóru fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem leikin var fjórföld umferð og hófu öll liðin keppni án stiga. Fjögur neðstu liðin fóru í sérstaka keppni um fall með fjórfaldri umferð, en þau tóku með sér stigin sín úr aðalkeppninni.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 26 |
| Valur | 19 |
| Víkingur | 16 |
| Stjarnan | 15 |
| KR | 14 |
| Þróttur | 13 |
| Haukar | 5 |
| KA | 2 |
#### Úrslitakeppni 1. deildar
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 22 |
| Víkingur | 11 |
| Valur | 10 |
| Stjarnan | 5 |
#### Úrslitakeppni um fall
| Félag | Stig |
| ------- | ---- |
| Þróttur | 33 |
| KR | 30 |
| Haukar | 14 |
| KA | 4 |
- KA og Haukar féllu í 2. deild.
### 2. deild
Þór Vestmannaeyjum sigraði í 2. deild og fór upp um deild ásamt Breiðabliki. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Að því loknu skiptist deildin upp í efri hluta og neðri hluta, þar sem fjögur efstu liðin léku tvöfalda umferð um sæti í 1. deild og fjögur neðstu um fall í 3. deild. Tóku liðin með sér stigin úr forkeppninni.
Úrslitaleikir um 1. deildar sæti
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Þór Ve. | 44 |
| Breiðablik | 34 |
| Grótta | 29 |
| Fram | 25 |
Úrslitakeppni um fall
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| HK | 29 |
| Fylkir | 20 |
| ÍR | 16 |
| Reynir S. | 11 |
ÍR og Reynir Sandgerði féllu í 3. deild.
### 3. deild
Ármenningar sigruðu í 3. deild og færðust upp í 2. deild ásamt Þór frá Akureyri. Keppt var í níu liða deild með tvöfaldri umferð. Fjögur efstu liðin fóru í úrslitakeppni með tvöfaldri umferð og tóku þau með sér stigin úr forkeppninni.
| Félag | Stig |
| ------------ | ---- |
| Ármann | 26 |
| Týr Ve. | 25 |
| ÍA | 24 |
| Þór Ak. | 23 |
| Afturelding | 22 |
| ÍBK | 12 |
| Selfoss | 8 |
| Skallagrímur | 4 |
| Ögri | 0 |
Úrslitakeppni um sæti í 2. deild
- Úrslitakeppnin fór fram á tveimur helgum, á Akureyri og á Akranesi.
| Félag | Stig |
| ------- | ---- |
| Ármann | 36 |
| Þór Ak. | 31 |
| Týr Ve. | 29 |
| ÍA | 26 |
### Bikarkeppni HSÍ
Víkingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Störnunni.
1. umferð
- Selfoss - Þór Ve. 18:33
...
16-liða úrslit
- Þór Ve. – FH 22:30
- Breiðablik – KR
- ÍBK – KA 22:27
- Afturelding – Grótta
- Haukar – Valur
- HK / Fram – Stjarnan
- Reynir S. – Þróttur
- ÍA – Víkingur
8-liða úrslit
- Valur – FH 33:24
- Víkingur – KA
- Grótta – Stjarnan 18:26
- Þróttur – KR 28:27
Undanúrslit
- Stjarnan – Valur 21:19
- Víkingur – Þróttur 23:22 (e. framl)
Úrslitaleikur
- Víkingur - Stjarnan 24:21
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og féllu út í 1. umferð á færri mörkum skoruðum á útivelli.
1. umferð
- Kolbotn, Noregi - Víkingur 20:18
- Víkingur - Kolbotn 21:19
#### Evrópukeppni bikarhafa
KR-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og féllu út í 8-liða úrslitum.
1. umferð
- KR sat hjá
16-liða úrslit
- KR - HC Berchem, Lúxemborg 17:12
- HC Berchem - KR 19:31
8-liða úrslit
- Maccaby Rishon El Zion, Ísrael - KR 19:16
- KR - Maccaby Rishon El Zion 16:14
#### Evrópukeppni félagsliða
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni félagsliða, IHF-bikarnum og féllu út í 8-liða úrslitum.
1. umferð
- FH sat hjá
16-liða úrslit
- Maccabi Tel Aviv, Ísrael - FH
- FH - Maccabi Tel Aviv 44:16
8-liða úrslit
- Tatabanya, Ungverjalandi - FH 35:27
- FH - Tatabanya 19:20
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Fram | 26 |
| FH | 23 |
| ÍR | 22 |
| Valur | 12 |
| ÍA | 9 |
| KR | 7 |
| Fylkir | 7 |
| Víkingur | 6 |
Víkingur og Fylkir féllu niður um deild. Fylkir og KR höfðu jafn mörg stig en KR-ingar hagstæðara markahlutfall í innbyrðisleikjum.
### 2. deild
Þór Ak. sigraði í 2. deild og fór upp ásamt ÍBV, en liðin höfðu nokkra yfirburði í keppni vetrarins.
Önnur keppnislið voru Haukar, Þróttur, HK, ÍBK, Stjarnan og Selfoss
### Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn ÍR.
8-liða úrslit
- FH – Víkingur
- ÍR – KR
- Þróttur – Fram
- Haukar – Valur 16:17
Undanúrslit
- ÍR – Valur 27:16
- Fram – FH 19:18
Úrslit
- Fram - ÍR 25:20
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Karlalandsliðið bjó sig undir B-keppni sem halda skyldi í Noregi árið 1985. Síðla árs 1983 var Pólverjinn Bogdan Kowalcsyk ráðinn landsliðsþjálfari.
| 3.140625
|
# Handknattleiksárið 1975-76
Handknattleiksárið 1975-76 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1975 og lauk vorið 1976. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í forkeppni fyrir Ólympíuleikana 1976, en komst ekki áfram.
## Karlaflokkur
### 1. deild
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 24 |
| Valur | 19 |
| Fram | 16 |
| Haukar | 14 |
| Víkingur | 14 |
| Grótta | 12 |
| Þróttur | 10 |
| Ármann | 7 |
Ármann féll niður um deild. Markakóngur var Friðrik Friðriksson, Þrótti, með 86 mörk.
### 2. deild
ÍR-ingar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu. Breiðablik féll niður í 3. deild. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| ÍR | 24 |
| KA | 23 |
| KR | 22 |
| Leiknir R. | 11 |
| Keflavík | 11 |
| Þór Ak. | 8 |
| Fylkir | 8 |
| Breiðablik | 5 |
### 3. deild
Stjarnan sigraði í 3. deild. Þjálfari Stjörnunnar var Sigurður Einarsson. Keppt var í tveimur riðlum, Suðurlandsriðli og Norðurlandsriðli og leikin tvöföld umferð.
Suðurlandsriðill:
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Stjarnan | 19 |
| HK | 14 |
| Afturelding | 13 |
| ÍA | 10 |
| Víðir | 2 |
| Njarðvík | 2 |
Norðurlandsriðill:
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Ísafjörður | 9 |
| Leiftur | 7 |
| UÍA | 6 |
| Dalvík | 2 |
Úrslitaleikur:
- Stjarnan – ÍBÍ 26:15
### Bikarkeppni HSÍ
FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni annað árið í röð eftir úrslitaleik gegn Val. 22 lið tóku þátt.
1. umferð
- Þróttur - Haukar 32:34
- Fylkir - Leiknir 24:15
- ÍA - Grótta 18:24
- Afturelding - Víkingur 26:36
- Þór Ak. - FH 25:33
- ÍR - HK 24:19
16-liða úrslit
- Haukar - Valur 17:20
- Grótta - Víðir 27:13
- FH - Keflavík 24:22
- Víkingur - Ármann 17:16
- KA - Fram 20:24
- Fylkir - Týr Ve. 24:18
- KR - Breiðablik 27:18
- ÍR - Stjarnan 22:13
8-liða úrslit
- Víkingur – Grótta 18:15
- FH – Fram 18:16
- Valur – Fylkir 24:16
- KR – ÍR 30:20
Undanúrslit
- Valur – Víkingur 26:23
- FH – KR 25:24
Úrslitaleikur
- FH – Valur 19:17
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og féllu út í 16-liða úrslitum.
16-liða úrslit
- Víkingur - Gummersbach (Vestur-Þýskalandi) 16:19 og 12-21
#### Evrópukeppni bikarhafa
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og féllu út í 16-liða úrslitum. Þetta var í fyrsta sinn sem keppnin var haldin.
16-liða úrslit
- FH - Oppsal IF (Noregi) 11:19 og 17-15
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Fram | 25 |
| Ármann | 23 |
| Valur | 21 |
| FH | 18 |
| KR | 11 |
| Víkingur | 5 |
| Breiðablik | 5 |
| ÍBK | 3 |
ÍBK féll niður um deild.
### 2. deild
Þór Akureyri sigraði í 2. deild og tók sæti ÍBK. Úrslitakeppni 2. deildar var haldin á Akureyri:
- Þór – Njarðvík 17:15
- Þór – Haukar 13:10
- Haukar – Njarðvík 10:8
Í suðvesturlandsriðli kepptu, auk Njarðvíkur og Hauka: Grindavík, ÍR, Stjarnan, Fylkir, Haukar, Grótta og Þróttur.
### Bikarkeppni HSÍ
Ármannsstúlkur sigruðu í bikarkeppninni sem haldin var í fyrsta sinn. Fjórtán lið tóku þátt í mótinu.
1. umferð
- Þór Ak. - Valur 14:8
- Keflavík - FH 8:15
- Grindavík - Breiðablik 13:14
- Stjarnan - Ármann 13:30
- ÍR - Víkingur 10:11
- Njarðvík - KR 17:13
- Fram og Haukar sátu hjá
8-liða úrslit
- FH - Valur 11:10
- Víkingur - Breiðablik 14:14 (e. framlengingu) (16:15 e. vítakeppni)
- Fram – Njarðvík 15:9
- Ármann - Haukar 10:9
Undanúrslit
- Ármann – Víkingur 11:6
- Fram – FH 13:9
Úrslit
- Ármann - Fram 12:12 (e. framlengingu)
Ármann sigraði 5:3 í vítakeppni.
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Valsstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og féllu út í 1. umferð. Liðið lék báða leiki sína í Kaupmannahöfn.
1. umferð
- Valur - HG Kaupmannahöfn, Danmörku 7:12
- HG Kaupmannahöfn - Valur 10:9
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var forkeppni Ólympíuleikanna 1976. Íslenska liðið var í riðli með Lúxemborg og Ólympíumeisturum Júgóslava. Ísland hafnaði í öðru sæti í riðlinum og komst ekki áfram.
Forriðill ÓL
- Ísland – Lúxemborg 29:10
- Ísland – Júgóslavía 18:24
- Lúxemborg – Ísland 12:18
- Júgóslavía - Ísland 23:22
| 3.15625
|
# Handknattleiksárið 1976-77
Handknattleiksárið 1976-77 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1976 og lauk vorið 1977. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í b-keppni í Austurríki.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Þjálfari Vals var Hilmar Björnsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Valur | 24 |
| Víkingur | 22 |
| FH | 18 |
| Haukar | 17 |
| ÍR | 12 |
| Fram | 10 |
| Þróttur | 8 |
| Grótta | 1 |
Grótta féll niður um deild. Þróttur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
Markakóngur var Hörður Sigmarsson, Haukum, með 111 mörk. Björgvin Björgvinsson, Víkingi, var valinn leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum.
### 2. deild
Ármenningar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu. KR hafnaði í öðru sæti og komst í umspil. Á hinum endanum féll Keflavík niður um deild en Leiknir fór í umspil. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Ármann | 25 |
| KR | 22 |
| KA | 20 |
| Þór Ak. | 14 |
| Fylkir | 13 |
| Stjarnan | 12 |
| Leiknir R. | 6 |
| Keflavík | 0 |
KR og Þróttur léku tvo umspilsleiki um sæti í 1. deild og sigraði KR í þeim báðum, 15:14.
### 3. deild
HK sigraði í 3. deild og tók sæti Keflvíkinga í 2. deild. Axel Axelsson var þjálfari HK. Keppt var í tveimur riðlum með tvöfaldri umferð. HK sigraði í suðurriðli en Dalvíkingar í Norðurriðli.
Suðurriðill:
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| HK | 19 |
| Afturelding | 18 |
| Þór Ve. | 12 |
| ÍA | 12 |
| Breiðablik | 9 |
| Týr Ve. | 8 |
| Njarðvík | 6 |
Norðurriðill:
Fjögur lið kepptu í norðurriðli. Dalvík fór með sigur af hólmi.
Úrslitaleikur:
HK – Dalvík 24:21
Dalvík og Leiknir mættust í umspilsleik um sæti í 2. deild og sigruðu Leiknismenn 26:21.
### Bikarkeppni HSÍ
FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni þriðja árið í röð eftir úrslitaleik gegn Þrótti.
1. umferð
- Leiknir - Afturelding 23:18
- Stjarnan – KA 21:25
- Þór Ak. - ÍBK (ÍBK gaf)
- Fylkir - ÍA 22:21
16-liða úrslit
- KA - Fylkir 19:14
- Haukar - Leiknir 27:17
- Ármann - Fram 18:21
- KR - Breiðablik 27:18
- Þróttur - Þór Ak. 28:22
- Grótta - ÍR 24:26
- Týr Ve. - FH 17:36
- Valur - Víkingur 31:24
8-liða úrslit
- FH - KA 26:25
- ÍR – Þróttur 23:26
- Fram - KR 23:20
- Haukar - Valur 25:27
Undanúrslit
- Fram – Þróttur 19:21
- Valur - FH 23:25
Úrslit
- FH - Þróttur 24:17
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.
32-liða úrslit
- FH - Vestmanna ÍF (Færeyjum) 28:13 og 25:20
16-liða úrslit
- FH - MAI Moskvu (Sovétríkjunum) 19:20 og 15-24
#### Evrópukeppni bikarhafa
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.
32-liða úrslit
- Valur - HC Red Boys Differdange (Lúxemborg) 25:11 og 29:12
16-liða úrslit
- Valur - WKS Slask Wroclaw (Póllandi) 20:22 og 18-22
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Fram og Valur mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni, en honum lauk með stórsigri Fram, 13:5.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Fram | 26 |
| Valur | 25 |
| Þór Ak. | 14 |
| FH | 17 |
| Ármann | 9 |
| KR | 8 |
| Víkingur | 6 |
| Breiðablik | 3 |
Breiðablik féll niður um deild. Víkingur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, var valin handknatleiksstúlka ársins.
### 2. deild
Haukar sigruðu í 2. deild. Grindvík hafnaði í öðru sæti og fór í umspil um sæti í 1. deild. Átta lið tóku þátt, fimm í A-riðli og þrjú í B-riðli. Leikin var tvöföld umferð.
A-riðill:
- Haukar sigruðu í a-riðli, unnu alla átta leiki sína. Önnur lið í riðlinum voru KA, ÍR, Þróttur og ÍBK.
B-riðill:
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| Grindavík | 8 |
| Fylkir | 3 |
| Dalvík | 1 |
Úrslitaleikur:
- Haukar - Grindavík 20:9
Umspilsleikur um sæti í 1. deild:
- Víkingur - Grindvík 19:9
### Bikarkeppni HSÍ
KR-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir tvo úrslitaleiki gegn Ármanni.
1. umferð
- Fram - Þór Ak. 20:8
- Stjarnan — KR (Stjarnan gaf)
- Ármann - ÍBK 15:5
- Breiðablik - Haukar 12:17
- FH - ÍR 25:15
- Þróttur - Vikingur 9:20
- Fylkir - Valur (Fylkir gaf)
- Dalvík - Grindavík 9:21
8-liða úrslit
- Ármann - FH
- Víkingur - KR
- Grindavík - Valur 8:34
- Haukar - Fram 15:10
Undanúrslit
- Haukar - Ármann
- Valur - KR 12:13
Úrslit
- KR - Ármann 9:9
Annar úrslitaleikur
- KR - Ármann 14:6
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þær sátu hjá í fyrstu umferð en féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.
16-liða úrslit
- Fram - Radnici Belgrað, Júgóslavíu 10:22
- Radnici Belgrað - Fram 26:6
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Austurríki. Íslenska liðið komst upp úr forriðli, hafnaði í öðru sæti í milliriðli og lék að lokum um bronsverðlaunin. Sex efstu liðin tryggðu sér sæti á HM í Danmörku sem haldin var 1978.
Forriðill
- Ísland – Portúgal 29:14
- Ísland – Austur-Þýskaland 20:27
Milliriðill
- Ísland – Spánn 21:17
- Ísland – Holland 26:20
Leikur um 3. sæti
- Ísland – Tékkóslóvakía 19:21
| 3.296875
|
# Handknattleiksárið 1978-79
Handknattleiksárið 1978-79 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1978 og lauk vorið 1979. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni á Spáni og hafnaði í fjórða sæti.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Valur | 25 |
| Víkingur | 23 |
| FH | 13 |
| Haukar | 13 |
| Fram | 11 |
| ÍR | 10 |
| HK | 9 |
| Fylkir | 8 |
Fylkir féll niður um deild. HK fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar. Markakóngur var Geir Hallsteinsson, FH, með 95 mörk.
### 2. deild
KR sigraði í 2. deild og tók sæti Fylkis í 1. deild. Þór Vestmannaeyjum hafnaði í öðru sæti og fór í umspilsleiki við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| KR | 20 |
| Þór Ve. | 19 |
| KA | 18 |
| Ármann | 16 |
| Þór Ak. | 15 |
| Þróttur | 14 |
| Stjarnan | 10 |
| Leiknir | 0 |
Leiknir féll í 3. deild. Stjarnan fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- HK - Þór Ve. 20:18
- Þór Ve. - HK 15:18
### 3. deild
Týr Vestmannaeyjum sigraði í 3. deild og færðist upp um deild. Afturelding hafnaði í öðru sæti og komst í umspil við næstneðsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Týr Ve. | 27 |
| Afturelding | 20 |
| Breiðablik | 14 |
| Grótta | 12 |
| Dalvík | 12 |
| ÍA | 10 |
| ÍBK | 10 |
| Njarðvík | 7 |
Úrslitaleikir um sæti í 2. deild
- Stjarnan - Afturelding 25:23
- Afturelding - Stjarnan 15:13
- Leikmenn Aftureldingar fögnuðu sigri vegna fleiri marka á útivelli. Reglur HSÍ þóttu hins vegar ekki nægilega skýrar svo ákveðið var að leika oddaleik.
Oddaleikur um sæti í 2. deild
- Afturelding - Stjarnan 16:13
### Bikarkeppni HSÍ
Víkingar sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn ÍR. 21 lið tók þátt í mótinu.
1. umferð
- Þór Ve. – Týr Ve. 13:19
- KR – Þór Ak. 22:23
- Njarðvík – Þróttur
- Grótta – Afturelding 25:29
- ÍA – Ármann 21:24
16-liða úrslit
- Þór Ak. – Ármann 24:23
- Fram – HK 24:22
- Týr Ve. – Valur 15:20
- FH – Haukar 28:21
- Breiðablik – Víkingur 17:30
- ÍR –Afturelding 27:24 (e. framlengingu)
- Fylkir – Þróttur 29:21
- KA – Stjarnan 20:22
8-liða úrslit
- FH – Fylkir
- Stjarnan – Víkingur
- ÍR – Þór Ak. 23:22
- Fram - Valur 19:20
Undanúrslit
- Valur – Víkingur 19:20
- ÍR – FH 19:18
Úrslitaleikur
- Víkingur – ÍR 20:13
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.
1. umferð
- IL Refstad (Noregi) - Valur 16:14
- Valur - IL Refstad 14:12
- Valsmenn komust áfram á fleiri mörkum á útivelli.
16-liða úrslit
- Valur - Dinamo Búkarest, (Rúmeníu) 19:25 & 20:20
#### Evrópukeppni bikarhafa
Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.
1. umferð
- Víkingur - Halewood Forum (Bretlandi) Halewood gaf leikina.
16-liða úrslit
- Víkingur - Ystads IF (Svíþjóð) 23:19
- Ystads IF - Víkingur 23:24
- Víkingar voru dæmdir úr keppni vegna óspekta að leik loknum.
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Fram sigraði í 1. deild. Breiðablik hafnaði í neðsta sæti og féll í 2. deild. Víkingur varð í næstneðsta sæti og átti að leika í umspili við næstefsta lið 2. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| Fram | 24 |
| Valur | 21 |
| FH | 19 |
| Haukar | 15 |
| KR | 14 |
| Þór Ak. | 8 |
| Víkingur | 6 |
| Breiðablik | 5 |
### 2. deild
Grindavík sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki við ÍBK. Grindvíkingar færðust upp í 1. deild en Keflvíkingar áttu að leika í umspili við næstneðsta lið 1. deildar. Sjö lið kepptu í deildinni og léku þau tvöfalda umferð.
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| ÍBK | 17 |
| Grindavík | 17 |
| Þróttur | 16 |
| ÍR | 16 |
| Þór Ve. | 10 |
| Njarðvík | 4 |
| Fylkir | 1 |
Úrslitaleikir
- Keflavík - Grindavík 8:8
- Grindavík - Keflavík 8:5
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- Einvígi Keflavíkur og Víkings um sæti í 1. deild átti að hefjast tveimur dögum eftir seinni úrslitaleikinn í 2. deild. Til að mótmæla þeirri leikjaniðurröðun neituðu Keflvíkingar að mæta til leiks og héldu Víkingsstúlkur því sæti sínu í 1. deild án keppni.
### Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn KR. 13 lið tóku þátt í mótinu.
1. umferð
- Valur – ÍR 24:10
- Grindavík – FH
- Þór Ak. – Breiðablik
- ÍBK – Víkingur 14:33
- Haukar – Þróttur
- Fylkir, KR og Fram sátu hjá
8-liða úrslit
- Haukar – Fylkir
- Þór Ak. – Fram
- KR – Valur, Valur mætti ekki til leiks vegna misskilnings
- FH – Víkingur
Undanúrslit
- Haukar - KR 10:11
- Fram - FH 13:9
Úrslitaleikur
- Fram - KR 11:8
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni á Spáni snemma árs 1979. Markmið íslenska liðsins var að hafna í öðru tveggja efstu sætanna og komast þannig á Ólympíuleikana 1980.
Forriðill
- Ísland - Ísrael 21:21
- Ísland - Tékkóslóvakía 12:12
Milliriðill
- Ísland - Spánn 15:19
- Ísland - Holland 28:14
Leikur um 3. sæti
- Ísland - Ungverjaland 18:32
| 3.015625
|
# Handknattleiksárið 1981-82
Handknattleiksárið 1981-82 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1981 og lauk vorið 1982. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og FH-stúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla, eftir sigur á FH-ingum í lokaleik mótsins. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Víkingur | 24 |
| FH | 21 |
| Þróttur | 20 |
| KR | 18 |
| Valur | 12 |
| Fram | 7 |
| HK | 5 |
| KA | 4 |
KA og HK féllu niður um deild. Markakóngur var Alfreð Gíslason, KR, með 109 mörk.
### 2. deild
Stjarnan sigraði í 2. deild. Þjálfari liðsins var Gunnar Einarssonar. Auk Stjörnumanna fór ÍR upp í 1. deild.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Stjarnan | 21 |
| ÍR | 21 |
| Breiðablik | 15 |
| Haukar | 14 |
| Þór Ve. | 13 |
| Afturelding | 12 |
| Týr Ve. | 11 |
| Fylkir | 5 |
Fylkir og Týr Vestmannaeyjum féllu niður um deild.
### 3. deild
Ármann sigraði í 3. deild, en þjálfari liðsins var Bogdan Kowalcsyk. Grótta fylgdi Ármenningum upp í 2. deild. Keppt var í 10 liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ------------ | ---- |
| Ármann | 31 |
| Grótta | 31 |
| Þór Ak. | 30 |
| ÍBK | 23 |
| ÍA | 21 |
| Reynir S. | 19 |
| Dalvík | 12 |
| Selfoss | 7 |
| Ögri | 4 |
| Skallagrímur | 2 |
### Bikarkeppni HSÍ
KR sigraði í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir úrslitaleik gegn FH.
1. umferð
- FH - Fylkir 40:21
- HK – Fram 23:28
- Afturelding – Þór Ve. 24:14
- Víkingur – ÍBK 26:16
- Valur – KA28:18
16-liða úrslit
- Týr Ve. – Grótta 28:26
- ÍA – Valur 23:25
- Þór Ak. – Afturelding 19:26
- Haukar – ÍR 25:15
- Fram – FH 20:31
- Stjarnan – Breiðablik 24:20
- Þró – Víkingur 25:20
- Ármann – KR 18:30
8-liða úrslit
- Þróttur - Valur 17:28
- FH - Stjarnan 22:21
- KR - Týr Ve. 29:18
- Afturelding - Haukar 17:18
Undanúrslit
- FH - Valur 27:20
- Haukar - KR 23:28
Úrslitaleikur
- KR - FH 19:17
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þeir hófu keppni í 16-liða úrslitum en töpuðu fyrir Atlético Madrid.
16-liða úrslit
- Víkingur - Atlético Madrid (Spáni) 14:15
- Atlético Madrid - Víkingur 23:22
#### Evrópukeppni bikarhafa
Þróttarar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og fóru í undanúrslit.
1. umferð
- Þróttur – Kristiansand, (Noregi) 24:21
- Kristiansand – Þróttur 16:18
16-liða úrslit
- Sittardia, (Hollandi) - Þróttur 20:19
- Þróttur - Sittardia 20:15
8-liða úrslit
- Þróttur - Tacca Pallamano, (Ítalíu) 32:19
- Þróttur - Tacca Pallamano 29:19
Undanúrslit
- Þróttur – Dukla Prag, (Tékkóslóvakíu) 17:21
- Dukla Prag – Þróttur 23:17
#### Evrópukeppni félagsliða
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni félagsliða, sem haldin var í fyrsta sinn og féll út í fyrstu umferð.
1. umferð
- Forst Brixen (Ítalíu) - FH 25:25
- Forst Brixen - FH 12:11
- Báðir leikirnir fóru fram ytra.
## Kvennaflokkur
### 1. deild
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 24 |
| Fram | 22 |
| Valur | 18 |
| KR | 14 |
| Víkingur | 14 |
| ÍR | 12 |
| ÍA | 7 |
| Þróttur | 0 |
Lið Þróttar og Akraness féllu úr 1. deild.
### 2. deild
Haukar sigruðu í 2. deild. Þór Ak. hafnaði í öðru sæti og færðust bæði lið upp um deild. Leikin var tvöföld umferð í tveimur riðlum.
A-riðill
| Félag | Stig |
| --------- | ---- |
| Haukar | 16 |
| ÍBV | 12 |
| Selfoss | 6 |
| Grindavík | 4 |
| HK | 2 |
B-riðill
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Þór Ak. | 18 |
| Fylkir | 16 |
| Stjarnan | 13 |
| Breiðablik | 6 |
| ÍBK | 5 |
| Afturelding | 4 |
Úrslitaleikur
- Þór Ak. - Haukar 11:13
### Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn ÍR.
1. umferð
- Haukar – Þór ak 12:14
- FH – Valur 13:12
- Víkingur – KR 14:18
- ÍA – Fylkir 17:13
- Breiðablik – Þróttur 14:15
8-liða úrslit
- Fram – FH 12:9
- KR – ÍA 16:8
- Stjarnan – ÍR 10:22
- Þór Ak.– Þróttur 14:15
Undanúrslit
- Fram - Þróttur 23:5
- KR - ÍR 10:11
Úrslit
- Fram - ÍR 19:9
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu, en bjó sig undir B-keppni sem halda skyldi í Hollandi árið 1983.
| 3.125
|
# Handknattleiksárið 1982-83
Handknattleiksárið 1982-83 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1982 og lauk vorið 1983. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valsstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í B-keppni í Hollandi.
## Karlaflokkur
### 1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Notast var við nýtt mótafyrirkomulag. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Sigurliðið í deildarkeppninni hlaut að launum sæti í Evrópukeppni félagsliða. Því næst fóru fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem leikin var fjórföld umferð og hófu öll liðin keppni án stiga. Fjögur neðstu liðin fóru í sérstaka keppni um fall með fjórfaldri umferð, en þau tóki með sér stigin sín úr aðalkeppninni.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| FH | 20 |
| KR | 20 |
| Víkingur | 19 |
| Stjarnan | 17 |
| Valur | 15 |
| Þróttur | 12 |
| Fram | 9 |
| ÍR | 0 |
- FH hlaut 1. sætið vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum gegn KR.
Úrslitakeppni
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Víkingur | 17 |
| KR | 15 |
| FH | 14 |
| Stjarnan | 2 |
Fallkeppni
| Félag | Stig |
| ------- | ---- |
| Valur | 29 |
| Þróttur | 27 |
| Fram | 20 |
| ÍR | 0 |
- ÍR og Fram féllu í 2. deild.
### 2. deild
KA-menn urðu meistarar í 2. deild og fóru upp um deild ásamt Haukum. Notast var við sama keppnisfyrirkomulag og í 1. deild karla.
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| KA | 21 |
| Haukar | 18 |
| Breiðablik | 16 |
| Grótta | 16 |
| HK | 13 |
| Þór Ve. | 12 |
| Afturelding | 9 |
| Ármann | 7 |
Úrslitakeppni
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| KA | 34+ |
| Haukar | 33 |
| Breiðablik | 31 |
| Grótta | 21 |
+ Breiðablik notaði ólöglegan leikmann gegn KA og var KA því dæmdur sigur í leiknum, sem réði úrslitum í mótinu.
Fallkeppni
| Félag | Stig |
| ----------- | ---- |
| Þór Ve. | 26 |
| HK | 25 |
| Afturelding | 21 |
| Ármann | 17 |
- Ármann og Afturelding féllu í 3. deild.
### 3. deild
Fylkir og Reynir S. færðust upp í 2. deild. Keppt var í níu liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ------------ | ---- |
| Fylkir | 28 |
| Reynir S. | 25 |
| Þór Ak. | 24 |
| ÍA | 21 |
| Týr Ve. | 19 |
| ÍBK | 12 |
| Dalvík | 8 |
| Skallagrímur | 6 |
| Ögri | 0 |
### Bikarkeppni HSÍ
Víkingur sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn KR. Tuttugu lið tóku þátt í mótinu.
1. umferð
- Breiðablik - Grótta 20:19
- Ármann - HK 17:15
- ÍA - Afturelding 24:29 (e. framlengingu)
- Haukar - ÍR 30:24
16-liða úrslit
- Afturelding - Reynir S 25:31
- KA – Fylkir 22:19
- Þór Ve. – Haukar 19:18
- KR – Ármann 31:21
- Víkingur – FH 26:25
- ÍBK – Þróttur 18:24
- Stjarnan – Fram 20:22
- Breiðablik – Valur 13:23
8-liða úrslit
- Þróttur – KR
- Reynir S. – Þór V 20:27
- Víkingur – KA 28:23
- Fram –Valur 20:30
Undanúrslit
- KR – Valur 22:21
- Þór Ve. – Víkingur 20:26
Úrslitaleikur
- Víkingur - KR 28:18
### Evrópukeppni
#### Evrópukeppni meistaraliða
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þeir féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.
1. umferð
- Víkingur - Vestmanna (Færeyjum) 35:19 og 27:23
16-liða úrslit
- Víkingur - Dukla Prag (Tékkóslóvakíu) 19:18
- Dukla Prag - Víkingur 15:23
#### Evrópukeppni bikarhafa
KR-ingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð og féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.
- KR - Zeleznikar (Júgóslavíu) 25:20 & 21:28
- Báðir leikirnir fóru fram í Reykjavík.
#### Evrópukeppni félagsliða
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni félagsliða. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð og féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.
16-liða úrslit
- Zarpozhje (Sovétríkjunum) 30:25 & 29:19
- Báðir leikirnir fóru fram í Sovétríkjunum.
## Kvennaflokkur
### 1. deild
Valsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| -------- | ---- |
| Valur | 24 |
| Fram | 23 |
| FH | 20 |
| ÍR | 19 |
| KR | 17 |
| Víkingur | 9 |
| Haukar | 4 |
| Þór Ak. | 3 |
Lið Hauka og Þórs Akureyri féllu úr 1. deild.
### 2. deild
Akranes sigraði í 2. deild. Fylkir varð í 2. sæti og tóku liðin sæti Þórs Ak. og Hauka í 1. deild. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
| Félag | Stig |
| ---------- | ---- |
| ÍA | 27 |
| Fylkir | 24 |
| ÍBK | 21 |
| ÍBV | 14 |
| Þróttur R. | 10 |
| Stjarnan | 10 |
| HK | 4 |
| Selfoss | 2 |
### Bikarkeppni HSÍ
ÍR-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn.
8-liða úrslit
- Fram – Haukar
- ÍR – FH 18:16
- Valur – Fylkir
- Þróttur – Víkingur
Undanúrslit
- ÍR - Víkingur 22:13
- Valur - Fram 17:14
Úrslitaleikur
- ÍR - Valur 18:17
### Evrópukeppni
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.
## Landslið
Stærsta verkefni karlalandsliðsins á leikárinu var B-keppni í Hollandi. Tvö efstu liðin í hverjum forriðli fóru í úrslitakeppni um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum 1984, en liðin í neðri sætunum kepptu um að halda sæti sínu meðal B-þjóða.
Forriðill
- Ísland – Spánn 16:23
- Ísland – Sviss 19:15
- Ísland – Belgía 23:20
- Ísland, Sviss og Spánn urðu jöfn að stigum, en Ísland sat eftir vegna lökustu stöðu í innbyrðisviðureignum.
Úrslitaleikir um sæti
- Ísland – Búlgaría 26:24
- Ísland – Ísrael 22:22
- Ísland - Frakkland 20:18
Íslenska liðið hafnaði í sjöunda sæti.
| 3.09375
|
# Gustaf Cederschiöld
Gustaf Johan Christoffer Cederschiöld (25. júní 1849 – 5. maí 1928) var sænskur fræðimaður sem sérhæfði sig í rannsóknum á norrænni tungu og miðaldabókmenntum. Hann gaf út töluvert af fornsögum eftir íslenskum handritum, þar á meðal Bandamanna sögu (1873), Erex sögu (1888) og Clári sögu (1907). Sú síðastnefnda var gefin út í ritröðinni Altnordische Saga-Bibliothek sem Cederschiöld kom á fót ásamt prófessorunum Eugen Mogk í Leipzig og Hugo Gering í Kiel.
| 3.015625
|
# Gustav
Gustav er íslenskt karlmannsnafn. Það kemur úr forn Sænsku og þýðir "Gaut leiðari" (Gautstafr).
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.4375
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.