text
stringlengths 11
395k
| edu_score
float64 0.4
4.44
|
|---|---|
# Tom Morello
Tom Morello er bandarískur gítarleikari fæddur 30. maí 1964 í New York. Morello stofnaði hljómsveitina Rage Against the Machine (R.A.T.M.) sem var áhrifarík sveit í jaðarrokki og þungarokki. Síðar stofnaði hann sveitina Audioslave með söngvara Soundgarden, sólósveit sína Nightwatchman og nýlegast Prophets of Rage með fyrrum meðlimum R.A.T.M. ásamt söngvurunum B-Real úr Cypress Hill og Chuck D úr Public Enemy.
Morello hefur stundum lagt pólítískum málstað lið og stofnaði m.a. Axis of Justice-samtökin með söngvara System of a Down, Serj Tankian. Samtökin miða að því að efla mannréttindi og jafnrétti.
Morello er þekktur fyrir að framkalla alls kyns hljóð úr gítar sínum með gítareffektum.
| 2.46875
|
# Trommuleikari
Trommuleikari (einnig trommari eða trumbuslagari, trymbill eða trumbari) er sá maður sem spilar á trommur.
| 2.5
|
# Trommusett
Trommusett er safn slagverkshljóðfæra sem raðað er upp á þægilegan hátt þannig að einn hljóðfæraleikari geti leikið á þau öll samtímis.
Grunntrommusett sem notuð eru í dægurtónlist samanstendur af eftirfarandi einingum:
- Bassatromma, tromma sem látin er liggja á gólfi, oftast milli 40 og 60 cm að þvermáli. Slegin með fótstigli, oftast með hægri fæti.
- Sneriltromma (eða snerill), oftast nær mest notaða tromman í trommusetti. Hún er yfirleitt með gormum neðan á sem látnir eru liggja upp við neðri skinnið til að fá "krispí" hljóm.
- Hi-hat, tvö málmgjöll sem liggja hvort á móti öðru og hægt er að opna þau og loka með fótstigli sem oftast er stjórnað með vinstri fæti.
Oftast er þó fleiri slagverkseiningum bætt við sem eru:
- Málmgjöll einnig kölluð symbalar, eru einskonar diskar gerðir úr málmi. Mis mörgum málmgjöllum er komið fyrir á statífum í kringum trommusettið, algengt er að þau séu á bilinu 0 til 8 stykki en allur gangur er á því. Algengustu málmgjöllin nefnast crash og ride, en einnig má nefna splash og kínasymbala.
- Pákur (e. toms) eru sívalar trommur sem raðað er við hliðina á eða í kringum snerilinn. Oftast eru notaðar á bilinu 0 til 5 pákur en algengast er að þær séu 2 eða 3.
Ekki er óalgengt að fleiri slagverkshljóðfærum sé bætt við trommusett.
| 3.546875
|
# Troms og Finnmörk
Troms og Finnmörk (norska: Troms og Finnmark) er fylki Noregs sem stofnað var 1. janúar, 2020 með sameiningu Troms og Finnmarkar. Íbúar Finnmarkar voru andsnúnir samrunanum. Stærð fylkisins er tæpir 75.000 ferkílómetrar.
| 2.28125
|
# Tromsfylki
Tromsfylki (norska: Troms fylke, norðursamíska: Romssa fylkkasuohkan) er fylki í norður Noregi, 25.862,93 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 162.934 (30. Jún 2014). Höfuðstaðurinn og stærsta borgin í fylkinu er Tromsø, með um 65.000 íbúa. Fylkið er í landshlutanum Norður-Noregur.
## Sveitarfélög
- Balsfjord
- Bardu
- Berg
- Bjarkøy
- Dyrøy
- Gratangen
- Harstad
- Ibestad
- Karlsøy
- Kvæfjord
- Kvænangen
- Lavangen
- Lenvik
- Lyngen
- Målselv
- Nordreisa
- Salangen
- Skjervøy
- Skånland
- Storfjord
- Sørreisa
- Torsken
- Tranøy
- Tromsø
| 2.484375
|
# Tropilaelaps
Tropilaelaps er mítlategund í ættinni Laelapidae.
## Tegundir
- Tropilaelaps clareae Delfinado & Baker, 1961
| 2.359375
|
# Trosa
Trosa er þéttbýli í sveitarfélaginu Trosa í Svíþjóð. Þar búa 5 027 manns (2010).
| 1.601563
|
# Trompet
Trompet er málmblásturshljóðfæri sem hefur hæsta tónsviðið af þeim, fyrir ofan franskt horn, básúnu, baritónhorns og túbu. Trompet er látúnshólkur sem er sveigður í flatan, einfaldan spíral. Hljóðið er framkallað með því að blása með samanherptum vörum í munnstykkið og framkalla þannig staðbylgju í loftinu inni í hólknum. Tóninum er breytt með vörunum og með því að breyta lengd loftrásarinnar með þremur stimpillokum.
| 2.4375
|
# Tromsø IL
Tromsø IL (Tromsø Idrettslag) er knattspyrnufélag frá Tromsø sem var stofnað 15. september 1920. Félagið spilar heimaleiki sína á Alfheim Stadion sem opnaði á árið 2007.
Búningur liðsins er rauð og hvít skyrta, hvítar buxur og hvítir sokkar. Tryggvi Guðmundsson lék með félaginu 1998-2000
| 1.679688
|
# Trongisvogur
Trongisvogur (færeyska: Trongisvágur) er þorp í sveitarfélaginu Þvereyri á Suðurey í Færeyjum með 506 íbúa (2015). Þorpið byggðist upp fyrst árið 1830 þegar konunglega einokunarverslunin setti upp krambúð þar. Trongisvogur er í raun samvaxinn stærri þéttbýlistað, Þvereyri.
Íþróttahöll er í þorpinu. Þar spila og æfa blak-, borðtennis-, handbolta- og fótboltafélög (flogbóltsfelagið TB, borðtennisfelagið TBF, TB hondbóltur og TB innandura fótbólt). Skógrækt er nálægt Trongisvogi: Viðarlundin í Trongisvági.
| 2.25
|
# Standing on the Shoulder of Giants
Standing on the Shoulder of Giants er fjórða breiðskífa bresku hljómsveitarinnar Oasis. Hún kom út árið 2000, en við upptökur á henni hættu tveir meðlimir, Paul „Bonehead“ Arthurs og Paul „Guigsy“ McGuigan, í hljómsveitinni. Platan fór á topp breska vinsældalistans eins og hinar hljóðversplötur sveitarinnar.
## Lagalisti
Öll lög samin af Noel Gallagher, nema annað sé tekið fram.
1. „Fuckin' in the Bushes“ – 3:18
2. „Go Let It Out“ – 4:38
3. „Who Feels Love?“ – 5:44
4. „Put Yer Money Where Yer Mouth Is“ – 4:27
5. „Little James“ – 4:15 (Liam Gallagher)
6. „Gas Panic!“ – 6:08
7. „Where Did It All Go Wrong?“ – 4:26
8. „Sunday Morning Call“ – 5:12
9. „I Can See a Liar“ – 3:12
10. „Roll It Over“ – 6:31
| 1.9375
|
# Standard & Poor's
Standard & Poor's Financial Services LLC (S&P) er bandarískt fjármálaþjónustufyrirtæki. Það er dótturfyrirtæki McGraw Hill Financial sem gefur út rannsóknir og greiningu á hlutabréfum og skuldabréfum. S&P er þekkt fyrir vísitölurnar sínar eins og S&P 500 og aðrar. Það er eitt aðallánshæfisfyrirtækjanna þriggja ásamt Moody's Investor Service og Fitch Ratings. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Manhattan-eyju í New York-borg.
Fyrirtækið var stofnað í sínu núverandi formi árið 1941 eftir sameiningu við önnur fyrirtæki.
| 2.21875
|
# Standpína
Standpína (eða holdris eða stinning) er reðurspenna, eða m.ö.o. það að manni rís hold. Einnig er talað um að vera með hann beinharðan, og að einhverjum beinstendur og gömul íslensk sögn um það að fá standpínu var að mastra.
| 2.578125
|
# Standliður
Standliður (epistropheus) er bein í hrygg manns.
| 2.109375
|
# Stanford-háskóli
Stanford-háskóli (Leland Stanford Junior University, þekktari sem Stanford University eða einfaldlega Stanford), er einkarekinn rannsóknarháskóli í Kaliforníu. Skólinn er í Silicon Valley í Santa Clara sýslu, 60 km suðaustur af San Francisco og um 36 km norðaustur af San José. Skólinn var stofnaður árið 1891.
Við skólann kenna tæplega 1800 kennarar en nemendur eru á 7. þúsund í grunnnámi og rúmlega 8 þúsund í framhaldsnámi. Fjárfestingar skólans nema 15,2 milljörðum bandaríkjadala en skólinn er þriðja ríkasta menntastofnun Bandaríkjanna á eftir Harvard og Yale.
| 2.359375
|
# Stanford Encyclopedia of Philosophy
Stanford Encyclopedia of Philosophy er alfræðirit um heimspeki á veraldarvefnum sem rekið er af Metaphysical Research Lab við Center for the Study of Language and Information hjá Stanford University. Aðalritstjóri er Edward N. Zalta, stofnandi alfræðiritsins. Aðgangur að vefsíðunni er ókeypis.
Greinar á vefnum eru skrifaðar af sérfræðingum en meðal greinarhöfunda eru prófessorar í heimspeki frá 65 háskólum frá öllum heimshornum. Leitast er við að tryggja gæði greina á vefnum með því að
- fá sérfræðinga til að skrifa á vefinn;
- greinarhöfundar eru valdir af ritstjóra eða ritstjórnarnefnd, og
- greinar eru ritrýndar.
Ritstjórnarstefna Stanford Encyclopedia of Philosophy leyfir að fleiri en ein grein fjalli um sama efni. Þannig má endurspegla ágreining fræðimanna á fræðilegan máta.
Edward N. Zalta stofnaði Stanford Encyclopedia of Philosophy í september árið 1995 með það í huga að alfræðirit á veraldarvefnum mætti uppfæra oft og koma þannig í veg fyrir að það úreldist eins og óhjákvæmilegt er um prentaðar bækur.
## Tengill
- Stanford Encyclopedia of Philosophy
| 2.8125
|
# Standa
Standa var keðja stórmarkaða á Ítalíu. Keðjan var formlega lögð niður árið 1999 en nokkrir tugir stórmarkaða voru reknir til ársins 2010 undir þessu vörumerki sem síðast var í eigu þýska eignarhaldsfélagsins Rewe-Billa sem rekur stórmarkaði undir nafninu Billa.
Fyrirtækið Magazzini Standard var stofnað í Mílanó 21. september 1931 og rak brátt fjölda vöruhúsa um alla Ítalíu. Vegna nýrra laga á tímum fasista þar sem reynt var að gera ítölsk heiti fyrirtækja að skyldu, var nafninu breytt í Standa sem átti að standa fyrir Società Nazionale Tutti Articoli Nazionali Dell'Abbigliamento. 1958 opnaði fyrirtækið fyrsta stórmarkað Ítalíu sem seldi matvöru. Eignarhaldsfélagið Montedison eignaðist fyrirtækið 1966 og 1988 var það selt til Fininvest, fyrirtækis í eigu Silvio Berlusconi. Það keypti stórmarkaðakeðjuna Brianzoli 1991 og hóf að bæta við sig sölustöðum.
1998 var keðjan leyst upp og allir hlutar rekstursins sem ekki voru matvara seldir til eignarhaldsfélagsins Coin sem rekur fataverslanir undir merkinu Oviesse. Matvöruhluti rekstursins var seldur sama ár til eins af fyrri eigendum Brianzoli sem seldi hann síðan til Rewe-Billa árið 2000. Merkið var endanlega lagt niður árið 2010. Billa seldi svo flesta sölustaði Standa til verslunarkeðjunnar Conad árið 2011 og afganginn til Carrefour og fleiri samkeppnisaðila árið 2014.
| 2.609375
|
# Standberg
Standberg er lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Það myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu.
Á Íslandi eru standberg víða við strendur landsins en einnig má sjá forn standberg frá ísaldarlokum, frá þeim tíma þegar sjór stóð tímabundið talsvert hærra en nú, einkum með suðurströndinni og á Snæfellsnesi. Dæmi um standberg eru Hornbjarg (Kálfatindur) og Látrabjarg.
Enniberg í Færeyjum er eitt hæsta standbergið í Evrópu og rís yfir 750 metra upp úr Norðursjó. Hæsta lóðrétta standbergið er í Þórsfjalli á Baffineyju í Kanada eða 1370 metrar.
| 2.953125
|
# Spóalilja
Fritillaria assyriaca er jurt af liljuætt (Liliaceae), sem var fyrst lýst af John Gilbert Baker.
Nafnið F. assyriaca var upphaflega á tegund sem nú er skráð sem F. uva-vulpis. Grasafræðingurinn Guest safnaði þessari plöntu í norðaustur Írak 1931 og kom með til Kew. Rannsóknir Rix sýndu að þetta safn var blanda af F. assyriaca og F. uva-vulpis.
## Útbreiðsla
Austur Tyrkland, frá Malatya austur til Agri, og í norður Íran og Írak, á kornökrum, skriðum, og steppum í 1100 - 2500 m. yfir sjávarmáli.
## Lýsing
Laukurinn allt að 3 sm í þvermál, oft með smálaukum. Stöngull 4 - 20 sm hár. Laufblöð fjögur til sex, breiðlensulaga. Blómin eru mjóbjöllulaga, með daufri lykt. Krónublöð 1.2-2.5cm löng, yfirleitt gráleit að utan, græn eða gulleit að innan.
Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:
- F. a. assyriaca
- F. a. melananthera
F.a. subsp. melananthera er frábrugðin í því að hava mjórri stöngla, krónublöð mjög mjó (minni en 5 mm), með grænni rönd og svartleit að innan og svarta frjóhnappa. Lægra yfir sjó, að 700m, í suður Tyrklandi, milli Taurus fjalla og sjávar, í sendnum jarðvegi.
| 3.375
|
# Spítalahlíð
Spítalahlíð er hverfahluti í Miðborg Reykjavíkur. Hverfahlutinn er suðurhlíð Skólavörðuholtsins og telst vera svæðið sunnan Njarðargötu og Eiríksgötu.
| 1.945313
|
# Spóar
Spóar eru níu tegundir fugla af ættkvíslinni Numenius. Einkenni þeirra eru mjór niðursveigður goggur og brúnar fjaðrir sem breytast lítið eftir árstíðum. Á Íslandi verpir spói (Numenius phaeopus) en fjöruspói (Numenius arquata) er reglulegur vetrargestur.
| 2.859375
|
# Spónamatur
Spónamatur er samheiti yfir graut, skyr, ábrysti, súpu og fleira sem hefð er fyrir að étið sé með skeið. Nafnið er dregið af því að áður en eiginlegar skeiðar bárust til Íslands, þá voru notaðir spænir í staðinn, eins konar skeiðar sem voru skornar út, gjarnan úr dýrahorni. Spónamatur var yfirleitt étinn úr öskum fyrr á tíð, en nú orðið hafa skálar tekið við.
Þegar spónamatur er etinn rólega í litlum spónfyllum kallast það að sutla eða supla og ögn af spónamat kallast slembra.
## Dæmi um spónamat
- Grautur
- Hafragrautur
- Morgunkorn
- Skyr
- Súpa
- Ábrystir
| 3.21875
|
# Spónastokkur
Spónastokkur er tréílát þar sem í voru geymdir hornspænir. Spónastokkur var oft útskorinn.
| 2.046875
|
# Spónn (áhald)
Spónn (fleirtala spænir) nefnist fyrri tíma matskeið, og var einkum úr nauts- eða hrútshornum eða hvalbeini.
Spónn getur líka merkt dálítill skammtur af spónamat. Að missa spón úr aski sínum, í merkingunni að missa eitthvað sem maður hefur haft (t.d. tekjur, bitling), er orðatiltæki sem í upphafi þýddi að missa matarskammt af diski sínum sem maður hafði áður fengið, kannski sem aukagetu.
| 2.65625
|
# Staðallíkan
Staðallíkanið er líkan í nútímaeðlisfræði, sem lýsir öreindum og þeim kröftum, sem verka á þær eða þá krafta sem þær bera samkvæmt skammtasviðskenningu. Helsti ókostur staðallíkansins er að það skýrir ekki þyngdarafl.
Öreindirnar skiptast gróflega í tvo hópa, fermíeindir, með hálftöluspuna og bóseindir (bósónur) með heiltöluspuna. Minnstu fermíeindirnar, sem ekki virðast samsettar úr öðrum smærri eindum, eru létteindir og kvarkar. Hver kjarneind (þungeind), sem samsett er úr þremur kvörkum, myndar ásamt rafeindum (létteind) frumeindir, sem eru bygginareiningar efnis. Miðeindir (mesónur) eru samsettar úr pörum kvarka og andkvarka.
Nokkrar bóseindir miðla kröftum: ljóseindir (fótónur) rafsegulkrafti, kvarðabóseindir veika kjarnakraftinum, en límeindir þeim sterka. Margar öreindir, t.d. raf- og róteind, hafa rafhleðslu, en ekki nifteind, fiseind né ljóseind.
## Fermíeindir
Hafa hálftöluspuna.
### Létteindir
Eru efnisminnstu öreindirnar, en jafn vel er talið að fiseindir hafi engan massa. Massi raf- og jáeindar er 511 keV/c2.
| | | Létteindir | | |
| 1 | 2 | 3 | | |
| Rafhleðsla | 0 | Rafeindarfiseind (νe) | Mýeindarfiseind (νμ) | Táfiseind (ντ) |
| Rafhleðsla | −1 | Rafeind (e) | Mýeind (μ) | Táeind (τ) |
### Kvarkar
Eru byggingareiningar efnis og mynda kjarneindir, sem ásamt rafeindum mynda efni. Sterkeindir eru samsettar úr kvörkum og hafa sterka víxlverkun.
| | | Kvarkar | | |
| 1 | 2 | 3 | | |
| Rafhleðsla | +2/3 | upp (u) | þokki (c) | toppur (t) |
| Rafhleðsla | −1/3 | niður (d) | sérstaða (s) | botn (b) |
### Þungeindir
Eru sterkeindir samsettar úr þremur kvörkum, t.d. róteind (p) og nifteind (n), sem eru myndaðar úr upp- „u“ og niður-kvörkum „d“ þ.a. p=uud og n=udd. Massi kjarneindanna er um 940 MeV/c2.
## Bóseindir
Bóseindir hafa heiltöluspuna.
### Kratfmiðlandi eindir
Sex bóseindir (kraftmiðlarar) miðla frumkröftunum fjórum: Rafsegulkrafti, veika- og sterka kajarnakraftinum og þyngdarkraftinum.
| Bóseind | Massi · c2 | Spuni | Rafhleðsla | Víxlverkun |
| ------------- | ---------- | ----- | ---------- | ----------------------- |
| Ljóseind | 0 | 1 | 0 | Rafsegulkraftur |
| Z0-Bóseind | um 91 GeV | 1 | 0 | Veiki kjarnakrafturinn |
| W+-Bóseind | um 80 GeV | 1 | 1 | Veiki kjarnakrafturinn |
| W−-Bóseind | um 80 GeV | 1 | −1 | Veiki kjarnakrafturinn |
| Límeind | 0 | 1 | 0 | Sterki kjarnakrafturinn |
| (Þyngdareind) | 0 | 2 | 0 | Þyngdarafl |
Higgs-bóseindin gegnir lykilhlutverki í staðallíkaninu, en hefur þrátt fyrir mikla leit ekki fundist enn. Vonir eru bundnar við að finna hana í tilraunum með Stóra sterkeindahraðalinn.
### Miðeindir
Eru sterkeindir samsettar úr pörum kvarka og andkvarka.
| 3.875
|
# Staðarfell
Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu, áður höfðingjasetur og stórbýli um langan aldur en frá 1927 var þar húsmæðraskóli og frá 1980 starfsemi á vegum SÁÁ.
Bærinn stendur á fremur mjórri undirlendisræmu undir samnefndu fjalli, sem er bratt og klettótt. Staðarfell er mikil hlunnindajörð og þar bjuggu jafnan höfðingjar. Þorvaldur Ósvífursson, fyrsti maður Hallgerðar langbrókar, bjó þar, eða á Meðalfellsströnd undir Felli, eins og segir í Njálu. Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu, bjó á Staðarfelli á 12. öld. Á fyrri hluta 19. aldar bjó þar fræðimaðurinn Bogi Benediktsson, sem skrifaði mikið um ættfræði og fleira og er þekktastur fyrir ritið Sýslumannaævir. Sýslumenn Dalamanna sátu oft á Staðarfelli og Hannes Hafstein bjó þar til dæmis í eitt ár 1886-1887.
Á fyrstu áratugum 20. aldar bjuggu hjónin Soffía Gestsdóttir og Magnús Friðriksson á Staðarfelli. Einkasonur þeirra drukknaði ásamt fleirum af bát sem hvolfdi fyrir landi jarðarinnar 1920 og í minningu hans gáfu foreldrarnir jörðina til stofnunar húsmæðraskóla. Skólinn hóf starfsemi 1927 og starfaði til 1976. Árið 1980 var svo endurhæfingarstöð á vegum SÁÁ komið á fót í húsnæðinu og hefur hún verið rekin þar síðan.
Staðarfellskirkja var vígð árið 1891 og er friðuð.
| 2.75
|
# Staðalímynd
Staðalímynd (stereótýpa eða stöðnuð ímynd) er hugtak sem haft er um fastmótaða eða rótgróna hugmynd eða sýn sem einhver hefur um annan einstakling sem tilheyrir öðrum hópi, ríki og svo framvegis. Staðalímyndir eru oft grundvöllur fordóma. Sem dæmi mætti nefna: hinn feita Ameríkana, hinn iðjusama Þjóðverja, hina heimsku ljósku. Staðalímynd litast oft af alhæfingum og upphrópunum. Ekki má rugla staðalímynd saman við steglingu (ens. stereotypy).
| 3.1875
|
# Staðamál fyrri
Staðamál fyrri eru fyrri kaflinn af tveimur í staðamálum, deilumálum kirkjunnar og íslenskra höfðingja um yfirráð yfir stöðum, það er að segja jörðum þar sem höfðingjar bjuggu og höfðu reist kirkju og gáfu svo kirkjunni jörðina að hluta eða öllu leyti en bjuggu þar áfram, höfðu forræði yfir kirkjunni og fengu sinn hluta af tíundinni.
Þegar Þorlákur helgi Þórhallsson varð biskup í Skálholti 1178 hóf hann þegar árið eftir að krefjast forræðis yfir kirkjustöðum. Honum varð í upphafi nokkuð ágengt og sumir höfðingjar létu undan honum en Jón Loftsson í Odda stóð fastur á móti og tókst Þorláki aðeins að ná fáeinum stöðum undir forræði kirkjunnar. Eftir að hann lést varð hlé á staðamálum þar til Árni Þorláksson („Staða-Árni“) upphóf þau aftur seint á 13. öld.
Grundvöll fyrir kröfum Þorláks biskups er meðal annars að finna í samþykktum Annars Lateranþingsins, sem var haldið árið 1139. Þar segir í 10. grein: "Vér bönnum með postullegu valdi, að leikmenn leggi undir sig kirkjutíundir, sem kirkjulegar heimildir sýna, að nota eigi í trúarlegum tilgangi. Hvort sem þeir hafa þegið þær frá biskupum, konungum eða hverjum öðrum, skulu þeir vita, að þeir fremja glæpsamleg helgispjöll og eiga á hættu eilífa útskúfun, nema þeir skili þeim aftur til kirkjunnar. Vér skipum einnig svo fyrir, að hafi leikmenn eignarhald á kirkjum, skuli þeir annað hvort skila þeim í hendur biskupa eða eiga yfir höfði sér bannfæringu..." Kaþólska kirkjan telur þetta vera hið tíunda almenna kirkjuþing, en samþykktir þeirra eru álitnar ófrávíkjanlegar.
Eysteinn Erlendsson erkibiskup hafði komið fram í Noregi þeirri breytingu, að kirkjubændur gætu ekki talið sig eiga kirkjur á jörðum sínum eða ráða fyrir tekjum þeirra, en þeir fengu hins vegar umboð frá biskupi til að gera vanalegar ráðstafanir, eins og húsabætur, og tillögu máttu þeir gera til biskups um nýja presta. Þetta er ekki talið hafa breytt eins miklu í Noregi og íslenskir höfðingjar álitu það mundu breyta fyrir sig. En Eysteinn var á árunum 1180-1183 í útlegð, svo að Þorlákur gat lítinn stuðning fengið frá honum.
| 3.59375
|
# Staðaraðferð
Staðaraðferð (latína: Ars memoriae) er minnistækni sem Grikkjum og Rómverjum var kennd, með þeim hætti að þeim var kennt að setja hvert tiltekið atriði ræðu í samband við einhvern stað. Svo væri létt að rifja upp ræðuna með því að flakka á milli þeirra staða sem tengdust atriðum ræðunnar í huganum.
Aðferðin byggir á því að mynda samband milli orða og hugmynda. Því stórkostlegri sem hugmyndin er, því meiri líkur eru á að viðkomandi muni hana.
## Dæmi
Dæmi um notkun staðaraðferðar er t.d. að hugsa um þekkta byggingu, til dæmis eitthvað ákveðið hús. Taka þarf tíma til að framkvæma „rölt“ í huganum í gegnum öll herbergin í húsinu. Sérstaklega þarf að taka eftir smáatriðunum, eins og til dæmis rispum eða hverju því sem „stækkar“ hugmyndina. Síðan er gerður listi yfir greinilega hluti sem horft var á og lagðir voru á minnið. Þegar það er búið eru búnar til sýnilegar ímyndanir fyrir hvert orð sem var tekið fyrir og þær settar í ákveðna röð. Til að kalla orðin fram er spurt til dæmis: „Hvað er á hurðinni á svefnherberginu“ eða „hvað er í ofninum“ og þar fram eftir götunum.
| 3.703125
|
# Staðall (stærðfræði)
Staðall (einnig nefndur norm) í stærðfræði er tiltekið fall, táknað með einu eða tveim lóðréttum strikum sitthvoru megin við stak v í vigurrúmi V, þ.e. ||v|| eða |v|, og gefur jákvæða tölu fyrir hvern vigur, nema núllvigurinn, en staðall hans er núll. Staðall er stundum kallaður lengd eða stærð staksins, þannig er staðall hliðstæða vigurrúms við firð í firðrúmi.
## Skilgreining
Látum {\displaystyle \mathbb {F} } vera svið sem er annaðhvort rauntölusviðið {\displaystyle \mathbb {R} } eða tvinntölusviðið {\displaystyle \mathbb {C} }. Látum {\displaystyle V} vera vigurrúm yfir {\displaystyle \mathbb {F} }.
Staðall á {\displaystyle V} er vörpun {\displaystyle \|\cdot \|:V\to \mathbb {R} } sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
1. {\displaystyle \|x\|\geq 0} fyrir öll {\displaystyle x\in V}
2. {\displaystyle \|x\|=0} ef og aðeins ef {\displaystyle x=0}
3. {\displaystyle \|\alpha x\|=|\alpha |\|x\|} fyrir öll {\displaystyle x\in V} og fyrir öll {\displaystyle \alpha \in \mathbb {F} }
4. {\displaystyle \|x+y\|\leq \|x\|+\|y\|} fyrir öll {\displaystyle x,y\in V}
## Algengir staðlar vigurrúma
- Evklíðski staðllinn
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{2}:={\sqrt {x_{1}^{2}+\cdots +x_{n}^{2}}}.}
er algengasti staðallinni í Rn. gefur stærð vigurs skv. reglu Pýþagórasar.
- 1-staðllinn
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{1}:=\sum _{i=1}^{n}|x_{i}|.}
- p-staðallinn
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{p}:=\left(\sum _{i=1}^{n}|x_{i}|^{p}\right)^{\frac {1}{p}}}
þar sem p≥ 1 . (p = 1 og p = 2 gefa staðlana hér að ofan.)
- Óendanlegi staðallinn
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{\infty }:=\max \left(|x_{1}|,\ldots ,|x_{n}|\right).}
## Línlegar varpanir
Fyrir sérhverja gagntæka, línulega vörpun A má reikna staðal staks x þannig:
{\displaystyle \|A\mathbf {x} \|.}
## Eiginleikar staðla
Tveir staðlar ||•||α og ||•||β í vigurrúmi V eru sagðir jafngildir ef til eru jákvæðar rauntölur C og D þ.a.
{\displaystyle C\|\mathbf {x} \|_{\alpha }\leq \|\mathbf {x} \|_{\beta }\leq D\|\mathbf {x} \|_{\alpha }}
fyrir öll x í V.
Í endanlegu vigurrúmi eru allir staðlar jafngildir, t.d. eru {\displaystyle l_{1}}, {\displaystyle l_{2}} og {\displaystyle l_{\infty }} staðlarnir jafngildir í {\displaystyle \mathbb {R} ^{n}}:
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{2}\leq \|\mathbf {x} \|_{1}\leq {\sqrt {n}}\|\mathbf {x} \|_{2}}
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{\infty }\leq \|\mathbf {x} \|_{2}\leq {\sqrt {n}}\|\mathbf {x} \|_{\infty }}
{\displaystyle \|\mathbf {x} \|_{\infty }\leq \|\mathbf {x} \|_{1}\leq n\|\mathbf {x} \|_{\infty }}
| 4.1875
|
# Staðamál síðari
Staðamál síðari kallast deilur sem kirkjuvaldið undir forystu Árna Þorlákssonar biskups í Skálholti átti við leikmenn um forræði kirkjustaða í Skálholtsbiskupsdæmi 1269 til 1297.
Í staðamálum fyrri hafði Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup reynt að ná stöðum, þ.e. kirkjujörðum sem höfðingjar bjuggu á og höfðu umráð yfir, undir vald kirkjunnar en lítið orðið ágengt, einkum vegna andstöðu Jóns Loftssonar. Nærri hundrað árum síðar tók Árni biskup, sem auknefndur var Staða-Árni, staðamál upp að nýju og átti í hörðum deilum við höfðingja árum saman. Helsti andstæðingur biskups framan af var Hrafn Oddsson hirðstjóri, sem var þrautreyndur úr átökum Sturlungaaldar og vel að sér í lögum og hafði í fullu tré við Árna. Eftir lát Hrafns var Þorvarður Þórarinsson helst fyrir höfðingjum og gekk honum ekki jafnvel að standa gegn biskupi.
Málunum lauk loks með sættagerð á Ögvaldsnesi í Noregi 1297 og var þar kveðið upp úr um að bændur skyldu ráða þeim stöðum sem þeir áttu helming í eða meira en kirkjan stöðum sem hún átti meira en helming í. Þetta mátti í raun heita nær fullur sigur fyrir kirkjuna og stuðlaði ásamt öðru að því að gömlu höfðingjaættirnar misstu völd og hurfu á 14. öld en aðrar komu í staðinn, sem byggðu auð sinn og veldi fremur á útgerð og fiskútflutningi en umráðum yfir stórjörðum.
| 3.453125
|
# Staðamálin
Staðamálin voru átök biskupa og höfðingja á Íslandi um forræði yfir kirkjum sem höfðingjar höfðu látið reisa á jörðum sínum og farið með sem sína eign, meðal annars þegið hluta af tíund sem var þeim nokkur tekjulind.
Staðamál fóru fram í tveimur hrinum, fyrst þegar Þorlákur helgi Þórhallsson varð Skálholtsbiskup 1178 og hóf árið eftir að krefjast forræðis yfir kirkjustöðum í samræmi við umbætur Eysteins Erlendssonar erkibiskups í Niðarósi. Staðamálum fyrri lyktaði með því að Þorlákur náði forræði nokkurra kirkjujarða en varð annars lítið ágengt annað en gera höfðingjum ljóst að yfirráð þeirra teldust ekki lögleg fyrir kirkjunni.
Staðamál síðari hófust þegar Árni Þorláksson („Staða-Árni“) Skálholtsbiskup kom heim frá Noregi, nývígður. Hann hafði með sér boð erkibiskups um að „allir staðir og tíundir skyldu gefast í biskupsvald.“ Þeim lauk með sérstakri sáttagerð milli Árna biskups og íslenskra höfðingja í Ögvaldsnesi í Noregi 1297 að undirlagi Jörundar Þorsteinssonar og Eiríks Magnússonar konungs. Í henni var kveðið á um að þeir staðir sem leikmenn ættu hálft eða meira í skyldu þeir halda áfram en aðrir staðir falla undir biskup. Með þessu móti fékk kirkjan sjálfstætt vald í málefnum kirkna og presta og kirkjuréttar- og siðferðismálum. Í kjölfarið óx vald kirkjunnar á kostnað veraldlegra höfðingja og með tímanum urðu æ fleiri kirkjustaðir eign biskupsstólanna.
| 3.859375
|
# Staðarbakkakirkja
Staðarbakkakirkja er inn af botni Miðfirðjarðar. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn sem lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni "Glæðum" eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.
| 2.765625
|
# Staðarfall
Staðarfall (locativus) er fall í málfræði sem á við um dvöl á (einhverjum) stað.
Meðal tungumála sem hafa staðarfall má nefna latínu, sem á elsta stigi málsins hafði sérstakt staðarfall, þótt það hafi síðar horfið að mestu úr málinu. Þá tók staðarsviptifall (ablativus loci) við hlutverki staðarfallsins. Eigi að síður eru eintaka leifar eftir að stafarfalli í klassískri latínu, t.d.: domi (heima), humi (á jörðinni) og ruri (uppi í sveit).
Í öðrum málum hefur þágufall tekið yfir notkun staðarfallsins, t.d. í forngrísku og íslensku.
Í íslensku er staðarfall ekki til en í þess stað er notað staðarþágufall þar sem forsetningum í eða á er sleppt og staðarnafnið er þess í stað notað í þágufalli. Það er t.d. notað í póstfangi, upphafi bréfa og niðurlagi skjala.
Dæmi um staðarþágufall utan á bréfi:
Jón Jónsson
Suðurgötu 109
220 Hafnarfirði
Ísland
Hér er Suðurgata höfð í staðarfalli, sem og Hafnarfjörður.
| 3.296875
|
# Ungbarnadauði
Ungbarnadauði er dauði barns á fyrsta aldursári. Tíðni ungbarnadauða er skilgreind sem fjöldi látinna barna 12 mánaða og yngri á hver 1.000 börn sem fæðast lifandi. Vöggudauði, óútskýrt skyndilegt andlát barns undir 12 mánaða aldri, er ein orsök ungbarnadauða. Barnadauði er dauði barna undir fimm ára aldri, og burðarmálsdauði er dauði fósturs eða nýbura, eftir 22 vikna meðgöngu og áður en barnið er 28 daga gamalt.
Ástæður ungbarnadauða eru margvíslegar og tengjast meðal annars sjúkdómum, umhverfisþáttum og efnahagslegum þáttum. Algengar orsakir ungbarnadauða eru köfnun í fæðingu, lungnabólga, fæðingargallar, vandamál í meðgöngu eða við fæðingu, nýburasýking, niðurgangur, malaría, mislingar og vannæring. Skortur á læknisþjónustu á meðgöngu, áfengisneysla, reykingar og eiturlyfjaneysla, eru meðal áhrifaþátta. Tíðni ungbarnadauða tengist mörgum öðrum breytum eins og menntunarstigi móður, umhverfisaðstæðum, samfélagslegum innviðum og heilbrigðisþjónustu. Aðgerðir eins og bætt hreinlætisaðstaða, aðgangur að hreinu drykkjarvatni, bólusetningar gegn algengum smitsjúkdómum og aðrar lýðheilsuráðstafanir draga úr tíðni ungbarnadauða.
Árið 1990 létust 8,8 milljón börn undir 12 mánaða aldri í heiminum. Árið 2015 var þessi tala komin niður í 4,6 milljónir. Tíðni ungbarnadauða minnkaði úr 65 í 29 andlát á 1.000 fæðingar á heimsvísu á sama tíma. Árið 2017 létust 5,4 milljón börn fyrir fimm ára aldur, en árið 1990 var þessi tala 12,6 milljónir. Talið er að hægt væri að fyrirbyggja 60% þessara andláta með tiltölulega einföldum aðgerðum eins og samfelldri brjóstagjöf, bólusetningum og bættri næringu.
## Tíðni ungbarnadauða
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru eftirtalin fimm lönd með hæsta tíðni ungbarnadauða 2015-2020:
| Land eða landsvæði | Tíðni ungbarnadauða 2015-2020 |
| ------------------- | ----------------------------- |
| Mið-Afríkulýðveldið | 81,90 |
| Síerra Leóne | 80,77 |
| Tjad | 74,50 |
| Sómalía | 69,31 |
| Miðbaugs-Gínea | 66,13 |
Samkvæmt sömu heimild voru eftirtalin fimm lönd með lægsta tíðni ungbarnadauða 2015-2020:
| Land eða landsvæði | Tíðni ungbarnadauða 2015-2020 |
| ------------------ | ----------------------------- |
| Ísland | 1,25 |
| Hong Kong | 1,32 |
| Singapúr | 1,63 |
| Finnland | 1,71 |
| Japan | 1,76 |
| 4.09375
|
# Undirættkvísl (flokkunarfræði)
Undirættkvísl er hugtak sem er notað við flokkun lífvera. Undirættkvísl inniheldur eina eða fleiri tegundir. Tegundir innan sömu undirættkvíslar eru líkari hver annarri að forminu til en tegundum annarra undirættkvísla.
Undirættkvíslir tilheyra ættkvísl sem er næsta skipting fyrir ofan. Sumum undirættkvíslum er skipt í ættflokka.
| 2.875
|
# Undína (mannsnafn)
Undína er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.140625
|
# Ungfrú heimur
Ungfrú heimur er stór alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var stofnuð í Bretlandi af Eric Morley árið 1951. Keppnin er, ásamt keppnunum Ungfrú alheimur ein sú þekktasta í heimi og er sjónvarpað í flestum löndum heims.
Fulltrúar Íslands hafa sigrað keppnina þrisvar sinnum: Hólmfríður Karlsdóttir 1985, Linda Pétursdóttir 1988 og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir 2005. Núverandi Miss World 2021 er ungfrú Pólland, Karolina Bielawska, 24. árs gömul.
| 2.453125
|
# Ungfrúin góða og húsið (kvikmynd)
Ungfrúin góða og húsið er kvikmynd eftir Guðnýju Halldórsdóttur frá 1999 byggð á samnefndri skáldsögu eftir Halldórs Laxness.
| 1.53125
|
# Stjarnfræðieining
Stjarnfræðieining (enska: astronomical unit) er mælieining fyrir fjarlægð notuð í stjörnufræði, skammstöfuð SE (enska: AU). Er meðalfjarlægðin milli jarðar og sólar, þ.e.a.s. meðalgeisli jarðbrautarinnar. Skilgreining: 1 SE = 149.597.870.691 ± 30 metrar (um 150 milljón kílómetrar).
| 3.453125
|
# Stjarnfræðilegt fyrirbæri
Stjarnfræðilegt fyrirbæri er hvers kyns fyrirbæri, sem stjörnufræðin fæst við, til dæmis geimryk, geimgeislun og þyngdargeislun. Geimfyrirbæri eru stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri sem finnast eða talið er að finnist í geimnum, þar á meðal jörðin, tunglið, sólin, reikistjörnurnar, sólstjörnur, hvítir dvergar, vetrarbrautin, stjörnuþokur, halastjörnur, smástirni, dulstirni, svarthol, hulduefni og fleira. Himinfyrirbæri eru skilgreind sem geimfyrirbæri, sem sjást frá jörðu (þó jörðin sjálf flokkist ekki sem himinfyrirbæri), til dæmis himinhnettir (sólin, tunglið og sýnilegar reikistjörnur), loftsteinar, halastjörnur og norðurljós.
| 3.421875
|
# Stjórn
Stjórn er fornnorræn þýðing á fyrsta hluta Biblíunnar eða Gamla testamentisins, frá Fyrstu Mósebók til loka Síðari konungabókar. Nafnið Stjórn hefur líklega ekki fylgt ritsafninu frá upphafi, heldur mun það vera frá 16. eða 17. öld. Merking orðsins er óviss, gæti þýtt leiðarvísir, eða stjórn guðs á veröldinni, eða á Gyðingum. Einnig gæti orðið verið þýðing á Liber regum (sem er latína og merkir: Konungabók).
## Efni, þýðendur og uppruni
Stjórn nær yfir eftirtalin rit Biblíunnar:
- 1. – 5. Mósebók
- Jósúabók
- Dómarabók
- Rutarbók
- Fyrri og síðari Samúelsbók
- Fyrri og síðari Konungabók
Textarnir í Stjórn eiga sér a.m.k. tvenns konar uppruna. Síðari hlutinn, frá og með Jósúabók til loka Konungabókanna, er þýðing á latnesku Biblíunni, Vúlgötu, líklega verk eins manns. Þýðingin er mjög góð, ekki orðrétt, en án verulegra úrfellinga eða breytinga. Hugsanlegt er að þýðingin sé unnin í Noregi, því að sums staðar er vísað til norskra aðstæðna. Málfarið bendir til að þýðingin sé frá 1220-1250.
Í handritinu AM 226 fol. er Jósúabók í annarri gerð, þýdd eftir Historia Scholastica eftir Pétur Comestor. Í þessu handriti er einnig þýðing á 2. Mósebók 19 til 5. Mósebókar, gerð eftir Vúlgötu, og er í svipuðum stíl og framhaldið. Þetta er álíka góð þýðing, en styttir textann sums staðar verulega, einkum þar sem endurtekningar eru. Finnur Jónsson prófessor taldi að þessi hluti gæti verið úr sömu biblíuþýðingu og framhaldið, þ.e. frá 1220-1250, en Gustav Storm hélt því fram að þetta væri íslensk þýðing frá 14. öld, gerð til að fylla eyðu í textanum.
Fyrsti hluti Stjórnar, 1. Mósebók til 2. Mósebókar 18, á sér allt annan uppruna. Þar er texti Biblíunnar bútaður niður og síðan bætt við umfangsmiklum skýringum, sem sóttar eru í ýmsar heimildir. Má þar einkum nefna Historia Scholastica og Speculum Historiale. Sjálfur texti Biblíunnar drukknar víða í skýringunum og hefði þetta orðið tröllaukið verk ef því hefði verið fram haldið. Finnur Jónsson telur að þeim mönnum sem settu saman Stjórnarhandritin á 14. öld, hafi þótt svo mikið til þessa verks koma, að þeir hafi tekið það fram yfir gömlu biblíuþýðinguna, sem fyrir vikið er glötuð að þessum hluta.
Framan við fyrsta hluta Stjórnar er formáli, þar sem segir m.a.:
„Nú svo sem virðuligur herra Hákon Noregskonungur hinn kórónaði, son Magnúsar konungs, lét snara þá bók upp á norrænu sem heitir Heilagra manna blómstur, þeim skynsömum mönnum til skemmtanar sem eigi skilja eður undirstanda latínu. . . . Upp á þann hátt vildi hann og að þeim góðum mönnum mætti yfir sjálfs hans borði af þessari guðs höll og herbergi, það er af heilagri skrift, meður nokkurri skemmtanar vissu kunnigt verða.“
Af þessu má ráða að Hákon háleggur hafi látið þýða þennan fyrsta hluta Stjórnar á þeim árum sem hann var konungur, þ.e. 1299-1319.
## Handrit
Stjórn er varðveitt heil eða í brotum í nokkrum skinnhandritum:
- AM 226 fol., kallað A, talið ritað í Helgafellsklaustri 1350-1370.
- AM 225 fol., er eftirrit AM 226 frá því um 1400.
- AM 227 fol., kallað B, vantar talsvert í. Handritið var fyrrum eign Skálholtskirkju.
- AM 228 fol., kallað C, mikið vantar í handritið.
- AM 229 fol. I, II og III, brot úr þremur Stjórnarhandritum.
- NRA – Í Ríkisskjalasafni Noregs eru tveir blaðhlutar úr Stjórn.
Öll handritin, sem eru íslensk, hafa verið veglegar, tveggja dálka skinnbækur frá 14. öld.
## Útgáfur
- Carl Richard Unger (útg.): Stjórn. Gammelnorsk Bibelhistorie fra Verdens Skabelse til det babyloniske Fangenskab. Christiania 1862, xv+654 s.
- Reidar Astås (útg.): Stjórn. Tekst etter håndskriftene 1–2. Riksarkivet, Oslo 2009, xii+1324 s. — Norrøne tekster nr. 8.
| 3.71875
|
# Stjórnarmyndunarumboð
Stjórnarmyndunarumboð er umboð sem þjóðhöfðingi veitir einstaklingi til að mynda ríkisstjórn. Á Íslandi veitir forseti Íslands umboð til stjórnarmyndunar þeim einstakling sem er líklegastur til að mynda starfhæfa ríkisstjórn og algengast er að sá einstaklingur verði forsætisráðherra. Kosið er til Alþingis á fjögurra ára fresti og að Alþingiskosningum loknum kallar forseti formenn allra flokka sem fengu þingmenn kjörna á sinn fund. Lang algengast er að formaður stærsta flokksins á þingi fái umboðið og verði forsætisráðherra en það er ekki algilt.
| 2.75
|
# Stjärnsund
60°25′56″N 16°12′45″A / 60.43222°N 16.21250°A
Stjärnsund er þéttbýli í sveitarfélaginu Hedemora i Svíþjóð. Þar búa 161 manns (2010).
| 1.882813
|
# Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands er ásamt forseta æðsta stig framkvæmdarvalds á Íslandi. Stjórnarráðið samanstendur af tólf ráðuneytum og tólf ráðherrum þess sem saman mynda ríkisstjórn Íslands. Ríkisstjórn ákvarðar verkaskiptingu framkvæmdavaldsins milli ráðuneyta innan ákveðins ramma laga sem sett eru af Alþingi. Víðtækar breytingar hafa orðið á samsetningu stjórnarráðsins frá því það tók við störfum árið 1904 en þær síðustu voru gerðar í byrjun árs 2022 og eru ráðuneyti í dag tólk talsins. Stjórnarráðshúsið er staðsett við Lækjargötu, andspænis Lækjartorgi og eru ríkisstjórnarfundir haldnir þar en einnig hýsir það forsætisráðuneytið.
## Saga
Miðað er við að stofnun Stjórnarráðs Íslands hafi verið 1. febrúar 1904, daginn sem Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands. Þann 1. febrúar 2004 var þess minnst með breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Frá 1904 til 1917 var Stjórnarráðinu skipt í þrjár skrifstofur sem hver hafði sína verkaskiptingu. Sú fyrsta sá um dóms-, skóla- og kirkjumál, önnur um atvinnumál, samgöngumál og póstmál og sú þriðja fjármál. Ráðherra Íslands var æðsti embættismaður, en hver skrifstofa hafði skrifstofustjóra og landritari var yfirmaður þeirra.
Árið 1917 varð til embætti forsætisráðherra Íslands þó svo að ekki væri enn búið að stofna forsætisráðuneyti Íslands og ráðherrar urðu þrír talsins. Þremur árum seinna var bætt við einum ráðherra. Frá árinu 1927 voru fastir starfsmenn ráðnir til skrifstofu forsætisráðherra og því eiginlegt ráðuneyti orðið til með óformlegum hætti. Fyrsta lagasetningin um Stjórnaráð Íslands varð ekki fyrr en árið 1969 en fram að því hafði íslensk stjórnsýsla verið heldur laus í reipunum.
## Ráðuneyti
Ráðuneyti eru skrifstofur ráðherra og æðstu stjórnvöld framkvæmdarvaldsins á sínu málefnasviði. Samkvæmt 15. grein stjórnarskrár Íslands er fjöldi ráðuneyta og heiti þeirra ákveðinn með forsetaúrskurði samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Tillaga forsætisráðherra skal þó vera lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu og vera afgreidd áður en forsetaúrskurður er gefinn út.
- Forsætisráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Matvælaráðuneytið
- Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
## Ráðherrar
Forsætisráðherra er skipaður af forseta Íslands og skipar hann aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Einn ráðherra getur farið með fleiri en eitt ráðuneyti á hverjum tíma og fleiri en einn ráðherra getur starfað í sama ráðuneyti. Á fundum ríkisstjórnar sem stýrðir eru af forsætisráðherra ræða ráðherrar væntanleg lagafrumvörp og mikilvægar reglugerðir sem þeir hyggjast leggja fram.
Núverandi ráðherrar eru:
- Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra
- Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
- Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
- Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
- Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
| 4
|
# Stjarnryð
Stjarnryð (fræðiheiti: Pucciniastrum) er ættkvísl sjúkdómsvaldandi sveppa af stjarnryðsætt. Að minnsta kosti fjórar tegundir ættkvíslarinnar finnast á Íslandi.
Helsta einkenni stjarnryðs er að þelgróunum er skipt langsum með 1-2 skilveggjum.
| 2.890625
|
# Stjáni blái
Stjáni blái (enska: Popeye the Sailor Man) var myndasögupersóna sköpuð af Elzie Crisler Segar fyrir bandarísku blaðamiðstöðina King Features Syndicate. Stjáni blái birtist sem persóna í myndasögudálki sem nefndist Thimble Theatre („Fingurbjargarleikhúsið“) þann 17. janúar árið 1929. Nokkrum árum seinna varð Popeye nafn myndasögunnar. Í seinni tíð voru gerðar teiknaðar kvikmyndir, leikþættir, leiknar kvikmyndir og tölvuleikir eftir sögunni. Þó Stjáni hafi orðið aðalpersóna dálksins og ein vinsælasta myndasögupersónan sem King Features skapaði, þá birtist hann ekki fyrr en eftir tíu ára útgáfu myndasögunnar.
Nafn persónunnar á íslensku vísar í Stjána bláa, kunnan sjógarp frá Keflavík sem skáldið Örn Arnarson orti um samnefnt kvæði.
| 2.4375
|
# Stríðhorni
Stríðhorni (fræðiheiti: Rhyticeros everetti) er fugl af ætt horna.
| 2.53125
|
# Stríð Ása og Vana
Stríð Ása og Vana er stríð tveggja ætta goða norrænni goðafræði. Hófst það þegar völvan/gýgurin Gullveig var brennd af Ásum. Lauk því með sætt og skiptum á gíslum. Frá Ásum komu Mímir og Hænir, en frá Vönum komu Njörður og börn hans Freyr og Freyja.
Einnig til staðfestingar friðnum, þá spýttu æsir og vanir í kerald og sköpuðu goðin úr því manninn Kvasi.
Kenningar eru um að það endurspegli átök og umbreytingar þegar herskáir indóevrópskir þjóðflokkar með feðraveldi áttust við fólk af jötundysjamenningunni sem var hugsanlega með mæðraveldi, og samlögun þeirra.
| 2.984375
|
# Stríð Íraks og Írans
Stríð Íraks og Írans (einnig kallað Fyrsta Persaflóastríðið) var stríð háð á milli Írans og Íraks sem stóð frá 22. september 1980 til 10. ágúst 1988. Deilt er um upphaf og ástæður stríðsins, en í grundvallaratriðum var barist um áhrif á Persaflóasvæðinu. Valdamenn í báðum löndum vonuðust til að draga úr þrótti andstæðingsins og auka þannig eigin völd bæði heima og á alþjóðavettvangi. Stríðið hófst með innrás Íraka. Þeir sóttu hratt inn í Íran til að byrja með en hægðu svo á og hörfuðu aftur inn í Írak og vörðust. Seinna á lokamánuðum stríðsins hófu þeir svo aftur sókn inn í Íran. Stríðið kallaði miklar hörmungar yfir báðar þjóðirnar, tafði efnahagsþróun, truflaði olíuútflutning og kostaði um eina milljón mannslífa að því að talið er.
## Aðdragandi
Einn þeirra þátta, sem jók á fjandskap þjóðanna tveggja var þrá Saddams Hussein, forseta Íraks, eftir völdum yfir Shatt al-Arab-fljótinu, sem rennur í Persaflóa og er mikilvæg flutningsleið olíu fyrir báðar þjóðir. Írakar höfðu nokkrum árum fyrr afsalað sér yfirráðum yfir fljótinu og nálægum landsvæðum með Alsírsamningnum, sem þeir gerðu við Írani árið 1975 í skiptum fyrir að Íranir hættu stuðningi sínum við uppreisn Kúrda í Írak.
Í kjölfar byltingarinnar í Íran 1979, þar sem keisaranum var steypt af stóli, óttuðust leiðtogar margra annarra íslamskra Arabaríkja að íslamska byltingin myndi breiðast út um Arabaheiminn og steypa veraldlegum ríkisstjórnum af stóli. Írönum var einnig í nöp við hina veraldlegu stjórn Ba'ath-flokksins í Írak og reyndu þeir að steypa henni með stuðningi við kúrdíska aðskilnaðarsinna í norðri og leiðtoga Sjíta-múslima annars staðar í Írak í þeirri von að það myndi leiða til borgarastyrjaldar í landinu.
Írak hafði einnig augastað á Íranska héraðinu Khuzestan þar sem nokkrar af stærstu olíulindum Írana er að finna, þ.m.t. olíuvinnslustöðina við Abadan sem byggð var 1909.
Saddam Hussein var nýkominn til valda og var ákveðinn í að gera Írak að risaveldi í Mið-Austurlöndum. Vel heppnuð innrás í vestur Íran myndi koma Írak í yfirburðastöðu við Persaflóa og veita þeim algjör völd yfir olíuframleiðslu á svæðinu. Þessar metnaðarfullu hugmyndir voru ekki svo langsóttar. Fjölmargar aftökur á háttsettum mönnum innan íranska hersins auk skorts á varahlutum í búnað hersins (sem var að mestu frá Bandaríkjunum) hafði lamað herinn sem hafði eitt sinn verið sá öflugasti á svæðinu. Bróðurparturinn af íranska hernum samanstóð nú af illa búnum, óþjálfuðum sjálfboðaliðum, svonefndum Pasdaran- og Basij-sveitum byltingarsinna sem voru hliðhollar Khomeini og töldust ekki til hefðbundins hers. Auk þess hafði Íran aðeins uppi lágmarksvarnir við Shatt al-Arab fljótið. 22. september, 1980 gripu Írakar tækifærið og gerðu innrás sem þeir réttlættu með meintu banatilræði við þáverandi utanríkisráðherra Tariq Aziz sem Íslamski Dawa-flokkur shíta í Írak átti að hafa staðið fyrir í apríl á sama ári með stuðningi Írans.
## Gangur stríðsins
Til að byrja með gekk Írökum allt í haginn þar sem þeir sóttu inn í Íran á breiðu svæði. Hins vegar komust þeir fljótlega að því að íranski herinn var ekki jafn máttlaus og þeir höfðu reiknað með. Íranir fylktu sér að baki ríkisstjórnar sinnar og börðust gegn innrásarhernum. Í júní 1982 höfðu Íranir, með vel heppnaðri gagnsókn, tekið aftur þau svæði sem Írakar náðu á sitt vald í upphafi stríðs. Það sem eftir var af stríðinu fóru mestir bardagar fram innan landamæra Írak. Íranir beittu áfram óþjálfuðum Pasdaran- og Basij-sveitum sínum og treystu á mátt fjöldans á meðan fámennari en betur búinn her Íraka varðist.
Írakar lögðu til vopnahlé 1982 en Íranir héldu fast við þá áætlun sína að steypa írösku ríkisstjórninni úr stóli og stríðið hélt áfram í 6 ár til viðbótar sem einkenndust af skotgrafahernaði þar sem mannfall var gríðarlegt en landvinningar engir fyrir hvorugt landið. Uppúr 1984 hófst svokallað „olíuflutningaskipa-stríð“ (e. tanker war) milli landanna. Írönsku og írösku herirnir víluðu þá ekki fyrir sér að sökkva hlutlausum olíuflutningaskipum sem hættu sér inn fyrir Persaflóann. Tilgangurinn var að veikja andstæðinginn efnahagslega og koma í veg fyrir útflutning olíu. Hundruð olíflutningaskipa voru skemmd eða eyðilögð á þennan hátt og hundruð sjómanna létu lífið. Á síðari árum stríðsins hlaut Írak meiri og meiri stuðning erlendis frá og gat byggt upp vel búinn og vel þjálfaðan landher, flugher og flota. Árið 1988 hófu Írakar svo nýja sókn inn í Íran og hófu að gera mikla loftárásir á íranskar borgir eins og Teheran. Einangraðir Íranir gáfust þá upp og boðuðu til friðarviðræðna sem Írakar samþykktu enda hafði hið 8 ára stríð farið mjög illa með efnahaginn og fólkið í landinu.
Stríðið einkenndist af mikilli grimmd, þá sérstaklega notkun efnavopna af hálfu Íraks (aðallega sinnepsgas). Alþjóðasamfélagið beitti Íraka mjög litlum þrýstingi til að hætta notkun efnavopnanna. Írak og Bandaríkin héldu því þó fram að Íranir hefðu einnig gerst sekir um notkun slíkra vopna en það hefur aldrei fengist staðfest. Sú herfræði sem beitt var í stríðinu svipar mjög til skotgrafahernaðar fyrri heimsstyrjaldar þar sem fjölmennum, illa búnum og illa þjálfuðum herjum var stefnt saman með tilheyrandi mannfalli. Þessi aðferð var þó sérstaklega notuð af Írönum.
## Alþjóðasamfélagið
Vopnabúnaður Íraka var að mestu keyptur frá Sovétríkjunum en á meðan stríðið stóð keyptu þeir einnig vopn frá Kína, Egyptalandi, Frakklandi og hugsanlega Þýskalandi. Írakar fengu einnig nokkurn fjárhagslegan stuðning frá Kúveit og Sádi Arabíu að nokkru leyti í formi lána. Árið 1982 breyttu Bandaríkin stefnu sinni gagnvart stríðinu og hófu beinan stuðning við Íraka með því að sjá þeim fyrir vopnum og fjárhagsaðstoð ásamt því að taka upp venjulegt stjórnmálasamband við Írak á ný (en það hafði legið niðri frá Sex daga stríðinu 1967). Bandaríkin og bandamenn þeirra (til dæmis Bretland, Frakkland og Ítalía) sáu Írökum fyrir efna- og sýklavopnum og hjálpuðu þeim til að byggja upp getu til að framleiða kjarnorkuvopn. Á meðan Írak naut stuðnings flestra risavelda samtímans, þar á meðal bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna var Íran einangrað og hafði einungis opinberan stuðning Sýrlands og Líbýu.
Bandaríkin lýstu aldrei formlega yfir stríði á hendur Íran en þrátt fyrir það þá lenti hersveitum landanna saman nokkrum sinnum á árunum 1987–1988 í nokkrum sjóorrustum á Persaflóa þar sem Bandaríkin höfðu mikinn viðbúnað. 3. júlí 1988, skaut Bandaríska herskipið USS Vincennes niður farþegaþotu á vegum Iran Air en stjórnvöld Í Bandaríkjunum sögðu að flugvélin hefði verið tekin í misgripum fyrir íranska F-14 Tomcat þotu sem var á sveimi á svæðinu á sama tíma. Allir þeir 290 farþegar og áhöfn sem voru í hinu borgaralega flugi fórust, þar á meðal konur og börn. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði nokkru áður ástundað að selja einnig Írönum vopn, fyrst óbeint (hugsanlega með milligöngu Ísrael) en síðar beint (sjá Íran-Kontrahneykslið).
## Eftirmálar
Að stríðinu loknu var Írak mjög skuldugt við þær Arabaþjóðir sem höfðu staðið við bakið á þeim í stríðinu og stutt fjárhagslega. Til dæmis skulduðu þeir Kúveit 14 milljarða Bandaríkjadala sem átti þátt í þeirri ákvörðun Saddam Husseins að ráðast inn í landið árið 1990 sem leiddi til næsta Persaflóastríðs.
Olíuvinnsluiðnaður beggja ríkja var illa farinn en olíulindirnar höfðu verið aðalskotmörkin í loftárásum á báða bóga.
Í lok stríðsins stóðu landamæri ríkjanna óbreytt. Tveimur árum eftir stríðslok þegar stríð Íraks við vesturveldin vofði yfir viðurkenndi Saddam yfirráð Írana yfir austurbakka Shatt al-Arab og þar með var nákvæmlega sama staða komin upp á svæðinu og hafði verið fyrir stríðið.
## Tengill
- Ingimar Jenni Ingimarsson (17. janúar 2022). „Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?“. Vísindavefurinn. Sótt 18. janúar 2025.
- Sveinn Guðmarsson (7. júní 2006). „Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?“. Vísindavefurinn. Sótt 4. mars 2024.
| 3.8125
|
# Stríð Sovétríkjanna og Póllands
Stríð Sovétríkjanna og Póllands (febrúar 1919 – mars 1921) var stríð milli Rússlands og Sovéska sósíalíska lýðveldisins Úkraínu annars vegar og Póllands og Alþýðulýðveldisins Úkraínu hins vegar. Stríðið var afleiðing árekstra í útþenslustefnu ríkjanna. Pólland reyndi að tryggja sér landsvæði sem það hafði tapað seint á 18. öld. Sovétríkin stefnu á að halda yfirráðum yfir þessu sama landsvæði sem hafði tilheyrt Rússneska keisaradæminu fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Bæði ríkin lýstu yfir sigri í stríðinu.
Landamæri Rússlands og Póllands höfðu ekki verið skilgreind í Versalasamningunum og ýmsir atburðir undir lok styrjaldarinnar og í kjölfar hennar ógnuðu stöðugleika í Austur-Evrópu: Rússneska byltingin 1917 og hrun Rússneska, Þýska og Austurríska keisaraveldisins; Borgarastríðið í Rússlandi; brotthvarf miðveldanna frá austurvígstöðvunum; og tilraunir Úkraínu og Hvíta-Rússlands til að öðlast sjálfstæði. Józef Piłsudski, leiðtogi Pólverja, taldi að rétti tíminn væri til þess að færa út landamæri Póllands í austurátt svo langt sem hægt væri og þanning mætti varna gegn uppgangi þýskrar og rússneskrar heimsveldisstefnu. Lenín leit aftur á móti á Pólland sem brúna sem Rauði herinn yrði að fara yfir til að geta komið kommúnistum í Þýskalandi til hjálpar og öðrum byltingaröflum í Vestur-Evrópu.
Undir árslok 1919 hafði pólskum hersveitum tekist að ná yfirráðum yfir stórum hluta að Vestur-Úkraínu. Bolsévikar höfðu á sama tíma náð yfirhöndinni í borgarastríðinu í Rússlandi. Vorið 1920 náðu sovéskar hersveitir að brjóta á bak aftur pólska herinn og hrekja hann alla leið aftur til höfuðborgarinnar Varsjár. Í Vestur-Evrópu vaknaði ótti við sovéskar hersveitir sem nálguðust óðum landamæri Þýskalands. Um mitt sumarið var útlið fyrir að Varsjá myndi falla en um miðjan ágúst höfðu pólskar hersveitir betur í Orrustunni um Varsjá og sneru vörn í sókn. Þá hófu Sovétmenn friðarumleitanir og stríðinu lauk með vopnahléi sem tók gildi í október 1920. Friðarsamningarnir, Riga-sáttmálinn, var undirritaður 18. mars 1921 en þar var kveðið á um skiptingu landsvæðisins sem deilt var um.
| 3.84375
|
# Stríð Rússlands og Japans
Stríð Rússa og Japana (Русско-японская война á rússnesku, 日露戦争 á japönsku) var stríð á árunum 1904–05 á milli rússneska keisaradæmisins og japanska keisaradæmisins vegna hugmynda beggja ríkja um landvinninga í Mansjúríu og Kóreu. Helstu vígstöðvar í stríðinu voru Liaoningskaginn og Mukden í suðurhluta Mansjúríu, Japanshaf og Gulahaf.
Rússar sóttust eftir hlýrri höfn við Kyrrahafið til þess að geyma herflota sinn og til þess að efla vöruflutninga á sjó. Höfn þeirra við Vladivostok var aðeins nothæf á sumrin vegna hafíss en höfnin Artúrshöfn, flotastöð í Liaoning héraðs sem Rússar höfðu að láni frá Kína, var nothæf allt árið um kring. Frá lokum fyrra stríðs þeirra við Kínverja árið 1895 höfðu Japanir óttast að Rússar kynnu að skipta sér af áætlunum þeirra um að skapa sér áhrifasvæði í Kóreu og Mansjúríu. Rússar höfðu rekið útþenslustefnu í austurhluta Síberíu frá valdatíð Ívans grimma á 16. öld. Þar sem þeir litu á Rússa sem keppinauta buðust Japanir til að viðurkenna rússnesk yfirráð í Mansjúríu í skiptum fyrir viðurkenningu á Kóreu sem hluta af japönsku áhrifasvæði. Rússar neituðu og kröfðust þess að Kórea norðan við 39. breiddargráðu yrði hlutlaust svæði milli japanskra og rússneskra áhrifasvæða. Japanska ríkisstjórnin leit á þetta sem rússneska ógn við útþenslustefnu þeirra í Asíu og ákvað að hefja stríð. Eftir að samningaviðræður mistókust árið 1904 réðist japanski flotinn óvænt á austurhluta rússneska flotans í Artúrshöfn.
Rússar töpuðu ítrekað gegn Japönum en Nikulás 2. Rússakeisari var sannfærður um að þeir gætu unnið stríðið og ákvað að láta ekki undan. Fyrst beið hann eftir útkomum ákveðinna sjóorrusta og síðan framlengdi hann stríðið til að bjarga sæmd Rússaveldis með því að forðast „auðmýkjandi frið.“ Stríðinu lauk með friðarsáttmálum í Portsmouth sem Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti stóð fyrir. Fullnaðarsigur japanska hersins kom áhorfendum um allan heim í opna skjöldu. Valdajafnvægi var umbylt í Austur-Asíu og innganga Japana á alþjóðasviðið var endurmetin. Stríðið var fyrsti stórsigur Asíuveldis á Evrópuveldi með nútímahernaði.
| 3.953125
|
# Valhenda
Valhenda er ein af undirtegundum braghendu. Í henni eru önnur og þriðja lína baksneiddar, þ.e.a.s. síðasti bragliður (rímið) er eitt atkvæði en ekki tvö.
Samrímuð valhenda:
Jörðin grær og líka lifna ljóð í hug.
Vetrartíðin vék á bug.
Vonarhaukar þreyta flug.
(Sveinbjörn Beinteinsson)
| 2.5625
|
# Valgerður
Valgerður er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
## Þekktir nafnhafar
- Valgerður Sverrisdóttir
| 2.359375
|
# Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir (fædd á Dalvík árið 1955) er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík. Valgerður sat í bæjarstjórn á Húsavík frá 1986 til 1998 og var forseti bæjarstjórnar frá 1994 til 1996. Hún var formaður Skólameistarafélags Íslands frá 2009-2013.
## Starfsferill og stjórnmálaþátttaka
Valgerður sat í bæjarstjórn á Húsavík fyrir Kvennalistann frá 1986 til 1998. Hún var forseti bæjarstjórnar frá 1994 til 1996. Á árunum 1986 til 1990 sat hún í stjórn útgerðarfélagsins Höfða á Húsavík. Hún sat í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík frá 1987 til 1999 og sat í fræðslu- og menningarmálanefnd Húsavíkur frá 1994 til 1999. Valgerður hefur verið í Sjálfstæðisflokknum frá árinu 2008 og náði 2. sæti í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi í janúar 2013.
Valgerður var íslenskukennari, deildarstjóri og námsráðgjafi við Framhaldsskólann á Húsavík frá stofnun skólans árið 1987 til ársins 1999, þegar hún var skipuð skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Valgerður var kjörin í stjórn Skólameistarafélags Íslands árið 2000 og var formaður þess frá 2009-2013. Hún hefur verið formaður Samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi frá árinu 2006.
## Menntun
Valgerður lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Dalvíkur árið 1971. Hún sótti námskeið í matreiðslu fyrir matreiðslumenn á fiskiskipaflotanum við Húsmæðraskólann á Akureyri veturna 1973 og 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1975 og BA prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Árið 1996 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri.
## Fjölskylda
Valgerður er fædd á Dalvík árið 1955. Foreldrar hennar eru Ásta Jónína Sveinbjarnardóttir og Gunnar Þór Jóhansson skipstjóri.
Eiginmaður hennar er Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður og varaþingmaður á Húsavík. Börn þeirra eru Emilía Ásta Örlygsdóttir (fædd 1977), Örlygur Hnefil Örlygsson (fæddur 1983) og Gunnar Hnefil Örlygsson (fæddur 1990). Börn Valgerðar reka hótel og ferðaþjónustu á Húsavík. Tengdafaðir Valgerðar var Jón Hnefill Aðalsteinsson (1927-2010), prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
| 3.03125
|
# Valgerður Hafstað
Valgerður Birna Árnadóttir Hafstað (1. júní 1930 – 9. mars 2011) var íslenskur myndlistarmaður.
Valgerður fæddist í Vík í Skagafirði 1. júní 1930 en lést í Reykjavík 9. mars 2011. Foreldrar hennar voru Árni Hafstað bóndi í Vík í Skafafirði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Valgerður lærði myndlist við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaupmannahöfn og Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík en fór til frekara náms í París árið 1951 ásamt vinkonu sinni Guðmundu Andrésdóttur. Þar lærði hún málun og mósaík við Académie de la Grande Chaumière og Atelier Severini og eftir það gerð steindra glugga í Atelier Barrilet.
Í Frakklandi kynntist hún eiginmanni sínum, André Énard myndlistarmanni (15. október 1926 – 28. júlí 2010), og bjuggu þau lengi í Saulx Marcais, smáþorpi skammt utan við París. Árið 1974 fluttu þau til New York þar sem þau stunduðu kennslu samhliða listmálun. Þau dvöldu á víxl í Frakklandi og New York um árabil en settust loks alfarið að vestra. Þau eignuðust þrjá syni: Árna Olivier (1960), Grím André (1962) og Halldór Yves (1964).
Eftir Valgerði liggur fjöldi málverka, einnig nokkrar mósaikmyndir, brúður og listvefnaður. Sem málari fyllti Valgerður hóp abstraktlistamanna. Málverk eftir hana eru á listasöfnum bæði vestanhafs og austan sem og á Íslandi. Steindir gluggar eftir hana eru í kirkjunni á Tjörn í Svarfaðardal og veggskreytingar í Héraðsskólanum í Varmahlíð.
Valgerður hélt bæði einkasýningar og tók þátt í samsýningum hér á landi, í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París.
| 2.84375
|
# Valhalla (teiknimynd)
Valhöll (Upprunalegur titill: Valhalla) er dönsk teiknimynd frá árinu 1986 í leikstjórn Peter Madsen og Jeffrey James Varab og framleidd af Swan Film Production. Hún byggir á Goðheimum, vinsælum myndasöguflokki sem fjallar um helstu persónur norrænnar goðafræði. Myndin hlaut fjölda verðlauna og nýtur enn í dag mikilla vinsælda meðal danskra áhorfenda, en engu að síður varð stórtap á gerð hennar.
Myndin var frumsýnd á Íslandi í Laugarásbíói 22. ágúst 1987 þar sem hún var einnig talsett á íslensku.
## Söguþráður
Norrænu guðirnir Þór og Loki eru á ferð í Miðgarði og hvílast á bóndabæ. Í kjölfarið tekur Þór tvö ung systkini í þjónustu sína, þau Þjálfa og Röskvu. Mannabörnin fara með þeim til Ásgarðs, hitta þar hina æsina og fræðast um það sem fyrir augu ber.
Einn daginn skýtur Loki upp kollinum með jötnadrenginn Kark, sem jötuninn Útgarða-Loki hafði narrað hann til að taka að sér. Karkur vingast við mannabörnin en stendur fyrir óteljandi óknyttum. Að lokum afráða Þór og Loki að halda á fund Útgarða-Loka og skila óþekktaranganum. Jötnarnir hafa engan áhuga á að fá drenginn til baka. Útgarða-Loki skorar á Þór og föruneyti hans í keppni í ýmsum greinum og vinnur þær allar með blekkingum og sjónhverfingum. Sannleikurinn kemst loks í ljós, en Karkur snýr þó aftur til Valhallar með hinum nýju vinum sínum.
## Íslensk talsetning
| Tæknieiningar | Tæknieiningar |
| ------------- | ------------------- |
| Leikstjóri | Þorbjörn Erlingsson |
| Hlutverk | Leikari |
| ------------ | ---------------------------------------------------------------------------------------------------------- |
| Sögumaður | Flosi Ólafsson |
| Þór | Jóhann Sigurðarson |
| Loki | Laddi |
| Útgarða-Loki | Kristinn Sigmundsson |
| Auka raddir | Páll Úlfar Júlíusson, Nanna K. Jóhannsdóttir, Lísa Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson og Ragnheiður Arnadóttir |
## Framleiðsla
Miklar vinsældir fyrstu þriggja Goðheima-myndasagnanna í Danmörku urðu kveikjan að þeirri hugmynd að nýta sögusvið þeirra í teiknimynd í fullri lengd. Bandaríkjamaðurinn Jeffrey J. Varab og Daninn Jakob Stegelmann höfðu frumkvæði að verkefninu, en þeir ráku um þær mundir skóla í teiknimyndagerð í Kaupmannahöfn. Varab, sem starfað hafði hjá Disney-fyrirtækinu átti síðar eftir að koma að gerð fjölda stórra teiknimynda í Hollywood.
Þeir Varab og Stegelmann sannfærðu Peter Madsen teiknara Goðheima um að taka þátt í verkefninu. Madsen, sem þá þegar farinn að vinna að fjórðu sögunni í bókaflokknum samdi handrit myndarinnar. Söguþráður hennar var síðar rakinn í tveimur bókum: Sögunni um Kark og Förinni til Útgarða-Loka.
Ýmis vandamál komu upp við gerð myndarinnar, einkum tengd kostnaði. Stegelmann hætti þátttöku í verkefninu og hvarf til annarra starfa og Varab, sem hafði verið titlaður leikstjóri, dró sig til baka vegna ósættis við aðra aðstandendur. Hann er því sagður aðstoðarleikstjóri myndarinnar en Peter Madsen aðalleikstjóri.
Viðtökur áhorfenda voru góðar og varð Valhalla til að mynda mest sótta danska kvikmyndin árið 1986. Framleiðslukostnaðurinn varð hins vegar alltof hár, myndin telst sú dýrasta í danskri kvikmyndasögu og leiddi hún til gjaldþrots framleiðslufyrirtækisins. Hópur starfsmanna sem unnu við myndina stofnuðu hins vegar nýtt fyrirtæki sem framleitt hefur vinsælar myndir á borð við Skógardýrið Húgó og má því segja að Valhalla hafi lagt grunninn að danska teiknimyndaiðnaðinum.
| 3.3125
|
# Valhildur
Valhildur er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.109375
|
# Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir (fædd 13. janúar 1950) er viðskiptafræðingur og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra og konu hans Sigríðar Björnsdóttur. Bróðir Valgerðar er Björn Bjarnason fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Valgerður var gift Vilmundi Gylfasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna, og saman áttu þau fimm börn. Seinni maður hennar er Kristófer Már Kristinsson, íslenskufræðingur og fyrrum varaþingmaður Bandalags jafnaðarmanna. Elsti sonur Kristófers er Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.
## Nám og störf
Valgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969, cand. oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og MS- prófi í heilsuhagfræði frá sama skóla árið 2006.
Valgerður var þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2009-2016. Hún var aðalmaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, en sagði sig úr ráðinu vegna þaulsetu bankastjóranna í trássi við vilja almennings og stjórnvalda eftir bankahrunið á Íslandi árið 2008.
## Tilvísun
1. ↑ Alþingi, Æviágrip - Valgerður Bjarnadóttir (skoðað 24. júní 2019)
| 2.234375
|
# Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir er fyrrum utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, en hún er eina konan sem hefur gengt því embætti hingað til. Hún er fædd 23. mars 1950, dóttir Sverris bónda Guðmundssonar (1912-1992) á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi og konu hans, Jórlaugar Guðrúnar Guðnadóttur (1910-1960). Valgerður er af Lómatjarnarætt. Bóndi hennar er Arvid Kro (f. 1952) og eiga þau þrjár dætur, Önnu Valdísi (f. 1978), Ingunni Agnesi (f. 1982) og Lilju Sólveigu (f. 1989). Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967.
Valgerður varð varaþingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1984, en sat á Alþingi sem alþingismaður 1987-2009; sem þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra til 2003, en fyrir Norðausturkjördæmi eftir kjördæmabreytinguna 2003 og sat á þingi fyrir kjördæmið til ársins 2009. Veturna 1988-1989 og 1990-1991 var hún 2. varaforseti sameinaðs þings, og veturna 1992-1995 1. varaforseti Alþingis. 1995-1999 var hún þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún hefur setið í fjölda þingnefnda fyrir flokkinn.
Valgerður gegndi embætti iðnaðar-og viðskiptaráðherra á árunum 1999-2006 og átti sem slík í útistöðum vegna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Valgerður tók við embætti utanríkisráðherra, fyrst kvenna, 15. júní 2006, af Geir H. Haarde, sem varð forsætisráðherra eftir að Halldór Ásgrímsson sagði af sér. Því starfi gegndi hún til 24. maí 2007 þegar Framsóknarflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn.
Valgerður Sverrisdóttir var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi 10. júní 2007 og tók við formennsku þann 17. nóvember 2008 eftir að þáverandi formaður, Guðni Ágústsson, sagði af sér þingmennsku og formennsku í flokknum um leið. Hún gaf ekki kost á sér í formannskjöri á flokksþingi í janúar 2009 og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kjörinn formaður í hennar stað.
| 2.96875
|
# Valgerður Dan
Valgerður Dan (f. 1. desember 1944) er íslensk leikkona.
## Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
| Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
| ---- | ---------------- | -------- | ------------------------ |
| 1991 | Börn náttúrunnar | Gerður | |
| 1.742188
|
# Valgerður Þóroddsdóttir
Valgerður Þóroddsdóttir (f. 1989) er íslenskt skáld, pistlahöfundur, rithöfundur, þýðandi og útgefandi. Hún er einn stofnandi ljóðabókaseríunnar Meðgönguljóða og stofnandi forlagsins Partusar.
Valgerður hefur gefið út tvær ljóðabækur. Það sem áður var skógur árið 2015 og Þungir Forsetar, þar sem meðhöfundur er Kári Tulinius árið 2012. Auk þess þýddi hún og gaf út á ensku samansafn ljóða Kristínar Ómarsdóttur árið 2018
Valgerður er langa-langafabarn Guðmundar Friðjónssonar skálds, langafabarn Þórodds Guðmundssonar skálds og Gunnars G. Schram lagaprófessors, og dóttir Þórodds Bjarnasonar prófessors. Hún er fædd á Íslandi en bjó í Bandaríkjunum til 17 ára aldurs. Hún er gift breska ljóðskáldinu og rithöfundinum Luke Allan.
1. ↑ „Skáld.is“. skald.is. Sótt 9 janúar 2025.
2. ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9 janúar 2025.
3. ↑ „Luke Allan“. Sótt 9 janúar 2025.
| 2.859375
|
# Sunneva
Sunneva er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.109375
|
# Sunnposa
Sunnposa (fræðiheiti: Didelphis albiventris) er tegund posa.
| 2.578125
|
# Sunnanpósturinn
Sunnanpósturinn var mánaðarrit sem kom út 1835, 1836 og 1838. Það var prentað í Viðeyjarprentsmiðju árið 1835-36. Í ritinu voru fréttir, tilkynningar, greinar, frásagnir og kvæði. Í fyrstu var Þórður Sveinbjörnsson ritstjóri en síðar séra Árni Helgason.
## Tengill
- Sunnanpósturinn (timarit.is)
| 2.65625
|
# Sunnbær
Sunnbær (færeyska: Sumba, eldra færeyskt nafn: Sunnbøur, danska: Sumbø) er syðsta byggð á Suðurey og í Færeyjum. Íbúar voru 237 árið 2016. Í sveitarfélaginu Sunnbæ eru hins vegar um 350. Hefð er fyrir keðjudansi og söng í Sunnbæ. Poul F. Joensen (1898–1970), frægt færeyskt ljóðskáld, er fæddur í bænum. Árið 1997 voru gerð göng norður til Lopra. Þar með var auðveldara fyrir Sunnbæinga að fara til Vogs og Þvereyrar. Beinisvørð eru þverhnípt björg sunnan við þorpið.
| 2.171875
|
# Sunniva
Sunniva er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.21875
|
# Sunnanverð Afríka
Sunnanverð Afríka er syðsti hluti Afríku, sunnan við hitabeltið, og telur venjulega eftirfarandi lönd:
- Angóla
- Botsvana
- Esvatíní
- Lesótó
- Malaví
- Mósambík
- Namibía
- Sambía
- Simbabve
- Suður-Afríka
Á svæðinu eru miklar námur þar sem unnið er gull, úran og demantar.
| 2.484375
|
# Sunndal (sveitarfélag)
Sunndal er sveitarfélag í Mæri og Raumsdalur í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 6.932 (2022).
Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Sunndalsøra. Sveitarfélögin innihalda einnig þéttbýlið Grøa og Holssand.
Sveitarfélagið á landamæri að sveitarfélögunum Tingvoll og Surnadal í norðri, Molde í vestri, Lesja (Innlandinu) í suðri og Oppdal (Þrændalög) í austri.
| 1.960938
|
# Sunnefa
Sunnefa er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.15625
|
# Sunna Borg
Sunna Borg (f. 20. desember 1946) er íslensk leikkona.
| 1.226563
|
# Sunne
Sunne er þéttbýli í sveitarfélaginu Sunne i Svíþjóð. Þar búa 4 931 manns (2010).
| 1.664063
|
# Stóri pokasvifíkorni
Stóri pokasvifíkorni (fræðiheiti: Petauroides volans) er stórt svífandi pokadýr sem finnst í skógum í Suðaustur-Ástralíu.
| 2.5625
|
# Stóri-Ástralíuflói
Stóri-Ástralíuflói er flói við suðurströnd meginlands Ástralíu. Hann er stundum talinn til Indlandshafs en Ástralska sjómælingastofnunin telur hann til Suðurhafsins. Alþjóðasjómælingastofnunin skilgreinir ekki hvaða úthafi hann tilheyrir en flokkar hann með Suður-Kyrrahafi, Basssundi og Tasmanhafi.
| 2.625
|
# Stóri dani
Stóri dani er afbrigði af hundi, þekktur fyrir stærð sína. Hann er einn af stærstu hundategundunum. Núverandi heimsmetshafi; 109 cm að stærð frá loppu til herðakambs og 220 cm frá höfði til rófu, er George.
| 2.78125
|
# Stóri skjálfti
Stóri skjálfti er skáldsaga eftir Auði Jónsdóttur. Bókin kom út árið 2015. Bókin segir sögu af flogaveikri konu sem vaknar upp úr flogakasti og þá er barn hennar horfið. Eftir stórt flog man aðalpersónan Saga ekki lengur erfiða hluti. Höfundur leikur sér með óljós mörk undirmeðvitundar og sjúkdóms og hvað er ímyndun og hvað er sjúkdómur.
| 2.03125
|
# Stóri-Hrútur
Stóri-Hrútur er 352 metra fjall á Reykjanesskaga. Nálægir staðir eru Fagradalsfjall og Geldingadalir.
| 2.078125
|
# Stóri kampalampi
Stóri kampalampi (fræðiheiti Pandalus borealis) er rækjutegund sem algeng er á 50 til 700 m dýpi í köldum sjó á leirbotni.
Við Ísland finnst mest af stóra kampalampa úti fyrir Norðurlandi. Stóri kampalampi virðist skiptast í nokkra stofna sem eru erfðafræðilega aðgreindir svo sem:
- innfjarðastofnar norðan lands og vestan
- úthafsrækja (stærsti stofninn)
- Dohrnbankarækja (stærsta rækjan)
- Snæfellsnes- og Eldeyjarrækja
## Lífshættir
Pandalus borealis lifir á dýpi milli 10 og 500 m, vanalega á leirbotni í sjó sem er milli 2 °C og 14 °C heitur. Stóri kampalampi étur meðal annars plöntu- og dýrasvif en rækjan sjálf er mikilvæg fæða fyrir ýmsa nytjafiska eins og þorsk. Afli stóra kampalampa sem veiddur er á Íslandsmiðum og víðar í Norður-Atlantshafi er um 70% af um 500 þúsund tonna heildararafla af öllum rækjutegundum sem veiddar eru í heiminum. Breytingar á sjávarhita hafa áhrif á rækjuna sem og þorskur í sjónum. Þegar þorskstofnar hrundu við Kanada uxu rækjustofnar. Meira virðist um rækju þegar sjór er kaldur.
## Lífsferill
Rækjulirfur klekjast út á sama tíma og vorblóminn í hafinu er í hámarki og er þroskun eggja rækjunnar háð hitastigi. Þroskunartíminn er þannig mislangur eftir botnhita og getur hækkun sjávarhita valdið því að rækjulirfur klekist út of snemma til þess að þær nái að nýta sér hámark vorblóma plöntusvifs.
Hver rækja er á ævi sinni bæði kvendýr og karldýr. Þær eru í fyrstu karldýr. Rækja á grunnslóð skiptir um kyn við 3-4 ára aldur og er hún þá 16 -21 mm á lengd. Á djúpslóð verða þessi kynskipti þegar rækjan er orðin 5-6 ára og 22-24 mm á lengd. Norður af Íslandi er hitastigið á hrygningarslóð rækjunnar um 1°C og þroskunartíminn um 10 mánuðir.
## Veiðar
Stóri kampalampi er mikilvæg sjávarafurð sem hefur verið nýtt frá byrjun 19. aldar í Noregi.Þessi rækjutegund er kaldsjávartegund og er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heiminum. Veiðar hófust við Ísland árið 1935 í Ísafjarðardjúpi. Úthafsveiðar hófust 1975. Stofninn var mjög stór en snarminnkaði eftir 1996.
| 3.875
|
# Stóri hundur
Stóri hundur (Canis major) er stjörnumerki á suðurhimni. Bjartasta stjarna himinsins, Hundastjarnan, er hluti af þessu stjörnumerki. Forngrikkir trúðu að stóri hundur og litli hundur væru veiðihundar sem eltu Óríon, sem var mikill veiðimaður í goðafræði Forn-Grikkja.
| 3
|
# Stórhöfði
Stórhöfði er syðsti punktur Heimaeyjar, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. Á Stórhöfða hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1921, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar[heimild vantar], en á suðurhvelinu hefur Suðurskautslandið slegið Stórhöfða við alloft.
## Jarðfræði
Stórhöfði myndaðist í miklu eldgosi fyrir tæpum 6000 árum. Gosið var mjög svipað og í Surtsey. Meðan sjórinn náði til gosrásarinnar splundraðist kvikan og myndaði gjóskuhrúgald sem síðan varð að móbergi á nokkrum árum vegna hitans. Líkt og í Surtsey fór svo að sjór hætti að ná til gosrásarinnar og þá tók hraun að renna ofan á móberginu.
| 3.015625
|
# Stóri broddsvölungur
Stóri broddsvölungur (fræðiheiti: Hirundapus giganteus) er þytfugl af ætt svölunga.
| 2.859375
|
# Vikivakakvæði
Vikivakakvæði eru íslensk lýrísk danskvæði, frumort af Íslendingum, sem urðu vinsæl á vökunóttum hér á landi á 16. og 17. öld. og 18. öld. Stundum eru þessi kvæði einfaldlega kölluð vikivakar. Talið er að vikivakakvæðin hafi tekið við af sagnadansahefðinni þegar fram liðu stundir en sagnadansar eru epísk kvæði frá Mið-Evrópu sem Íslendingar kynntust nokkuð fyrr á kaþólskum tíma eða fyrir siðaskipti. Dæmi um þekkt vikivakakvæði eru Kvæðið af stallinum Kristí („Nóttin var sú ágæt ein") eftir Einar Sigurðsson í Heydölum (1539- 15. júlí 1626) og Drykkjuspil („Hýr gleður hug minn") eftir séra Ólaf Jónsson frá Söndum (um 1560-1627). Þjóðlög sem hafa varðveist við þessi gömlu vikivakakvæði eru annars sárafá.
## Dæmi um íslensk vikivakakvæði
- Bónda kvæði
- Dansinn undir hlíða
- Drykkjuspil
- Eg er setztur að dröngum
- Eitt kellingar kvæði
- Fellur á engin móða
- Hér uppá svarar ein
- Kvæðið af stallinum Kristí
- Rám og hás er röddin mín
- Sá eg í gleðinni
- Sefur hjá seima lindi
- Svo sagði stúlkan
- Við stúlkuna vil eg stíga sjálfur mína
- Þær halda mig þurrlegan
| 3.34375
|
# Vikivakalag
Vikivakakvæða einkennast af því að viðlag eða viðlög eru endurtekin í kvæðum. Vikivaki hefst því sem næst alltaf á inngangserindi, sem er ort undir sérstökum bragarhætti og ekki þeim sama og er í kvæðinu sjálfu. Úr inngangserindinu eru viðlög tekin, stundum tvær línur eða fjórar. Sjálft inngangserindið er stundum kallað viðlag. Þetta rímaða viðlag og sjálfstætt viðlagserindi í upphafi kvæðis er meðal þess sem greinir vikivaka frá öðrum viðlagskvæðum. Viðlag er stundum óstuðlað eða sér um stuðla en rímar við næstu braglínu eða braglínu á undan. Viðlag er því í föstum bragtengslum við hvert og eitt erindi í kvæðinu.
| 2.859375
|
# Vikivakaleikir
Vikivakaleikir voru dansleikir sem iðkaðir voru á vökunóttum á Íslandi á 17., 18. og 19. öld. Sem dæmi um vikivakaleiki má nefna Hoffinsleik, Frísadans, Hjartarleik, Háu-Þóruleik og Giftingahjal. Sumir þessara leikja eru samnorrænir og þekkjast m.a. í Færeyjum.
| 2.796875
|
# Viking Society for Northern Research
Viking Society for Northern Research – eða Víkingafélagið í London – var stofnað í London 1892 og hét þá Orkney, Shetland and Northern Society eða The Viking Club. Félagið helgar sig rannsóknum og kynningu á bókmenntum og menningu Norðurlanda á miðöldum, og er einnig samfélag fræðimanna og áhugamanna um efnið. Einkum er sjónum beint að menningartengslum Norðurlanda við Bretlandseyjar. Félagið, sem er helsti vettvangur norrænufræðinga á Bretlandseyjum, hefur birt fræðirit, útgáfur og þýðingar á fornritum (einkum íslenskum), og gefið út tímaritið Saga-Book frá 1895.
## Söguágrip
Árið 1902 var nafni félagsins breytt í The Viking Club eða Society for Northern Research og árið 1912 í Viking Society for Northern Research. Félagið varð brátt betur þekkt fyrir fræðastarfsemi en veislugleði, sem í upphafi var annar tilgangur þess. Félagslega þættinum var þó haldið við, einkum í árlegum kvöldverði („annual dinner“), sem hefur haldist til þessa dags, með nokkrum hléum.
Tímaritið Saga-Book kom fyrst út 1895, og fyrsta bindi Old-Lore Miscellany 1907–1908. Árið 1902 var hafin útgáfa á þýðingum fornrita, og sáu þeir William G. Collingwood og Jón Stefánsson um fyrsta bindið: The Life and Death of Kormac the Skald, með fallegum myndskreytingum Collingwoods. Ritröð með textaútgáfum hófst 1935 með Gunnlaugs sögu ormstungu.
Víkingafélagið spratt upp úr hinni rómantísku sýn á víkingaöldina, sem varð áberandi á Viktoríutímabilinu. W. G. Collingwood, prófessor í myndlist, sem þýddi og myndskreytti íslensk fornrit, gaf félaginu olíumálverk sitt, Alþing hið forna á Þingvöllum, og var það hengt upp í fundarherberginu. Eftir að félagið var stofnað varð það samkomustaður helstu norrænufræðinga sem búsettir voru á Bretlandseyjum. Meðal virkustu félagsmanna á fyrstu árunum voru: William Morris, Eiríkur Magnússon og Frederick York Powell, og meðal þeirra sem héldu svo áfram útgáfustarfsemi, fyrirlestrum og ráðstefnum voru Gabriel Turville-Petre, J.R.R. Tolkien, og Ursula Dronke, svo að einhverjir séu nefndir. Peter Foote var einn af forystumönnum félagsins eftir 1952, m.a. forseti þess 1974–1976 og 1990–1992.
Árið 1917 var Víkingafélagið beðið um aðstoð við að koma á fót norrænudeild við Háskólann í London, þar sem félagið hélt fundi sína. Síðan þá hefur yfirmaður norrænudeildarinnar (nú Department of Scandinavian Studies við University College London) verið annar heiðursritari félagsins (Honorary Secretary). Víkingafélagið átti mjög gott bókasafn á sínu fræðasviði, sem var árið 1931 sameinað bókasafni University College London, þegar félagið fékk framtíðar fundaraðstöðu þar. Bókasafnið eyðilagðist nær alveg í eldsvoða 1940, í loftárásum Þjóðverja, en hefur nú verið byggt upp aftur.
Árið 1962 gaf B. E. Coke ofursti sjóð til minningar um eiginkonu sína, og var þá stofnað til fyrirlestrahalds við University College: The Dorothea Coke Memorial Lectures, fyrst 1963, þegar G. N. Garmonsway flutti fyrirlestur um Knút ríka og stórveldi hans – „Canute and His Empire“; þeir eru prentaðir. Félagið hefur einnig aðstoðað við útgáfu á ritum Víkingaþinganna (Proceedings of the Viking Congress) frá því sjötta 1969.
Á fimmta Víkingaþinginu í Þórshöfn árið 1965, kom fram sú hugmynd að stofana skoska deild eða hliðstæðu við Víkingafélagið, og varð það að veruleika 1968, þegar Scottish Society for Northern Studies var stofnað. Það gefur út tímaritið Northern Studies og heldur ráðstefnu einu sinni á ári.
## Útgáfustarfsemi
Tímarit og ritraðir
- Saga-Book 1–31, London 1895–2007. — Yfirleitt kemur eitt hefti á ári.
- Old-Lore Series (of Orkney and Shetland) 1–75 (10 bindi), London 1907–1946. — Skiptist í þrjá undirflokka: Old-Lore Miscellany, Orkney and Shetland Records og Caithness and Sutherland Records.
- Yearbook of the Viking Society 1–24 (8 hefti), London 1909–1932. — Í árbókunum birtust skýrslur, félagatal o.fl., en einnig ritdómar og annað efni, sem eftir 1932 var birt í Saga-Book.
- Dorothea Coke Memorial Lectures. — Hafa birst óreglulega frá 1964.
Nokkur önnur rit
- The Life and Death of Kormac the Skald, London 1902. — Kormáks saga í enskri þýðingu.
- Olive Bray (þýð.): The Elder or Poetic Edda, commonly known as Sæmund’s Edda. 1, The mythological poems, London 1908. — Með myndskreytingum Collingwoods.
- Gunnlaugs saga ormstungu, London 1935, 2. prentun 1974. — Text Series I. Textaútgáfa fyrir námsmenn.
- Hallvard Magerøy (útg.): Bandamanna saga, London 1981.
- Ólafur Halldórsson (útg.): Danish Kings and the Jomsvikings in the Greatest Saga of Óláfr Tryggvason. London 2000.
- Ólafur Halldórsson (útg.): Text by Snorri Sturluson in Óláfs Saga Tryggvasonar en mesta. London 2001.
Sjá nánar á vefsíðu félagsins, þar sem er listi yfir þau rit sem fáanleg voru 2007. Mörg af ritum félagsins eru ætluð námsmönnum eða enskumælandi áhugamönnum um norræn fræði.
| 3.671875
|
# Vikivaki
Vikivaki er forn hringdans sem stundaður hefur verið á skemmtunum um öll Norðurlönd frá miðöldum til okkar daga. Orðið vikivaki er notað ýmist um dansinn, kvæðin sem sungin eru undir dansinum eða „gleðir“ - skemmtanir þar sem slíkur dans er stundaður. Þekktasti vikivaki nútímans er eflaust dansinn sem er stiginn á Ólafsvöku í Færeyjum við söguljóðið Orminn langa síðustu helgina í júlí ár hvert.
## Kvæðin
Nú á dögum er hugtakið vikivaki regnhlífarhugtak yfir sagnadansa (epísk miðaldadanskvæði frá Mið-Evrópu sem dreifðu sér um öll Norðurlönd), vikivakakvæði (lýrísk kvæði, ort af Íslendingum), vikivakaleiki og aðra íslenska dansleiki.
Vikivakar hafa yfirleitt viðlag en stuðlar og höfuðstafir eru óreglulegir, einkum í sagnadönsum. Þó eru bragreglur í fastari skorðum í vikivakakvæðum, frumortum af Íslendingum.
## Dansinn
Á Ólafsvöku stendur einn forsöngvari á miðju gólfi og kveður en allir taka undir í viðkvæði.
Vikivaki er oft í heimildum einungis kallaður „dans“ og kvæðin „danskvæði“. Vikivaki er yfirleitt hringdans, þar sem þátttakendur haldast í hendur eða hver um axlir annars og stíga tvö dansspor til vinstri og eitt til hægri, með ýmsum breytum, svo sem að stappa í gólfið í áttunda hverju spori. Þegar löng kvæði eru sungin undir er gjarnan stigið fastar í gólfið þegar kemur að dramatískum augnablikum í sögunni.
## Dæmi um þekkta vikivaka
Dæmi um þekkta vikivaka eru t.d:
- Ásu dans (sagnadans)
- Ásukvæði (sagnadans)
- Draumkvæði (Stjúpmóðurkvæði) (sagnadans)
- Drykkjuspil (vikivakakvæði)
- Hani, krummi, hundur, svín (íslenskur dansleikur)
- Hjartarleikur (vikivakaleikur)
- Hoffinsleikur (vikivakaleikur)
- Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla (íslenskur dansleikur)
- Konuríki (sagnadans)
- Máninn hátt á himni skín (álfadans)
- Nú er glatt hjá álfum öllum (álfadans)
- Nú er glatt í hverjum hól (álfadans)
- Ormurinn langi (færeyskur sagnadans)
- Ólafur liljurós (sagnadans)
- Ólöfar kvæði (sagnadans)
- Regin smiður (færeyskur sagnadans)
- Taflkvæði (Jómfrú situr í hæga loft) (sagnadans)
- Tófukvæði (sagnadans)
- Tunnan valt (íslenskur dansleikur)
- Vallarakvæði systrabana (sagnadans)
- Vefarinn (íslenskur dansleikur)
## Annað
- Vikivaki er stiginn í lokaatriði kvikmyndarinnar Dalalíf.
| 3.65625
|
# Viking Club, Leeds
The Viking Club var klúbbur textafræðinga og sagnfræðinga við Háskólann í Leeds, sem sérhæfðu sig í norrænum og germönskum fræðum. Klúbburinn var stofnaður skömmu eftir 1920, af Eric Valentine Gordon og J. R. R. Tolkien þegar þeir voru prófessorar í Leeds (1920–1925). Á „fundum“ hittust stúdentar og kennarar til að lesa Íslendingasögur á frummálinu og drekka bjór á óformlegan hátt. Klúbbfélagar tóku gjarnan lagið og ortu söngtexta á fornensku, gotnesku, forníslensku og öðrum fornum germönskum tungumálum. T.d. var lagið „Twinkle, twinkle little star“ sungið undir fornenskum texta eftir Tolkien. Úrval af þessum kveðskap birtist 1936 í bókinni Songs for the Philologists, sem er afar fágæt, því að megnið af upplaginu eyðilagðist í eldi (aðeins 14 eintök eru til).
| 2.515625
|
# Viking Fotballklubb
Viking Fotballklubb (Viking FK Stavanger) er knattspyrnufélag frá Stafangri sem var stofnað 10. ágúst 1899. Félagið spilar heimaleiki sína á Viking Stadium sem opnaði á árið 2004. Meðaltal áhorfenda á því tímabili var 12.439 sem var áhorfendamet. Núverandi met var sett árið 2007 þegar meðaltalið var 15.936 áhorfendur.
Búningur liðsins er dökkblá skyrta, hvítar buxur og dökkbláir sokkar.
## Íslenskir leikmenn
- Pétur Arnþórsson 1986
- Ríkharður Daðason 1998-2000
- Auðunn Helgason 1998-2000
- Hannes Sigurðsson 2003-2008
- Höskuldur Eiríksson 2007
- Birkir Bjarnason 2006-2011,2023-
- Indriði Sigurðsson 2009-2016
- Stefán Gíslason 2010
| 1.710938
|
# Vikivaki (skáldsaga)
Vikivaki er skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson sem fjallar um samband rit höfundar við sögupersónur sínar. Sagan segir frá um rithöfundinum Jaka Sonarsyni á Foksstöðum sem er afskekkt sveitarsetur á Íslandi. Á nýársnótt rísa tólf framliðnir menn og nokkur húsdýr upp úr gröfum sínum og vitja höfundarins sem er næstu árin að skrá niður sögu gestanna og hvað gerðist í þessari heimsókn.
| 1.976563
|
# Vikmörk
Vikmörk er hugtak sem notað er í peningastefnu seðlabanka þar sem miðað er við að sveiflur á gengi fari ekki út fyrir ákveðin mörk. Á Íslandi var vikmörk einn af þáttum í peningastefnu Seðlabanka Íslands.
| 2.515625
|
# Sømna (sveitarfélag)
Sømna er sveitarfélag í Norðurlandi í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 1.981 (2022).
Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Vik i Helgeland. Til sveitarfélagsins er einnig þéttbýlið Berg.
Sveitarfélagið Sømna á landamæri að sveitarfélögunum Brønnøy í norðri og austri og Bindal í suðri.
| 1.6875
|
# Sörli
Sörli er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.21875
|
# Söðulpunktur
Söðulpunktur er í stærðfræði punktur P í þrívíðum fleti, z = f(x,y), þar sem P hefur þann eiginleika, að vera lággildispunktur á ferlinum sem fæst þegar flöturinn z er skorinn með lóðréttu plani í eina stefnu, en er aftur á móti hágildispunktur þegar z er skorinn með lóðréttu plani í aðra stefnu. Venjulegur hnakkur hefur einn punkt, sem er svona: ef hnakkurinn er skorinn í sundur að endilöngu fæst lággildispunktur rétt framan við miðjan hnakkinn. Sé hnakkurinn hins vegar skorinn þvert í gegnum þennan sama punkt verður hann hágildispunktur. Þetta er ástæðan fyrir nafngiftinni.
Stigull söðulpunkts er núllvigurinn.
| 3.125
|
# Söðulstorkur
Söðulstorkur (fræðiheiti: Ephippiorhynchus senegalensis) er tegund storka.
| 2.515625
|
# Søldarfjørður
Søldarfjørður er þorp á Austurey í Færeyjum, nánar tiltekið á austurströnd Skálafjarðar. Íbúar eru 349 (2015). Byggð þar er hægt að rekja til 16. aldar
| 1.9375
|
# Sønderborg
Sønderborg (stundum nefnd Suðurborg á íslensku) er danskur bær á sunnanverðu Jótlandi. Íbúafjöldi bæjarins er 27.785 (2018)
| 1.945313
|
# Søren Andersen Norby
Søren Andersen Norby (d. 1530) var hirðstjóri á Íslandi á öðrum áratug 16. aldar og háttsettur flotaforingi sem fór í marga herleiðangra fyrir Kristján 2. Danakonung.
Søren Norby var Norðmaður af háum stigum sem þjónaði í danska flotanum. Hann tók þátt í refsileiðöngrum gegn Vindum 1509 og 1511 og orrustu milli danskra og lýbskra herskipa við Borgundarhólm 1511. Hann fékk lén í Danmörku að launum fyrir frammistöðu sína og árið 1514 var hann gerður hirðstjóri á Íslandi; þó kann að vera að hann hafi orðið hirðstjóri fyrr og haft þá umboðsmenn fyrir sig. Hannes Eggertsson var líklega umboðsmaður hans, að minnsta kosti tengdist koma hans til landsins Norby.
Hlutverk Norbys var að berja á Englendingum og átti hann að reisa virki til að verjast þeim, bæði í Vestmannaeyjum og á Bessastöðum. Hirðstjóraembættið hafði hann til 1517 en þá var hann gerður að yfirforingja danska flotans og um leið fékk hann Gotland að léni. Hann hélt Stokkhólmi í hafnbanni 1520, reyndi að bæla niður uppreisn Gústafs Vasa og rak Svía frá Álandseyjum og Finnlandi. Kristján 2. lét hann fá Finnland og Norrbotten að léni.
Þegar saminn var friður við Svía 1524 eftir að Kristján 2. var rekinn úr landi og Friðrik 1. var orðinn Danakonungur áttu Danir að afhenda Svíum Gotland en Søren Norby vildi ekki fara þaðan og setti Friðrik konungur eyjuna þá í hafnbann. Norby sigldi þá til Blekinge, tók land og hélt til Skánar, þar sem bændur flykktust að honum og hann lét hylla sig sem fulltrúa Kristjáns 2. á þingi í Lundi. Hann beið þó lægri hlut í bardögum við her Friðriks 1. og varð að semja frið 28. júní 1525 og sleppa Gotlandi.
Hann hélt þó einhverjum ítökum en tapaði loks sjóorrustu við danskar, sænskar og lýbskar flotadeildir við strönd Blekinge 24. ágúst 1526. Sjálfur slapp hann þó og hélt til Hollands til fundar við Kristján 2., sem þar var landflótta. Hann gekk síðar í þjónustu keisarans og féll í umsátri um Flórens árið 1530.
| 3.53125
|
# Sörkvir yngri Karlsson
Sörkvir yngri Karlsson (1164 – 17. júlí 1210) var konungur Svíþjóðar frá 1196 þar til honum var steypt af stóli 1208.
Hann var af Sörkvisætt, sonur Karls Sörkvissonar, sem var konungur Svíþjóðar 1161-1167, og konu hans, Kristínar Stígsdóttur. Hann var aðeins þriggja ára þegar Knútur Eiríksson lét drepa föður hans og settist sjálfur í hásætið. Móðir hans fór þá með hann til ættingja sinna í Danmörku og þar ólst hann upp.
Þegar Knútur konungur dó 1196 var sömu sögu að segja, synir hans fjórir voru of ungir til að verða konungar og því sneri Sörkvir heim til Svíþjóðar og var kjörinn konungur með stuðningi jarlsins Birgis Brosa. Sörkvir hafði gifst danskri aðalsjómfrú sem hét Benedikta Ebbadóttir eða Bengta Hvide fyrir eða um 1190 og átti með henni að minnsta kosti þrjú börn. Hún var dáin fyrir árið 1200, því þá giftist Sörkvir Ingigerði dóttur Birgis Brosa.
Erfðadeilurnar milli Sörkvisættar og Eiríksættar náðu hámarki á valdatíma Sörkvis yngri. Birgir Brosa, sem hafði verið mjög áhrifamikill, dó 1202 og Sörkvir gerði ársgamlan son sinn, Jóhann, að jarli í hans stað. Það líkaði sonum Knúts Eiríkssonar, sem höfðu alist upp við hirð Sörkvis, illa. Þeir fóru að gera kröfu til ríkis og voru gerðir eða fóru í útlegð til Noregs. Þeir sneru aftur með herlið árið 1205 og nutu stuðnings Birkibeina. Sörkvir vann þó sigur á þeim og felldi þrjá þeirra en sá fjórði, Eiríkur, komst undan.
Eiríkur sneri svo aftur í ársbyrjun 1208 með norskan liðsauka og tókst að vinna sigur á her Sörkvis, sem stýrt var af Ebba Súnasyni, fyrrverandi tengdaföður hans, í orrustunni við Lena 31. janúar. Eiríkur hrakti Sörkvi í útlegð til Danmerkur og tók sér sjálfur konungsnafn.
Sörkvir hafði verið í góðu sambandi við páfastól og stuðlaði að auknum áhrifum páfa í Svíþjóð en Eiríksættin vildi auka sjálfstæði sænsku kirkjunnar. Sörkvir naut því stuðnings Innósentíusar 3. páfa, sem reyndi að beita áhrifum sínum til að koma honum aftur á konungsstól, en Svíar sinntu því engu, enda var Sörkvir oft álitinn danskur konungur. Árið 1210 gerði hann innrás í Svíþjóð með stuðningi Dana og freistaði þess að ná krúnunni að nýju en féll í orrustunni við Gestilren 17. júlí.
Fólki jarl, sonur Birgis Brosa, féll í orrustunni við hlið Sörkvis. Sonur hans, Súni, er sagður hafa rænt Helenu, dóttur Sörkvis af fyrra hjónabandi, eftir orrustuna og gifst henni. Dóttir þeirra var Katrín, kona Eiríks konungs smámælta og halta.
| 3.65625
|
# Sörla þáttur
Sörla þáttur er einn af Íslendingaþáttum og er stuttur innskotskafli í Ljósvetninga sögu. Þar segir frá kvonbænum Sörla sem var sonur Brodd-Helga Þorgilssonar, en hann er ein af aðalsögupersónunum í Vopnfirðinga sögu. Varast ber að rugla Sörla þætti við Sörla þátt eða Héðins sögu og Högna, en sá þáttur tilheyrir Fornaldarsögum Norðurlanda.
Sörli fylgdi Guðmundi ríka Eyjólfssyni á Möðruvöllum í Eyjafirði heim af þingi eitt árið en Guðmundur var vanur að taka til sín göfugra manna syni um tíma. Sörli vann fyrir hann og dvaldist á Möðruvöllum eitt ár. Þar kynntist hann Þórdísi dóttur Guðmundar og fór vel á með þeim. Guðmundi líkaði það ekki og kom Þuríði fyrir hjá Einari Þveræingi bróður sínum en Sörli hélt áfram að heimsækja hana þangað. Á þingi um sumarið kom Sörli að máli við Einar Þveræing og bað hann að biðja Guðmund um hönd Þórdísar fyrir sig. Einar gerði það en Guðmundur neitaði og bar fyrir sig orðróm sem hafði gengið um kynni þeirra Sörla og Þórdísar. Einar ráðlagði Sörla þá að fá Þórarin Nefjólfsson, góðvin Guðmundar, sem milligöngumann og tókst Þórarni að tala Guðmund til svo að hann samþykkti ráðahaginn.
Sörli og Þórdís bjuggu á Valþjófsstöðum í Fljótsdal. Þau eignuðust synina Einar og Brodda.
Þótt það sé óskylt sjálfum þættinum má nefna að Sörli kemur við Njáls sögu þegar Flosi leitar sér liðsinnis eftir brennu til þings. Hann ríður austur og norður og hittir Sörla en hann svarar svo að hann vilji áður vita hug Guðmundar ríka en þá svarar Flosi „Finn ek þat á svörum þínum at þú hefir kvánríki“ og fékk hann þar engan stuðning en þó hafði áður Hallbjörn er átti Oddnýju systur Sörla lofað honum fullum stuðningi. Svo fór enda að á þingi studdi Guðmundur Kára og Mörð Valgarðsson og þá félaga.
| 2.890625
|
# Vaggeryd
Vaggeryd er þéttbýli í sveitarfélaginu Vaggeryd i Svíþjóð. Árið 2010 bjuggu þar 4.920 manns.
| 1.46875
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.