text
stringlengths 11
395k
| edu_score
float64 0.4
4.44
|
|---|---|
# Józef Gosławski
Józef Jan Gosławski (fæddur 24. apríl 1908 í Polanówka í Póllandi, látinn 23. janúar 1963 í Varsjá) var pólskur myndhöggvari á 20. öld. Hann gerði meðal annars minnisvarða, myntir og minnispeningar.
## Sýningar
### Einkasýningar
| Ár | Bær | Stofnun |
| --------- | --------------- | ------------------------------------- |
| 1933 | Kraká | Pałac Sztuki |
| 1960 | Búdapest | Ośrodek Kultury Polskiej |
| 1963 | Varsjá | Dom Wojska Polskiego |
| 1968 | Wrocław | Ráðhúsið í Wrocław |
| 1973 | Varsjá | Centralne Biuro Wystaw Artystycznych |
| 1974 | Varsjá | Galeria Wojskowa DWP |
| 1974 | Warka | Muzeum im. Kazimierza Pułaskiego |
| 1974 | Bydgoszcz | Muzeum Regionalne |
| 1987 | Lublin | Muzeum Regionalne |
| 1995 | Kazimierz Dolny | Muzeum Nadwiślańskie - Galeria Letnia |
| 1996 | Bolesławiec | Bolesławiecki Ośrodek Kultury |
| 1997 | Chełmno | Muzeum Regionalne |
| 2000 | Konin | Muzeum Regionalne |
| 2003 | Varsjá | Galeria Domu Artysty Plastyka |
| 2014 | Orońsko | Centrum Rzeźby Polskiej |
| 2014/2015 | Varsjá | Muzeum Rzeźby (Królikarnia) |
### Samsýningar
#### Utanlands
| Ár | Ríki | Bær | Stofnun |
| --------- | -------------------------- | --------------------- | ----------------- |
| 1932 | Austurríki | Vín | Künstlerhaus Wien |
| 1936 | Ítalía | Róm | ? |
| 1936 | Ítalía | Róm | ? |
| 1950 | Tékkóslóvakía | Prag | ? |
| 1950 | Ítalía | Róm | ? |
| 1959 | Ítalía | Catania | ? |
| 1959 | Austurríki | Vín | ? |
| 1963/1964 | Sovétríkin | Moskva-Minsk | ? |
| 1964 | Ítalía | Arezzo | ? |
| 1965 | Þýska alþýðulýðveldið | Berlín-Erfurt-Leipzig | ? |
| 1966 | Tékkóslóvakía | Kralupe | ? |
| 1966 | Búlgaría | Sófía | ? |
| 1966/1967 | Ungverjaland | - | ? |
| 1967 | Júgóslavía | - | ? |
| 1967 | Finnland, Svíþjóð, Pólland | - | ? |
| 1967 | Frakkland | París | ? |
| 1968 | Sovétríkin | Moskva | ? |
| 1969 | Ungverjaland | Búdapest | ? |
| 1971 | Frakkland | París | ? |
| 1971 | Holland | Haag | ? |
| 1972 | Þýska alþýðulýðveldið | Berlín | ? |
| 1985 | Tékkóslóvakía | Prag | ? |
| 2003 | Austurríki | Vín | Leopold Museum |
| 3
|
# József Kossics
József Kossics (9. október 1788 í Bagonya í Ungverjalandi, í dag Slóveníu – 26. desember 1867 í Felsőszölnök í Ungverjaland) var slóvenskur rithöfundur og kaþólskur prestur.
| 2.203125
|
# Jóhannes Sæmundsson
Jóhannes Sæmundsson (fæddur 25. júlí 1940 látinn 10. apríl 1983) var íslenskur íþróttakennari, fræðslufulltrúi og íþróttaþjálfari. Hann starfaði sem frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR og KR og síðar sem handknattleiksþjálfari hjá Haukum, FH, Ármanni og KR ásamt því að aðstoða landsliðsþjálfara Íslands í bæði handbolta og körfubolta. Jóhannes var faðir Guðna Th. Jóhannessonar fyrrum forseta Íslands.
## Fjölskylda
Eiginkona Jóhannesar er Margrét Thorlacius og synir þeirra eru Guðni fyrrum forseti Íslands, Patrekur handboltaþjálfari og Jóhannes Ólafur kerfisfræðingur. Barnabarn þeirra Jóhannesar og Margrétar er Jóhannes Damian Patreksson tónlistarmaður betur þekktur sem JóiPé.
| 2.078125
|
# Jóhannes skírari
Jóhannes skírari var farandtrúboði af gyðingaættum sem var uppi á fyrstu öld e. Kr. Hann er mikilvæg persóna í kristni, íslam og Bahá'í-trú Í öllum þessum trúarbrögðum er hann talinn spámaður og í mörgum kristnum trúarhópum er hann heiðraður sem dýrlingur.
Jóhannes notaði skírn sem megintákn trúarhreyfingarinnar sem hann boðaði. Almennt er talið að Jóhannes hafi skírt Jesús. Sumir fræðimenn telja að Jesús hefi verið fylgimaður eða lærisveinn Jóhannesar. Þessi kenning stangast nokkuð á við orð Jóhannesar sjálfs í trúarritum, en þó er minnst á það í Nýja testamentinu að sumir af fyrstu stuðningsmönnum Jesú hafi verið fylgimenn Jóhannesar þar áður. Sagnfræðingurinn Jósefos Flavíos minnist einnig á Jóhannes í ritum sínum. Sumir fræðimenn halda ennfremur að Jóhannes hafi verið undir áhrifum frá meinlætamanninum Essenes, sem átti von á dómsdegi og framkvæmdi athafnir sem svipaði mjög til skírnar.
Samkvæmt Nýja testamentinu átti Jóhannes von á komu frelsara sem yrði merkari en hann sjálfur. Kristnir menn líta almennt á Jóhannes sem forvera eða forboða Jesú.
Samkvæmt Matteusarguðspjalli Nýja testamentsins var Jóhannes skírari líflátinn að tilskipan Heródesar Antípasar konungs. Um aftöku hans segir:
En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: „Þú mátt ekki eiga hana“. Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.
En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.
Að undirlagi móður sinnar segir hún: „Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.“
Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.
Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.
Miðað er við að aftaka Jóhannesar skírara hafi farið fram þann 29. ágúst og er sá dagur stundum haldinn heilagur meðal kristinna manna sem höfuðdagur.
| 3.703125
|
# Jóhannes Ásbjörnsson
Jóhannes Ásbjörnsson (f. 28. nóvember 1979) oftast kallaður Jói er íslenskur sjónvarps- og útvarpsmaður og einnig athafnamaður.
## Sjónvarps og útvarpsferill
Hann byrjaði feril sinn í útvarpsþáttunum Sjötíu á Mónó á árunum 1999-2000, seinna fór hann að vinna að sjónvarpsþáttunum 70 mínútum alveg til 2002, þegar hann fluttist til Ítalíu. Árið 2003 hóf hann sjónvarpsferil sinn aftur sem einn kynninn í Idol Stjörnuleit ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en þeir héldu áfram að vinna saman í Idol 2, Idol 3 og loks Idol 4 sem kom út árið 2009. Árið 2010 stjórnuðu þeir tveir útvarpsþættinum Simmi og Jói á Bylgjunni sem var a dagskrá til 2013.
## Athafnamannsferill
Jóhannes ásamt Sigmari Vilhjálmssyni stofnuðu Hamborgarafabrikunna, síðar stofnuðu þeir Keiluhöllina. Í dag er Jóhannes einn aðaleigandi skyndibitakeðjunnar Aktu taktu.
| 2.484375
|
# Jóhannes úr Kötlum
Jóhannes úr Kötlum (Jóhannes Bjarni Jónasson) (4. nóvember 1899 - 27. apríl 1972) var rithöfundur og ljóðskáld, þýðandi, farkennari og alþingismaður. Jóhannes samdi hvortveggja bundin ljóð og prósaljóð, sem og nokkrar skáldsögur.
## Æviferill
Jóhannes fæddist að Goddastöðum í Laxárdal í Dölum en ólst upp frá sex mánaða aldri í Ljárskógaseli í sömu sveit. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jóhannesson og Halldóra Guðbrandsdóttir. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð og þar eru svonefndir Katlar, fossar, hyljir og klettar, þar sem Jóhannes lék sér mikið í bernsku. Þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína kenndi hann sig við þetta svæði og nefndi sig Jóhannes úr Kötlum.
Hann stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti á árunum 1914 - 1916. Jóhannes tók kennarapróf árið 1921 og stundaði kennslu við ýmsa skóla í Dalasýslu frá 1917 til 1932. Þá flutti hann til Reykjavíkur og kenndi einn vetur við Austurbæjarskólann en einbeitti sér síðan að ritstörfum og ritstjórn, fyrst í Reykjavík og síðan í Hveragerði, en fluttist aftur til Reykjavíkur 1959 og bjó þar til æviloka.
Hann var formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda 1935 til 1938. Dvaldist sumurin 1939 og 1940 á Kili sem eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar. Jóhannes var virkur í starfi Sósíalistaflokksins og var alþingismaður Reykvíkinga 1941. Þá var hann umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum 1955 til 1962. Jóhannes var virkur ´baráttumaður í Samtökum hernámsandstæðinga.
Jóhannes kvæntist 24. júní 1930 Hróðnýju Einarsdóttur (12. maí 1908 – 6. september 2009). Börn þeirra voru Svanur (1929), Inga Dóra (1940) og Þóra (1948).
## Skáldaferill
Jóhannes úr Kötlum var eitt helsta skáld sinnar samtíðar og mjög afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja 20 ljóðabækur og 5 skáldsögur. Hann þýddi fjölda bóka, ritaði greinar í blöð og tímarit og flutti erindi um stjórnmál og menningarmál. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1926 og nefndist Bí, bí og blaka og sú síðasta, Ný og nið, kom út 1970.
Ljóð Jóhannesar eru mjög fjölbreytt að efni og formi, allt frá barnaljóðum, baráttuljóðum og ættjarðarljóðum í hefðbundnum stíl til módernisma. Náttúran á sterk ítök í ljóðum hans og er oft nátengd tilfinningum og lífsviðhorfum Jóhannesar. Hann var alls staðar þátttakandi, hafði ríka réttlætiskennd og var einarður í skoðunum.
## Viðurkenningar
Jóhannes úr Kötlum hlaut 2. verðlaun fyrir hátíðarljóð sín á Alþingishátíðinni 1930 og 1. verðlaun ásamt Huldu fyrir lýðveldishátíðarljóð sitt, Land míns föður 1944. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu 1966 fyrir bókina Tregaslag. Hann hlaut Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna, árið 1971 fyrir bókina Ný og nið, en sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1973. Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Geymt 14 nóvember 2006 í Wayback Machine.
Jóhannes úr Kötlum var heiðursfélagi Rithöfundafélags Íslands.
## Helstu verk Jóhannesar
### Ljóðabækur
- Bí bí og blaka – útg. 1926 – Reykjavík; Prentsmiðjan Acta
- Álftirnar kvaka – útg. 1929 - Reykjavík; Prentsmiðjan Acta
- Ég læt sem ég sofi – útg. 1932 - Reykjavík; Prentsmiðjan Acta
- Jólin koma – útg. 1932 - Reykjavík; Þórhallur Bjarnarson
- Ömmusögur - 1933 – Reykjavík; Þórhallur Bjarnarson
- Samt mun ég vaka – útg. 1935 - Reykjavík – Heimskringla
- Hrímhvíta móðir - útg. 1937 - Reykjavík – Heimskringla
- Hart er í heimi - útg. 1939 - Reykjavík – Heimskringla
- Eilífðar smáblóm - útg. 1940 - Reykjavík – Heimskringla
- Bakkabræður - 1941 – Reykjavík; Þórhallur Bjarnarson
- Sól tér sortna - útg. 1945 - Reykjavík – Heimskringla
- Ljóðið um Labbakút - 1946 – Reykjavík; Þórhallur Bjarnarson
- Ljóðasafn I-II - útg. 1949 - Reykjavík – Heimskringla
- Sóleyjarkvæði - útg. 1952 - Heimskringla
- Hlið hins himneska friðar – útg. 1953 – Reykjavík; Jóhannes úr Kötlum
- Sjödægra – útg. 1955 – Reykjavík; Mál og menning
- Vísur Ingu Dóru – útg. 1959 – Reykjavík
- Óljóð - útg. 1962 - Reykjavík – Heimskringla
- Tregaslagur - útg. 1966 - Reykjavík – Heimskringla
- Mannssonurinn - útg. 1966 - Reykjavík – Heimskringla
- Ný og nið - útg. 1970 - Reykjavík – Heimskringla
- Ljóðasafn I-VIII – útg. 1972 – 1976 - Reykjavík – Heimskringla
- Ljóðasafn IX - útg. 1984 – Reykjavík; Mál og menning
- Saga af Suðurnesjum - útg. 1987 – Reykjavík; Mál og menning
- Úrval kvæða og ritgerða - útg. 1992 – Reykjavík; Mál og menning
- Segja vil ég sögu af sveinunum þeim – útg. 1998 – Akureyri; Jólagarðurinn
- Ljóðaúrval - útg. 2010 - Reykjavík; Mál og menning
### Ljóðaþýðingar
- Annarlegar tungur (Anonymus) - 1948 Anonymus: Reykjavík – Heimskringla
### Skáldsögur
- Og björgin klofnuðu – útg. 1934 – Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Fuglinn segir (smásögur fyrir börn) útg. 1938 – Reykjavík; Heimskringla
- Verndarenglarnir – útg. 1943 – Reykjavík; Heimskringla
- Dauðsmannsey – útg. 1949 – Reykjavík; Heimskringla
- Siglingin mikla – útg. 1950 – Reykjavík; Heimskringla
- Frelsisálfan – útg. 1951 – Reykjavík; Heimskringla
### Þýðingar
- Kak I eftir Vilhjálm Stefánsson og W. Irving – Þýðing unnin með Sigurði Thorlacius – útg. 1934 – Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Kak II eftir Vilhjálm Stefánsson og W. Irving – Þýðing unnin með Sigurði Thorlacius – útg. 1935 – Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Mamma litla I – útg. 1935 – Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Mamma litla II - útg. 1936 – Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Himalajaförin eftir H. Queling – útg. 1938 - Akureyri; Þorsteinn M. Jónsson
- Salamöndrustríðið eftir K. Capek – útg. 1946 – Reykjavík; Mál og menning
- Fimm synir eftir Howard Fast – útg. 1954 – Reykjavík; Mál og menning
- Saga af sönnum manni eftir B.Polevoj – útg. 1955 - Reykjavík; Mál og menning
- Vegurinn til lífsins I eftir A. S. Makarenko – útg. 1957 - Reykjavík; Mál og menning
- Vegurinn til lífsins II eftir A. S. Makarenko – útg. 1958 - Reykjavík; Mál og menning
- Frú Lúna í snörunni eftir Agnar Mykle – útg. 1958 – Reykjavík; Bláfellsútgáfan
| 4.03125
|
# Jóhannesarborg
Jóhannesarborg (afríkanska og enska: Johannesburg) er fjölmennasta borg Suður-Afríku með 4,8 milljónir íbúa (2022) og sú þriðja fjölmennasta í Afríku á eftir Kaíró og Lagos. Borgin er einnig höfuðborg Gauteng-héraðs, ríkasta héraðs Suður-Afríku, en er ekki höfuðborg landsins. Hún er stærsta borg veraldar sem ekki liggur að sjó, stöðuvatni eða á.
Í Jóhannesarborg fara fram mikil viðskipti með gull og demanta en borgin er staðsett í Witwatersrand-fjallgarðinum þar sem miklar gull og demantanámur er að finna. Flugvöllur borgarinnar er sá stærsti í Afríku.
Stór-Jóhannesarborgarsvæðinu sem einnig tekur til nálægra útborga búa um 8 milljónir.
| 2.734375
|
# Jóhannesarguðspjall
Jóhannesarguðspjall er eitt af fjórum guðspjöllum sem er að finna í Nýja Testamentinu. Enginn er skráður sem höfundur þess, en guðspjallið nefnir að það sé komið frá einum af lærisveinum Jesú.
| 2.515625
|
# Jóhannes postuli
Jóhannes postuli (hebreska יהוחנן (Yəhôḥānān, „Drottinn er náðugur“), forngríska Ιωάννης (Iōánnēs), latína (Ioannes)), einnig nefndur Jón postuli, var einn af tólf postulum Jesú samkvæmt Nýja testamentinu. Jóhannes var bróðir Jakobs sem var annar af postulunum tólf. Þeir voru synir Sebedeusar og Salóme. Þeir bræður voru eins og Pétur og Andrés fiskimenn frá Galíleu. Bræðurnir Jakob og Jóhannes hlutu viðurnefnið Boanerges eða þrumusynir.
Þeir bræður og Pétur postuli mynduðu eins konar innsta hring postulanna í kringum Jesú og hann kallaði þá til að fylgja sér í grasgarðinn Getsemane. Jóhannes er sennilega líka sá sem í Jóhannesarguðpjalli er nefndur lærisveinninn sem Jesús elskaði og hallaðist að brjósti hans við hina síðustu kvöldmáltíð.
Jóhannes postuli er af hefð talinn vera höfundur Jóhannesarguðspjallsins, Opinberunarbókinnar og þeirra þriggja bréfa sem kennd eru við hann í Nýja testamentinu. Minnihluti nútíma sagnfræðinga og guðfræðinga telja að hann hafi skrifað guðspjallið, og margir álykta að hann hafi ekki skrifað neitt af verkunum sem kennd eru við hann. Á sama veg og með önnur guðspjöll er enginn höfundur upphaflega skráður fyrir guðspjalli Jóhannesar. Kirkjuhefðin vill gjarnan líta á Jóhannes sem höfund því það gerir það að verkum að guðspjallið gæti þá verið skrifað af sjónarvotti. En flestir fræðimenn eru sammála um að öll þrjú bréfin hafi verið skrifuð af sama höfundi og að bréfin hafi ekki haft sama höfund og Opinberunarbókin. Umdeilt er hins vegar hvort guðspjallið hafi sama höfund og bréfin. Nútíma biblíufræðingar álíta að ekki sé hægt að tengja neinn sérstakan einstakling sem höfund guðspjalls Jóhannesar.
Jóhannesarguðspjall er til orðið meira en hálfri öld eftir dauða og upprisu Jesú og áreiðanlega eftir að Rómverjar bældu niður uppreisn Gyðinga og eyðilögðu musterið í Jerúsalem árið 70 e. Kr. Upp frá því var þeim Gyðingum, sem orðnir voru lærisveinar Jesú, bannað að sækja samkundurnar. Jóhannes nefnir þetta á þremur stöðum í guðspjallinu (9.22-23; 12.42; 16.1).
Kristin myndlist sýnir Jóhannes venjulega sem ungan mann, þar á meðal þegar hann stendur við hlið Maríu undir krossi Jesú eða liggur við hlið Jesú í síðustu kvöldmáltíðinni. Hann er sá eini af lærisveinunum sem er sýndur skegglaus. Sem guðspjallamaður er hann hins vegar sýndur sem gamall maður enda segir kirkjuhefðin að hann hafa skrifað guðspjallið í Efesu í hárri elli.
Einkenni Jóhannesar er örn.
Óvíst er um örlög Jóhannesar, helgisögur segja Jóhannes hafa náð mjög háum aldri og verið biskup í Efesus þar sem hann endaði ævi sína sem píslarvottur í ofsókn Dómitíuanusar keisara á 10. áratug fyrstu aldar.
Hátíð Jóhannesar er 27. desember, Jónsdagur eða Jónsmessa í jólum.
## Myndverk
- Jóhannes postuli
- Mynd frá Book of Kells, c. 800
- Hluti af verki Leonardo da Vinci, Síðast kvöldmáltíðin,
c. 1400s
- Jóhannes postuli og Frans frá Assisi eftir El Greco, c. 1600–1614
- Píslardauði Jóhannes guðspjallamans
- Valentin de Boulogne, Jóhannes og Jesus
- Hugleiðsla guðspjallamannsins Jóhannes eftir Simone Cantarini (1612–1648), Bologna
- Heilagur Jóhannes og eiturbikarinn eftir El Greco, c. 1610–1614
- Síðasta kvöldmáltíðin , óþekktur listamaður
| 3.59375
|
# Jóhannes Þór Skúlason
Jóhannes Þór Skúlason (fæddur í Reykjavík 24. janúar 1973) er íslenskur sagnfræðingur, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi aðstoðarmaður og ræðuhöfundur forsætisráðherra Íslands Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Jóhannes Þór tók þátt í starfi InDefence hópsins frá október 2008 til febrúar 2011.
## Menntun og fyrri störf
Jóhannes Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1993 og B.A prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann lauk námi í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 2000. Jóhannes Þór starfaði sem grunnskólakennari við Seljaskóla í Reykjavík frá 2000 til 2011. Hann starfaði hjá Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins frá febrúar 2011 til apríl 2013. Jóhannes Þór gegndi stöðu aðstoðarmanns forsætisráðherra frá maí 2013 til apríl 2016. Hann hefur rekið almannatengslafyrirtækið Orðspor en frá árinu 2018 hefur hann verið framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
| 1.890625
|
# Joshua A. Norton
Joshua Abraham Norton (u.þ.b. 1818 – 8. janúar 1880), einnig þekktur sem Norton keisari, var íbúi San Francisco í Kaliforníu sem lýsti sig árið 1859 „Norton 1. keisara Bandaríkjanna og verndara Mexíkó.“
Norton fæddist í Englandi og ólst að mestu upp í Suður-Afríku. Eftir að móðir hans dó árið 1846 og faðir hans árið 1848 sigldi Norton vestur á bóginn og kom til San Francisco, hugsanlega í nóvember 1849. Í fyrstu vann Norton sem athafnamaður en auðæfi hans glötuðust eftir misheppnaða fjárfestingu hans á hrísgrjónarækt í Perú.
Norton hvarf úr athafnalífinu eftir að hann tapaði málssókn þar sem hann reyndi að ógilda hrísgrjónafjárfestinguna. Hann birtist aftur í september 1859 þegar hann gerði tilkall til stöðu keisara Bandaríkjanna. Þótt hann hefði engin pólitísk völd né áhrif fyrir utan þau sem íbúarnir eftirlétu honum varð hann mjög vinsæll í San Francisco og gjaldmiðill í hans nafni var jafnvel leyfilegur hjá fyrirtækjum sem hann átti viðskipti við. Þótt margir teldu Norton geðveikan eða í meira lagi sérvitran fögnuðu íbúar San Francisco konunglegri nærveru hans og tilskipunum, eins og þeirri að leysa ætti upp Bandaríkjaþing með valdi, byggja brú frá San Francisco til Oakland og göng undir San Francisco-flóann. Löngu eftir dauða Nortons voru svipuð mannvirki byggð og hafa margar tillögur borist um að endurnefna brúna „Brú Nortons keisara.“
Þann 8. janúar 1880 hneig Norton niður við gatnamót Kaliforníu- og Dupontstræta og lést áður en hægt var að veita honum læknisaðstoð. Um 30.000 manns flykktust út á götur San Francisco til að votta keisaranum virðingu sína við útför hans. Norton hefur birst eða verið getið í skáldverkum eftir Mark Twain, Robert Louis Stevenson, Christopher Moore, Morris og Goscinny, Selmu Lagerlöf og Neil Gaiman.
## Tengill
- Norton I. keisari af Bandaríkjunum; Morgunblaðið 1987
| 3.453125
|
# Joshua Bassett
Joshua Taylor Bassett (f. 22. desember 2000) er bandarískur leikari og söngvari. Hann er þekktur fyrir aðalhlutverk sitt sem Ricky Bowen í High School Musical: The Musical: The Series.
Frá 2017 til 2018 kom Bassett fram í þáttahlutverkum í sjónvarpsþáttunum: Lethal Weapon, Game Shakers og Dirty John.
| 1.625
|
# Joshua Kimmich
Joshua Kimmich (fæddur 8. febrúar Árið 1995) er þýskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir FC Bayern München og þýska landsliðið.
## Titlar
- Bayern München
- Bundesliga: 2015–16, 2016–17, 2017–18, 2018–19, 2019–20
- Þýska bikarkeppnin: 2015–16, 2018–19, 2019–20
- Meistaradeild Evrópu: 2019-20
- Evrópski ofurbikarinn: 2020
- Þýskaland:
- FIFA Confederations Cup: 2017 (Gull)
| 2.078125
|
# Joshua Kennedy
Joshua Kennedy (fæddur 20. ágúst 1982) er ástralskur fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann spilaði 36 leiki og skoraði 17 mörk með landsliðinu.
## Tölfræði
| Ástralía | Ástralía | Ástralía |
| Ár | Leikir | Mörk |
| -------- | -------- | -------- |
| 2006 | 3 | 1 |
| 2007 | 1 | 0 |
| 2008 | 6 | 4 |
| 2009 | 7 | 1 |
| 2010 | 6 | 1 |
| 2011 | 7 | 8 |
| 2012 | 0 | 0 |
| 2013 | 5 | 2 |
| 2014 | 1 | 0 |
| Heild | 36 | 17 |
| 2.734375
|
# Joshua Lederberg
Joshua Lederberg (fæddur 23. maí 1925, lést 2. febrúar 2008) var bandarískur líffræðingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1958 fyrir að uppgötva tengiæxlun í E. coli og aðrar rannsóknir er varða uppbyggingu og endurröðun erfðaefnis í bakteríum.
| 2.78125
|
# Josh Stewart
Josh Stewart (fæddur Joshua Regnall Stewart, 6. febrúar 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Third Watch og Dirt.
## Einkalíf
Stewart fæddist í Diana, Vestur-Virginíu. Stewart stundaði nám við West Virginia Wesleyan College í eitt ár áður en hann flutti sig yfir til West Virginia háskólann, en þaðan útskrifaðist hann með gráðu í markaðsfræði. Stewart lærði leiklist við T. Schreiber Studio í New York-borg, ásamt því að vera meðlimur að 13th Street Repertory Theatre. Hélt hann áfram að koma fram í leikhúsum í Los Angeles, þar sem hann lék á móti Robert Forster og Brooke Shields í Beacon.
Stewart er giftur Deanna Brigidi og saman eiga þau tvö börn.
## Ferill
### Sjónvarp
Fyrsta hlutverk Stewart var sem aukaleikari í þættinum To Green, With Love í Dawson's Creek. Árið 2004 þá fékk hann hlutverk sem lögreglumaðurinn Brendan Finney í Third Watch sem hann lék til ársins 2005. Frá 2007-2008 þá lék hann á móti Courteney Cox Arquette í Dirt. Kom Stewart síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Miami, The Mentalist og Ghost Whisperer. Hefur síðan 2007 verið með stórt gestahlutverk í Criminal Minds sem William LaMontagne Jr., sem barnsfaðir og kærasti Jennifer Jareau.
### Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Stewart var árið 2006 í Lenexa, 1 Mile. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Jekyll, The Curious Case of Benjamin Button, Law Abiding Citizen og Rehab.
## Kvikmyndir og sjónvarp
| Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir |
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| ---------- | ----------------------------------- | ------------------------------- | ------------------------------- |
| 2006 | Lenexa, 1 Mile | T.J. Ketting | |
| 2007 | The Death and Life of Bobby Z | Monk | |
| 2007 | Jekyll | Tommy | |
| 2008 | The Haunting of Molly Hartley | Mr. Draper | |
| 2008 | The Curious Case of Benjamin Button | Pleasant Curtis | |
| 2009 | The Collector | Arkin | |
| 2009 | Law Abiding Citizen | Rupert Ames | sem Joshua Stewart |
| 2010 | Beneath the Dark | Paul | |
| 2011 | Rehab | Aaron McCreary/Carl | |
| 2011 | The Collection | Arkin | Í eftirvinnslu |
| 2011 | The Big Valley | Claude | Í eftirvinnslu |
| 2012 | The Dark Knight Rises | ónefnt hlutverk | Kvikmyndatökur í gangi |
| Sjónvarp | | | |
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 2003 | Then Came Jones | Bill Jenkins | Sjónvarpsmynd |
| 2004 | CSI: Crime Scene Investigation | Sean Cleary | Þáttur: Bad to the Bone |
| 2004-2005 | Third Watch | Lögreglumaðurinn Brendan Finney | 20 þættir |
| 2007-2008 | Dirt | Holt McLaren | 20 þættir |
| 2008 | ER | Daniel | Þáttur: Under Pressure |
| 2008 | Raising the Bar | Dan Denton | Þáttur: Hang Time |
| 2009 | CSI: Miami | Colin Astor | Þáttur: Smoke Gets in Your CSIs |
| 2009 | Southland | Vid Holmes | Þáttur: Unknown Trouble |
| 2009 | The Mentalist | Harlan McAdoo | Þáttur: The Scarlet Letter |
| 2010 | Ghost Whisperer | Robert Wharton | Þáttur: Living Nightmare |
| 2010 | Miami Medical | Elroy | Þáttur: An Arm and a Leg |
| 2010-2011 | No Ordinary Family | The Watcher/Joshua | 14 þættir |
| 2007-2011 | Criminal Minds | William LaMontagne Jr. | 7 þættir |
| 2.71875
|
# Joshua
Joshua er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.03125
|
# Joshua Malina
Joshua Malina (fæddur Joshua Charles Malina 17. janúar 1966) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Sports Night, The West Wing og Scandal.
## Einkalíf
Malina fæddist í New York-borg en ólst upp í New Rochelle. Stundaði nám í leiklist við Yale-háskóla.
Hefur verið giftur Melissa Merwin síðan 1996 og saman eiga þau tvö börn.
## Ferill
### Leikhús
Malina var varaleikari í leikritinu A Few Good Men frá 1989-1991 á Broadway.
### Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Malina var árið 1993 í Bob. Frá 1998-2000 lék hann Jeremy Goodwin í Sports Night og síðan árið 2002 var honum boðið hlutverk í dramaþættinum The West Wing. Lék hann Will Bailey til ársins 2006.
Hefur síðan 2012 leikið eitt af aðalhlutverkinu í Scandal þar sem hann leikur saksóknarann David Rosen.
Malina hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Larry Sanders Show, Stargate SG-1, CSI: Crime Scene Investigation, Psych, CSI: Miami, American Horror Story, The Big Bang Theory og Leap Year.
### Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Malina var árið 1992 í A Few Good Men. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The American President, Bulworth, Without Charlie, The First Time og View from the Top.
## Kvikmyndir og sjónvarp
| Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir |
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| ---------- | ------------------------------------------------------ | ---------------------------------------- | ------------------------------------ |
| 1992 | A Few Good Men | Tom | sem Josh Malina |
| 1993 | In the Line of Fire | Fulltrúinn Chavez | |
| 1993 | Malice | Íbúi | |
| 1995 | Separate Lives | Randall | |
| 1995 | The American President | David | |
| 1996 | Infinity | Reiknisvélakrakki nr. 3 | |
| 1996 | Just Friends | Bob | |
| 1997 | Clockwatchers | Ritari Global Credit | |
| 1998 | My Engagement Party | Alex | |
| 1998 | Bulworth | Bill Feldman | |
| 1999 | Kill the Man | Bob Stein | |
| 2000 | It´s a Shame About Ray | Ms. Streisand | |
| 2001 | Without Charlie | Charlie | |
| 2001 | It Is What It Is | P.T. Hackey | |
| 2003 | View from the Top | Randy Jones | sem Josh Malina |
| 2004 | Nobody´s Perfect | ónefnt hlutverk | |
| 2012 | The First Time | Faðir Aubreys | |
| 2012 | Walk & Talk: The West Wing Reunion | Will Bailey | |
| 2012 | Walk & Talk – The West Wing Reunion: Behind the Scenes | Will Bailey | |
| 2012 | Grindr for the GOP Convention | ónefnt hlutverk | |
| 2012 | Knights of Badassdom | Travis | Í eftirvinnslu |
| Sjónvarp | | | |
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 1993 | Bob | Vince | Þáttur: Da Game |
| 1994 | Menendez: A Killing in Beverly Hills | Gerald Bronstein | Sjónvarpsmynd |
| 1996 | Tracey Takes On.. | Jordan | 3 þættir |
| 1996 | Champs | Leigubílstjóri | Þáttur: Live and Let Breathe |
| 1996 | Sliders | Egghead kynnir | Þáttur: Rules of the Game |
| 1998 | From the Earth to the Moon | Tim Messick | Þáttur: We Have Cleared the Tower |
| 1993-1998 | The Larry Sanders Show | Kenny Mitchell/Robert Brody | 4 þættir |
| 1998-2000 | Sports Night | Jeremy Goodwin | 45 þættir |
| 2000 | How to Marry a Billionaire: A Christmas Tale | Mark Sickler | Sjónvarpsmynd |
| 2002 | Imagine That | Kenny Fleck | 6 þættir |
| 2002 | She Spies | Jimmy Onassis | Þáttur: First Episode |
| 2003 | See Jane Date | Kevin Adams | Sjónvarpsmynd |
| 2003 | All That | ónefnt hlutverk | Þáttur nr. 9.1. |
| 2006 | The PTA | Stud | Sjónvarpssería |
| 2002-2006 | The West Wing | Will Bailey | 80 þættir |
| 2007 | Stargate SG-1 | Cicero | Þáttur: Bad Guys |
| 2006-2007 | Numb3rs | Howard Meeks | 3 þættir |
| 2006-2007 | The Nine | Tim Marley | 2 þættir |
| 2007-2008 | Big Shots | Karl Mixworthy | 11 þættir |
| 2008 | Medium | Tim Carmer | Þáttur: Car Trouble |
| 2008 | CSI: Crime Scene Investigation | Saksóknarinn Monroe | Þáttur: Woulda, Coulda, Shoulda |
| 2008 | Grey's Anatomy | Seth Hammer | Þáttur: In the Midnight Hour |
| 2009 | Terminator: The Sarah Connor Chronicles | Fulltrúinn Auldridge | Þáttur: Born to Run |
| 2009 | iCarly | Goldstein | Þáttur: iTake on Dingo |
| 2009 | Valentine | Duncan | Þáttur: Hound Dog |
| 2009 | Psych | Stewart Gimbley | Þáttur: Let´s Get Hairy |
| 2009 | House | Tucker | Þáttur: Wilson |
| 2010 | Legally Mad | Aaron | Sjónvarpsmynd |
| 2010 | Bones | Dr. Adam Copeland | Þáttur: The Devil in the Details |
| 2010 | The Sarah Silverman Program | Yfirmaðurinn Bill Wilson | Þáttur: Nightmayor |
| 2010 | The Good Guys | Aðstoðarlögreglustjórinn James Guthrie | 2 þættir |
| 2010 | CSI: Miami | Neal Marshall | Þáttur: G.O. |
| 2010 | Private Practice | Faðir Marissu | Þáttur: ..To Change the Things I Can |
| 2009-2011 | In Plain Sight | Peter Alpert | 17 þættir |
| 2011 | American Horror Story | Dr. Curran | Þáttur: Spooky Little Girl |
| 2010-2011 | Backwash | Val | 13 þættir |
| 2011-2012 | The Big Bang Theory | Rektorinn Siebert | 3 þættir |
| 2012 | Chasing the Hill | Öldungardeildarþingmaðurinn Troy Spencer | Þáttur: Awesomeness Is a Warm Gun |
| 2012 | Christine | Matthew | Þáttur: Matthew |
| 2012 | Leap Year | Sam Berry | 4 þættir |
| 2012 | Scandal | David Rosen | 13 þættir |
## Verðlaun og tilnefningar
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikhópur í gamanseríu fyrir Sports Night.
| 2.859375
|
# Josiah Child
## Ævi og störf
Josiah Child fæðist árið 1630, móðir hans var Elizabeth Roycraft og faðir hans Richard Child sem var kaupmaður sem lést árið 1639. Child kenndi nýliða inn á fjölskyldufyrirtækið sem tókst svo loks eftir erfiðleika . Josiah Child varð síðan birgir matvæla fyrir sjóherin og skapaði hann sinn fyrsta auð við það starf. Child fór úr því starfi yfir í að vera birgir matvæla fyrir konunglega sjóherin árið 1670 og var það tíminn sem ferilinn hans fór að blómstra .
Vegna starfsins við konunglega sjóherin gafst honum það tækifæri verða stofnhluthafi hjá “The Royal African company”. Child keypti hlutabréf í Austur-Indíafélaginu árið 1671 sem varð til þess að árið 1679 var hann orðinn stærsti hluthafi félagsins. Child var í stjórn félagsins alveg fram að andláti hans (1674-1699), það að eiga hlutabréfi veitti honum vald og var hann því lengi í stjórn þess .
## Kenningar um hagfræði
Merkantilsmi var ríkjandi á milli sextándu og átjándu aldar. Merkantilsmi var sú hagfræðistefna sem lagði áherslu á mikilvægi viðskiptaafgangs, söfnun auðs í formi gulls og silfur, og að þjóðríki ætti að hafa efnahagsleg völd í eigin höndum. Merkantalism hugsun felur í sér að hagkerfið skuli stjórnað með það markmið að styrkja vald ríkisins miðað við aðrar þjóðir. Merkantalsima er stundum líkt við setninguna „hræðslu við vörur“, vegna þess að talið var mikilvægara að selja vörur en að kaupa .
Child var með góðan skilning á viðskiptafræðinni og grundvallar atriðum hennar og fannst honum léleg frammistaða ekki sættanleg. Child var góður og áhrifamikill talsmaður fyrir fyrirtækið, hann reyndi að sannfæra stjórnmálamenn um mál fyrirtækisins með talsvert af bæklingum sem hann skrifaði og birti undir sínu eigin nafni, hann hafði einnig skrifað og birt “New Discourse on Trade” fyrr í ferli sínum. Child vakti mikla athygli og var þekktur í London fyrir upphaf hlutabréfaviðskipta. Child hafði þau sjónarmið að milliríkjaviðskipti myndu ekki skila sér neinu þar sem markmiðið er að skila sem mest til þjóð sinnar og var því Austu-Indíafélagið mikilvægt fyrir England því að einokunarfyrirtæki voru ómissandi fyrir viðskiptaafl Englands .
## Hagfræðin
Child er merkantilískur hagfræðingur sem var stórkaupmaður og stjórnandi í einokunarfyrirtæki.
Framlag Josiah Child til merkantílísmans voru rit hans um vaxtastig og viðskipti á milli landa. Josiah Child gaf út ritin “Brief Observations Concerning Trade and Interest of Money” árið 1668 og “A New Discourse of Trade” árið 1668 og 1693. Ritin hans fjalla aðallega um ástæður velgengi hollendinga og hvernig lágir vextir væri helstu orsök velgengi hollendinga .
Hann vildi meina að Englendingar ættu að beita lagalegum tólum og festa í lög að hafa lága vexti. Josiah bar fyrir sér að lágir vextir myndu ýta undir aukinn viðskipti á milli landa .
## Stjórnarmennska í Austur-Indíafélaginu
Í stefnumótun Austur-Indíafélagsins var Child einnig mjög áhrifamikill. Austur Indía félagið var eitt stærsta og áhrifamesta einokunarfyrirtæki á sínum tíma. Child trúði á að gróði og vald verði að fara saman. Þegar hann komst til valda í félaginu setti Child fram róttæka áætlun til að framkvæma sýn sína .
Child beitti sér fyrir því að félagið myndi þjóna hagsmunum Bretlands á heimsvísu, meðal annars með því að nýta sér einokunarstöðu þess til að tryggja gróða og völd í viðskiptum við Indland og aðrar nýlendur. Starf Child fyrir Austur-Indíafélagið er dæmi um hvernig merkantílísk stefna var notuð til að styrkja efnahagslega og pólitíska stöðu Bretlands á heimsvísu, og hann er oft talinn til merkustu stjórnenda þess tíma sem tóku þátt í þessum efnahagslegu verkefnum .
| 3.953125
|
# Kolfinna
Kolfinna er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.140625
|
# Kolgrafafjörður
64°57′16″N 23°07′15″V / 64.95444°N 23.12083°V
Kolgrafafjörður er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Kolgrafir sem hann gæti heitið eftir. Fornt nafn á Kolgrafafirði er Urthvalafjörður, en hugsanlega hefur það nafn aðeins átt við ytri hluta fjarðarins, áður en Hraunsfjörður skerst úr honum til austurs. Í dag eru þessir tveir firðir almennt aðgreindir í tali og á kortum og að Urthvalafjörður taki við framan við miklar grynningar fremst í Kolgrafafirði sem einmitt voru notaðar til að brúa fjörðinn.
## Fjörðurinn brúaður
Fjörðurinn er frekar grunnur eða rétt um 40 metra þar sem hann er dýpstur og miklar grynningar. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 með því að byggja upphækkanir hvoru megin á grynningum og brúa svo eiðið með 230 metra langri brú, með 150 metra virku vatnsopi undir. Stytti brúin leiðina á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um rúma 6 kílómetra.
## Síldardauðinn í Kolgrafafirði
13. desember 2012 drapst mikið magn síldar í firðinum innan við brúna og er talið að um 30 þúsund tonn hafi drepist vegna súrefnisskorts. Fjörurnar voru bæði fullar af síld sem og botn fjarðarins enda hann mjög grunnur. Aftur varð samskonar síldardauði í firðinum þann 1. febrúar 2013 og þá er talið að um 22 þúsund tonn hafi þá drepist.
Líkur hafa verið leiddar að því að hversu lítill sjór kemst inn og út úr firðinum undir brúna gæti hafa valdið þessum súrefnisskorti. Ekki er vitað um önnur slík tilfelli utan eina frásögn frá 1941, en þá komu breskir hermenn að bænum Kolgröf og náði bóndinn í síld í fjöruna sem þar hafði samkvæmt dagbókarfærslum hanns flotið þar dauð á land.
| 3.0625
|
# Kolfinnur
Kolfinnur er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.1875
|
# Kolfreyja
Kolfreyja er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.125
|
# Kolfinna Nikulásdóttir
Kolfinna Nikulásdóttir (1990) er íslensk leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og rappari. Hún stundaði nám á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Kolfinna er ein af meðlimum rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur, þar sem hún notast gjarnan við gælunafnið Kylfan.
Með bróður sínum, Nikulási Stefáni Nikulássyni, stýrði hún hlaðvarpsþættinum Ísland í dag, satan sem var í gangi á Alvarpinu árið 2014.
| 2.15625
|
# Kolgrafamúli
Kolgrafamúli er 427 m hátt fjall austan Kolgrafafjarðar, sem er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Kolgrafamúli er að þó nokkrum hluta úr ljósgrýti og eru skriður múlans því nokkuð áberandi og litskrúðugar, þar sem þær blasa við þeim er eiga ferð um Eyrar- og Helgafellssveit. Í fjallinu hafa enn fremur fundist djúpbergstegundir á borð við granófýr og gabbró og þá einnig jaspis, hrafntinna og geislasteinar. Brú sem lögð var yfir Kolgrafafjörð árið 2004, styttir leiðina á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um rúma 6 km.
| 2.515625
|
# Kolgríma
Kolgríma er íslenskt kvenmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.125
|
# Kolgrímur
Kolgrímur er íslenskt karlmannsnafn.
## Dreifing á Íslandi
Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.
| 2.171875
|
# John Boorman
Sir John Boorman CBE (f. 18. janúar 1933) er breskur kvikmyndagerðarmaður.
## Kvikmyndaskrá
Kvikmyndir
| Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill | Leikstjóri | Framleiðandi | Handritshöfundur |
| ---- | ----------------------------------------------- | ------------------------------------------- | ---------- | ------------ | ---------------- |
| 1965 | Catch Us If You Can | | Já | Nei | Nei |
| 1967 | Point Blank | | Já | Nei | Nei |
| 1968 | Hell in the Pacific | Einvígið á Kyrrahafinu | Já | Nei | Nei |
| 1970 | Leo the Last | Leó prins í London eða Síðasta ljónið | Já | Nei | Já |
| 1972 | Deliverance | Leikur við dauðann eða Óhugnaður í óbyggðum | Já | Já | Nei |
| 1974 | Zardoz | | Já | Já | Já |
| 1977 | Exorcist II: The Heretic | | Já | Já | Nei |
| 1981 | Excalibur | Konungssverðið | Já | Já | Já |
| 1985 | The Emerald Forest | Ógnir frumskógarins | Já | Já | Nei |
| 1987 | Hope and Glory | Von og vegsemd | Já | Já | Já |
| 1990 | Where the Heart Is | Rekin að heiman | Já | Já | Já |
| 1995 | Beyond Rangoon | Handan Rangoon | Já | Já | Nei |
| 1998 | Lee Marvin: A Personal Portrait by John Boorman | | Já | Nei | Nei |
| 1998 | The General | Hershöfðinginn | Já | Já | Já |
| 2001 | The Tailor of Panama | Skraddarinn í Panama | Já | Já | Já |
| 2004 | In My Country | Í landi mínu | Já | Já | Nei |
| 2006 | The Tiger's Tail | | Já | Já | Já |
| 2014 | Queen and Country | | Já | Já | Já |
| 2.171875
|
# John Broadus Watson
John Watson (f. 9. janúar, 1878 — d. 25. september, 1958) var bandarískur sálfræðingur. Hann fæddist í Suður-Karólínu þar sem hann ólst upp á bóndabýli. Faðir hans var drykkfelldur og yfirgaf fjölskylduna þegar hann var 13 ára. Þrátt fyrir að hann hafi að eigin sögn ekki verið góður námsmaður gekk hann í Furman-háskóla þegar hann var 16 ára. Þar hlaut hann mastersgráðu fimm árum síðar og fór í doktorsnám í sálfræði og heimspeki við háskólann í Chicago. Hann bjó við mikla fátækt á þessum árum og fjármagnaði m.a. námið með því að þjóna til borðs, hreinsa tilraunastofur og fóðra rottur. Hann gafst fljótlega upp á heimspekinni og hlaut doktorsnafnbót í sálfræði árið 1903. Fimm árum síðar gerðist hann prófessor við Hopkins-háskóla.
Hann hafði þá þegar þróað hugmyndir sínar um mannlegt atferli og lagði stund á líffræði, lífeðlisfræði og kynnti sér hegðun dýra. Í námi sínu varð hann fyrir greinilegum áhrifum af rússneska vísindamanninum Ivan Pavlov. Hann hóf að rannsaka hegðun barna og fór að þróa kenningar um að mennirnir fylgdu sömu lögmálum og dýrin, þeir væru einfaldlega flóknari eða þróaðri. Hann taldi öll dýr vera ekkert annað en flóknar vélar sem brugðust við aðstæðum með taugaboðum sem voru skilyrt með reynslu. Árið 1913 gaf hann út grein þar sem hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum og sem urðu mikilvægar í þeirri grein sálfræðinnar sem þá var að slíta barnsskónum, atferlisfræðinnar. Greinin hét Sálfræði eins og atferlissinninn sér hana (e. Psychology as the Behaviorist Views It).
Þessi grein, atferlisfræðin, var í meginatriðum gjörólík stefnum sálfræðinnar sem hafði einkennst af sálaraflskenningum Freuds og fylgismanna hans. Watson taldi viðhorf þess síðarnefnda enda komast ansi nálægt dulspeki. Í stað þess var lögð áhersla á að skoða það mælanlega og sett var fram sú kenning að hægt væri að draga ályktanir um menn út frá rannsóknum á dýrum, enda á atferlisfræðin margt að rekja til þróunarkenningar Darwins.
Árið 1920 lauk ferli hans sem háskólaprófessors skyndilega í kjölfar hneykslis. Upp frá því lagði hann stund á auglýsingamennsku þar sem hann notaði reynslu sína af sálfræði og mannlegu atferli.
## Litli Albert
Watson er frægur fyrir rannsókn sína á Litla Albert, 11 mánaða gömlum strák. Með því að nota skilyrðingu náði Watson að kalla fram hræðsluviðbragð barnsins með því að para hvíta rottu við hátt hljóð. Hræðsla drengsins við rottur alhæfðist fljótlega yfir á kanínur, pelsa og jólasveinagrímur. Þrátt fyrir að tilraunin sé á mörkum þess að vera siðleg, miðað við nútímaskilning þess orðs, hafði hún mikil áhrif á skilning manna á ýmsum sviðum sálfræðinnar.
## Tengill
- Heildartexti Psychology as the Behaviorist Views It
| 3.90625
|
# John Bull
John Bull er tákn eða þjóðgervingur Bretlandseyja og þá sérstaklega Englands á svipaðan hátt og Fjallkonan er tákn fyrir íslenska þjóð og Sámur frændi fyrir Bandaríki Norður-Ameríku. John Bull er persóna í pólítískum grínmyndum og er gjarnan sýndur sem jarðbundinn sveitamaður.
| 2.34375
|
# John C. Calhoun
John Caldwell Calhoun (18. mars 1782 í Abbeville, Karólínu – 31. mars 1850 í Washington D.C.) var sjöundi varaforseti Bandaríkjanna (1825 – 1832) og einn af fremstu stjórnmálamönnum frá suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri helmingi nítjándu aldar, jafnt í ræðu sem riti. Hann var annar tveggja varaforseta í sögu Bandaríkjanna til að þjóna undir tveimur forsetum (hinn var George Clinton), þeim John Quincy Adams og Andrew Jackson. Hann var einnig annar tveggja varaforseta til að segja af sér embætti (hinn var Spiro T. Agnew).
| 2.890625
|
# John Burnet
John Burnet (9. desember 1863 – 26. maí 1928) var skoskur fornfræðingur, menntaður við Edinborgarháskóla og Balliol College í Oxford, þar sem hann hlaut mastersgráðu árið 1887. Hann var félagi á Merton College í Oxford og síðar prófessor í latínu við Edinborgarháskóla. Árið 1891 varð hann prófessor í grísku við University of St. Andrews. Hann var félagi í bresku akademíunni.
Burnet er þekktastur fyrir framlag sitt í Platonsfræðum, einkum fyrir að hafa haldið því fram að allar samræður Platons sýndu hinn sögulega Sókrates í réttu ljósi og að heimspekikenningar Platons sjálfs séu einungis að finna í yngstu samræðunum. Burnet hélt því einnig fram að Sókrates væri nátengdur snemmgrískri heimspekihefð. Hann taldi að Sókrates hefði í æsku verið nemandi Arkelásar, fylgjanda Anaxagórasar.
Textafræðileg skrif Burnets um rit Platons eru enn víða lesin og útgáfur hans á ritum Platons hafa verið taldar bestu fáanlegu fræðilegu útgáfur textans í yfir 100 ár.
Burnet kvæntist Mary Farmer árið 1894. Hún samdi formálann að ritgerðasafni hans, Essays and Addresses, sem kom út að honum látnum.
## Helstu verk
### Bækur
- Early Greek Philosophy (London og Edinburgh: A. and C. Black, 1892). 4. útg. 1930.
- Greek Philosophy: Thales to Plato (London, MacMillan, 1920).
- Platonism (Berkeley: University of California Press, 1928).
- Essays and Addresses (1930).
### Ritsjórnarverk og skýringarrit
- The Ethics of Aristotle (London: Methuen, 1900).
- Platonis Opera: Recognovit Brevique Adnotatione Critica Instruxit (Oxford: Oxford Classical Texts, 1900–1907).
- Plato: Phaedo (Oxford: Clarendon Press, 1911).
- Plato: Euthyphro, Apology of Socrates, Crito (Oxford: Clarendon Press, 1924).
| 3.296875
|
# John C. McGinley
John C. McGinley (fæddur John Christopher McGinley 3. ágúst, 1959) er bandarískur leikari, framleiðandi, handritshöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Scrubs, Office Space og Platoon.
## Einkalíf
McGinley fæddist í New York-borg en ólst upp í Millburn, New Jersey og er af írskum uppruna. Stundaði hann nám í leiklist við Syracuse háskólann og útskrifaðist síðan með MFA gráðu í leiklist við Tisch School of the Arts frá New York-háskólanum.
McGinley er talsmaður bandarísku Downs-heilkennis samtakanna (National Down Syndrome Society) en sonur hans Max er með Downs-heilkennið.
McGinley var giftur Lauren Lambert frá 1997-2001 saman áttu þau eitt barn. Hefur verið giftur Nichole Kessler síðan 2007 og saman eiga þau tvö börn.
## Ferill
### Leikhús
Fyrsta leikhúshlutverk McGinley var árið 1984 í The Ballad of Soapy Smith. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum á borð við Florida Crackers og Requiem for a Heavyweight. Hefur síðan í desember verið hluti af Glengarry Glen Ross þar sem hann leikur á móti Al Pacino og Richard Schiff.
### Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk McGinley var árið 1985 í þættinum Another World. Hefur hann síðan þá kom fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Frasier, The Practice, The Nightmare Room, Clone High, Justice League,Robot Chicken og Burn Notice.
Frá 2001-2010 lék McGinley lækninn Perry Cox í lækna-gamanþættinum Scrubs.
### Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk McGinley var árið 1986 í Sweet Liberty en sama ár fékk hann hlutverk í stríðsmyndinni Platoon þar sem hann lék liðþjálfann O´Neill á móti Charlie Sheen, Tom Berenger og Willem Dafoe.
Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Talk Radio, Born on the Fourth of July, Point Break, Born to Be Wild, Nixon, The Rock, Any Given Sunday, Identity, Wild Hogs og American Crude.
## Kvikmyndir og sjónvarp
| Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir | Kvikmyndir |
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| ---------- | ---------------------------------------------------------------------- | ------------------------------------- | ------------------------------------------------------- |
| 1986 | Sweet Liberty | Floyd | |
| 1986 | Platoon | Liðþjálfinn O´Neill | |
| 1987 | Wall Street | Marvin | |
| 1988 | Shakedown | Sean Philips | |
| 1988 | Talk Radio | Stu | |
| 1989 | Prisoners of Inertia | Ogden | |
| 1989 | Lost Angels | Dr. Farmer | |
| 1989 | Fat Man and Little Boy | Kapteinn Richard Schoenfield, MD | |
| 1989 | Suffering Bastards | Buddy Johnson | |
| 1989 | Born on the Fourth July | Starsmaður á ráðstefnu | sem John McGinley |
| 1991 | Highlander II: The Quickening | David Blake | |
| 1992 | Point Break | Ben Harp | sem John McGinley |
| 1992 | Fathers & Sons | Gary | óskráður á lista |
| 1992 | Article 1992 | Dr. Ruby Bobrick | |
| 1992 | Little Noises | Stu | |
| 1992 | A Midnight Clear | Majór Griffin | |
| 1993 | Hear No Evil | Mickey O´Malley | |
| 1993 | Watch It | Rick | |
| 1994 | Car 54, Where Are You? | Lögreglumaðurinn Francis Muldoon | |
| 1994 | On Deadly Ground | MacGruder | |
| 1994 | Mother´s Boys | Mr. Fogel, kennari | |
| 1994 | Surviving the Game | John Griffin | |
| 1994 | Wagons East | | |
| 1995 | Born to Be Wild | Max Carr | |
| 1995 | Se7en | California | |
| 1995 | Nixon | Earl í þjálfunarmynd | |
| 1995 | Hollywood Bouleward | Jackson Elliot | |
| 1996 | Psalms from the Underground | ónefnt hlutverk | |
| 1996 | The Rock | Sjóliðskapteinninn Hendrix | sem John C. Mc Ginley |
| 1996 | Mother | Carl | |
| 1996 | Johns | Danny Cohen | |
| 1996 | Set It Off | Rannsóknarfulltrúinn Strode | |
| 1997 | Colin Fitz | Umsjónarmaður húsnæðis | |
| 1997 | Truth or Consequences, N.M. | Eddie Grillo | |
| 1997 | Nothing to Lose | Davis ´Rig´ Lanlow | |
| 1999 | Flypaper | Joe | |
| 1999 | Office Spave | Bob Slydell | |
| 1999 | Three to Tango | Strauss | |
| 1999 | Any Given Sunday | Jack Rose | |
| 2000 | Get Carter | Con McCarty | |
| 2001 | The Animal | Liðþjálfinn Sisk | |
| 2001 | Summer Catch | Hugh Alexander | óskráður á lista |
| 2002 | Crazy as Hell | Parker | |
| 2002 | Stealing Harvard | Rannsóknarfulltrúinn Charles | |
| 2003 | Identity | George York | |
| 2006 | Two Tickets to Paradise | Mark | |
| 2006 | Puff, Puff, Pass | Jerry Dupree | |
| 2006 | World Trade Center | Slökkviliðsmaður | óskráður á lista |
| 2006 | A.W.O.L. | Garris | |
| 2007 | Wild Hogs | Lögreglumaður | |
| 2007 | Are We Done Yet | Chuck Mtchell, Jr. | |
| 2008 | American Crude | Jim | |
| 2012 | Yahoo! News/Funny or Die GOP Presidential Online Internet Cyber Debate | Rick Santorum | |
| 2012 | The Discoverers | Bill Birch | |
| 2012 | Alex Cross | Kapteinn Richard Brookwell | |
| 2013 | Get a Job | Diller | Kvikmyndatökum lokið |
| 2012 | Watercolor Postcards | Merlin | Í eftirvinnslu |
| 2013 | 42 | Red Barber | Í eftirvinnslu |
| 2013 | Kid Cannabis | John Gredard | Kvikmyndatökur í gangi |
| Sjónvarp | | | |
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 1985-1986 | Another World | Ned | ónefndir þættir |
| 1987 | Leg Work | ónefnt hlutverk | Þáttur: Things That Og Bump in the Night |
| 1988 | Spenser: For Hire | K.C. | Þáttur: The Big Fight |
| 1988 | Clinton and Nadine | Turner | Sjónvarpsmynd |
| 1992 | Cruel Doubt | Lögmaðurinn Jim Vos Burgh | Sjónvarpsmynd |
| 1993 | The Last Outlaw | Wills | Sjónvarpsmynd |
| 1994 | Frasier | Danny Kriezel | Þáttur: Seat of Power |
| 1995 | Long Island Fever | Jim McCarty | Sjónvarpsmynd |
| 1995 | The Return of Hunter | Rannsóknarfulltrúinn Harry McBride | Sjónvarpsmynd |
| 1997 | The Practice | Lögmaðurinn Leonard Goode | 2 þættir |
| 1997 | Intensity | Edgler Foreman Vess | Sjónvarpsmynd |
| 1998 | Bad Cop, Bad Cop | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
| 1998 | Target Earth | Alríkisfulltrúinn Vincent Naples | Sjónvarpsmynd |
| 1998 | The Pentagon Wars | Ofurstinn J.D. Bock | Sjónvarpsmynd |
| 1999 | The Jack Bull | Woody | Sjónvarpsmynd |
| 2000 | Sole Survivor | Victor Yates | Sjónvarpsmynd |
| 2001 | The Nightmare Room | Dr. Young | Þáttur: Four Eyes |
| 2002 | King of the Hill | One-Armed Ronnie/Ranger | Þáttur: Unfortunate Son Talaði inn á |
| 2002 | Clone High | Hrollvekjandi bílstjóri | Þáttur: Sleep of Faith: La Rue D´Awakening Talaði inn á |
| 2002 | It´s a Very Merry Muppet Christmas Movie | Dr. Perry Cox | Sjónvarpsmynd |
| 2003 | Spider-Man | Richard Damien | 2 þættir Talaði inn á |
| 2003 | Kim Possible | Rudolph ´White Stripe´ Farnsworth | Þáttur: The Fearless Ferret Talaði inn á |
| 2003-2005 | Justice League | Ray Palmer/The Atom/Phil O´Bannon | 4 þættir Talaði inn á |
| 2008 | Robot Chicken | Doble Dare kynnir/Mahmoud Ahmadinejad | Þáttur: Chirlaxx Talaði inn á |
| 2009 | Scrubs: Interns | Dr. Perry Cox | ónefndir þættir |
| 2009 | Back | Tom Barnes | Sjónvarpsmynd |
| 2001-2010 | Scrubs | Dr. Perry Cox | 182 þættir |
| 2006-2010 | The Boondocks | Hvíti skugginn | 2 þættir Talaði inn á |
| 2011 | Smothered | Skip | Sjónvarpsmynd |
| 2008-2012 | WordGirl | The Whammer | 11 þættir Talaði inn á |
| 2011-2012 | Dan Vs. | Gervi Dan | 2 þættir Talaði inn á |
| 2012 | Burn Notice | Tom Card | 6 þættir |
## Leikhús
| - Glengarry Glen Ross (8. desember 2012 – 20. janúar 2013) – Dave Moss (Gerald Schoenfeld Theatre). - Florida Crackers (17. maí 1989 – 25. júní 1989) – Joe (Circle Repertory Company). - Talk Radio (29. maí 1987 – 29. nóvember 1987) – Stu Noonan (Joseph Papp Public Theater/New York Shakespeare Festival). - Requiem for a Heavyweight (7. mars 1985 – 9. mars 1985) – Packy the Counterman/Ljósmyndari; varaleikari fyrir Morrell/The Kid (Martin Beck Theatre). - Ballad of Soapy Smith (12. nóvember 1984 – 2. desember 1984) – J.D. Stewart (Josep Papp Public Theater/New York Shakespeare Festival). - Danny and The Deep Blue Sea – varaleikari (Circle-In-The-Square). |
## Verðlaun og tilnefningar
### Method Fest verðlaunin
- 2006: Festival Director´s verðlaunin fyrir Two Tickets to Paradise.
### Satellite verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gamna-eða söngleikjaþætti fyrir Scrubs.
### Television Critics Association verðlaunin
- 2002: Tilnefndur fyrir bestu frammistöðu í gamanþætti fyrir Scrubs.
| 2.71875
|
# Joël Matip
Job Joël André Matip (fæddur 8. ágúst 1991) er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem lék sem miðvörður.
Matip hóf atvinnumannaferil sinn með Schalke 04 árið 2009 og í liðinu sem vann DFB-Pokal og DFL-Supercup árið 2011. Hann lék alls 258 keppnisleiki og skoraði 23 mörk áður en hann fór til Liverpool á frjálsri sölu árið 2016, þar sem hann vann Meistaradeild UEFA árið 2019 og var í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum. Hann vann einnig Evrópska ofurbikarinn 2019 og úrvalsdeildina 2019–2020.
Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi og lék með landsliði Kamerún. Hann lék með landsliðinu í Afríkukeppninni árið 2010 og Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla árið 2010 og 2014, þar til hann hætti að spila með landsliðinu árið 2015.
| 2.6875
|
# Ju jitsu
Ju jitsu, jujitsu, ju jutsu, jujutsu, jiu jutsu eða jiu jitsu er japönsk sjálfsvarnarlist sem byggir meðal annars á notkun vogarafls, liðamótataka, kverkataka, högga, sparka og taugapunkta í líkama andstæðingsin til þess að yfirbuga hann. Sumir skólar kenna einnig notkun hefðbundinna japanskra vopna. Ju jitsu var þróað af japönskum samúræum. Hugtakið ju jitsu varð ekki til fyrr en á 17. öld en bardagalist samúræanna er þó töluvert eldri og á líklega uppruna sinn að rekja til 13. aldar.
Margar nútímasjálfsvarnaríþróttir eru komnar frá ju jitsu og má þar nefna júdó, aikido hapkidó og brasilískt jiu-jitsu en auk þess hafa mörg afbrigði af karate orðið fyrir áhrifum frá ju jitsu. Hefðbundið ju jitsu er þó ekki keppnisíþrótt.
| 3.015625
|
# Juan Carreño
Juan Carreño Lara (f. 14. ágúst 1909 - 16. desember 1940) var mexíkóskur knattspyrnumaður sem keppti fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum 1928 og fyrstu heimsmeistarakeppninni árið 1930 þar sem hann skoraði fyrsta mark Mexíkó í sögu HM.
## Ævi og ferill
Juan Carreño fæddist í Mexíkóborg og ólst upp í einu af fátækrahverfum borgarinnar. Sextán ára gamall fékk hann boð um að spila fyrir Atlante F.C. sem hann lék fyrir allan feril sinn ef undan er skilin leiktíðin 1933-34 þegar hann var í herbúðum Real Club España. Hann varð mexíkóskur meistari með España-liðinu og hafði áður unnið sama titil með Atlante árið 1931-32.
Carreño var frægur ef ekki alræmdur fyrir að neita að hlýða fyrirmælum og brjóta allar þær agareglur sem honum voru settar. Hann stundaði skemmtanalífið af krafti og skipti þar engu hvort leikir væru framundan. Hvatvísin jók vinsældir hans meðal almennra fótboltaáhugamanna þótt þjálfurum og eigendum knattspyrnuliða væri ekki skemmt.
Landsleikir Carreño urðu átta talsins á árunum 1928 til 1934. Sá fyrsti var á Ólympíuleikunum í Amsterdam þar sem Mexíkó beið afhroð gegn Spáni í fyrsta leik, 7:1, þar sem Carreño skoraði næstsíðasta markið.
Á HM í Úrúgvæ tveimur árum síðar mættust Mexíkó og Frakkland í opnunarleiknum. Frakkar unnu 4:1 en Carreño minnkaði muninn í 3:1 þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Carreño lék í tveimur seinni leikjum Mexíkó á HM en tókst ekki að skora.
Fjórum árum síðar var Carreño í mexíkóska landsliðshópnum sem hélt til Ítalíu til að keppa á HM 1934 þegar til Rómar var komið þurfti liðið að keppa við Bandaríkin um sæti Norður-Ameríku í keppninni. Bandaríska liðið fór með sigur af hólmi 4:2 og reyndist þetta síðasti landsleikur Carreño.
Hann lést árið 1940 eftir að bráða botnlangabólgu.
| 3.3125
|
# Joð
Joð (Enska: iodine, sem kemur úr gríska orðinu iodes, sem þýðir „fjólublár“), er frumefni með efnatáknið I og sætistöluna 53 í lotukerfinu. Þetta er óuppleysanlegt efni sem er nauðsynlegt snefilefni fyrir lífverur. Efnafræðilega séð er joð minnst hvarfgjarnt af öllum halógenunum og einnig hið rafeindagæfasta af málmkenndu halógenunum. Joð er aðallega notað í læknisfræði, rotvarnarefni, ljósmyndun og í litarefni.
Frakkinn Bernard Courtois einangraði joð fyrstur manna árið 1811. Joð er stálgrátt, fast efni sem glampar á, en í loftkenndu formi er það fjólublátt. Joð er geislavirkt efni.
| 3.078125
|
# Juan Carlos Villamayor
Juan Carlos Villamayor (fæddur 5. mars 1969) er fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann spilaði 18 leiki og skoraði 3 mörk með landsliðinu.
## Tölfræði
| Paragvæ | Paragvæ | Paragvæ |
| Ár | Leikir | Mörk |
| ------- | ------- | ------- |
| 1993 | 2 | 0 |
| 1994 | 0 | 0 |
| 1995 | 8 | 2 |
| 1996 | 2 | 1 |
| 1997 | 6 | 0 |
| Heild | 18 | 3 |
| 2.515625
|
# João Paulo
João Paulo (fæddur 7. september 1964) er brasilískur fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann spilaði 17 leiki og skoraði 4 mörk með landsliðinu.
## Tölfræði
| Brasilíska karlalandsliðið | Brasilíska karlalandsliðið | Brasilíska karlalandsliðið |
| Ár | Leikir | Mörk |
| -------------------------- | -------------------------- | -------------------------- |
| 1987 | 3 | 1 |
| 1988 | 1 | 0 |
| 1989 | 2 | 0 |
| 1990 | 0 | 0 |
| 1991 | 11 | 3 |
| Heild | 17 | 4 |
| 2.59375
|
# Juan Atkins
Juan Atkins (fæddur 9. desember 1962) er bandarískur tónlistarmaður. Honum er einkum eignað að vera upphafsmaður raftónlistar, nánar tiltekið techno tónlistar í Bandaríkjunum, sem stundum er nefnd Detroit techno enda ólust þeir Atkins og félagar hans Derrick May og Kevin Saunderson, sem einnig höfðu mikil áhrif á þróun raftónlistar í Bandaríkjunum, upp í Detroit í Michigan fylki.
Atkins hefur sjálfur sagt að útvarpsþáttur Charles „Electrifyin' Mojo“ Johnson hafi haft mikil áhrif á hann. Electrifyin' Mojo, sem var plötusnúður í Detroit, spilaði einkum raftónlist eftir þýsku hljómsveitina Kraftwerk, hljómsveitina Parliament og Prince. Atkins og vinur hans Derrick May settu saman hljóðblöndu sem þeir báðu Electrifyin' Mojo að útvarpa en hófu síðar að semja eigin tónlist.
Í Washtenaw Community College kynntist Atkins Rick Davis en þeir tóku upp plötu saman undir nafninu Cybotron. Atkins bjó til hugtakið „techno tónlist“ til að lýsa tónlist þeirra. Hann var þá undir áhrifum frá
verkum framtíðarsinnans og rithöfundarins Alvins Toffler, en frá honum þáði hann lánuð nöfnin „cybotron“ og „metroplex“ (sem varð heiti útgáfufyrirtækis sem Atkins stofnaði).
Atkins hefur notað orðið ‚techno‘ til að lýsa eldri hljómsveitum sem reiddu sig mjög á hljóðgerfla, svo sem Kraftwerk, enda þótt margir myndu telja bæði tónlist Kraftwerk og fyrstu plötur Atkins, undir nafninu Cybotron, sem Electro tónlist. Í dag er techno talin sérstök tónlistargrein innan rafrænnar danstónlistar.
Atkins hóf að gef út undir nafninu Model 500 árið 1985. Þekktustu lög hans frá þeim tíma eru „No UFO's“, „Night drive“, „Future“ og „Clear“. Hann er enn að gefa út tónlist jafnt eigin tónlist sem annarra hjá útgáfufyrirtæki sínu Metroplex Records.
## Ágrip af útgáfusögu
- sem Cybotron, ásamt Rick Davis (1981 - 1983)
- „Alleys of Your Mind“ (1981), smáskífa
- Cosmic Cars„“ (1982), smáskífa
- „Clear“ (1982), smáskífa
- Enter (1983)
- Clear (1990), stafræn endurútgáfa á „Clear“ (1982)
- sem Model 500 (1985 - )
- „No UFO's“ (1985), smáskífa
- „Night Drive“ (1985), smáskífa (inniheldur „Time Space Transmat“)
- Sonic Sunset (1994)
- Deep Space (1995)
- Body and Soul (1999)
- sem Infiniti (1991 - 1995)
- Skynet 1998
- „The Infinit Collection“ 1996
- sem Model 600 (2002)
- Update 2002, smáskífa
- sem Juan Atkins
- The Berlin Sessions 2005
| 3.140625
|
# Kvoðulykill
Kvoðulykill (fræðiheiti Primula glutinosa) er blóm af ættkvísl lykla.
## Ytri tenglar
- American Primrose Society
- http://www.primulaworld.blogspot.is/
| 2.03125
|
# Kvæmi
Kvæmi eða ræktunarafbrigði (yrki stundum notað sem samheiti) er afbrigði af jurt sem valið hefur verið til ræktunar vegna eftirsóttra eiginleika. Kvæmi getur verið ræktað upp eða byggst á vali úr villtri tegund. Ný kvæmi sem komið er upp geta verið skilgreind sem hugverk í yrkisrétti.
Kvæmi eru tilgreind með heiti innan einfaldra gæsalappa á eftir tegundarheiti (eða heiti yrkis) eða heiti ættkvíslar eða almennu heiti; Dæmi: Malus 'Granny Smith' (epli 'Granny Smith'), Lactuca sativa L. var. longifolia 'Parris Island Cos' (romaine-salat 'Parris Island Cos'). Heiti kvæmis er hluti af flokkunarfræði plöntunnar og fellur því ekki undir einkarétt seljanda, en auk heitis kvæmisins geta kvæmi frá tilteknum framleiðanda haft markaðsheiti sem þá er varið með sama hætti og vörumerki.
Kvæmi sem ræktuð eru með kynlausri æxlun eru kölluð klónar.
| 3.140625
|
# Kviðsjáraðgerð
Kviðsjáraðgerð er skurðaðgerð sem gerð er með því að stinga nokkur göt á kvið og stinga kviðsjá inn um eitt og læknisverkfærum til skurðagerðar gegnum önnur. Skurðlæknir fylgist mynd sem varpað er frá kviðsjá yfir á skjá.
| 2.828125
|
# Kvosin
Kvosin er hverfahluti í Miðborg Reykjavíkur. Hverfahlutinn telst vera kvosin norðan Tjarnarinnar, austan Aðalstrætis og vestan Lækjargötu og Kalkofnsvegar.
| 1.765625
|
# Kvæðakver
Kvæðakver er ljóðabók eftir Halldór Laxness. Bókin var það fyrsta sem hann gaf út eftir heimkomu frá Bandaríkjunum 1930. Bókin inniheldur ástarljóð, kvæði um Íslendinga, söngkvæði, menningarljóð, sorgarkvæði og svo lengi má telja. Dæmi um þekkt kvæði úr bókinni eru „Í túninu heima“, „Við Öxará“, „Bráðum kemur betri tíð“, „Maríukvæði“ og „Únglíngurinn í skóginum“. Mörg ljóðin einkennast af formtilraunum og þóttu nýstárleg. Alþingi ákvað að svipta Laxness skáldalaunum út af „Únglíngnum í skóginum“ sem telst vera fyrsta súrrealíska ljóðið á Íslensku.
Árið 1949 kom út aukin útgáfa þar sem bætt var við ljóðum sem höfðu birst í öðrum verkum Laxness. Mörg þessara ljóða hafa öðlast sjálfstætt líf og eru þekkt, til dæmis „Maístjarnan“ úr Heimsljósi.
Ljóðagerð var alla tíð aukabúgrein hjá Halldóri Laxness, þar sem hann einbeitti sér að ritun skáldsagna en kryddaði þær gjarnan með ljóðum og kvæðum sem seinna var bætt inn í Kvæðakver. Kvæðakver er eina ljóðabókin sem Halldór gaf út sjálfur á ferli sínum, en ýmsar sérútgáfur með kvæðum hans hafa komið út síðan.
| 3.0625
|
# Kvæðamannafélagið Iðunn
Kvæðamannafélagið Iðunn er stofnað þann 15. september árið 1929 í Reykjavík. Starfsemi félagsins er einkum tvíþætt: Að yrkja vísur, einkum undir hefðbundnum bragarháttum, og að kveða vísur eftir gömlum stemmum, sem félagar Iðunnar söfnuðu fyrr á árum. Þriðja hlutverkið hefur raunar bæst við, sem er að hlúa að þjóðlegri tónlistarhefð. Núverandi formaður félagsins er Bára Grímsdóttir.
Haldið er hátíðlegur Dagur rímnalagsins á stofndegi félagsins 15. september.
## Tengill
- Heimasíða Kvæðamannafélagsins Iðunnar
| 2.03125
|
# Kviðsjá
Kviðsjá er lítil og mjó myndavél sem notuð er við skurðaðgerðir þannig að myndavélinni er stungið inn í líkamann um gat sem yfirleitt er gert á nafla sjúklings. Myndavélin sendir svo myndir út á skjá sem skurðlæknir getur fylgst með á meðan á aðgerð stendur. Kviðsjáraðgerðir fara þannig fram að verkfærum er stungið inn um 2 - 4 göt sem gerð eru á kviðvegginn.
## Tengill
- Skurðaðgerðir með kviðsjá Geymt 14 október 2004 í Wayback Machine
| 2.828125
|
# Kváradagur
Kváradagurinn eða kynsegindagurinn er dagur kynsegin fólks, sambærilegur konudegi og bóndadegi. Kynsegindagurinn var fyrst haldinn á síðasta degi einmánaðar, en árið 2022 var ákveðið að halda daginn hátíðlegan fyrsta dag einmánaðar undir nýju nafni, til að gæta samræmis.
## Kváradagur á næstu árum
- 2025 - 25. mars
- 2026 - 24. mars
- 2027 - 23. mars
| 2.359375
|
# Kvæðabók úr Vigur
Kvæðabók úr Vigur (AM 148 8vo) er íslenskt pappírshandrit sem geymir safn alþýðlegra fræða frá miðöldum fram undir miðja 17. öld. Kvæðabókin er ein mikilvægasta sýnisbók íslenskra bókmennta á 17. öld og hefur að geyma kveðskap á borð við sálma, trúarleg kvæði, tóbaksvísur, vikivaka, eddukvæði, harmljóð og barnagælur svo fátt eitt sé nefnt.
## Dæmi um varðveittan kveðskap í Kvæðabókinni úr Vigur
- Aldarháttur eftir Hallgrím Pétursson sálmaskáld
- Mjög var ég fagurt meybarn smátt. Íslenskt fornkvæði, upprunalega danskt.
- Sigurdrífumál
- Guðrúnar kviða önnur
- Skalla-Gríms haugsbrot. Tröllaslagur
- Þessi karl á þingið reið eftir Jón Arason Hólabiskup
- Erfikvæði um Ara Magnússon og Kristínu Guðbrandsdóttur
- Sárt er sverð í nýrum
- Gimsteinn
- Grýluljóð eftir Bjarna Gissurarson í Þingmúla
- Þórnaldarþula
- Niðurstigningarvísur eftir Jón Arason Hólabiskup
- Ljómur eftir Jón Arason Hólabiskup
- Óskaferju auðs af sandi. Vikivakakvæði.
| 2.765625
|
# Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar - Geymd
Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar - Geymd er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni flytur Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar rímur. Upptaka: Hljóðriti hf. Hönnun umslags: Haukur Sigtryggsson. Litgreining og prentun: Prisma Hafnarfirði.
## Lagalisti
1. Lágnætti - Lag - texti: Þorsteinn Erlingsson - Kjartan Hjálmarsson og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
2. Staðreyndir - Lag - texti: Jón Helgason - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
3. Haust - Lag - texti: Margrét Guðmundsdóttir - Áslaug Magnúsdóttir, Haukur Sigtryggsson, Kjartan Hjálmarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
4. Litli Rauður - Lag - texti: Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
5. Haustar að - Lag - texti: Áslaug Magnúsdóttir - Áslaug Magnúsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
6. Hún vaknar - Lag - texti: Guðmundur Guðmundsson skólaskáld - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
7. Við vorkomu - Lag - texti: Jón Helgason - Hörður Bjarnason og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
8. Stökur - Lag - texti: Guðmundur Skúli Kristjánsson - Guðmundur Skúli Kristjánsson kveður
9. Ólafur Liljurós - Lag - texti: Magnús Jónsson - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
10. Hafnarfjörður - Lag - texti: Halla Magnúsdóttir - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjáimarsdóttir kveða
11. Harpa - Lag - texti: Stephan G. Stephansson - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
12. Búmannsefni - Lag - texti: Jóhannes úr Kötlum - Margrét Hjálmarsdóttir kveður
13. Til ömmu og mömmu - Lag - texti: Hannes Jónsson - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
14. Sveinn Pálsson og Kópur - Lag - texti: Grímur Thomsen - Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
15. Hraun - Lag - texti: Kjartan Hjálmarsson - Kjartan Hjálmarsson kveður
16. Guðagróði - Lag - texti: Haukur Sigtryggsson - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
17. Lausavísur - Lag - texti: Halla Magnúsdóttir - Áslaug Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Kristjánsson, Haukur Sigtryggsson, Hörður Bjarnason, Kjartan Hjálmarsson, Magnús Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
18. Ferskeytlan - Lag - texti: 1,34 vísa 1: höf. ókunnur, vílsa 2: Ólína Andrésdóttir, vísa 3: Sigurbjörn K. Stefánsson - Áslaug Magnúsdóttir, Haukur Sigtryggsson, Kjartan Hjálmarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
19. Komdu nú að kveðast á - Lag - texti: Komdu nú að kveðast á: höf. ókunnur, Lokaorðsins líttu þel: höf. Haukur Sigtryggsson, Vil ég þér nú vinur ljá: höf. Haukur Sigtryggsson, Kæti hrakar, stirðnar stef: höf. Ingibj. Sigfúsd., Fljúga hvítu fiðrildin: höf. Sveinbjörn Egilsson, Detta úr lofti dropar stórir: eignuð Halldóri Vídalín Magnússyni, Árna Daníelssyni og Ísleifi Gíslasyni, Góðu börnin gjöra það: höf. ókunnur, lllu börnin iðka það: höf. ókunnur, Tunglið má ei taka hann Óla: höf. Stefanía Sigurgeirsdóttir., Víst skal hætta, hér er: höf. Haukur Sigtryggsson - Kjartan Hjálmarsson og Margrét Hjálmarsdóttir kveða
| 1.921875
|
# Langa þingið
Langa þingið í Englandi var þing sem Karl 1. Englandskonungur boðaði 3. nóvember 1640 til að semja frið við skoska sáttmálamenn í kjölfar Biskupastríðanna. Það var boðað með þeim skilyrðum að ekki mætti leysa það upp nema með samþykki þingmanna sjálfra. Það gerðist ekki fyrr en eftir lok Enska samveldisins og endurreisn konungdæmis árið 1660.
Þingið afnam mikið af þeim völdum sem Karl hafði tekið sér frá því hann tók við konungdómi og barðist gegn einveldistilburðum hans. Árið 1648 stóð Oliver Cromwell fyrir því að meina 41 þingmanni aðgang að þinginu. Þingið sem eftir stóð var nefnt afgangsþingið. Það þing stóð að dauðadómi yfir Karli 1. og stofnun Enska samveldisins. Árið eftir rak Cromwell þingmenn út úr þinginu með hervaldi og 1653 leysti hann afgangsþingið upp og gerðist einráður. Hann setti á fót Litla þingið og fyrsta, annað og þriðja verndarþingið í valdatíð sinni. Eftir andlát Cromwells tók sonur hans við en honum var steypt af stóli í herforingjauppreisn 1659. Langa þingið var þá kallað saman aftur. Það boðaði til stjórnlagaþings og samþykkti 16. mars 1660 að leysa sjálft sig upp.
| 3.453125
|
# Langadalsfjall
Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.
Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.
## Tengill
- Af Langadalsfjalli (ljóð eftir Önnu Árnadóttur) Húnavaka - 1. tölublað (01.05.1992)
| 2.875
|
# Langafasta
Langafasta, einnig kölluð sjöviknafasta, hefst á Öskudegi, miðvikudegi í 7. viku fyrir páska. Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars og fara þeir víðast hvar í hinni vestrænu kirkju fram með fögnuði fyrir föstutímann. Á Íslandi er í dag er ekki haldið upp á sunnudaginn lengur en hann hefur þó verið tengdur Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, haldið er aftur á móti upp á mánudaginn með Bolludegi, þriðjudaginn með Sprengidegi og svo hefst Langafasta á miðvikudeginum með Öskudegi.
Siður er á Íslandi að á lönguföstu séu Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í Ríkisútvarpinu.
## Uppruni
Lönguföstu kristinna má rekja til 40 daga föstu Gyðinga fyrir páska. Heilbrigðissjónarmið virðast hafa ráðið miklu um föstusiði eftir landsvæðum og síðar gildi þess meðal hirðingja að fella ekki lambfylltar ær sem áttu að bera á páskunum. Gyðingar skipuðu því bann við kjötáti sjö vikurnar fyrir Páska og er það frumgerð Lönguföstu eins og hún er tímasett í dag. Páskarnir voru því uppskeruhátíð og nýfæddum lömbum slátrað við mikil hátíðarhöld. Páskalambið sem trúartákn er frá þessum tíma runnið. Á dögum Krists voru gyðingar ekki lengur hirðingjar en páskalambið lifði áfram sem trúartákn en í stað þess voru þeir orðin akuryrkjuþjóð og því var hátíð ósýrða brauðsins búin að bætast við tákn Páskanna.
Páskafasta kristinna manna var upphaflega ekki lengri en föstudagurinn langi og laugardagurinn eftir eða sá tími sem Jesús hvíldi í gröf sinni. Um miðja 3. öld var þó víða orðið siður meðal kristinna safnaða að fast eina til tvær vikur fyrir Páska. En á fyrri hluta 4. aldar varð 40 daga fastan ráðandi. Með því var föstutími gyðinga tekin upp að nýju en þá undir þeim formerkjum að Jesús hafi fastað 40 daga í eyðimörkinni og Móses dvalist jafnlengi á Sínaífjalli. Um miðja 5. öld útskýrði Leó páfi 1. tilgang lönguföstu sem að hún ætti að undirbúa sálina fyrir páskaundrið með innri hreinsun og helgun. Hún var því tími iðrunar fyrir drýgðar syndir. Sjálf fastan var mikilvægasti þáttur þessa undirbúnings.
Föstuhald var misstrangt í kaþólskum sið. Kjöt var efst á bannlistanum, þá egg og smjör, svo fiskur, næst grænmeti og mjólkurvörur en ströngust var fasta upp á vatn og brauð. Mismunandi var hve mikið eða hve oft mátti neyta þessa matar en fasta er ekki megrun né svelti heldur aðhald og agi í mataræði.
## Föstuinngangur
Föstuinngangur er upphaf langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast fram með fögnuði fyrir föstutímann. Gleðskapur við upphaf föstunnar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu. Algengt var að stéttir samfélagsins hæfu föstu hver sinn dag í föstuinngang og gat því orðið samfeld kjötkveðjuhátíð í nokkra daga. Við siðaskiptin var gerð hörð hríð að þessum siðum og til dæmis bannaði Danakonungur föstugangshlaup í löndum sínum á 17. öld en ekkert er vitað um slíka skemmtun á Íslandi fyrr en á 18. öld. Heimildir geta um matarveislur á þriðjudaginn, sprengidagskvöld, og telja má víst að saga þeirra nái aftur til kaþólskra tíma. Ekki var haldið upp á mánudaginn fyrr en á 19. öld með Bolludeginum en miðvikudagurinn hafi breyst úr iðrunardegi í skemmtidag eftir siðaskiptin á 16. öld.
| 3.78125
|
# Langaland
Langaland (danska: Langeland) er dönsk eyja og sveitarfélag austur af Fjóni, milli Stórabeltis og Kiel-flóa. Eyjan er ílöng og stærð hennar er 285 ferkílómetrar. Árið 2010 voru íbúar rúmlega 13.000. Brýr tengja eyjuna við Fjón, um smáeyjarnar Tåsinge og Siø. Bílferjur eru til eyjanna Lálands, Ærø og Strynø.
Rudkøbing er stærsti bærinn og er fæðingarstaður eðlis- og efnafræðingsins Hans Christian Ørsted, bróður hans Anders Sandøe Ørsted sem var forsætisráðherra og grasafræðingsins Anders Sandøe Ørsted, frænda þeirra.
Árið 1914 komust danskir tollverðir að því að í farmi skips sem komið hafði til hafnar á eyjunni var mikið magn riffla og byssukúlna. Vopnin hafði írski sameiningarflokkurinn Ulster Unionist Party keypt frá Austurríki. Tollverðina grunaði hins vegar að vopnin væru til þess að hjálpa sjálfstæðishreyfingum á Íslandi. Skipið sleit festar og hvarf á brott áður en til frekari aðgerða kom.
Ferðaþjónusta er mikilvæg grein á Langalandi með áherslu á afþreyingu og heilsu.
| 2.90625
|
# Langa
Langa (fræðiheiti: Molva) er ættkvísl fiska af þorskaætt. Ættkvíslin telur þrjár tegundir, skrokklöngu (Molva molva) sem oftast er einfaldlega kölluð langa, blálöngu (Molva dypterygia) og miðjarðarhafslöngu (Molva elongata). Langan er ílöng og getur orðið allt að tveir metrar á lengd.
| 3.015625
|
# Langahlíð
Langahlíð er gata í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hún liggur frá gatnamótum Háteigsvegar og Nóatúns í norðri til hringtorgs við vesturenda Hamrahlíðar í suðri.
Útivistarsvæðið Klambratún stendur vestan við Lönguhlíð.
| 1.421875
|
# Langabúð
Langabúð er friðað hús og elsta húsið á Djúpavogi ásamt Verslunarstjórahúsinu og eru hvortveggja reist árið 1790. Bæði húsin standa á grunnum eldri húsa og eru staðsett þar sem verslunarstaður hefur verið frá árinu 1589, en þá hófu þýskir kaupmenn verslunarrekstur á Djúpavogi.
Langabúð var endurbætt eftir aldamót 2000 og henni fengið nýtt hlutverk sem hæfir sögu hennar og mikilvægi fyrir staðinn. Í norðurenda hússins er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Um miðbik hússins er minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans; Sólveigu Eyjólfsdóttur. Kvennasmiðjan á Djúpavogi sér um rekstur Löngubúðar auk kaffistofu í suðurenda hússins. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni.
| 1.992188
|
# Langadalsströnd
Langadalsströnd heitir landsvæðið við norðanvert Ísafjarðardjúp að Kaldalóni. Norðan við svæðið er Snæfjallaströnd.
Nú eru tveir bæir í byggð sem tilheyra Langadalsströnd, Skjaldfönn og Laugaland. Þeir eru báðir í Skjaldfannardal, sem gengur til austurs frá ströndinni, sunnan við Kaldalón. Kirkjur eru á Nauteyri og Melgraseyri.
Nauteyrarhreppur náði áður yfir allt svæðið en er nú hluti Strandabyggð.
| 2.453125
|
# Langa-Edda
Langa-Edda (AM 738 4to) er íslenskt pappírshandrit frá um 1680. Handritið er alls 135 blöð og geymir efni úr Snorra-Eddu og kvæði, meðal annars eddukvæði, rúnakvæði og Aldarhátt Hallgríms Péturssonar. Nokkrar vísur í handritinu eru skrifaðar með villuletri, meðal annars stutt ástarvísa ónafngreinds skálds.
| 2.421875
|
# Landgræðsla
Landgræðsla er safn aðgerða og aðferða til að koma í veg fyrir að land blási upp og jarðvegur fjúki burt eða efnasamband jarðvegs breytist með ofnotkun eða mengun.
Landgræðsluaðferðir eru oft til að koma í veg fyrir eða stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, endurheimta gróður og jarðveg og stuðla að sjálfbærri landnýtingu.
## Landgræðsla á Íslandi
Árið 1882 voru miklar frosthörkur að vorlagi og stormur og þar sem ekki var snjór til að hlífa jörðinni eins og í Rangárvallasýslum þá var samfelldur sandstormur frá 20. apríl til 9. maí. Fjöldi jarða fór þá í eyði einkum í Landsveit og á Rangárvöllum. Níu jarðir á Rangárvöllum urðu að sandauðn.
Landgræðslan var stofnuð árið 1907.
| 3.296875
|
# Landgræðslan
Landgræðslan (áður Landgræðsla ríkisins) er íslensk ríkisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Enn fremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan rekur ættir sínar til ársins 1907 er lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands voru samþykkt. Í fyrstu voru landgræðslumál í umsjón sandgræðslumanns er heyrði undir skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins, síðar árið 1914 varð til Sandgræðsla Íslands, er sandgræðslumaður var settur undir Búnaðarfélag Íslands.
Árið 2024 sameinaðist Landgræðslan Skógræktinni í stofnunina Land og skógur.
## Hlutverk
Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði.
Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002.
## Sagnagarður
Sagnagarður er fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Í Sagnagarði er sýning um sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi auk þess sem rakin er 100 ára saga landgræðslustarfs. Sagnagarður var opnaður árið 2011.
| 3.140625
|
# Landið helga
Landið helga (hebreska: ארץ הקודש, (staðlað) Éreẓ haQodeš (tíberísk) ʾÉreṣ haqQāḏēš ; latína: Terra Sancta ; arabíska: الأرض المقدسة, al-Arḍ ul-Muqaddasah; fornamharíska: ארעא קדישא Ar'a Qaddisha) er heiti á hinu sögulega landi Ísrael og vísar til þess að þar eru margir helgistaðir þriggja abrahamískra trúarbragða: gyðingdóms, kristni og íslam. Nafngiftin stafar af trúarlegu mikilvægi Jerúsalem í þessum þremur trúarbrögðum og stöðu svæðisins sem hinu fyrirheitna landi gyðinga.
Krossferðir Vesturkirkjunnar á miðöldum voru farnar í því skini að ná Landinu helga undan yfirráðum múslima.
| 3
|
# Landfræðingur
Landfræðingur er það starfsheiti sem maður sem hefur lokið háskólanámi í landfræði hlýtur.
| 1.75
|
# Landfógeti
Landfógeti var embættismaður sem sá um fjármál Danakonungs á Íslandi. Embætti landfógeta var tekið upp árið 1683 þegar embætti höfuðsmanns á Íslandi var lagt niður. Landfógeti var gjaldkeri jarðarbókarsjóðs, innheimti skatta í Gullbringusýslu og var lögreglustjóri í Reykjavík.
Landfógeti átti að hafa eftirlit með eignum konungs á Íslandi, skattheimtu og öðrum greiðslum, og sjá um fiskiútveg konungs á Suðurnesjum. Hann átti og að líta eftir því að verslunarlöggjöfinni væri hlýtt. Sá sem fyrst gegndi þessu starfi hét Kristófer Heidemann.
| 2.921875
|
# Landi
Landi er heimabruggaður brenndur áfengur drykkur, sem er glær og litlaus með allt frá 31% - 55 % alkóhólinnihaldi.
| 2
|
# Landgrunn
Landgrunn er stallur úr grunnsjávarseti sem liggur á milli strandlínu og landgrunnsbrúnar landa sem liggja að sjó.
| 2.40625
|
# Keila (ljósnemi)
Keilur eru önnur af tveimur aðaltegundum ljósnema í auga. Hin tegundin kallast stafir.
Keilur fá nafnið af lögun sinni. Keilur eru þéttastar um miðjudæld en eru ekki jafn ljósnæmar og stafir en sjá aftur á móti um skynjun smáatriða og lita. Til eru þrjár aðaltegundir keilna sem svara mest við mismunandi bylgjulengdum ljóss. Oftast eru þær kallaðar rauðar keilur, grænar keilur og bláar keilur, þótt það sé að sumu leyti rangnefni því rauðu og grænu keilurnar svara mest við ljósi af mjög svipaðri bylgjulengd (sem fólk skynjar yfirleitt sem gulgrænt annars vegar og grænt hins vegar).
| 2.859375
|
# Keilir
Keilir er móbergsfjall á Reykjanesskaga. Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr jökulísnum. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að. Þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint fyrir augum. Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu.
| 2.578125
|
# Keila (fiskur)
Keila (fræðiheiti: Brosme brosme) er nytjafiskur af vatnaflekkaætt, sem er ný ætt, en tilheyrði áður þorskaætt. Hún lifir í Norður-Atlantshafi bæði austan og vestan megin við Ísland. Keilan er löng, með sívalan bol, einn bakugga eftir endilöngu bakinu og einn langan raufarugga, sem báðir eru með einkennandi dökkri rönd yst og hvítum jaðri, auk eyrugga og kviðugga. Sporðurinn er lítill og hringlaga. Hún er með skeggþráð á neðri vör sem skagar eilítið fram fyrir þá efri og rönd eftir bolnum endilöngum. Roðið er þykkt og hreistrið smátt. Hún er móleit á lit sem fer frá rauðbrúnu og yfir í gulbrúnan eftir umhverfi. Yngri fiskar eru með sex ljósar þverrákir á síðunni.
## Heimkynni, næring og vöxtur
Keilan finnst beggja vegna Norður-Atlantshafsins, við Nýfundnaland og suðurodda Grænlands. Helstu keilumiðin eru við strendur Íslands (út frá Austfjörðum og Snæfellsnesi, á Reykjaneshrygg, við Svalbarða, meðfram strönd Noregs allt frá Múrmansk, norðan við Bretlandseyjar og við Færeyjar. Hún finnst líka í Skagerrak og Kattegat en er sjaldséð þar.
Keila er botnfiskur sem heldur sig við grýttan botn í 0-10° heitum sjó á 20-1000 metra dýpi þar sem hún syndir dreift eða í litlum hópum. Hún lifir aðallega á krabbadýrum, litlum botnfiskum og jafnvel krossfiskum. Hún hrygnir tveimur milljónum hrogna í apríl-júlí sem klekjast út eftir tíu daga. Seiðin eru sviflæg og berast með öðru svifi langt út á haf. Þegar fiskurinn er orðinn um 5 sm langur syndir hann djúpt niður á botn. Við Ísland hrygnir keilan við brún landgrunnsins í 5-9° heitum sjó undan Suður- og Suðvesturlandi, en uppeldisstöðvar hennar virðast vera við Norður- og Austurland. Mikilvægustu hrygningarstöðvar keilunnar eru á landgrunni Íslands, Færeyja og Hjaltlandseyja. Keilan er seinvaxta og verður ekki kynþroska fyrr en átta til tíu ára gömul. Þá er hún hálfur metri á lengd og vegur 1-2 kg. Fullvaxin getur hún orðið yfir metri á lengd en í afla er hún oftast 40-75 sm og 0,5-3 kg. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Ísland (og líklega í heiminum) var 120 sm á lengd. Hún er talin geta orðið allt að 40 ára gömul.
Helstu óvinir keilunnar eru selur og hákarl og aðrir ránfiskar: þorskur, langa og skata. Hringormar geta tekið sér bólfestu í kjöti keilunnar.
## Veiðar og nytjar
| Næringargildi í 100g: |
| --------------------- |
| Vatn: 76,4 - 81,9g |
| Prótein: 16,1 - 19,0g |
| Fita: 0,2 - 3,8g |
| Ómega-3: 0,1- 1,3 mg, |
| Orka: 66-82 kcal. |
Keilan er vinsæll matfiskur og líkt og aðrir þorskfiskar er hún með hvítt kjöt. Kjötið af keilunni er mjög þétt, fíngert og magurt miðað við kjöt af þorski. Bragðið er sætt og minnir eilítið á humar. Fyrr á öldum var keilan yfirleitt kæst á Íslandi og þótti ekki sérlega góð til matar þótt hún væri eftirsótt víða í Evrópu. Hugsanlega eimir enn eftir af þessu viðhorfi á Íslandi þar sem keila er sjaldgæf í fiskborðum og hlutfallslega ódýr fiskur. Í Noregi og Svíþjóð er keilan eftirsótt söltuð og kæst, en hún er líka borin fram reykt, soðin eða steikt.
Helst eru það Norðmenn, Íslendingar og Færeyingar sem veiða keilu og þá aðallega á línu sem aukaafla með öðrum fiski, en stundum slæðist hún í botnvörpur. Í Maine-flóa er hún líka veidd á sjóstöng af sportveiðimönnum. Veiðar á Keilu voru litlar við Ísland fram til 1950 en þá jókst veiðin úr 2000 tonnum að jafnaði í 6000 tonn en náði hámarki 1960 þegar yfir 10.000 tonn veiddust á Íslandsmiðum. Farið var að veiða keiluna skipulega um 1990 og mikilvægi hennar jókst samfara minnkandi þorskafla. Frá sama tíma hafa mælingar bent til minnkandi stofns og undanfarin ár hefur verið mælt með 3.500 tonna veiði á ári.
Heildarafli í heiminum var tæp 22 þúsund tonn árið 2003, en var mestur yfir 50 þúsund tonn árið 1980 sem bendir til þess að ofveiði hafi skaðað stofninn, en ekki er vitað hversu stór heildarstofninn er. Af stofnmælingum Hafrannsóknarstofnunar Íslands að dæma hefur vísitala veiðistofns lækkað frá 1990 en fer hækkandi frá því um 2001 sem gefur tilefni til að ætla að stofninn sé í hægum vexti. Norðmenn veiða langmest af keilu í heiminum, eða 65% af heildaraflanum, en Íslendingar fylgja þar á eftir. Mest af því sem veiðist af keilu er saltað til útflutnings, en lítill hluti er frystur. Keila er ekki á rauða lista IUCN yfir tegundir í hættu, en hún er skráð af bresku samtökunum Marine Conservation Society sem fiskur sem neytendur ættu að forðast að kaupa vegna hættu á ofveiði.
## Aðrar heimildir
- „Havets resursser 2004: 3.4 Lange brosme og blaalange“ (PDF). Sótt 11. apríl 2006.
- Karl Gunnarsson, G. Jónsson, Ó. K. Pálsson, Sjávarnytjar við Ísland, Reykjavík, Mál og menning, 1998.
- Vilhelmína Vilhelmsdóttir, „Lífríki sjávar: Keila, Námsgagnastofnun og Hafrannsóknastofnunin, 2000“ (PDF). Sótt 11. apríl 2006.
| 3.875
|
# Keila (rúmfræði)
Keila er þrívítt form í rúmfræði.
## Formúlur
### Flatarmál
#### Flatarmál möttuls
{\displaystyle M=\pi \cdot r\cdot 1}
### Rúmmál
Rúmmál keilu er
{\displaystyle R={\frac {r^{2}\cdot \pi \cdot h}{3}}}
þar sem
- {\displaystyle h} er hæð
- {\displaystyle r} er radíus hringlaga grunnflatar
Yfirborð keilu er flatarmál grunnflatar + flatarmál möttuls.
{\displaystyle F=\pi \cdot r^{2}+\pi \cdot r\cdot s}
{\displaystyle s={\sqrt {r^{2}+h^{2}}}}
þar sem :
- {\displaystyle h} er hæð
- {\displaystyle r} er radíus hringlaga grunnflatar.
- {\displaystyle s} er langhlið (hypotenus) í þríhyrnings með hliðar {\displaystyle h} og {\displaystyle r}.
| 3.21875
|
# Keiludeild KR
Keiludeild KR var stofnuð árið 30. júní 1990. Rétt um 30-60 mans eru nú við æfingar hjá deildinni, á öllum aldri. Æfingar KR eru haldnar í keiluhöllinni við Öskjuhlíð. Strax í upphafi var lögð mikil áhersla á unglingastarfið og fyrsti Íslandsmeistaratitillinn kom árið 1995.
## Formenn Keiludeildar KR
- 1990 – 1992 Sigurður Valur Sverrisson
- 1993 – 1995 Sigurjón M. Egilsson
- 1996 – 1997 Bragi Már Bragason
- 1997 – Magnús Reynisson
| 1.835938
|
# Keilufélag Reykjavíkur
Fyrsta keilufélagið hér á landi var stofnað árið 1984 í tenglsum við Keilusalinn í Öskjuhlíð. Það bar nafnið Keilu- og veggboltafélag Reykjavíkur, KVR. Það var ekki fyrr en Þann 1. september 1985, Þegar ný stjórn var kjörin, að félagið tók til starfa. Stofnuð voru lið og deildarkeppni sett á laggirnar.
Ári síðar var nafni félagsins breytt í Keilufélag Reykjavíkur, KFR. Allt til ársins 1989 sá félagið um allt skipulagt starf innan keilunnar, en Þá var stofnuð Keilunefnd ÍSÍ, sem frá og með 1. júní 1989 tók við yfirstjórn landsmóta og undirnefnda sem áður höfðu verið í umsjón KFR.
Keilufélag Reykjavíkur er með skipulagt barna- og unglingastarf sem sjá má nánar um hér: http://kfr.is/barna-og-unglingastarf/ Geymt 6 janúar 2022 í Wayback Machine
| 2.28125
|
# Keila (íþrótt)
Keila er íþrótt og afþreying, þar sem spilarar renna keilukúlu eftir þar til gerðri braut og reyna að fella sem flesta flöskulaga pinna sem kallaðar eru keilur. Nokkrar gerðir eru til af keilu.
## Keila á Íslandi
Íslendingar kynntust keilu fyrst á árunum 1953 til 1955 þar sem bandarískir hermenn skildu eftir bragga með keilubrautum þegar þeir fóru aftur til síns heima eftir seinni heimstyrjöldina. Braggahverfið var kallað Camp Knox og var í Reykjavík. Aðstaðan var ekki upp á marga fiska og þess vegna lagðist keilan niður hér á landi. Þegar leiktækjasalir tóku að spretta upp í kringum 1970 buðu sumir þeirra upp á keilu á litlum færanlegum keilubrautum. Slíkar brautir var meðal annars að finna í Tómstundahúsinu við Nóatún og í Tónabæ. Á Keflavíkurstöðinni var fullbúinn keilusalur þar sem margir Íslendingar prófuðu leikinn í fyrsta skipti.
Árið 1985 var fullbúinn keilusalur, Keiluhöllin, opnaður í Reykjavík að nýju og þá gátu íslendingar farið að stunda keilu af alvöru. Keiluhöllin er í Öskjuhlíð og til að byrja með voru þar 12 brautir en fljótlega voru þær orðnar 18 og í dag eru þær orðnar 22. Ári áður en Keiluhöllin var tekin í notkun var fyrsta keilufélagið á landinu stofnað, Keilu- og veggboltafélag Reykjavíkur, KVR. Var það ekki virkt fyrr en 1. september 1985 þegar ný stjórn var kjörin. Þá tók félagið til starfa og voru stofnuð lið og deildarkeppni sett á laggirnar. Árið 1986 var nafni félagsins breytt og eftirleiðis bar það nafnið Keilufélag Reykjavíkur eða KFR. Árið 1987 var opnaður annar keilusalur í Garðabæ en þar voru 10 brautir og sama ár var Keilufélag Garðabæjar stofnað. Árið 1994 var salurinn í Garðabæ fluttur í húsnæði í Mjódd og því var Keilufélag Garðabæjar lagt niður en í stað þess var stofnuð keiludeild innan ÍR þar sem Mjóddin var á þeirra athafnasvæði. Árið 2006 var húsnæðið í Mjódd selt og þá varð aftur eingöngu einn keilusalur á höfuðborgarsvæðinu.
Seinna voru opnaðir keilusalir á Akranesi og á Akureyri. Einnig opnaði nýr keilusalur í Egilshöll í Reykjavík árið 2012 og eru eigendur hans þeir sömu og eigendur Keilusalarins í Öskjuhlíð.
KFR sá um allt öll mót og annað innan keilunnar allt fram til ársins 1989 en þá var keilan innlimuð í Íþróttasamband Íslands og var þá stofnuð Keilunefnd ÍSÍ. Keilunefndin tók við allri yfirstjórn undirnefnda og landsmóta sem KFR hafði áður haft umsjón með frá 1. júní sama ár.
Árið 1992 var Keilusamband Íslands (KLÍ) stofnað en keilunefndin var fyrsti vísirinn að því. Keilusambandið sér í dag um öll keilumál innan ÍSÍ.
Keilusambandið er einnig aðili að Alþjóða keilusambandinu (WTBA) og Evrópukeilusambandinu (ETBF).
Í dag stundar fjöldi fólks keilu að staðaldri en einnig er boðið upp á að börn geti haldið upp á afmæli í sölunum, þar sem allir spila keilu og fá sér að borða.
| 3.65625
|
# Keilugreni
Picea alcoquiana er grenitegund einlend í Japan.
## Undirtegundir
Picea alcoquiana skiftist í eftirfarandi undirtegundir:
- P. a. acicularis
- P. a. alcoquiana
- P. a. reflexa
| 2.328125
|
# Jón Loftsson (ábóti)
Jón Loftsson (d. 1224) eða Jón Ljótsson var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, þriðji í röðinni. Hann tók við eftir að Guðmundur Bjálfason dó eða lét af embætti 1197 og var vígður 1198.
Árið sem hann var vígður ábóti var hann á Alþingi og fékk þá kverkamein miið en hét á Þorlák helga biskup og varð fljótlega heill á ný. Hann sagði af sér 1221 og var Hallur Gissurarson lögsögumaður kjörinn eftirmaður hans og vígður sama ár. En þá var ábótalaust í Helgafellsklaustri eftir lát Ketils Hermundarsonar og lét Magnús Gissurarson biskup Hall bróður sinn fara þangað í staðinn sem ábóta en fékk Jón til að halda áfra í Þykkvabæ. Jón dó svo 1224 og árið eftir flutti Hallur sig aftur í Þykkvabæjarklaustur.
| 2.6875
|
# Jón Magnússon á Svalbarði
Jón Magnússon ríki (1480 – 1564) var íslenskur höfðingi á 16. öld, bóndi og lögréttumaður á Svalbarði við Eyjafjörð. Hann hafði einnig bú á Skriðu (Rauðuskriðu) í Reykjadal og var stórauðugur. Hann var ættfaðir Svalbarðsættar.
Jón var sonur Magnúsar Þorkelssonar, bónda á Grýtubakka í Höfðahverfi, Grenivík, Svalbarði og síðast í Rauðuskriðu og um tíma sýslumanns í Vaðlaþingi, og konu hans Kristínar, dóttur Eyjólfs Arnfinnssonar riddara á Urðum og víðar, sonar Arnfinns Þorsteinssonar hirðstjóra. Magnús faðir Jóns gaf honum hálft höfuðbólið Svalbarð árið 1517 en hinn helminginn keypti hann í nokkrum bútum á árunum 1518-1522 og áttu afkomendur hans jörðina mjög lengi.
Jón var sagður vitur maður og forspár og var talinn fjölkunnugur. Til er bréf frá 1543 þar sem Jón Arason biskup gefur Jóni Filippussyni prófasti umboð til að veita Jóni Magnússyni aflausn fyrir „fordæðuskap, fjölkynngi og galdra“. Guðbrandur Þorláksson biskup hafði þetta bréf í bréfasafni sínu og hefur líklega stuðst við það þegar hann kærði Jón lögmann, son Jóns Magnússonar, fyrir ýmsar sakir og sagði í kæruskjalinu að faðir lögmanns hefði meðkennt upp á sig allra handa galdra og einnig að hann hefði „þá brúkað í langa tíð, og það, að hann hafi þar með mörgum manni skaða gert“. Þrátt fyrir þetta hélt Jón Magnússon virðingu sinni og var alltaf í röð mestu höfðingja.
Jón sýktist af sárasótt sem gekk á Íslandi um 1560 „í þá daga áður menn færi að brúka tóbak“, eins og segir í Magnúsar sögu prúða, og er sagt að hann hafi ekki viljað þiggja lækningu. 10. ágúst 1562 segist hann vera mjög að þrotum kominn vegna elli og krankleika, en hann dó 1564.
Fyrri kona Jóns var Ragnheiður á rauðum sokkum, dóttir Péturs Loftssonar ríka, bónda í Stóradal í Eyjafirði. Þau eignuðust sjö börn sem upp komust og urðu flest nafnkunn. Elst var Steinunn, sem fyrst var fylgikona séra Björns Jónssonar á Melstað, giftist svo Ólafi Jónssyni í Snóksdal og seinast Eggert Hannessyni; þá Sólveig kona Filippusar Brandssonar á Svínavatni á Ásum, sem vó Hrafn Brandsson lögmann; Þórdís kona Þorgríms Þorleifssonar í Lögmannshlíð; og synirnir, Magnús prúði, Staðarhóls-Páll, Jón lögmaður á Vindheimum og Sigurður sýslumaður á Reynistað.
Ragnheiður var dáin fyrir 1540 og árið 1553 giftist Jón aftur Guðnýju Grímsdóttur, dóttur Gríms Pálssonar sýslumanns á Möðruvöllum og ekkju Jóns Sturlusonar í Dunhaga, en Elín dóttir Guðnýjar og Magnús prúði sonur Jóns höfðu gengið í hjónaband nokkru fyrr. Jón og Guðný áttu ekki börn saman en launsonur Jóns var Kolbeinn klakkur, bóndi á Einarslóni á Snæfellsnesi. Afkomendur Jóns ríka kallast Svalbarðsætt - stundum Svalbarðsætt síðari því önnur eldri ætt hafði verið kennd við Svalbarð.
| 3.53125
|
# Jón Magnússon í Laufási
Jón Magnússon í Laufási (1601 – 1675) var prestur og skáld.
Foreldrar Jóns voru séra Magnús Eiríksson prestur á Auðkúlu í Svínadal og kona hans Steinvör Pétursdóttir. Yngri bróðir og alnafni Jóns var Jón Magnússon þumlungur.
Jón eldri var vígður til prests í Möðruvallaklaustri í Hörgárdal árið 1632 en fékk síðan Laufás árið 1637. Föðursystir Jóns var Agnes Eiríksdóttir en hún var kona séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási (d. 1636). Jón lauk við ritun eða hreinritun orðasafns Magnúsar í Laufási (Specimen Lexici Runici) og sendi danska fræðimanninum Ole Worm. Hann var afkastamikið skáld og orti margar rímur, m.a. Bíleams rímur (um Bíleam) og Rímur af Salómon konungi hinum ríka (um Salómon konung).
Kona Jóns hét Guðrún Jónsdóttir, dóttir prestshjónanna í Miklagarð í Eyjafirði.
## Tilvitnanir
1. ↑ Anthony Faulkes, The Sources of Specimen Lexici Runici, Íslensk tunga 5 (1964): 30-138.
## Ytri tenglar
Kveðskapur Jóns Magnússonar í Laufási á óðfræðivefnum Braga[óvirkur tengill]
Jón Magnússon í Laufási á Ísmús vefnum
Anthony Faulkes. The Sources of Specimen Lexici Runici. Íslensk tunga 5 (1964): 30-138.
| 3.1875
|
# Jón Magnússon (formaður Fram)
Jón Magnússon (17. janúar 1911 – 26. desember 1997) var verslunarmaður í Hafnarfirði, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
## Ævi og störf
Jón fæddist á Álftanesi og ólst upp þar og í Hafnarfirði. Sem ungur maður kom hann að stofnun Knattspyrnufélagsins Þjálfa í Hafnarfirði árið 1928 og var formaður þess uns félagið var lagt niður árið 1932.
Á sama tíma var Jón meðlimur í Knattspyrnufélaginu Fram, sem var að rífa sig upp úr miklum öldudal. Árið 1928 sendi Fram ekki lið til þátttöku á Íslandsmóti karla í fyrsta og eina sinn í sögunni. Árið eftir keppti Fram að nýju með nánast alveg nýtt lið, þar sem Jón Magnússon var meðal keppenda. Hann lék með meistaraflokki til ársins 1941 og varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 1939.
Það mæddi mikið á Jóni Íslandsmeistaraárið, því auk þess að leika með liðinu gegndi hann formennsku í Fram 1938-39. Þetta sama sumar héldu Framarar í keppnisferð til Danmerkur í boði danska knattspyrnusambandsins, sem hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Í tilefni af afmælinu efndu Danirnir til óopinbers Norðurlandamóts, þar sem landslið Svía, Norðmanna og Finna kepptu auk heimamanna. Framliðið var kynnt til sögunnar sem nokkurs konar áheyrnarfulltrúi og fastlega gefið í skyn að þar færi íslenska landsliðið.
Upp úr 1940 hóf Jón verslunarrekstur í Hafnarfirði og gerðist þá virkur félagi í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, lék með meistaraflokki og gegndi m.a. formannsembættinu 1943-45.
Jón fluttist aftur til Reykjavíkur 1950 og fór upp úr því að einbeita sér að störfum fyrir Knattspyrnusamband Íslands, þar sem hann sat í stjórn í tæpan aldarfjórðung. Árið 1960 tók hann aftur við formennskunni í Fram og gegndi því starfi í eitt ár. Hann var útnefndur heiðursfélagi árið 1978, á 70 ára afmæli félagsins.
| 3.21875
|
# Jón Magnússon (f. 1946)
Jón Magnússon (f. 23. mars 1946 á Akranesi) er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sonur Jóns og fyrrverandi eiginkonu hans Halldóru Rafnar.
## Nám og störf
- Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967.
- Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1974.
- Löggiltur héraðsdómslögmaður 1975.
- Löggiltur hæstaréttarlögmaður 1989.
### Seta í stjórnum og nefndum
- Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1970-1971.
- Formaður Neytendasamtakanna 1982-1984.
- Formaður stjórnar Iðnlánasjóðs 1983-1991.
- Formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1991-1996.
### Stjórnmálaferill
- Sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973-1981.
- Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna Reykjavík, 1975-1977.
- Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1977-1981.
- Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1984-1988.
- Gekk úr Sjálfstæðisflokknum árið 1992 eftir sigur Davíðs Oddssonar í formannskjöri 1991.
- Forystumaður í stjórnmálahreyfingunni Nýtt Afl sem stofnuð var 2002.
- Gekk ásamt Nýju Afli til samstarfs við Frjálslynda flokkinn árið 2006.
- Þingmaður Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007-2009.
- Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2008-2009.
- Skráði sig úr Frjálslynda flokknum 9. febrúar 2009, en hélt áfram þingsetu utan flokka.
- Gekk í þingflokk Sjálfstæðismanna 18. febrúar 2009.
| 2.671875
|
# Jón Magnússon þumlungur
Jón Magnússon (1601 – 1696) var prestssonur frá Auðkúlu í Svínadal. Þrír bræður Jóns vígðust til prests en á meðal þeirra var alnafni hans séra Jón Magnússon í Laufási (f. 1601).
Jón missti móður sína Steinvöru Pétursdóttur ungur og var þá tekinn í fóstur af Oddi Einarssyni biskupi í Skálholti. Hann hefur því vafalítið hlotið betri menntun en almennt gerðist. Jón tók prestvígslu að loknu námi og þjónaði lengst af Eyri við Skutulsfjörð (þar sem nú er Ísafjarðarkaupstaður). Þar veiktist hann af ókennilegum sjúkdómi árið 1655 og þjáðist mjög á sál og líkama. Árið áður höfðu þrír menn verið brenndir fyrir galdra í Trékyllisvík á Ströndum og þar með komst skriður á galdramál hér á landi. Jón taldi að sjúkdómur sinn stafaði af göldrum og fékk feðga sem bjuggu á Kirkjubóli, Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri, brennda á báli fyrir galdra árið 1656. Játuðu þeir að hafa fengist við kukl. Sjúkdómurinn stilltist þó lítt og reyndi Jón þá að fá Þuríði dóttur Jóns eldra á Kirkjubóli dæmda fyrir galdur, en hún var sýknuð.
Píslarsaga séra Jóns Magnússonar er varnarrit sem hann skrifaði vegna þess að Þuríður Jónsdóttir kærði hann fyrir að hafa borið sig röngum sökum og ofsóknir. Jón samdi Píslarsöguna árin 1658-1659.
| 2.9375
|
# Jón Loftsson (prestur í Vatnsfirði)
Jón Loftsson (d. um 1606) var prestur á Mosfelli í Grímsnesi, Útskálum í Garði, Görðum á Álftanesi og seinast í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp um þrjátíu ára skeið en var þá settur af fyrir embættisafglöp. Hann var prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi og Strandaprófastsdæmi. Hann var einnig skólameistari í Skálholti um tíma.
Faðir Jóns var Loftur Jónsson, sunnlenskur bóndi, móðurbróðir Gissurar Einarssonar Skálholtsbiskups, en móðir hans er óþekkt. Jón var orðinn prestur á Mosfelli í Grímsnesi 1555. Hann var talinn einn helsti prestur sunnanlands og þegar Ólafur danski, fyrsti skólameistari í Skálholti, drukknaði í Brúará var Jón settur til að gegna starfinu og var því fyrsti íslenski skólameistarinn. Hann þótti þó ekki nógu lærður til að gegna því embætti og var því fenginn skólameistari frá Danmörku, Hans Lollich.
Jón varð svo prestur á Útskálum 1560 en var þar aðeins í tvö ár og fór að Görðum á Álftanesi 1562. Þar var hann líka aðeins tvö ár og varð þá prestur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Hann var jafnframt prófastur í bæði Ísafjarðarprófastsdæmi og Strandaprófastsdæmi og árið 1566 sendi hann öllum prestum á Vestfjörðum alvarlegt áminningarbréf.
Séra Jón þótti nokkuð sérkennilegur í háttum á efri árum og „upp á fornan sið“. Hann gaf sig sjálfur saman í hjónaband við þriðju og seinustu konu sína, Guðrúnu Sigurðardóttur, um 1593. Fyrir það var hann settur úr embætti 1595 og þurfti að víkja sárnauðugur frá Vatnsfirði fyrir Gísla Einarssyni, bróður Odds biskups, og var talið að bölbænir hans hefðu orðið að áhrínsorðum því séra Gísla búnaðist illa í Vatnsfirði.
Jón lifði í rúman áratug í viðbót, var hjá syni sínum í Þernuvík og dó þar, líklega 1606. Hann var þríkvæntur sem fyrr segir og var fyrsta kona hans Guðríður Jónsdóttir, önnur Sigríður Grímsdóttir en sú þriðja Guðrún Sigurðardóttir áður nefnd.
| 3.4375
|
# Jón Magnússon (skáld)
Jón Magnússon (17. ágúst 1896 – 21. febrúar 1944) var íslenskt skáld og þekktastur fyrir ljóðabók sína Bláskógar. Hann fæddist í Fossakoti í Andakíl, Borgarfirði, en fluttist til Reykjavíkur árið 1916.
Fyrsta braglínan í öðru erindi ljóðsins Líknargjafinn þjáðra þjóða varð að kjörorðum Landhelgisgæslunnar árið 2001. Orðin eru: Föðurland vort hálft er hafið. Ljóðið birtist í ljóðasafninu Bláskógar sem kom út árið 1945, en birtist upphaflega 1940 í Sjómannablaðinu Víkingi. Eiginkona Jóns var Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi, ritstýra Nýs Kvennablaðs. Þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörgu, Ragnheiði og Sigríði.
| 2.765625
|
# Limp Bizkit
Limp Bizkit er bandarísk rapp/rokk hljómsveit. Hljómsveitin var mynduð 1995 og meðlimir hennar eru Fred Durst söngvari, Wes Borland gítarleikari, Sam Rivers bassaleikari, John Otto trommari og DJ Letal.
## Útgefið efni
- 1997: Three Dollar Bills, Y'all$
- 1999: Significant Other
- 2000: Chocolate Starfish and the Hot Dog Flavored Water
- 2001: New Old Songs
- 2003: Results May Vary
- 2005: The Unquestionable Truth (Part 1)
- 2005: Greatest HitX
- 2008: Collected
- 2008: Rock im Park 2013
- 2011: Gold Cobra
- 2021: Still Sucks
| 1.953125
|
# Lina Bo Bardi
Lina Bo Bardi (fædd Achillina Bo, 5. desember 1914 – 20. mars 1992) var ítalsk-brasilískur módernískur arkitekt og hönnuður. Hún hafði einkum áhuga á samfélagslegu og menningarlegu hlutverki arkitektúrs og blöndun alþýðilegra og módernískra þátta í nútímaarkitektúr. Hún átti oft erfitt með að njóta sannmælis fyrir hönnun sína í Brasilíu, þar sem hún vann mestan hluta ævinnar, þar sem hún var bæði útlendingur og kona. Vinsældir hennar hafa farið vaxandi frá 2008 þegar yfirlitsrit verka hennar frá 1993 var endurútgefið.
Lina Bo Bardi er þekkt fyrir fjölmargar teikningar sem hún gerði til að þróa hugmyndir sínar um tengsl hefðar og nútíma, ljóðrænu og rökhyggju. Meðal þekktustu verka hennar eru „Glerhúsið“ sem var heimili þeirra Pietro Maria Bardi frá 1951, Listasafnið í São Paulo 1957-1968 og frístundamiðstöðin SESC Pompéia í São Paulo 1977-1986. Hún fékkst líka við húsgagna- og skartgripahönnun. Bardi-skálin („Bardi Bowl“) er þekktur stóll eftir hana frá 1951.
| 2.90625
|
# Limgerði
Limgerði (eða limgirðing) er þétt runnaröð sem er notuð sem girðing til dæmis til afmörkunnar eða sem skjólbelti kringum hús eða til að skýla styttu í lystigarði. Limgerði má ekki rugla saman við grindverk sem er smíðað, til dæmis úr grindum.
Þyrnigerði er limgerði úr þyrnirunnum.
| 2.84375
|
# Limnophila heteropylla
Limnophila heterophylla er tegund í græðisúruætt sem var fyrst lýst af William Roxburgh, og fékk sitt núverandi nafn af George Bentham.
Hún er ættuð frá Suður- og Austur-Asíu og er notuð sem skrautplanta í fiskabúrum.
| 2.609375
|
# Limousin (nautgripakyn)
Limousin er nautgripakyn upprunalega ræktað í Limousin-héraði í Frakklandi. Kynið þekkist á rauðum lit einstaklinganna og eru hreinræktaðir gripir hyrndir. Með blöndun við önnur kyn hafa fengist erfðavísar fyrir svartan lit og kollótt inn í stofninn.
## Saga
Fyrsta ættbók Limousinkynsins var stofnuð árið 1886 til að bæta það með náttúrulegu vali. Þó eru uppi kenningar um að kynið gæti verið allt að 20 þúsund ára gamalt sé byggt á hellaristum nálægt Montignac sem sýna nautgripi sem líkjast mjög Limousin.
## Einkenni
Kálfar af Limousinkyni eru stórir og fljótvaxta. Gripirnir hafa góða fóðurnýtingu og hafa þannig mikinn vaxtahraða. Hinsvegar er mjólkurlagni ekki góð en góðir kjötsöfnunareiginleikar bæta það upp. Geðslag er gott og burðarvandamál fátíðari en hjá öðrum kynjum.
| 2.921875
|
# Limra
Limra er tegund af ljóði með fimm bragliði og rísandi þrílið. Rímskipunin er nánast alltaf AABBA.
| 2.4375
|
# Limpopofljót
Limpopofljót er fljót sem kemur upp í Suður-Afríku, rétt norðvestan við Jóhannesarborg, og rennur um 1.600 kílómetra leið í austurátt út í Indlandshaf. Það er annað lengsta fljótið í þessum heimshluta. Áin rennur í stóran sveig norðaustur og norður, svo austur og loks suðaustur þar sem það myndar náttúruleg landamæri milli Suður-Afríku og Botsvana í norðvestri, síðan Suður-Afríku og Simbabve í norðaustri, áður en það rennur inn í Mósambík.
| 2.734375
|
# Lina Wertmüller
Lina Wertmüller (f. 14. ágúst 1928; d. 9. desember 2021) var ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Hún var fyrsta konan sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn fyrir kvikmyndina Sjö sætar (Pasqualino Settebellezze) árið 1976. Hún vakti fyrst alþjóðlega athygli með fjórleik sínum þar sem Giancarlo Giannini fer með aðalkarlhlutverkið; Mimi og mafían 1972, Kvikmynd um ást og stjórnleysi 1973, Óvenjuleg örlög 1974 og Sjö sætar 1975. Í myndunum er gróteskum húmor og kaldhæðni beitt til að draga upp mynd af hlutskipti fátæks alþýðufólks á Suður-Ítalíu. Aðalsöguhetjan er alltaf alþýðumaður (verkamaður, smákrimmi, bóndi, sjómaður) sem leikinn er af Giannini og í samböndum hans við konur endurspeglast stéttabaráttan og vonlítil staða verkafólks gagnvart hinum ríku og voldugu. Wertmüller var sökuð um kvenfyrirlitningu vegna þess hvernig farið er með kvenpersónur í myndum hennar, einkum í Óvenjuleg örlög.
| 3.28125
|
# Lokalausnin
Lokalausnin við gyðingavandamálinu (á þýsku: Endlösung der Judenfrage) vísar til áætlunar nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Hugtakið var smíðað af Adolf Eichmann, háttsettum nasista sem sá um framkvæmd þjóðarmorðsins auk Hitlers. Eftir seinni heimsstyrjöldina var hann handtekinn, dreginn fyrir dóm og tekinn af lífi í Ísrael árið 1962.
| 2.875
|
# Lokasjóður
Lokasjóður, peningagras, peningablóm eða skrapalauf (fræðiheiti: Rhinanthus minor) er einær blómplanta sem vex á graslendi í Evrópu og Asíu og sækir hluta af næringu sinni úr rótarkerfi jurta í kringum sig. Hann verður 25-50 sm á hæð með gul blóm sem vaxa í klasa á enda stöngulsins. Fræhylkin eru þurr og disklaga með litlum hringlandi fræjum.
Lokasjóður er algengur í graslendi og móum um allt Ísland.
| 2.890625
|
# Lokastígur
Lokastígur er þröng gata í Þingholtunum í Reykjavík. Hann tilheyrir Ásgarði og nær frá Njarðargötu að Týsgötu.
Gatan heitir eftir ásnum Loka.
| 1.640625
|
# Lokað hverfi
Lokað hverfi, afgirt hverfi, vaktað hverfi, einkahverfi eða öruggt hverfi er hverfi, hverfahluti eða klasahús þar sem allri umferð inn á svæðið er stýrt um vaktað hlið. Hverfið er þá oft umgirt veggjum, girðingum eða síkjum til að hindra aðgang annars staðar. Lokuð hverfi eru yfirleitt íbúðahverfi með afmörkuðum sameiginlegum svæðum, almenningsgörðum, sundlaug, íþróttaaðstöðu og fleiru.
Vöktun slíkra hverfa er yfirleitt í höndum öryggisfyrirtækja. Með auknu öryggi er ætlunin að höfða til betur stæðra kaupenda, útlendinga, fólks sem er mikið fjarverandi frá eigninni, barnafólks og/eða aldraðra. Slíkar eignir hafa sérstakt aðdráttarafl á svæðum þar sem er mikið um glæpi.
Til eru dæmi um stór lokuð hverfi sem innihalda atvinnuhúsnæði, eins og Alphaville í São Paulo í Brasilíu. Eins eru til dæmi um lokuð hverfi sem ætlað er að halda fólki inni, eins og sérstök hverfi fyrir farandverkafólk í Kína, eða þar sem aðrar reglur gilda fyrir tímabundna íbúa en heimafólk eins og í Sádí-Arabíu.
| 2.6875
|
# Loiret
Loiret er sýsla í franska héraðinu Centre. Loiret skiptist í þrjú svonefnd arrondissements, 21 kantónu (fr. cantons) 334 sveitarfélög (fr. communes).
| 2.171875
|
# Lois Griffin
Lois Griffin er teiknimyndapersóna í þáttunum Family Guy. Eiginmaður Lois er Peter Griffin og börn þeirra eru Meg, Chris og Stewie, þá á fjölskyldan hundinn Brian.
| 1.492188
|
# Lois Lane
Lois Lane er teiknimyndapersóna úr DC myndasöguheiminum. Hún er náinn samstarfsmaður Clark Kent, öðru nafni Superman. Í sögunni vinna þau bæði sem blaðamenn hjá Daily Planet. Hún er þekkt í þáttunum frá 1952, Adventures of Superman og kvikmyndinni Superman frá 1978 þar sem hún var leikin af Margot Kidder.
| 2.203125
|
# Loimaa
Loimaa (sænska: Loimijoki) er sveitarfélag í Finnlandi.
Loimaa er staðsett í Vestur-Finnlandi og er íbúafjöldi þess 15.420 manns (31. desember 2023).
Helstu nágrannasveitarfélög þess eru Huittinen, Humppila, Koski Tl, Marttila, Oripää, Punkalaidun, Pöytyä, Somero, Säkylä og Ypäjä.
## Saga
Nafnið Loimaa kemur frá ánni Loimijoki sem rennur í gegnum bæinn.
Fyrsta skriflega heimildin um Loimaa eru frá árinu 1439.
Mýtólógíska veran Prättäkitti, sem sögum ber ekki saman um hvort hafa verið seiðkarl, töframaður eða norn, er tengd staðnum sterkum böndum.
Á hverju ári er Prättäkitti-dagurinn haldinn hátíðlegur í Loimaa. Skipulagning hátíðahaldanna er í höndum staðarblaðsins Loimaan Lehti og félags kvenna í atvinnurekstri í Loimaa. Á Prättäkitti-deginum er einn atvinnurekandi á staðnum valinn til að klæða sig upp sem norn og haldnar eru veglegar útsölur.
## Íþróttir og menning
Loimaa er heimabær körfuboltaliðsins Bisons Loimaa sem eitt sigursælasta körfuknattsleikslið Finnlands.
Staðarblað bæjarins heitir Loimaan Lehti og var stofnað 1915.
Listamaðurinn Alpo Jaakola, einnig þekktur sem Shamaninn af Loimaa, var einn af bæjarins þekktustu sonum. Hann var einn helsti merkisberi súrrealisma í finnskri listasögu og vakti athygli fyrir húmor og kímnigáfu í verkum sínum.
| 2.90625
|
# Loir-et-Cher (sýsla)
Loir-et-Cher er sýsla í franska héraðinu Centre. Loir-et-Cher skiptist í þrjú svonefnd arrondissements, 15 kantónu (fr. cantons) 283 sveitarfélög (fr. communes).
| 2.09375
|
# Lokaritgerð
Lokaritgerð er umfangsmikil ritgerð, oftast á háskólastigi, sem lögð er undir dóm prófessors eða nefndar, skipaðrar til að meta lokaritgerðina. Doktorsritgerð er lokaritgerð til doktorsprófs.
| 2.34375
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.